Heimskringla - 28.12.1932, Side 4

Heimskringla - 28.12.1932, Side 4
4. SfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 28. DES. 1932 iticímskrinjila (Sto/nuO ISSS) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. »53 og «55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537_______ VerS blaSsins er $3.00 ftrgangurinn borgirt fyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáOsmaOur TH. PETURSSON »53 Sargent Ave., Winnipeg Uanager THE VIKING PRESS LTD. «53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA «53 Sargent Ave., Winnipeg. “Helmskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. »53-355 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 28. DES. 1932 ÁRIÐ 1932. Sú hefir verið venja við áramót, að gera einhverskonar grafskrift yfir liðna árið. Er auðvitað ekkert að því að finna, þegar minningarnar um það eru mönn- um kærar. En séu þær það ekki, getur svo farið, að þær verði álíka velkomnar og útfararræða, sem miklu fleiri syndir sýndi að hinn látni ætti sér að baki, en góðverk. Alment er svo um liðna árið talað, sem það hafi verið kreppuár. Er því sízt að neita. En þó hefir það ekki verið kreppu- ár í öllum skilningi. Það hefir ekki verið hallærisár. Nægtabrunnar náttúrunnar hafa verið eins ótæmandi og nokkru sinni fyr. En samt er kreppa um allan heim eins augljós og það, að vatn er vott og eldur heitur. Á sitt af hverju hefir verið bent sem orsök kreppunnar. Einn segir hana stafa af atvinnuleysi, sem orsaki kaupgetu- leysi; annar af doðasótt í viðskiftalífinu, sem af tollum stafi; sá þriðji af vélafram- leiðslu, sem verðfalli olli á eignum og af- urðum o. s. frv. En sannleikurinn er sá, að flest eða alt þetta, er afleiðing krepp- unnar en ekki orsök hennar. Hin eigin- lega kreppa er fólgin í peningaskorti, — veltufjárskorti — en engu öðru. Truflunin, sem orðin er á öllum vana- legum starfsrekstri í þjóðfélaginu, er meiri en áður eru dæmi til. Viðskifta- og athafnalífið hefir verið eins og víxlaður hestur, sem ekki helst nema fáein skref á skeiðspori. Það eru auðsæustu afleið- ingar kreppunnar. Og svo víðtækar hafa þær orðið, að hvarvetna horfir til vand- ræða og jafnvel algerðs'úrræðaleysis. Þjóðfélögin hafa orðið að grípa til ýmsra óeðlilegra og óheillavænlegra ráða til að afstýra hörmungum og fári, sem alt auðvitað hefnir sín fyr eða síðar, vegna þess að þjóðfélaginu er um megn að halda því áfram til lengdar. Þjóðfélagið, eða stjórnir þess, smáar og stórar, fá því ekki við neitt ráðið, vegna þess að “afl til þeirra hluta, sem gera skal’’, er ekki í höndum þeirra, þó Rússinn og ef til vill fleiri haldi það. — Peningarnir eru í flestum löndum í hönd- um stofnana, sem í doðröntum þeim, sem kallaðar eru stjórnarskrár, eru hafn- ar upp yfir það að hlíta boði stjórna eða löggjafar. Þó ótrúlegt kunni að bykja, að nokkurt það starf sé til í þjóð- félaginu, er það samt sannleikur um starfrækslu peningavaldsins. Þó stund- um hafi verið farið fram á það af stjórn- um á þjóðþingum, að hafa hendur í hári með starfrækslunni, að breyta t. d. banka löggjöfinni, hefir því ekki fyr verið hreyft, en lögfræðisráðunautar stjórnanna hafa bent á, að