Heimskringla


Heimskringla - 26.10.1932, Qupperneq 4

Heimskringla - 26.10.1932, Qupperneq 4
4 BLAÐStÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 26. OKT. 1932. Ilieímskríngla (Stofnu/S 1S86) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537 VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirírara. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. Ráðsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Vtanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Helmskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 26. OKT. 1932. DEILDÍN “FRÓN”. Þjóðræknisdeildin Frón heldur fyrsta fund sinn á þessu hausti fimtudags- kvöldið 27. október n. k. í G. T. húsinu. Kpsning embættismanna fer fram. En auk þes sverða skemtanir um hönd hafðar. T. d. flytur séra Ragnar E. Kvar- an fyrirlestur. Með hljómleikum verður einnig skemt. Fundi Fróns eiga jnenn kost á að sækja sér að kostnaðarlausu. En þrátt fyrir það, og eins hitt, að skemtun þar er oft fjöl- breytt og ávalt hin þjóðlegasta, hefir oss oft hrosið hugur við hve margir Islend- ingar eru í þessum bæ, sem hvorki sækja fundina né heyra til Þjóðræknisdeildinni. Deildin Frón er félagsskapur, sem hver einasti íslendingur hér í bæ ætti að heyra til, og styrkja á hvern þann hátt, sem auðið er. Ástæður manna fyrir þvf að skerast úr leik, geta ekki verið aðrar en algert sinnuleysi um velferð þess, sem íslenzkt er, eða eitthvað ennþá verra, þó það fyrra sé nægilega vítavert. Þjóðræknismál vor Vestur-fslendinga gefa ekkert tilefni til þess, að vér séum skiftir um þau. Oss getur af góðum og gildum ástæðum greint á í trúmálum, um stjórnmálastefnur og ýms önnur mál. Þjóðræknismálið getur íslendinga ekki greint á um. Vér vonum að segja megi um hvern einasta íslending, að hann unni þjóðerni sínu, sé þjóðrækinn og æski einskis fremur, en að geta sýnt það í reyndinni. Það er mjög erfitt að hugsa sér nokkurn íslending, hafa aðra skoðun en þessa á þjóðræknismálinu, ef hann vill sjálfum sér samþykkur vera. Það sem til þessa hefir aftrað sam- vinnu íslendinga í þjóðræknismálinu, er það, að þá greinir á í öðrum málum. í því er heimskan falin. Að menn geti unn- ið sanian að einu máli, sem þeim er sam- eiginlegt, hvað sem skoðanamun þeirra líður á öðrum málum, hafa íslenzkir Goodtemplarar hér þó sýnt fyrir löngu. f Goodtemplarafélaginu er ekki verið að fást um, hvaða kirkju eða stjómmála- flokki að menn heyra til. í starfi þess félags kemur skoðanamunur í öðrum málum aldrei til greina . Ef vér værum ekki eins tornæmir á flest er að félags- málum lýtur, og raun hefir oft á orðið, hefði mátt búast við að við hefðum fyrir nokkru verið búnir að læra í þessu efni, sem öðrum, þarfa lexíu af Goodtemplur- um. Ósk þeirra, sem að málum deildarinn- ar Frón vinna, er sú, að íslendingar í þessum bæ fjölmenni á þenna næsta fund (27. október) og riti sig þar inn í félagið. Starfið sem félag þetta hefir með höndum, er svo mikið, að með þeim litla liðsafla, sem það hefir á að skipa, getur það ekki nema að litlu leyti, náð tilgangi sínum, — að minsta kosti borið saman við það, sem hægt væri að gera, ef ailan þann fjölda íslendinga, sem hér er saman kominn á einum stað, brysti ekki eins herfilega samtök í þjóðræknis- málinu, og raun hefir á orðið. Stjórnarnefnd Fróns hefir ákveðið að halda fundi tvisvar í mánuði á þessum vetri. Það verða að minsta kosti 10 ó- keypis samkomur, og sjá allir, þó ekki sé af öðru en því, að góðu og þörfu verki er lagt lið, með því að tilheyra deildinni Frón. MERKILEG VfSINDASTOFNUN. Tvö ár eru nú liðin síðan prófessor Albert Einstein hreyfði hugmyndinni um vísindastofnun, sem hefði nokkurskonar framhaldsstanf