Heimskringla - 26.10.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 26.10.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG 26. OKT. 1932. HEIMSKRINCLA 3 BLAÐSflDA. The Marlborouáh Helzta Hotel WinnipeÉ-boréar SJEIISTAKUR MIÖDAGSVEKDI K FYKIK KONUR 40c Framrelddur á miösvölunum BEZTI VERZLUNARMANNA MIÐDAGSVERÐUR 1 BÆNUM 60c Reynið kaffistofuna. — Vér leggjum oss fram til aö standa fyrir allskonar tækifærisveizlum. F. J. HALL.ráösmaður. ■------------------------------ Phone 22 835 Phone 25 237 HOTEL CORONA 26 Kooma Wlth Bath Hot and Cold Water in Every Room. — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA talsvert kunnugur dönskum kveðskap. Um það bera þýð- ingar hans vott. Af dönskum skáldum dáðist hann mest að Jens Baggesen og mun ,hafa fundið hjá sér nokkurn andleg- an skyldleika við hann. Annars stendur Sigurður föstum fót- um í samtíð sinni á gömlum, þjóðlegum grundvelli. En nýju straumanna verður þó nokkuð vart í kveðskap hans. Hann yrkir ættjarðarkvæði og nátt- úrulýsingar, en þau efni heyra einkum til hinum nýrri kveð- skap. í kvæðinu “Fjöllin á Fróni" yrkir hann í sama anda og Jónas Hallgrímsson, þótt málfæri og málblær sé þar á sböku stað fallið í fym&ku. Hann yrkir þar undir sama bragarhættinum, semNIónas síð- ar notar við kvæðið: “Þú stóðst á tindi Heklu hám’’. Kvæði Sigurðar er eldra, því það er prentað aftan við Svoldarrímur, sem út komu 1833, meðan Sig- urður var í Grænlandi, en hið alkunna veizlukvæði Jónasar er frá 1839. Eg ætla að minn- ast nokkru nánar á þetta kvæði Sigurðar. Það byrjar svona: “Hvað fögur er mín feðra jörð, Fjallkonan gamla, kend við ísa, hvar tindar hátt úr hafi rísa, hvítfölduð teygja jökla börð, standa und hettum krystals kláru sem kempur, er gylta hjálma báru, gnapa framyfir gljúpan sjá; þau geislum hellir sólin á.” Næstu erindin eru háróman- tísk fornaldardýrkun. En þar sem Jónasi verður líkt yrkis- efni til þess að minna á, að nú sé “hún Snorrabúð stekk- ur” o. s. frv., þá segir Sigurður: “Enn grær á vorri ættarjörð atorka sönn hjá traustum hölum, enn er glaðvært í grænum dölum, hvar gæfusæl sér leikur hjörð, enn sjáum lax og silungs fansa í silfurelfum ljósum dansa; fögur er sönglist fugla nóg um fjörðu, eyjar, dali’ og skóg.’’ Hann segir svo að íslenska bændaþjóðin líkist enn því, sem hiin var í fornöld, og endar með ávarpi til ættjarðarinnar: “Heill sé þér, kæra feðra frón, fjöllin þín gegnum eilífð standi,” o. s. frv. Ljómandi tilþrif í náttúrulýs- ingum eru víða innan um kvæði Sigurðar, einkum þegar hann kveður ferskeytlur, t. d.: “Vinda andi’ í vöggu /sefur, vogar þegja’ og hlýða á; haf um landið hendur vefur hvítt og spegilslétt að sjá’’. . . . “Sólin vöngum hlúir hlý, hrindir þröngum dvala, hlíðum löngum einatt í ymur söngur smala’’.......... "Norður loga ljósin há loft um bogadregin, himinvogum iða á af vindflogum slegin.’’ .... “Sólin klár á hveli heiða hvarma gljár við baugunum. Á sér hár hún er að greiða upp úr bárulaugunum.’’ Annars er Sigurði tamast að yrkja um daginn og veginn, um hversdagslega atburði, helst í græskulausu gamni eða spaugi. Allir kannast við vísurnar: “Komir þú á Grænlands grund’’. Þær eru enn iðulega kveðnar af söngmönnum og kvæða- mönnum hér í Reykjavík, og spaugið nýtur sín vel í kvæðis- lokin: “Hárauð bönd um hár á sér hreinar vefja píkur. En þessi litur, því er ver, þreifanlega svíkur.” Eg skal hafa yfir nokkrar vís- ur, teknar til og frá úr kvæð- um hans: “Kaldur vetur mæðir mig, mold og keldur frjósa. Þá er betra’ að bæla sig við brjóstin á þér, Rósa.” . . . “Hér sé guð á góðum bæ; gestur er á ljóra. Andsvörin eg engin fæ, ekki vaknar Þóra.” .... “Þá óhryggur heimi frá héðan Siggi gengur, fjöllin skyggja ekki á alvalds bygging lengur.” .... “Þó þú eigir ekki ráð öll á jörð né hæðum, flaskan þín er full af náð og föðurlegum gæðum.’’ .... “Það er nú það, sem að mér er„ eg óspart skilding farga, svo herrann sá það hentast mér að hafa þá ekki’ of marga.” * Svona mætti lengi halda á- fram að telja fram vísur eftir Sigurð, hverja annari fallegri og snjallari. Eg hefi ekki tíma til að minn- ast á rímur hans nema mjög fljótlega, enda er eg mörgum þeirra ókunnugri en kvæðun- um. Þó álít eg, að í Númarím- um t. d. sé svo margt fagurt og skáldlegt, að þær eigi veglegt sæti meðal íslensks kveðskapar, enda þótt þær séu kveðnar eftir útlendri sögu og hún sé ekki fullkomin frá sjónarmiði sagn- fræðinga. Þær eru kveðnar í Grænlandi og mansöngvarnir bera víða vott um heimþrá höf- undarins. En hann hefir haft þar gott næði og ekkert glapið hann. Margir af mansöngvun- um eru falleg kvæði, og sömu- leiðis eru margir kaflar sögunn- ar ágætlega kveðnir. Ávarp hans til sönggyðjunar í fyrsta mansöngnum: “Líð þú niður um ljósa haf” o. s. frv., er mjög fallegt, t. d.: “Móðir stefja minna hlý mjúk og fögur sýnum, lát mig vefjast innan í armalögum þínum.” .... Einnig má minna á mansöng- inn: “Móðurjörð, hvar maður fæðist”, sem er viðkvæm endur- minning um bernskudagana heima á íslandi. Ein ríman byrjar á þessari ágætu morgun- lýsingu: “Dagsins runnu djasnin góð dýr um hallir vinda, morgunsunnu blessað blóð blæddi’ um fjalla tinda.” Dýrin víða vaknað fá, varpa hýði nætur; grænar hlíðar glóir á, grösin skríða’ á fætur.’’ *) Þessi vísa er 1 ögmundargetu, og því að líkindum eftir séra ög- mund S. Sivertsen. Sbr. ögmundar- geta, Khðfn, 1832, bls. 53. En þar er þriðja vísuorðið svo: “En herran vissi það hentast mér” o. s. frv. reiðrun anga fuglar frá, ökta’ um uranga bjarga, ólarvanga syngja hjá álma langa’ og marga.” Gamansemin eða spaugið, sem er einn meginþátturinn kveðskap Sigurðar, kemur vel fram í mansöngnum, sem byrj ar svona: “Á eg að halda áfram lengra eða hætta og milli Grænlands köldu kletta kvæðin láta niður detta? . . Hér á milli hárra fjalla’ eg háttu tóna, heyri því í huldum steina hundrað raddir fyrir eina. Ef ég þagna, elfur máske ísum klæðast, og fjöllunum mínum líka leiðist ljóða þegar söngur eyðist.” En hann segir, að til einskis sé áð kveða fyrir “stúlkurnar í selskinnsbrókum”. Öðru máli væri að gegna, ef kvæðin kæm- ust heim til íslands; þá mundu þau gleðja bæði pilta og stúlk- ur: “Veit eg, stúlkur yður enn að óði dragið, og þá lágt með ykkur segið: ennþá lifir hann Breiðfjörð greyið............ Þektir þú hann'? að spyr ein, en önnur segir: ójá, grant að öllu tægi, oft var hann í ferðalagi. .... Bannast var, að sopinn þótti Sigga góður; tallaður var hann kvennamað- ur, ;n kannske það hafi verið slaður............ Mikið hann af munni orti máta- glaður, skemtilegur, en skjaldan reiður- skilið á hann þennan heiður.” Margir hafa áður kunnað heilræðarímuna, eða ræðu þá. sem fóstri Núma heldur yfir honum, þegar hann kveður hann og Númi leggur á stað til Rómaborgar. Eg veit ekki, hve mikið af því, sem þar er sagt, er úr sögunni tekið, en mér virðist svo sem Sigurður kveð’ þar frá eigin brjósti: “Visku og dygð að vinum þér veldu, systur báðar, leitaðu, hvað sem forma fer, fyrst til þeirra ráða...... amingjan býr í hjarta manns öpp eru ytri gæði; ygðin ein má huga hans víla’ og gefa næði.......... iðkvæmniií er vanda-kind, sik og hvik sem skarið, eldur bæði sælu’ og synd, ro sem með er farið......... Vondum solli flýðu frá, forðast þá, sem reiðast, elskaðu góða’ en aumka þá, afvega sem leiðast......... Heyrðu snauðra harmaraust, hamlaðu sjúkra pínum, vertu öllum aumum traust eftir kröftum þínum.” Eg vona, að þetta nægi til að sýna, að Númarímr eru skáld- rit, sem fyllilega verðskuldp- þær vinsældir, sem þeim hlotn- uðust undir eins og þær urðu alþjóð kunnar. hafði tekið þar saman við e an mann og þau átt barn san an. Sigurður sótti um skiU' en vöflur voru á því, hvort hann fengist, og var hann ófene,!' þegar Sigurður kvæntist Kri- stínu. Var hann þá kærður fyrir tvíkvæni og varð úr því mikið málaþref, sem endaði með því, að hann var dæmdur til 27 vandarhögga hýðingar, en var síðar með konungsbréfi undan- þegin þeirri refsingu gegn nokk um fjárútlátum til Hallbjarnar- eyrar spítala. Ekki tók Sigurð ur sér þetta nær en það, að hann orti skopbrag um alt sam- an, og sýnir það léttlyndi hans. Þau Kristín og Sigurður bjuggu á Grímsstöðum á árun- um 1837—41. Sigurður orti mikið á þeim árum, en búskap- urinn gekk miður. Efni þeirra gengu mjög til þurðar, og 1841 urðu þau að bregða búi. Næsta ár fluttust þau til Reykjavíkur og bjuggu þar í mestu fátækt síðustu fjögur árin, sem Sigurð- ur lifði. Hann dó í Reykjavík 21. júlí 1846 úr mislingum, sem þá fóru hér yfir. Tvo sonu eignuðust þau Sig- urður og Kristín, sem báðir voru látnir heita eftir danska skáldinu Jens Baggesen. eldri dó á barnsaldri, en Jens Baggesen yngri náði fullorðins pér sem notii) T I M BUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. BlrgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Bkrif8tofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ANÆGJA. aldri og fór í siglingar. Geta þeir, sem skrifað hafa um Sig- urð, ekki nánara um þennan son hans. En í skrá yfir rit Sigurðar má sjá, að hann heflr gefið út í Kaupmannahöfn 1857 “Gísla rímur Súrssonar” eftir föður sinn. Stjúpsynir SieurPin- tveir tóku upp Breiðfjörðsnafn- ið, urðu myndarmenn og ólu aldur sinn í átthögum foreldra sinna. Bólu-Hjálmar segir í erfiljóð- um eftir Sigurð: “Breiðfirðingur allan aldur angurboða þoldi megn; heiðnyrðingur heimsins kaldur hamingjuvoðum stóð í gegn.’’ Og þetta hefir jafnan k^0*' við um Sigurð; hann hefir verP talinn olbogabarn hamingjunn- ar, eða ólánsmaður, og þá eink- um vitnað í skort hans og bág- indi síðustu æfiárin í Reykja- vík, er heilsa hans og vinnuþrek var farið að bila. En mundi það mat á láni og óláni vera alls kostar rétt? Sigurður seg- ir sjálfur: verið glaður, þótt skrykkjótt gengi. Hann var léttlyndur, og eg hygg, að miklu oftar hafi það verið létt og hlý gola frá samúð almennings, sem blés um voðir hans, en kaldur heiðnyrð- ingur. Kveðskapur Sigurðar hefir haft töluverð áhrif á nýrri tíma skáld. Páll Ólafsson hefir án efa mikið af honum lært, og flestir okkar helstu ferskeytlu- smiðir. Steingrímur Thorsteins son, sem ólst upp í nágrenni við hann, hafði miklar mætur á kveðskap hans. En fæstir meira