Heimskringla - 05.10.1932, Side 4

Heimskringla - 05.10.1932, Side 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 5. OKT. 1932L (Émmskrin^la (StofnuS 1886} Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáOsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltá. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, V«n. Telephone: 86 537 WINNIPEG 5. OKT. 1932. ÞJÓFNAÐARMÁLIÐ f MANITOBA- HÁSKÓLANUM. Margt sögulegt hefir gerst í þessu máli þessa síðastliðnu viku. Er nú fyrsti þátturinn skráður og er all ógeðslegur, hversu sem hinum öðrum eða þriðja kann að ljúka. Með því að þetta er með því einstakasta hneykslismáli, er fyrir hefir komið í sögu þessa fylkis, og að- eins lauslega verið frá því skýrt hér í blaðinu, að undanförnu, þykir rétt að skýra nokkru frekar frá höfuðatriðum þess, er helzt snerta almenning, svo þeir af lesendum blaðsins, er ekki hafa átt kost á að kynna sér það, geti betur fylgst með því, sem f sambandi við það er að gerast. Svo margt virðist fléttað inn í þetta mál, að meðferð, — og að lokum frágangur — þess getur haft víðtækaii áhrif á framtíð, hugsunarhátt og stjórn- arfar í fylkinu, en margur rennir grun í. Það er upphaf þessa máls, að réttum mánuði áður en háskólinn átti að taka til starfa á þessu hausti, eða nákvæmlega þann 26. ágúst síðastliðinn, flytja dag- blöðin hér í bænum þá frétt, að búið sé að stela mestum hluta þess fjár, er stað- ið hefir straum af reksturskostnaði skól- ans og vera átti í ábyrgð og undir eftir- liti háskólaráðsins og stjórnarinnar. Eru einkum tilnefndir þrír sjóðir, er orðið hafi fyrir mestu tapi: Stofnsjóður háskól- ans, Rockefeller sjóðurinn og Isbister- sjóðurinn. Stofnsjóðurinn er aðal höfuð- stóll háskólans, og er svo tilkominn, að hann er fé það, sem komið hefir inn fyrir sölu á jarðeignum, er sambandsstjórnin lagði háskólanum til, þegar hann var stofnaður. Var sjóður þessi á aðra milj- ón dollara. Rockefellersjóðurinn var veit- ing frá Rockefellerstofnuninni, til efling- ar læknadeild háskólans, og nam hálfri miljón dollara. Isbestersjóðurinn er gjafa- fé til eflingar nemendum og kennurum, og var á annað hundrað þúsund dollara. Mest var hvarfið úr Rockefellersjóðnum, er var gersamlega eyddur. Lauslega var tapið áætlað í það heila um eina miljón dollara. Hvað til þess kom að yfirskoð- un þessi var hafin um þetta leyti, en ekki fyr, og þessi uppgötvun gerð, var ekki getið; en óþægilegan grun vakti það, að þetta hvarf muni hafa verið á vitorði hlutaðeigandi stjórna um nokkurn tíma, og að þær hafi álitið að því yrði eigi lengur frestað að gera það heyrum kunn- ugt. Hefir nú sá grunur verið staðfestur að nokkru leyti, með því sem síðari rannsóknir hafa leitt í ljós. Getið var þess til í fréttinni, að á þjófnaði þessum muni hafa staðið í mörg ár, en því enginn gaumur verið gefinn, hvorki af háskólaráðinu né stjórninni, er ábyrgð átti að bera fyrir varðveiziu pen- inganna. Eftirlitið hafi verið verra en ekkert. Þá er og skýrt frá því að féhirðir háskólans, er einnig var skipaður ár eftir ár, forseti og heiðursféhirðir há- skólaráðsins, þvert