Heimskringla - 28.12.1932, Blaðsíða 6

Heimskringla - 28.12.1932, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 28. DES. 1932 kapítuli. Þegar Jón kom út^ sá hann að það mundi ekki svo auðvelt fyrir sig að komast í burtu. Mann fjöldinn var þar mikill og allir virtust vera að bíða eftir Jóni að koma út, jafnvel þeir- sem skoðað höfðu Jón sem sér alveg ókunnugan mann, komu nú á móti honum með útréttar hendur og óskuðu honum og flokki hans til hamingju, með hinn geysilega sigur, er þeir höfðu unnið. Jón, þvert á móti vilja sínum, varð að hlusta á allar þessar hamingjuóskir og taka í hendur mannanna af alúð og kurteisi. Það fór ekki fram hjá hon- um sú breyting, sem nú var sjáanleg orðin á fólkinu. Það var sem allir litu nú upp til hans með mestu virðingu og lotningu. Hann smám saman mjakaði sér í áttina frá þinghús- inu og út úr mannþrönginni; en þar tók ekki betra við, því þar beið kvenfólkið eftir því að hann færi þar um, svo þær gætu rétt honum hönd sína eins og karlmennirnir og óskað hon- um til hamingju. Þar var Cora. “Lofið mér að ná í hendina á yður, herra Strand, og óska yður til hamingju.’’ Jón leit við og sá að þar var Sylvia Mason inni í þyrpingunni, og var að reyna að ryðja sér veg til hans. “Eg er upp með mér af því að þekkja yður, herra Strand,’’ hélt hún áfram og var nú komin svo nálægt honum, að hún gat rétt honum hendina. “Eg er nú ekki mikið heima í þessu, sem þér karlmennimir kallið pólitík, eða eitthvað þess háttar; en hitt veit eg, að ræðan yðar var hreinasta afbragð. Og það segja allir.’’ “Já, hún var aðdáanleg,” sagði miðaldra Ameríkumaður sem stóð hjá Sylvíu. “Herra Strand, gerið svo vel að mæta föður mínum,” sagði Sylvía, og þeir heilsuð- ust með handabandi. “Dóttir mín hefir sagt mér} að hún hafi beðið yður að heimsækja okkur, þegar þér ættuð hægt með,” sagði herra Mason. “Já, ungfrú Mason hefir sýnt mér þann heiður. En fram að þessum tíma hefi eg ver- ið mjög vant við látinn, og því ekki getað hagnýtt mér hennar vingjarnlega boð,” svar- aði Jón. “Það er mæta vel auðskilið, að þér hafið haft í mörgu að snúast þessa síðustu daga, herra Strand,” sagði Mason vingjam- lega. “En þar sem við höfum nú mæzt, og að sjálfsögðu fer ögn að létta störfum yðar, þá endurtek eg nú boðið. Eg tel mér það stóra ánægju að hafa kynst yður, herra Strand^’ ’hélt hann áfram, og undraðist stór- lega yfir því, hvað Jón tók þessu öllu dauf- lega. Menn með annan eins auð að baki sér og herra Silas Mason, eiga því ekki að venj- ast að heimboðum þeirra sé tekið með jafn- miklum kulda og tómlæti eins og lýsti sér í viðmóti Jóns. “Eg vona að fara nú að geta hagnýtt mér boð yðar og dóttur yðar, herra Mason,” sagði Jón blátt áfram. Herra Mason athugaði Jón í krók og kring með sínum skörpu og rannsakandi aug- um. Hann var maður, sem hafði komist yfir mikinn hluta af sínum mikla auð fyrir þá sér- stöku gáfu sína, að geta séð mennina út við fyrstu viðkynningu. Hann sá nú strax, að Jón hafði eitthvað það við sig, sem hinn póli- tíski heimur yrði að taka til greina. Og hon- um varð það einnig strax ljóst, að hann sjálf- ur yrði að hafa eitthvað gott af þessu sér- kenni, er hanfi sá að Jón hafði yfir að ráða, ef honum átti að takast að koma sínum mál- um hagkvæmlega í gegn. “Ungfrú Cora tók mig með sér inn á á- horfendasvalirnar í þingsalnum,” sagði Syl- vía. Jón sneri sér við snögglega, er hann heyrði Sylvíu tala, og með þeirri ákefð, er hann fyrirvarð sig fyrir strax eftir á, spurði hann: “Er hún farin?” “Eg veit það ekki. Hún skildi við