Heimskringla - 07.12.1932, Síða 7

Heimskringla - 07.12.1932, Síða 7
WINNIPEG 7. DES. 1932 HEIMSKRINGLA 7. StÐA GAMALL FJARSJÓÐUR FUNDINN. Peningafalsarar á 10. öld. Fagran sólskinsdag í sumar, ^>að var 18. júlí, var maður að plægja akur, Anton Morten- sen í Over-Randslev, í Hads- héraði. Alt í einu rakst plógs- hnífurinn í eitthvað hart, og "þegar betur var aðgætt, kom f ljós að þarna var stórt leir- ker. Efri hluti þess hafði brotn- að þegar plógurinn rakst í það, en neðri hlutinn var heill, og þegar hann var grafinn upp, (hann var ekki nema svo sem 17 til 18 cm. undir grassverði, kom í ljós að hann var fullur af silfurmyntum. í>eim var öll- um safnað saman af mestu kost gæfni og nákvæmlega rannsak- að þar um kring, hvort ekki væru fleiri peningar í moldinni. — Þegar farið var að telja þen- Ingana, kom í ljós að þeir voru 238 alls. Þegar slíkir silfurpeningar koma úr jörð, eftir að hafa leg- ið þar niðurgrafnir í 1000 ár — en svo lengi hafa peningar þess- ir legið í jörðu, eru þeir ekki mjög ásjálegir heldur kolsvartir og letrið á þeim ólæsilegt. En þegar þeir komast undir hend- ur manna á safninu, þá breyta þeir svip, og sumir verða alveg eins og nýslegnir. Þegar farið var að athuga fjársjóðinn betur, kom í ljós, að þarna voru 234 arablskir (kúfiskir) peningar, tveir pers- neskir, frá ríkisstjórnarráum Sassanide ættarinnar og tveir evrópískir. Mestur hluti arab- Isku peninganna eru frá tíma- bilinu um 909 eftir Krists fæð- ingu, en nokkrir eru eldri. Með- al þessara peninga eru ekki all- fáir, sem mótaðir hafa verið á dögum æfintýra-kalífans Har- un-al-Raschid. Hann sat að völdum um 786—809. Senni- legt er að fjársjóðurinn hafi ekki verið fólginn í jörðu fyr en um miðja 10. öld. Um þetta leyti áttu Norður- lönd mikla verzlun við Austur- lönd, og fór hún yfir Rúss- land og Eystrasalt. Það eru til áreiðanlegar sagnir um það, að arabiskir kaupmenn komu alla leið til Heiðabæjar, en þar var þá miðstöð grávöruverzlunar- Innar, en grávara var aðal út- flutningsvara frá Norðurlönd- um. Arabiskur rithöfundur, Ibn Fadlan, lýsir nákvæmlega menn ingu Norðurlanda og siðum þar, aðallega eftir því sem hann hef ir kynst þessu meðal sænsku víkinganna, sem stofnuðu ríki hjá Novgorod. Hann lýsir þar meðal annars útför höfðingja nokkurs, þar sem hann var við- staddur, og er lýsing hans mjög samhljóða því, er norrænar sagnir segja um útfarir á því tímabili. Efitrtektarvert er það að arabiski rithöfundurinn út- málar átakanlega, hvflíkur sóða skapur hafi átt sér stað meðal norrænu barbaranna. Gjaldeyririnn í viðskiftum norrænna manna og Asíubúa, hvort heldur þau viðskifti fóru fram í Rússlandi eða á nor- rænni grund, voru austurlenzk- ar silfurmyntir, sjaldan gull og kopar aldrei. Silfurpeningarnir voru ekki teknir sem gjaldmið- ill, eftir því sem þeir giltu í heimalandinu, því að norrænir menn báru ekkert skypnbragð á það, heldur voru þeir vegnir. Og ef ekki var hægt að fá á- kveðinn þunga úr heilum mynt- um, þá voru menn ekki að vfla það fyrir sér að höggva þær í sundur. Þessir arabisku peningar, er voru gjaldmiðill á Norðurlönd- um, komu frá löndum, þar sem menning var á háu stigi, enda þótt að þar væri stjómarfars- leg afturför. Silfurpeningamir bera vott um vinnubrögð á háu stigi. Aletranirnar eru smekk- lega gerðar og vel raðað niður. Og hvert tímabfl hefir sinn sérstaka svip á þeim. Þótt mynd imar séu orðnar mjög slitnar, má þó ákveða aldur þeirra, ef aðeins einhversstaðar sést móta fyrir því, sem á þeim hefir stað ið. Á arabiskum peningum frá miðöldum er vanalega getið um ártalið og hvar þeir séu mót- aðir. Ártalið er ekki með tölu- stöfum, heldur með bókstöfum og er þess vegna oft auðveld- ara að komast fram úr því. Oft er líka getið nafnsins á þeim kalífa, sem ríkti þegar myntin var slegin. Á þenna hátt geta myntirnar gefið góðar upplýs- ingar um tímatal í fornsögunni, það er að segja, ef þær em ó- falsaðar. En því er ekki altaf að héilsa. 