Heimskringla - 26.10.1932, Side 5

Heimskringla - 26.10.1932, Side 5
WINNIPEG 26. OKT. 1932, HEIMSKRINGLA 6 BLAÐSÍÐA hana ætlaði eg þó að leiða al- veg hjá mér. Einn daginn sem eg var þar nyrðra, var eg staddur að Hnaus um. Þótti mér þar æði margt af Winnipeg gestum. Það var fyrsta daginn, sem leyft var að skjóta endur og akurhænur. Var mér sagt að klukkan þrjú þann morgun hefði dómari frá Win- nipeg og fjölskylda hans verið komin út á mörkina í gernd við Hnausa, til þess að elta endurn- ar og akurhænurnar. Og í eina þrjá daga mætti maður hópum af veiðimönnum á vegunum, spertum og spíkaralegum, í þröngum hermannasokkum og klæddum Galizíumanna treyj- um, með byssu um öxl og víga- legum eins og þeir ætluðu að herja á Japan. Það er auðvit- að búbætir að því að ná sér í einn rjúpurass í soðið, en lítið finst mér til um hugrekkið, er því er samfara. Og minni sport- menska er í því fólgin, en ætl- að er. Eiginlega held eg að á- huginn fyrir þessari veiði- mensku, sé einna mest tendr- aður af monti, lélegu tízku- monti. Heilan langaföstulestur gæti eg skrifað um hitt og þetta, er fyrir augu og eyru bar, þó hér verði staðar að nema. Og margt skemtilegt bar á góma í hópi ( með gömlum kunningjum í Nýja íslandi. Ferðin varð mér skemtitúr. S. E. DÁNARMINNING Hinn 18. sept. s. 1. andaðist á almennasjúkrahúsinu í San Diego, Mrs. Ruth Laxdal, kona jóns Laxdal að 736 East 24th St. Nationaly City, Calif. Hún var fædd 11. júlí 1873 í Holtastaða- koti í Laugadal í Húnavatns- sýslu á íslandi. Foreldrar henn- ar voru þau hjónin Jónas ísleifs- son og Sigríður Þorsteinsdóttir, bjuggu þau í Köldukinn í Langa dal. Aðrar dætur þeirra hjóna voru þær Kristín og Guðný, er nú býr á Sauðarkrók. Þegar á öðru ári fór Ruth í fóstur til Unfrú Sigríðar Árna- dóttur á Gunnsteinsstöðum í Langadal, var Sigríður þessi systir Hannesar Árnasonar í Reykjavík. 14 ára fluttist Ruth með fóstru sinni til Reykjavíkur og ólst þar upp eftir það. Nokk- urn tíma dvaldist hún í Dan- mörku, en þaðan fluttist hún til Canada árið 1906. Sama árið giftist hún eftirlifandi manni sínum Mr. Jóni Laxdal. Þau hjónin bjuggu í Mozart, Sask., Canada þangað til árið 1920, að þau fluttust til Califomíu og settust að í National City og hafa búið þar síðan. Þetta síðast liðna ár kendi Ruth sál. vanheilsu mikillar og aðgerðist svo að hún varð að ganga und- ir uppskurð á almennasjúkra- húsinu í San Diego og dó þar fáum dögum síðar, hinn 18. sept. eins og áður var ritað. Samkvæmt ósk hennar var lík hennar brent, en sunnudag- inn 25. sept., var haldin minn- ingar' athöfn eftir hana að heim- ili þeirra hjóna. Auk þess er þetta ritar talaði þar Mr. Snorri Kritsjánsson frá National City, en einsöngva sungu þau Mr. M. Kristjánsson og Mrs. Stella Kristjánsson, en viðstaddir voru allir Islendingar í National City og San Diego. Auk eftirlifandi eiginmanns lætur Ruth sál. Laxdal eftir sig þrjár dætur, eru þær allar upp- komnar. Elst er Soffía, gift Leo Laxdal að Garðar N. D. Þau hjónin Mr. og Mrs. L. Lax- dal eiga eina dóttur að nafni Norma Elvyra, er litla stúlkan árs gömul og var augasteinn