Heimskringla - 09.11.1932, Side 7

Heimskringla - 09.11.1932, Side 7
WINNIPEG 9. NÓV. 1932. HEIMSKRINGLA 7 BLAÐSIÐA FRÁ ÚTFÖR JÓHANNS JÓNSSONAR skálds. Hinn 1. sept. s.l. andaðist Jóhann skáld Jónsson hér í Leipzig, eftir margra ára veik- indi. Andlátið var rólegt og kvalalaust, eins og þegar þreytt ur finnur hvíld í værum blundi eftir erfiðar andvökur. Skáldið er fallið í valinn og með því hverfa glæstar vonir, djörf á- form verða aldrei veruleiki. En það er okkur íslendingum harmabót, að hann átti ekki að- eins óort kvæði, sem týnast með honum, heldur einnig form uð ljóð, sem munu halda minn- ingu hans við lýði. Við fyllumst örvæntingar yfir staðreynd dauð ans og hrópum: Of stutt, of stutt var líf hans. Það er ör- vænting yfir því að héðan verð- ur ekkert tekið aftur, ókleift að bæta úr því, sem aflaga fór. Og nú þegar henn er horfinn, sjáum við betur en áður, að einmitt krafta slíks manns hefð um við þarfnast fremur en margra annara við uppbygg- ingu hins nýja íslands. En ljóðin hans lifa og benda skáldum á nýjar leiðir í meðferð efnis og tungu. Líkbrenslan fór fram hinn 5. sept. að viðstöddum nokkr- um þýzkum vinum hans og 3 íslendingum. Til þeirrar athafn- ar var vandað eftir föngum. — Kistan var prýdd krönsum og blómum; landar hans höfðu sent krans úr fjallagrösum, skreyttan íslenzkum litum. — Haukur Þorleifsson og Jón Leifs töluðu fáein orð yfir kistu skáldsins — og fer hér á eftir kafli úr ræðu Leifs: “Kæri vinur! Það varð mitt hlutVerk að flytja þér kveðju ættjarðarinnar, sem þú sást ekki í 11 ár. ísland skóp þér örlög þín, sömu örlögin og aðrir íslenzkir samherjar þínir hlutu, alt frá Jónasi Hallgrímssyni og Sigurði Breiðfjörð, fram að þeim íslenzku listamönnum vorra tíma, sem létu lífið áður en þroskanum varð náð. Þú ert sá seinasti í hópnum, sem er orðinn æði stór. Það er ekki langt síðan Jóhann Sigurjóns- son, Guðmundur Thorsteinsson, Davíð Þorvaldsson og fleiri luku við líkan lífsferil og þann, sem þú hefir nú lokið. •— ísland biður þig og þína buguðu sam- herja fyrirgefningar. — Vor alda gamla neyð, líkamleg og andleg hungursneyð, teygir arma sína fram í nútímann og eyðir enn listrænum frjóöng- um fslands, lætur þá deyja, áð- ur en þeir fá borið sína beztu ávexti. Vér íslendingar höfum enn ekki lært að sigra þá neyð að fullu. Þess vegna varð líf þitt aðeins hálft líf við sárs- auka, skort og vonbrigði. Við biðjum þig fyrirgefningar og kveðjum þig að hörmungum þínum loknum með þínum eigin orðum: Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þey, þey og ró. Þögn breiðist yfir alt.’’ Að lokum var “Alt eins og blómstrið eina” leikið á orgel meðan kistan seig hægt niður í gólfið. Leipzig í sept 1932. —Mbl. Haukur Þorleifsson. GEYSILEGIR LAN DSSKJÁLFTAR Eyja sekkur. Á Balkanskaga sunnanverð- um hafa orðið geysilegir jarð- skjálftar, og hefir hið forna munkaklaustur á Athoshöfðan- um hrunið, en óbygð eyja þar undan sokkið. Talið er að 150 manns hafi farist, en 250 manns hafi meiðst. Athos-höfðinn (á grísku Hazion Oros = Helga fjallið) er yzt á 50 km. löngum og 5—10 km. breiðum skaga, og er þar frá fornu fari sjálf- stjórnandi munkalýðveldi með 20 víggirtum