þó þingið samþykki slík lög, þurfi peningavaldið eða bankarnir ekki að hegða sér neitt eftir þeim, því þau ríði í bága við réttindi þeirra í stjórnar- skránni. Þetta á sér oft og víða stað og kom fyrir á þingi Canada s.l. vetur. Svona örlátt og miskunnsamt er þjóð- félagið við peningavaldið. Það veitir því í stjórnarskránni ótakmarkað sjálfræði í rekstri fjármálanna, í þeim rekstri, sem hagur og heill þjóðfélagsins hvíla öll á. Peningarnir eru í fylsta máta afl þeirra hluta, sem gera skal. Án þeirra er ekkert varanlegt eða víðtækt hægt að gera. — Þeir eru miðillinn, sem alt er metið eftir í þjóðfélaginu. Þeir ná til allrar starfsemi og athafna í því. Þó að einhver eigi svo eða svo miklar eignir, eru þær honum ekki til neins, og hann má eins vel gefa þær allar í burtu, séu þær lítils eða einskis virði metnar á peningalega vísu. Dollarinn eða sterlingspundið ,eða frank- inn, eða markið, eða rúplan, eru drotnar þjóðfélagsins og undirstaða allrar vorr- ar siðmenningar. Þó hugsjónamenn, menningarfrömuðir og prestar, hvar sem er, séu að reyna að menta alþýðuna og sýna henni inn í æðri og fegurri heima, lifa menn aldrei í þeim heimum, meðan peningavaldið er frjálst að því, að skapa og byggja upp, að þvi er afkomu manna snertir, víti á þessari jörð, jafnóð- um og verið er að reyna að uppræta það úr sálum manna og lífi. En er nú peningavaldið, þrátt fyrir þessi pólitísku einkaréttindi sín í þjóðfé- laginu, í raunverulegum skilningi orsök kreppunnar? má búast við að margur spyrji. Á einhver dæmi þess væri því ekki úr vegi að benda. Verðleysi á öllum eignum og afurðum er nú svo mikið, að það hefir líklegast aldrei meira verið á þessari öld. Afleið- ingamar af því eru öllum auðsæjar. Þeg- ar verð bændavöru er t. d. hátt, vita all- ir, að velsæld leiðir af því. Þegar það er lágt, minkar kaupgetan, og menn verða að fara að spara við sig til þess að geta lifað. En nú er það verð einnar vöru, sem ekki hefir lækkað við þessa kreppu, held- ur hefir þvert á móti hækkað. Það er verð peninga. Þeir eru nú dýrari heldur en þeir hafa nokkru' sinni verið síðan um aldamót. Hvað leiðir af því? Það væri full á- stæða til að halda, að af því leiddi gott árferði fyrir peningavaldið, er umboð hef- ir þeirrar vöru — peninganna — árgæzka, svipuð þeirri, er bóndinn átti að fagna, þegar hveitið var $2.75 mælirinn. Með háverðið á peningum er þetta liðna ár að öllum líkindum eitt mesta veltiárið, sem á er hægt að benda í sögu siðaðra þjóða — fyrir peningavaldið. Fyrir þrem árum heyrðum vér eiganda íbúðarhúss í bænum Winnipeg biðja um $5,000 fyrir það. Nú er fyrir þessa sömu $5,000 hægt að kaupa tvö slík hús. Þetta, ásamt verði allrar vöru nú, er auðsætt dæmi af háverði peninganna. En svo spyrja menn: Hvaðan keöiur kreppan? Hverjir valda henni? Hverjir skyldu valda henni nema þeir, sem hún færir hátt verð vöru sinnar og árgæzku? Bóndinn eða verkamaðurinn, þ. e. alþýð- an, væri glettilega skyni skroppin, ef hún færi að skapa kreppuna fyrir alt það, sem hún nýtur góðs af henni. Auðvitað ber peningavaldið því við, að það hafi of lengi lánað út fé til iðju, sem beri sig ekki, og þess vegna sé eina ráðið að