ömmu sinnar sál. og alin upp hjá henni. Næst var María og Anna, sem eru tvíburar. María er hjúkrunarkona við almenna- sjúkrahúsið og stundaði móður- sína dag og nótt af hinni mestu alúð meðan hún lá þar. Anna sem numið hefir skrifstofustörf, er heima hjá föður sínum. Þau Laxdals hjónin eru mjög vinsæl á meðal landa hér í Suður Californíu. Fyrst og fremst voru þau bæði mjög gestrisin, svo að öllum sem þektu þau var unun að heimsækja þau og kynna þau þeim löndum, sem komu frá öðrum stöðum, en auk þess hefir Mr. J. Laxdal veitt forstöðu íslendingafélaginu hér svo að árum skiftir og var kona hans honum samhent í því, var hún þjóðrækin mjög og ágætur íslendingur, sem unni íslenskri tungu og íslenskri þjóð. Er okk- ur íslendingum hérna hin mesta eftirsjá að henni, en mestur harmur er þó kveðinn að heim- ili hennar, þar sem aðal starf hennar var, sem ástríkar eigin- konu og móður. Heimili sínu vann hún meðan dagur naust. Sóma þess vildi hún í öllu. Að ytra útliti var Ruth sál. fríð kona og hin snyrtilegasta í allri framkomu. Hún var greind og kunni að haga orðum sín- um, gestrisin og álúðleg. Eftirlifandi maður hennar « kveður hana með þessum orð- um: Æ, vertu sæl og vafin guðs í örmum þars veiki ei lengur amar eða sár, þökk fryir árin þreið í sælu og hörmum, þökk fyrir hreinu brosin þín og tár. Reykjavíkur blöðin eru beðin að birta þessa dánarminningu. E. J. M. SÍÐASTA FURÐUVERK TÆKNINNAR. Nýjasta furðuverk á sviði tækninnar er, að hægt er að taka myndir af fjarlægum stöð- um. — Tekist hefir að taka myndir af borgum og landsla^' í 50—60 mílna eða um 400 kílómetra fjaríægð. Ef til dæmis flogið væri hér í Reykjavík upp í 5—6000 metra hæð, þá væri hæglega hægt að taka myndir af ísafirði eða Akureyri. Og það sem meira er. Myndir þessar er hægt að taka í myrkri. Því myndataka þessi byggist á hinum svonefndu “innri rauðu” geislum, sem liggja utan við hinn sýnilega ljósstiga, og hafa mjög langa bylgjulengd, í mót- setningu við hina ósýnilegu út- fjólubláu geisla, sem eru hin- um megin við hið sýnilega spektrum og hafa stutta bylgju- lengd. Hægt er að framleiða mynda- plötur, sem eru móttækilegar fyrir þesum “innri rauðu”-geisl- um, er fara gegnum þoku og myrkur. — Er því hægt að taka myndir á plötu þessa, hvernig sem veður er og hvað dimt sem er. Frá strönd Cumberlands hafa t. d. vertð teknar skýrar myndir af eynni Mön, og eins hefir borgin Calais í Frakklandi verið mynduð frá Dover á Eng- landi. Þegar Piccard sveif yfir ölpunum, hefði hann getað tek- ið mynd af Kaupmannahöfn með þessum nýju tækjum. Ennþá geta menn ekki gert sér fyllilega grein fyrir hve þessi nýja uppgötvun getur komið að rnargvíslegum notum í fram- tíðinni.—Mbl. TfUNDA ALÞJÓÐAÞING SÁLFRÆÐINGA. í Kaupmannahöfn 22.