Heimskringla - 16.11.1932, Blaðsíða 8
8 BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 16. NÓV. 1932.
Úrvals fatnaður
KARLMANNA
á hinu sanngjarnasta verði
bíður yðar í verzlun—
Humphries Ltd.
223 Portage Ave.
við Liggett’s hjá Notre Dame
FJ/ER OG NÆR.
Sendið gtupgatjöldin yðar til viflurkendrar hretngernlngastefn-
unar, er verkið vinnur á vægn verfli
SIMI 22 818
“Verkhagast og vinnulægnaat”
55, 59 PEABL, STBEET
Leikfélag Sambandssafnaðar
sem er að æfa leikritið “Hall-
steinn og Dóra", eftir Einar H.
Kvaran, hefir ákveðið að leika
í samkomusal safnaðarins mið-
vikudagskvöld 30. nóv. og fimtu
dagskvöld 1. des. Leikurinn
verður auglýstur nánar síðar.
* * *
Stúlknadeildin C. G. I. T. í
Sambandssöfnuði efnir til Silv-
er Tea á mánudagskvöldið 21.
nóvember. Er æskt eftir að
fólk fjölmenni á skemtunina.
* * *
Próf. V. W. Jackson, kennari
í líffræði við Manitoba háskól-
ann, flytur ræðu í Únítara kirkj-
unni, á horni Furby og West-
minster stræta, á sunnudaginn
kemur, kl. 11 að morgni. Um-
ræðuefnið verður “The Beauty
of Evolution”.
* * *
Thor Brand, sem í sumar
hefir verið norður í Churchill,
kom tii Winnipeg s. 1. fimtudag.
Kvað hann nú ekki eftir nyrðra
nema um 15 manns, er þar líta
eftir upphitun húsa, vatnsleiðslu
o. s. frv.
CARL THORLAKSON
úrsmiður
627 Sargent Ave., Winnipeg
Sími: 27 117. Heima 24 141
J. A.
JOHANNSON
Garage and Reparr Service
úanning and Sargent
Sími 33573
Heima sími 87136
Expen Repair and Complete
Garage Service
Gas Oils, Extras, Tires.
Batteries, Etc.
Vetrarveðrátta, eins og hér
væri nú að byrja, kvað hann
hafa byrjað norður þar fyrir
tveim mánuðum síðan.
* * *
Athygli vill Heimskringla
draga að grein á öðrum stað í
þessu blaði, er snertir starfsemi
íþróttafélagsins Fálkinn. — Með
því að gerast kaupendur tíma-
rits þess, sem þar getur um
og sögu Fálkanna flytur, eru fs
lendingar að styðja íþróttafélag
ið, því áskriftir þeirra ganga
beint og að öllu leyti til Fálk-
anna. Þetta hefir orðið að samn
ingi milli Fálkanna og útgef-
enda ritsins. Þetta íslenzka í-
þróttafélag á skilið stuðning
allra sannra fslendinga.
* * *
Þ. 29. nóv. s. 1 andaðist suð-
ur í Baltimore í Bandaríkjun-
um, íslendingurinn Jón Ste-
fánsson Philipseyjakappi, sem
kallaður var. Jón var sonur séra
Stefáns Péturssonar á Valþjófs-
stað. Kom hann til Vesturheims
árið 1890 og var til heimilis í
Dakota hjá föðursystur sinni,
Þórunni Pétursdóttur, og manni
hennar Nikulási Jónssyni.
Þaðan fór hann og innritað-
ist í herinn, er stríðið brauzt
út á milli Spánverja og Banda-
ríkjamanna á Philipseyjunum.
Nokkru eftir að Jón kom heim
úr stríðinu, fór hann heim til
íslands. Var hann þá pöntunar-
félagsstjóri á Seyðisfirði um
skeið. En til Vesturheims kom
hann aftur fyrir nokkrum ár-
um. Hefir hann síðan átt heima
í Baltimore, og verið verzlunar-
umboðsmaður fyrir ýms kaup-
sýslufélög.
Hann var kvæntur Sólveigu
dóttur Jóns Alþingismanns frá
Múla, hinni merkustu og beztu
konu.
* * *
Síðast liðinn miðvikudag, 9.
nóv. lézt á Grace sjúkrahúsinu
í Winnipeg, María Sigurðar-'.
dóttir, 78 ára að aldri, eftir 16 ;
daga legu. Hún var skagfirsk
að ætt, fædd að Ingveldarstöð-'
um á Reykjaströnd . Mestan!
part æfi sinnar bjó hún í Winni-
peg, og átti síðast heima að
739 Toronto stræti hér í Win-
nipeg.
