Heimskringla - 16.11.1932, Blaðsíða 3

Heimskringla - 16.11.1932, Blaðsíða 3
WINNIPEG 16. NÓV. 1932. HEIMSKRINGLA 3 BLABSIÐA The Marlborouáh Helzta Hotel Winnipeá-boréar SJERSTAKUR MIÐDAGSVERÐUR FYRIR KONUR 40c Framreiddur á miðsvölunum BEZTI VERZL.UNASMANNA MIÐDAGSVERÐUR 1 BÆNUM 60c ReyniO kaffistofuna. — Vér leggjum oss fram til aS standa fyrir allskonar tækifærisveizlum. F. J. HALL.ráSsmaSur. Phone 22 035 Phone 25 231 HOTELC0R0NA 2« lioomi Wlth Rnlh Hot and Cold Water in Every Room. — $1.50 per day and up. Monthly and Weekly Rates on Request Cor. Main & Notre Dame East WINNIPEG, CANADA I>að er í rauninni naumast hægt að kalla þetta helli, heldur er það skúti, sem hraunalda hefir myndað. Það mun láta nærri, að skútinn sé 8—10 metrar á lengd, en breiddin er mest 3—4 metrar. Ekki er hæð- in meiri en svo, að vart gefur maður gengið þar uppréttur, en vera má að hærra hafi verið undir loft þegar Franz dvaldi þar, og að grjót það, sem nú er á gólfinu, hafi hrunið úr hraunbungunni síðan. Það mun láta nærri að skúta- munninn viti móti norðvestri, en þar hefir Franz gert myndarlega fyrirhleðslu. Er hún nú að nokkru hrunin, en á því sem eftir stendur, má sjá, að Franz hefir ekki kastað höndum til verksins. Efast eg um að aðrir hefði getað vandað hleðsluna betur. Hæð hennar frá grunni og upp á skútabrún mun vera 75—80 cm. og er flái á hleðsl- unni. Þétt mun hún vafa verið með mosa, og þannig frá geng- ið að hún hefir verið til að sjá eins og hraunið sjálft, og fylgsnið því vandfundið. Eg hygg að dyrnar á fylgsn- inu hafi verið nyrzt, því að ekki sér móta þar fyrir hleðslu. Að sunnan er hleðslan hrunin, svo að vel er þar gengt inn í fylgsn- ið. Getur verið að Franz hafi haft þar Ijóra á hleðslunni til þess að hleypa út reyk, því að hlóðirnar eru í þeim endanum. Þær eru gerðar úr þremur blá- grýtishellum, sem reistar eru á rönd og styðja hver aðra, en að framan hefir hann haft snildar- lega vel lagaða bogamyndaða grágrýtisflís. Er hún líkust í laginu og skeifa, eða hálfur hringur af eldavél. Hlóðirnar standa þarna óhaggaðar enn í dag, og umhverfis þær er mik- ið af hrosshausum og leggjum. Sést af því að Franz hefir rænt hestum og haft þá sér til matar. Um flet hans er það að segja að það má kalla sjálfgert af náttúrunnar höndum. Hefir hann lítið þurft að laga það að öðru leyti en því að reita sér lyng og mosa til að liggja á. — Fletið er í miðjum skútanum. Er þar klettur allmikill, sem nær alla leið upp undir skúta- hvelfinguna og er vart hægt að koma hendi milli hans og loftsins. Á bak við þenna klett er fletið og hefir verið hægt að skríða inn í það frá báðum hliðum. Er bælið svo rúmgott þegar inn er komið, að nægi- legt rúm má þar kalla fyrir tvo. Er mikið af beinum þarna inni og mosabyngur eða þúst. Eg veit að lýsing þessi er ó- fullkomin og að menn geta vart gert sér hugmynd um hvernig þessi útilegumannsbústaður hef ir verið, nema af eigin sjón. Lsb. Mbl. HVERS VEGNA ÆTLAÐI GANDHI AÐ SVELTA SIG f HEL? í sókn sr. Bjarna Jónssonar á lælifelli (d. 1809) var bóndi amall og þó efnaður ,er úthýsti erðamönnum. Prestur vand- etti um það við bónda, og gerði ann ekki að. Eitt sinn, er restur talaði þar um við karl- tin, spyr prestur, hvort hann tiundi vilja, að himnaríkisdyr- im yrði ekki lokið upp fyrir lonum sjálfum. Þá segir karl: Það verður ekki í alt séð, séra fajrni! eg loka samt.’’ Blanda. Það þykir undarlegt mjög, að Gandhi skyldi ætla að svelta sig í hel vegna þess að Englend- ingar bjuggust til að koma á kosningajafnrétti í Indlandi, og veita stéttleysingjum — Parí- um — kosningarétt. Til þess að skilja þetta, verða menn að vita hvernig þjóðlíf Indverja er. Um það ritar þýskur maður, C. Z. Klötzel, á þessa leið: Oft kemur það fyrir á ind- verskum járnbrautar stöðvum, að maður sér einkennilega sjón. Meðfram járnbrautarlestinni hleypur maður fram og aftur og er sýnilega í geðshræringu. Á grannri snúru, sem hann ber um nakinn yfirbolinn, má sjá, að þetta er Brahmani (prestur). Hann lítur inn í hvern vagn, en snýr jafnharðan frá með við- bjóði, og verður að lokum eftir þegar lestin leggur á stað. Var hann að leita að einhverjum á lestinni? Onei, en i hverjum vagni, sem hann kom að, var Paria (stéttleysingi). Og þar sem enginn Brahmani má vera undir sama þaki og Paria — ekki einu sinni í járnbrautarlest — þá varð honum einkis ann- ars kostur en að bíða eftir næstu iest.---------- Þungámiðjan í þjóðlífi Hindúa er stéttaskiftingin, og hún er æfagömul. Þegar ariski kyn- stofninn braut Indland undir sig og kúgaði frumbyggja þess, Dravidana, til hlýðni, hófst stéttaskiftingin í Indlandi. Fjór- ar voru aðalstéttirnar í upp- hafi: prestar, hermenn, kaup- menn og iðnaðarmenn, bændur. Voru þær líkt og fjórir þjóð- flokkar í sama landi, og hafði enginn samneyti við annan. Ef einhverjum varð það á, að gift- ast konu úr annari stétt, þá höfðu bæði hjónin gert sig sek um “stéttarsvik’’, og þeim var útskúfað úr báðum stéttum. Það var eigi aðeins æðri stétt- in, sem fanst sér misboðið með þessu, heldur einnig lægri stétt- in. Eftir því sem aldirnar liðu, fjölgaði stéttum í Indlandi og í hinni opinberu indversku árbók eru þar nú taldar 500 “viður- kendar’’ stéttir. T. d. kveður svo ramt að þessari stéttaskift- ing, að götusóparar á aðalgöt- unum í Bombay og Kalkutta telja það ekki virðingu sinni samboðið að matast með götu- sópurum úr uthverfum borg- anna. En auðvirðilegust — og fjöl- mennust — allra stéttanna er Paria-stéttin, sem Englending- ar nefna réttilega “outcast” (úrhrak). Það er í rauninni ekki stétt, heldur stéttleysingj- ar. — Sennilega eru þetta af- komendur dravídanna, frum- byggja Indlands, sem Hindúar hafa ekki viljað láta sameinast sér, heldur gert að þrælum. Smám saman hafa svo afkom- endur þessara þræla tekið Hind- úatrú, og trúarbragðalega telja þeir sig Hindúa, en þrátt fyrir það er staða þeirra í mannfé- laginu óbreytt. Allar hinar stéttirnar forðast þá eins og pestina, og ef einhver snertir Paria, verður hann “óhreinn”. Ef skuggi af Paria fellur á Brahmina, þá verður hann að fasta og ganga undir meinlæti til þess að hreinsa