Heimskringla - 07.12.1932, Blaðsíða 6
6. SÖ)A
HEIMSKRINGLA
WINNIPBG 7. DES. 1932'
“Herra Strand! Sem vinur yðar vil eg
ráðleggja yður að segja ekki meir," sagði
jarlinn.
“Herra Strand hefir þegar sagt nógu
mikið og gert sig skiljanlegan,’’ sagði Gerald.
Ef til vill höfum við allir sagt full mikið, og
viMi eg leggja það til, að við töluðum ekki
meira um þetta mál að sinni — fyrir nokkra
daga."
“Þar til eftir þingskiftingu,” sagði Jón.
“Það væri efalaust það bezta. En eg vil
biðja yður að skilja þaö ekki svo, sem eg sé
að reyna til að hafa áhrif á skoðanir yðar. 1
sannleika sagt, þá hefi eg ekki mikið dálæti
á yður. Þér hafið galla, sem aðallega er upp-
eldi yðar að kenna. En framtfðin gæti lag-
fært þá galla, ef henni væri gefið tækifæri til
þess," sagði Gerald, sem auðheyrt var að var
nú orðinn reiður, þó að hann reyndi að leyna
því.
“Gæti eg fengið að tala við Coru áður en
eg fer?’’ spurði Jón.
“Nei, ekki að þessu sinni. Eg veit hún
skrifar yður áður en margir dagar líða," sagði
Gerald í svo ákveðnum róm, að Jón sá það
þýðingarlaust fyrir sig að segja meira um
það mál.
“Veit Cora hvaða afstöðu þér hafið tekið
í þessu máli?‘ ’spurði Jón svo.
“Nei," svaraði jarlinn stuttur í spuna.
Það var fróun fyrir Jón að heyra það. Hann
vissi, að þetta brugg þeirra bræðranna var
þá ekki með hennar samþykki.
“Þá hefi eg ekkert meira hér að segja,’*
sagði Jón með mestu fyrirlitningu og hjóst
til að fara. “Verið þér sælir, hágöfugu herr-
ar." Að svo mæltu fór hann út úr stofunni og
lét hurðina all hranalega aftur á eftir sér.
Bræðurnir sátu báðir þögulir um stund
eftir að Jón var farinn. Loks rauf jarlinn
þögnina og mælti:
“Eg hefi nú enn meira álit á þessum
manni, eftir en áður.”
“Það hefi eg einnig. Mein væri okkar
málum að því, ef hann tæki sér sæti á and-
stæðingabekkjunum, þegar þingskifting fer
fram, því eins og við vitum báðir, þá stend-
ur stjórnin svo tæpt, að hún má ekki við því,
að eitt einasta atkvæði falli til andstæðing-
anna. Skyldi Strand skilja það, að hann hef-
ir stjórnina í hendi sinni. Hann getur ráðið
hennar forlögum. Eg óttast stórlega ,aö
hana snúist á móti okkur og stjórninni. Ef til
vill höfum við ekki viðhaft heppilega aðferð
hér í dag. — Hann er öðruvísi en fólk gerist
alment."
“En hvað á eg að segja við Coru?”
spurði jarlinn.
“Hún er góð og skynsöm stúlka, og ef til
vill viljug til að nota áhrif sín við hann til að
hjálpa okkur.”
: “Eg get ekki að því gert, en mér fellur illa
að blanda framtfðarvelferð dóttur minnar inn
í pólitík.”
, “Það fellur mér líka ilia. En svo tekur
Cora svo mikla hlutdeild í stjórnmálum, að
vel má svo fara að alt gangi að óskum fyrir
okkur. Ætti eg að fara og hafa tal af henni?’’
. “Já, en vertu varkár í orðum. Við megum
ekki móðga hana í neinu.”
“Eg mun hafa það hugfast,” sagði Gerald
hiigsi.
I “Eg vil beldur ekki móðga Strand, ef
hægt er að komast hjá því. Einkennilegt er
það, að mér fanst honum í dag svipa til ein-
hvers, sem eg þekki. Framkoma hans öll og
andlitssvipur minti mig svo sterklega á ein-
hvern — en hvern? Mér fellur vel við hann —
©g get ekki að því gert,’ sagði jarlinn og var
ekki laust við klökkva í röddinni.
\ “Eg fann til þessarar sömu tilfinningar.
