Heimskringla - 31.08.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 31.08.1932, Blaðsíða 6
6 BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 31. AGÚST 193?.. Á HÁSKA TÍMUM Saga frá uppreianinni á Indlandi. Eítir GEORGE A. HENTY “Til hvers hefði það verið, Sahib? Eg var þá að brjóta heilann um að bjarga ykkur öllum. Svo var og hitt, að við vissum ekki hver þessi Miss Hannay var fyr en hún fór fram hjá okkur í morgun. Þá sá dóttir mín að það var frúin sem þú stóðst hjá á sýning- unni og sem hún sá þá strax að'þú elskaðir. En þó við hefðum nú vitað hver hún var, hvaða gagn hefði verið að segja þér frá fyrir- skipun Rajahins? Þú hefðir ekki getað gert neitt meira en þú ert búinn að gera nú. En nú, þegar við vitum hver hún er, þá ætlum við líka að reyna að hjálpa þér til að bjarga henni.” “Hvað verður langt þangað til dóttir þín getur komið? Það er óþolandi að bíða þannig.” “Þú verður að vera þolinmóður, Sahib. Það er ekkert léttingsverk að ná frúnni burt. Það verða konur settar til að gefa henni gæt- ur og karlmenn vopnaðir á verði um herbergi hennar. Það er erfiðara að stela ungri frú úr kvennabúri, en unga úr hreiðri.” “Já, það er nú hægar sagt en gert, að vera þolinmóður,” svaraði Bathurst og stóð upp og fór að æða aftur og fram, hamslaus af gremju. “Það er gersamlega óþolandi að sitja hér aðgerðalaus. Væri eg ekki fullviss alveg um vilja þinn og ráð til að hjálpa mér þyti eg nú hugsunarlaust þarna inn og legði Nana Sahib í hjartastað, vitandi að eg yrði höggvin í hundrað parta á næsta augnabliki!’’ “Ekki gerði það frúnni neitt gagn, Sahib,” sagði Rujub rólegur. “Hún misti þá sinn eina vin og tækist þér að drepa Nana, yrði það að eins til að kveikja hálfu stærra bál og leiddi til þess, að alt þitt fólk yrði tafarlaust myrt. En þarna kemur dóttir mín!” Rabda gekk hvatlega, en nam staðar frammi fyrir Bathurst, víxlagði hendurnar á brjósti sér og hneigði sig með lotningu. Var hún nú færð í búning herbergis-meyja í kvennabúri Hindúa-foringja. “Seg mér fréttirnar, Rabda!” sagði Bath- urst óþolinmóður. “Ljós míns herra hjarta er veik!” svar- aði hún. “Hún bar sig eins og hetja þangað til inn kom í kvenna-búrið og hún var seld í gæzlu kvenfólksins, þá þraut afl hennar með öllu og hún hneig niður meðvitundarlaus. Hún raknaði að vísu við von bráðar, en hún liggur nú veik og máttvana eftir alla áreynsluna.” “Hvar er hún nú?’’ spurði Bathurst. “í kvennabúrinu og í þeim hluta bygging- arinnar, er veit út að kvenna-garðinum, þar sem enginn karlmaður fær að koma,” svar- aði Rabda. “Er Rajahinn búinn að sjá hana?” “Nei, Sahib! Honum var sagt hve veik hún er, og yfir- frúin sendi þau boð, að fyrst um sinn yrði hún að halda kyrru fyrir, en öll líkindi til að eftir tvo eða þrjá daga yrði hún svo hress oröin, að hann gæti þá fengið að sjá hana.” “Það er þó huggun,” sagði Bathurst og létti ögn yfir honum. “Við höfum þá ofurlít- inn tíma til að hugsa upp ráð til að losa hana.” “Hefirðu verið í kvennabúrinu sjálf Rabda?’’ spurði þá Rujub. “Já, faðir!” svaraði hún. “Yfir-frúin sendi eftir mér undireins þegar hún frétti að eg var komin. Hún hefir æfinlega verið mér góð. Eg sagði henni að þú værir að hugsa um að fara í langferð, og spurði eg hana svo hvort eg mætti vera þar sem þjónustu-stúlka á meðan þú værir í burtu, og sagði hún óðara já við því. Þá spurði hún mig hvort eg mundi sjá þig áður en þú færir, og ef það yrði, þá að biðja þig að gefa henni töfra-meðal, sem gæti orkað því að Raj- ahinn fengi óbeit á þessari hvítu stúlku. Hún óttast, að nái hún æðstu völdum í kvennabúr- inu, muni hún reynast þver og einráð eins og hvítar stúulkur og gera allskonar ógeðfeldar breytingar. Eg sagði henni að við þessu væri einmitt að búast og að eg áliti að hún gerði rétt að biðja þig um liðveizlu.” “Þú ert ærð, Rabda!” sagði faðir hennar ergilegur. “Hvað í veröldinni hefi eg að gera við töframeðöl fyrir ást-sjúkar konur?” “Nei, faðir! Mér kom ekki í hug að þú hefðir trú á slíkum hindurvitnum, en eg hugs- aði að með einhverjum slíkum láta látum fengi eg máske að koma inn til Miss Hannay og náð fundi hennar.” “Ágætlega hugsa’ð, Rabda’’, sagði þá Bath- urst. “Hefirðu engin ráð Rujub, að gera hana viðbjóðslega í huga og augum Rajahins?” “Engin Sahib!” svaraði Rujub. “Eg gæti verkað svo á hug sumra, að stúlakn yrði við- bjóðsleg í augum þeirra, en eg get ekki verkað þannig á Nana Sahib. Eg hefi oft reynt að hafa áhrif á hann, en aldrei tekist. Hugsunarfæri hans eru sterkari en svo, að eg nái þar yfir- höndinni, og svo er ekkert sameiginlegt með okkur. Gæti eg verið við þgar þau hittast gæti hugsast að eg gæti eitthvað, — ef öfl þau, sem mér ráða, vildu snúast á móti honum, en eg efa að svo yrði.” “Segðu mér eitt, Rujub!” sagði Bathurst eftir litla þögn. “Geturðu komist að hver náði öllum meðölunum og lyf jum alskonar, sem ykk- ar menn hafa hlotið að ná haldi á, þegar okkar menn gáfust upp?” “Eg ætti að geta komist að því, Sahib,” svaraði Rujub. “Það er lítill efi að þeir, sem rændu herbúðirnar, hafa selt alt, sem útgengi- legt var. Og lyf ykkar Breta eru í miklu áliti og því líkur til að Hindúa kaupmenn hafi keypt þau. Eru máske til meðöl, er verkað gætu eins og yfir-frúin óskar sér?” “Nei”, svaraði Bathurst, “en það eru til lyf sem framleitt geta það, sem virðist vera hræði- legur hörunds-sjúkdómur, sé þau brúkuð sem á burður. Það eru til sýrur, sem hleypa bólgu í holdið og blöðrum á hörundið, ef maður snertir þær. Á þann hátt má umhverfga andlitsfegurð- inni í óskaplegustu hrygðarmynd.” “En næði það andlit sér þá aftur, Sahib?’’ spurði Rujub. “Ef til vill sæjust ör á andlitinu lengi á eftir, — alla æfi máske, ef í hófleysi er brúkað. Enn eg er sannfærður um að Miss Hannay hik- aði ekki við að bera það á sig þessvegna.” “En þú, Sahib?” sagði Rujub. “Vildir þú eiga slíkt í hættu?” “Hvað kemur mér það við?”’ spurði Bath- urst dálítið önugur. “Heldurðu að ástin sé ekki þykkari en hörundið, eða að við látum andlits- fegurðina ráða þegar við veljum okkur konu? Útvega þú mér iyfin og skal Rabda fara með þau og nokkrar skrifaðar línur frá mér. Eitt þetta lyf geturðu æfinlega fundið, því ef eg skil rétt brúka gull og slifur-smiðir það, það er pott- ösku-sýra. Hitt er brennipottaska, og er i litl- um stöngum. Ef þú getur