sig, áður en hann má taka við prestsem- bætti sínu aftur. Pariar mega alis ekki koma í helgistaði né goðahof. og ekki mega þeir taka vatn úr sama brunni og aðrir Hindúar. Þeir eru alger- lega útskúfaðir og miklu rétt- j lausari heldur en þrælar hjá öðrum Asíuþjóðum. Gandhi var eigi aðeins sá fyrsti sem sá, hvílíku hróplegu ranglæti Pariar höfðu verið beittir um aldir, en hann sá líka hve stórhættulegt það var fyrir þjóðina að 60—70 miljónir manna væri útskúfaðar, þegar frelsisbaráttan færi að bera á- rangur. Frá hans sjónarmiði eru Pariar jafn réttháir og aðr- ir Hindúar. Sjálfur er hann Brahmani, og samt hafði hann þá ótrúlegu dirfsku fyrir nokkr- um árum að fara að umgang- ast Paria sem jafningja sína, að snerta þá, matast með þeim og taka þá á heimili sitt. En árangurinn af þessu hefir enginn orðið, hvorki meðal Hindúa né Paria. Hinir síðar- nefndu hafa öldum saman skoð- að sig sem sérstakan flokk, eða sérstaka manntegund, og nú, þegar Indland er að vakna, veigra þeir sér við því að steypa sér í ólgusjó Hindúismans. Að vísu treysta þeir allir Gandhi, en þeir hafa jafn mikla óbeit á æðri stéttunum. Nú höfðu Englendingar í hyggju að lögleiða stjórnarskrá og kosningalög í Indlandi. Eftir þeim er mönnum skift í flokka: í einum flokknum eru Hindúar, í öðrum Múhamedsmenn, þriðja Sikhar, fjórða Evrópumenn, fimta Eurasíar (kynblendingar hvítra manna og Indverja) og sjötta — Pariar. Út af þessu fyrirkomulagi ætlaði Gandhi að svelta sig í hel til mótmæla því að hann þóttist vita, að Englendingar gerðu þetta ekki til þess að láta Paríana fá rétt til þátttöku í stjórnmálum, held- ur til þess að hafa hér enn eina stétt í landinu til þess að siga upp á móti hinum. Gandhi gekk eigi aðeins það til að fá Englandinga til að hætta við þessa fyrirætlun, heldur var þetta tiltæki hans jafnframt viðvörun til Hindú- anna um það að láta ekki flek- ast til þess að veita Parium alt í einu jafnrétti við sig, þessum stéttleysingjum, sem hafa verið útskúfaðir og réttlausir um alda raðir og hafa því ekki þann þroska, að þeim sé ætlandi að kunna að fara með þau mann- réttindi, sem þeim eru ætluð með lagafrumvarpi Breta. Lesb. Mbl. JÖKLAR OG ELDFJÖLL. Rannsóknir “jöklaprestsins" Bernard R. Hubbards. ÞJÓÐHÁTÍÐARKVÆDI BÓLU-HJÁLMARS Þjóðhátíðarárið 1874 keptust íslensku skáldin um það að kveða bezta hátíðakvæðið. Þar gekk Matthías Jochumsson með sigur af hólmi, og þá varð til þjóðsöngurinn: “Ó, guð vors lands”. En hátíðarkvæði Bólu- Hjálmars var stungið undir stól. Þegar Matthías hafði lesið það kvæði, varð honum að orði: “Hann skeiðríður kringum okkur hina, þar sem við förum fót fyrir fót.’’—Lesb. Mbl. ALHEIMSMANNTAL Á þessu ári hefir í fyrsta skifti verið gefin út opinber skýrsla um manntal í öllum heimi. Það er þjóðabandalagið, sem hefir gefið skýrsluna út og er mann- talið á tímabilinu 1931—1932. Sýnir það, að á jörðunni búa 2,012,800,000 menn og vantar þó eflaust fjölda villumanna í Afríku, á Suðurhafseyjum og Suður-Ameríku. Eftir heimsálf- um skiftist mannkynið þannig: Asía Evrópa Ameríka Afríka Ástralía 1,103 miljónir. 