ofan í öll lög, muni valdur að þjófnaðinum. Gat hann óátal- ið nokkurn veginn farið sínu fram, í um- boði þessara embætta sinna, án þess að leita annara samþykkis. En svo var því bætt við að hann væri nú höndum tek- inn og myndi skjótlega færður fyrir dóm- stólana og látinn sæta þar fullri ábyrgð gerða sinna. Svo óvænt og snögg var frétt þessi, að almenningur áttaði sig naumast á, hvað í efni væri, en var sleginn sem höggdofa yfir athæfi þessu. Meðal þeirra, sem láta sér ant um velgengni og heið- ur þessa fylkis, vakti þetta gremju og viðbjóð á þessum mönnum, er fengin höfðu verið þessi trúnaðarstörf, en not- að höfðu umboð sitt á þenna hátt. — “Vissi háskólaráðið um þetta, vissi stjórn- in um þetta?” voru spurningar, er strax komu upp í hugum manna. Ef stjórnin vissi um þetta, að jafnt og stöðugt var verið að stela úr þessum sjóðum, og gerði ekkert til þess að aftra því, var hún þá ekki sek um glæpsamlega yfirhilmingu, og sökudólgnum í vissum skilningi sam- sek? Sökudólgurinn, Machray, háskólafé- hirðir, hafði jafnan verið talinn einn af maktarmönnum þessa fylkis. Hann var lögfræðingur, hann var venzlaður erki- biskupi Matheson. Hann var trúnaðar- maður hans. Hann var féhirðir ensku kirkjunnar fyrir alt vesturlandið, og St. Johns mentaskólans. Hann var Skoti og háttstandandi í félagsskap þeirra. Var hann of mikils ráðandi til þess að við honum yrði ýtt? Hann hafði farið eins að ráði sínu með sjóði St. Johns skól- ans og erkibiskupsstólsins, sem háskóla- sjóðina. Um það var raunar ekkert gert hljóðbært, annað en að þeir væru horfn- ir, og að formenn kirkjunnar kváðust. ekki mundu lögsækja. — En hvað ætlaði stjórnin að gera? Ætlaði hún að taka þessu þegjandi? Ætlaði hún að kannast við það að hún væri ábyrgðarfull fyrir þessum gerðum; eða ætlaði hún að skella skuldinni á einhverja aðra? Þetta vildu menn fá að vita. Jafnvel stjórnarblaðið Free Press benti á, að hér væri um svo alvarlegar sakir að ræða, að stjórnin gæti ekki þagað við þeim, eða hreinsað sig af þeim, nema látin væri fara fram opinber rannsókn, og lýðum gert ljóst, hver ábyrgðina bæri. En jafnframt, gat blaðið þess, að fyrir sjóðunum bæri stjórnin fulla ábyrgð. Hún gæti ekki komist hjá því að bæta há- skólanum tapið að fullu; en aftur snerti sú fjárhagslega ábyrgð almenning, er svara yrði út þessum upphæðum í aukn- um sköttum og álögum, er naumast væri þó á bætandi. Þess fyr sem stjórnin hæf- ist handa, þess betra væri það. — Þá skoruðu og ýms félög, og þar á meðal framkvæmdarnefnd liberal flokksins hér í bænum, á stjórnina að hreinsa sig af þessu máli, eða segja af sér að öðrum kosti. Samskonar kröfur voru gerðar til háskólaráðsins, er ekkert hefir látið til sín heyra fram á þenna dag. Um það leyti sem uppljóstran þessi var gerð, voru ráðherrarnir margir fjar- andi: dómsmálaráðherra, hinn nýkjörni fjármálaráðherra og Bracken forsætis- ráðherra, er sat austur í Ottawa í fjár- leit, að sagt var, mentamálaráðherra, Mr. Hoey, er mál þetta snerti hvað mest, var í bænum og veitti þessum embættum for- stöðu í fjarveru hinna. Var hann krafinn