Heimskringla - 26.10.1932, Blaðsíða 1

Heimskringla - 26.10.1932, Blaðsíða 1
AMAZINC NEWS PHONE | 1 and Pressed np. PcríKs MENI YOUR CHANCE Regular IISUITS * * J l Dry Cleaned * *\ • and Smartly Servlee \ | Pressed PHONK 87 I $1. PertHs XLVII. ÁRGANGUR. WTNNIPEG MIÐVIKUDAGINN 26. OKT. 1932. NÚMER4 DÓMARAKOSNING f DAKOTA Þriðjudaginn þann 8. næsta mánaðar, fara fram, lögum samkvæmt, almennar kosning- ar í Bandaríkjunum, og þá líka til allra embætta innan hinna sérstöku ríkja. Atkvæði íslend- inga þar í landi eru fá og dreifð, svo að þeirra gætir Iftið, nema á einstökum stöðum, er til allrar heildarinnar er litið. Þó er ekki hægt annað að segja en að það varði samt nokkru, hvem veg þau falla og með hverjum þau eru greidd. f fyrsta lagi geta þau ráðið úrslitum, þar sem svo stendur á að um héraðskosningu er að ræða. Svo mjótt er mundangs hófið, oft og einatt, að drjúgum mun- ar um hvert mannsliðið. í öðru lagi getur atkvæðagreiðslan sýnt, — og á að sýna — skoð- anir kjósenda á mönnum og málefnum, og er það ekki einsk is vert hvernig íslendingar kynna þær skoðanir sínar, því að sjaldnast verður lesin nokkur önnur skoðun út úr úrslitum almennra kosninga né að ann- að hafi ráðið og leiðbeint at- kvæðagreiðslunni en “höfuðór- ar, svikin sjón, sálarkröm og valtar fætur’’. Mannflestir munu fslendingar vera í Norður Dakota, — þar hafa þeir líka frá fyrstu tíð skipað ýmislegar opinberar stöð ur. Allmargir þeirra, hlutfalls- lega munu nú vera þar í kjöri, og þó líkur séu til að þeir flest- ir nái kosningu, þá er það þó engan veginn svo víst, að úr vegi sé að gera það sem réttmætt er, til þess að svo megi verða. Heimtur hafa oft orðið á ýmsa lund “réttardaginn stóra”, og það komið á daginn, þegar í dilkana var dregið, — að ekki höfðu öll kurl komið til grafar. Þráfaldlega hefir það komið fyr ir, að talningin hefir farið á annan veg en ætlað var, úrslitin þótt svo vís, að gleymst hefir að gera ráð fyrir vendingum og vanhöldum, sem þó æfinlega má búast við. Hefir þá margan iðrað þess síðar, að hann skyldi heima sitja, og verða þess valdandi, að sá biði ósigur er síður skyldi. Allir vita, að oftast veltur á ærið litlu í kosningum. Eitt at- kvæði virðist smátt, og sem það megi jafnvel á sama standa, í hvaða átt það fellur, eða hvort það kemur fram. En svo getur farið að kosningar velti ein- mitt á þessu eina atkvæði. Sá sem lítur svo á, eða lætur telja sér trú um, að það skifti minstu máli hvort hann fer á kjörstað eða ekki, eða hverjum hann greiðir atkvæði — það sé ekki nema eitt — athugar ekki, að hvert eitt atkvæði, sem greitt er á mói umsækjanda, kostar hann ætíð tvö þeirra, sem með honum eru greidd, ef til jafns á að meta við það, ef atkvæð- ið hefði fallið með honum. — Sömuleiðis græðir andstæðing- urinn tvö atkvæði fram yfir gagnsækjandann, við hvert það atkvæði, sem ekki er greitt. — Hann græðir atkvæðið, sem orðið hefði að telja á móti hinu ógreidda atkvæði, en sem telst nú gegn greiddu atkvæði, eða þá, ef þess þarf ekki með, telst honum til meiri hluta. * * * Með ábyrgðarmestu stöðunni sem