Heimskringla - 16.11.1932, Blaðsíða 7
WINNIPEG 16. NÓV. 1932.
HEIMSKRINGLA
7 BLAÐSIÐA
LOFTSLAG.
Fyrir þrjátíu eða fjörutíu ár-
um ríkti í hvívetna hin megn-
asta ótrú á framtíð landsins á
hvaða sviði sem var. Menn á-
litu, að Island væri á hjara ver-
aldar og hlyti því altaf að vera
utan við alla nútíma menningu.
En það, sem menn fjrrst og
fremst fundu landinu til foráttu
var loftslagið, sem menn álitu
að stæði fyrst og fremst öllum
gróðri, nema grasi, en síðan
allri menningu fyrir þrifum.
En tímamir breytast og líka
viðhorf manna. Veðrátta, svo
sem þurrafrostin á vetrin á
Norðurlandi, sem skóhlífalaus-
um og yfirhafnalausum ung-
lingum, sem höfðust við í ofn-
lausum herbergjum, þótti ó-
þolandi loftslag, þykir þeim, er
nú eiga heima á Norðurlandi,
og eiga hlýjar yfirhafnir, eru vel
húnir til fótanna og hafast við
í hituðum herbergjum, allra
skemtilegasta veður. Og umtal-
ið er hætt um rigningarnar í
Reykjavík, sem voru orðlagðar
út um alt land, meðan ólagðar
götur voru og menn óðu elginn
í lélegum skóm, og aðeins fáir
áttu kápu eða regnhlíf til þess
að bergða yfir sig. Og enn eitt:
Unga fólkið, sem vex upp í
Reykjavík, þekkir varla merk-
ingu orðsins skammdegi, og
skilur sízt af öllu kvíða þann,
er gamla fólkið ((af gömlum
vana) lætur í ljós, þegar dag-
ana styttir, því í raflýstum borg
um verða menn lítið varir við
skammdegið.
Það mun því vera óhætt að
fullyrða, að ýmsir þeir gallar,
sem menn fundu fyrir þrjátíu
til fjörutíu árum á veðurfari
landsins, hafi í raun og veru
verið aðeins gallar á útbúnaði
og vöntun á þekkingu lands-
manna til þess að lifa í landinu.
Með öðrum orðum, að það, sem
kallað er vond veðrátta á ein-
um stað, eða tíma, er kölluð
góð af þeim, sem eru útbúnir
til þess að mæta henni, það er
að kunna að lifa í landinu eins
og það er, og er eigi langt frá
því að rétt sé spakmæli, er haft
var eftir núverandi formanni
ferðafélags íslands, Birni Ólafs-
syni ,að það sé ekki til nema
gott veður, bara mismunandi
gott.
Ef athuguð er hnattstaða ís-
lands, kemur í ljós, að flest
lönd, sem jafn norðarlega liggja
nema Norður-Noregur, hafa að
miklum mun kaldara loftslag
en ísland. í Suður-Grænlandi er
langtum kaldara, þó þar sé
töluvert lengri sólargangur en
á íslandi, og á Hellulandi (Labr
rador), sem liggur enn sunn-
ar og hefir því lengri sólar-
gang ,er víðast hvar kaldara
en á íslandi. En það sem ein-
kennir veðráttu íslands, er hve
lítill munur er hér á sumrum
og vetrum, miðað við það, sem
er víða annars staðar. Veldur
því nálægð sjávarins, sem dreg-
úr hitanum á sumrin, en varnar
því, að kuldinn verði mjög mikill
á vetrin. Er það hvað sjórinn
dregur úr sólarhitanum, baga-
legt fyrir allan jurtagróður í
landinu, og er kornrækt og stór-
vaxnir skógar í sumum lönd-
um, sem á líku breiddarstigi eru
og ísland, þó kuldinn sé þar
margfaldur á vetrin á við það,
sem hann er hér, af því sumar-