álits, en engu þóttist hann geta svarað, né því heldur, hvernig stjórnin myndi snúast við þessu, fyr en Brack&R forsæt- isráðherra kæmi heim og hann hefði fengið tækifæri til að ráðfæra sig við hann. Þóttist hann þegar hafa tilkynt honum hvernig komið væri, og mundi skjótra framkvæmda að vænta af hans hendi. En svo leið vika að ekkert frétt- ist, og engin yfirlýsing kom frá Bracken. Fór þá líka að kvisast, að Hoey, og ef til vill fleiri í stjórnarráðinu hefðu fyrir all- löngum tíma vitað um, að megn óreiðá væri á fjárhaldi háskólans. Tóku þá blöðin að ókyrrast að nýju, vitandi að almenningur var ekki í því skapi, að láta málið falla niður. Vildu þau vita, hvemig því sætti, að engin yfir- lýsing kæmi frá stjórninni, að ekki kæmi Bracken, “að ekki kæmi Hjaltalín með hripið'. Þótti þeim nú sem dregnar væri hinar skjótu framkvæmdir á langinn. Meðan á þessu stóð, voru settir menn af fjármálaráðuneytinu, til þess að yfir- fara háskólareikningana. En eftir því sem reikningamir voru betur skoðaðir, eftir því uxu tölurnar, er tapinu námu. Var nú farið að krefjast þess að sett væri lögskipuð dómnefnd til þess að rannsaka þetta mál og ákveða, hverjir bæru á- byrgð á allri þessari svívirðu. Lét þá Hoey að lokum uppi, að hann hefði leyfi til í umboði forsætisráðherra, að tilkynna það að dómnefnd yrði skipuð með fullu valdi til að rannsaka málið frá rótum, og ákveða hjá hverjum sökin og ábyrgðin hvíldi; en ekki kvaðst hann geta sagt um hvenær þetta yrði gert, því ókominn væri Bracken, og ekkert yrði gert fyr en hann kæmi. Gaus þá upp sá kvittur, er enginn veit hvort á rökum er bygður eða ekki, að með fleiri sjóði myndi vera líkt statt, er stjórnin hefir yfir að ráða, og háskóla- sjóðina. Var hugboðum þeim helzt stefnt að áfengisverzlunarsjóðnum og sjóði um símakerfisins. Með öðrum orðum, vantraust var vakið á stjóminni og ráðs- mensku hennar. Rifjuðust nú upp fyrir mönnum hin ýmsu sjóðhvörf er gerðust síðastliðinn vetur. Þó nú þetta loforð væri fengið, þótti það ekki fullnægjandi. Öllum var hugað um að heyra, hvaða skýringu forsætisráð- herra hefði að gefa, meðfram sökum þess að frá því að hann tók við stjómarfor- menskunni, fyrir tíu áram síðan, og alt fram á þetta sumar, hafði hann einnig farið með fjármálaráðherra embættið, og hlaut honum því að vera kunugast um fjárhag háskólans, að fræðslumálaráð- herra, Mr. Hoey, einum undanteknum. En .ekki var enn kominn tími til að tala. Leið nú enn sem næst heil vika. For- sætisráðherra sat kyr eystra. Hinar skjótu framkvæmdir drógust. Til þess nú að eitthvað væri gert, svo- að almenningur sæi að verið væri að reka réttarins, var málinu snúið f bili á hendur háskólafé- hirði, Mr. Machray, og hann yfirheyrður. Hleraðist þá líka um leið, að hann væri haldinn af hættulegum sjúkdómi, og mundi eiga skamt eftir ólifað. Sagt var að þetta hefði farið leynt, meðan ekki var vissa fyrir því, hvað sjúkdómurinn var banvænn. Að vísu var það nú samt á allra vitorði, er til hans þektu, og svo höfðu læknarnir sagt frá því við fyrstu vfirheyrslu. Þar komst hið opinbera að því. Þá var hann og