Heimskringla - 26.10.1932, Síða 6
€ BLAÐSGDA
HEIMSKRINGLA
WINNEPEG 26. OKT. 1932.
■------------
ÁHÁSKA TÍMUM
Saga frá uppraianinni i Indlandi.
Eftir
GEORGE A. HENTY
“Það er gleðilegt, doktor. Ósköp þykir mér
vænt um það. Eg get ekki lýst því, hvað
þetta gleður mig. Þessi veikleiki hefði orðið
honum hörmunga byrði til æfiloka og mér
hefði æfinlega fundist að hann gæti aldrei
gleymt smánar-orðum mínum í því sambandi.”
“Já, og mér er þetta eins mikill fögnuður
og þér, þó eg búist við að þessi breyting um-
hverfi áætlun okkar,” sagði doktorinn.
“Áætlun okkar tók Isabel upp, spyrjandi.
“Eg vissi ekki að eg hefði nokkra sérstaka á-
ætlun.”
“Hum! Eg held nú einmitt að þú hafir
haft ákveðna áætlun á bak við eyrað, góða
mín, þó þú ef til vill hafir ekki viljað viður-
kenna að svo væri. En mlh áætlun var nú í þá
áttina, að þú skyldir á einn eða annan hátt
koma honum í skilninginn um, að þrátt fyrir
ummæli þín í upphafi og þrátt fyrir flótta hans
frá þér í bátnum, þá værirðu nú ánægð með
hann fyrir eiginmann, í meðlæti og mótlæti.’’
“Og hvemig gaztu ætlast til að eg segði
nokkuð þvflíkt, doktor?” spurði Isabel kafrjóð.
“Já, það veit eg nú varla, góða mín,” svar-
aði doktorinn, “en víst hefirðu orðið að koma
honum í skilninginn með þetta, með einhverj-
um ráðum. En svo mun ekki koma til þessa,
eins og nú er komið. Mín áætlun var enn-
fremur að þegar þú hefðir nú verið búin að
leiða hann í sannleikann í þessu efni, þá skyld-
ir þú giftast honum tafarlaust og fara svo
með honum til Englands með fyrstu ferð.”
“Því þarf að breyta þeirri áætlun nú,
doktor?” spurði hún og roðnaði nú enn meir
en áður.
“Af þvi, góða mín, að eg held Bathurst
vilji ekki fara heim með þér núna.”
“Því ekki, doktor?’’ spurði hún og leit upp
stórum augum.
“Af því góða mín, að hann vill, held eg,
endur-reisa virðingu sína.”
“En það veit enginn um veiklun hans
nema við tvö og Wilson. Allir aðrir, sem í
Deennugghur voru, eru dánir,” sagði Isabel.
“Satt er það, góða mín,” svaraði doktor-
inn, “en hann mun hafa sitt eigið álit í huga
ekki síður en annara. Að auki er aldrei að
vita hvenær eitthvað getur borið á góma í
sömu átt og forðum þegar þú snérist á móti
honum. Það er sem sé öllum ljóst, að stjórn-
arþjónustumenn ganga í herþjónustu einn um
annan þvera'n og, að enginn vaskur maður vill
láta spyrjast, að hann hafi yfirgefið Indland
á meðan þörf er á mannsliði. Þú reynir þess-
vegna að Bathurst fer hvergi.”
Isabel sat þögul um stund, en sagði svo:
“Eg held líka að hann geri þá alveg rétt, og ef
hann vill vera eftir, þá skal eg ekki gera
minstu tilraun til að aftra því. Það verður
nokkuð átakanlegt fyrir mig að vita hann í
eilífri hættu, en ekki þá átakanlegra fyrir mig
en svo ótal margar aðrar.”
“Þetta er drengilega sagt, góða mín,’’
sagði doktorinn blíðlega. “Og eg vildi ekki
vita að iitla stúlkan mín hugsaði eða talaði
öðruvísi, ög eg álít þig nú litlu stúlkuna mína
síðan majórinn yfirgaf okkur öll.” Og svo
bæfti hann við brosandi: “en svo held eg/nú
að það verði þægilegra að fást við fyrri hlut-
ann af áætlun minni, eins og nú er komið.