Það var eins og hann vekti hjá mér löngu
gleymdar endurminningar. Ef hann snýst ekki
á móti okkur í stjórnmálum, þá finn eg að
hann verður óslítandi þráður í sál minni. En
það þarf líklega ekki að gera því skóna. Hann
er altaf að bögglast með þetta, sem hann
kallar sannfæringu, og setur hana í dyrnar,
svo skynsemin kemst ekki inn — og verður
úti.”
V. kapítuli.
Gerald Southwold var í orðsins fylstu
merkingu stjómmálamaður og flokksmaður
eindreginn. Stjórnmálaflokkur sá, sem hann
fylgdi að málum, var honum fyrir öllu. Ekki
svo að skilja að hann vildi ekki landinu og
þjóðinni vel og sjá hag þess í öllu, svo lengi
sem þessi hagur kom ekki í bága við hug-
sjónir og stefnu hans flokks. Hann hafði al-
ist upp í þröngu pólitísku umhverfi; sál hans
nærst af sérstökum stefnum, sem einskorðað-
ar voru við sérstakt flokksnafn. Það væri
naumast ofmælt, þó sagt væri, að hans flokk-
ur væri hans guð. Nú í nokkur ár var hann
búinn að vera forsætisráðherra, með nærri
því ótakmarkað vald. Hann gat ekki hugsað
til þess, að andstæðingaflokkur hans kæmist
til valda. En þar sem auðsætt var nú að Jón
Strand hefði það fylgi á þingi, að hann gæti
ráðið niðurlögum stjómarinnar, fanst Gerald
sjálfsagt að beita öllum kröftum og aðferð-
um til þess að fá Jón í lið með stjórninni.
Það kemur fyrir, að það virðist óhjá-
kvæmilegt fyrir forsætisráðherra, að viðhafa
þá aðferð, jafnvel við sína eigin flokksmenn,
að lofa þeim hærri stöðum, launahækkun og
fleiru, til þess að hafa áhrif á atkvæðagreiðslu
þeirra í ýmsum málum, sem stjórninni er á-
fram um að koma í gegn á þingi. Þess háttar
er ekki af sumum álitið neitt óheiðarlegt:
það er aðeins einn þráðurinn í hinum pólitíska
vef flokkanna. Svo em aðrir menn, sem víkja
aldrei frá því, að vinna landi og þjóð gagn
án nokkurs tillits til eigin hagsmuna. En aðr-
ir eru þátttakendur í hinum pólitíska leik ein-
ungis fyrir eigin hagsmuna sakir, og þekkja
ekki land og þjóð í því sambandi. Þeir menn
leika þannig, að láta kaupa fylgi sitt með
einu málinu í dag og öðru á morgun. Ef þeir
svo ekki fá það, sem þeir biðja um, láta þeir
óspart heyra til sín, utan þings og innan. —
Gerald Southwold hafði oft mátt kenna á
þess háttar hrossakaupum í pólitík.
Stundu eftir að jarlinn fór út úr stofunni
frá bróður sínum, kom Cora inn. Hún gekk
yfir þangað sem föðurbróðir hennar sat niður
sokkinn í hugsanir sínar um viðtalið við
Strand.
"Faðir minn sagði, að þig langaði til að
tala við mig, frændi. Er það eitthvað viðvíkj-
andi herra Strand?” spurði hún.
Gerald sá á svip hennar að hún mundi
vera við öllu búin.
“Já. Hvað hefir faðir þinn sagt þér af
viðtalinu við Strand?”
“Ekkert. En þar sem hann sendi mig til
þín, býst eg við að það sé eitthvað frekar ó-
geðfelt, sem eg á að hlusta á.”
“ Þetta er ekki rétt hugsað hjá þér. Satt
að segja, er faðir þinn reiðubúinn að sam-
þykkja ráðahag ykkar Jóns. Hann meira að
segja hálft um hálft sagði honum það.”
“Svo mikið veit eg þegar," svaraði Cora
lágt og kuldalega.
“En okkur vantar tryggingu fyrir þvf
frá Strand, að hann geri ekki flón úr sjálfum
sér. Stiltu geð þitt, kæra Cora, og hlustaðu
á það, sem eg hefi að segja. Það er ekki nauð-
synlegt fyrir mig að útskýra fyrir þér hið
pólitfska ástand í landinu. Þér er það eins
kunnugt og mér. Þér er einnig full-ljóst, að
Jón er nokkurs konar sjálfkjörinn leiðtogi
þeirra manna, sem kalla sig verkamanna-
sinna, og hefir því talsvert afl að baki sér. Ef
hann nú gengur í lið með okkur, þá erum við
vissir um völdin í næstkomandi fjögur ár.