ENDURMINNINGAR.
Frh. frá 7 bls.
fer, að hann kaupir og borgar,
að mig minnir 1900 krónur, og
fær lögmætt afsalsbréf fyrir
jörðinni.
Þegar öllu þessu var nú vel
fyrir komið, þá tók Magnús sig
upp með afsalsbréfið í vasan-
um og heimsótti Baldvin. Sagði
honum og sýndi svart á hvítu
að hann væri búinn að kaupa
jörðina og vildi nú hafa hana
lausa í næstu fardögum, því að
sjálfur ætlaði hann að flytja á
hana. Baldvin sagði honum að
sér kæmi ekkert við hvað hann
braskaði. Hann sagðist ætla að
fara eftir byggingarbréfinu, er
heimilaði sér lífstíðar ábúðar-
rétt á jörðinni; þótti heldur lík-
legt að hann gæti lifað í mörg
ár enn í skjóli undir blessuðu
fjallinu og í fangi sólarinnar
þarna í víkinni. Sagðist heldur
ekkert geta gert að því, þó eig-
andi jarðarinnar væri það flón
að selja kotið að sér forspurð-
um, þar sem hann þó hefði
skýlausan forkaupsrétt. — Mik-
ið og lengi var talað, sem lauk
með því að Magnús sannfærð-
ist um, að Baldvin ætlaði ekki
að hreyfa sig af jörðinni, og
þar með var hamingja hans öll
skæld og skýjuð framundan. —
Nú voru góð ráð dýr, og hann
stefnir beint í Sauðanes, þar
sem vitið og skilningurinn átti
heima hjá séra Arnljóti. Prest-
ur tekur honum vel og Magnús
segir honum alla söguna, og
biður hann nú að gefa sér góð
ráð. Prestur sagði honum að
mál þetta væri mjög klauflega
og illa undirbúið, og sér væri
ekkert um það gefið að hjálpa
einum til að fara illa með ann-
an. En ef hann vildi að öllu
leyti fara eftir sínum ráðum,
hvað sem það kostaði hann, þá
WONDERLAND
Föstudag og laugardag
18. og 19. nóv.
PHILIPS HOLMES og
DOBOTHY JOBDAN í
“70,000 WITNESSES”
og KEN MAYNARD í
“WHISTLING DAN”
Mánudag og þriðjudag,
21. og 22 .nóv.
M. DIETBICH í
“BLONDE VENUS”
Miðvikudag og fimtudag,
23. og 24. nóv.
STREET OF WOMEN
Og
“HOUSE DICK”
Open every day at 6 p. m. —
Saturdays 1 p. m. Also Thurs-
day Matinee.
skyldi hann þó leggja hlut að
málum. Magnús lofaði allri
undirgefni, og bjóst svo við að
prestur mundi sýna sér út á
slétta og bjarta veginn; en það
fór nú dálítið öðruvísi. Séra
Arnljótur var þá um áttrætt og
oft lasinn, þó hann bæri sig vel.
Hann var alls ekki fær um að
vera neitt úti, enda snjór yfir
alla jörð og talsvert frost dag-
lega. Hann ráðlagði Magnúsi
að fara til mín og fá mig til að
leita samkomulags á milli þeirra
Baldvins, og ef eg væri fáan-
legur til að skifta mér nokkuð
af málinu, þá mætti hann segja
mér að koma til sín, og skyldi
hann þá nokkur raáð til ieggja
j Magnús kom til mín og bar upp
j erindi sitt, en eg vildi ekkert
með þetta hafa fyrst í stað. En
1 þegar hann skýrði mér frá því,
að séra Arnljótur vildi ráð til
leggja, ef eg vildi beita mér fyr-
j ir framkvæmdirnar, þá stóðst
; eg ekki mátið, langaði svo mjög
í til að vita, hvaða tök hann vildi
jviðhafa; svo að eg lofaði að
j finna hann og sjá, hvaða ráð
j hann legði til, en lofaði hins
vegar engu um frekari fram-
kvæmdir.
Þegar eg degi seinna kom til
séra Arnljóts, þá sagði hann
mér, að sér þætti mjög vænt
um að eg vildi leggja mig allan
fram til þess, að koma hér í
veg fyrir flókin og dýr mála-
ferli, ef það kæmist til dóms og
laga. Eftir hann var búinn að
Alderman J. A. McKerchar
Óskar eftir
atkvæði yðar
og aðstoð
tii endurkosningar
sem
ÖLDUMAÐUR
ANNARIKJÖRDEILD
við bæjarkosningarnar 25.
nóvember 1932. — Merkið
tölustafinn 1 við nafn Mc-
Kerchar á atkvæðaseðilinn.