annara vísindastofnana með höndum, eða héldi vísindarannsókn- um áfram, þar sem háskólar og nútíðar vísindastofnanir létu staðar numið. Kvað hann slíka stofnun nauðsynlega vegna þess, að svo margt rannsóknarefnið væri oft hætt við, er mest þörfin væri á að haldið væri áfram. En núverandi fyrir- komulag vísindarannsókna væri orsök til þess. Vísindastofnanirnar tilheyrðu vana- lega vissum skóla, og gætu þess vegna ekki sökum féleysis haldið uppi rann- sóknum nema í mesta lagi á einu vissu sviði. Þetta tefði fyrir og drægi mjög úr öllu vísindastarfi, og sá böggull fylgdi því jafnframt, að menn sem hæfastir væru til að hafa frekari rannsóknir með höndum, gætu það ekki féleysis og anna vegna við önnur störf. En með einni ó- háðri vísindastofnun, sem hvorki væri skólum né stjórnum háð, væri úr þessu bætt. Þar gætu hæfustu mennirnir gef- ið sig óskifta við rannsóknarstarfi því, er þeir hefðu byrjað á. Annað mikils- verðasta atriðið væri og það með stofn- un þessari, að veita þeim nemendum, sem sérstaklega hefðu sýnt við háskóla- nám sitt, að þeir væru góðum rannsókn- arhæfileikum gæddir, tækifæri til þess að beita gáfu sinni ög þroska hana. Stofnunin á því, í fáum orðum sagt, að sjá fyrir því, að rannsóknir haldi taf- arlaust áfram á sem flestum sviðum vís- inda, og að ekkert af rannsóknarhæfi- leikum, sem fram koma hjá háskólanem- endum, fari forgörðum. Segir Einstein, sem satt er, að grátlegt sé til þess að vita, hve mikið af góðum vísindahæfileik- um hafi á liðnum mannsöldrum orðið að engu, vegna þess, að enginn kostur gafst á að beita þeim. Þó á hugmynd þessa væri fyrst litið sem fagran draum, er hún nú eigi að síður að verða að veruleika. Er innan skamms von á Einstein vestur um haf til þess að vinna að framkvæmdum henn- ar. Ætlar hann að gefa fimm mánuði í ári hverju til starfsins, fýrst til þess að koma stofnuninni á fætuma, og síðar við kenslu í reikningsvísindum o. fl. við hana. En aðal umsjónarmaður hennar hefir verið nefndur dr. Abraham Flexner, einn viðurkendasti maður, sem nú er uppi, fyrir rannsóknir sínar í læknavís- indum. En hér er ekki óðslega að neinu farið. Áður en nokkur reglugerð um fyrirkomu- lag stofnunarinnar verður samin, ætlar Einstein fyrst að halda nokkra fyrirlestra við Princeton háskólann í New Jersey, meðan hann stendur hér við, og um þær mundir kalla alla helztu eða viðurkend- ustu vísindamenn saman til þess að leggja ráð á, hvernig fyrirkomulagið skuli vera. En hús fyrir þessa stofnun er búist við að reisa á komandi ári í grend við bæinn Princeton í Bandaríkj- unum, og til starfa er ætlast til að tekið verði á komandi hausti. Auðmaður einn, L. Bamberger að nafni í Newark N. J., hefir gefið stofnuninni 5 miljónir dala til að byrja með. Er lík- legt að fleiri auðmenn út um heim geri eitthvað svipað, og með því, og arði af vísindastarfi stofnunarinnar, hafist upp kostnaðurinn, en ekki með fjárframlagi frá stjórnum, nema hvað þær af sjálfs- dáðum vilja, sem einstaklingar, gera. í stórum stíl verður ekki af stað far- ið, en nægilega stórum samt til þess, að þetta verði alhliða rannsóknarstofnun. Starfsmenn við hana verða aðeins fær- ustu vísindamenn og háskólanemendur, sem álit er á sem góðum vísindamanna- efnum. Áherzla er ekki lögð á að þeir séu margir, heldur hitt, að þeir séu hæfi- leikamenn. Og úr Evrópu löndum verða þeir eigi síður en Vesturálfujmi. Er með því auðsætt að þetta á að vera alheims- stofnun, en ekki stofnun neinnar vissr- ar þjóðar. Verða eflaust námsskeið veitt þar nemendum frá mörgum helztu menta stofnunum heimsins, og nemend- um með því gert fært atí stunda fram- haldsrannsóknir í þeim greinum, er þeir hafa lengst komist í við