Sársaukinn er horfinn og þá hverfa grillum-
ar.”
“Hvenær gæti eg fengið að tala við
hann?” spurði svo Isabel.
“Hefði eg nokkurt vald yfir honum,” svar-
aði doktorinn, “þá yrði það ekki fyrri en eftir
viku. En af því eg hefi ekkert slíkt vald tel eg
miklar líkur á að þú fáir að tala við hann á
morgun.” ,
“Ekki vil eg það, ef það gæti orsakað
honum nokkurt mein,’’ sagði Isabel.
“Eg held nú, í alvöru að tala, að það
geri honum ekki minsta mein. Eg held helzt
að alt sem hann líður við beinbrotið sé það, að
hann þarf að bera handlegginn í fatla í nokkra
daga,” svaraði doktorinn.
23. Kapítuli
Morguninn eftir gekk Bathurst til fundar
við Isabel þar sem hún sat í tjald-hvelfingu
nokkri, er hafði verið búin til úti í húsagarðin-
um fyrir kvenfólkið.
“Hvemig líður þér, Miss Hannay?” spúrði
hann. “Það er gleðilegt að sjá þig komna á
flakk aftur.”
Eg gæti nú gjarnan svarað þér með ein-
mitt sömu orðum, Mr. Bathurst,” sagði Isabel
brosandi, “því ástæður okkar beggja em svo
breyttar orðnar. Nú ert þú sjúklingurinn, en
ekki eg.”
“Það er nú tæplega hægt að telja mig
meðal sjúklinga,’’ svaraði hann, “en sleppum
því. Mér þykir vænt að sjá hvað bruna-sárin
á andlitinu á þér hafa tekið miklum bata.”
“Já, þau eru óðum að gróa," sagði Isabel,
“en ósköp eru samt að sjá mig enn. Og dokt-
orinn segir að örin sjáist í marga mánuði enn
og máske hverfi aldrei algerlega.”
“Doktorinn er nöldrunar-skrjóður og þess-
vegna þarflaust að trúa honum of vel,” sagði
Bathurst. “Mitt álit er að örin hverfi furðu
fljótt og með tímanum gersamlega."
Hann tók sér nú sæti á bekknum hjá
henni. Hinsvegar í tjaldskálanum sátu tvær
eða þrjár konur, en svo langt í burtu, að þær
heyrðu ekki á tal þeirra.
“Mér var mikil ánægja að heyra um til-
raun þína í gær, Mr. Bathurst. Doktorinn
sagði mér, auðvitað, frá því öllu saman. Að
því er okkur snertir, sem þekkjum þig, þá
gerir það ekki minsta mun, en eg fagna yfir
því þín vegna. Eg skil ósköp vel að það sé
mikill munur fyrir þig.’’
“Já, meiri munur en nokkur getur gert
sér grein fjrrir,” svaraði hann. “Það getur eng-
inn ímyndað sér hvað þungri torfu hefir verið
lyft af mér. Eg vildi bara að það hefði gerst
'ögn fyrri.”
“Eg veit við hvað þú átt, Mr. Bathurst,”
svaraði Isabel. “Doktorinn hefir líka sagt mér
frá því. Þú auðvitað hefir rétt til að óska að
þú hefðir s^tið kyr í bátnum, en það var sann-
arlega lán fyrir mig, að þú gerðir það ekki.
Hefðirðu setið kyr, þá hefðir þú týnt lífinu eins
og hinir og mér til einskis gagns, en eg hefði
nú verið brytjuð niður og í kösinni í brunnin-
um í Cawnpore, eða það sem hræðilegra er, —
í kvennabúrinu í Bithoor.”
“Getur vel verið,” svaraði hann. “En svo
breytir það samt ekki sannleikanum.’’