koma á jöfnuði milli verulegs auðs og peninga, að taka peninga úr veltu. Og það er gert með háverðinu á þeim. Þetta getur vel satt verið. En getur nokkurt vit verið í því, að efnaleg afkoma þjóð- félagsins sé háð annari eins stjórn, og fjármálarekstri peningavaldsins? Ef það getur ekki með rekstri sínum komið í veg fyrir aðra eins kreppu og þá, sem nú stendur yfir, virðist ekki eins ótímabært og mörgum þykir, að fá öðrum peninga- ráðin í hendur, t. d. stjórnunum, eins og mikið hefir verið talað um í seinni tíð. Enda er ekki ólíklegt, að þar að komi fyr eða síðar, að bankar, vátryggingafé- lög og lánfélög — og með því peninga- valdið — verði gert að þjóðeign. Ýmsir hafa nú bent á, að þá mundi ekki betra taka við, er það vald væri feng ið stjórnunum í hendur. En sannleikur- inn er sá, að stjórnir fengju þá fyrst framkvæmdarvald í hendur. Til þessa er varla hægt að segja,. að þær hafi haft það. Þó eru þær kosnar tíl þess að hafa með höndum framkvæmdir þjóðfélags- ins. Og þeim er haldið ábyrgðarfullum fyrír, hvernig rekstur þjóðfélagsins fer. Á þessum krepputímum eru það stjóm- irnar, sem fyrir skellinum verða frá sam- borgurunum í þjóðfélaginu. Þeim er kreppan að kenna að áliti almennings. Peningavaldinu hlýtur að vera skemt á þessum tímum, að sjá alþýðumanninn velta vöngum og heitast við stjórnirnar út af þessum krepputímum, sem það hef- ir sjálft skapað, til þess að tvöfalda gildi dollarsins í vörzlum þess, en vera sjálft skoðað saklaust eins og lamb og utan við alt slíkt. Hvað sem öðru líður, hefðu stjórnir geysimiklar tekjur af því, að taka pen- ingarreksturinn í sínar hendur. Vér yrð- um ekkert hissa á, þó annara beinna skatta þyrfti ekki mgð í þjóðfélaginu eft- ir það. En nú er verið að kreista reksturs- fé stjómanna út úr almenningi, með sí- hækkandi sköttum. Og með kostnaðinum sem af atvinnuleysinu fellur á stjórnirn- ar, hrekkur það ekki til. Lán þarf stöðugt að taka. Hvar? Hjá þeim, sem vöm þá — peningana — hafa, en halda aðgerða- lausum. Stjórnirnar eru eins og einstak- lingarnir, ekki aðeins upp á peningavald- ið komnar, þær mega greiða því þar of- an í kaupið, þá lánsvexti, sem það segir þeim að gera svo vel að greiða fyrir ó- makið. Hvað leiðir nú af þessu fyrirkomulagi, eða háttalagi, væri öllu réttara sagt? Það, að á þessu liðna ári hefir það farið að grípa huga margra allsterkum tökum, hvort flestar stjórnir í heiminum, hvort sem landstjórnir eru eða undirstjómir, séu ekki að verða gjaldþrota. Og sú spurn ing er óneitanlega á rökum bygð eins og nú horfir við. Það lét býsna nærri því fyrir skemstu, að það sæist í reyndinni hjá sumum Evrópuþjóðunum. Fyrir skömmu gaf sambandsstjórn Canada út peninga, sem lán á landssjóð. Nam upphæðin 30 miljónum dala. Fyrir að höndla þetta lán, greiddi stjórnin bönkunum 1%. Með því er eiginlega lán þetta tekið með 1 prósent vöxtum, í stað þess að stjórnin hefir vanalega greitt frá 4 til 5 prósent vexti af lánum. íslending- ur einn, og stjórnarandstæðihgur, hafði orð á því, að fallega hefði það sýnt sig þarna, hvað Bennettstjómin væri með bankavaldinu, að greiða bönkunum 1% af þessu fé. Sannleikurinn var sá, að með þessu tiltæki