Heimskringla - 31.08.1932, Blaðsíða 5

Heimskringla - 31.08.1932, Blaðsíða 5
WINNIPEG 31. ÁGÚST 1932. HEIMSKRINGLA 5 BLAÐSÍDA við Luther College, Decorah, Iowa, hefir ritað ítarlega og merka bók sem hann nefnir: "History of Iceland". Bók þessi er í eigu margra Vestur-íslend- inga, en þó ekki lesin af þeim öllum. Þar sem hann lýkur frá- sögn sinni um ísland, farast honum orð á' þessa leið: (bls. 458). "Vottur um hið göfuga sið- ferði íslensku þjóðarinnar, er sú staðreynd að þar eru næstum engir glæpir framdir. Árið 1904 voru sextán persónur fundnar sekar um glæpi eða minni hátt- ar afbrot, meðal þeirra ein kona. 1905-06 var talan tuttugu og tveir menn og tvær konur, og tuttugu og átta menn og fimm konur hvort árið. Aðeins | af þeim seku hlutu fangelsis- vist. Fangelsin á íslandi standa venjulega næstum tóm. Þegar þess er gætt að meira en 1/5 partur af þjóðinni á heima í sjó- : þorpum og lifir á fiskiviðum, er þetta svo einstakt fyrirbrigði að vér verðum að gefa íslendingum viðurkenning fyrir að vera sið- ferðisbezta og löghlýðnasta þjóð heimsins." Unnendur bóklegra fræða snúa sér til íslands. Þar finna þeir frumnorrænuna ómengaða, "ástkæra ylhýra málið'' sem að dómi íslenskra manna mun jafn an reynast "allri rödd fegra'". Þar finna þeir eddurnar, sög- urnar, og bókmentir svo marg- þættar og svo þýðingarmiklar, jafnvel hér á landi, að nú er næstum ómögulegt að fá dokt- orsnafnbót í enskum fræðum, nema kunna einhver deili á ís- lenzkum bókmentum og tungu. Jarðfræðingar og ferðamenn dást að íslandi. Þar finna þeir j land einkennilega auðugt af j hrikalegri fegurð. Margir þeirra myndu taka undir með skáldinu i væru þeir færir til. Þótt hann i hefði í huga sérstakt fjall, má þó heimfæra lýsingu hans upp- á landið í heild: "Hver vann hér svo að með orku? Aldrei neinn svo vígi hlóð búinn er úr bála storku berkastali frjálsri þjóð. Drottins hönd þeim vörnum veldur vittu barn, sú hönd er sterk. Gat ei nema guð og eldur, gert svo dýrðlegt furðuverk,'' sem íslenzka náttúru. En svo er skilt skeggið hök- unni að naumast er hægt að hreyfa víð öðru án þess hitt sé snert. íslands getum vér ekki minst á hátíð sem þessari, nema íslendinga þeirra sé að nokkru getið, sem flutt hafa á vestur- veg. Tvennskonar öfga hefir oft orðið vart í ræðum og ritum sem fjallað hafa um íslenzka þjóðarbrotið hér. Annarsvegar er oflofið og skrumið; hins veg- ar vantraustsyfirlýsingarnar og fyrirlitningin á þjóðareinkenn- um vorum og arfi. Mun að und- anförnu meira hafa borið á hinu fyrra. Það hefir verið alltítt "að þruma lof um alt og alla." Aftur hafa aðrir talið það skyldu sína gagnvart sjálfum sér og hérlendum þjóðfélögum að lítilsvirða alt íslenzkt, ganga að því sem sjálfsögðu að vér séum kotungar meðal konung- borinna lýða; sé oss því hentast að semja oss að siðum þeirra í einu og öllu—og því fyr, því betra. Eigi skal hér neinum tíma til þess varið að deila við þá er þannig kunna að hugsa. Nægir í því efni að benda á ummæli Peter Norbeck's öldungaráðs- meðlimar, sem eru partur af ræðu þeirri er hann flutti að Þingvöllum á hátíðinni miklu 1930. Pórust honum meðal ann- ars orð á þessa leið: "Það eru margar góðar og- gildar ástæður til þess að hin ameríska þjóð finnur sér skylt að taka þátt í þessum miklu hátíðahöldum yðar. — Margir sona yðar og dætra hafa fluzt til Vesturheims þar sem þeir hafa sett heimili á stofn, og tekist borgaralegar skyldur á herðar. Þeir, og