Þekkingin er fyrir öllu
Brennið kolum og sparið peninga
BEINFAIT, Lump $5.50 tonnið
DOMINION, Lump 6.25 —
REGAL. Lump 10.50 — I
ATLAS WILDFIRE, Lump 11.50 —
WESTERN GEM,Lump 11.50 —
FOTTHILLS, Lump 13.00 —
SAUNDERS CREEK “BIG HORN”, Lump 14.00 —
WINNIPEG ELECTRIC KOPPERS COKE 13.50 —
FORD or SOLVAY COKE 14.50 —
CANMORE BRIQUETTS 14.50 —
POCAHONTAS Lump 15.50 —
MCrURDY CUPPLY T0. 1 TD.
111 Builders’ Supplies ^^and J ,4 Coal
Office and Yard—136 Portage Avenue East
94 300 - phones - 94 309
THE ROMANCE OF THE FALCONS
—
An open letter to the Friends and Supporters of the Falcons
We should like to bring to your attention the first instalment of the
“Romance of the Falcons” which will appear in the popular new "Canadian
Sports and Outdoor Life” beginning in the next issue, November 26th.
This historicai sketch traces the history from the early days of Viking—
I. A. C. competition, with many interesting sidelights and incidents, hum-
orous and otherwise — on through the years in chronological order —
'taking up the romance of the Falcons as the main theme — the most
spectacular games described in thrilling detail as they actually were played
— culminating in the Olympic Championship.
It has long been felt that the story of the Falcons cárries basic
elements of interest and appeal and if interpreted aright would contain
the essence in successful sport. It was with the purpose of revealing to
the younger hockeyists some idea of how their development actually work-
ed out that the story was written by one who has long been actively con-
nected with the Falcons. With the aid of information gleaned from the
reminiscences of many old timers, as well as other younger members and
followers of the Club, the wftter in unfolding the story of the famous
Falcon Club has in graphic interpretation given the key to the secret of
their wonderful success.
Appropriate illustrations will accompany each thrilling instalment.
The management of this magazine has very generously agreed to
devote the proceeds of all subscriptions sold through our organization to
the fostering of athletics among the younger members of our organization.
When we have reached our objective in subscriptions a very substantial
sum will be paid over to the Falcons for this purpose. We do not hesitate
to recommend the magazine as the finest we have seen with articles, stories
and illustrations presented with striking technique. The task of raising
funds to finance the younger teams is usually the chief difficulty. We
must not let this stand in the way of developing the wealth of promising j
j young hockey talent we now have — but we wish to keep the Club in a j
flourishing condition with young material always coming up. With the
full co-operation of the Falcon Athletic Association we are entering teams
in Juvenile,'Junior, Intermediate and Senior.
In subscribing you not only will be providing yourself with this
Friends and supporters of the Club — by filling in the coupon below
sýna mér með ljósum rökum,
hvernig málið stóð með tilliti
til laganna, og hvaða leiðir yrðu
famar, ef til máls kæmi, og
hvað dýrt það yrði á báðar síð-
ur, þá sagði hann, að eina leið-
in væri að borga Baldvin fyrir
að gefa ábúðarréttinn eftir og
standa fríviljuglega upp af jörð-
inni í næstu fardögum. Hann
sagði eg yrði að fara með fjóra
votta heim til Baldvins, og beita
öllu lagi, sem í mér feldist, til
þess að ná samningum við Bald-
vin, og borga honum sómasam-
lega fyrir að afhenda mér bygg-
ingarbréf hans, og skrifa undir
samning um að standa upp af
jörðinni, Magnúsi að kostnað-
arlausu. Hann sagðist búast við
að Baldvin heimtaði 100 krón-
ur eða meira fyrir þann greiða,
en við skyldum láta okkur far-
ast vel við hann.
Svo upp rann sá mikli sátta-
dagur. Eg fór hem til Baldvins
með fjóra votta, og byrjaði á
samninga-tilraununum, en alt
var lengi vel árangurslaust. Eg
bauð Baldvin 80 krónur. Nei,
nei. Og þá 90 krónur. Nei. Og
svo 100 krónur, og eg varð all-
ur að sanngjörnum fortölum.