Ef hann aftur á móti skipar sér í lið með and-
stæðingum stjórnarinnar, þá er stjórnin fall-
in, og mundi lítið hjálpa, þó gengið yrði til
nýrra kosninga.”
Cora hlustaði á frænda sinn með sér-
stakri eftirtekt, en lét ekki á sér sjá þau á-
hrif, sem orð hans höfðu á hana.
“Ef Jón Strand elskar þig, Cora," bætti
hann við, “eins heitt og innilega, sem hann
lætur í ijós, þá ættu ekki að vera nein vand-
ræði fyrir þig að fá hann til að láta að orð-
um þínum og gera eins og þú biður hann að
gera, viðkomandi þátttöku hans eftirleiðis í
stjórnmálunum.” Gerald talaði nær því í biðj
andi róm.
“Eg vil helzt ekkert blanda mér inn í
þessi mál, eða að þau á nokkurn hátt komi
mínum einkamálum við," sagði Cora hugs-
andi.
“Þú gleymir, að með því að taka hlut-
deild í þessum málum, ert þú að byggja upp
þína eigin framtíð. Þar að auki veit eg að
þú skuldar föður þínum þann greiða — og
kanske mér. Það er ekki eins og við séum
að fara fram á við þig að fórna neinu. Þú
þarft ekki annað en að láta skilja á þér, hver
vilji þinn er í þessu efni, og mun þá framtíð
okkar allra borgið.’’
“Veit faðir minn, hvers þú ert að biðja?”
“Já, og við höfum dálítið minst á það
við Strand sjálfan.”
“Þú verður að segja mér satt og rétt frá
því, sem þið töluðuð við hann, og hver svör
hann gaf,” sagði Cora áköf.
Gerald sagði henni ekki beint út ósatt, en
passaði að haga orðum sínum þannig, að hún
ekki gæti skilið af þeim, að Jóni hefði verið
sett þetta að skilyrði fjTir samþykki föður
hennar, og að hann hefði neitað að samþykkja
slíka samninga. ,
“Við aðeins reyndum að finna út, hvernig
hugur hans stendur í þessu máli,” sagði Ger-
ald, *en Jón neitaði að gefa það til kynna á
nokkurn hátt.”
“Gott og vel. Eg tala við föður minn um
þetta. Eg lofa engu að svo
komnu máli, í þessu sam-
bandi,’ sagði Cora ákveðin.
“Látum okkur breyta um
umtalsefni,” sagði Gerald
öllu þýðari í rómnum. “Þetta
trúlofunarmál kom nokkuð
flatt upp á okkur. Þér er
það ekki ókunnugt, að vel-
ferð þín, Cora, og hamingja
er okkur bræðrunum fyrir
öllu öðru. Heldur þú að Jón
Strand hafi nokkru sinni at-
hugað, hvort hann væri fær
um að sjá fyrir konu af þinni
stétt? Eg trúi því ekki að
hann gæti vitað til þess að
ættingjar þínir yrðu að sjá fyrir þér. Til þess
mundi hann vera of stoltur. Ef hann kæmist
í góða stöðu hjá stjórninni, yrði til dæmis
ráðgjafi, þá skiljanlega yrði alt auðveldara
viðfangs.”
“Þú sagðist ætlíi að breyta umtalsefninu.
Eg kem ekki auga á breytinguna,” sagði Cora
kuldalega, um leið og hún gekk til dyranna
í þeim tilgangi að fara að finna föður sinn.
Jarlinn vonaðist éftir henni, er hún væri
búin að tala við Gerald. Cora tók eftir því
strax og hún sá föður sinn, að svipur hans
var ekki eðiilegur. í andliti hans ríkti ekki
hin vanalega kyrð og blíða, sem einkendi svo
svip hans, er hún var hjá honum.
“Eg hefi verið að tala við frænda,” sagði
hún. “Pabbi! Við skulum vera einlæg hvort við
annað. Er samþykt þín á trúlofun okkar
Strands bundin því skilyrði, að' hann gangi í
lið með stjórninni á þriðjudaginn kemur?”
“Eg hefði óskað að þú hefðir ekki sett
spurningu þína fram þannig. Eg veit að þú
vílt hjálpa okkur, Cora. Og þú getur það. Það
þarf ekkl nema eitt orð af þínum vörum til
Strands, og þá er öllu borgið. Þú skilur við
hvað eg á.”