—27. ág. * Eftir próf. Ágúst H. Bjarnason (Tekið upp úr Mbl.) Þing þessi eru háð 3. hvert ár. Hið síðasta var háð í Ame- ríku og var þá ákveðið, að hið næsta skyldi háð í Kaupmanna höfn, í virðingarskyni við Har- ald Höffding, og hann þá gerð- ur að heiðursforseta þess. En eins og kunnugt er lifði hann það ekki. Hann dó 2. júlí f. á. í stað þess var nú konungi landsins boðin heiðursforseta- tignin og þáði hann hana. Var þingið sett í hátíðasal háskól- ans mánudaginn 22. ágúst, kl. 9 að morgni, að viðstöddu fjöl- menni. Bauð kenslumálaráð- herra þingfulltrúa velkomna á frönsku, og sagðist mundi hafa hneigst að heimspeki, ef hann hefði ekki farið að gefa sie við stjórnmálum. En hinn eig- inlegi forseti þingsins, próf. Rubin, mælti á enska tungu og komst svo að orði, er hann sneri sér til konungs, að senni- lega væri hann “mesti mann- þekkjari Dana”. Konungur tók þessu sem gamni og brosti við. Síðan var tekið til starfa. Mættir voru sálfræðingar og sálsýkisfræðingar úr öllum álf- um heims, eða frá 30 þjóðlönd- um alls, 300—400 talsins; en þeir, sem fjarst bjuggu, komu alla leið frá Argentínu og Jap- an, og hafði eg tal af báðum. Annars voru fleiri og færri full- trúar frá hverju landi, flestir þó frá Bandaríkjunum, Englandi, Frakklandi og Þýzkalandi. Af hálfu okkar íslendinga voru 2 mættir, námsbræðurnir gömlu og nemendur Höffdings, við Guðm. Finnbogason og eg. Átti eg að heita fultlrúi háskólans og vísindafélagsins hér. Við fylgdumst oftast nær að félae- arnir, þoldum sætt og súrt hvor með öðrum, eftir því hvað í boði var. En nóg var á boð- stólum, því fluttir voru alls um 170 fyrirlestrar á 5 dögum, og gátum við auðvitað ekki notið nema lítils hluta þess, þótt við hefðum okkur alla við. Mikið af því var gott, en sumt hið mesta ómeti. Fyrirlestrunum var venjuleg- ast þannig fyrir komið, að fyrst frá 9—12 á daginn, fluttu 2—3 forkólfar ýmissa stefna innan sálfræðinnar alt að klukkustund ar fyrirlestri í hátíðasalnum. Síðan, eftir dögurð, var fyrir- lestrunum skift niður í 5 deild- ir í jafnmörgum áheyrendasöl- um, en í hverri deild fluttir 10 —11 hálftíma fyrirlestrar á dag samtímis í öllum deildum, svo að maður varð að s6:unda úr einum áheyrendasalnum í ann- an allan daginn' til þess að verða þess aðnjótandi, sem mað ur helzt vildi hlusta á. En þar bar margt á góma og verður ekki upp talið. Þar var rætt um stefnur og aðferðir sál- fræðinga, dýrasálarfræði og manna, sálarlíf barna og full- orðinna, sjúkra og heilbrigðra, einstaklinga og þjóða, auk ein- stakra þátta og fyrirbrigða sál- arlífsins, svo sem dáleiðslu og sálargrenslunar, hátternis og rit handar; verður ekki skýrt frá þvf í stuttu máli, svo í nokkru lagi sé. Boðið var á leikhúsið og aðra skemtistaði; farið á söfn, sýn- ingar og ýmiskonar stofnanir. En það, sem flestum mun hafa fundist mest til um, var heim- sóknin á heiðurssetrinu Carls- berg, sem ætlað er á hverjum tíma frægasta vísindamanni Dana. Fyrstur danskra manna liafði Höffding hlotið þann heið urssess, og hafði eg komið þangað einum þrisvar sinnum meðan hann lifði. Saknaði eg nú vinar í stað, þar sem annar maður, Niels Bohr, heimsfrægur eðlisfræðingur, var seztur í hans sess. — Fimtudagurinn var helgaður minningu Höffdings. Fyr um daginn flutti eg fyrirlestur á þýzku um sálarfræði Höffdings og um þróun sálarlífsins út frá hans sjónarmiði. Varð eg þar að gera einn fyrirlestur úr tveimur, en það tókst. Síðar um daginn, eða undir 4, var