hitinn er þar hins vegar þeim
mun meiri. Hinn frægi landi
vor, Vilhjálmur Stefánsson land
könnuður, ritaði fyrir nokkrum
árum grein í frægt náttúru-
fræðirit, þar sem hann sýndi
fram á, að sumarhtiinn og vetr-
arkuldinn í löndunum færi engu
sfður eftir nálægð landanna
(eða fjarlægð) við sjóinn og
hæð þeirra yfir sjávarmál en
eftir breiddarstigi. Orsökin til
hins mikla jökuls á Suðurpóls-
landinu væri hæð þess yfir sjó,
og orsökin til jöklanna á Græn-
landi að mestu af því að það
væri fjalllendi, svo sem sjá
mætti af því, að enginn jökull
væri á löndum þeim, sem eru
norðan við Ameríku, þó jafn
norðarlega séu og sumpart
norðar en Grænland. Taldist
honum svo til, að ef hinar miklu
sléttur, sem eru í Norður-Amer-
íku og eftir endilangri norður-
strönd Asíu, héldu áfram þann-
ig, að samfeld sléttendi væru
um mestan hluta þess, sem nú
er Norðuríshaf, myndi að sönnu
vera kalt við heimskautið á
vetrin, en sumarhitinn myndi
vera nógur til þess, að þar gætu
þrifist hávaxnir barrskógar.
En svo snúið sé aftur málinu
að loftslagi íslands, þá þýðir
ekki að tala um hvemig væri,
ef öðruvísi hagaði til en raun-
verulega er, heldur verðum við
að læra að lifa í landinu þann-
ig, að við finnum ekki þá ag-
núa, sem raunverulega engir
eru, en koma í ljós meðan illur
er útbúnaður vor og léleg þekk-
ing á réttum lifnaðarháttum.
ENDURMINNINGAR
Eftir Fr. Guðmundsson.
FERFÆTTI FISKURINN
Hinn merkilegi fundur Lauge
Kochs-leiðangursins.
Er dr. Lauge Koch var hér
um daginn skýrði hann frá því,
að merkilegasti vísindalegi fund
ur leiðangursins í sumar hefði
verið steingerfingar af elstu
fiskum jarðarinnar.
Er hann kom til Hafnar
skýrði hann nánar frá fundi
þessum.
Þó vísindin hafi fyrir löngu
síðan fært sönnur á, að skrið-
dýrin væru afkomendur fiska,
þá hafa menn ekki getað gert
sér fyllilega grein fyrir því,
hvernig hin elstu skriðdýr voru
af Guði gerð. Vantað hefir
þarna einn millilið í hinn mikla
ættbálk hryggdýranna.
En í sumar fundu jarðfræð-
ingar Lauge Kochs-leiðangurs-
ins norðan við Prans Jósefsfjörð
í Austur Grænlandi fjölda af
steingerfingum fiska. Rákust
þeir þar á landssvæði, sem á
Devon tímabili hefir verið undir
sjó, en sjávardýr virðast hafa
drepist þar öll vegna einhverra
jarðarumbrota, og sokkið til
botns.
Meðal steingerfinganna þarna
fundu þeir hinn margþráða milli
lið milli fiski og skriðdýra, fer-
fættan fisk. Er fundur þessi
talinn jafnmerkur og hinn
heimsfrægi fundur í Bayern,
þar sem fundust steingerfingar
af hinum svonefnda “tannfugli’’,
sem verið hefir ættliður millli
skriðdýra og fugla.
Svo mikið fanst af merkileg-
um og verðmætum steingerfing-
um þarna við Frans-Jósefsfjörð,
að mælt er að væri náttúrugrip-
ir þessir seldir til amerískra
safna; þá myndi fást fyrir þá
svo mikið fé, að með því væri
hægt að endurgreiða allan
kostnað við rannsóknaleiðangra
dr. Lauge Kochs til Austur-
Grænlands í þrjú ár.
Alþ.bl.