1 sjóðfundinum hjá Randlev er tiltölulega mikið af eftirlíking- um. Á þeim myntum verður ekki ráðið fram úr því, hvað áletranimar eiga að þýða, það er oft eitthvert krot út í blá- inn, en á að vera arabiskir staf- ir. Sumar myntirnar em eins mótaðar báðu megin. Þessar myntir eru senntlega gerðar af kaupmönnum, sem áttu við- skifti við Norðurlönd, þar sem menn kunnu ekki að lesa letrið og gátu því ekki uppgötvað, að myntimar voru falsaðar. Hvorki í Bagdad né í Samarkand hefðu þessar myntir verið gjald gengar. í fjársjóðnum fanst ein merkileg mynt. öðrumegin var mót hennar öldungis rétt í alla staði, og eftir því að dæma hefði hún átt að vera slegin á dögum "abbasidiska” kalíf- ans Mutadid, sem sat að völd- um 892—902, að voru tíma- tali. En hinumegin á myntinni voru meiningarlausar og sund- urlausar eftirlíkingar á arabisk- um táknstöfum. Á þessu sést, að sá sem hefir gert þessa mynt, hefir á einhvern komist rétt mót á annari hlið myntar- innar, en svo bjargað sér eins og hann bezt gat með hina hliðina. Það eru mestar líkur til þess að þessar fölsuðu myntir, sem ætlaðar voru Norðurlandabúum hafi verið slegnar í einhverri borg á verzlunarleiðinni að aust an. Manni kemur helzt Astrak- an til hugar. Verzlunarleiðirnar láu á þeim dögum eftir fljótun- um, annaðhvort eftir Volga til landanna hinumegin við Kas- píahafið eða þá eftir Duna og Dnjeper til Litlu-Asíu og Byz- ants. Það voru engar smáræðis fúlgur, sem bárust til Norður- landa eftir þessum leiðum. 1 Svíþjóð hafa menn fundið um 100 þúsund arabiskra peninga. Flestir þeirra hafa fundist á Gotlandi, enda var þar mesta viðskiftastöðin í Eystrasalti. — Þ'aUan lágu viðskiftaleiðarnar um Borgundarhólm, Falstur og Heiðabæ. Um 1015 lézt Vladimir kon- ungur helgi í Rússlandi, sem þrátt fyrir heilagleikann var hið mesta ruddamenni. Þá hófst ægileg borgarastyrjöld í land- inu milli sona hans, og þá tept- ist viðskiftaleiðin til austurs, og verzlunin varð að beinast í aðr- ar áttir en til Norðurlanda. Og þessi viðskiftaleið hefir aldrei opnast aftur. Þetta sézt meðal annars á því, að yngstu ara- bisku peningarnir, sem fundist hafa á' Norðurlöndum, eru frá 10. öld, og að þeir eru flestir frá hinum austlægu Múhameðs- manna löndum. Sifurpeningarnir, sem fund- ust hjá Randlev, eru tvenskon- ar: “abbasidiskir" kalífapening- ar eða “samanidiskir”. Saman- ida konungsættin stofnaði á 10. öld uppgangsríki, (þótt ekki ætti það sér langan aldur) fyrir austan Kaspíahaf, umhverfis borgimar, Buchara, Samarkand og Taschent. Flestar hinar ara- bisku myntir, er fundist hafa á Norðurlöndum, eru þaðan. Það virðist svo sem að mikil auðlegð hafi verið í þessu ríki, að minsta kosti fyrstu árín. — Konungarnir héldu vemdarhendi yfir skáldskap og vísindum, og urðu frægarí fyrir það heldur en stjórasemi sína. Vegna þess hvað arabiskir peningar hafa fundist víða á Norðurlöndum, er auðséð að viðskiftin við Austurlönd á þeim tímum — 10. öld — hafa verið miklu meiri heldur en menn hafa gert sér í hugarlund til þessa. Af því getur maður aftur dregið þá ályktun, að réttarör- yggi hafi veríð meira á þeim tímum, heldur en flestir hafa ætlað. Auðvitað voru þá til ræningjar, bæði á sjó og landi, og þó sérstaklega sjóvíkingar, en ef það hefði verið reglan, en ekki undantekningar, að frið- samir kaupmenn lenti í ræn- ingjahöndum, þá hefðu verzl- unarferðir milli Asíu og Norð- urlandi fljótlega lagst niður, og þá hefði enginn verið til þess að flytja hið mikla arabiska silfur til Norðurlanda. Mikið af bví arabiska fé, sem fundist hef ir, má telja að verið hafi fjár- sjóðir kaupmanna, sem þeir hafa geymt á ýmsum stöðum, þar sem leiðir þeirra lágu um. Það sést meðal annars á því, að fé þetta er oftast nær grafið grunt í jörð, því að oft hafa kaupmenn þurft að vera fljótir að grípa til þess. Það er auðvit- að aðeins þar sem eingöngu finnast myntir, að maður getur kallað slíkt sjóði kaupmanna. En þar sem eru ýmsir verð- mætir grípi rásamt peningum, svo sem eins og í fundinum hjá Terslev, þá horfir öðruvísi við, og þá er líklegt, að um sé að ræða fjársjóðu, er menn hafa falið í jörð á ófriðartímum, eða fólgið af öðrum ástæðum. Lesb. Mbl. ENDURMINNINGAR Eftlr Fr. GuBmundtson. Frh. Allan þann tíma, sem eg var í nágrenni við séra Vigfús, var bróðursonur hans, Björn Páls- son gullsmiður, ráðsmaður á staðnum. Hann var einn sá fjölhæfasti og duglegasti mað- ur, sem eg hefi þekt. Hins veg- ar var það Ingunn Björnsdóttir Skúlasonar, og systurdóttir sr. Vigfúsar, sem stjómaði búinu innan húss. Var þá vel fyrir séð á báðum endum, því að hún var dugleg og stjórnsöm mynd- arkona. Rausnarlega var á hald- ið og vel til allra veitt. Þannig hafði þá stórfeld breyt ing orðið á Sauðnesstað í tíð séra Vigfúsar. Byggingar veg- legri og varanlegri, og staður- inn kominn upp á sjónarhæðina, sem hann áður faldist undir. — Þessa framkvæmdarsemi kunnu sveitarmenn vel að virða og þakka, því öllum þótti vænt um Sauðanes og það leyndi sér ekki að menn voru orðnir hreyknir af staðnum. En seinna lærðu Langnesingar að sjá það, að föstu búskaparregluna og heim- ilisfegurðina hafði vantað á staðinn, þangað til að frú Hólm- fríður kona séra Amljótar tók þar við stjórn. Eg hefi hvað eftir annað hitt menn, sem hafa fyrir ímynd- aðar sakir, verið svo uppstopp- aðir af andúð gegn séra Ara- ljóti, að þeir hafa ekki getað látið frú Hólmfríði konu hans njóta sannmælis. Og þeir muna ekkert merkilegt að hafa heyrt af henni, annað en að hún hefði verið stolt. Og þá vilja menn hafa það eins og sjálf- sagt, að hún hafi verið einföld. Því er nú ver, að eg þekti ekki frú Hólmfríði eins vel og þeir, sem voru heimilismenn henn- ar og það máske fleiri ár. En mér finst það heldur ekki á- stæðulaust, að menn héldu að hún væri stolt. Mér fanst það líka fyrst framan af, en það eyddist altaf því meir, sem eg sá hana oftar, unz það var orð- ið tilhlýðilegt. Þeirri konu, sem verður mörgum að stjórna til fullkominnar niðurstöðu, enga óhlýðni að þola og engum hálf- verkum að una. Eg man vel eftir því, þegar eg sá séra Jón Bjarnason fyrst í Winnipeg, að mér fanst hann stoltlegur, og eg var svo djarfur að eg hafði orð á þessu við einhvern. Ja, eg fékk það svo borgað, að eg bjóst ekki við að láta þá skoð- un mína aftur í ljós. En svo ári seinna, þá hitti eg Friðjón Frið- riksson frænda minn. Við höfð- um ekki sést í ein þrjátíu ár, og þurftum því margt