var stjórnin að svifta bank- ana 3% að minsta kosti af þeirra vana- legu vöxtum. En á lánsaðferð þessa er hér aðeins bent af því, að hún gefur hug- mynd um, hve þjóðeignarútgáfa rekstur- fjár landsins, er stjórninni stór hagur. Á aðferð þessa var auðvitað bent, sem ó- eðlilega myndun reksturfjár, eða miðils, en á móti því er nú aftur borið, enda sízt minni trygging bak við þetta fé — þar sem landið er bakjarlinn — en bankafé. Skattamálum þjóðarinnar innbyrðis vita allir hvernig komið er. Þar hefir bjargið verið klifið svo hátt, að hærra verður ekki komist, og eins og nú stend- ur á, er það eitt, sem verst horfir til í skattamálum. Það er að verið er að reyna að hækka þá á þeim, sem eitthvað eru að starfa með fé sínu. Á viðskiftum og hverjum öðrum starfsrekstri, sem reynt er að halda við, hvort sem að búnaði eða annari framleiðslu lýtur, er stöðugt ver- ið að hækka skatta. Með því er svo mikið fé úr veltu tekið, að hver viðskifta- stofnunin af annari og hvert bændabýlið af öðru legst í eyði. En stofnanir, sem á peningum liggja eins og ormar á gulli — eins og peningavaldið nú gerir — og ekki vill leggja það fram til neins starfs í þjóðfélaginu, það fé væri mjög tilhlýði- legt að skatta fyrir því, sem með þarf til þess að mæta útgjöldum stjórnanna, og forða þjóðfélaginu frá að sökkva dýpra en komið er. í sambandi við viðskiftakreppuna er vanalega þyrlað upp heilmiklu ryki um tolla. Hins er ekki gætt, að það er kaupgetuleysi manna um allan heim, sem viðskiftalífinu hnekkir. Vörur eru alstað- ar nægar til. En hvað þýða birgðir af þeim, þegar fé er ekki til að kaupa þær? Athafnalífið er nú í dái, af því að fé fæst ekki til neins. Af því leiðir atvinnuleysið. Og af atvinnuleysinu leiðir minkandi kaupgetu. Orsakir kreppunnar verða þann ig, í hvaða mynd sem afleiðingarnar birt- ast, ávalt raktar til breytni peningavalds- ins. — Miðill allra verðmæta — peningarnir — er ein dýpsta rótin á þjóðfélagsmeiðin- um. Þegar hún ber með sér aðra eins rotn un og á hefir verið bent, er hætt við að þess verði ekki langt að bíða, að fúi komi í tréð sjálft. Vér lofuðumst til í upphafi þessarar greinar, að minnast ársins liðna. Ef til vill virðist einhverjum lítið hafa verið að því gert. En þar sem endurminningar þess munu flestar vera í þá átt, sem hér hefir verið rætt um, virðist oss sem vér höfum ekki neitt á snið gengið við það. Að vfsu er þetta skuggalegasta og ó- frýnilegasta mynd þeirra minninga. En í henni er eigi að síður alvarlegasta minn- ingin um árið fólgin, og ætti þess vegna að vera það efnið, sem gaumgæfilegast væri íhugað á komandi ári, svo að losna mætti við hana úr minningakeðjunni við lok þess árs. Ef vér ættum að nefna nokkuð, sem gerst hefir á síðastliðnu ári, sem einhver bætandi áhrif getur haft á tímana fram- vegis, myndum vér aðeins benda á þrent. Það fyrsta er uppgjöf skaðabótaskulda Þýzkalands á síðastliðnu sumri. Annað er samveldisfundurinn í Ottawa. Og hið þriðja er kosningaúrslitin í Bandaríkj- unum. Að þessu upptöldu, munum vér eigi eftir neinu öðru er í víðtækum skiln- ingi gæti haft miklar breytingar í för með sér á ástandið eins og það er nú. OTTAWA SAMNINGARNIR