Björn lögmaður Markússon
(Hann andaðist 1791, en Skúli
fógeti 1794.) og Skúli landfó-
geti Magnússon gengu eitt sinn
af skipi upp í Viðey og leiddust
upp götustíginn, en er þeir
komu upp á túnið þraut lög-
mann gönguna; hann var feitur
og mikið klæddur. Staldrar
hann við og blæs mæðinni. Þá
segir SkúU: “Skrattans góður
smali værir þú.’’ Lögmaður
skaut þá upp öndinni og svar-
ar: “Það væri eg, ef eg hefði
þig fyrir hund.’’
* * * *
Maður kom frá kirkju og var
spurður frétta. Hann sagði eng-
ar, nema barn hefði verið skírt
í messunni. Hann var spurður,
hvað bamið hét. “Eg gat ekki
haft það eftir,’’ sagði hann,
“það var svo Ijótt.” Fólkið sótti
þvf fastar á að heyra nafnið,
svo hann varð að segja það.
“Það heitir Attaníoss,” kvað
hann, en barnið hét Antoníus.
Blanda.
Frh.
Eg hefi áður lauslega getið
um það, að í Grímsstaðalandi
heitir Biskupsbrekka, Biskups-
öxl og Biskupsháls. Á miðjum
Biskupshálsi er grjóthryggur
einn, öðmm meiri og hærri,
þar eiga biskupar að hafa mæst
á yfirreið sinni, og létu gera
þar þrjár miklar grjótdysjar frá
suðri til norðurs, með jöfnu
millibili. Dyrsjarnar bera það
með sér að margir menn hafa
á mörgum dögum orðið að
vinna að því að bera grjótið
saman, og óhugsandi er að fjár-
menn hafi sér til dægrastytting-
ar unnið þétta verk yfir hjásetu
við fé, því þarna eru engir hag-
ar nærri enda er þetta fjaska-
mikla verk beinlínis heimsku-
legt nema það hafi verið gert
í einhverjum ákveðnum tilgangi
við landmænlingar eða lands-
hluta skifti, enda er svo umtal-
að að þarna séu sýslumót og
fjórðungamót. Þingeyjarsýsla
vestan við þessar dysjar, Aust-
firðingafjórðungur austan við
þær. Hafi nú þessir haugar
verið gerðir til forna af yfir-
völdum landsins, við fjórðunga-
skifti, eða í þýðingarmiklum til-
gangi, þá er ekki ólíklegt, að
þar sé dysjaðir verðmætir hlutir
og skjöl, sem vert væri að hnýs-
ast eftir. \
Nokkuð vestur frá Gríms-
staðarheimilinu, heita Bæjar-
lindir. Vantsæðar frá þessum
stöðvum falla saman í eitt og
renna norðvestur í Jökulsá.
Norðan við vatnsmótin er grasi
gróinn flötur, lítið stærri en
vænt húsgólf, nokkrir faðmar
á hvern veg. Flötur þessi ber
nafn með rentu og heitir Blett-
ur. Að sunnan og vestan er
hann afgirtur vatna straumi.
á allar aðrar síður liggja að
honum sandar, eins og enska
mílu vegar. Aldrei þótti vand-
lega smalað saman fénu nema
komið væri á Blettinn, og ef
það vantaði af kindunum þegar
alt kom saman, þá var það oft-
ast að faðir minn spurði hvert
við hefðum komið á Blettinn,
enda var oft svikist um það, af
því hann var svo útúrskot-
inn og svo þótti okkur smölun-
um svo ólíklegt að kindur væru
að álpast vestur á þenna blett.
Nokkru mun nú letin hafa ráð-
ið samt í þeim efnum, því oft-
ast var eitthvað af kindum þar.
