Heimskringla - 24.08.1932, Qupperneq 5
WINNIPEG 24. ÁGÚST 1932.
HEIMSKRINCLA
5 BLAÐSUM.
eitt ár, frá 1. september næst
komanda, og gerir ráð fyrir að
ferðast nokkra mánuði í Man-
sjúríu til þess, að kynnast trú-
boðsmöguleikum þar nyðra.
Auðvitað er það gert í ráði við
Kínasambandið, enda er afstaða
mín til þess að öllu leyti óbryett.
Til skams tíma má heita að
Mansjúría hafi verið ónumið
land, er það þó auðunnið og
frjósamt. Síðustu 25 árin hefir
íbúunum fjölgað úr 6 milj. upp
í 30 miljónir. Landrými er þar
þó mikið enn þá. Frakkland
og Þýskaland komast auðveld-
lega fyrir innan landamæra
Mansjúríu. í landinu eru all-
margir fjarskildir mannflokk-
ar, en eftir að Mansjúar hurfu
að mestu leyti í þjóðarhafið
kínvetska, hafa Kínverjar verið
í miklum meiri hluta, eða lið-
lega 90 af 100. Um ein miljón
Kínverjar hafa flust þangað á
hverju ári síðan 1927. Þessir
miklu fólksflutningar og mynd-
un nýs ríkis þarna norður frá,
er sjálfsagt einn af merkileg-
■ustu viðburðum síðari tíma.
30. apríl 1932.
ólafur ólafsson.
—Vísir.
og matreiðslu, sem algeng er hafar skuldabréfanna
austan- og norðanlands, en, því
miður, eigi svo alment eða á-
hyggjusamlega stundað á Suð-
liæglega
fengið meira en 34 % vexti af
peningum sínum, ef þeir létu
enska ríkissjóðinn innleysa
ur. og Vesturlandi.... Hvering ' skuldabréfin og keyptu í staðinn
NYTJA-JURTIR
sem fjallagrös eru brúkuð, eru
þau margrenyd að vera hið holl-
asta og kröftugasta læknismeð-
al og fæði í megrusótt, og
brjóstveiki, langvarandi innan-
tökum og magaveiki, halda við
jöfnum og góðum hægðum og
matarmeltingu, en eru þar hjá
yfrið vel nærandi.’’
Söl.
Um þau segir í fyrnefndum
bæklingi:
“Sér hver sjóarbóndi og sömu
leiðis margt sveitafólk gjörþekk
ir söl sem eru almenn fæða
fjölda manna í nokkurum hér-
uðum, einkum Árness-, Brogar-
fjarðar- og Dala-sýslum, hvar
þeim jafnvel er til sölu í upp-
sveitir töluvert safnað hvar þau
og seljast dýrum dómum, eink-
um fyrir bestu landaura, smjör,
kjöt, ull, skinn og brúkast jafn-
aðarlega til mann fæðis......
Um kraft og næringu sölva
til manneldis er margra þjóða
reynsla og vorrar eigin fullnóg
um fleiri undanfarnar aldir, og
ber saman þarum, að þau gefi
eitthvert hið hollasta og mest
nærandi fæði fyrir menn og
Oft hafa heyrst hvatningaorð
um það í seinni tíð, að íslend- [fénað «ndir eins °S Wiengt að
ingar ætti að kappkosta, að búa smekk. Mbl.
sem mest að sínu. í sambandi
við það er rétt að minna á, að
fyrrum hagnýttu menn sér ýms-
ar jurtir, er hér vaxa og þótti
hið mesta sælgæti og búfengur
góður. Nú hefir þetta fallið að
mestu í þagnargildi og er það
illa farið.
í búnaðarblaðinu “Frey’’ birt-
ust nýlega gömul ummæli um
nokkurar nytja jurtir: Hvönn,
heimilisnjóla, smára, fjallagrös
og söl. Þó að hugvekjur þessar
séu orðnar gamlar —• 100—150
ára — munu þær enn hafa sitt
fulla gildi og leyfum vér oss að
birta þær hér:
Hvönn.
Um hana segir Matjurtarbók
Eggerts Ólafsson, prentuð 1774:
“Hvönn er vegna sinna dygða
víðast komin í aldingarða hér í
Norðurálfunni, bæði jurtin og
rótin er fyrir austan borðuð hrá
með smjöri og hér hefir hvort
tveggja til salats brúkað verið.