klaustrum. Eru þar 6,000 munkar og 3,000 leik- bræður af ýmsum þjóðum, aðal lega Grikkir og Rússar. Geysi- mikil bókasöfn eru í klaustrum þessum og þar geymd 13 þús. handrit. MINNING. Bergþór ófeigsson Jónsson Bergmann. ö, hve gtt að geta gamla landiS hvíta ennþá einu sinni augum glöðum líta. B. O. J. B. I. Þér af vörum þannig fórust orðin næm og angur þrungnu; hjartans stuna, sem að stígur harms úr huga og hugrenninga. i • II. Nú ei grætur gumi horfinn heims úr geimi hérvistanna; land og lundir Ijóssins strauma, feðra minning, fornar stöðvar. Man eg tal, er fyr við áttum, og mér tvent ítreka vildir: sannleikanum sjóla þjóna, og telja ei eftir tungu að geyma. Og að hrun ei hildir fái, þó að blundur bilbug grandi, fljótt mun funa fjör sem áður fyrir drottins dýrðar krafti. Syngur sætt unz sól er hnígin svanurinn á svásum meiði; eins þú unnir óð og sögu og að brunni Braga lystir. Þú ert horfinn, hafinn héðan, en það veit eg og efa eigi, að þér drottinn dýrðar ríkur höndum tekur hinumegin. L. B. B. SIGURÐUR f HAUKADAL Á síðustu árum hafa skólar verið reistir á heitu stöðunum og hveravatnið notað til hitunar og suðu. Sveitarfélögin hafa gengist fyrir þessu með styrk frá ríkinu. Þessir skólar hafa það fram yfir aðra skóla, að þar1 eru íþróttir kendar meira en í öðrum skólum. Sökum kulda er erfitt hér um sundnám að vetr- arlagi, en á heitu stöðunum er það auðvelt. Hvernig sem veðr- ið er er hægt að hafa hið rétta hitastig (27 gr.) í sundlaugun- um með því að blanda heitu og köldu vatni saman. Sundið er höfuðíþrótt vegna þess, að það hefir í för með sér meiri húð- þjálfun og hreinlæti en nokkur önnur íþrótt, og þar af leiðandi hollustu í lifnaðarháttum og ör- yggi mót sjúkiómum. Haukadalur er skólastaður, þar sem þessi höfuðíþrótt er sérstaklega dýrkuð í stein- steyptri útilaug, 20 metra langri. Og nægilegt er þar af heitu vatni úr vellandi hverunum alt í kring. Sigurður Greipsson hefir af eigin ramleik komið upp skóla þessum, sökum áhuga. Skólinn starfar á þeim tíma, er hentugastur er fyrir alla sjó- menn og bændur. En það er mánuðina nóvember, desember, janúar og hálfan febrúar. Á þessum tíma eru sjómenn helzt í landi atvinnulausir. Sveita- menn, er fara í ver, eru líka heima á þessum tíma, og geta helzt mist hann til náms. Kostn- aður í skóla Sigurðar er 280 krónur fyrir allan tímann, 3'/2 mánuð. Nemendur þurfa að leggja sér til rúmföt, nema und- irdýnu. Þótt eg nefndi sundið áðan í sambandi við Haukadalsskól- ann, þá var það ekki svo að skilja, að Sigurður kenni ekki aðrar íþróttir. í Haukadal er líka stór leikfimissalur, og sjálfur er Sigurður lærður hjá frægasta leikfimikennara nú- tímans, Niels Bukh. Þar eru líka bókleg fræði og allskonar útiíþróttir. Sigurður leggur mikla stund á að herða nem- endur sína í göngum og fjall- ferðum. Og betur mun sá sjó- maður standa sig í baráttunni við Ægi, er dvalið hefir alla landleguna nóv.