Mér þótti bletturinn fallegur,
en þegar eg í mínum letiþönk-
um leitaðist við, að skilja hvaða
erindi kindurnar áttu á þenna
stað, þá fann eg það út að á-
stæðan gat ekki verið nein önn-
ur en fegurðartilfinning hjá
kindunum, því eg gat ekkert
gras fundið þar sem ekki var
eins auðvelt að fá í aðalhögun-
um. Fyrir suðri og vestri kvað
og hlakkaði niður vatnanna,
við hlustinni. Litli kletturinn
hallaðist heldur móti sól og
feuðri, og var svo mátulega
stórt og friðvænlegt konungs-
ríki fyrir sauðkindar skilning-
inn. Vestanvert við Þistilfjörð-
inn er fjall eitt og heitir Flauta-
fell, og bær undir fjallinu, er
heitir sama nafni. Eg varð var
við að mönnum þótti þetta nafn
ljótt og leiðinlegt, og sumir
gerðu jafnvel tilraun til þess að
breyta nafninu, og sögðu að
það héti Flutningsfell, þóttust
hafa það handan úr firndinni.
Eg fann að ógeðþeknin kom af
því, að menn bendluðu fjallið í
huganum við flautir eða stað-
lausa froðu og vindgang. Eg
gerði mér að skyldu að taka
svari þessa nafns, og í tilefni
af þessu fór eg að veita fjall-
inu sérstaka eftirtekt, og fann
þá út, að það sjálft helgaði sér
nafnið og fegraði það, um leið
og það brá svo björtu ljósi á
eftirtekt, skilning, og nákvæmni
forfeðranna. 1 fjallsbrúninni eru
smálautir milli klettanefja, sem
valda einskonar blísturhljóði í
hvassviðrum, og þá stappar nú
nærri, að fjallið heiti í raun og
réttum skilningi Tónlistarfjall,
og getur ekki heitið ljótt. En
nafnið á fjallinu nær þó ennþá
betur út yfir eiginleika þess.
Á haustin eru kallaðir Vetrar-
kálfar fyrsti snjór á Fjöllum.
Vetrarkálfar eru hvítir og auð-
sæir í öllum fjöllum, nema
Flautafelli, þar eru þeir allir
sundurtættir, og er líkast því
sem slett hafi verið flautum á
brúnir fjallsins, þær standa í
grisjuðum gráma, fyrir gagn-
stæðan vind úr öllum áttum
frá smákleifum í fjallsbrúninni.
í öllum skilningi var því þetta
nafn hið hentugasta, og rang-
látt að breyta því.
Langt inn á Mývatnsöræfum
og norður af Herðubreið er
landflæmi mikið, sem kallað er
glæður. Það var eins og því
fylgdi einskonar hreysti- og
hugrekkisviðurkenning í með-
vitund manna til þeirra, sem
áreiðanlega höfðu í hestaleit á
vetrardögum gengið inn á Glæð-
ur. Það var á sinn hátt eins og
að vera sigldur, nema hvað það
laut eingöngu að hreystinni.
Sigldur maður var fínn og fróð-
ur um marga hluti, en hinn,
sem gengið hafði á köldum
vetrardögum inn á Glæður,
hann var áreiðanlega hetja, og
það var engin skömm að því
að láta þá sofa saman er þröngt
var í rúmum. Þegar krakkar
léku sér og gerðu venju frem-
ur hreystiverk, þá höfðu þau
farið inn á Glæður: voru þá fá-
málug og sérlega íbyggin á
svipinn, og óhætt mátti treysta
þeim, sem farið höfðu inn á
Glæður. Eg hlaut oft þann heið-
ur á aldursskeiðinu frá 6 til 10
ára. Eg fór frá hinum krökk-
unum með voldugan broddstaf
í höndunum, og víga-Barðaleg-
ur í göngulagi. Fór þá að leita
að Brún eða Skjóna, þangað til
eg kom að vænsta moldarbarð-
inu, þá lagðist eg niður í hvarfi
við hina krakkana, lá þar þang-
að til eg var farinn að skjálfa.