Hvannarót er góð í te, þurkuð
áður.’’
Um heimilisnjóla segir í sömu
bók:
“Fardagakál kallast heimilis-
njólablöðkur. Þetta kál er til-
reitt sem kálgrautur, túnsúrur,
eru góðar þar saman við. Jurt-
ein er annars blóðhreinsandi,
mótstendur skyrbjúgi og gulu.
Kjötfita á hér vel við.”
Smári.
Um hann segir í Grasnytjum
Björns Halldórsson:
“Þessi jurt hefir frá fyrri öld
etin verið af mönnum hér á landi
— bæði hrá og soðin í mjólk,
væri þá gott að saxa hana sem
kál, þar til að sá matur yrði
frambærilegur.’’
Og í matjurtabók Eggerts
Ólafssonar segir:
“Smári vex víða á Islandi og
hefir brúkast af fólki til forna,
því finst hann bæði verðlagður
í sumum Búalögum, og líka
sannar það málshátturinn: “Eigi
er smjörs vart þá smári er feng-
inn”. Hann er nú eigi etinn
nema austur á landi: 1) Jurtin
etin heil án rótar, hrá með
smjöri. 2) Smærurnar, svo
kallast þeir þykku leggir ofan
til við rótina, þær eru soðnar í
mjólk, sem sætnar, en þær
verða meyrar og ætilegar.”
Fjallagrös.
Um þau segir Magnús Steph-
sensen í Hugvekjum 1808:
“Mér er fyrirlagt einnig að
ámálga hið markverðasta um
þessa nýtsömu jurt, sem hver
maður í landinu þekkir. Fjalla
grös þurfa því engrar lýsingar
við á þessum stað, ellegar fyrir
VAXTALÆKKUNIN
f ENGLANDi
erlend ríkisskuldabréf. En vaxta-
hæðin er ekki aðalatriðið, held-
ur tryggingin. Og það er erfitt
sem stendur að fá erlend skulda
bréf sem eru jafntrygg ensku
skuldabréfunum, en gefa þó
hærri vexti.
Breytingu stríðslánanna í
vaxtalægri lán hefir yfirleitt
verið tekið vel í Englandi. —
Þetta er liin stærsta fjármála
ráðstöfun í þessa átt, sem nokk-
urn tíma hefir verið gerð. Breyt-
ingin hefir þá afleiðingu, að
enska ríkið sparar 14% af 2,000
miljónum punda eða 30 milj.
sterlingspund (rúmlega 660
milj. ísl. kr.) árlega, og getur
því létt þyngstu skattabyrðun-
um af Englendingum. Þar að
auki má búast við almennri
lækkun vaxtastofns í Englandi.
Og hlýtur það að örva atvinnu-
líf ensku þjóðarinnar.
Margir búast við, að Banda-
ríkjamenn, Frakkar og ef til vill
fleiri þjóðir muni fara að for-
dæmi Englendinga. Þyngstu
vaxtabyrðunum verður þá létt
bæði af ríkissjóðum, bæjarfé-
lögum og einstaklingum.
K.höfn í júlí 1932.
—Mbl. ,,
PÁLSPISTLAR
hinir síðari.
Englandsbanki lækkaði fyrir
skömmu forvexti úr 2| niður í
2%. Svo lágir hafa forvextir í
Englandi ekki verið síðan árið
1897. Það var þegar ljóst, að
þessi vaxtalækkun stóð í sam-
bandi við áformin um að breyta
5% stríðslánunum ensku í öiin-
ur hagkvæmari lán. Þessi breyt-
ing hefir lengi verið í ráði. I
byrjun árs í fyrra bjóst Snow-
den þáverandi fjármálaráðherra
við að geta komið breytingunni
fram. En svo kom bankahrunið
í Þýskalandi og afnám gullinn-
lausnarinnar í Englandi. Og
forvextir í Englandi hækkuðu
að miklum mun, frá 3% í árs-
byrjun upp í 6% í sept. í fyrra.
