Heimskringla - 26.10.1932, Page 2

Heimskringla - 26.10.1932, Page 2
2 BLAÐSlÐA hEIMSKRINGLA WINNIPEG 26. OKT. 1932. FRÉTTIR FRA fSLANDI frá 23 sepL — 1. október eftir blöðum aS heiman. Húsabyggingar í Reykjavík. í seinasta hefti Tímarits iðn- aðarmanna er skýrsla frá Sig- urði Páturssyni byggingafull- trúa um húsabyggingar í Rvík árið sem leið. Sést á henni að bygð hafa verið 122 hús (bæði steinhús og timburhús) og eru í þeim 214 íbúðir. Hafa hús þessi kostað rúmlega 4 miljón- ir króna. Eru hér ekki taldar með breytingar á eldri húsum, skúrabyggingar, girðingar kring um lóðir o. fl. þ. h., en til alls slíks var varið miklu fé á árinu. Ekki er heldur talinn með kostn aður við byggingu þjóðleikhúss ins. * * * Skæð bráðapest. Haft er eftir leitarmönnum í Flóa- og Hreppamanna afrétt- um, að sauðfjárpestin hafi ver- ið svo megn, að þeir hafi orð- ið að skilja eftir á þriðja hundr- að fjár, sem ýmist lá dautt á afréttinum eða var skorið á leiðinni heim til rétta. * * * Ný Brúargerð. í næsta mánuði á að brúa Skálm í Álftaveri. Flutti Skaft- fellingur efni í brúna austur á sandana, en bændur tóku þar við því og munu nú hafa kom- ið mestöllu að brúarstaðnum. * * * Endurminningar um Björnstjerne Björnson heitir bók, sem kemur í bókaverzlan- ir á morgun. Hún er eftir Karl Konow en þýdd af Einari Guð- nýlega fengið frá útlöndum. — mundssyni. Kostnaðarmenn eru Er sagt að hvor þeirra hafi nokkrir Reykvíkingar. Bókin er kostað á annað hundrað króna gefin út í tilefni af aldarafmæli kennari og manna bezt mentað- ur í rómönskum málum. * * * Silfurrefur austur í Skaftafells- sýslu ? Þegar gangamenn voru á dög unum að smala Hafursey og Selfjall (fjöll á Mýrdalssandi). sáu þeir ref og telja að það hafi verið silfurrefur. Hann var “dökkur á lit, dálítið hvítt skott ið og á stærð við toött”, segir í bréfi að austan. — Gangna- menn komust mjög nærri dýr- inu og telja engan vafa á að þetta hafi verið silfurrefur, er sloppið hafi einhversstaðar út. Refur hefir annars ekki sést f Skaftafellssýslu nú um langan tíma. * * * Forvextir lækka. Bankarnir auglýsa að frá deg inum í dag lækki forvextir af víxlum og vextir af lánum um 1 prósent. Bankavextir hafa haldist hér óbreyttir síðan í desember ár- ið 1929. — Hafa forvextir '.andsbankans, sem kunnugt er •erið 7J/2% — framlengingar- gjald /z°/0. Nú eru forvextir Landsbank- xns því G/zVo, en framlenging- irgjald /z % helst hið sama og verið hefir. Forvextir Útvegsbankans hafa verið /z % hærri en í Lands- bankanum og svo er enn. Innlánsvöxtum er ekki breytt. — Verða þeir framvegis eins og hingað til 4'/2°/o á sparisjóðs- fé og 5% á innlánsskírteinum * * * Tvo rottuhunda hefir hænsnabúið í Grindavík Björnsons. í henni eru 6 mynd- ir, en stærðin er 4 arkir í 8 blaða broti. * * * Grasspretta hefir verið góð um alt land í Ungfrú Ólöf Árnadóttir, leikfimiskennari er fyrir stuttu komin frá Berlín, en þar stund- aði hún nám síðastliðið ár í kunnum leikfimisskóla. Lauk hún þar prófi með hæstu ein- sumar, þar sem til fréttist. Hefir j kunn, sem gefin hefir verið við heyfengur víðast orðið góður, i þenna skóla. Aðeins einn nem- og óvíða hafa hey hrakist að mun. Hér í austursveitunum munu nú flestir hafa hirt alt hey. * * * HeybrUni. 