talinn eignalaus. Það væri ekkert af honum að hafa. Komst hið opinbera að því líka. Löng bið var því varasöm. Ekki tjáði að láta hann sleppa, þá var réttvísinni ekki fullnægt. Svo var og þess að gæta líka ,að ef hann lifði og væri frjáls, gat hann safnað meiri skuldum og var þá enn minna af honum að hafa en áður, ef nokkuð gat verið minna en ekki neitt! Yfirskoðun reikninganna var tafsamt verk. Ekki var hægt að ákveða með vissu, hverju fjámámið nam fyr en því væri lokið. En rétturinn gat ekki beðið eftir því. Almenningur varð að fá ein- hverja réttingu hlutar síns og það strax. Hann var móðgaður, honum sveið. Hitt gat þó heldur beðið. Fullnaðarskýrsla yf- irskoðunarmannanna hlaut að bíða marg ar vikur — jafnvel mánuði. Þá gat og rannsókn tilvonandi nefndar, er ákveða átti, hverjir væru hinir seku, ekki farið fram í flaustri. Það var öllum ljóst. Var því ekki um annað að gerti en að byrja á því sem hendi var næst. Machray var svo færður fyrir réttinn, fyrst til yfirheyrslu og svo til að standa fyrir máli sínu. Eftir nokkra daga ját- aði hann á sjálfan sig að vera valdur að hvarfi rúmlega helmings þess fjár, er víst þótti að væri horfið. En það var nóg honum til sakfellis — hálf miljón dollara eða rúmlega það, $560,000. Kröfum rétt- arins varð fullnægt. — Var þá dóm- ur upp kveðinn yfir honum, eins og skýrt var frá í síðasta blaði og hann dæmdur til sjö ára fangavistar. Dómarinn gat þess, að sér félli þungt að þurfa að kveða upp svo harðan dóm yfir fortíðar vini sínum, — dæma honum þá ströngustu refsingu, er lög fyrirskipuðu — en hann gæti ekki annað. Sökin væri stór og kröfur réttlætisins vægðarlausar. Bann- að væri “að vinna það til fyrir vinskap manns að víkja af götu sannleikans'. Réttvísin yrði að sitja í fyrirrúmi, hvað sem vináttunni liði. Um það myndu allir vera sér sammála. Meðan þessu fór fram, kom forsætis- ráðherra heim. Gengu blaðamenn á fund hans,‘ en fóru þaðan jafn fróðir, því skýr- ingar gat hann engar gefið. Þær yrðu að bíða þess að rannsóknarrétturinn tæki til starfa. Dómnefnd með fullu umboði til að rannsaka alt, sem að fjárdrætti þessum lyti, og með valdi til þess að færa sök á hendur þeim seku, kvaðst hann myndi skipa, strax og ráðrúm gæfist. — Hverja hann tilnefndi gat hann ekki sagt að svo stöddu, en tilkynna mundi hann það seinna. Leið svo fram til 23. september, að nefndin var skipuð. Urðu þessir fyrir kjöri: Hon. W. F. A. Turgeon, yfirréttar- dómari í Sask., dr. W. C. Murray, for- seti fylkisháskólans í Sask., og C. G. K. Nourse, fyrverandi bankastjóri við the Canadian Bank of Commeroe hér í bænum.. Kom nefndin saman fyrra þriðjudag og tók við embættisbréfi sínu frá dómsmálaráðherra; en til starfa tók hún á fimtudaginn var, 29. september. Þrír málafærslumenn voru skipaðir við réttarhaldið, einn fyrir hönd háskólans, fyrverandi dómsmálaráðherra A. B. Hud- son, K. C., en tveir fyrir hönd stjórnar- innar, Dr. Joseph T. Thorson, K. C., og R. F. McWiIliams, K. C. Fjórði lögfræð- ingurinn bað leyfis að mega vera þar, sem fulltrúi fyrir hönd verkamannaflokks ins i þinginu, Mr. Marcus