Heimskringla - 09.11.1932, Side 6

Heimskringla - 09.11.1932, Side 6
6 BLAÐSEÐA HEIiflSKftlrtOLA WINNIPEG 9. NÓV. 1932. RobinlfHoo FLOUR MJÖLIÐ, SEM BÚIÐ ER TIL ÚR BEZTU UPPSKERU VESTURLANDSINS. Skýringar við göguna. Jón Strand, söguhetjan, er útburður. Fann hann gamall lögfræðingur og ól hann upp. Veitti honum þá beztu uppfræðslu í öllum greinum. Jón varð góður maður og mikilmenni, sem lét ekkert vikja sér frá því, sem hann áleit réttast og sannast. Hann gerðist stjórnmálamaður og aðhyltist stefnu verkamanna. Varð leigtogi þeirra á þingi. Forsætisráðherrann gerði allskonar tilraunir með góðu og illu, að fá hann á sitt band. Notaði til þess hróður dóttur sinnar, er Jón hafði felt ástarhug til, en er Jón varð að kjósa milli unnustunnar og sannfæring- ar sinnar, þá lét hann af hendi unnustnna, en hélt eftlr sannfæringunni. Síðar var hann vélaður til að undirrita skjöl er gerðu hann stórsekan í augum al- þýðunnar, ef þau væru opinberuð. Atti svo að nota skjöl þessi til að sveigja hann að vilja forsætisráðherr- ans; en það dugði heldur ekki. Jón bar svo mikið traust til sannleikans að hann var þess fullviss, að með sannleikan einan fyrir leiðarvísir kæmist hann út úr ógöngum þeim, er búið var að koma honum i. Og það varð. Jón vissi aldrei um faðerni sitt, en sagan dregur föður hans fram á sjónarsviðið i sögu- lok. Leyndardómurinn um faðerni Jóns og sannleiks- ást hans, eru sterku þræðimir ,sem renna gegnum söguna. 1. kapítuli. Þau sátu að miðdagsverði tvö ein, South- wold jarl og dóttir hans Cora. “Hefir þú nokkuð sérstakt viðbundið eftir miðdaginn í dag?” spurði jarlinn dóttur sína. “Nei, ekkert sem er áríðandi,” svaraði hún og brosti blíðlega til föður síns. Var það bros svo innilegt, að það sýndi glögt hið ást- úðlega samband milli þeirra feðginanna. “En hví spyrðu?’’ “Mér er sagt að Jón Strand ætli að halda stjórnmálaræðu í dag eftir miðdaginn. Mig vantar að þú farir og hlustir á hann og látir mig svo heyra álit þitt á honum.” “Þessi Jón Strand er einn, sem sækir um kosningu í Austurhéraðinu? Hvaða þýðingu getur það haft að eg hlusti á hann flytja póli- tískar ræður?” "Það er alment talað að hann sé ræðu- maður með afbrigðum og tali af sannfæring- arkrafti svo miklum, að hann haldi tilheyr- endum sfnum alveg hugföngnum. Eg get ekki komið þy.í við að fara sjálfur og hlusta á hann.” “Ert þú ennþá að leita eftir leiðtogaefni — manni, sem er leiðtogi í orðsins fylsta skilningi. Manni, sem hefir einurð og kjark að halda sinni skoðun fram tillitslaust til skoð ana annara manna, eins og þú sagðir fyrir stuttu?” “Já, okkur vantar mann, sem hugsar og starfar í samræmi við það, sem samvizka hans býður honum að sé heillavænlegast fyrir landið og þjóðina. Mann, sem lætur sína eigin hagsmuni koma til greina síðast.” “Og álítur þú að sá maður muni vera þessi Jón Strand?’’ “Já, eg hefi von um það. En nú er þér bezt að búa þig af stað, dóttir mín, svo þú tapir ekki af ræðunni, ef þú ætlar að gera þetta fyrir mig,” sagði jarlinn um leið og hann stóð upp frá miðdegisverðinum og kysti dótt- ur sína innilega á hægri kinnina. Cora var mjög ólík samtíðarstúlkum sín- um í flestu. Hún virtist ekki gefa neinn gaum að því, sem stúlkur á hennar reki og í henn- ar stétt voru mest hugfangnar af. Hún helg- aði föður sínum alt sitt líf; hugsaði með hon- um, starfaði með honum og fyrir hann. Jarl- inn sagði að hún væri sá bezti ritari sinn, er hann hefði nokkru sinni haft, og við hana talaði hann um öll sfn pólitísku áhugamál. Jarlinn var atkvæðamikill meðlimur stjórnarráðsins og bróðir forsætisráðherrans. Stjórnin var búin að vera við völd í mörg ár, og var jarlinum Ijóst, að hugir manna voru farnir að verða andstæðir stjórninni. Sérstak- lega var farið að bera mikið á hinni svoköll- uðu verkamannahugsjón. Sáu forræðismenn stjórnarinnar því hættu framundan við í hönd farandi kosningar. Margir létu þá skoðun í ljós, að stjórnardagar þeirra Southwþlds- bræðranna væru taldir. Það varð því eitthvað til bragðs að taka, eða líða skipbrot á stjórnarskútunni að öðr- um kosti. Honum kom til hugar, að með nýjum leiðtoga, er sýndi að hann hefði sér- staka hæfileika og yfirburði, mætti takast að stýra frá strandi. Það var sérstaklega tvent, er ýtti undir Coru með að hraða ferð sinni að opna svæð- inu, þar sem fundurinn átti að haldast, og Jón Strand átti að flytja sína ræðu: Það var fyrst og fremst skylduræknin við föður sinn, og í öðru lagi forvitnin á að sjá og heyra þenna mann, sem faðir hennar gerði sér svo bjartar vonir um. Þegar Cora nálgaðist fund arstaðinn, ók hún bíl sínum inn í hliðargötu og gekk síðan inn í mannþröngina, sem um- kringdi lítinn upphækkaðan pall, hvar á sátu tveir menn. Gizkaði hún á að annar þeirra væri fundarstjórinn, en hinn að sjálfsögðu Jón Strand. En hvorugan manninn þekti hún. . Bráðlega reis annar þessara manna úr sæti sínu og bauð fólkið velkomið. Þakkaði hann því fyrir að hafa komið þangað til þess að hlusta á mál þess manns, sem að allra á- liti, er þektu hann, bæri höfuð og herðar yfir samtíðarmenn sína, sem ræðusnillingur. — Varð nú lófaklapp mikið og fagnaðaróp. Þótt- ist nú Cora ekki vera í neinum vafa um það lengur, hvor þessara tveggja manna á pallin- um væri Jón Strand. Reis nú hinn maðurinn úr sæti sínu. — Hann var unglegur, karlmannlega bygður og tigulegur, með góðlegan svip, og skein ein- beitnin og staðfestan úr hans dökkbrúnu augum, sem á sama tíma voru rannsakandi og tindrandi skörp. Hann hneigði sig með góðlátlegu brosi til fólksins, sem nú klappaði enn hærra en fyr og hrópaði hver sem hærra gat: “Þú ert okkar maður!”. í nokkrar mínút- ur gat ræðumaður ekki hafið mál sitt fyrir hávaðanum. “Hann er aðdáanlega myndarlegur mað- ur,” hugsaði Cora með sjálfri sér, er Jón reis úr sæti sínu. Og er hann tók til máls, og hún heyrði hans dynjandi fyrirmannlegu rödd, fyltist hún einskonar unaðslegri tilfinningu, er hún hafði aldrei orðið vör við áður. Hafði hún þó hlustað á marga ræðumenn. Henni duldist ekki að þarna var sannmentaður mað- ur af heldri stétt að tala. Cora starði svo á Jón, að hún sá ekkert annað í kringum sig. Hún dáðist með sjálfri sér að þeirri stillingu, sem hann sýndi. Það var ekki hægt að marka neina geðbreyting hjá honum frekar en hann væri að tala við börn á skólabekk. Nú vissi hún samt, að þarna voru viðstaddir menn af öllum stjórn- málaflokkum og af öllum stéttum mannfé- lagsins. “Þetta er maður — sannur maður,’ hugs- aði hún, er hann skerpti röddina og sýndi fram á afstöðu hinna pólitígku andstæðinga sinna og með hverskonar meðulum þeir ætl- uðu sér að vinna í hönd farandi kosningar. Hann var ekki myrkur í máli