En síðan hefir ástandið á
peningamakarðinum í Englandi
gerbreyst til batnaðar. Pening-
ar tóku aftur að streyma Lil
Lundúna, sumpart vegna vax-
andi trausts á sterlingspundinu,
sumpart vegna vaxandi van-
trausts á öðrum þjóðum. Eftir-
spurnin eftir enskum ríkis-
skuldabréfum hefir því að und-
anförnu verið meiri en nokkurn
tíma áður. Og Englandsbanki
hefir hvað eftir annað lækkaö
forvexti, frá 6% í febrúar niður
1 2% í lok júní.
Hinn 30. júní skýrði Chamber
lain fjármálaráðh. enska þing-
inú frá því, að enska stjórnin
ætli að breyta 5% stríðslánum
sínum í 34% lán. Þessi lán eru
2000 miljónir punda að upphæð
(um 40,000 milj. ísl. kr.) Enska
stjórnin setur eigendum skulda-
bréfanna tvo kosti. Þeir geta
haldið skuldabréfunum áfram
gegn því að fá aðeins 3|% vexti
af þeim. Og þeir geta líka látið
ríkissjóð innleysa skuldabréfin
fyrir ákæðisverð 1. des. n. k.
Eigendur skuldabréfanna eru
um 3 milj. að tölu. Enska stjórn
in sendir hverjum þeirra bréf,
þar sem skýrt er frá framan-
nefndri breytingu á lánunum.
í fyrra var áætlað, að einn fimti
hluti skuldabréfanna, eða um
400 milj. punda væri erlendis.
En síðan hefir mikið af þessum
skuldabréfum verið selt til Eng-
lands. Flest þeirra eru því í
höndum Englendinga.
En hvernig taka eigendur
skuldabréfanna þeim kostum, er
enska stjómin hefir sett þeim.
— Heimta þeir fé sitt útborgað
í peningum 1. desember? Og
hvar getur þá enski ríkissjóður-
inn grafið upp 2,000 miljónir til
útborgananna? En enska stjórn
in hefir ástæður til þess að ætla
að mjög fáir muni heimta út-
sagnir um þeirra safn, hreinsun ^0rgun. Að vísu gætu hand-
Mínir elskanlegir!
Æði nokkuð er nú langt liðið
§íðan eg reit yður síðast, og
bera til þess ýmsar ástæður. Vil
eg nú skýra yður nokkuð af
því, sem fyrir hefir borið, svo
þér síður forfallist á trúnni og
vitið betur hvers vænta má ef
svo færi að einnig þér eigruðuð
út á víðavang meðal hinna
kristnu þjóða nútímans.
Eins og þér munið, var eg,
þegar síðast gat, að hlusta á
hinn bersynduga hafa orð fyrir
lýðnum. Og nokkuð mun mál.
hans hafa sett mig hugsi, því
alldimt var orðið þegar einn af
hinum einkennisbúnu líkömum
stjakaði við mér með staur sín-
um og vakti mig til sjálfs mín,
þar sem eg sat á hellunni fram-
an við hinn mikla Abraham.
Spurði hann mig stuttlega hvert
eg væri að fara og gat eg ekki
svarað því með neinum sann-
færingarkrafti, því eg var alls
ekkert að fara. Því næst spurði
hann um atvinnu mína og heim-
ili, og þar eð eg hvorugt átti,
og vissi ekki hvers það gilti,
sagði eg honum eins og var, að
eg væri atvinnulaus og ætti
engan samastað. Varð hann þá
reiðulegur á svip, tók í handlegg
mér og dróg mig inn í rambyggi
lega höll eina, er öll var úr stór-
grýti hlaðin og hafði járn slár
miklar fyrir gluggum öllum ,en
slagbrand fyrir dyrum úti. Samt
var þar mjög fátæklegt innan-
veggja og lítið um samneyti. Að-
eins einn stirður og mállaus
maður gekk mér fyrir beina og
varði dyrnar svo engin gæti, að
minni hyggju þá, gert mér á-
verka. En á þriðja degi var
eg leiddur einn í sal nokkurn,
stóran og skrautlegan, og þar í
viðurvist margra manna spurð-
ur hinna sömu spuminga, er ein
kennibúna mannlíkanið fyrsta
hafði fyrir mig lagt. Sagði eg
nú aftur eins og var og bjóst
við að úr því böli mínu ætti nú
að bæta. En sá, sem við altar
ið sat, sagði með hátíðleyri
raust að eg væri sekur fundin
um að vera félaus maður og á
vonarvöl og dæmdist því til tugt
hússvistar í fjörutíu daga og
fjörutíu nætur. Er það, eins og
þér nú skiljið, ein aðalástæðan
fyrir því að þér hafið ekki heyrt
frá mér svo lengi.