Hyman, þing- maður frá Winnipeg. Umsókn þeirri andmælti R. F. McWil- liams, en Turgeon dómari leyfði, þó með þeim skilningi, að hann væri þar ekki sem full- trúi neins ákveðins stjórnmála- flokks, heldur einstakra þing- manna, er þess færu á leit. Ráðstefna þessi hefir nú set- ið í tvo daga og ýmislegt kom- ið í ljós, er almenningi var áð- ur hulið, og þar á meðal, að minsta kosti þremur ráðherr- unum var gert áðvart strax í maí í vor, hversu sakir stæðu við háskólann, en þeir létu alt afskiftalaust, þar til ekki var lengur hægt að halda fjárdrætt- inum leyndum. Ráðherrar þess- ir voru þeir Bracken, Major og Hoey. Aðeins einn maður hefir ver- ið yfirheyrður, gæzlumaður fylkisreikninga (Comptroller General), Mr. Robert Drum- mond. En hann er maðurinn, sem yfirfer fjárhagsskýrslur hinna ýmsu deilda fylkisfjár- hirzlunnar, og þar á meðal há- skólareikningana. Eftir því sem honum segist frá, hefir eftirlitið frá hendi háskólaráðsins og stjómarinnar verið sama sem ekkert, engin fullkomin yfir- skoðun verið gerð í meira en tíu ár og alt verið látið vaða á súðum. Skýrir stjórnarblaðið Free Press frá þessu þannig: “Þó dómnefnd sú, sem Hon. W. F. A. Turgeon veitir for- stöðu, hafi nú aðeins setið í tvo daga, sefir hún þegar leitt í lljós það sem hér segir: ÞRÍR RÁÐHERRAR FYLKISSTJÓRN ARINNAR — Hon. R. A. Hoey, fræðslumálaráðherra, Hon. W. J. Major, K. C., dómsmálaráð- herra og að líkindum forsætis- ráðherra.. John.. Bracken.. — höfðu hinn 23. maí 1932 feng- ið ákveðnar sannanir fyrir því, að sjóðþurð upp á $589,633.28 í peningum og verðbréfum hefði komið í ljós við lauslega skoð- un háskólareikninganna. Strax 12. maí tilkynti gæzlumaður fylkisreikninga (Comptroller General) dómsmálaráðherra að það væri eitthvað meira en lítið bogið við ráðsmensku háskóla- sjóðsins. Þá vitnaðist það og Iíka við yfirheyrsluna, að frá 2. marz 1921 til 9. febrúar 1925 og frá 9. febrúar 1925 til apríl- mánaðar 1930, var engin yfir- skoðun gerð á háskólareikning- unum. Að enga fjárhagsskýrslu eða fullnaðar greinargerð hefir háskólaráðið lagt fyrir stjórn- ina í sjö ár, þrátt fyrir skýr á- kvæði laganna, er mæla svo fyrir að yfirskoðaður efnahags- reikningur yfir hag háskólans skuli lagður fyrir fylkisþing ár hvert.. Að John A. Machray var skipaður og endurskipaður í háskólaráðið ár eftir ár, þó stöðu héldi hann sem féhirðir og forseti fjármálanefndar, þvert ofan í blátt bann laganna. Að John A. Machray vissi fyrir átta eða tíu árum síðan, að horfnir voru $500,000 úr há- skólasjóði. — Þá kom það enn- fremur í ljós, að enginn, hvorki meðal ráðherranna né þing- mannanna, hefir í allan þenna tíma, sem vanrækt hefir verið að leggja háskólareikningana fyrir þingið, gert nokkra opin- bera fyrirspurn um það, hvernig á því stæði að skýrslur þessar væru ekki lagðar fram.V Þetta eru þá aðalatriðin, sem þegar hafa komið í ljós. Tók dómnefndin sér hvíld að þessu loknu, og kemur ekki saman aftur fyr en þann 11. þ. m. Er "þá búist við að Mr. G. V. Vale, ráðsmaður the Royal Trust C-o. er fengið var þrotabú þeirra Machray og félaga hans Sharpe til