“Eg náttúrlega veit ekki hversvegna þér
finst sjálfsagt að þú hefðir átt að sitja kyr í
bátnum, Mr. Bathurst,” sagði hún stillilega,
en þó hljóp blóðið út í andlit hennar. “Eg get
máske ímyndað mér ástæðurnar, ef eg dæmi
af því, sem þú gerðir fyrir mig á eftir, af lífs-
háskanum, sem þú gekkst í hvað eftir annað,
mín vegna. En ágizkanir eru ónógar. Mér
finst eg hafa rétt til að vita um ástæðurnar
með vissu.”
“Nú ert þú að neyða mig til að segja það,
sem eg ætlaði ekki að segja, — að minsta
kosti ekki núna,” svaraði Bathurst í hrærðum
róm. “En þú hefir meir en ímyndun við að
styðjast. Þú veizt — veizt að eg elska þig.”
“Og hvað veizt þú þá?” sagði Isabel
ofurlágt.
“Eg veit að þú átt ekki að elska mig,”
svaraði hann. “Það ætti engin stúlka að elska
bleyðu.”
“Þar er eg þér samdóma," svaraði hún,
“en svo veit eg líka, að þú ert engin bleyða.”
“Var það ekki bleyðuskapur að yfirgefa
þig f bátnum?” spurði hann. “Það gerði eng-
inn nema bjálfi.”
“Það var atvik, sem þú í raun réttri gazt
ekki ráðið við,’’ svaraði Isabel. “Hefðirðu
haft ráðrúm til að hugsa, þá hefðirðu setið
kyr. Eg skal játa það strax, að eg lít ekki á
þetta eins og doktorinn gerir, heldur eins og
þú gerir, þannig, að hafi maður ást á stúlku,
þá ber honum að hugsa um hana framar öllu
öðru. Þannig leizt þú á það, þegar þú hafðir
ráðrúm til að íhuga það, en það væri jafn ó-
viturlegt að saka þig um flóttann eins og að
saka brjálaðan mann um morð, sem hann
fremur meðan æðið er á honum. Þú varst á
augnablikinu háður áhrifum, sem þú hafðir
ekkert vald yfir. Hefðir þú haldið áfram
ferðinni niður um land hingað, og ekki hugsað
til að bjarga mér, og þú hafðir góðar og gildar
ástæður til þess að líta þannig á, þá hefði eg
máske litið öðruvísi á þetta. En í stað þess
að halda áfram ferðinni, settist þú um kyrt og
sýndir með háskanum og þrautunum sem þú
gekst í mín vegna, hve hugrakkur maður þú í
raun réttri ert. Eg tala djarflega um þetta, —
djarflegar máske, en vera skyldi. En eg væri ,
í sannleika fyrirlitningarverð, ef eg hefði ekki t
hug til að tala djarflega þar sem svo mikið er
í húfi og eftir alt, sem þú ert búinn að gera •
fryir mig. Svo þú elskar mig?”
“Þú veizt það, Isabel, — fyrir löngu síð-
an".
“Og eg elska þig, Ralph”, sagði þá Isabel,
“og heiðra þig og virði. Eg er stolt af ást
þinni. Mér er eins ant um þinn heiður eins
og minn eigin heiður og þann heiður tel eg
flekklausan. Eg mundi ekki vera svona opin-
ská, jafnvel ekki á þessu augnabliki, þegar
velferð mín er í háska, ef eg hefði ekki talað
svo heimsku og illgjarnlega um þig áður. Eg
þekti þig ekki þá, en af því eg þá talaði
hispurslaust það sem mér bjó í brjósti, þá er
ekki nema sanngjarnt að eg geri það einnig
nú, þó ekki væri nema til að hegna sjálfri mér.
Hikaði eg við það, þá væri eg ekki eins þakk-
lát eins og vesalings hérlenda stúlkan, sem
ætfð er tilbúin að launa þér lífgjöfina með þvf
að leggja sitt líf í sölurnar fyrir þig.”