Margt nýstarlegt hafa hinar
kristnu þjóðir uppgötvað á hin-
um síðustu tímum og hefi eg
fæst af því séð eða jafnvel hug
samað. Eg er ekki nema eins
og fys eða rekald í öllu því iðu-
kasti sern alstaðar fyrirfinst. Er
það á sviði hátta og laga, sem
annarsstaðar og verður fleirum
en mér það á að villast á vegum
réttvísinnar. Þegar Meistarinn
sjálfur var hér á jörð og átti
hvergi höfði sínu að halla voru
menn ekki orðnir þess áskynja
að það væri glæpur, og því gekk
hann iaus svo lengi. Nú veit eg
hverju það sætir.
Önnur ástæða fyrir þögn
minni, síðan eg aftur fór að
ganga göturnar, er sú, að Sig-
urður nokkur Jóhannsson og
einhver ísdal út og niður í hinu
víðlenda Canadaríki hafa átt í
deilum nokkrum út af tilveru
minni og tilgangi og var eg að
bíða þess, með nokkurri for-
vitni, að fá að vita hvor þeirra
myndi renna grun í hvað mál
mitt gilti. En, því miður, er eg
engu nær. Báðir virðast hafa
lagt mesta áherzlu huga síns á
spurninguna: hvort eg myndi
vera í beinan karllegg kominn
frá hinum barnalausa Páli frá
Tarsus, eður eigi, og ef svo
væri, hvort eg bæri þá nafn með
rentu. Ef til vill hafa báðir
líka óttast að eg væri að verða
nokkuð blátt áfram gagnvart
hinum elztu fastmælum trúar-
innar og viðhafa léttuð á helgum
hugsýnamiðum. En það er ein-
ber misskilningur. Mér er nær
að halda að hvorugur hafi lesið
pistla mína með nægri gaum-
gæfni til að eygja hvað við er
átt, því Sigurður, að minsta
kosti, er sýnilega nógu djarfur
til þess að horfa beint, hvernig
sem vaninn lætur.
Geta mætti þess til skýringar,
að þegar eg hóf þessa pistlinga
hafði eg eigi lesið Rip Van
Winkle og vissi því ekki voðann.
En séð hafði eg “Smiður er eg
nefndur” og “Fræði Luters, hin
minni”, og einnig frétt um
Helga Péturss og Ben. Gröndal,
tvo Sóleyjarmenn, er einná mest
traustatak hafa tekið á sann-
leikanum, með góðum árangri.
Eg hugði að eðlishvatir kynnu
að halda áfram, hvað sem líf-
færunum liði, og uppreistarand-
inn einn færi þess ekki var-
hluta. Mótmælendur allir munu
skilja þá hugsanahvöt. Hinir
koma með seinni skipunum.
En þetta minnir mig á, að
pistill þessi átti að fjalla um
uppreistir — og nú er blaðið
búið og bréfberinn bíður. Þér
verðið því, mínir eJskanlegir,
að bíða næstu ferðar með þeirri
staðlund og því hugrekki, sem
yður er eiginlegt.
PéBé.
NÝ BÓK
Ný bók sem mörgum mun
verða kærkomin, kom á mark-
aðinn í gær. Er það 3. útgáfa
hinnar ágætu “Ensk-íslensku
orðabókar’’ Geirs T. Zöega rekt-
ors. Fyrsta útgáfa orðabókar
þessarar var prentuð 1896 og
seldist upp á nokkrum árum.
Önnur útgáfa (aukin) kom
haustið 1911, og nú kemur
þriðja útgáfa, stórum aukin og
endurbætt. G. T. Zöega andað-
ist 15 ápríl 1928, og hafði þá
lokið við að endurskoða orða- J
bókina (2. útgáfu) og búa 3.!