mig alt í einu, — það var að sjá sem henni liði eitt- hvað illa,” svaraði Sylvía. “Já, það er mjög líklegt, að henni líði ekkert vel, þar sem hún hlustaði á alt, sem sagt var og síðan að verða þess vísari, að frændi hennar varð undir við atkvæðagreiðsl- una. Það hefði fleirum liðið illa í hennar sporum,” sagði herra Mason með mikilli hlut- tekningu í rómnum. “Eg hafði nú ekkert hugsað út í það,” sagði Sylvía um leið og hún leit yfir mann- fjöldann. “Þarna er ungfrú Cora!” sagði hún svo og benti yfir í mannþyrpinguna. Jón tók eitt spor áfram í áttina þangað^ sem Sylvía hafði bent, en stanzaði svo snögg- lega. Cora var að ':ala við mann. sem Jón þekti að var Robert Sylvester, ungur og al- þýðlegur þingmaður. Hann sá að hún var föl í andliti og hreyfingar hennar allar skerpu- lausar og ólíkar því, sem henni var eðlilegt. Hún leit upp og sá Jón. Roði færðist á andlit hennar, svo nú varð hún eins og eldstykki í framan. Hún gekk af stað og stefndi frá þeim. “Ungfrú Cora!” kallaði Sylvía, er hún sá að Cora gekk af stað, en faðir bennar sagði henni að vera ekki að hrópa á eftir henni. “Hana langar ekkert að tala við þig, Syl- vía,” sagði herra Mason. “Sástu ekki að hún lagði af stað, þegar hún sá þig?” “Ætli það hafi ekki heldur verið af því að hún sá mig, að hún fór af stað,” sagði Jón lágt og hálfraunalega. “Sem þér auðvitað verðskuldið frá henn- ar sjónarmiði skoðað,” sagði herra Mason. Loks tókst Jóni að komast burt. Hann dró djúpt andann, eins og af honum hefði verið létt þungri byrði, er hann var kominn út á gangstéttina fyrir utan garðinn í kring- um þinghúsið. Hann afþakkaði boð lögregluþjóns, sem bauð honum að kalla á leiguvagnn fyrir hann. Kvaðst heldur vilja ganga í þetta sinn. Blaðadrengirnir þeyttust um göturnar og kölluðu hátt og snjalt, er þeir voru að bjóða varning sinn. Jón sá að sitt nafn var letrað með stóru letri þvert yfir fremstu síðu blaðs- ins. Já, hann hafði svo sem öðlast frægð. En hvað varð sú frægð honum sjálfum dýr- keypt?. Á þessu augnabliki fanst honum frægðin fánýt, en ástin það eina, sem stríð- andi væri fyrir. — Hvað hún hafði verið stolt á svipinn, þegar hún sneri sér við og gekk í burtu eftir að hafa séð hann. — En hann hafði fengið að horfa í augu hennar um leið. Honum fanst þau köld og fyrirlitningin skína úr þeim. Fáum stundum fyr hafði hann litíð í þessi sömu augu. Þá voru þau hlýleg og aðdragandi, full af ást — ást til hans. Hann varð nú alt í einu var við það, að fyrir framan hann stóð maður með mynda- tökuvél. Hann var myndatökumaður frá einu stórblaði borgarinnar. Innan skams yrði mynd af honum fyrir augum allra íbúa landsins. — Með sínum eigin dugnaði hafði honum tekist að kynna almenningi nafnið Jón Strand, — sumir óttuðust nafnið, aðrir virtu það, og enn aðrir hötuðu það. Hann fró nú að hugsa um það, að sam- kvæmt venju, — eftir því sem honum hafði verið skýrt frá af kunnugum mönnum, — þá mundu nú einhverjir koma til hans bráðlega og fara fram á ýms hlunnindi frá honum sem þingmanni, — einhverja vel launaða stöðu eða embætti. Honum fanst höfuð sitt ætla að springa utan af öllum þessum hugsunum. Hann skyldi glaður láta af hendi alla þessa frægð, fyrir að fá enn einu sinni að snerta með vörum sínum varir þeirrar stúlku, er hann elskaði Hann skyldi leggja alt í sölurnar fyrir það hnoss. — Nei, ekki alt. Sjálfsvirðing sína léti hann ekki frá sér fara fyrir neitt, ef hann gat gert við því. En — alt annað. Hve mjög sem hann reyndi, gat hann ekki dulið sig þess, að tilfinningar hans gagn- vart Coru