506 ---- 252 ---- 142 ----- 10 ------- En meðal þessara 2,000 milj- óna manna er ekki einn einasti, sem getur bent á það hvemig mannkynið á að lifa bærilegu lífi, segir þýskt blað.—Lesb. M. Maður er nefndur Bernhard R. Hubbard. Hann er Jesúíta- prestur, en frá æsku hefir hann í fengist við háfjallarannsóknir. Hann er nú prófessor við há- skólann í Santa Barbara og for- stjóri jarðfræðisdeildar Santa- Clara háskólans í Alaska. í æsku dvaldi hann í Sviss og hneigðist þá hugur hans mjög til þess að ganga á hina illkleif- ustu fjallatinda. Varð hann brátt sá “Velbergklifrandi" að hann jafnaðist á við bestu fjall- göngumenn þar í landi. Kleif hann einn síns liðs á marga há- fjallagnýpu, sem enginn hafði fótum troðið, og gekk yfir skriðjökla, þar sem aðrir þorðu ekki að fara. Af þessu hefir hann fengið nafnið “jöklaprest- ur’’. 1 sumar fór hann í flugvél á- samt tvfeimur öðrum amerísk- um fullhugum, Frank Dobart flugmanni og Herb Larison véla manni til þess að skoða eldgíg- inn Aniakchak í Alaska. Er það stærsti eldgígur í heimi. Hann er umluktur 600 m. háum hamraveggjum og er veggja- brúnin 32 km. ummáls. í botni þessa ferlega eldgígs er stórt stöðuvatn, sem heitir Lake Sur- prise (Furðuvatn). Þar eru laugar og heitir goshverir. Og þar er líka stór eldgígur, sem altaf bullar í og gýs með köfl- um. Þeir félagar settust á vatnið í gígnum og gengu svo á land. Fóru þeir því næst yfir 5 km. breitt hraun, sem komið hafði upp úr eldgígnum í fyrra, og náðu svo fram á brún eldgígsins eða eldsprungunnar, því að réttara er að kalla sprungu en gíg þar sem eldsumbrotin eru. Er sprungan l/z km. á lengd. Loftið var þarna ákaflega heitt, þrungið gasi og brennisteins- gufu. En samt tókst þeim þarna á 5 stundum að gera þær rannsóknir, sem óefað munu hafa mikla þýðingu fyrir heild- arrannsóknir eldfjalla á jörð- unni. Nú var þó þyngsta þrautin eftir — að komast upp úr gígn- um aftur. Gat flugvélin hafið sig svo hátt í þessu gasmettaða lofti, að þeir kæmist yfir hina háu hamraveggi? Undir því var líf þeirra komið, því að ekki varð komist upp úr gígnum á neinn annan hátt. Þeim var þetta öllum vel ljóst, en enginn þeirra hefði orð á því, og þeir gerðu að gamni sínu hver við annan um leið og þeir stigu á flugvélina aftur. Larison setti skrúfuna á stað og Dobart lét hreyfilinn taka til starfa. Flug- vélin rann á stað og hófst til flugs. En hún komst ekki hátt. Hvernig sem flugmaðurinn reyndi að skrúfa hana upp í loftið, varð það árangurslaust. Hann flaug alveg út að kletta- veggnum og hélt að sér mundi takast að hækka flugið þar, lengst frá gufunum upp úr eld- sprungunni. En það fór á sömu leið, reyndist jafnvel erfiðara að halda flugvéélinni þar í sömu hæð og hún var komin. Þótt- ust þeir félagar þá vita, að kaldur loftstraumur sogaðist þar niður í gíginn til að halda jafnvægi á móti hinu heita lofti, er steig upp af eldsprungunni. Voru nú góð ráð dýr, því að ekki var um annað að gera en freista þess að fljúga yfir gjós- andi eldsprunguna og komast upp með heita