1 Kalmannstungu kviknaði nýskeð í hlöðu. Er talið að þar hafi brunnið um 100 hestar af heyi. # * * Slys. Bogi Halldórsson á Leirdal í Borgarfjarðarsýslu var nýlega að skjóta lamb, en svo slysa- lega tókst til, að kúlan fór í gegnum höfuðið á lambinu og f fót Boga. Læknir var sóttur og náði hann kúlunni úr sár- inu. • * * Kenslubók í ítölsku. Áhugi á rómönskum málum ær all mjög að aukast hér á landi, og er það vel farið, þar sem fslendingar eiga svo mikil viðskifti við þær þjóðir. 1 fyrra kom út kenslubók í spönsku eftir Þórhall Þorgilsson kenn- ara, og nú er ný kominn út kenslubók í ítölsku, eftir sama andi skólans hafði áður fengið jafnháa einkunn. Próf það, sem Ó. Á. tók, er hvorttveggja í senn fullnaðarpróf í ýmiskonar leik- fimi og kennarapróf í uppeldis fræði. Ó. Á. lauk áður stúdents- prófi hér og heimspekiprófi með 1. eink., en stundaði því næst leikfimisnám í Danmörku og Svíþjóð. Að því búnu stund- aði hún leikfimiskenslu hér, en fór svo fyrir liðlega árið til fulnaðarnáms á skóla þeim í Berlín, er fyr var nefndur. Ó. Á. byrjar nú kenslu á ný eftir mánaðamótin. * * * fslendingabygðir á Grænlandi. Sendiherrafregn í gær herm- ir, að “Disko”, skip Grænlands- verzlunarinnar sé komið til Kaupmannahafnar frá Græn- landi. Aage Roussell húsameist- ari skýrir frá því, að þegar graf- ið var í fomar bæjarrústir í nánd við Godthaab, hafi margt markvert fundist. Bæjarrústim- ar eru við Godthaabsfjörð norð- austanverðan. fslenzkir land- námsmenn settust þar að, en bygð þeirra mun hafa lagst í höfund. Þórhallur er góður auðn um 1370, að líkindum Ferðir til ættlandsins Ódýrar fljótar og þægilegar MEÐ Canadian Pacific Steamships Vikulegar feríir frá Montreal til Glasgow. Ný og stór eimskip meS rúmmlklum og björtum herbergjum. Gott fæbi, kurteis þjónusta, hljómléikar, skemtanir og Ieikir. Vér rábstöfum vegabréfum og öírum skjölum. Landgönguleyfi fyrir konur og yngri börn, ennfremur trúlofaö fólk. Þriðja farrými til Reykjavíkur, aðra leið $98.50 — báðar leiðir $167.00 Penlnjtar aendlr tll allra Mafia 1 verttldlnnl. Eftir fullkomnum upplýsingum leititS til næsta umboísmann e?5a skrifið á íslenzku til: — W. C. CASEY, SteantMhip General Paaaenjrer Agent 372 Maln St., Wlnnlpeg. Man. vegna árása af hálfu Skræl- ingja. M. a. fundust í rústun- um húsmunir, óskemdir að kalla og bein úr húsdýrum. Gripahús hafa verið furðu stór og munu landnámsmenn hafa haft margt stórgripa. Hið merkasta /sem fanst, voru lík afkomenda land- námsmanna. Fundust mörg lík lítt skemd. Lík þessi munu nú vera yfir 550 ára gömul. Sum líkanna eru alklædd. Klæðnaðir og höfuðbúnaðir eru af þeirri gerð er tíðkaðist um 1350. — Beinagrindur þær sem fundist hafa, eru aðeins 1 m. og 60 cm. á lengd. Fólk það, er þarna bjó, hefir verið bjart yfirlitum, ljóst á hár og hrokkinhært. Fjögur lík voru flutt til Kaupmanna- hafnar. * * * Bjórinn er