en Þorsteinn heitinn Erlingsson Hann las rímur hans og kvæði aftur og aftur, ár eftir ár, og kunni mikið í þeim. Og hafi nokkurt eitt skáld öðrum ur átt þátt í því, að kenna hon- um braglist, þá er það Sigurður Breiðfjörð. Þorsteinn minnist 'hans í kvæðinu “Ljósálfar”, er hann lýsir því, hvernig skamm- degisdrunginn leggist yfir sig óg hvað helst megi létta honum. “Loks á Byron engan yl”, sep'’'- hann, ‘ekki Njála heldur’’. En þá grípur hann til rímnanna og segir: “þær eru sumar lærðar lítt, leita skamt til fanga, en þær klappa undur þýtt eins o_g börn á vanga.’’ . . . . “Mörg sú neyð, sem örgust er og eg kveið í hljóði síðast leið við söng hjá þér, Sigurður Breiðfjörð góði.’’ . . “Álfar bjartir hoppa heim, húmið svarta farið, eg á margt að þakka þeim, þeir hafa hjartað varið.” Svona minnist eifct af bestu skáldum síðari tíma gömlu rímnaskáldanna og sérstaklega Sigurðar Breiðfjörð.—Lögrétta. JARÐEITRUN. Eg hætti að rekja æfiferil Sigurðar, er hann var nýlega komin heim frá Grænlandi og rit hans fóru að koma út eitt eftir annað. Hann var þá á besta aldri, liðlega hálffertugur. Hann kvæntist í annað sinn 7. janúar 1837 og gekk að eiga efnaða ekkju, sem bjó á Gríms- stöðum í Breiðuvík á Snæfells- nesi, Kristínu að nafni Hluga dóttur. En fyrri kona hans Sigríður Filippusdóttir, var þá enn á lífi í Vestmannaeyjum, Eg er mæðumaður, meir en satt er það; margt vill ama að, en er þó oftast glaður.’’ Þessi vísa er líka eftir hann: Oft eru skáldin auðnuslió, af því fara sögur, en gaman er að geta þó gert ferskeyttar bögur.’’ Það er rétt, að hann nær ekki metorðum, völdum né auði hér í lífinu, og sömuleiðis mun það líka vera rétt, að hann lifði að síðustu við fullkominn skort, og er leitt til þess að vita. En á hitt er líka að líta, að hann lifði alla æfi sína fyrir það eitt, sem honum sjálfum var dýrmætast, fyrir kveðskapinn. Og fyrir hann náði Sigurður al- mennri viðurkenningu og vin- sældum. En var það ekki ein- mitt þetta, sem hann sóttist eft- ir og mat mest? Það er óvíst að valdamennirnir og auðmenn- irnir, sem lifðu samtíða honum, hafi margir verið ánægðari með hlutskifti sitt en hann, og fæst- ir þeirra hafa látið eftir sig verk, sem orðið hafa langlífari en verk Sigurðar. Hann se<r’’' í einum af rímnamansöngvurú sínum: “Kvæðin eg af sulti syng svo eg fái staup og bita.” En slík ummæli mega menn ekki taka of alvarlega. Hann valdi sér þetta hlutskifti sjálf- ur og hefir líklega, eins og seg- (Nýlega birtist grein sú, er hér fer á eftir, í dagbók danska stórblaðsins Politiken. Höfund- urinn er Carl Vett, forstjóri. Mér fanst greinin verð athyglis okkar íslendinga og afréði því að snúa henni á íslenzku. S. Halldórs frá Höfnum.) ♦ * * Megin spurningin í þessari krepputíð er: Hvar má sparnaði við koma? Á undanförnum 30 —40 árum höfum vér í Dan- mörk litlu árlega hér um bil Yi miljón smálesta af tilbúnum á- burði, sem svarar rúmum 100 miljón krónum. Fyrr varð þessa atriðis ekki vart á reikningum vorum. Það liggur því við garð að íhuga, hvort þar megi ekki sparnaði við koma. Áðpr en vér tókum að nota tilbúinn áburð, gáfu jarðir minna af sér, en þeim, er þá tíð muna, finst brauðið hafa verið gómsætara og næringarmeira. Munntamari voru einnig ætirætur og græn- meti. Eðlilegt, heilsugefandi Ijúffengisbragð fortíðarinnar reynir nútíðin að bæta oss með slunginni og heilsuspillandi matgerðarlist. Þá má