umsjónar, verði yfirheyrður. Hvað við þá yfirheyrslu kemur í ljós er ekki hægt að segja. Þó er sennilegt að einhverjar skýr- ingar fáist á því, sem mörgum er ráðgáta nú, hvað orðið hefir af öllu því geysi-fé, er hvarf í höndum Machray úr háskóla- sjóðunum. Hvorugur þeirra, Bracken eða Hoey, hafa látið orð frá P^DODDS ó; KIDNEYá * &ACKACHfpUf5 aíf5íi“jíH I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’» nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- «8. sér fara til blaðanna um stað- hæfingar Drummonds, að þeir hafi vitað um sjóðhvarfifl snemma á þessu sumri, en látið hins getið við fregnritarana, að þeir skoði það enn ótíma- bært að skýra afstöðu sína fyr- ir almenningi fylkisins, en hljóti að bíða með það, þangað- til lengra sé komið rannsókn- inni. * * * Þannig stóðu þá sakir á mánu- dagskvöldið. En þá rýfur Brac- ken þögnina. Hafði hann lofast til að flytja erindi við kvöld- verð, er yngri manna deild verzl unarráðs borgarinnar stóð fyriT. Var samkoma þessi haldin T borðsal Hudson’s Bay búðar- innar. Tók hann til máls að enduðu borðhaldi. Ræðu hans var útvarpað. Neitar hann þá með öllu, að hann hafi nokkuð vitað um sjóðhvörf háskólans, eða nokkur ráðgjafanna, fyrir kosningarnar. Segir það hrein og bein ósannindi í framburði Mr. Dmmmonds, að þeim haff verið gert aðvart. Að vísu með- kennir hann, að Drummond hafi skrifað mentamálaráð- herra bréf, og getið þess, að einhver orðasveimur væri um það, að ekki myndi alt með feldu um fjárhald háskólans, en bætt því við, að öllu værl að líknidum óhætt. Hefði stjórn in ekki séð ástæðu til þess að láta rannsaka þetta. Ekki fyr en eftir kosningar hefði hún orðið alvarlega áskynja um á- standið, en þá hefði það verið hennar fyrsta verk að krefja Machray sagna og skipa yfir- skoðun reikninganna. Um tíu eða tólf sjóði væri að ræða auk stofnsjóðsins og Rockefeller- sjóðsins. Væru þeir flestir smá- ir. Rétturinn væri nú þegar búinn að taka í taumana í sam- bandi við fjárdrátt Machrays, og væri hann nú búinn að fá sín makleg málagjöld. Alt ann- að fé í vörzlum stjórnarinnar væri í góðu lagi. Hefði dóms- málaráðherra verið skýrt svo frá munnlega, af þeim, er nú væru að yfirfara bækur vín- sölunefndarinnar og símakerfis- ins. Hvað háskólamálið snerti, myndi dómnefndin yfirfara það til hlítar. “En á meðan á því stendur,” segir blaðið Free Press, að hann hafi bætt við, “skulum vér ekki álíta, að heimurinn sé að forganga, þó einn maður hafi reynst óráðvandur og ann- ar vanrækt að gera nákvæma yfirskoðun, og tugir manna borið of mikið traust til ann- ara, til þess að þeir færu að yfirfara verk þeirra.’’ Ekki kvaðst forsætisráðherra saka neinn um orðinn hlut, þó hann lýsti Drummond, eftirlits- mann fylkisreikninga, fara með ósannindi, er hann segðist hafa gert stjóminni aðvart snemma á þessu vori um fjárstuldinn. í Winnipeg fæddust 293 börn yfir septembermánuð, 153 svein börn og 140 stúlkur. 1 sama mánuði s.l. ár fæddust 403 börn. f ár er fæðingatalan lægri en hún hefir verið í þessum mán- uði síðastliðin 15 ár.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.