“Ef þú hefðir talað svona berlega fyrir
tveimur dögum síðan," sagði Bathurst og tók
hönd meyjarinnar, “þá hefði eg svarað á þhssa
leið: “Eg elska þig of innilega, Isabel, til þess
að fjötra þig og framtíð þína við forsmáðan
mann og hans framtíð.’’ En eins og nú er
komið, hefi eg tækifæri til að gera betur, —
að slá stryki yfir mínar fyrri ófarir, og að
RobinHood
FI/OUR
ÓDÝRASTA MJÖLIÐ VEGNA ÞESS AÐ
ÚR ÞVf FÆST MEIRA BRAUÐ.
græða mér nýtt sjálfsálit í
stað þess, sem eg glataði um
daginn. En til þess að geta
það, verð eg að vera hér eftir,
og taka minn þátt í átökun-
um sem þurfa til að kefja
uppreistina, að hefna fyrir ó-
dæðisverkið í Cawnpore, og,
að yfirvinna Indland í annað
sinn.”
“Og eg skal heldur ekki
reyna að aftra þér,” sagði
Isabel. “Það væri rangt að
gera það, og eg gæti ekki
virt þig eins og eg geri, ef
þú hikaðir við það. Jafnvel
þó eg ætti víst að sjá þig
aldei aftur, þá vildi eg heldur að þú værir hér
eftir og í herþjónustu, heldur en að þú kæmir
heim með mér, ef sú breytni varpaði hinum
allra minsta skugga á feril þinn. Skilnaður-
inn verður mér þungbær, en eg skal ekki bera
mig aumlegar en aðrar konur og stúlkur, sem,
hundruðum saman, eiga eiginmenn, elskhuga,
syni og bræður í styrjöldinni. Eins og þær
skal eg með ánægju gefa þann sem mér er
kærastur til að hjálpa til að hefna og til að
yfirvinna Indland á ný.”
Um þetta alt höfðu þau talað svo rólega
og blátt áfram, að konum þeim, sem sátu í
fárra faðma fjarlægð, kom sízt í hug að um-
talsefnið væri eins tilkomumikið eins og það í
raun réttri var. Ein þeirra hafði enda sagt
við hina: “Þegar doktor Wade var að segja frá
hvernig Mr. Bathurst lagði sig fram til að
bjarga þessari vesalings stúlku með skurfurn-
ar á andlitinu, þá taldi eg víst að þar væri eitt-
hvað sögulegt til grundvallar, en það bólar
ekki á neinu slíku. Þau eru auðsælega góðir
vinir, en ástamál eru ekki sýnileg í við-
ræðum þeirra.” ,
Þannig leizt doktor Wade líka á, þegar
hann litlu síðar gekk inn í skálann. “Rétt eins
og að reka tvö svín til markaðar,” hugsaði
hann fullur gremju. ’’Af einskærum þráa fara
þau alt af sitt í hvora áttina.”
“Þetta er alt útkljáð, doktor," sagði Bath-
urs glaður í bragði, og stóð á fætur. “Hérna
er hönd mín. Fögnuður minn er að meir en
litlu leyti þér að þakka.”
“Isabel mín góð, eg má til með að kyssa
þig!”, sagði doktorinn himinlifandi. “Eg gleðst
hjartanlega, »góða mín, að svona er komið.
En hvað annað hafið þið nú afráðið?’’
“Það, að eg fer heim með fyrstu ferð,”
svaraði Isabel, “en hann verður eftir og fer
með þér og hinum öðrum til Cawnpore og upp
um land.”
“Þetta líkar mér að heyra,” svaraði dokt-
orinn. “Eg sagði þér hvemig hann mundi líta
á það mál. Það er líka alveg rétt af honum
að gera það. Það kemur enginn drenglyndum
manni í hug að hverfa heim fyrri en búið er
að hjálpa liði okkar í Luckhnow og hertaka
Delhi. En guði sé lof, að alt gengur þannig að
óskum um síðir. Eg var orðinn dauðhræddur
um að stíflyndi Bathurst eyðilegi framtíðar-
vonir ykkar beggja.”