loftinu þar. Þetta var stórhættulegt og enginn flugmaður hefir enn dirfst að fljúga yfir gjósandi eldgíg. En vogun vinnur og tapar — og að þessu sinni vann hún. Um leið og þeir komu yfir hitastrókinn, sem lagði upp af eldsprungunni, sveiflaðist flugvélin í háa loft, eða svo hátt að þeir komust yfir gígbrúnina, og þá voru þeir sloppnir úr hættunni. Það væri gaman að vita CIGARETTEPAPERS Aíar fínn . . . þunnur . . . sterkur . . . svo þaS verður að ánægju “að vefja upp sínar sjálfur” . . . búinn upp I tvi-sliðruðu bókar broti... mesta og bezta kaupið fyrir fimm cent. 120 blöð fyrir 5c. hvernig hinum djörfu flugmönn- um hefir verið innan brjósts er þeir uppgötvuðu það, að þeir gátu alls ekki komist upp úr gígnum nema með því að fljúga yfir eldsprunguna. Á hverju augnabliki máttu þeir búast við því að eldslogar eða glóandi steinar gysi upp úr sprungunni og næði þeim. Eldgígir eru ekki lamb að leika sér við. Skömmu áður höfðu tveir vísindamenn. sem voru að rannsaka eldgíg. biðið hræðilegan dauðdaga. Það voru þeir prófessor Wemer Bochardt frá Hamburger In- stitut og aðstoðarmaður hans. Prófessorinn var aðeins þrítug- ur að aldri. Þeir voru að rann- saka eldgíg í fjallinu Merapi á Sumatra. Stóðu þeir á gíg- barminum. en alt í einu kom gos og í sama bili hrundi gíg- barmurinn, sem þeir stóðu á, og hröpuðu þeir niður í eldhafið í gígnum. * * * Þegar Pater Hubbard var kominn heim úr þessum leið- angri, tilkynti hann það, að nú ætlaði hann sér að fara í rann- sóknarför til Beringssunds, til þess að athuga eldfjallaeyna Bogosloff, sem ýmist sekkur í sjó, eða hefst úr sjó aftur, með svo sem tveggja ára millibili. Hann lagði svo af stað frá False Pass með mótorskipinu Pólar- björn og hélt til Bogosloff. Rannsóknir hans á þessari merkilegu ey og eldsumbrotun- um þar, eru ekki taldar standa að baki rannsóknum í Aniak- chak-eldgígnum. * * * Nokkrum mánuðum áður en þetta var, lagði Pater Hubbard á stað ásamt þremur stúdent- um frá Santa Clara og var för- inni heitið upp á tind eldfjallsins Shishaldin (í Alaska). — Töldu allir, að engum menskum manni væri fært að komast upp á fjallið, enda höfðu margir, sem freistað höfðu þess áður, orðið að gefast upp. Einn stúdentinn gafst líka upp á leiðinni, en Pater Hubbard og hinir tveir S'túdentamir komust alla leið. Voru þeir 21 klukkustund að klífa upp á tindinn. Varð leið- in æ örðugri eftir því sem ofar dró. Það háði þeim og mikið, að þeir fengu stórviðri á móti sér. Og rúma klukkustund voru þeir að komast seinustu 100 fetin. Tindur Shishaldin er 2820 m. yfir sjávarmál, og þar er gígur- inn. Tveimur mánuðum áður en þeir félagar fóru þessa glæ- fraför, hafði fjallið gosið ákaft, og enn gaus það talsverðu af ösku, sem stormurinn feykti eldheitri framan í þá, svo að þeir ætluðu ekki að ná andan- um. Öskubingurinn á fjallinu lét undan og skrapp úr hverju spori, svo að stundum runnu þeir niður aftur, styttri eða lengri spöl. Þetta tafði þá mik ið, en ótrauðir héldu þeir á- fram þangað til þeir komust upp á fjallið. Tæpum tveimur mánuðum áður