námið í skólun- um. Hér er því bæði um skóla og rann- sóknarstofnun að ræða. Þó í vissum vís- indagreinum hafi stofnanir af þessu tæi áður verið til, hafa þær ekki verið eins alhliða og þessi, og ekki verið eins sjálf- ráðar og óháðar í starfi sínu, og ætlast er til að þún verði. Að því leyti til er hún ný. Um árangur af starfi þessarar stofn- unar getur enginn spáð. Árangur vísinda- legra rannsókna eða uppgötvana, verður sjaldnast fyrirfram á vog veginn eða til peninga metinn. En nái eitthvað af starfi hennar til hagfræði beinlínis, gæti svo farið að hún ætti eftir að gefa ýmsar þarflegar upplýsingar í þjóðþrifum, með nauðsynlegum breytingum á þjóðskipu- lagi, og á þann hátt bætt heiminn, auk þess sem hún auðgaði hann að öðrum vísindum. Þess virðist hvorstveggja mega vænta, af starfsemi margra heimsins fremstu vísindamanna, sem þeirra, sem veita þessari stofnun forstöðu, hvort sem hún verður með tíð og tíma talin ein merkilegasta stofnunin, sem mennirnir hafa lagt grundvöll að, enn sem kom- ið er, eins og ýmsir halda fram, eða ekki. UTAN ÚR SVEITUM. Það er fyrir mér eins og fleirum úr bæjum, er út um sveitir ferðast, að hug- urinn hvarflar þangað æði oft fyrst eft- ir heimkomuna. Þess vegna eru og línur þessar ritaðar. Þær má því hvorki skoða sem bygðafréttir, svo nokkru nemi, né ferðasögu. Þær eru aðeins til þess að skemta mínum eigin huga við að rifja upp eitt eða annað er fyrir augu og eyru bar á ferðalagi mínu nýlega um Argyle- bygð og Nýja ísland í þarfir þessa blaðs. Eg fór í fjár-innkölunarerindum. Sögðu verkveitendur mínir að þetta yrði reglu- legur skemtitúr fyrir mig. Auðvitað var þeim Ijóst að fjár-innköllun er ekkert, skemtiverk á þessum tímum, og hálfpart- inn held eg að þeir hafi sagt þetta ein- göngu til þess að hughreysta mig. Reyndin hefir nú samt orðið sú, að ferðalagið varð mér skemtitúr. Eg komst brátt að raun um það, að íslendingar unna miklu meira ennþá viðhaldi alls sem íslenzkt er — og þar á meðal viðhaldi íslenzku blaðanna — en eg var farinn að gera mér vonir um. Það hafði svo margt ver- ið sagt um að dómsdagur íslenzkunnar væri í nánd, að eg bjóst við að verða var við einhverja fyrirboða þess í þessari ferð. Nú er eg sannfærður um að ís- lenzku bygðirnar eru ákveðnar í því, að halda uppi íslenzku félagslífi meðan auð- ið er, og að þær skoða íslenzku blöðin sterkasta þáttinn í þeirri starfsemi. Er- indi mínu í þarfir blaðsins var því hið bezta tekið yfirleitt, og gestrisninni að öðru leyti ætla eg ekki að reyna til að lýsa. Hún hefir lengst af fylgt íslend-- ingum og mun gera það. Og eg kann- ast við hana og met eins fyrir það þótt mér þætti stundum til hálfgerðra vand- ræða horfa með það, hvar eg ætti að láta alt kaffið, sem eg varð að drekka suma dagana, Síðan eg kom heim, hefi eg þráfald- lega verið spurður frétta utan úr þess- um bygðum. Hvernig er afkoma manna yfirleitt? Auðvitað er ekki hægt að segja neitt um afkomu manna af því að hitta þá sem snöggvast. En um ástandið yfirleitt er það að segja, að því svipar til þess, sem er annarstaðar. Kreppan hefir alstaðar gert vart við sig. Hjá sveitabónd- anum hefir hún komið fram í verðleysi búsafurðanna einna tilfinnanlegast. Upp- skera mun hafa verið vel í meðallagi. Vöruskortur háir bændum því ekki. En þegar vörumar eru því sem næst óseljan- legar vegna lágverðsins á þeim, leiðir af því peningaleysi. Með búr og hlöður full- ar af afurðum búsins, stendur bóndinn peningalaus uppi. Hann sveltur ekki, og ekkert líkt því, sem betur fer. En eins margbrotnir og lifnaðarhættir eru nú orðnir, leiðir ekki litla truflun áf því, að geta ekki komið afurðunum í peninga. Þarna kreppir skórinn að bóndanum. — Hann