Um þessar mundir kom sendimaður frá
Havelock hershöfðingja, með þann boðskap,
að honum væri allsendis ómögulegt að ryðja
sér veg til Louckhnow, því mergð óvinanna
væri miklu meiri en svo, að lið hans gæti
nokkru um þokað, og að hann hefði því afráð-
ið að bíða þangað til nýtt lið kæmi. Það var
því talið óþarft og óheppilegt að fara af stað
í flaustri, enda var það ekki fyr en á tíunda
degi, að nýr riddaraflokkur lagði af stað frá
Allhabad. Var það sjálfboðalið, og flestir
mennirnir voru borgarar og stjórnarþjónar,
sem nú höfðu ekkert að gera. En flokknum
stýrðu foringjar innlendra herdeilda, er gert
höfðu uppreist.
Hálfri klukkustund áður en hermennirn-
ir stigu á hestana, gaf herpresturinn í Alla-
habad þau Isabel Hannay og Ralph Báthurst
í hjónaband.
Þetta var gert samkvæmt ítrekaðri ósk
Bathursts. “Eg kem máske ekki aftur, Isa-
bel,” hafði hann sagt. “Það er ekki til neins
að draga dulur á, að við eigum margar skæðar
orustur fyrir hendi, og eg legg miklu hug-
hraustari út í þær, ef eg veit að framtíð þinni
er borgið, hvernig sem fer. Doktorinn segir
mér, að hann álíti þig uppeldisdóttur sína og:
að hann hafi þegar arfleitt þig að eignum sín-
um. Það er gott og blessað, en mig langar
til að það sé eg, sem ábyrgist framtíð þína,
þótt svo færi að mér auðnaðist ekki að njóta
þeirrar framtíðar með þér. Eins og þú veizt,
þá á eg fallega landeign á Englandi og það
gleddi mig að vita þig skipa húsfreyjusætið á
heimili mínu.”
“Þú veizt nú ekki mikið hve álitleg eg
verð, ennþá,” sagði hún í gamni og alvöru. “Eg
má máske bera þessar rauðu skellur til grafar-
innar.” En svo lét hún þó að orðum hans,
eftir nokkra eftirgangsmuni.
“Bruna-örin þín eru heiðursmerki, elskan
mín, eins sannarlega eins og sár fengin í or-
ustu eru heiðursmerki,” hafði Bathurst svar-
að. “Þín vegna vona eg og óska að ör þín
hverfi, en mér gera þau ekkert til. Eg veit
hvað þú varst og hvernig þú fórnaðir andlits-
fegurð þinni. Svo geri eg líka ráð fyrir að þú
kastaðir mér ekki fyrir borð bara fyrir’það að
eg kynni að hafa mist hönd eða, fót í stríðinu.”
“Þú ættir að skammast þín fyrir að láta
þér svo mikið sem koma slíkt í hug, Ralph!”
hafði hún svarað.
“Eg er nú ekki viss um að mér hafi eigin-
lega komið það í hug, góða mín. Eg bara
setti það fram sem dæmi samsvarandi því, er
þú varst að tala um örin á þér. Nei, Isabel,
það er heppilegast fyrir okkur bæði að hafa
það svona. Við skulum gifta okkur sama
morguninn og eg fer af stað, og ætlast svo á
að brottfarartíminn verði kominn um leið og
staðið verður upp frá borði.”