eða feiminn, og rökfærði vel sitt mál. Hún varð sem fyrir vonbrigðum er hann hafði lokið máli sínu og settist niður. Hún hefði getað staðið þarna það sem eftir var af deginum og hlustað á hann tala. Augu þeirra mættust af hendingu, og fanst henni sem hann spyrði með augna- ráði sínu: “Hvernig líkaði þér að heyra ræðu mína?” Og hún svaraði með sjálfri sér: “Ræð- an var snild.” Nú sté annar maður upp á ræðupallinn. Cora þóttist vita að hann ætlaði að halda ræðu en henni fanst hana ekkert langa til að heyra hann tala. Sneri hún því frá ræðupallinum og ruddi sér veg gegnum mannþröngina. Er hún kom þangað, sem þeir yztu stóðu, víkur sér að henni maður, lörfum búinn og óhreinn. Hefir hann enginn orð heldur grípur hand- tösku hennar og rýkur af stað inn í mann- þröngina. Cora hljóðaði eftir hjálp, en sá strax að eftirför var þýðingarlaus. Rétt í þessu finnur hún að hönd er lögð mjúklega á öxl sér. “Eg skal fara á eftir þorparanum,” heyrði hún að sagt var á bak við sig. Hún kannað- ist strax við málróminn. Jón Strand var þarna kominn. Hann ruddi sér í gegnum mannþröng, ýtti fólkinu frá sér með olnbogaskotum til beggja hliða. Cora fylgdi honum eftir með augunum eins lengi og hún sá til hans, en bráðlega hvarf hann henni sjónum inn í þröng ina. Hún færði sig úr stað. Henni féll illa, að alli rstörðu á hana eins og eitthvart furðu- verk. Eftir nokkra stund áleit hún þýðing- arlaust að bíða lengur eftir komu Jóns. Fór hún því að bíl sínum og hélt heim til sín. “Jæja ,dóttir mín?" sagði faðir hennar er þau voru bæði sezt inni í lestrarsalnum. “Eg býst við að þér finnist sem þú hafir ver- ið að elta vilta gæs?’’ “Eg hygg að það hafi verið svanur, en ekki gæs.” svaraði hún hálf dræmt og hugs- andi. Eftir nokkra stund var þeim feðginum tilkynt að kvöldverður væri tilbúinn, og fóru þau því inn í borðstofuna. Meðan á máltíð- inni stóð, skýrði Cora föður sínum frá því, sem hún hafði séð og heyrt þenna eftirmiðdag og endaði með því að segja honum frá, er þorparinn tók handtöskuna og Jón ruddi sér gegnum mannþröngina á eftir honum. Lýs- ing á áhlaupi stórrar herdeildar hefði naum- ast getað verið stórfenglegri, en lýsing Coru á því, þegar Jón ruddi sér veg gegnum mann- þröngina á eftir þorparanum, sem tók hand- tösku hennar. “Skyldi herra Strand takast að handsama þorparann?” sagði faðir hennar og lýsti sér vonleysi í röddinni. Þjónn kom inn og skýrði frá því að maður væri kom inn og vildi fá að tala við ungfrú Coru. Segðist hann heita Jón Strand. “Eg ætla að fara út úr stofunni,” sagði jarlinn og stóð upp. Hún gaf föður sínum merki um að hún væri því samþykk. “Leiddu herra Strand inn, James,” sagði hún við þjón- inn, sem sýndi þess engin merki, hve stórlega hann furðaði á þessari skipun henn ar, þar sem hún hafði aldrei fyr veitt neinum utan sín- um beztu kunningjum og vinum, viðtal í þess- ari stofu. Af ásett ráði leit Cora ekki upp strax og dyrnar opnuðust, og maður gekk inn í stofuna. Eg kom með handtöskuna yðar, ungfrú,” sagði Jón er hann hafði heilsað Coru mjög alúðlega en á viðeigandi hátt, sem henni alveg ókunnugur maður. “Þakka yður mjög vel fyrir. Mér þykir mikið fyrir, að þér hafið orðið að eyða svo miklum tíma í þetta. Tími yðar hlýtur að vera dýrmætur um þessar mundir,’’ sagði Cora og leit til Jóns, þar sem hann stóð á gólfinu