landplága í Noregi. í mörg ár hefir bjórinn verið alfriðaður í Noregi og hefir hon um fjölgað svo á þessum árum, að hann er víða orðinn land- plága. T. d. í Mandalhéraðinu. Þar hafa bjórarnir gert stór- skemdir á iaufskógi, sérstaklega ösp, sem þeir fella til þess að gera stíflur í ár og byggja sér bústaði. En stíflur þessar hafa orðið til þess, að árnar hafa flætt yfir bakka sína og yfir engjar og haga. Sumstaðar hafa bjórarnir grafið undan vegum, svo að þeir hafa stórskemst. Veganefndin á Vestur-ögðum hefir farið fram á það við ráðu- neytið að mega útrýma bjórun- um. * * * Galdra-Loftur í kgl. leikhúsinu. Fyrir nokkru var frumsýning á Galdra-Lofti Jóhanns Sigur- jónssonar í kgl. leikhúsinu í Höfn. í sambandi við leiksýn- ingu þessa rita Hafnarblöðin talsvert um höfundinn, og þá einkum um þetta leikrit hans, sem nú fyrst er sýnt á kgl. leik- húsinu. Gagnrýnandi Pólitíkur- innar kemst að þeirri niður- stöðu, að Galdra-Loftur sé merkari og stórfenglegri sjón- leikur en Fjalla-Eyvindur, enda þótt það leikrit hafi varpað meiri frægð á h'öfundinn í lif- anda lífi. Það mun hafa verið í ráði að sýna Galdra-Loft á konunglega ieikhúsinu, skömmu eftir að leikritið var fullgert. En á því varð sá dráttur, sem ofbauð þolinmæði Jóhanns, svo hann fékk leikritið í hendur leikstjórn Dagmarleikhússins. En þar fékk það ekki þá meðferð sem þurfti til þess að höfundurinn fengi af því verðskuldaðan heiður. f þetta sinn leikur Eyvind Jo- han Svendsen Loft, Anna Borg leikur Steinunni, Valdimar Möl- ler leikur Hólaráðsmanninn og R. Th. Roose leikur Ólaf, en Karen Nellemose leikur Dísu Lárus Ingólfsson, hinn ungi reykvíski málari, sem unnið hefir um skeið við konunglega leikhúsið, hefir teiknað búninga og annan leikútbúnað. * * * Marmari, sjónleikur Guðm. Kamban, verð ur sýndur í ríkisleikhúsinu Mainz á Þýzkalandi í nóvember næstkomandi. Þessi mikli leik- ur Kambans, eitt hið þungvæg- asta af skáldritum hans, hefir ekki áður verið sýndur, enda dýrt og erfitt að leika hann. Eins og kunugt er, er leikurinn sterk ádeila á fangelsin, “þessa brunabletti á hörundi jarðar- innar’’, og þarf mikla leikara til þess að hann njóti sín, og þroskaða áheyrendur til að skilja hann. — Verður fróðlegt að hejrra hvernig leiknum verð- ur tekið í Þýzkalandi. SIGURÐUR BREIÐFJÖRD Fyrirlestur eftir Þorst. Gíslason Einu sinni átti séra Jón í Möðrufelli (þ. e. séra Jón lærði í Dunhaga) tal við bændur sína um eitthvað. Líkaði þá Stefáni á Bringu það svo vel, sem prest- ur sagði, að hann vildi dáðst að því og mælti: “Þó aldrei hefðuð þér satt orð talað, séra Jón minn, þá sögðuð þér að tarna satt.” Um eitt skeið á fyrri hluta 19. aldar hygg eg að ekkert skáld hafi verið vinsælla hjá almenn- ingi hér á landi en Sigurður Breiðfjörð. Hann var í ljóða- gerð sinni í fylsta mæli við al- þýðuskap, eins og það var á þeim tímum. Hann og nokkrir samtíðarmenn hans eru síðast- ir hinna mikilvirku og þjóðkæru rímnaskálda, sem öldum saman höfðu kveðið fyrir íslenzku þjóðina og stytt henni stund- ir. Og hann mun vera mikil- virkastur