“Eg skal veita þér þessa bæn,” hafði hún
svarað í lágum og blíðum róm. “Hvað snertir
eign þína heima, þá er hún mér einkisvirði,
ef þú ert ekki með, en svo er það satt að mig
langar til að bera þitt nafn, og, ef mér auðnast
ekki að sjá þig aftur, Ralph, að mega þé syrgja
þig alla «efi sem eiginmann minn. En svo
trúi eg því staðfastlega að þú komir aftur. Eg
held e gsé orðin hjátrúarfull, og full með alls-
konar ímyndanarugl síðan í fangelsinu f
Cawnpore, og enda fyr. Það er svo margt sem
styður að því: Myndirnar á reyknum forðum,
og sem reyndust sannar, orðsending Rujubs til
þín í Deennugghur, og orðsending Röbdu til
mín í fangelsinu, þar sem eg heyrði orð henn-
ar og skildi eins og þú heyrðir og skildir orð
Rujubs, þó bæði væru í fjarlægð. Ef til vill á
eg það þessum atburðum að þakka, að eg
þykist sjá og vita að við sjáumst aftur og að
alt gengur að óskum, og einmitt fyrir þessa
föstu trú er eg hughraustari og ber mig betur
en eg annars mundi geta gert. Eg veit af
fólki sem þykist sjá fyrir ef slys eða ófarir eru
fyrir hendi. Hversvegna og miklu fremur
skyldu menn ekki sjá fyrir ef eitthvað gott og
ánægjulegt er fyrir hendi. Undir kringum-
stæðum er það huggun fyrir mig að trúa
þessu, og þessvegna ætla eg að halda fast við
þessa trú.”
“Já, gerðu það, Isabel,” svaraði Bathurst.
“Það er ekki því að leyna að við allir verðum
í sífeldri hættu, en það er skoðun mín að sú
hætta verði lítilfjörleg í samanburði við þær
hættur, sem við höfum gengið í gegnum.
Sepoyjamir auðvitað brjótast um fast, en eg
hygg að lýðurinn sé orðinn efasamaur, ef ekkl
trúardaufur á sigursælan enda styrjaldarinnar.
Eg held miklu fremur að margir hverjir séu
nú farnir að kvíða hegningunni fyrir glæpa-
verkin. Þessvegna er eg á því, að eftir þvf
sem lengur líður, eftir því dofni áhugi þeirra
og dragi úr framsókninni. Að minsta kosti tel
eg hættuna fyrir okkur miklu minni nú, þegar
við sækjum, heldur en á meðan við vorum f
smáhópum og umkringdir í lélegum virkis-
nefnum.”
“Eftir fréttum frá Luckhnow að dæma er
setulið okkar þar óhult enn um stund. í Delhí
vex okkar lið dag frá degi, og nýtt lið kemur
nú óðum heiman af Englandi. Þó liðsöfnuður
okkar fari hægt, eykst hann þó jafnt og stöð-
ugt, og að sama skapi dvínar lið andstæðingj-
anna, og hverfur loks algerlega fyrir áhlaupi
okkar. Hvað mig snertir, þá þarf eg ekki að
vera hér þangað til allur ófriður er á enda, en
get fengið lausn og farið heim undir eins
þegar Luckhnow er borgið og Delhi hertekin.”
“Eg er búinn að segja af mér stöðunnf
hjá stjóminni, eins og við töluðum um, og er
því frí og frjáls og fer sem sjálfboða liðsmaður
aðeins. Reynist erfitt að ryðja sér veg inn um
borgina Luckhnow, getur riddaraliðið lítið
neytt sín og fari svo, fæ eg mig lausan og
geng þá í fótgönguliðið, og af því eg verð þá
búinn að þjóna í hernum, veit eg að þau skifti
fást vandræðalaust, og engin hætta á að autt
rúm finnist ekki f einhverjum fótgöngu-flokkn-
um. Að sex mánuðum liðnum tel eg allar lík-
ur á að megin-afl uppreistarmanna verði þrot-
ið, þó langt líði auðvitað þangað til allar ó-
eirðir verða bældar, þvf upprefstin endar auð-
vitað þannig, að uppreistarmennirnir dreifa sér
f smá-hópum út um alt land og liggja svo f
leyni eins og stígamenn. Og það verður sein-
legt að elta þessa menn uppí og handsama þá,
en fyrri en það er gert, eru allar óeirðir ekki
á enda. En, sem sagt, eg bíð ekki eftir þessu,
en held undireins þegar megin-afHð er þrotið.”