Þá stóð eg upp og gekk löngum
og þungum skrefum, og var
maður þyrstur og svangur;
hafði skynjað að til væru úti-
legumenn, þó eg hefði illa trú
á því áður meir, og vel hefði
mér komið það að eg hélt á
broddstafnum. Alþýða mann^,
brúkaði orðið glæður jafnt við
elda og ísa, hvað sem lóði á.
SeinuStu dagsglæður kölluðu
menn. Á þessu umtalaða land-
svæði var ekkert hraun, eða
neitt í því, er bæri vitni um
jarðelda. Þar var og heldur
ekkert vatn, er vitnaði um ísa-
lög. En hví hét þá þessi mikla
fannbreiða á vetrin þessu nafni?
Glæður? Vetrarhlákur uppi á
öræfum, gera sjaldnast betur
en að hleypa snjónum í skelj-
ar, sem verða glansandi spegl-
ar. Þegar svo frostið er aftur
komið og sólin skín á glans-
andi hásléttuna, þá er nafnið
Glæður orðið skiljanlegt. Af
Hólsfjöllum að sjá er þetta
svæði þetta að sjá eins og
fægður spegill, alla sólskins-
daga á veturna, eftir að blotað
hefri í snjóinn, en nafnið Glæð-
ur því einkar hentugt.
Þannig höfðu forfeðurnir rík-
ar ástæður fyrir örnefnunum.
Má margt af örnefnunum læra,
og væri það hvorttveggja,
merkileg og skemtileg saga yfir
alt landið, ef um örnefnin væri
vel ritað.
Á Langanesi, örskamt frá
bænum Ytribrekkum, fellur
lækur fram af brekknafjallinu
sem kallaður er Kóngslækur.
Nokkru aust'ar og sunnar uppi
á heiðinni heitir Tyrkhóll. —
Norðvestur á firðinum er kall-
að Kóngslækjarmið, þar sem
lækurinn ber í Tyrkhólinn ut-
an af sjónum. Austur og suður
af Tyrkhólnum, lengra uppi á
heiðinni, heitir Þernuvatn, og
á háum hæðum fyrir norðan
vatn þetta, heitr Lautinants-
varða. öll þessi stóru nöfn bera
með sér að þarna hafi á fyrri
öldum merkir viðburðir gerst,
tafi ns PJ iöi Id
Dr. M. B. Halldorson
401 Boýd Bldar.
Skrifstofusimi: 23674
Stund&r sérstaklega lungrnasjúk-
dóma.
Er atl finna á skrifstofu kl 10—12
f. h. og 2—6 e. h.
Heimlll: 46 Allow&y Ave
Talafml: 331W
DR A. BLONDAL
602 Medical Arts Bldgr
Talsímt: 22 296
Stundar sérstaklega kvensjúkdóma
og barnasjúkdóma. — ATS hltta:
kl. 10—U « h. og 8—6 e. h.
Heimill: 806 Vlctor 8t. Siml 28 180
Dr. J. Stefansson
216 M EDICAL ARTS RLDtí.
Hornl Kennedy og Gr&h&m
Stundar elngftngu aug*na- ejrsa
■ef- og kverka-ajflkdðraa
Er at5 hitta frá kl. 11—12 f. h
og; kl. S—6 e. h
Talafmi: 21S34
Helmill: 638 McMlllan Ave 42691
DR. L. A. SIGURDSON
216-220 Medlcal Arts Bldg.
Phone 21 8S4 Office timar 2-4
Heimlli: 104 Home St.
Phone 72 409
Dr. A. B. INGIMUNDSON
Tannlæknlr
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Simi: 28 840 Heimilis: 46 054
Símið pantanir yðar
Roberts Drug Stores
Limited
Abyggilegir lyfsalar
Fyrsta flokks afgreiSsla.
Niu búSir — Sargent and
Sherbrooke búS—Sími 27 057
og spurði eg gamla menn, hvort
þeir hefðu aldrei heyrt neinar
sagnir í sambandi við þessi ör-
nefni, en enginn, sem eg hitti,
hafði neitt um það að segja.