spurt uppi einhvern sem keypt hefir lyfja-kistu með öllu í, skal eg koma með þér og velja það sem þarf.” “Það verður held eg vandalaust,” svaraði Rujub. “Einhver kaupmaðurinn, sem verzlar við Hindúa-iækna, hefir hlotið að kaupa eitt- hvað af þessum meðala-kössum.” “Þá skulum við fara að leita undireins,” saði Bathurst “Þú getur búið út eitthvert meinlaust skólp í glasi, til að gefa Miss Hannay, og látið þau boð fylgja til yfirfrúarinnar, að meðalið muni afskræma andlit stúlkunnar. Við getum náð hingað aftur áður en dimmir. Vilt þú, Rabda, koma hingað um sólsetrið og bíða þangað til við komum? í milli tíðinni geturðu sagt húsmóður þinni að þú sért búin að tala við föður þinn og að hann ætli að hjálpa henni. Hugsaðu upp einhver ráð til að ná tali af Miss Hannay, og takist það, skaltu hvísla þessum orðum að henni: “Láttu ekki hugfallast. Vinir þínir reyna að hjálpa þér.” Rabda endurtók þessi orð á ensku hvað eftir annað, þangað til hún gat sagt þau reip- rennandi. Að því búnu hvarf hún heim í kastal- inn,en þeir Bathurst gengu þangað, sem hestur/ þeirra og kerra beið. Þeim gekk vel að finna það, sem þeir leit- uðu að. í fjölmörgum búðum mátti sjá klæðn- að, guil-stáss, vopn og ýmsa menja-gripi, er Hindúar höfðu tekið í herbúðum Breta í Cawn- pore, en víða þurfti Rujub að koma og spyrja um lækinslyf áður en hann fyndi þau. “Jú, eg á stóra, svarta kistu með einhverjum meðölum í, sagði einn kaupmaðurinn, að lyktum. “Eg keypti hana að Sepoya fyrir eina rúpíu en svo hefi eg nú ekki hugmynd um hvað eg á að gera við hana. Það er sjálfsagt eitur í sumum flösk- unum. Eg skal selja þér kistuna með öliu í fyrir tvær rúpíur, og álit eg kistuna sjálfa vel þess virði. Það sem í henni er, met eg einskis.” “Eg kaupi hana,” sagði Rujub þá. “Eg þekki ögn á ensk læknislyf og get máske gert mér eitthvað úr þeim.’ Hann borgaði svo fyrir kistuna, kallaði svo á daglaunmann og lét hann taka kistuna og bera heim með þeim. Þegar þar kom opnuðu þeir hana tafarlaust og sáu að þetta var venju- leg spítala-kista og full af meðölum, og efnum sem á spítölum eru notuð. Bathurst tók litla stöng af brenni-pottösku og lét í litla gler-krús. Svo tók hann pottösku-sýru og helti í lítið glas og fylti nær því til hálfs, og fylti svo upp í stút með vatni. Þessa blöndu reyndi hann svo með því að rjóða dropa af henni á handlegg sinn, er þegar brendi hann svo að honum lá við að hljóða. “Þetta er nógu sterk blanda til hvers, sem vera vill. Nú þarf eg að fá pappír og blek og penna hjá þér.” Að því fengu reit hann sem fylgir: “Kæra Miss Hannay: Rujub töframaður og eg gerum alt sem við getum til að bjarga þér, en á meðan þú ert þar sem þú ert nú getum við bókstaflega ekkert. Bréf-berinn, dóttir Rujubs, færir þér tvö glös og litla krús. 1 krús- unni er ströng af brenni-pottösku, en í litla glas inu pottösku sýra. Yfirfrúin í kvennabúrinu vill losast við þig af því hún óttast að þú getir haft of mikil áhrif á Nana, og hefir því beðið Röbdu að útvega sér töframeðul hjá Rujub, er verki það, að Rajahinn fái óbeit á þér. Það ímyndaða meðal er í stóra glasinu og það máttu drekka í einum teig, fullviss