þarf ekki að kvarta um vinnu- leysi. Á bæjum, þar sem eg gisti, var húsverkum sjaldnast lokið fyr en seint á vökunni, um kl. 11. Og til þess að geta rabbað dálítið saman, varð að vaka tvo til þrjá klukkutíma eftir það. En á fætur var farið eins fyrir því um eða fyrir kl. 6 að morgni. Eg vissi þetta vegna þess að eg var miklu árvakrari úti í tæru sveita- loftinu, heldur en hér í bæjarfýlunni, og fór á fætur með heimilisfólkinu á hvaða tíma sem var. Þótti eg því býsna árris- ull fyrir bæjardrjóla, en ekkert lét eg annað á mér skilja, en að svona fóta- ferð væri barnsvani minn. Með þessum vinnuháttum ber bóndinn nú það úr být- um, að hann fæðir sig, en hvernig hann fer að veita sér það, sem hann þarf að kaupa, með afurðir sínar verðlausar, verður að spyrja annan kunnugri en mig. Blómlegri og fegurri bygð en Argyle- bygðina, mun óvíða að líta. Sakir nátt- úrufegurðarinnar einnar borgar sig að heimsækja hana. Og þar sem íslendinga er þar víðast að hitta, dregur það ekki úr ánægju manns. Vikuna, sem eg dvaldi þar, voru þrjár samkomur haldnar, sem eg sótti. Auk þess býst eg við að ekki hafi verið til færri dansa efnt á sama tíma. En þar kom eg ekkí, enda farinn að eldast og stirðna. Á yngri ár- um þótti mér jafnvel gaman að horfa á kálfa dansa, þegar þeim var fyrst hleypt út á vorin. — En tvær af þessum samkomum voru þakkargerðarsamkomur. Eru þær vanalega haldnar að uppskeru lokinni. Var önnur höfð í íslenzku kirkjunni í Glen boro, en hin að Grund. Er fyrst hin rausnarlegasta máltíð borin fram, sem alifuglum hefir ver- I ið slátrað til, en síðan er úr matsalnum gengið inn í kirkj- urnar og fara þar fram ræður og söngur. Er eg þakklátur bæði fýrir matinn og skemtun- ina. Einn af ræðumönnunum, enskur prestur, talaði mikið um hungrið og kreppuna. Hefði ræða hans eflaust fallið í frjóan jarðveg, ef haldin hefði verið dálítið eftir að maturinn fór að sjatna í mönnum, en ekki yfir þeim eins stútfullum og þeir voru eftir fuglaverðinn. Séra Fáfnis stýrði samkomunum og talaði bæði á ensku og ís- lenzku, og söng einsöngva, og þótti fara verk sitt lipurlega úr hendi. G. J. Oleson forseti Glenborosafnaðar, hélt á ann- ari samkomunni ágæta hvatn- ingarræðu til viðhalds íslenzku félagslífi. Mælti hann eindregið með því, að íslenzku blöðin væru styrkt með því, að kaupa þau. Mér leið vel. Þriðja skemtisamkoman var haldin á Brú. Mun kvenfélag safnaðarins hafa efnt til henn- ar. Aðalræðuna þar hélt Mrs. W. J. Líndal frá Winnipeg. “Heimilið” minnir mig hún nefna hana. Var bezti rómur gerður að máii hennar. Af skemtanalífi bygðarinnar þessa einu viku geta menn far- ið nærri um, hvort mjög dauft muni vera yfir Argylebúum. 1 foru máli segir: “Glaður og reifur skyldi gumna hver unz sinn bana bíðúr.” Þrátt fyrir kreppuna, verð- ur ekki annað séð en að þeir hafi gert þessi fornu ummæli að einkunnar orðum sínum. Ólíklegt þykir mér, að íveru- hús séu víða út um sveitir betri en í Argyle. Á einum bæ t. d. sem eg gisti á, úti í sveitinni voru öll hús raflýst og heitt og kalt vatn leitt um alt húsið. Þar var og bað og ræsting öll innan húss sem í húsum stór- bæja. Ljósin voru frá sér.stakri “plöntu”. En rafljós eru víð- ast í húsum í bygðinni. Er orkuvirkjun annað hvort á heimilunum eða orkan er keypt af ráfkerfi Manitobafylkis. En dýr er hún að kaupa hana. í smáum og stórum húsum í Glenborobæ, var mér sagt að hún kostaði frá $3.80 á mánuði og upp, alt upp að $80. á ári. Er það mikið fyrir lýsingu ein- göngu. En svo verður fylkis- stjórnin að sjá um, að Winni- peg raffélagið, sem hún kaupir orku sína hjá, verði ekki í tap- inu. Verðlækkun á slíku er hægfara og ólík því sem gerist með bændavörur. Kveð