Þannig eru víða örnefni, sem
benda á, að gerst hafi sögu-
legir viðburðir á liðnum tímum,
en sem enginn núlifandi maður
getur gefið neinar upplýsingar
um, og er það illa farið.
* * *
Gunnólfsvík heitir vogur, er
skerst inn í Langanseið austan-
vert, innundir Finnafjarðarbotni.
Norðan við víkina er hið fall-
ega og merka Gunnólfsvíkur-
fja.ll. á takmörkum Þingeyjar-
og Múlasýslu. Upp af víkinni og
sunnanundir fjallinu er jörð sú
sem heitir Gunnólfsvík, og til-
heyrir hún Múlasýslu. Kona ein
austur á Seyðisfirði hafði erft
jörðina og átti hana. Nú bar
svo til að kona þessi misti heils-
una og þurfti að sigla til Kaup-
mannahafnar á spítala, og til
að standast þann kostnað sem
af því leiddi, voru engin önnur
ráð en að selja jörðina. Hún
var leigð manni þeim, er Bald-
vin hét Guðmundsson, með
lífstíðar ábúðarrétti, stæði hann
að öðru leyti í skilum lögum
samkvæmt, en því fylgdi einn-
ig sá réttur, að hann hafði for-
kaupsrétt að jörðinni, væri hún
seld og hann í færum um að
kaupa. Konan, sem átti jörðina,
eða umboðsmaður hennar, fór
að leita sér að kaupanda, frétt-
ir máske að ábúandinn Baldvin
sé ekki fær um að kaupa. Að
minsta kosti er víst að það er
algerlega gengið framhjá hon-
um. Maður nokkur í minni sveit
Magnús bóndi Jónsson á Skál-
um, fyrirhyggjusamur, greindur
og góður búmaður, og einn af
efnuðustu bændum í sveitinni,
er spurður eftir hvort hann
vilji ekki kaupa Gunnólfsvík.
Hann er til með það, ef hann
fær jörðina með því verði, sem
honum þykir sanngjarnt. Svo
Frh. á 8. bls.
G. S. THORVALDSON
B.A., L.L.B.
Lögfrœðingur
702 Confederation Life Bklg.
Talsimi 97 024
W. J. LINDAL, K.C.
BJÖRN STEFÁNSSON
ISLENZKIK LOGFRÆÐINGAB
á oðru gólfi
825 Main Street
Talsimi: 97 621
Hafa einnig skrifstofur afl
Lundar og Gimli og eru þar
afl hitta, fyrsta miðvikudag i
hverjum mánufli.
Telephone: 21 613
J. Christopherson,
Islenzkur Lógfrtsðingwr
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, :: Manitoba.
A. S. BARDAL
aelur likklstur og ann&st um útfar-
lr. AUur útbúnaóur sá bastl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarba og legstelna.
848 SHERBROOKB 8T.
Phonet 86 607 WINNIPM
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
DK. S. O. 8IMPSON, N.D., D.O., D.O.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAN.
MARGARET DALMAN
TKACHER OF PIANO
864 BANNING 8T.
PHONE: 26 420
Dr. A. V. Johnson
fslenzkur Tannlæknir.
212 Curry Bldg., Winnipeg
Gegnt pósthÚBinu.
Simi: 96 210. HelmlHs: S3328
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
Banate and Fnmltnre MnrlM
762 VICTOR 8T.
SIMI 24.500
Annast allskonar flutnlnga fram
og aftur um bælnn.
J. T. THORSON, K. C.
Inlenmknr lðafraeSlnKnr
Skrlfatofa: 411 PARIS BLDO.
Sími: 96 933
DR K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Saslc.
Taletmli 2S KK8
DR. J. G. SNIDAL
TANNLÆKNIR
614 Sonerut Block
Portage Arenne WINNIPM
BRYNJ THORLAKSSON
Söngstjóri
Stlllir Ptanos ng Orgel
Siml 38 845. 594 Alverstone St.