fyrir framan hana. “Komdu með te, James,’’ kallaði hún til þjónsins. Jóni fanst eitthvað töfrandi í augnatil- liti hennar. Hann hafði aldrei séð neitt því- líkt áður. “Viljið þér ekki gera svo vel og setja yð- ur niður og drekka með mér bolla af te, ef þér hafið fáar mínútur til að spara af tíma yðar?” “Þakka yður fyrir. Eg er nú ekki svo vant við kominn það sem eftir er af degln- um. Þetta er líka í fyrsta skifti, sem mér hefir veizt sú ánægja, að vera í návist ung- frúar af yðar stétt,” sagði Jón um leið og hann settist niður. “Þá vona eg að yður finnist ekki návist- in leiðinleg,” sagði Cora og brosti til hans. “Nei, þvert á móti er hún mér til .mikill- ar ánægju,” svaraði hann einlæglega og leit til hennar. Augu þeirra mættust.- Það var eins og hvort um sig væri að lesa heila bók er hrifi huga þeirra. Hún leit undan fyrst. “Það er gleðilegt að heyra, herra Strand. Eg varð mjög hrifin af ræðunni yðar í dag.’’ “Eg verð að viðurkenna, að eg varð hálf- partinn hissa, að sjá yður á fundinum í dag. Eg þekki yður í sjón, en geri ráð fyrir að þér hafið aldrei séð mig áður.” “Eg fór einungis til þess að hlusta á ræðu yðar. Þó eg sé kona, þá tek eg mkla hlut- deild í stjórnmálum — og eg vona, að eg skoði þau mál í eins skýru Ijósi og fólk gerír al- ment.” Jón hlustaði á hana með sérstakri eftir- tekt, en sagði ekkert. “Ef til vill er það álit ykkar karlmann- anna, að við konurnar séum ekki færar um að taka neinn þátt í stjómmálum,” hélt hún áfram. “Að við getum ekki skilið alla þá flækju og þreifað okkur áfram eftir öllum þeim krókaleiðum.” Hún leit til hans spyrj- andi augnaráði. “Mitt álit er,” svaraði Jón, “að konunnar fyrsta og æðsta hlutverk sé að gæta heimil- isins. Nú, en ef hún hefir tíma afgangs frá því, þá ræður hún til hvers hún notar hann.” “Jafn skynsamur maður og þér eruð, get- ið þér alls ekki haft þá skoðun, að slíkt eigi að vera konunnar eina hlutverk,” sagði Cora, og óafvitandi lýsti sér hálfgerð fyrirlitning í rómn- um. “Eg er ekki að öllu leyti með ótakmörk- uðum kvenréttindum,” bætti hún við. “Nei, það veit eg að þér eruð ekki. Til þess eruð þér of skynsamar — og yndislegar,” sagði hann. Honum fanst hann hafa sagt of mikið, að hann hefði ekki átt að bæta við síðustu orðunum. En svo hefir hún ef til vill ekki tekið eftir þeim. Rétt í þessu kom jarlinn inn í stofuna. Þegar Cora^ hafði gert þá kunnuga, tók hún eftir því, að Jón breyttist alt í einu. Hann varð þur á manninn, rödd hans varð köld og óþjál, svipurinn harður og einbeittur. Þegar jarlinn þakkaði honum með fögrum orðum fyrir að hafa brugðið svona fljótt við og náð handtösku dóttur sinnar af þorparanum, þá kvaðst Jón ekki hafa gert neitt annað en það, sem hver og einn mundi hafa gert undirskringumstæð- unum. Væri því ekki neitt að þakka sér fyrir. Hann stóð upp, hneigði sig í áttina til Coru og gerðist ferðbúinn. “Herra Strand,” sagði Cora. “Eg vona að þér gerið mér þá ánægju að neita dag- verðar með mér, þegar hægist um fyrir yður og þessar kosningar eru afstaðnar; segjum næstkomandi miðvikudag.” “Já, í öllum bænum, herra Strand, þér megið til með að gera það,” sagði jarlinn. “Slá- ið því nú föstu að koma hingað á miðvikudag- inn í næstu viku og neyta dagverðar með okk- ur.” Jón leit til Coru eins og hann væri að fullvissa sig um, að þetta væri nú