og að mörgu leyti snjallastur þeirra allra. Eini maðurinn, sem lagt hefir fyrir sig rímnakveðskap, svo að nokkru nemi, eftir daga Sig- urðar og samtíðarmanna hans, er Símon Dalaskáld. En þegar hann kom fram á sjónarsviðið, var gengi rímnakveðskaparins mjög fallandi, og það hefir ekki rétt við síðan. En Sigurður Breiðfjörð er ekki aðeins mikilvirkasta og merkasta rímnaskáld landsins. Hann er líka þar fyVir utan merkilegt ljóðaskáld, og mörg af kvæðum hans og vísum lifa enn og munu um langan aldur lifa á vörum íslenzku þjóð- arinnar. Sigurður er fæddur 4. mars 1798 í Rifgirðingum, en svo heita eyjar í Hvammsfjarðar- mynni og heyra til Breiðaból- staðarprestakalli á Skógaströnd. Foreldrar hans hétu Eiríkur Sigurðsson og Ingibjörg Bjarna- dóttir, og er ekkert sérlegt frá þeim að segja. Sigurður mun hafa alist upp eins og algengt var á þeim árum um almúga börn á fremur fátækum heimil um. Faðir hans hafði verið greindur maður, en ölgjarn um of, segir Sighvatur Grímsson Borgfirðingur. En snemma þótti bera á óvenjulegum gáfum hjá Sigurði og komu foreldrar hans honum því til kenslu til prests ins á Helgafelli, og var hann þar við nám í tvo vetur. Vildu þau setja hann til menta áfram en gátu ekki sakir efnaskorts Hann var yngstur af fjórum börnum þeirra og, að því er Jón Borgfirðingur segir, hafði hann þótt nokkuð ódæll og ófyrirleit inn heima fyrir. En hann var laghentur og hneigður til smíða og var þá það ráð upp tekið, að láta hann læra beykisiðn. Er sagt, að Bogi Benediktsen versl unarstjóri í Stykkishólmi, sem var frændi Sigurðar í móður ætt, hafi átt hlut að því og með styrk frá honum hafi Sigurður siglt til Kaupmannahafnar 16 eða 17 ára gamall. Þar var hann þrjú ár, tók próf í beykis- iðn og kom að því loknu heim settist að á ísafirði og varð þar beykir og verslunarþjónn. Þrjár æfisögur Sigurðar eru til á prenti, en allar ritaðar löngu eftir dauða hans. Sú elsta er eftir Jón Borgfirðing og kom út 1878. Fylgir henni skrá yfir ritverk Sigurðar bæði prent uð og óprentuð. Önnur er eftir Einar skáld Benediktsson og er framan við Úrvalsrit Sigurðar, sem Einar vann að og gefin voru út af Gyldendaísbókaversl- un í- Kaupm.höfn 1894. Fylgja þeim skýringar og skrá yfir ó- prentuð ljóðmæli Sigurðar, eftir Ólaf Davíðsson frá Hofi. En )riðja æfisagan er eftir Sighvat Grímsson Borgfirðing, og er fyr irlestur, sem hann flutti málum, drykkfeldur í meira lagi og fjöllyndur í kvennamálum Um alt þetta talar hann MÍða í skopi l kvæðum sínum, og má vel vera, að vegna þess hafi al- mannarómurinn gert meira úr anum öllu þessu en vert var. Sigurður var á sífeldu flökti, aldrei til langframa á sama stað. Eftir að hann kom úr siglingunni 1818 var hann fyrst þrjú ár á Vestfjörðum, þar næst þrjú ár við beykisstörf í Reykja- vík, þá þrjú ár í Vestmanna- eyjum við sömu iðju, kvæntist þar og skildi við konuna. Næstu tvö árin er hann fyrst í Reykja- vík og síðan vestur í Breiðafirði, og á hann þau ár í málavastri bæði fyrir sig og aðra, og þykir standa sig vel í þeim sökum. Og líklega er það þess