“Skykii það,” sagði hún hugsandi.
Jariinn elskaði dóttur sína, og vildi því
ekki segja neitt, eða gera neitt það, sem gæti
móðgað hana eða sært tilfinningar hennar.
En hann hafði sömu skoðun og bróðir hans,
forsætisráðherrann. Hann áleit að velferð
landsins væri undir þvi komin, að núverandi
stjórn sæti kyT við völd. Hugsaði hann sér því
að fara eins langt og hann mætti, í þvf að
fá Coru til þess að beita áhrifum sínum á
Strand.
Hann lagði handlegg sinn utan um hana
og kysti hana blíðlega.
‘“Eg skil það ofur vel, dóttir mín, að
þér muni falla það illa, að blanda þér inn í
pólitískar skoðanir Jóns, svona rétt eftir trú-
lofun ykkar. En þó veit eg að þú munir gera
það fyrir mín orð. Eg færi alls ekki fram á
slíkt við þig, ef eg væri ekki sannfærður um
að með því væri eg að gera herra Strand stór-
greiða, þó hann ef til vill nú líti ekki þannig'
á það. Þú hlýtur að sjá og viðurkenna, að
hans núverandi staða í lífinu er alls ekki sam-
boðin þinni. Hefi eg því fulla ástæðu til að
mótmæla trúlofuninni, nema mér sé sýnt fram
á, að hann geti gert þig hamingjusama, og
þú þurfir ekki að hrapa niður mannfélags-
stigann. Má eg beina að þér einni spurningu,
Cora? Gætir þú lifað hamingjusömu lífi með
Strand, ef hann gerðist svarinn andstæðing-
ur Geralds frænda þíns?”
“Nei,” svaraði hún lágt.
“Þá munt þú vera mér sammála um
það, að þetta sé mikils varðandi mál fyrir
framtíð þína. Gerald er mikið efnaðri maður
en eg er. Tekjur mína eru af skornum skamti
svo eg hefi aðeins nóg fyrir mig. Getur það
því ekki verið hugsanlegt, að eg fái ekki séð
fyrir ykkur báðum eins og þyrfti?”
“Jón mun aldrei vonast eftir neinu þess
háttar, né heldur þiggja, þó boðið væri.”
“Má eg spyrja, hvernig hugsið þið ykkur
að fieyta fram lífinu?” spurði hann glottandi.
r‘Jóni tekst hæglega að sjá fyrir því, að
okkur skorti ekkert. Og það nægir mér. Hann
hefir bæði viti og drengskap á að skipa, og
það er dýrmætt hverjum manni að hafa það
— dýrmætara öllum peningum, fasteignum og
— ímðynduðum metorðum.” Hún lagði mikla
áherzlu á þessi orð sín.
“Viðurkenna skal eg það, að hann hefir
yfir góðum gáfum og miklu viti að ráða. En
hverjum er gagn að því að eiga vitið og gáfurn'
ar, ef hann ekki hagnýtir sér það. Og nú er
eg að biðja þig að hafa áhrif í þá átt, að hon-
um megi koma þessir kostir að sem beztum
notum. Ef hann fer heimskulega að nú, þá
geta liðið mörg ár þar til hann kemst í þá
stöðu, sem honum er nokkurs virði fjármuna-
lega. Aftur á móti, ef hann stígur spor í
rétta átt nú, þá mun frændi þinn sjá svo um,
að honum verði auðfarin leiðin áfram og upp
á við, til auðs og metorða. Eg tala svo ekk-
ert frekar um þetta mál nú.”
Hún leit til föður síns snögglega.
“Eg held eg skilji þig, faðir minn,” sagði
hún. “Nú ætla eg að fara út, og kem ef til
vill ekki aftur fyr en um kvöldverðartíma.
Bíðið ekkert eftir mér.”
Robin
FI/
Hood
UR
BRAUÐIÐ ÚR ROBIN HOOD MJÖLI
ER BEZTI VINUR VERKAMANNSINS
Stundu síðar var hún komin út í bíl sinn,
og ekin af stað til heimilis Jóns. Hún kveið
fyTir að inna það verk af hendi, sem hún
hafði í huga. Orð föður hennar höfðu haft
mikil áhrif á hana sökum þess, að hún fann
að þau voru sönn. Hún leit þannig á, að ef
Jón færi ekki inn með stjórninni, þá gæti það
leitt til þess að þau yrðu að bíða mörg ár,
þar til sá tími kæmi, að þau gætu gift sig.