—febr., í Hauka dal við íþróttir hjá Sigurði Greipssyni. H. M. Þ. SMÁSÖUR OG SKRITLUR Benedikt prestur Pálsson á Stað á Reykjanesi (bróðir Bjarna landlæknis og séra Gunn ars. Dó nær níræður 1813) var eitt sinn að húsvitja í Reyk- holtssveit. Með honum var fóst- ursonur hans, Gísli Ólafsson, er lærði í Hólaskóla og lengi var prestur í Sauðlauksdal (hann dó 1861). Gísli var unglingspiltur. Á bæ einum spyr prestur kerlingu gamla; segir hann henni að lesa þriðju grein trúarjátningarinnar. Kerl- ing kunni ekki, og varð að minna hana á, en er prestur í- trekar fyrir henni spurninguna: hvað er það? gat kerling ekki svarað. Gísli sat nálægt henni og segir svo hún heyrði: “Það er að eg trúi, að eg gelti ekki með eigin kjafti.” Kerling hef- ir þetta upphátt eftir. Þá segir prestur: Lestu nú ekki meira, skepnan mín! En er þeir fóru af stað, segir prestur við Gísla: “Þú áttir ekki að gera þetta, strákur.’’ * * * Kerling, er Kristín hét, var eitt sinn í Flateyjarsókn og gekk þar til altaris með mörgu fólki. Prestur skriftaði fólki upp á gamla siðinn, og sem því var lokið, spurði hann með- hjálparann, hvort enginn væri eftir. Meðhjálparinn grennslað- ist eftir því, og sagði þá einhver, að hún Kristín væri eftir. Læt- ur þá leita hennar, og fanst hún inni í Miðbæ og þar í eld- húsi. Presti leiddist, en beið þó Kristínar. En er hún kemur fram fyrir hann, spyr hann hvar hún hafi verið og hvað að gera. Kerling svarar: “Eg var, prest- ur minn góður, uppi í Miðbæ að drekka soð, það er svo gott af blessuðum svartbaksungunum.” “Þei, þei,*’ mælti prestur, “hættu, Kristín, krjúptu niður og játaðu syndir þínar og lestu skriftaganginn.” “Eg skal gera það, prestur góður,’’ mælti Kri- stín, og kraup niður og segir: “Minn kæri, verðugi faðir!, eg get ekki að því gert, að mér þykir svartbaksunginn svo góð- ur, og soðið svo sætt af hon- um.” * * * Þegar Finnur biskup var prest ur í Reykholti, primsigndi hann barn. Gömul myndarhjón héldu barninu undir primsigninguna, og er prestur spyr í hvers nafni barnið væri skírt, svara þau: föðurs og anda. Hvar er þá sonurinn, segir prestur. “Son- urinn,” segir kerling, “hann fór ofan að Sturlureykjum að leiða kú.’’ Þau hjón áttu einn son fullorðinn, og hélt konuskepn- an, að presturinn meinti hann, þegar hann spurði eftir synin- um. Blanda. ENDURMINNTNGAR Eftir Fr. GuSmundsson. Frh. Allir sem fullorðnir fóru að heiman, kannast við hvað lands- ; lagið var mismunandi og áhrifa- mikið til velferðar og búsældar,; eða þess gagnstæða. Eg minn- : ist þess þegar faðir minn spurði næturgesti sína frétta, þá er, voru langt að komnir. Hann ó- j makaði aldrei að spurja mikið aðra en þá sem voru greinilegir | í andsvörum og þá spurði hann j á þessa leið: Hafið þið nú góð- ar bújarðir þarna í N. sýslunni? Hvernig er landsglagi háttað i þar? Hafið þið góðar engjar? Eru það samslægjur, eða flenn- ingur út yfir alt Hafið þið góða útbeit? Er vorgott hjá ykkur? Hafið þið góð afréttarlönd? Hvað vigta sauðirnir ykkar á haustin? Er gott undir mál- nytu? Hvað hafið þið margar ær í kvíum efnamenn? Hvað hafa þeir nú mörg kvartil af smjöri og hvað margar tunnur af skyri á haustnóttum? Er silungur í vötnunum hjá ykkur? Haíið þið happadrjúg fiskimið? Er góð hestaganga þar? Eru langir aðdrættir? Er það hættu- pláss og í hverju liggur hún? Lækjahættur, dýrahættur, gjár eða snjóflóð? Hvemig eru yfir- völd ykkar, skyldurækinn sýslu- maður, góður