allri hersingunni ekið út á Carls berg. Var þar tekið á móti manni í glersalnum, hinum svonefnda Pompeii; hvílir sá salur á grískum súlum með glerþaki og svölum uppi yfir. Ávarpaði Niels Bohr þar gest- ina, veikri röddu en hlýlegri, með tíðum svipbrigðum. Sagði hann að faðir sinn hefði verið aldavinur Höff dings; hef ði hann því þekt hann frá bam- æsku, en þó einkum eftir að hann varð stúdent og úr því. Hefði hann oft heimsótt Höffd- ing síðustu árin, og þeir þá títt setið á tali um hina nýju heims mynd,. sem nú væri að rísa upp af afstæðiskenningu Ein- steins, Kvanta-kenningu Plan- eks og frumeindakenningr þeirra Rutherfords, hans og annara. Hefði hugur Höffdings verið opinn og öndverður fyrir öllum þessum nýungum fram til síðustu stundar. Staðfestu þessi orð það, sem eg hafði sagt um Höffding ný- látinn í “Berlingi” í fyrra: “Hann var hvorki dulsinni n*5 spámaður, heldur frjálshuga maður og hreinskilinn, er hafði augun opin fyrir öllum mögu- leikum lífsins og tilverunnar. Hann gat ekki að sér gp>H- •»*■ brosa góðlátlega, bæði að þeim. er börðu fótastokkana alla æfi fyrir einhverri sérstakri kenn- ingu, og eins að hinum, er hnig- ið höfðu í væran blund ein- hverskonar trúar. Sjálfur var hann vökumaður alt til sfðustn stundaf og horfði á morgunsár hins komandi dags. Og það var þessi skátaþjónusta, þessi vörð- ur um hinn heilaga eld frjálsra rannsókna í musteri vísindanna sem hann brýndi fyrir oss hin- um yngri nemendum sínum. — Síðan er nú liðinn mannsaldur, og hver hefir haldið sína leið í lífinu, en ennþá varðveitum vér minninguna um þenna hrein- skilna, ástúðlega kennara, er veitti oss fyrstu vígsluna í þjón- ustu vísindanna’’. (Berl. Tid., 4. júlí f. á.) Að ræðu Bohrs lokinni var boðið te. Dreifðust menn síðan um hinn mikla og fagra aldin- garð, og að síðustu var tekin mynd af öllum söfnuðinum. Má þar líta margt stórmenni, en mest ber þó á Bohr í miðri þyrpingunni, og höfuðlærifeðr- um stórþjóðanna, eins og t. d. Henri Piéron frá Paris, Clapar- éde frá Genéve, W. Kohler frá Berlín, W. Stern frá Hamborg og þeim Spearman og C. S Meyers frá London. Sakna eg úr þeim hóp tveggja frægra manna, er sótt hafa mörg hin undanfarandi þing, þeirra Pierre Janets og McDougalls, er eg te’ fremsta núlifandi sálarfræð- inga. Povlov hinn rússneski var heldur ekki á mynd þessari, þó hann sæti þingið. Föstudaginn vorum við í boði borgarinnar á hinu fræga ráð- húsi Kaupmannahafnar, ókum þaðan út á Erimitagen og það- an til náttverðar í Skodsborg. Ókum við félagarnir heim i vagni með Borgbjerg ráðherra og lá nærri að kommúnistar gerðu aðsúg að vagninum á Austurbrú. Síðasta daginn, laugardag, sat allur þingheimur, ásamt boðsgestum kvöldverð í sölum Nimbs við Tivoli, og síðasta hálftímann sat eg með Sveini Björnssyni og frú, hinum vel látna sendiherra vorum, á svöl- unum út að Tivoli. Fóru flestir nú að tínast heim fullsaddir eftir vikuna af þv! andlega og líkamlega góðgæti, sem á borð hafði verið borið. í ráði er að halda 11. alþjóða- þing sálfræðinga í Madrid á Spáni árið 1935. Höfum við fé- lagarnir Guðmundur og eg,. sammælst til