fslendingur sækir um i þetta skifti, er héraðsdómara- embættið í norðaustur um- dæminu (The Second Judical District) í Norður Dakota. Eins og kunnugt er, hefir Guðmund- ur dómari Grímsson skipað það embætti um nokkur undanfar- in ár, og getið sér hinn ágæt- asta orðstír. Er hann nú í end- urkjöri fyrir almenn tilmæli vina hans og kunningja, og ein- dreginn úrskurð útnefningar- kjörsins í sumar (The Primary Election). Flestir fylkisbúar myndu sakna þess, ef til þess ætti að koma, að honum yrði bolað frá þeirri stöðu, en ein- hverjum miður hæfum flokks- fylgjumanni skotið inn í em- bætti hans. Að vísu er engin hætta búin með það, að svo fari í þetta sinn, því svo stend- ur á, að eiginlega er um enga keppinauta að ræða. Á ríkisþinginu í Norður Da- kota var sú breyting gerð á stjórnarskránni 1930, að öllu ríkinu er nú skift upp í sex dómþing (Judical Districts). f þremur hinna stærri skipa þrír dómarar héraðsréttinn, en að- eins tveir í hinum smærri. En nú er norðaustur umdæmið með hinum stærstu. Tekur það yfir allan norðausturhluta ríkisins og eru þar því 3 dómarar í hér- aðsrétti. Samfara þessari hér- aðaskiftingu, var þá líka sam- þykt að kjörtímabil hvers dóm- ara skyldi vera sex ár f stað fjögra ára, sem áður hafði ver- ið, og kosningu þeirra svo hag- að, að kosinn skuli einn á hverjum tveggja ára fresti, við hinar almennu ríkiskosningar. Til þess nú að koma þessu við var því ákveðið, að samkvæmt hinum nýju lögum, skyldi fara fram kosning í öll þrjú dómara- embættin haustið 1932, og sá sem hlyti flest atkvæði, vera kosinn til sex ára, sá sem næst ur honum yrði, til fjögra, en sá þriðji í röðinni, til tveggja. Nú vill svo til, að aðeins eru þrír umsækjendur í kjöri í þetta sinn, eru þeir því allir sjálf- kjörnir. Kosningin er því eigi til annars en að skera úr kjör- tímalengd hvers um sig, hver skuli sitja lengsta kjörtímabil- ið. Þeir sem um embætti þessi sækja, ásamt Guðmundi dóm- ara, eru héraðsdómari W. J. Kneeshaw í Pembina, og C. W. Butts, báðir vel þektir skyn- semdarmenn. Kneeshaw dómari er íslendingum að góðu kunn- ur, hefir lengstan sinn aldur alið í Pembina, og hefir jafnan reynst hinn nýtasti maður. En hann er nú hníginn mjög að aldri, nálega áttræður, og því vanséð, hvað heilsu hans og kröftum líður, til að gegna svo umsvifamiklu embætti. Fyrir þá skuld getur hann naumast á- litist til frambúðar við það, sem yngri maður væri. Hefir hann og líka gegnt þessu embætti í mörg ár. Butts er síður kunnur meðal íslendinga, og mun fylgi hans mest vera utan Pembina County’s Þó nú að kjósa beri í þessi þrjú embætti, og hver kjósandi hafi rétt til þess að kjósa alla þá, sem eru í kjöri, þá er það engan veginn skyldugt, en at- kvæði hans jafngilt fyrir því, þó eigi kjósi hann nema einn. Með því myndi hann líka láta einna bezt í ljós, hvern hann vildi helzt styðja eða ósk- aði eftir að kjörinn yrði til sex áranna. Á annan hátt getur hann ekki gert það. Með því að greiða öll þrjú atkvæðin læt- ur hann engan vilja í ljós, því þá eru allir jafnir. Sjálf kosningalögin gera held ur ekki