En ekkert dugði. Það var kom-
ið kvöld. Eg var allur lurkum
laminn, einkum á sálinni. Eg
var þá enginn trúmaður, og þó
hann Baldvin væri nú frændi
minn, þá var eg farinn að bölva
honum í hljóði. Eg var búinn
að leggja til öll snjallræði, sem
eg þekti, og fyrir löngu búinn
að eyða ráðum séra Arnljótar
upp til agna, og ekkert dugði.
Svo réðist eg í bræði minni á
budduna hans Magnúsar á Skál-
um, og bauð meira og meira
þangað til eg var kominn upp
í 150 krónur. En þá lóksins
féll björninn. Við undirskrifuð-
um samninginn ásamt vitund-
arvottum. Eg tók við bygging-
arbréfi Baldvins og gaf hand-
skrift fyrir upphæðinni og fór
heim.
Magnús á Skálum hafði frétt
hvenær eg fór til Gunnólfsvík-
MESSUR OG FUNDIR
I kirkju Sambandssafnaflar
Messur: — á hverjum sunnudegt
kl. 7. e. h.
Safnaðarnefndln: Fundir 2. og 4.
fimtudagskveld i hverjum
mánuði.
Hjálparnefndin. Fundir fyrsta
mánudagskveld i hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan þriðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu.
Söngflokkurinn. Æfingar á hverju
fimtudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: — A hverju>M
sunnudegi, kl. 11 f. h.
ur, og fyrir hádegi næsta dag
var hann kominn til að vita,
hvað gerst hafði. Hann varð
hvorttveggja hryggur og reiður,
þegar hann frétti, hvað eg hefði
gefið fyrir byggingarbréf Bald-
vins, og sagðist aldrei borga
það, en eg stríddi honum og
sagðist vera vel ánægður með
það, að gefa Baldvini aftur
byggingarbréfið. Magnús var
allra vænsti karl, en hann hafði
alla daga haldið spart á krónun-
um, og kunni þessu óhófi illa,
og fanst þessir peningar vera
látnir fyrir ekkert. Hann var
því sáróánægður, en vildi fá
byggingarbréfið, til að sýna
séra Arnljóti það. En eg sagðist
mundi geyma það vel, þangað
til eg fengi mína borgun. Hann
fann þá feðga, séra Arnljót og
Snæbjörn verzlunarstjóra á
Þórshöfn, en þeir töluðu mínu
máli og sönsuðu hann á því, að
þetta væri það bezta, sem hann
hefði mátt búast við, eins og
málið var undirbúið, svo hann
borgaði upphæðina og fékk þá
ábúðarréttinn, en Baldvin fór
til Ameríku, og er dáinn í hárri
elli fyrir einum þremur árum.
Mig minnir að eg heyrði þess
getið, að hann hefði seinast
verið á Gamalmennahælinu á
Gimli, en mörg ár bjó hann
norður við Manitobavatn.
Frh.
SJÓNLEIKURINN-
“SYNDIR ANNARA”
eftir E. H. Kvaran,
verður sýndur í annað sinn í
I. O. G. T. HALL, LUNDAR
FÖSTUDAGSKVELD, 18. NÓVEMBER
kl. 8.15
F. THORDARSON
Sec-Treas.
W. J. LINDAL
Presldent
COUPON
I am interested in the “Romance of the Falcons”. Please make me a
subscriber to CANADIAN SPOBTS AND OUTDOOR LIFE.
Name ..........................................................
Address ......................................................
$1.00 per year
Mail this coupon to F. Thordarson, Sec.-Treas., Falcon Hockey Club, c.o.
Royal Bank of Canada, Sargent and Arlington, Winnipeg, Man., or tele-
phone to residence evenings — 35 704.
p,
U.
m ' * W Vanderlip
B -4 W' EG SÆKI
pí UM FULLTRÚASTÖÐU
m 11 - ? 'mm íM, f BÆJARRÁÐIÐ
mMi i .íWmL' FYRIR
m . 2. KJÖRDEILD
og er sterkur styrktar-
maður borgarstjópa
Ip4 Æ m 'ái Ralph H. Webb
. % ■ ■ MMÍÉ Þakklátur væri eg ef þér
WmM greidduð mér fyrsta
atkvæði.
VANDERLIP, C.
1
Greiðið atkvæði með
íii
4
m
___ ________________________
Frambjóðendum Verkamanna Flokksin* k
TIL BORGARSTJÓRA
JOHN QUEEN
f BÆJARRÁÐ
J. SIMPKIN
V. B. ANDERSON
f SKÓLARÁÐ
M. W. STOBART
Merkið kjörseðilinn 1 og 2 í þeirri röð er þér óskið
fr
'h
i