læknir og guð- hræddur prestur? Þeir drekka ekki? Hafið þið sanngjarna og lipra verzlunarmenn? Eru bæir ykkar fallega hýstir? Hvaða kaup er nú hjúum goldið þarna? Er mikið um félagslíf hjá ykk- ur? Hafið þið lestrarfélög og búnaðarfélög? Eigið þið fallegt fé, og vinnið þið að kynbótum þess? Eigið þið góða reiðhesta? Með meiru og fleiru. Þá skaut hann alstaðar inn í eins og end- urgjaldsupplýsingum úr okkar bygðarlagi, til að halda svara manninum vakandi og vel við efnið, og til að skerpa athygli hans fyrir mikilvægri þýðingu málsins. Eg man eftir þegar gesturinn var að útmála fyrir- höfn við fjárpössun þá skaut faðir minn inn í nauðsynlegum ábendingum, svo sem, þar er þá skógrækt, og mikil þjónusta. Hafið þiff ekki vel vanda fjár- hunda? o. s. frv. Þá fór nú gesturinn máske' að tala um það. að verstar af öllu væru bölvaðar beitarhúsagöngurnar, þær gengju fram af öllum mönnum. Faðir minn tók vel í það, en skaut því inn í, að beit- arhúsamanninum væri sýnd mikil tiltrú og það væri hans fyrsta upphefðar trappa, þegar sig vantaði góðann vinnumann, þá liti hann fyrst eftir honum meðal beitarhúsamanna, og svo væri beitarhúsamanni vanalega borgað ofurlítið meira kaup. Eg mátti halda á góðri sögubók ef eg lagði hana ekki frá mér stundum til að hlýða á spurn- ingar og svör föður míns og greindra gesta sem stundum voru komnir langt að og höfðu frá mörgu nýju að segja. Inni- hald allra þessara spuminga var alls ekki þýðingarlaust fyrir vel- farnan landbúnaðarins. Það var ekki sama upp á heyaflann hvert engið var samföst síbreiða eða reitingur á ótal stöðum, það var ekki sama hvemig landið lá fyrir vetrar vindum, hvort snjórinn reif jafnóðum af fjár- j högum, eða kingdi altaf snjó á í snjó ofan eins og landið lægi í skjóli fyrir öllum áttum. Það var ekki sama hvert sauðurinn kom 10 pundum léttari eða þvngri af sumarhögum fyrir mismunandi kjama í afréttar- löndum. Þær voru ekki lengi að týna tölunni kindurnar ef bújörðin var hættupláss. Það sagði ekki lítið er einhver hluti landsins var dálítið sendinn og hallaöi móti vorsólinni, sandur- inn hitnaði af sólinni, bræddi af sér snjóinn lengra og lengra út daglega, og kindurnar stóðu og kroppuðu auða jörð hjá einum löngum tíma áður en sáust Nafnspjöld Ör. M. B. Halldorson 401 Royd Bldic Skrlfstofusími: 23674 Stundar sérstaklegra lungrnasjúk- dóma. Rr aTJ flnna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og;’ 2—6 e. h. Hetmlli: 46 Alloway Ave. Tahfmli 33158 G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfræðingur 702 Confederation Life Bklf. Talsími 97 024 DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg. Talsíml: 22 296 8tundar sérstaklega kvensjúkddma og barnasjúkdöma. — Ab hltta: kl. 10—12 • h. og 3—6 e. h. Helmlll: 806 Vlctor St. Siml 28 130 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stnndar elnK^ngu auftfna- eyrna nef- »k krerka-*Jðkdðma Er ab hltta frá kl. 11—12 f. h. off kl. 3—6 e h. Talnfml: 218.34 Hetmlll: 638 McMillan Ave 42691 DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Phone 21 834 Offlce tímar 2-4 Heimili: 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlæknir 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sími: 28 840 Heimilis: 46 054 Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Abyggilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 dökkir dílar hjá hinum. En það var kallað vorgott. Þannig var það alt í gegn. Jafnvel eyddi það miklum tíma og mörgum krónum meira á einum stað en öðrum ef mjög var skó- frekt þar sem fjármennimir urðu daglega að ganga um, svo sem hraun eða urðir. Ait þet,ta höfðu reyndir og góðir búmenn í huganum, þegar þeir völdu sér bújarðir. Það var heldur ekki sama hvernig yfirvöldin reynd- ust, ef embættismennimir voru hver öðrum hugljúfari, elskaðir og virtir á hverju heimili, eða illræmdir harðjaxlar, hataðir og fyrirlitnir. Það var ekki séð eftir einum og einum gemlingi, til þeirra prófastanna og nafn- anna séra Halldórs á Hofi og séra Halldórs á Sauðanesi. Þeir höfðu að vísu miklar tekjur hver um sig, en græddu sjálfir aldrei neitt, undu því bezt að hafa altaf full hús af gestum og veita öllum vel jafn- framt því að vera öllum til upp- örfunar, hughreystingar, gleði og ánægju, svo menn fóm frá þeim endurnærðir á sál og lík- ama, þó þeir kæmu hugsjúkir og hungraðir til þeirra. Mikill munur var á því í sömu sveit- inni, hvað ein jörð var fríðari en önnur. Ekki fór það fram- hjá mönnum, því altaf var verið að dáðst að því hvað þarna og þarna væri fallegt. En veldur hver á lieldur. Smekkvísir og hagsýnir menn gerðu jarðirnar fríðari en áður, sléttu túnin og bygðu bæina í geurri stíl, og þó flyttu ekki fjöllin þá fundu menn og viðurkendu mismunin. En því miður þektist líka hið gagnstæða, þar sem verið höfðu mestu myndar heimili, var allur hefðar svipur horfinn. Það er ekki ólíklegt að landslagið hafi liaft nokkur áhrif á skapgerð manna, þannig heyrði maður oft sagt eins og í öfundarrómi. Þeir koma þar ekki í votann sokk alt sumarið. Það var og Frh. á 8. bls. W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIH LÖGFRÆÐINOAB á oðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikudag i hverjum mánuði. Telephone: 21613 J. Christopherson. lslenskur LógfrœSingur 845 SOMERSET BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur likklstur og ann&st um útf&r- lr. Allur útbún&TJur sá bemti. Ennfremur selur h&nn allskon&r rainnisvarba og legrsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phonet 86 607 WINNIPM HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DR. S. G. SIIHPSOK, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHER OF PIANO 854 BANNING 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlæknir. 212 Curry Bldg., Winnipeg Gegnt pósthúsinu. Sími: 96 210. HeimUls: 33328 Jacob F. Bjarnason —TR AN SFER— Bagcace mné Furnltore Moiriaf 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. J. T. THORSON, K. C. talentknr ISifrartlnfar Skrlfstofa: 411 PARIS BLDQ. Sími: 96 933 I DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. Tnlnfml t 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLÆJKNIR 614 Someriet Block Portafc Avcnne WINNIPBM BRYNJ THORLAKSSON Söngstjórl Stlllir Pianos og Orgel Slml 38 345. 594 Alverstohe St.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.