ráð fyrir að allir fái jöfn atkvæði, því ef svo færi, þá yrði þýðingarlaust það at- kvæði laganna, að atkvæðatal- an skuli skera úr því, til hvað langs tíma að hver sé kosinn. Þau gera miklu fremur ráð fyr- ir hinu, að atkvæðin verði ó- jöfn, en það geta þau því að- eins orðið, að kjósendur styðji eingöngu sína meðhaldsmenn, en ekki aðra. Hver vegsauki oss væri það íslendingum, að geta búið sem bezt í garðinn fyrir vorn eigin fulltrúa, þurfum vér ekki að benda vinum vorum á syðra, það vita þeir manna bezt. Fyrir það hafa þeir öðlast hina verð- skulduðu viðurkenningu, að þeir hafa borið hamingju til þess að eignast talsmenn'" og fulltrúa á æðri stöðum. Guðmundur dómari Grfms- son á að vera kosinn til hins fulla kjörtímabils — til sex ára. Hjálpið til þess, karlar og kon- ur — Islendingar! Hann er bezti lagabætir og lagagætir, sem al- menningur ríkisins Refir enn eignast, auk þess sem hann er hinn mesti drengskapar- og mannúðar maður. Vér þörfn- umst slíkra manna nú á bessT um dögum, í dómarasætin, — manna, er eigi láta lögin mæla tvennum tungum, eftir því hvort þau ávarpa fátækan eða ríkan, heldur úthluta öllum jafnt, voluðum sem voldugum, með samúð og hluttekningu í kjörum allra manna. TEKJUR RfKISJÁRNBRAUT- ARINNAR HÆKKA. Hreinar tekjur ríkisjárnbraut arinnar hafa hækkað mánað- arlega, síðan breytt var til um ráðsmensku brautarinnar. Yfir september mánuð námu hrein- ar tekjur tæpum 3 miljónum dollara, á móti l^ miljón yfir septembermánuð 1931. Alls hafa hreinar tekjur frá 1. janúar til 30. september numið $6,200,117, eða sem næst tvöfaldast við það, sem þær voru árið sem leið. Framför þessi er eignuð betra eftirliti og almennari sparnaði við rekstur fyrirtækis- ins, en áður var, meðan Sir Henry Thornton sat við stýrið DAPUR DÓMUR. Maður nokkur að nafni Isaaf' Braun fluttist hingað frá Rúss- landi fyrir nokkrum árum síð- an. Hafði hann með sér tölu- vert af peningum, keypti sér bújörð við Rosthern, Sask., og byrjaði þar búskap. Fyrir fimm árum síðan lendir hann í mála- rekstri, er sakaður um mein- særi og vægðarlaust dæmdur í 5 ára fangelsi. Fjölskylda hans stóð nú eftir forsvarslítil og varð að standa fyrir búinu, er mjög hefir gengið saman. Nú fyrir fáum dögum sfðan var hegningartíminn á enda, en þá tók ekki betra við. Jafnskjótt og fangelsisdyrnar lokuðust að hælum honum, er hann gripinn á ný að fyrirmælum innflytj- endalaganna og á nú að sendast til Rússlands. Mæla innflytjenda lögin svo fjTir, að hver sá inn- flytjandi, er sekur verður um glæp er varðar hegningarhúss- vist, skuli tafarlaust gerður landrækur að útteklnni hegn- ingunni. 