að skrafa saman. “Hvernig lízt þér á séra Jón Bjarnason?” spurði hann. “Og ljómandi vel,” svaraði eg. “Já, það er gott,’ segir hann. “Það sýnist sumum hann stolt- legur svona í fyrstu, en það hverfur fljótt. Þá fékk eg áræði til að kann ast við að mér hefði sýnst prest urinn stoltlegur. En er það nú ekki oft svo, að hár, einbeittur og ákveðinn svipur, leiði til að ímynda sér að innifyrir búi stolt?. Við nánari viðkynningu geta menn þó komist að annarí niðurstöðu. Það heyrði eg að hún hefðl átt að segja vinnukonum sín- um, að hún vildi að þær köll- uðu sig frú. Um það veit eg ekki neitt, en frú Hólmfríður var hún ávalt kölluð á heimil- inu. Eg heyrði menn tala um það að frú Hólmfríður hefði engan rétt á frúartitlinum, því maður hennar séra Amljótur, hefði aldrei verið prófastur. — Aldrei skygndist eg eftir réttar- kalli manna að titlum og nafn- bótum. Rakst aldrei á nein lög fyrír slíkum sæmdum. Man hins vegar vísuna eftir Steingrím Thorsteinsson: Orður og titlar úrelt þing, eins og dæmin sanna, notast oft sem uppfylling í eyður verðleikanna. Hlægilegur skrípaleikur er það, er sama þjóðin keppist við að koma konum lítt mentaðra kaupmannabarna, kennara og bókhaldara, inn á frúargrund- völlinn, en fellir sig ekki við það að konur presta geti heitið frúr, þó menn þeirra hafi aldrei orðið prófastar. Mundi hins veg- ar nokkrum óvilhöllum manni detta það í hug, að séra Arn- ljótur hefði ekki getað verið prófastur. Eða þurfti nokkra sérsaka hæfileika til þess?. — Liggur það ekki í augum uppi, að séra Amljótur var ávalt meira og minna bundinn við þau störf, sem kröfðust meiri skilnings en prófastembættið. Séra Davíð Guðmundsson á Reistará var talsvert eldri mað- ur en séra Amljótur og mun hafa veríð orðinn prófastur, er séra Arnljótur kom að Bægisá. Það gat ekki verið nein kný- andi ástæða til þess að taka af honum, þeim heiðvirða presta- öldungi, prófastsembættið, til þess að fá öðrum það, svo sem séra Amljóti, þó hann væri því vel vaxinn. Þegar séra Arnljótur kom að Sauðanesi, hafði verið skipað- ur prófastur Norður-Þingeyjar- sýslu, séra Halldór Bjömsson á Presthólum. Ótal aðrar ástæður gátu lotið hér að, sem mér er ókunnugt um. Það sem eg á minni æfileið hefi kynst beztu búmönnum og verkstjórum, þeim sem notið mestrar virðingar og hylli hjúa sinna og verkafólks, þá hafa þeir allir gert sér far um, eða verið af náttúrunnar hendi gæddir þeim elginleika, að auð- sýna öllum undirgefnum nær- gætni, orðheldni og reglufestu, en forðast að láta verkafólkið gera sér of dælt við sig. Mér er ekki ókunnugt um það, að hjúin á Sauðanesi virtu frú Hólmfríði mikils, þó hún ekki væri leiksystir þeirra. Vel greindur verkamaður, sem vann í Sauðanesi fleiri ár, sagði við mig: Frú Hólmfríður kann betur en nokkur önnur kona, sem eg Dr. M. B. Halldorson 401 B.)r4 Bl<(. Skrlfatofuslml: JS674 Stuodar adrstakleBD lunnujtk- dómt. Br tt flnna á skrlfttofu kl 10—11 f. h. o( 2—< e. h. Helmlll: 40 Alloway Avt. Talafmli S318S G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. LögfrcetSingur 702 Confederation Life Bkl*. Talsimi 97 024 DR A. BLONDAL (03 lf.dlcnl Art* Bldg. Tnlitml: 22 284 Stuadnr aér.tnklecn kv.n.Júkddmn «8 bnrnnnjúkdðmn. — Afl hlttn: kl. 10—1« « k. oa 2—6 n. b. H.tmtlt: 804 Vlctor 8t. 8lmt 28 180 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFANSSON ISLENZKIR LOGFRÆÐINOAS á oðru gólfi 825 Main Street Talslmi: 97 621 Hafe einnig skrifstofur ett Lundar og Gimli og eru þer ett hitta, fyrsta miSvtkudeg I hverjum m&nuSi. Dr. J. Stefansson 31 f HKDICAL ART8 BLDO. H.rnl K.nn.dy o( Ornbnm Btnndnr .!