afkomendur þeirra, hafa reynst iðjusamir, gáfaðir frelsisunnendur, lög- hlýðnir og guðhræddir. Þeir hafa lagt fram skerf ekki aðeins til efnalegra framfara í Ameríku heldur einnig til lærdóms og menningar ..." Þetta eru ummæli hins mikil- hæfa þingmanns um oss Vestur- íslendinga, og svipað fórust Burtness þingmanni orð síðar á sömu hátíð, er hann afhenti líkneski Leifs heppna, sem þá var í smíðum. Og Coolidge fyrv. forseti sagði í kveðjuskeyti til hátíðarnefndarinnar á Moun- tain, N. Dak., sumarið 1928. "Eg er ekki hissa á því að þessi sterki þjóðflokkur, sem hingað fluttist frá Islandi fyrir 50 ár- um, hefir lagt svo eftirtektar- verðan skerf til þjóðlegra fram- fara, bæði verklega og and- lega." íslnzkir menn í Vesturheimi munu jafnan telja sér sæmd í slíkum ummælum jafn merkra manna, það því fremur vegna þess að þau hafa við'óhrekjandi staðreyndir að styðjast. Um leið og vér í dag minnum- st ættlandsins, minnumst vér og þess að vér böfum lifað sögu þess upp aftur að nokkru hér í nýju landi. Islenzkir menn og konur komu hingað til lands, eins og aðrir frumbyggjendur í leit nýrra tækifæra og nýrrar hamingju. Ný landnámsöld hófst. Fæstir höfðu öndvegis- súlur eða önnur tákn velmegunar við að styðjast í hinni nýju baráttu, en flestir komu með þeim á- kveðna tilgangi að sjá sér og sínum borgið, rækta jörðina og ! gera sér hana undirgefna. En ' þótt engar væru öndvegissúlur : í förum, komu íslendingar ekki hingað til lands eins raunalega j fátækir og hinn sundurleiti og örgeðja Suður Evrópulýður, sem ! hingað hefir streymt í miljóna-! tali. Islendingar fluttu hingað til lands, ekki aðeins koffortin sín, sængurfatnaðinn og tó- vinnutækin, heldur einnig sögu sína og menning, reynslu og manndáð. Nýja landnámsöldin reyndist að sumu leyti svipuð þeirri fornu; að öðru leyti ólík vegna fráleitra staðhátta. Hingað hafa menn komið úr öllum sveitum íslands; hér hafa komið fram sveitarhöfðingjar, hér hafa menn átt í miklum deilum, háð margskonar þing, átt í miklum andlegum vígaferlum; hér hafa menn reist allskonar hörga og hof í nafni og að dæmi forfeðr- anna, og til verndar og viðhalds arfinum dýrmætasta sem hjörtu þeirra bjuggu yfir. Landnámsöldin vestur-ís- lenzka er nú liðin hjá, og vér stöndum í anddyri nýrrar sögu- aldar . Eins og landnámsaldar- innar hefir verið og verður mak- lega minst, og þeirra sem á því tímabili gerðu íslenzkan þjóðar- garð frægan, svo mun og hin nýja söguöld löngum verða minnisstæð þeim af afkomend- um vorum, sem kunna að meta fiársjóðu andans. Á söguöld himaþjóðarjnnar risu upp marg- ir hinir mætustu menn, lög- sögumenn, eins og Þorkell máni, sem lögsögn hafði á hendi í fimtán sumur, og þótti hverj^ um manni betur siðaður, þeirra ér heiðnir voru kallaðir. Á banadægri lét hann bera sig út í sólargeisla, og fal sig á hendur þeim guði, sem sólina hefði skapað; hann átti mikinn þátt í því að sætta menn og 'setja niður deilur. Þá var uppi skáld- ið Egill Skallagrímsson; skör- ungurinn Snorri goði; sveitar- höfðinginn Ingimundur gamli. Hafa þá nokkurir komið fram, það sem af er vestur-íslenzkri söguöld, er minni á þenna forna íslenzka höfðingjalvð? Vissu- lega eigum vér lögsögumenn döemenn) eigi allfáa sem skar- að hafa fram úr öðYum, og verið sómi sinnar stéttar. Ef nokkur efast um að vér frónskir Vest- urheimsmenn eigum skáld, má benda á Sýnisbók Vestur-ís- ^enzkra Bókmenta, sem gefin var út hátíðarárið 1930, undir íafninu: "Vestan um haf.'" Sveitarhöfðingja eigum vér í hverri bygð, menn og konur, sem í sveita síns andlitis hafa rutt skóga og rist jörð, snúið röllslegum flákum í unaðslega akra, engi og tún. Oft hefi eg "engið að njóta íslenzkrar gest- risni hér vestra, sem stendur hvergi að baki því sem bezt er heima á Fróni. Ekki skal hér tíðrætt um afrek hinnar and- legu stéttar á vestur-íslenzkri ^öguöld. En þó mun það jafnan iðurkent, að í þeirri stétt höf- im vér átt, og eigum enn, menn, sem með miklum dugn- •fli og sjálfsafneitun hafa lagt alt kapp á að bera samferða- menn sína út í sólskin lífsham- ingjunnar, og hafa veitt ylgeisl- um guðlegs kærleika inn í hjörtu þeirra. En saga tslands er ekki að fullu skráð þó getið sé land- náms og sögualdar. Síðar komu tímabil niðurlægingarinnar og afturfaranna er þjóðin tapaði trúnni á köllun sína og varð útlendu valdi að undirlægju. Oss frónskum mönnum í Vesturheimi er ekki nóg að horfa á reikandi svipi fornald- arinnar, og líta stjörnu íslenzkr- ar frægðar og manndáðar hrapa af himni niður, eins og hún minni í Ameríku, svo alþjóð viti, að eg í fátækt minni hefi borií fram dýrmæta fórn nýja heim- 'num til þjóðþrifa og blessunar ísletízkir menn og konur, /egna Fjallkonunnar, og sjálfra vor, ber oss að kosta kapps um að tryggja framhald sálarlífsins þótt vér deyjum. VIÐHORF Frh. frá 1. bls. og innanlandsmála, þá mátti vera fyrirsjáanlegt, að breyting- ar á kosningalögum yrðu að- kallandi. Hjá þeirri nauðsyn hefir engin lýðfrjáls þjóð kom- ist. Jafnrétti þegnanna um á- hrif á stjórnarfar er grundvöllur kosningarréttar og þingstjórnar. En það þýðir, að stjálbýlið verð ur jafnan að hafa nokkuð ríkari rétt til þingkjörs en þéttbýlið, sem hefir öflugri aðstöðu til á- hrifa með ýmsum htæti. En jafnframt er það mikilsvert fyrir jafna aðstöðu þegnanna um á- hrifa að fyrirkomulag kosninga sé þannig, að fámennar flokks- stjórnir sölsi ekki undir sig alt vald. Ef landið væri gert að einu kjördæmi, þá mundí af því leiða fárra mana veldi. En bezt trygging almenningsáhrifa á stjórnarfarið, eru sem flest eín- menningskjördæmi. Þá ráða kjósendur sjálfir mestu um þing gerði á niðurlægingar tímabili mannaval, enda nauðsynlegt að þjóðar vorrar. Vér eigum að láta víti fortíðarinnar verða oss að varnaði, og halda fast um þann dýrmætasta fjársjóð sem oss hefir verið trúað fyrir. Hver er sá fjársjóður? spyrja menn, og margir svara: íslenzkt þjóðerni, íslenzk tunga, og þjóð- areinkenni. Þetta þurfum vér umfram alt að varðveita gegn ágangi annarlegra þjóða. Vafa- laust tala menn þannig í ein- lægni og fullri alvöru, en við skynsamlega yfirvegun, og með opin augu fyrir raunveruleikan- um í þessu máli virðist þó alt hvert hérað sé sér um mála- flutningsmann. Sérhagsmunir og staðarþekking heimtar að svo sé, enda varhugavert að breyta svo gömlu og grónu skipulagi, að sameinað sé það, sem ósamstætt er. Sýslur og bæjarfélög eru fjárhagseiningar og um margt sér um hagsmuni og menningarviðleitni. Til þess er skylt að taka tillit. Lausnin verður því, að halda að mestu núverandi kjördæmaskipun og bæta þeim héruðum, sem mest misrétti verða nú að þola, en jafna milli flokka með uppbót- slíkt hjal aðeins hljómandi arsætum og nota jafnframt aðr- málmur og hvellandi bjalla. Dagar einangrunararinnar erd liðnir; hér getur á ókomnum tímum ekki orðið um neitt Nýja ísland að ræða, þjóðernislega talað. Vír Vestur-íslendingar erum ekki gestir hér lengur. Vér