vegna, að hann fær nú fé í hendur til laganáms. Hann sigldi til Kaup- mannahafnar í annað sinn vet- urinn 1830 og ætlaði þá að taka próf í dönskum lögum, eins og títt var í þá daga, og veitti það rétt til sýslumannaembætta hér heima. En lítið varð úr lestrin- um, þegar til Kaupmannahafn- ar kom, og er örvænt þótti um próftökuna, gengust kunningj- ar Sigurðar í Kaupmannahöfn fyrir því, að hann réðst beykir við konungsverslunina á Græn- landi með 300 dala árslaunum, og átti hann jafnframt að kenna Grænlendingum hákarlaveiðar. Jón Borgfirðingur segir, að Sig- urði hafi ekki verið um Græn- landsförina og hafi fjárhags- vandræði og hvatning annara neytt hann til að takast hana á hendur. En um laganámið, sem þá var strandað, og þessa nýju ráðabreytni, hafi Sigurður ort vísuna: í Reykjavík 1912 fyrir Alþýðu- fræðslu Stúdentafélagsins. Jón Borgfirðingur studdist við ó- prentað æfiágrip eftir Gísla Kon ráðsson, sem var samtíðarmað- ur Sigurðar, en töluvert eldri, og eru æfiatriði Sigurðar þar itarlegast rakin, en sú bók mun nú vera mjög fágæt. Æfisögumar bera þess vott, að Sigurður þótti lítill stað- festumaður og átti oftast við basl og fátækt að búa. Hann “Jeg skulde lære, mig indlægge Ære og Almuen nære med Sandhedens kæreste Sprog. Men nu maa jeg være ved Tran og ved Tjære og Tængselen bære og Bödker agere, mit Skrog”. Það er í lauslegri þýðingu: Eg átti að læra, vinna mér heið- ur og kenna almenningi sann- leikann. En nú verð eg að fást við lýsi og tjöru, veifa öxinni og vera beykir, vesalings eg. Sigurður kom til Grænlands 17. maí 1831 og var þar nokkuð á fjórða ár. Kom þá aftur til Kaupmannahafnar og dvaldi þar þrjá mánuði, en hvarf svo heim og settist að í átthögum sínum við Breiðfjörð. Ekki hafði hon- um liðið vel í Grænlandi og hafði hann mikla heimþrá með- an hann var þar. En hann orti þar mikið, og orti aldrei betur en þá. Hann kom heim hingað haustið 1834 og var aðalaðsetur hans næstu árin í Stykkishólmi hjá Árna Thorlacius kaup- manni, en annars dvaldi hann til og frá þar vestra. Hann orti mikið á þeim árum, og nú var farið að gefa skáldrit hans út, eitt eftir annað. Fyrsta rit hans, sem prentað er, kom út í Kaup- mannahöfn árið sem hann fór til Grænlands. Það eru Rímur af Tistrani og Indíönu, sem Jónas Hallgrímsson reif niður í hinum alkunna ritdómi í Fjölni nokkrum árum síðar. Sigurður var þá nýlega kominn heim frá Grænlandi og sam- kvæmt ritskrá Jóns Borgfirð- ings hafa þá aðeins verið kom- in á prent tvö af skáldritum Sigurðar, Tistransrímur og Svoldarrímur, sem prentaðar voru í Viðey 1833. Jónas hefir að líkindum ekki þekt Svoldar rímur, þegar hann skrifaði rit- dóminn. En ritdómur þessi var, svo sem kunnugt er, herferð gegn rímnakveðskapnum yfir höfuð, og þótt mörgum hafi þótt hann óbilgjarn, að því er Sig- urð snerti sérstaklega, þá var íann réttmætur, og vegna þess, hve ítarlegur hann var og vel úr garði gerður, hafði hann þau á NÝRNA VEIKI Af henin leiöir aö eitur safnast fyrir i líkamanum sem orsakar óþolandi gigt í baki, lendum og fótum. Takið