EINSKIS VIRÐI í bréfi frá vini vorum Guð- mundi Jónssyni að Vogar, Man., sem birt er á öðrum stað í þessu blaði, er vikið að því, að sam- veldissamningarnir sem gerðir voru í Ottawa síðast liðið sum- ar, séu harla lítils virði fyrir bændur þessa lands, að minsta kosti bændur út við Vogar póst- j hús. Vér búumst við, að um- mæli þessi eigi ekki að skoðast ! á sandi bygð, enda þótt vér i komum ekki auga á að hellu- j T fullan aldarfjórðung hafa Dodd bjarglð Sem þau hvila á, se meguj Vi* bakverk. eiet oe blöðru, annað en stjórnmálaflokksfylgið meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla. ogf hau sén nokknrs konar mör- er stafa frá veikluðum nýrum. og pau seu noKKurs Konar mor ^ Þær erU( tu gölu j ÖUum lyfjabúg. fórn sem höfundurinn leggur um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir undirgefnast á altari þess. Flest >TPaat.a Þær tieiut frA andmæli gegn samningunum, I onto, Ont., og senda andvirðið þang- : hvort sem fram hafa komið á sambandsþinginu eða í sumum ' blöðum landsins, hafa af sama kafb sálmabókarinnar íslepzku, toga verið spunnin. ,sem inniheldur sálmana um Þegar frá raunverulegu sjón- t syncl °S fyrirgefningu, er í sam- armiði er í Ottawasamningana j anúurði við hinar gömlu sálma- litið, sjáum vér ekki hvernig það ! bækur eins og glaðasólskin á. | getur nokkrum dulist að Canada ■ sumardegi er í samanburði við ' er hagur að þeim. Er Canada blýgrátt þokuloft. í mjög fróð- t. d. enginn hagur að því, að leSri ritgerð nýútkominni hefir j geta selt korn sitt, hveiti, húsa- | verið bent á, að þessi eymda- | við, kopar, ávexti og flestar bún róður íslenzkra sálmaskálda fyr- i aðar-afurðir tollfrítt á Bret-.ir tveimur til þremur öldum hafi landi, á sama tíma og aðrar | stafað af báglndum og illri lík- þjóðir verða að greiða ærin toll anilegri h'ðan þjóðarinnar. Sjálf- fyrir slíkt? Er það einskisvert, * sagt er mikið til í því, en þess að hafa eflt viðskiftin einnig að ber líka að gæta. að trúarskoð- mun, síðan samningarnir voru! ar>irnar, sem kirkjan hélt að samþyktir, í Ástralíu, Nýja- Sjá- landi, Suður-Afríku og á ír- fólki og valdhafarnir í eigin- gjörnum tilgangi létu sér sér- landi? Bretland hefir keypt af le?a ant um að menn tryðu, j hveiti í ár 35 miljónir mæla voru svona, miðuðu fyrst og meira en árið áður. Nokkrir | fremst að því að innræta mönn- skipsfarmar af kopar hafa þang | um ömurlegu skoðun, að af að verið sendir frá Montreal. [ e{gin verðleik væru þeir minna [ Markaður fyrir húsavið héðan jen ekki neitt. Það er ekki að j hefir stórum aukist í Englandi, [ og Bretastjórn hefir skipað svo | fyrir, að allur viður til húsa- j gerðar sem á þarf að halda skuli keyptur frá nýlendunum, aðal- lega frá Canada (British Col- umbia). Og tuttugu lesta vagn- farma af kalkúnum frá Mani- | tobafylki er nú verið að selja á I torginu í London og öðrum borg j um á Englandi. Vér værum [ ekkert hissa á því, þó eitthvað | af þeim væri frá bréfritara eða [ nágrönnum hans út við Vogar pósthús. Sannleikurinn er sá, að sala j canadiskrar vöru í Englandi | hefir þrefaldast, síðan samning- [ arnir voru gerðir. Það er þeim I að þakka að Canada og nýlend- umar