Hún gat ekki hugsað til þess að fresta yrði
giftingu þeirra sökum fjárskorts og fátæktar.
Það yrði meiri móðgun fyrir hana en hún
gæti þolað.
•
Þetta var í fyrsta skifti sem Cora hafði
komið í höll Cobdens gamla, heimili Jóns
Strand. Henni varð starsýnt á hina hrikalegu
stigaumgerð, er lá upp að framdyrum húss-
ins, og hinn breiða steinstiga. Það greip hana
í fyrstu einhver óttf, en henni hægði, er hún
var komin upp tröppurnar og að framdyrun-
um, og sá nafnið “Jðn Strand” á koparplöt-
unni til hliðar við dyrnar. Hún barði að dyr-
um, en það var ekki íyi en hún hafði barið
aftur hærra og lengtir en í fyrra skiftið, að
hún heyrði fótatak fyrir innan.
“Get eg fengið að tala við herra Strand?”
spurði hún, og rannsakaði um leíð með aug-
unum þann ,sem til dyra kcm, en það var
gamli Cobden. Hann var klæddur í morgun-
slopp, sem 8uðséð var að hafði séð betri daga.
Það duldist henni þó ekki við í.vrrtu sjón, að
sá sem í sloppnum var, þrátt íyrir hans ytra
útlit, var sannarlegt prúðmenni.
“Herra Strand er ekki heima sem stend-
ur,‘ ’svaraði hann góðlátlega. “Eru nokkur
skilaboð, sem ungfrúin vildi skilja eftir til
hans?” spurði hann svo.
Coru féll vel í geð rödd þessa manns.
Henni fanst hún hljóma svo vel og þýtt í
eyrum sínum.
“Eruð þér herra Jock Cobden?”
“Já."
“Eg er Cora Southwold. Mætti eg koma
inn og bíða þar til herra Strand kemur heim?
Eg þarf nauðsynlega að finna hann.”
Cobden gamli leit sem snöggvast á klæða
burð sinn, sem hann óefað sá, að var alt
annað en heppilegur. við svona tækifæri. Svo
opnaði hann dyrnar alveg.
“Gerið svo vel, ungfrú Cora, að koma
inn. En svo verð eg biðja yður að afsaka
meðan eg fer og skifti um föt. Eg er sízt
klæddur til að taka á móti gestum. Það eru
nú liðin mörg ár síðan kona hefir heimsótt
þenna bústað.”
Hann leiddi svo Coru inn í setustofuna
og bað hana að taka sér sæti í stórum hæg-
indastól, er hann hagræddi fyrir hana. Fór
hann svo út úr stofunni.
Þegar Cora var orðin ein eftir, notaði
hún tækifærið til að renna augunum yfir
stofuna, er elskhugi hennar hafði lifað í mest-
alla æfi sína. Þó þar inni bæri alt ljósan vott
þess að konuhönd hafði ekki raðað hlutun-
um, var þó öllu smekklega fyrirkomið og
hreint þar í stofunni. Hún gekk yfir að borði,
sem þar stóð, og henni fanst endilega, að
mundi tilheyra Jóni. Á borðinu lá reykjar-
pípa og nokkrar eldspítur; bækur og blöð.
Sá hún þar ritföng og þéttskrifaða pappírsörk.
Silfrað tóbakshylki stóð þar og var nafnið Jón
Strand greypt á aðra hlið þess. Þessir munir
urðu henni strax sem helgir gripir. Henni
fanst sem hún mætti ekki snerta við neinu
þessu. Þar sem hún stóð þarna við borðið
og athugaði þessa muni Jóns, eins og í draumi
— kom henni til hugar hvernig lögfræðinga-
skikkja mundi fara Jóni. Hún varð að biðja
hann að klæðast sinni, og sjá hvernig hún
færi honum, þegar hann kæmi heim.
“Þér hafið verið mjög góðar við dreng-
inn minn,” sagði gamli Cobden, sem nú kom
inn í stofuna og leit nú út sem alt annar
maður í snyrtilegum dökkum klæðisfrakka.
“Það er eitt, sem hann hefir farið á mis við
um æfina, og það er blíða frá jafn yndislegri
stúlku og þér eruð, ungfrú Cora. Síðustu tvo
mánuðina hefi eg mikið hugsað um framtfð
Jóns..”