inn Gin PiUs til þess aö bæta njrun aftur og losast viö eitriö ör likam- 217 PILLS thetvtj Æ&nCÍIí Blanda var talinn óreiðumaður í fjár- hrif, að rímnakveðskapurinn lagðist smátt og smátt niður. Það má sjá bæði af kvæðum Sigurðar og óprentaðri ritgerð eftir hann, sem er svar upp á ritdóminn, að hann hefir tekið sér nærri þá útreið, sem hann fékk þar, og vafalaust er það einnig rétt, sem sagt hefir ver- ið, að mörgum öðrum hafi þótt hann hart leikinn. Sigurður var einmitt um þetta leyti að ná almennum vinsældum fyrir kveð skap sinn. Það sést á því, hve mikið er prentað eftir hann á þeim árum. Hann orti rímur sínar eftir sem áður og almenn- ingur tók fegins hendi við þeim. En áhrif ritdóms Jónasar komu þannig fram, að yngri mennimir hættu smátt og smátt að yrkja rímur, kveðskapurinn breyttist og Ijóð Jónasar urðu einkum fyrirmynd yngri kynslóðarinnar. Það er eftirtektar vert, þegar um er að ræða bókagerð þeirra tíma, hverjir gefa út rit Sigurð- ar og hvar þau eru út gefin. Að Tistransrímum eru þrír kostn- aðarmenn: Teitur Finnbogason dýralæknir, Halldór Þórðarson gjörtlari og Helgi Helgason prentari. Helgi prentari gefur einnig út Svoldarrímur. Núma- rímur gefur Ólafur M. Stephen- sen sekreteri út í Viðey 1835. Jómsvíkingarímur og rímur af Fertram og Plató gefur prentari út í Viðey 1836. Fyrri Ljóðasmámuni Sigurðar gefa þeir út kaupmennirnir í Stykk- ishólmi Árni Thorlacius og Brynjólfur Benediktsen í Kaup- m.höfn 1836. “Frá Grænlandi”, sem er lýsing á landinu og frá- sögn um vem Sigurðar þar, eina ritið, sem til er eftir hann í lausu máli, gaf Brynjólfur Benediktsen út í Kaupmanna- höfn 1836. En Konráð Gíslason hafði, að sögn, ritað það um og breytt mjög á því málfærinu. Rímur af Aristómenes og Gorgl gefur Árni Thorlacius út í Kaup- mannahöfn 1836. Síðari Ljóða- smámunina gefur Helgi prentari út í Viðey 1839. Rímur af Valdimar og Sveini gefur Þor- steinn Jónsson stúdent og síðar kaupmaður út í Viðey 1842. Rímur af Líkafróni gefur Björn Pálsson hreppstjóri út í Viðey 1843. Þessar bækur voru komn- ar út að Sigurði lifandi. EftiT' andlát hans komu út margir rímnaflokkar hans, áður óprent- aðir, og var það einkum Jón Borgfirðingur, sem lét sér ant um útkomu þeirra. Páll Sveins- son bókaútgefandi í Kaupm.- höfn gaf þar út 1862 “Nokkra smákveðlinga” eftir Sigurð. Síð- ustu útgáfur af ritum Sigurðar eru: Úrvalsritin, sem áður eru nefnd Ljóðasmámunir, sem Sigurður Erlendsson umferða- bóksali gaf út í 2. útgáfu f Reykjavík 1911 og 1912, og svo Númarímur, sem Skúli Thor- oddsen gaf út. Og eitthvað fleira mun hafa komið út af rímum Sigurðar á síðari árum. Kveðskapur Sigurðar ber mjög með sér einkenni þess tíma, sem hann verður til á. Sigurður er rúmum 11 árum yngri en Bjarni Thorarensen og 9—10 árum eldri en Jónas Hallgrímsson. Þeir nýju straum- ar, sem eru að koma fram í ís- lenskum kveðskap á þessum ár- um, ná ekki Sigurði nema að litlu leyti. Hann er alþýðunnar barn og kveður eins og hún vill íeyra. Þó hefir hann verið

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.