þess, að það er ekki saknæmt. Pottösku-stöngina skaltu núa um varir þínar. Það verður sárt, en eg er viss um að þú hirðir ekki um það, og fleðrin, sem það efni fram- leiðir, vara bara lítinn tíma. Alt öðru máli er að gegna með pottösku-sýruna. Hún er skaðræðis-efni og bið eg þig því úmfram alt að viðhafa alla varkráni þegar þú fer með sýruna. Þú mátt ekki nema rétt væta gler-tappann í glas- inu og aðeins snerta hörundið með honum, og er bezt að bera það á kringum munninn og ofurlítið á hálsinn og á hendurnar hér og þar. Þar sem sýran snertir hörundið þjóta upp blöðrur og bólga hleypur í holdið, og hugsar Rajahinn þá að þú hafir fengið einhverja sóttnæma veiki. En í hamingjubænum vertu varkár, því auk þess, sem sviðinn verður ill-þolandi geta örin sézt alla æfi, ef mikið er borið á. Glösin skaltu fela en geyma ef nauðsyn krefði að bera á þig oftar en einu sinni. Með þessu fáum við svigrúm til að hugsa okkur um, og eftir því sem sagt er, vona eg að okkar herflokkar verði komnir hing- að eftir hálfa aðra viku. Eg er viss um að þér þykir vænt um að frétta að Wilson komst líka undan með lífi.” — Þinn, R. Bathurst. Þeir tóku nú stórt glas og fyltu með vatni og blönduðu með elris-blómseyði. Svo stigu þeir upp í kerruna á ný og keyrðu til Bithoor og beið Rabda þeirra á tilteknum stað. “Eg er búinn að ná fundi hennar og skila boðunum,” sagði hún við Bathurst. “Eg sá að hún skildi orðin, en af því sumt af konunum var við, þá lét hún ekki nein merki þess. Eg sagði yfir- frúnni að faðir minn hefði sagt mér að hvísla töfra orðum í eyru hennar, til undirbúnings fyrri töfra-drykkinn, og lofaði hún mér þá undireins að koma inn til hennar. Áður en eg talaði til hennar snerti eg hana og eg held hún hafi skynjað, að það var vinur, sem snerti hana. Þegar eg ávarpaði hana skifti hún litum, og áleit yfir-frúin það tákn þess, að kjarni væri í töfra-orðunum, Eg staðnæmdist þar sem ekk- ert, því eg óttaðist að hún kynni að ávarpa mig á ykkar tungumáli, en það hefði getað reynst skaðlegt.” “Hér eru glösin,” sagði þá Bathurst. “Hún á að drekka úr stóra glasinu, og þarftu ekki að fara leynilega með það, en hin glösin og miðann þann arna verður þú að fela og koma til hennar svo engin sjái. Eg held það væri heppilegast, að þú segðir yfir-frúnni að töfralyfið þurfir þú að gefa henni sjálf, og síðan að sitja einsömul inni.hjá henni svo sem hálfan klukkutíma á eftir. Segðu henni líka, að þegar þú yfirgefir hana muni hún falla í svefn, og að áríðandi sé þá að enginn skifti sér af henni þangað til að birtir með morgni og muni þá sjázst merki þess, að töfra-drykkurinn komi að notum. Og þá undir eins þarf hún að láta Rajahinn vita um ástandið, — að Miss Hannay sé fárveik af ein- hverjum einkennilegum sjúkdómi, sem afmyndi hana alla, og að hún vilji að hann sjálfur sjái hvernig hún lítur úr.” Orðin, sem Rabda hvíslaði í eyra hennar, færði Isabel nýtt líf, eða von um líf. Til þeirrar stundar hafði hún ekki séð minsta vonar- glampa, og bað óaflátanlega að hún mætti deyja. Og það var eðlilegt að hún væri von- laus. Hún var úttauguð eftir langvarandi um- sát, og það sem hún hlaut að horfa