höfðu breyzt þessar síðustu klukku- stundir. Ekki það, að hann þráði hana neitt síður, heldur hitt, að honum fanst sem ástin hjá sér til hennar hefði tekið einhvern nýjan farveg, og að persónugerfi hennar hefði tap- að einhverju af sínum ástúðlegheitum, svo að hún hefði fallið í áliti hjá sér. Hann mintist þess til dæmis, að hún hafði óskað eftir því, að hann léti af sannfæringu sinni fyrir lítils verð ímynduð völd, er honum stæði til boða, ef hann gerði það. Að hugsa til þess, að stúlkan, sem hann elskaði heitara en sitt eigið líf, og dýrkaði af allri sinni sál, skyldi geta hugsað þannig! Æskublóðið fór að streyma örar í æðum hans, og hann fyltist eldmóði og einsetti sér að það skyldi aldrei koma fyrir, að hann misti hana. Jafnvel þótt faðir hennar, og forsæt- isráðherrann frændi hennar settu sig upp á móti því, að hún yrði hans. Hann var sann- færður um að hún elskaði sig mjög innilega og heitt, þrátt fyrir alt. Þegar hann kom heim til sín, var þjónn- inn að lesa kvöldblaðið af ákefð, en gleymdi samt ekki að hneigja sig fyrir Jóni, er hann kom inn. “Eg er að lesa ræðuna yðar, sem þér fluttuð í þinginu í dag, herra Strand,” sagði þjónninn. “Þér hafið svei mér sagt þeim til syndanna. Það veitir heldur ekki af að ein- hver geri það.” Þessi þjónn hafði verið þar á heimilinu öll þau ár, sem Jón mundi eftir sér, og höfðu þeir allajafna verið góðir vinir, Jón og hann. “Herra Cobden var rétt að ganga inn,” hélt þjónninn áfram. “Hann er sérstaklega ánægður yfir ræðunni yðar. Að hugsa til þess, að hann skyldi verða til þess að finna yður, þegar þér voruð svolítill angi. Eg man svo vel eftir því, þegar hann kom með yður heim. Við heimilisfólkið flýttum okkur öll | til þess að sjá yður, þar sem þér láguð reifað- ur í fötum.” “Þú hefir ætíð verið mér góður, Sim- mons,” sagði Jón góðlátlega. “Eg bara vona að eg lifi það, að sjá yður í forsætisráðherrasætinu. Eg er sannfærður um að þér komist þangað áður en langt um líður.” Jón brosti til hans og hélt svo áfram inn í húsið. Hvað hann unni heitt þessu heim- kynni og öllu því^ sem því tilheyrði. Grænu grasgrundinni kringum húsið með öllum trjánum, stórum og smáum; og blómunum, sem svo haganlega höfðu verið gróðursett þar. — Stóru og tigulegu höllinni, sem hafði verið hans friðsamlega heimili öll þessi ár. Nú fann hann engan frið í sálu sinni. Þess sáust og ljós merki, er hann gekk inn í dag- stofuna. Það var vel gert af þér, Jón minn, að koma rakleiðis heim frá þinghúsinu. Eg heyrði hvert orð af ræðunni þinni í dag. Hún var al- veg framúrskarandi. Eg trúi ekki öðru en að hún hafi komið við kaunin á forsætisráðherr- anum. Þú ert á leiðinni til þess að verða mik- ill maður, drengur minn. Eg sé nú, að eg verð ekki fyrir neinum vonbrigðum með þig,” sagði gamli Cobden við Jón, þegar hann kom inn í daglegu stofuna. “Það gleður mig mikið að heyra þig segja þetta, fóstri minn. Mér myndi sárna^ ef eg yrði þér til vonbrigða, ’svaraði Jón stillilega um leið og hann tók reykjarpípu sína, sem lá þar á borði, og tók að fylla hana af tóbaki. “Já, þú stakst hann rækilega í báðar síð- ur. Eg gat ekki annað gert en að gleðjast með hinum opinberlega. Eg hafði ekki augun af Gerald allan tímann, og eg sá hvemig orð þín grófu sig sem stálgaddar inn í sál hans. Hann er stoltur maður, en þér hefir tekist að koma honum til að viðurkenna með sjálfum sér, að hann sé þér máttarminni nú. En þetta er einungis byrjun á því sem á eftir fer. Fyrir þessu hefir mig dreymt. í mörg ár. Nú er fyrsta þruman riðin af.’’ “Það hefir einnig þruma snortið mína eigin lífsgleði,” sagði Jón kuldalegur á svipinn, og harðneskja lýsti sér í röddinni. Gamli Cobden leit á Jón, og sá að hann leið ógurlegar sálarkvalir. Hann vissi hvað að honum mundi ganga, en hann átti enga meðaumkun til í hjarta sínu í því sambandi. “Ungfrú Cora er enginn nauðsynlegur þáttur í lífi þínu, Jón. Ástin er góð og bless- uð fyrir iðjuleysingjana. En maður, sem ætlar sér að verða eitthvað mikið, verður að líta á ástina aðeins sem auka-atriði,” sagði Cobden gamli, og var auðheyrt á honum, að honum var fullkomlega alvara. “Eg er þér ekki 'samdóma í þessu atriði. Ástin eykur manni hugrekki. í sambúð við konu, sem maður elskar og sem elskar mann á móti, og með hjálp hennar og hluttekningu þarf maður ekki að óttast neina örðugleika. En héðan af fer eg einn og einmana gegnum lífið.” “Eg hefi aldrei nokkurntíam látið mér koma til hugar að trúa því, að Cora yrði nokkumtíma konan þín. Stúlka af hennar stétt gæti ekki gifst manni, sem á ekkert nafn — enga ætt,” sagði Cobden í þeim róm, að hugsa mátti, að hann væri að reyna að særa tilfinningar Jóns sem allra mest hann gat. Jón fann líka til sársaukans undan skeyt- inu. Hann fann að það var mikill sannleikur fólginn í orðunum — sannleikur^ sem brendi hann eins og glóandi járn. Hann beit á vör- ina og hörkusvipur færðist yfir andlitið. “En eg mun aldrei gefa upp að reyna að vinna ást hennar aftur, fyr en hún er orðin konan mín,” sagði Jón einbeittur. “En þú þekkir ekki Gerald Southwold, frænda hennar, eins vel og eg þekki hann. Þú hfir eignast lífstíðar óvin, þar sem hann er. Getur þér komið til hugar að hann líði það, að bróðurdóttir sín verði konan þín? Faðir hennar mundi aldrei dirfast að brjóta á móti vilja bróður síns, og hún aldrei reyna til að brjóta á móti viija þeirra beggja. Maður verður að athuga það að Gerald er maðurinn með alla peningana, sem þau feðginin þurfa að vera upp á komin. Það er þýðingarlaust að vera að tala um ást við þetta fólk, alt slíkt tal er sem rúnalestur til þeirra.” Cobden gekk nú yfir að arinhillunni og blandaði sér drykk af Whisky og sódavatni. Jón var þungt hugsandi, og tók því ekkert eftir því, sem gamli maðurinn var að gera, annars hefði hann aftrað honum frá því að snerta áfengi^ því það gerði hann æfinlega, er hann gat því viðkomið. “Það er nógur tími fyrir þig að hugsa um giftingar, drengur minn, að tíu árum liðnum,” bætti Cobden við, er hann hafði drukkið úr glasinu. Jón svaraði engu, en gekk yfir að borðinu og fór að athuga bréf, sem komið höfðu til hans þá um daginn. Hann hafði æfinlega getað hælt sjálfum sér fyrir það, að hvemig sem honum leið og hvað sem á gekk, gat hann æfinlega beint huga sínum að því verki, sem fyrir höndum lá. En í þetta skifti fann hann, að það gat hann ekki. Ýmist greip hann pennann af borðinu eða hann fleygði honum frá sér aft- ur; hallaði sér upp að borðinu og varp önd- inni mæðulega. “Eg verð að sjá hana,” hugsaðl hann með sjáifum sér. Einni stundu sfðar stóð hann upp frá borðinu. Hann sá að gamli Cobden hafði ver- ið að drekka, og það í meira Iagi. “Það er kominn háttatími, fóstri minn. Þú ættir að fara í rúmið,” sagði hann vin- gjarnlega við gamla manninn. “Eg fer ekki í rúmið strax. Eg er hugs- andi út af þér, drengur minn. Eg held þú ætlir að bregðast vonum mfnum.” “Eg skil ekki við hvað þú átt,” sagði Jón. “Þú ert með hælinn á hálsi Southwold. Þér er í lófa lagt að setja hann frá völdum, og halda honum f bakgötunum um mörg komandi ár. En mér finst þú ætlir þér ekki að gera það, heldur