erum heimamenn, og höfum undirgengist þegnskyldukvaðir þær sem íósturlandið leggur oss á herðar. Vér höfum komið hingað til að lifa, en hér mun- um við einnig deyja, og bera beinin, allflestir. En eins og eg trúi á framhald sálarlífsins eftir dauðann, þannig trúi eg því að þó að vér deyjum hér sem ein- staklingar og sem þjóðarbrot, þá mun hin íslenzka sál samt lifa um ókomin ár, og gera vart við sig í áhrifum á, óbornar kyn- slóðir. Eins og lækirnir fjölmörgu, sem falla niður fjallshlíðina, mynda að lokum elfuna stóru, sem fellur til sjávar, þannig renna um síðir hin mörgu og ólíku þjóðabrot sem til þessarar álfu hafa fluzt saman í eina heild, eina volduga þjóð. Allar þjóðir heimsins hafa flutt þessu landi mannfórnir. Jónatan frændi (Uncle Sam) h^fir til okamms tíma tekið i móti þeim öllum með fögnuði. Sumar þjóðirnar hafa gefið hon um miljónir af íbúum sínum, aðrar hundruð þúsunda. Sumar hafa lagt honum til heimsfræga menn; aðrar stórkostlegar tekju lindir. Á meðal þeirra sem afhent hafa Jónatan frænda fórn sína er Fjallkonan. Hún gengur fram fyrir musterisdyrnar alvar- leg á svip en tiguleg í fasi. Hún ávarpar Jónatan með orðum sem vér þekkjum í öðru sam- bandi: "Silfur og gull á eg ekki, en það sem eg hefi það gef eg þér." Svo bendir hún á hópinn, -"estur-íslenzka, ef til vi/1 rúma tylft þúsunda — "þessa gef eg þér, æfistarf þeirra, hæfileika óskifta, drenglund og manndáð, en sál þeirra tilskil eg mér, hana má eg ekki missa; með henni eiga þeir og niðjar þeirra angsefni sem öllum er and- ætt að þurfa að fást við, en auðsyn þjóðarinnar heimtar þó ið leyst séu. Gætir þeirra við- sefna bæði í innan- og utan íkismálum. Á þessum krepputímum, þeg- ar tap er á atvinnurekstri, iregst alt saman, minkandi 'ramleiðsla og lækkandi verðlag 'regur stórlega úr tekjum ríkis, -^eja- og sveitafélaga. Sparn- aður um alt, sem spara má án jóns og vanvirðu, verður nauð- íynlegur og óhjákvæmilega aukn ar álögur, sem þó verður að koma svo fyrir, að svo miklu leyti sem unt er, að ekki íþyngi áðþrengdum atvinnuvegum. Um parnað í fjárlögum var allgott amstarf á síðasta þingi og þótti umstaðar skorið allnærri kviku. Þó var fyrirsjáanlegt, að safnast mundu allmiklar skuldir á þessu ári, enda margt bundið af fjár- 'ögum þessa árs, sem afgreidd voru áður en kreppan komst í algelyming. Ætlast er til að tekjuaukar þeir, sem lögteknir voru hrökkvi á hálfu öðru ári til að greiða lausaskuldasöfnun, á síðasta þingi, og þó með ærn- um kostnaði fyrir ríkissjóð. Von andi er að verðlag færist af eðli- legri rás viðskiftanna og fyrir alþjóðarráðstafanir í betra horf, en bregðist það, þá þarf þjóðfé- Iagið að vera viðbúið að taka til annara ráða. Kreppuástand er kostnaðarsamt fyrir þjóðfélagið og skapar þarfir, sem góðærið hefir ekkert af að segja. Höfuðnauðsynin er að afurðir landsmanna komist í sæmilegt verð. Það eitt er lækning allra meina. Alt annað er neyðar- vörn, sem ekki verður haldið uppi nema um skeið. Við verð- lag er erfitt að ráða. Um það eru alheimsöfl að verki, sem smáþjóðir hafa lítil tök á. En nokkru má þó á orka með því að þjóðin og einstaklnigarnir dragi sig út úr kreppunni að svo miklu leyti sem unt er, með því að búa sem mest að sínu heima fyrir meðan hríðin dynur á hús- unum. Og skylt er þingi og stjórn að gera það sem kleift er til að verjast áföllum af hækk- andi tollum og óeðlilegri verð- lækkun fyrir óttaselgna sam- sem fyrirsjáanleg og óhjákvæmi j