á í bátnum, þegar Sepoyjar ruddust fram í hann og myrtu frænda hennar og karlmennina alla ag börnin fyrir augum hennar, það var nóg til að gera veikbygða konu sturlaða. Alt þetta var eins og ofboðslegur draumur fyrir huskotssjónum hennar, ásamt hinni kveljandi löngu nótt þegar þær þrjár, Mrs. Hunter, Mary, og hún sjálf, hnipruðu sig saman nær dauða en lífi, en yfir þeim stóðu tveir vopnaðir Sepoyjar, en skamt frá kyntu hinir bál og létu þar öllum illum lát- um. Að síðustu birti af degi og voru þær kon- umar þá þrifnar og settar upp í fallbyssu kerru og fluttar til Cawnpore. Það var eins og hún næði sér ögn og hrestist við, er hún kom inn í borgina og skríllinn fór að umkringa þær, steita hnefana og ausa yfir þær fáryrðum. En þá syrti aftur, er þær komu að fangelsinu, og hún ein var tekin og sett inn í luktan vegn, er þegar þeysti burtu úr borginni. Þá lá við að hún ör- vinglaðist og þá gerði hún tilraun til að opna vagnhurðirnar í því skyni að fleygja sér undir hjólin, en vopnaður hermaður stóð á þrepinu úti fyrir hvorttveggja dyrunum. Þegar ökumaðurinn kom út fyrir borgina þóttist hún sjá hvert ferðinni var heitið og um leið hver örlög hennar voru. Þá alt í einu mintist hún smjaður yrða Rajahins og hve mik- •11 hrollur fór um hana í hvert skifti sem hann horfbi á hana. Hefði hún þá haft nokkuð það sem vopni gæti heitið, hefði hún hiklaust ráðið sér, bana en þeir leituðu á henni, Sepoyjarnir strax þegar í land kom, og tóku skammbyssuna litlu, sem hún ætlaði að fela. Hún var allslaus. ráðalaus og vonlaus o^ heykti sig saman og var hreyfingarlaus úti í eihu horninu á vagninum. Undireins og til Bithoor var komið var klæði varpað yfr höfuð hennar, og var hún þá tekin og borin inn í kastalann, eftir löngum göngpm og að lyktum upp stiga. Þar settu RobinÍHood FI/ÖUR BRAUÐ ÚR ROBIN HOOD HVEITI, NEMUR Á BROTT SULTINN OG VERNDAR ÞREK YÐAR burðarmennirnir hana niður og hurfu þeir til baka, en konu hendur snertu hana og var hún leidd þangað sem margt kvenna var fyrir og var klæðinu þar lyft of höfði hennar. Húe sá að konurnar allar störðu á sig og skein bæði forvitni og hatur úr augum þeirra. Þá var mælirinn fullur. Hún hneig niður meðvitundar- laus. Þegar hún raknaði við aftur var hún máttþrota alveg, og lá eins og í leiðslu sv» klukkustundum skifti. Hún þáði svaladrykkinn sem henni var færður smámsaman ,en hafði ekki þrek til að athuga neitt sem gerðist um- hverfis hana, þangað til einhver snerti handlegg hennar, þrýsti hendinni að honum og eins og klappaöi henni um leið. Það vakti hana til með- vitundar um að vinur væri í nánd. Á næsta augnabliki var nokkrum orðum á ensku hvíslaö- í eyra hennar og hendi aftur þrýst að handlegg hennar og það svo þétt, að hún áleit það bend- ingu um að láta á engu bera. Vonin, sem alt þetta kveikti, var svo mikil, að hana langaði til að hljóða upp af fögnuði, en hún stilti sig, og bærði ekki varirnar, en á- reynslan var svo mikil, að hún fann blóðiö hlaupa út í andlit sitt og vissi að litaskiftin mundu sjást. En þá hún bærði sig ekki, þá leit hún upp og í andlit þessa vinar. Hún kom and- litinu ekki fyrir sig en fanst hún