1 Rússlandi bíður hans líflát. Undir hinni mannúðar- fullu löggjöf Bolshevika, er það látið varða lífláti að flytja fé úr landi. Mennirnir mega hrökl- ast burt ,en fé sitt mega þeir ekki hafa með sér. Þá eru þeir dauðadæmdir. — Á mánudag- inn var farið með Braun f gegn- um Winnipeg áleiðis til sklps. En jafnframt voru sendar áskor- anir til dómsmálaráðuneytisins að hefta harðýðgisverk þetta, að láta það ei viðgangast, að maður, sem þegar hefir tekið út langa hegningarhússvist fyrir afbrot, er alls eigi mun vera fáheyrt, sé fluttnr í böðlahend- ur þar sem bíður hans líflát, fyrir engar sakir. Aðal hvata- maður andmælanna er dr. John Mackay, forseti Manitoba Col- lege hér í bæ og forseti Mani- toba Conference hinnar samein- uðu prótestanta kirkju í Can- ada (The United Church of Canada). Er búist við að dóms- málaráðuneytið muni taka þetta til greina og leyfa mann- inum landvist úr þessu. KIRKJUDEILUR I MEXICO. Ösamlyndi mikið hefir átt sér stað í Mexico milli stjórn- arinnar og kaþólsku kirkjunn- ar nú um allmörg ár. Byrjaði það skömmu eftir stríðslok eða fyrir meira en 10 árum síðan, er hærri klerkalýður kirkjunn- ar lagðist á sveif með einveldis- sinnum, eftir að friður komst á upp úr innanlands ófriðnum við Villa og aðra uppreisnarfor- ingja. Gerði stjórnin þá upp- tækt mest af landi því, er kirkj- an hafði lagt undir sig, er í sumum fylkjum nam meira en þriðjungi, og lagði það undir ríkið. Erkibiskup var rekinn úr landi, kirkjum var lokað og tíðasöngur og messuhöld bönn- uð, unz biskupar og aðrir yfir- menn kirkjunnar fengjust til að viðurkenna landslögin, og legðu niður allar æsingatilraunir gegn stjórninni. Stóð á þessum styr í allmörg ár, eða þangað til að samningar tókust mili Vaticans ins og núverandi stjórnar, að kirkjusamkomur voru aftur leyfðar. En friður sá virðist ekki ætla að verða varanlegur. Á þessu sumri hefir aftur brytt á hinu sama ofríki af hálfu kirkju forkólfanna, og vakið nýjan ó- frið, er ent hefir með því, að erkibiskup hefir á ný verið gerð ur rækur úr landi, og samkom- ur í kirkjum annaðhvort af- numdar eða takmarkaðar. — 1 fylkinu Guadalajara, þar sem klerkaóspektimar hafa ve^* mestar, hafa lög verið samþykt á fylkisþinginu, er banna fleiri prestum veru þar í fylkinu, en sem svarar einum á hverja 50 þús. íbúa. Þá eru bannaðar all- ar heimulegar trúarsamkomur. og varða, ef út af er brugðið. eignamissi, þeim er þær sam- komur leyfa í heimahúsum. — Óséð er enn hvem enda þessi deila kann að hafa, en líkur eru til að hinir mestu blómadagar kaþólsku kirkjunnar séu taldir í Mexico, sem víðar í ríkjum þeim, er lotið hafa páfastóln- um. En með jafn víðtækri brauðasamsteypu og þessari í Guadalajara, er einn prestur er settur til að þjóna 50.00« manns, veitti sannarlega ekki af að víðvarpa messunum. SKIPSTRANDIÐ I HUDSONS- SUNDI. Yfirheyrsla hefir nú staðið yfir alla síðastliðna viku í Ot- tawa, út af strandi hveitiflutn- ingaskipsins Bright Fan, er hlaðið hveiti frá Churchill rakst á ísjaka í Hudsonssundi, að morgni þess 1. þ. m. og sökk Þótti ýmislegt viðsjárvert við óhapp þetta, og var því skipuð nefnd af þinginu til þess að rannsaka það. Þetta er fyrsta óhappið er viljað hefir tU, síð- an skipaferðir hópust frá Churchill. — Austanblöðin og keppinautar Churchill flutning- anna, sögðu óhapp þetta ekki mót von, því um lítt færa sjó- leið væri að ræða, er sigla yrði norður í Grænlandssund áður en komist yrði alla leið til hafs öðru máli væri að gegna með siglingaleiðir frá austur-hafn- bæjunum, þó nokkru