keppni þeirra, sem saman ættu leg er á þessu ári. Ber nú nauð- ] að starfa til að ná sem bestum syn til, að ekki sé farið út fyrir þingheimildir í framkvæmdum árangri. í þeim efnum hefir heldur og útgjöldum nema nauðsyn rofað til síðasta mánuðinn að því efji, enda er það holl regla á er snertir samningaumleitanir hverjum tíma og skilyrði gæti- i við Noreg um kjöttoll og sam- legrar fjármálastjómar, að fjár- starf saltfiskisútflytjenda. Norð- véitingavald þingsins sé virt af | menn sögðu í vetur sem leið "ramkvæmdastjórninni. Til fulls i upp kjöttollssamningnum frá verður því þó ekki framfylgt fyr i 1924, sem að vísu var orðinn ?n þeirri skipun hefir verið á. lítils virði en þó aldrei svo að \omið, að fjárlög gangi í gildi | vont gæti ekki versnað. Þeir begar eftir að þau eru samþykt. j höfðu neitað öllum samninga- bví meðan svo er sem nú, að j umleitunum, þar til um síðustu iárlög eru samin rúmu ári áð- mánaðarmót að við Jón Árna- ¦ir en þau koma til framkvæmda kemur margt ófyrirsjáanlegt á laginn. Þá væri og nauðsyn- legt að draga úr örlæti þings- ins í ýmsum efnum, og má það lezt verða með því, að sam- bykkia við næstu stjórnarskrár- breytingu tillögu Halldórs Stef- son framkvæmdastjóri áttum fundi með norsku stjórninni um málið og er nú ráðið að gengið verður til samninga og verður undirbúningurinn í höndum nefndar, sem er skipuð tveim mönnum af hvorri þjóð og koma fulltrúar Norðmanna, þeir ánssonar um það, að fjárlög Andersen-Rysst fyrv. ráðherra ar aðferðir, sem ráðlegar eru til takmörkunar á þingmanna- fiölda. Slíkar breytingar varða ekki eins miklu hagsmuni einstakra stétta eða héraða og ýmsir virð- ast ætla. Kosningafyrirkomulag er nú sambland af kjördæma- og landkiöri, og bundið að allir landkjörnir þingmenn eigi sæti í efri deild Alþingis. Kiördæma- skipunin ræð.ur mestu um skip- un neðri deildar, en landkjörið ræður úrslitum um stöðvunar- vald í efri deild. Það er athug- unarvert, að Framsóknarflokk- urinn þarf 28 þingsæti af 42 til að ná meira hluta í báðum deildum, og má miklu breyta til þess að aðstaða hans versni að mun. Rás viðburðanna á síðasta þingi sýnir, að hreinn meiri hluti í sameinuðu þingi veitir ekki mikið vald. Það er skipun deildanna, sem úrslitum veldur. Og má telja það einn höfuðveikleika flokksins frá síð- ustu kosningum, að hafa meira hluta sameinaðs þings, án þess að geta ráðið úrslitum til stiórn- armyndunar, án tryggingar fyr- ir þvf, að geta komið fram helztu nauðsynjamálum í báð- im deildum, en alt sem máli kiftir þarf samþykki beggia deilda. Á næsta þingi verður lagt fram stjórnarfrumvarp um 'qördæmamálið, og þarf enginn að óttast, að þar verði í megin- iráttum gengið lengra en þegar 'iefir verið samþykt að fært sé af þingflokk Framsóknar með -tuðningi helztu áhrifamanna flokksins. Hagsmunir Fram- sóknarflokksins og iöfnun á á- hrifa- og kosningarrétti fellur betur saman en þeir ætla, sem ekki hafa brotið þetta mál til mergiar. Yfirborðsathugun villir í þessu efni eins og svo mörgum öðrum. Ein höfuðorsök til myndunar samsteypustiórnar er oftast sú, að þegar að kreppir og syrtir í lofti koma upp ný viðfangsefni, sem sameiginleg átök þarf til að leysa, viðfangsefni, sem skifta ekki flokkum á sama hátt og fái afgreiðslu í sameinuðu þingi. Mundi það standa fast gegn ýmsum þarflausum útgiöldum, \8 22 atkvæði þurfi til sam- þyktar en ekki eins 8 eins og nú benda á að óhjákæmilegt er í annari deildinni. Þá