þó hafa séð það einhversstaðar. Á næsta augnabliki var sva þetta vinar andlit horfið. Þetta tilvik vakti hana af leiðslunni, þó ekki væri það sýnilegt öðrum, því hún bærði sig ekki agnarögn. Hver sendi þessi boð? Hver gat þessi stúlka verið, sem þannig talaði á ensku? Hvar hafði hún séð hana áður? Um þetta braut hún heilann og hugur hennar hvar- flaði til liðinnd tíma, er hún fór að minnast allra Hindúa, er hún hafði kynst síðan hún kom til Indlands, en að frádregnu vinnufólki þeirra og annara kunningja, voru þeir Hindúar fáir, sem hún hafði kynst, og Hindúa-konur sárfáar,. er hún hafði talað við. Eftir að hafa minst allra þeirra, er hún hafði kynst í Cawnpore hvarflaðl hugur hennar til Deennugghur. Hverjum hafði hún nú kynst þar? Þegar þar kom flaug henni töfrasýningin í hug. Hún mundi nú eftir töfra- manninum og sérstaklega eftir dóttur hans, er hún settist á kubbinn, er svo tognaði æ meir og meir og hóf stúlkuna hærra og hærra í loft upp, þangað til hún hvarf úr sýn. Þá var líka. gátan ráðin. Það var hún sem hvíslað hafði þessum huggunarríku orðum í eyra hennar. En hvernig var því varið? Hvernig gat þessi ókunna stúlka haft löngun til að þjálpa henni? Þá mintist hún þess, að þetta var stúlkan sem Bathurst hafði hrifið úr klóm tígrisdýrsins. Það var þá Báthurst að þakka, ef þau feðgin höfðu löngun til að hjálpa henni. Gat þá verið að hann hafi komist af líka? Hún hafði talið sér trú um að hann væri dauður eins og allir aðrir í hópnum, en vitanlega var hugs- anlegt að hann hefði komist af. Sú hugsun hafði aukið á harma hennar um nóttina, þegar hún var í varðhaldi á fljótsbakkanum, að hann hafði ekki einusinni litið til hennar áður en hann steypti sér í ejfina. En svo hafði hún ekki hugsað um hann síðan, fyr en nú. Nú virtist henni hugsanlegt að hann hafi komist undan á sundi til austurlandsins og þar komist f skóginn. Hafi það verið var hann nú eflaust f Cawnpore í dulbúningi og var að reyna að bjarga henni. Og auðvitað mundi hann leita til töframannsins undireins. Skyldi nú þetta vera rétt tilgáta, þá, — hvað? Það, að hann var enn að stofna sér í ógurlegan lífsháska hennar vegna! Og þetta var maðurinn, sem hún einu- sinni fyrirleit fýrir bieyðishug.” En hvað gat hann áunnið? Hvemig í ver- öldinni gat hann hugsað sér að frelsa hana, þar sem hún var nú í kvennabúrinu í Bithoor- kastalanum, og þangað fékk engin karlmaður að koma, að herranum sjálfum undanteknum. En sú hugsun var þýð og ljúf, að hann væri þó að reyna að bjarga henni, og það vom ekki sorgar, heldur gleði-tár, sem nú fóru að smá- bjótast út af luktum augum hennar. Og nú saknaði hún þess, að hafa sakfelt Bathurst í huga sinum eitt einasta augnablik fyrir það, að hann hljóp tafarlaust í fljötið. Hún sá nú, að hefði hann hikað, þá hefði hann farið eins og allir hinir, og þá var enginn eftir til að bjarga nenni eða hugsa um hana og hennar eymd Henni virtist nú einmitt eðlilegast, að hann reyndi að komast undan þannig, og fór þá að vona, að fleiri hefðu haft vit á að gera eins, og að hann væri ekki einn síns líðs með þessar tilraunir.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.