eg svo nýja og gamla kunningja í Argyle-bygð með þökkum beztu fyrir vinsamleg- ar viðtökur. Og fyrir mína hönd og Heimskringlu vil eg einnig sérstaklega þakka þeim er aðstoðuðu mig við verk mitt. svo sem þeim Sigtryggi Sig- valdasyni á Baldur og G. J Oleson í Glenboro. Til Nýja íslands lá leið mín eftir Argyle-ferðina. Ókunna stigu gat ekki heitið að eg væri þá að kanna, því þar ^iefi eg átt heima í 7 ár, og verið tíður gestur síðan eg flutti það- an. Eg er þar svo kunnugur, að eg óttast mest, ef eg fer eitt- hvað að skrifa í fréttum það- an, að eg verði farinn að rífast í hreppapólitíkinni áður en var- ir. En fyrir ágætar viðtökur, bæði fyrir hönd sjálfs mín og Heimskringlu, ber að þakka. I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’» nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru ajúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfjabúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. Hvað sem neðan við það kann að verða prjónað, er það aðaL- efni þessara lína. Um hag bænda í Nýja ís- landi getur frásögnin hér að framan um Argyle að mestu leyti átt við. Þó búnaðarhættir kunni að vera að nokkru sitt hvað, og framleiðsla bóndans f norðlægari sveitum fylkisins önnur en í suðurbygðum þess, eru afurðirnar á báðum stöð- um jafnt háðar verðfallinu. — Verðfallið er eins og illveðrin — það nær yfir alt. Grunur minn er þó sá, að kvikfjárrækt- arsveitir séu fult svo búsælar á þessum krepputímum, og hveitiræktar bygðirnar. Þær framleiða meira til heimilis- notkunar og þurfa því minna að kaupa að. f peningaleysinu, er af lágverði afurðanna staf- ar, getur þetta komið sér vel. Þó um atvinnuleysi sé sjaldnast að ræða í sveitum úti, þá er vinnukrafturinn nokkuð mikill á ýmsum heimilum, að minsta kosti á vissum tfma árs. f Nýja íslandi hagar svo til, að þar sem vinnukraftar heimilis- ins eru fullmiklir, .gefst kostur á að nota þá við atvinnu þá, er samfara er fiskiveiðunum. — Enda sögðu ýmsir mér, að at- vinnuleysi væri ekki í Bifröst- sveit tilfinnanlegt. Alvarlegt er þá fyrst ástand- ið fyrir bóndanum, hvar sem er f þessu fylki, er hann þarf að komast yfir peninga til þess að greiða með skuldir til banka og lánfélaga. Með lágverðinu á búsafurðum öllum, er ekki gott að sjá, hvað amiað en gjaldþrot liggja fyrir, væri greiðslu kraf- ist á þessum skuldum. En við því hefir að nokkru leyti verið séð með frekari lánsfresti. Og að því er íslenzka bændur snert ir, veit eg ekki að hve miklu leyti að þeir eru þessu ástandi háðir. Vonandi eru þeir færri. Einhver riðlun virtist mér vera á ^sveitamálum í Bifröst. Einn daginn, sem eg var þar nyrðra, sagði einn sveitarráðs- maðurinn af sér. Var ástæðan sögð sú, að nýja skattvirðingU ætti að gera í sveitinni. r~' hvers? Til þess að lækka skatt- ana? Ný skattvirðing með það fyrir augum, er réttlát á þess- um tímum, þar sem eignir hafa ægilega lækkað í verði. En nú er ekki áformið að lækka skatt- virðinguna, heldur að hækka hana. Virðist það eins ótímabæt og það getur veríð, þegar bænd ur fá ekki eínu sinni risið und- ir þeim sköttum, sem nú eru lagðir á þá. Liggur nokkur fiskur þarna undir stéini? Eg heyrði sagt að þessi ráðlegging um nýja skatt- virðingu hefði komið frá fylk- isstjórninni. Skyldi fylkisstjórn- in gera ráð fyrir, að verða þarna húsbóndi innan skams? Ef svo er, er nýja skattvirðingin skiljanleg. Með henni ætlar stjórnin sér að Ieggja nýjan og varanlegri grundvöll fyrir sig til að innheimta skatta, og til þess að geta alrúið og reitt af bændum, það sem þeir kunna enn skuldlaust að eiga. En svona fór það. Nú er eg ftominn út f hreppspólitíkina, en

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.