vil eg gera ríkari greinarmun en verið hefir á útgjöldum sem ekki skila -,ér aftur og arðberandi fram- kvæmdum og taka upp þá reglu að taka ekki löng lán til neins annars en þess, sem ætlað er að standa undir sér sjálft. Þá í eglu hafa allar þær þióðir tekið upp, sem gætnar eru um fjár- mál sín. Festa og aðhald um alla fjár- málastiórn er því nauðsynlegri á þessum tímum, þar sem þeir heimta margvísleg útgjöld, sem góðærin eru laus við, og stafa af lágu afurðaverði og lítilli at- vinnu. Það verður ekki hjá því komist að draga úr þeim vand- ræðum sem stafa af langvar- andi atvinnuleysi fiölskyldu- feðra. Að vísu er sjálfsagt að hinn eðlilegi atvinnurekstur fái að sjúga upp alt það vinnuafl, sem honum er unt að taka á móti, en þegar atvinnurekstur- inn hefir náð hámarki um mitt sumar, er annað overjandi en að sinna að nokkru þeim fjöl- skyldufeðrum, sem afskiftir hafa orðið. Það eru langþreytt- ir menn, og skamt orðið fyrir þá og fólk þeirra yfir í sult og seyru. Þá er annað viðfangsefni krepputímanna þessu skylt, þeg- ar afurðir bóndans falla svo í verði að ekki verður staðið und- ir gjöldum og skuldum, sem stofnað var til af engri ófor- ajálni sem vítaverð sé, heldur með tilliti til hærra verðlags. Afurðirnir og verðlag þeirra er kaup bóndans. Lækkandi verð- lag er atvinnuleysi hans. Á síð- asta þingi voru gerðar ráðstaf- anir til, að ekki verði gengið að bændum um skuldagreiðslu, sem þeir teljast eiga fyrir, og er það réttmæt bráðabirgðaráðstöfun en engin lausn vandræðanna. Afurðaverð þarf að hækka til í ótal liðu að mæla Islands viðfangsefni góðæranna, við- öflugri varna en tímabærar voru__Tíminn og Jóhannessen verzlunarráð. hingað til Reykjavíkur í næstu yiku. Af hálfu íslendinga eru útnefndir þeir Jón Árnason fram kvæmdastj'óri fyrir hönd land- búnaðarins og Ólafur Thórs al- þingismaður fyrir hönd siávarút vegsins. Vonandi bera þessar umleitanir góðan árangur, og er mér kunnugt um að norska stiórnin gengur til samninganna með því hugarfari að árangur- inn geti forðað viðskiftastríði, sem báðum aðiljum yrði til t]óns. í ófriði tapa allir, þó einn sé um það er lýkur kallaður sigurvegari. í sambandi við kiöttollssamningana verður rætt um samvinnu milli þjóðanna um saltfiskssölu og eru það beggja hagsmunir að slík samvinna geti tekist. Hér hefir verið lagður hinn nauðsynlegi grund- völlur slíkrar samvinnu með myndun fiskisölusamlagsins og eiga þeir menn þakkir skyldar, sem að því hafa staðið. Kjöt- tollsmálið og fisksalan eru að vísu alveg óskyld mál, en um öll viðskifti verður samkomu- lagið notadrýgra báðum þjóð- unum en ófriður. Hér hefir verið rætt lauslega um nokkur höfuðviðfangsefni þessara tíma, kiördæmamáhð og kreppumálin. Það eru hætt- ur framundan og ekkert .ryggi. og verður vel að stýra til að verjast sióum. Hin erlendu og innlendu viðfangsefni þrýsta til meira samstarfs en góðærið heimtar og ekki mundi eg sakna þess þó dragi úr ríg og dægur- þrasi meðan allra krafta þarf við að veriast því að bátinn fylli. Það hafa flestar þióðir þroska til að fella niður væringar, með- an óvinurinn situr fyrir borgar- hliðunum, og það ástand sem nú hefir herjað heiminn í þr]ú ár, er sameiginlegur óvinur all- ra. Eg veit að samvinnumenn fagna allri aukinni samvinnu til að mæta hinum mestu erfiðleik- um í atvinnu-, viðskifta- og utanríkismálum, sem yfir þjóð- ina hafa komið. Ásgeir Ásgeirsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.