virkilega ósk hennar, eða hvort hún hefði gert þetta boð einungis fyrir kurteisissakir. Hvað hann sá í svip hennar vitum vér ekki, eða hvort hann sá þar nokkuð. En hann þáði boðið og kvaðst mundi verða þar næsta miðvikudag. Að svo mæltu fór hann. Þegar Jón kom út á gangstéttina, fór hann að hugsa um það, hvað eiginlega hefði komið sér til þess að lofa þessu. Þetta fólk þekti hann ekki neitt. Það teldi sig af tignum ættum og hátt standandi í félagslífinu. En það var einmitt sú stétt, sem hann hafði ásett sér að hafa sem minst mök við, að minsta kosti þar til sá tími kæmi — ef hann kæmi nokk- urntíma — að hann fengi vitneskju um, hvaða stétt mannfélagsins hann sjálfur tilheyrði. — Hver hann væri. — Hann kallaði á leiguvagn og ók heim til sín. Hann sökti sér niður í það að taka saman sína síðustu kosninga- ræðu, sem hann átti að flytja þá seinna um kvöldið. Áður en sá tími var kominn, að fundurinn skyldi byrja um kvöldið, var hvert sæti f salnum upptekið, og márgir stóðu, sem ekki fengu sæti. Þegar Jón gekk inn í salinn, var honum fagnað með lófaklappi og fagnaðar- ópi. Er hann hafði lokið máli sínu, fóru menn að tala saman um það, að lítill efi mundi á því, að hann ynni þann stærsta sig- ur, sem nokkur maður hefði nokkru sinni unnið við kosningar. Þegar Jón kom heim til sín um nóttina, sló klukkan tólf. Hann var uppgefinn eftir dagsverkið, og aldrei hafði honum fundist stóra framdyrahurðin jafn þung að opna hana, sem nú í þetta skifti. Er hann kom að dyrunum, rendi hann augunum sem snöggvast að koparlitaðri plötu, er á var letrað: “Hr. York Kobden”, og fyrir neðan: “Hr. Jón Strand”. Er hann kom inn í ganginn heyrði hann að kallað var nafn hans, svo hann fór rakleitt inn í setustofuna. Þar sat aldraður maður í stórum hægindastól og hvíldi fætur sína á litlum skemli. “Hvernig hefir það gengið?” spurði gamli maðurinn Jón, er hann kom inn í stofuna. “Eg er ánægður með dagsverkið og hefi ekki yfir neinu að kvarta,’ ’svaraði Jón blátt áfram og stillilega. “Það er gleðilegt að heyra. Þá er sigur- inn þinn á morgun, og þú hefir stígið fyrsta sporið. Þau næstu verða þér auðveldari, og algerður sigur verður þinn að lokum,’ ’sagði gamli maðurinn glaðlega, og“horaða, föla and- litið hans ljómaði af ánægju, og hvíta hárið virtist fá á sig dekkri lit. Hann stóð á fætur um leið og hann talaði, gekk yfir að skáp þar í stofunni, og tók þaðan flösku og staup. “Fóstri minn!” sagði Jón hæglátlega, en auðheyrt var á röddinni, hvað hann átti við, og gamli maðurinn skildi það. “Aðeins eitt staup, Jón minn, og með því fagna yfir velgengni þinni í dag,” sagði gamli maðurinn. “Velgengni og áfengi getur aldrei átt samleið. Hefir þú brotið loforð þitt, fóstr! minn?” spurði Jón. “Já, svo mun vera, en fyrir því hefi eg góða afsökun. Eg hefi verið í mjög æstu skapi þessa síðustu daga. í mörg undanfarin ár hefi eg verið að undirbúa þau leikslok, sem nú eru í vændum. Þú varst ekki gamall þeg- ar eg tók eftir þeim hæfileikum hjá þér, sem nú eru að koma svo bersýnilega í Ijós. Eg liefi gert alt sem eg hefi getað til þess, að hlúa að þeim hæfileikum. Eg neitaði mér um margt, svo þú gætir fengið sem bezta ment- un og uppfræðslu. Og — nú er eg að upp- skera það, sem eg hefi sáð. Það er mín gleði í ellinni.”

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.