væri lengri.. Leit helzt út fyrir um tíma sem slys þetta mundi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir norð ur siglingaleiðina. En nú hefir það komið í ljós að árekstur- inn orsakaðist af óheyrilegri ó- varfærni skipstjórans. Aðeins einn unglingur var á verði er slysið vildi til, ókunnugur öllu er að skipstjóm lýtur, og þekti hvorki stefnuna er skipið átti að halda, né hversu stýra skyldi. ÖIl skipshöfnin lá undir þiljum og hafði engan vara á sér. Veður var hið bezta og skygni allgott. Fyrsti framburð- ur skipstjórans var sá, að loft hefði verið drungað, alls ekkert skygni en alt hefði verið í beztu reglu á skipinu. En síðar játaði hann, að sjálfur hfði hann ver- ið í svefn'i, skipið komið allmjög úr leið og eftirlitið verið lítið, er áreksturinn varð. — Úrskurð- ur rannsóknaraefndarinnar er sá, að kenna megi óhapp þetta vanrækslu skipstjóra og fyrsta stýrimanns, því siglingaleiðin sé örugg og vitar hvarvetna i góðu lagi. $80,000,000 LÁN. Fjármálaráðherra sambands- stjórnarinnar, Hon. E. N. Rho- des, gerði þingheimi það kunn- ugt s.l. föstudag, að stjómin ætlaði að taka nýtt lán, er næmi $80,000,000, með verðbréfasölu í lok októbermánaðar. Miklu af láni þessu verður varið í þarfir C. N. R. kerfisins. Einnig nokkru til greiðslu á sigurláninu, sem endurnýjað var 1922. Vextir er búist við að verði 4 til 4'/2%. HÁSKÓLAMÁLIÐ. Eftir því sem rannsóknin stendur lengur yfir og því dýpra sem grafið er, til þess að kom- ast fyrir um upptök Machray- hneykslisins, því gmggugra virðist mál það vera. Þeir sem rannsóknarnefndin í Machray málinu hefir yfir- heyrt síðan þetta blað kom út síðast, eru þeir Mr. Isaac Pitt- blado, K. C., fyrrum forseti há- skólaráðsins, og Mr. Robert Drummond yfirskoðunarmaður stjórnarreikninga. Skal hér get- ið hins helzta í framburði þeirra. Framburður Mr. Pittblado snerist aðallega um fundar- gerning einn í fundarbók há- skólaráðsins. í þeim fundar- gamingi stendur, að háskólaráð ið hafi veitt Mr. Machray og landeigna eftirlitsnefndinni (the land board) heimild til þess að selja verðbréf háskólans. Kom háskólaráðinu fundarsamþykt þessi ókunnuglega fyrir, og til þessa hefir verið haldið fram, að háskólaráðið hafi ekkert utn verðþréfasöluna vitað. Fundar- gerningur þessi er frá 7. apríl 1922. Var Mr. Pittblado þá for- seti háskólaráðsins. Kannast hann ekki við að háskólaráðið hafi nokkru sinni samþykt til- lögu um að veita Mr. Machray heimild til þessarar verðbréfa- sölu. Og við nokkuð nánari at- hugun fundargerningsins, vakn ar grunur hjá Mr. Pitblado um, að fundargerningurinn muni vera falsaður. Hann kveðst hafa það til siðs sem varfær lögfræðingur, að rita upphafs- stafi nafns síns á hverja síðu á öll skjöl með áríðandi sam- þyktum, en þó stafir hans séu á fyrstu síðu þessa fundargern- ings, séu þeir ekki á þeirri síð- unni, sem þessi samþykt birtist á. Að þeirri síðu hafi verið stneygt inn í fundargeminginn síðar, virðist því hans skoðun. Benti hann á, að ýmsir stafir, t. d. í orðinu “board” (nefnd) væri ekki alveg eins og í sama orðinu annarslaðar