hafði Pater Hubbard geng- ið á hinn háa jökul Mount Kat- mai. Var það í fyrsta sinn að tókst að ganga á hann að vetr- arlagi. f þeirri för tókst Hub- bard að sigrast á ótrúlegum erfiðleikum. Þeir lögðu af stað frá Kodiak og gengu á fjallið í skafrenningi, sem snerist upp í asahláku. Og er þeir ætluðu að snúa heim aftur, var ekki viðlit að komast sömu leið og þeir fóru að neðan, því að smá- • lækir í jöklinum voru nú orðnir Þér sem notið TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Blrgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA að beljandi elfum, sem engum manni var fært yfir. Urðu þeir þá að leita niðurgöngu annars staðar, og gátu að lokum klöngrast niður skriðjökla niður að Shellikoff Straits. Oft og mörgum sinnum hafa borist fregnir um það, að Pater Hubbard hafi farist f hinum glæfralegu ferðum sínum. En altaf hefir hann þó skilað sér aftur. Og þá er vanaviðkvæð- ið hjá honum: “Það er stór munur á því að tefjast, eða að kunna sér engin bjargráð”. —Lesb. Mbl. MOUNT EVEREST Enn ein tilraun verður gerð til að klifra upp á hæsta fjalls- tind í heimi — Mount Everest, sem gnæfir 29.141 fet ensk yfir sjávarflöt. Þrettán menn a. m. k. hafa beðið bana við tilraunir til þess að klífa upp þennan snævi þakta fjallstind í Hima- layafjöllum. Fjallið er afar erf- itt uppgöngu og óveðrasamt, en á leiðinni um Tibet er stöðug hætta frá þjóðflokkum, sem er illa við ferðalög hvítra manna um “hið helga land’’ sitt. Dalai Lama, æðsti valdamaður Tibet, hefir nú veitt leyfi til þess, að Breska landfræðifélagið og The Alpine Club sendi menn til þess að klífa upp fjallið. Er búist við, að þessi nýi leiðangur leggi af stað snemma næsta sumar. — Bretar gerðu tilraunir til þess að ganga á Mount Everest 1921, 1922, 1924 og 1925. Árið 1922 höfðu leiðangursmenn með sér oxygen-geyma og mun það vera í fyrsta skifti, sem fjallgöngu- menn hafa haft oxygen með- ferðis. Tveir leiðangursmanna, G. I. Finsh kapteinn og J. G. Bruce klifu 27,300 fet upp fjallið og hafði enginn maður komist jafnhátt fyrr. t leiðangrinum 1924 voru flestir þierra, sem höfðu verið í leiðangrinum ár- ið 1922. Var Bruce hershöfðingi (C. G. Bruce) leiðangursstjóri, eins og 1922. í þessum leiðangri komust þeir E. F. Norton her- deildarforingi og dr. T. H. So- merwell 28,200 ensk fet upp í fjallið. — Árið 1924 fórust tveir ungir breskir fjallgöngumenn (úr The Alpine Club) á Mount Everest, G. L. Mallory og A. C. Irving. Fullvíst er talið, að þeir hafi komist 28,000 fet. Mallory liafði tekið þátt í leiðangrinum 1921. — Vísir. Karl einn, sem gengið hafði til skrifta með öðru fólki, hvarf úr kirkjunni á undan iitdeilingu, og er henni var lokið vantaði karlinn. Meðhjálparinn gengur út að leita hans og finnur hann f eldhúsi á bænum, og er hann þar við skófnapott. Meðhjálp- arinn segir honum, hvar komið sé í kirkjunni, og skipar að hann komi strax með sér. Þá segir karl: “Skárri eru það skrattans lætin, ekki liggur líf við, má eg ekki skafa pottinn áður!’’ Blanda.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.