spyrja: Höfum vér orðið að gjalda afhroð menn- ingargildis og græða með auk- inni eftirtekju? Áður en við gerum þessu við- fangsefni frekari skil, verður oss að skiljast að þjóðfélags- hagirir í sveitum eru nú mjög á aðra lund en áður en vér tók- um að nota tilbúinn áburð. Áður var nánara samband ir í vísunni hér á undan, oftast milli jarðyrkjumannsins og jarð- arinnar, sem hann nytjaði. — Bóndinn og óðal feðra hans voru sem eitt, og með hverri kynslóð þroskaðist hárnæmið á náttúruna og öfl hennar. — Arfsagnir frá föður til sonar„ bættu raunvætti á raunvætti ofan, öld eftir öld. Hið harðúð- uga bólfestuhaft tjóðraði bónd- ann við fæðingarból hans. En heilbrigður gróandi var bæði í jörð og jarðyrkjumanni. Nú hafa menn jarðakaup, er þeir sjá sér hag í því. En hin forna samrýni við náttúruna á hverf- anda hveli. Við vélræna jarðyrkju hefir bóndinn helzt úr hinu nána sam bandi við náttúruna og arfleifð sína og um leið týnt hárnæmi sínu á hana ,og hrekst nú fyrir skiftandi vísindakenningum, veit hvorki upp né niður, svo hann hefir ekkert hald annað en hið fjárhagslega, eða spuminguna: Hvernig fæ eg, með sem öflug- astri rækt, hæsta vexti af þeim höfuðstól, er eg hefi bundið í ábúðarjörð minni? Hagfræðingar eru teknir að rísa gegn vígorðinu um hlífð- arlausa ræktun, sem hefir leitt menn til þess að leggja aðal- áherzluna á framleiðslumagn- ið, án þess að gefa nægilegan gaum að gæðunum. Þegar öll kurl koma til grafar, ríður vandamálið um framfærslu mannkynsins nú á tímum á gæðum landbúnaðarafurðanna. Viðunanleg úrlausn þess kem- ur oss öllum öllu framar idð, bví heilbrigði vor og vellíðan er stórkostlega komin undir viður- væri voru. Eftir því sem notkun tilbú- ins áburðar fer vaxandi, verða stórmylnurnar í Evrópu jafnt og þétt að auka við sig korni frá þeim löndum, sem ekki nota hann, til þess að geta fram- leitt Ijúffengt brauð. Stórar þýzkar mylnur verða að blanda heimakornið með meira en helmingi af amerísku hveiti, til þess að framleiða nýtilegt mjöl, og barnamjöl, er áður var fram- leitt af afurðum úr landinu sjálfu, er nú notað rúmenskt hveiti. Mjöl úr óblönduðu þýzku hveiti verður að bæta með efna- blöndu, til þess að það verði bökunartækt. Á Þýzkalandi, þar sem tilbúinn áburður hefir mest verið notaður, eru menn farn- ir að nota nýjar aðferðir, af því að gæðum korntegundanna fer sí-hnignandi. Þetta er engin furða. Ekki liggur neinn vafi á því, að efna bland það, sem er'í tilbúnum áburði, örvar geysilega jurta- gróðurinn og knýr hann, sem með svipum, til hamslausrar ofgrósku og óeðlilegs eftirtekju auka. En lítum vér á jörðina sem lífsheild — og að mörgu svara hræringar hennar til líf- ■ ænnar veru — má ætla að hún sé svipuðum lögum háð og aðr- ar lífsverur. Vér vitum af eig- in reynslu að eitur er örvandi í smáskömtum. En vér vitum líka, að ef vér örfum oss um of, fylgir deyfð, sem endað get- ur með sljófgun og stytt oss aldur fyrir stundir fram. Hefðum vér einungis gefið jörðinni eitt staup, með því að strá eða döggva hana með hæfi legum hressilyfjum, svo að á- hrifin yrði eigi meiri en sem jafngildir þeim áhrifum, er eitt eða tvö staup hafa á mannleg- an líkama, þá þyrfti engum andmælum að hreyfa. En vér höfum farið svo að sem líkja má við nauðungarmötun, sem stundum er beitt við fanga er svelta slg, en er þó frábrugðin Frh. á 7. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.