þurfa nú ekki að greiða j tollinn, sem Bretar lögðu á alla innflutta vöru og í gildi gekk 15. nóvember á þessu ári. Ef ekki hefði verið fyrir Ottawasamn- ingana, hefði Canada orðið að greiða þennan toll nú á vörum sínum í Englandi, sem aðrar þjóðir. SYNDIN. Frh. frá 1. bls. um sjálfum. Það má til dæmis nefna Calvin, þennan melting- arsjúka lögfræðing siðbótartím- anna, sem tók sér fyrir hendur að semja guðfræði og stofna guðsstjórnar-ríki í Genf. Aldrei hefir meira mannhatur komið í ljós f nokkrum trúarbrögðum en þeim, sem Kalvín hendi. Þar nær kenningin um spillingu og synd hámarki sínu. Kalvin var að vísu skarpvitur maður en öll hans guðfræði var lituð af *lög- fræðislegum réttlætishugmynd- um hans aldar, og um þær verð- ur naumast sagt, að þær hafi verið auðugar af mildi og mann- úð. Með vorri þjóð komst syndar- meðvitundin á hæsta stig í sálmakveðskapnum eftir að þjóðin varð lútersk. Það er alveg undravert og ótrúlegt, hverjum ósköpum af eymdar- væli um sekt og synd sálma- skáldin gátu komið inn í kveð- skap sinn. Við fáum enga hug- mynd um það af þeim sálmum, sem nú eru um hönd hafðir, þeir eru gersamlega ólíkir þess- um gömlu sálmum; jafnvel sá furða þó að hinum mesta menn- ingarfrömuði íslands í byrjun 19. aldar, Magnúsi Stephensen, fyndist þörf á að gefin væri út ný sálmabók. Og álasið, sem hann varð fyrir. út af því verki, stafaði einmitt af því, að hann vildi koma ofurlítið heilbrigðarl skoðunum inn í sálmakveðskap- inn. Menn voru orðnir hinu svo- vanir að þeim fanst hann vera að taka eitthvað frá þeim, sem væri verulega verðmætt. Nú á tímum er svo komið að hvað sem líður hinum viðteknu kenningum kirknanna, sem þær í' orði kveðnu halda í, er furðu lítið talað um syndina. Þeir einu menn, sem tala um synd f hinum gamla skilningi af nokk- urri sannfæringu, eru heittrúar- flokkarnir, sem hafa sára lítil á- hrif á almennan hugsunarhátt. Þeir syngja enn um þörfina á að þvo sig hreinan í blóði lambsins og um það, hve spill- ingin og syndin sé voðaleg í heiminum. Allir aðrir eru hætt- ir slíku tali. Þegar aðrir menn, sem telja sig rétttrúaða, tala um synd og endurlausn, þá er það í alt öðrum skilningi, og honum oft svo óákveðnum að naumast er unt að vita við hvað þeir eiga. Syndasekt mannsins er þeim ekki lengur neitt áhuga- mál og þeir vita að það er ekki til neins að vera að tala um slíkt við allan þorra fólks nú á 20. öld, það finnur ekkert berg- mál í sálum manna. En er það þá af því að með- vitund manna um mismun á góðu og illu, réttu og röngu hafi sljóvgast? Sjá menn ekki eins vel nú og þeir gerðu fyrir nokkrum hundruðum ára að mannkyninu er ábótavant? Er- um vér nú að færast nær því ástandi, sem sagan um synda- fallið segir frá, að við vitum ekki um hið illa nema við á ný étum af skilningstrénu góðs og ills? Vitanlega er margt, sem áður var talið ilt og syndasamlegt, alls ekki talið það nú. Hug- myndir manna um rétt og rangt eru stöðugt að breytast. Lífið sjálft breytist, siðir og hættir breytast og skoðanirnar á því hvað sé rétt og hvað sé rangt breytast líka. En þó að sumar syndir hafi fallið úr sögunni,

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.