þess móts, ef ekk- ert hamlar og báðir erum ofan jarðar. Á meðan á mótinu stóð, var kensluhlé í háskólanum, og blakti fáni við hún alla daga. SIGFÚS GUÐMUNDSSON — Æfiminning — Sigfús Guðmundsson (Good- man) fæddist að Rangárlóni, Jökuldalshrepp, Norður-Múla- sýslu, 25. mars, 1859. Voru for- eldrar hans Guðmundur Kol- beinsson, og kona hans Þor- gerður, dóttir Bjarna hrepp- stjóra, að Stafafelli, Fellna- hrepp. Hafði hún áður átt Pétur Guðmundsson. Hálfsyst- kini Sigfúsar frá fjora hjóna- bandi móður hans voru mörg, þar á meðal Bjarni Pétursson, er dó í Blaine, 13. desember, 1930 (sjá æfiminningu í Hkr. 3. júní, 1931). Alsystkini Sig- fúsar voru Lilja Sigríður, kona Sigurðar Eiríkssonar, er dó í Hensel, N. Dak. (að heimili Bjarna Péturssonar) skömmu eftir að þau fluttu vestur um haf. Þá tvíburarnir Jónína og Ágústa Ingibjörg, er aldrei komu vestur um haf. Var Sigfús yngstur allra sinna systkina. Hann kom til Vesturheims árið 1878, og settist fyrst að hjá Bjarna bróður sínum og móður sinni, sem á undan voru kom- inn. Var hann síðan ýmsum stöðum um íslendingabygðina í N. Dak., t. d. lengi að Garðar, bæði hjá Eiríki Bergmann og séra Friðriki Bergmann. Bjarna bróður sínum varð hann sam- ferða vestur á Kyrrahafsströnd, og var hann til heimilis í Blaine lengst af eftir það. Sigfús var stór og gerfilegur maður að vallarsýn, svo sem hann átti kyn til. Óupplýstur var hann, en eðlisgreindur all- vel, að kunnugra sögn, og eru sum hnittisvör hans í minnum • höfð. En torsóttur reyndiist honum vegur gæfunnar, í venju legum skilningi þess orðs. Yfir höfuð virðist vera töluverður Grettis-keimur að skapferli hans og afdrifum, og ásannast þá um báða, að annað er gæfa en gerfileikur. Þau hafa verið svo mörg ríkulegu mannsefnin, sem aðstæður lífsins bönnviðu að unnið væri úr. Og þegar athug- aður er æfiferill íslenzkra manna — örlyndra, skapstórra, kappgjarnra, ófyrirleitinna — }á er maður ósjáldan mintur á vunglyndislegu vísuna hans Þorsteins: “Meinleg örlög margan hrjá mann, og ræna dögum. Sá er löngum endir á íslendinga sögum. Margt var efalaust vel um Sigfús. Enda var hann af mörgu góðu og gegnu fólki kominn. Ræðinn gat hann ver- ið, og skemtilegur í umgengni, að sögn,—einkum framan af æfinni, áður en óreglan og stakkaföll örlaganna náðu tök- um á geðslagi hans. Um langt skeið mun vínhneigð hans hafa verið mjög úr hófi fram, og hundið honum bagga ýmiskon- ar lánleysis. Af ástaryndi mun hann lítið hafa haft að segja um dagana. Þó kvæntist hann á yngri árum, þá til dvalar 1’ fslendingabygðinni í Minnesota, eitt ár, eða svo. En sambúðin stóð skamma stund aðeins. Nafn konu hans er frændum hans hér um slóðir ókunnugt. Þótt óbærilegur ljóður væri á háttum og geðslagi Sigfúsar, þá hafði hann í ýmsu tililti góðan mann að geyma. Hann var ráð vandur að eðlisfari, og í viss- um skilningi metnaðarsamur, t. d. um það, að vera ekki upp á aðra kominn. Sjálfur var hann hjálpsamur, er hann megnaði nokkurs, og lagði sig þá í fram- króka um myndarskap. Oft er sá, er þetta ritar mintur á góð- an greiða, en Sigfús gerði hon- um eitt sinn