útgáfu undir prentun. Tengda-
sonur höfundarins, Þorsteinn
hagstofustjóri Þorsteinsson, hef-
ir annast útgáfuna, en hann er
hverjum manni vandvirkari og
má vist treysta því, að hann hafi
ekki ‘kastað höndunum’’ til
þessa verks. — Orðabókar-
starfsemi Geirs heitins Zöega
rektors var öll hin merkilegasta
og í raun réttri þrekvirki, að
honum skyldi verða svo mikið á
gengt í þeim efnum, sem raun
ber vitni, því að hann var löng-
um önnum kafinn við lýjandi
kenslustörf. — 2. útgáfa orða-
bókarinnar hefir nú verið upp-
seld og ófáanleg um hríð, og
mun því þessi útgáfa koma í
góðar þarfir. — Önnur útgáfa
var aðeins 35 arkir að stræð,
en þessi er 44 arkir, og er því
ljóst, að aukningin muni all-
veruleg. — Útgefandi er Bóka-
verslun Sigurðar Kristjánssonar
(Herbertsprent). Bókin kostar
18 krónur í laglegu bandi.
—Vísir.
ÚTFLUTNINGUR
íslenzkra afurða
samkvmæt skýrslu Gengis-
nefndar hefir útflutningur fyrra
helming þessa árs numið kr.
17,598,980 og er það kr. 280,710
meira heldur en á sama tíma i
fyrra. En útkoman verður ekki
svona glæsileg þegar litið er á
vörumagn það, sem flutt hefir
verið úr landi. Af verkuðum
saltfiski hefir verið flutt út
6,651,280 kg. meira heldur en í
fyrra, 2| milj. kg. meira af ó-
verkuðum fiski 4,200 tn. meira
af síld, 900 þús. kg. meira af
lýsi, 700 þús, kg. meira af síld-
arolíu, 434,500 kg. af síldar-
mjöli, 140 þús. kg. meira af
fiskbeinum, 265,791 kg. meira
af frystu kjöti, 3,600 tn. meira
af saltkjöti, 1,368 kg. meira af
prjónlesi, 8,371 sútaðri gæru
fleira, 203 refabelgjum fleira
og 14,000 rotuðum skinnum
fleira.
Að vísu hefir verið flutt
minna út af nokkrum vöruteg-
undum, svo sem 1,000 kg. af
hreinsuðum görnum, 355,456
kg. af ull, um 78 þús, af söltuð-
um gærum og 28,500 kg. af
söltuðum skinnum. En þetta
vegur hvergi nándar nærri upp
á móti hinu.
Alls hefir útflutningurinn orð-
ið 2 milj. króna minni heldur en
á sama tíma 1930 og nær 4
milj. kr. minni heldur en 1929.
—Mbl.
Manitoba Power Commission veitir
bændum styrk til að setja
inn Raf-eldavélar
Til þess að hvetja viðskiftamenn Provincial Hydro, út um sveitir Manitoba, til
að nota rafeldavélar býður THE POWER COMMISSION að greiða hverjum manni
$22.50 upp í innsetningar kostnaðinn, hvar sem er út um sveitir í Manitoba. Þessi
upphæð er ætlast til að borgi sem svarar helming kostnaðar við innsetninguna á
sveitabæjum.
Kaupið rafelda vél hjá verzlunarmanni yðar eða hverjum sem þér viljið og látið
setja hana inn á heimili yðar. Takið hjá vezlunarmanninUm, er setur inn vélina,
reikning yfir allan innsetningar kostnaðinn; látið svo næsta umboðsmann THE
POWER COMMISSION, yfirlíta verkið og ef hann er ánægður, þá staðfestir hann
reikninginn. Sendið síðan reikninginn til The Manitoba Power Commission í Win-
nipeg og verður þá sá hluti sem Commissionin greiðir sendur viðskiftamanni eða
verzlunarmanni eftir samkomulagi þeirra.
j
Hið nýja verð sem gengið hefir í gildi um næstum því alt fylkið, á rafafli, ætti
að gera mönnum hægra að nota rafeldastór á heimilunum og Commissionin er
þess fullviss, að hver húsráðandi muni meta þá viðleitni, að færa þeim þau hlunn-
indi og þægindi sem borgarbúar njóta með því að borga svo stóran hluta af inn-
setningar kostnaði eldavélinnar.
Ef þér óskið eftir einhverjum upplýs-
ingum um hið nýja rafverð eða innsetningu
á nýjum raftækjum og áhöldum, þá veitir
sveitar skrifari yðar yður þau með ánægju
eða The Manitoba Power Commission.
Manitoba Power Gommission
146 Notre Dame Avenue, East.
Winnipeg.