í fundar- gerningnum, og myndi því vél- ritað í annari vél, og síðar ef til vill, en hinn upprunalegi fundargerningur. Var Mr. J. L. Donovan, hraðritari yfirheyrslu nefndar, spurður, hvort honum virtust stafirnir ólíkir, og kvað hann svo vera. Fundurinn, sem þessi fundar- gerningur fjallar um, var hald- inn, eins og áður er sagt, 7. apríl 1922. Það var aukafund- ur. Ekki segir frá að þar hafi nema þrír menn verið viðstadd- ir: Machray, Pitblado og Riley. En á þessum fundi var tillagan um að veita Machray og land- eltirlitsnefndinni heimild til að selja verðbréf háskólans, borin upp af Machray og studd af Riley og “samþykt”, segir í fundargemingnum. Eftir þess- um fundi man Mr. Pitblado eigi. Og tillögu þessa neitar hann að hafa heyrt, fyr en nú í yfir- heyrsluréttinum, enda kveðst hann aldrei hefði samþykt hana. Hún sé og ólögmæt, þar sem hún hafi fyrst og fremst verið gerð, er eigi voru nógu margir úr skólaráðinu á fundi, og auk þess hafi hún aldrei verið borin undir skólaráðið á reglulegum fundi. En það hafi verið venja að útbýta vélrituðum afritum, af öllum fundargerningum á næsta fundi á eftir, til þess að skólaráðsmönnum gæfist tæki- færi að athuga þá nákvæmlega áður en þeir væru lesnir upp af ritara og samþyktir. Nú standi þó svo á, að í næsta fundar- gerningi á eftir þessum (21. apríl) sé ekki neitt um þenna fund 7. apríl 1922 getið; en aft- ur sé getið um fund þar næst á undan (20. marz). Af öllu þesu segir Mr. Pit- blado ljóst, að háskólaráðið hafi ekki árið 1922 veitt Mach- ray neina heimild til verðbréfa- sölunnar. Ennfremur virðist í hans augum mikill vafi á, að alt sé með feldu með fundar- gerninginn, er frá fregninni af því greinir. Úr háskólaráðinu fór Mr. Pit- blado árið 1924. Kvað hann þá alt hafa verið í röð og reglu, nema hvað árin 1921 til 1923 hafi gengið afar seint með yfir- skoðun reikninganna hjá stjóra ardeildinni, sem um það verk sá. Hafi háskólinn síðast orð- ið að lána menn og borga fyrir að koma yfirskoðuninni af. Á meðan óháðir menn hafi gert yfirskoðunina fram að árinu 1918, hafi aldrei neinn dráttur verið á henni. En eftir að fylkis stjórnin hafi tekið við henni, hafi farið að bera á þessu. Síðast liðinn mánudag var byrjað að yfirheyra Mr. Robert Drummond, formann stjórnar- deildar þeirrar, er yfirskoðun reikninga hefir með höndum. Sagði hann frá bréfum þeim, er hann skrifaði mentamálaráð- herra Hon. R. A. Hoey, 9. febr. 1932 og 23. maí 1932, og sem tjáðu honum að við svo búið mætti ekki lengur sitja, að því er hallann snerti á reikningum háskólans. Af síðara bréfinu kvaðst hann einnig hafa sent Hon. W. J. Major, dómsmála- ráðherra afrit, og R. N. Pear- son, aðstoðar fjármálaráðherra. Kvaðst hann hafa álitið að at- hygli Mr. Brackens, sem þá var fjármálaráðherra, yrði með þeim hætti skjótast vakin á efni bréfsins, að skrifa aðstoð- arráðherra það. Að öðru leyti skýrði Mr. R. Drummond frá tilraunum sín- um í hálft annað ár, að fá Machray til að sýna tryggingu fyrir verðbréfunum, er hann Frh. á 5 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.