■(••(* ni(Ua- cyrnn Telephone: 21 613 J. Christopherson. aef- og krerka-aJOkddaaa lsltnskur Lögfrcrtfingur Br n« hlttn frá kl. 11—18 t. h. os kl. I—S a. h. 845 SOMERSET BLK. Talafaat t 21884 Rolmlll: 488 McMUlan 4801 Winnipeg, Menitoke. DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medlcal Arta Bldf. Phone 21 8S4 Offlce ttnaar 2-4 Heimlll; 104 Home St. Phone 72 409 Dr. A. B. INGIMUNDSON Tannlaeknlr 602 MEDICAL ARTS BLDO. Sími: 22 296 Heimilis; 46 054 SimiB pantanlr yðar Roberts Drug Stores Limited Abygglleffir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiSsIa. Niu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Simi 27 057 hefi þekt, að láta menn ganga ánægða að verkinu.” “Hvernig fer hún að því?” spurði eg. “Ó, því get eg ekki lýst,” seg- ir hann. “Það er eins og hún skamti fólkinu metnað og á- huga með matnum og fram- komu sinni.” Mér þótti þetta svar gott, því mér vaf kunnugt um, að frú Hólmfríður hélt enga fyrir- lestra yfir heimilisfólkinu. Eg ætla nú að skjóta hér inn í ofurlítilli sögu, sem skýrir sig sjálf, og bregður ljósi yfir það, hve stolt frú Hólmfríður var. — Það eru rétt 40 ár síð- an þessi glaða og mér ógleym- anlega stund leið hjá. Það var þá lagt niður að hlaupa með bömin í belgjum á kirkjustað- inn til þess að láta skýra þau. Það hafði verið þur og góð tíð, og allir vegir í sveitinni þurrir og góðir yfirferðar. Eg þurfti að láta skíra bam. — Veðríð var bjart og fagurt — reglulegur september sólskins- dagur, en eins og eðlilegt var um þá árstíð, var fremur and- kalt orðið, nema um hádaginn. Eg skrifaði séra Araljóti fáar línur, og bað hann að koma með konu sína og dætur, svo hægt væri að syngja skíríngar- sálmana, mér til sannrar á- nægju. Maðurinn, sem eg sendi með bréfsnepilinn, kom aftur fljótlega með prestinn, konu hans og þrjár yngstu dætur hans. Mig minnir sú yngsta þeirra, Sigríður, vera þá 12 ára gömul; Halldóra lítið eldri, eða um fermingu, og Jóhanna inn- an við tvítugt. Allar voru þær hver annari fallegri og lífs- glaðari. Eg var konungur í mínu ríki og þóttist góður að hafa handsamað þenna virðu- lega hóp. Eg man að mér var vandi á höndum með gamla manninn, að ekki bærí ótilhlýði lega mikið á yfirburðum hans í mínum húsum. Eg var kom- Frh. í 8. bk A. S. BARDAL ••lur llkktstur o( usait um tttir- Ir. Allur AtbúnaVur •& b*atL Bnnframur a«lur bnnn (IbkMH mlnnlavnrbn o( l«(at*lnn. 848 8HBRBROOKS 8T. PkMti MAOT WlllKIPM HEALTH RESTORED Lakningar &n lyfja DR. 8. O. BINPSON, N.D., D.O., D.O. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Someraet Blk. WINNIPEG —MAN. MARGARET DALMAN TEACHBR Or PIABO W4 BAI4NING 8T. PHONE: 26 420 Dr. A. V. Johnson fslenzkur Tannlaknir. 212 Curry Bldg., Wlnnlpeg Gegnt pósthúsinu. Siml: 96 210. HelmlUa: 83826 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Bn((.(t »4 rnrnltnr. Mnwtmm 782 VICTOR 8T. 8IMI 24AOO Annaat ellakoner flutnlnge tna og eftur um bmlnn. í J. T. THORSON, K. C. tnlenckur li(lrK8li(n Skrlfitofn: 411 PARI8 BLDO. Simi: 96 933 ____________________________I 1 DR K. J. AUSTMANN Wynyard —Sask. Tnl.fmli 18 888 DR J. G. SNIDAL TANNLÆKNIR •14 SonerMt Block Portiff Arcooe WHVNIPM BRYNJ THORLAKSSON SttngatjM StlUlr Plenoa og Orftl Stml 88 845. 594 Alventoae M.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.