jafnvel viðra þig upp við hann. Og það alt sökum einnar stúlku.” “Eg ber ekkert hatur í brjósti til South- wolds.” “En eg er að reyna til þess að láta þig skilja, að maðurinn er ófyrirleitinn óþokki. — Eg veit það!" “Hann virðist vera virtur af öllum, sem þekkja hann, og svo er hann forsætisráð- herra. — Þér er bezt að komast í rúmið. Það er orðið áliðið,” bætti Jón við. “Gerald Southwold er undirförull óþokki. Já, það er hann í hjarta sínu. Eg hefi svarið þess dýran eið, að hann skuli taka út sína hegningu hérna megin grafar. — Og þú ert, maðurinn, drengur minn, sem átt að hegna honum.” “Það ert ekki þú sjálfur, sem talar núna, heldur vínið, sem þú hefir verið að drekka, og sem nú er farið að hafa slæm áhrif á þig. — Komdu nú með mér.” Um leið og Jón sagði þetta, lagði hann mjúklega hendina á öxlina á gamla mannin- um. “Southwold beitti mig því mesta rang- læti, sem nokkur maður getur beitt annan. Hér sérð þú mig, drengur minn, eins og hann skildist við mig — niðurbrotinn, sorgum mæddan, marghrjáðan drykkjuhrút. Það var hann, sem orsakaði það að eg fór að drekka. Eg hefi verið eins góður við þig, eins og mér hefir framast verið unt^ og veitt þér þá ment- un, sem í mínu valdi hefir staðið. Og eg veit að þú bregzt mér ekki. Eg þekki manninn, og veit að hans eina augnamið í lífinu er að komast sem lengst upp í hinum pólitíska heimi, hvað sem það kostar hann eður aðra, og hverjir sem fyrir það verða að líða. Eg hefi fylgst með gerðum hans og sé að hverju stefnir hjá honum. Nú er kominn tími til að stanza hann.” Jón veitti fóstra sínum nákvæma eftir- tekt meðan hann var að tala, og sá að hann kvaldist af sálarstríði, og hann vissi að hvert orð var af alvöru talað. Það rifjaðist nú upp í huga Jóns ýmislegt, er hann hafði heyrt fólk segja um Gerald Southwold, sem benti til þess að gamli maðurinn væri ekki að tala út f bláinn. Gat verið nokkuð til í því, að Gerald hefði beitt fóstra hans því ranglæti, sem hann talar um? Var Gerald kanske valdur að því lífi, sem fóstri hans hafði orðið að lifa? — Gleðisnauðu, einmanalegu sorgarlífi. “Ef eg hefði verið maður, þá hefði eg hengt þrælnum miskunnarlaust strax og eg komst að sannleikanum,” hélt Cobden áfram. “Viltu ekki segja mér hvað það var, sem Gerald gerði á hluta þinn?” “Ekki ennþá, drengur minn. En mig lang- ar til að þú lofir mér því, að þú skulir alla- jafna koma fram við hann í orðum og verk- um, sem væri hann svarinn óvinur þinn. Þeg- ar sá tími kemur að eg segi þér söguna eins og hún er, þá muntu fá jafnvel meira hatur á honum en eg hefi.” “Eg hlýt að hata þann mann, sem hefir gert þér órétt.” “Þú ert góður drengur, Jón, og eg hefi altaf vitað að þú varst bað. Já, eg held að það sé bezt að eg fari í rúmið. Eg er nú orð- inn gamall og nokkuð þreyttur. En eg er stoltur maður í kvöld, — það var ánægjulegt að hlusta á þig í þingsalnum i dag. Eg athug- aði nákvæmlega svipbreytingarnar á andlit- um fólksins í kringum mig, og eg vissi að það var drengurinn minn. með ræðunni sinni, sem orsakaði það alt. Jón, það veit guð, að eg óska, að þú værir virkilegur sonur minn, — hold af mínu holdi og blóð af minu blóði.” “Þess óska eg einnig, og þess hefi eg lengi óskað. Þú hefir altaf reynst mér sem bezti faðir í öllu, og eg vil reynast þér sem góður sonur. Sambúð okkar hefir verið ást- úðleg, svo hún hefði ekki getað verið betri, þó skyldleikar væri meiri,” sagði Jón, og heyrðist á mæli hans að hann var klökkur og í talsverðri geðshræringu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.