ótilkvaddur, — greiða, sem hann hefði látið ó- gerðan, ef góðgirni og hugul- semi hefðu verið fjarri innræti hans. Víst er um það að, fjölda manns var vel til hans, bæði fyr og síðar, — eigi aðeins vegna þess, að menn vissu að í gjósti örlaganna þurfti hann skjóls og styrks, heldur og vegna þess að þeir fundu 1 sál hans eitthvað já- kvatt og viðfeldið, og jafnvel viðkvæmt, — vissa heilbrigði og mannskap — þótt ekki nyti betta sín í dagfari hans, að öllum jafnaði. En velunnurum sínum var hann bæði þakklátur og tryggur. Framan af æfinni var hann gæddur miklum líkamsburðum. Fyrir allmörgum árum síðan meiddist hann mjög í baki, og bar aldrei sitt barr eftir það. Eftir ýmiskonar skipbrot á eyði- skerjum tómlátrar æfi, andað- ist hann föstudaginn, 30. janúar, 1931, þá á 72 aldursári. Var út- för hans veglega gerð, þá næst- komandi 3. febrúar, frá íslenzku Fríkirkjunni í Blaine, að við- stöddum fjölda manns. Friðrik A. Friðriksson. HÁSKÓLAMÁLIÐ. Frh. frá 1. bls. kvaðst hafa fyrir rúmrar hálfr- ar miljón dala halla á reikning- ingunum. En þegar það hefði ekki tekist og hann komst að jví, að hún var ekki önnur en Machray and Sharpe félagið, hefði hann ekki séð annað vænna en að tilkynna menta- málaráðherra hvernig komið væri. Mr. Drummond heldur því fram, að reikningar háskólans hafi verið í góðu ásigkomulagi í júní 1924. En eftir það hefði aldrei verið hægt að yfirskoða )á til hlítar vegna þess, að bækumar hjá Mr. Machray ar miljón dala halal á reikning- hefðu aldrei verið færðar til fullnustu fyr en ári eða meira síðar. Var Mr. Drummond þá spurð- ur að, hvers vegna hann hefði ekki skýrt stjórninni frá því fyr. Kvaðst hann hafa ítarlegt svar við þeirri spumingu f skýrslu, er hann ætlaði, þegar tækifæri gæfist, að lesa upp við yfirheyrsluna. Lauk yfir- heyrslu. hans með þessu s.l. mánudag, en heldur áfram næsta dag. í þessari viku er búist við að ráðherrarnir, Mr. Bracken. 1',~ Major og Mr. Hoey verði yfir- heyrðir. Við vísitazíu Finns biskups að Helgafelli voru, ásamt fleiri ungmennum, systur þrjár. Þær áttu heima á Þingvöllum. Bisk- upinn spurði þær, og þótti hon- um þær mjög fáfróðar í þekk- ingu kristindómsins, og áminti þær og aðvaraði að taka sér fram, með mörgum orðum og fögrum, og benti þeim til þess, þvílíkur sálarvoði það væri, sem þær með fáfræðinni kynnu að steypa sér í. Þegar úti var, fundust systurnar. Sagði þá ein: “Það er undarlegur maður, biskupinn þessi.” “Það er nú ekki mikið,” kvað önnur, “hann gerir ráð fyrir öllu því, sem verst má fara.’’ Furðar ykkur á því?” mælti hin þriðja “hann er innansleiktur af öllu góðu.’’ * * * Kvennsnipt nokkur flakkaði með dreng sinn stálpaðan. Á bæ einum í skemmu sér hún, að þráöarendi lafði út undan kistuloki. Hún tekur í endann og finnur, að laus er fyrir. Fær hún þá drengnum endann og skipar honum að vinda hann, en sat sjálf á meðan í skemmudyr- unum. Drengurinn gerði, sem hún bauð honum, og vatt svo lengi, sem hnoðað entist, sem í kistunni valt. Hér vann hún tvennt í einu: Náði hnoðanu og kenndi barn sínu að stela. Blanda /

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.