Heimskringla


Heimskringla - 28.12.1932, Qupperneq 8

Heimskringla - 28.12.1932, Qupperneq 8
«. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 28. DES. 1932 Úrvals fatnaður KARLMANNA á himj sanngjarnasta verSí bíður yðar í verzlun— Humphries Ltd. 223 Portage Ave. við Liggett’s hjá Notre Dame FJÆR OG NÆR. Séra Guðm. Árnason messar að Lundar á sunnudaginn kem- ur, nýársdag, á venjulegum tíma. * * * Afmælishátíð stúkunnar Heklu No. 33, verður haldin fimtu- dagskvöldið 29. desember. — Til skemtana verður ræður, söngur o. fl. — Allir íslenzkir 'Goodtemplarar velkomnir. * * * Mrs. Sophía Einarsson á bréf á skrifstofu Heimskringlu. * * * t Ástralíu var hitinn 95 stig á jóladaginn. Á öllum haðstöð- um á ströndinni var krökt af fólki. * * * í Winnipeg fæddust sex börn á jóladaginn, þrjár stúlkur og þrír drengir. * * * Tveir menn voru fluttir á Al- menna sjúkrahúsið í Winnipeg á jóladaginn. Það sem að þeim gengur er alkóhól-eitrun. Höfðu háðir neytt alkóhóls í ofboðs- legu óhófi. * * * Þakklæti. Hér með bið eg undirritaður íslenzku blöðin hér í borginni Winnipeg, að flytja öllum, sem eg heimsótti í Sask. s.l. mánuð, innilegar þakkir fyrir þeirra góðu og miklu gestrisni, sem eg alment mætti þar og mun lengi minnast með ánægju. Nú get eg látið ykkur vita, kæru vinir mínir, að eg er aftur kominn heim í dvalarstað minn, Winni- peg, og líður að öllu leyti vel. Þess skal ennfremur getið, að ferð mín hingað gekk mér eftir beztu óskum. Það voru einstöku fornkunn- ingjar þar vesturfrá, sem eg ekki hafði tækifæri til þess að heimsækja eða sjá í þessarí ferð minni. Þeim sendi eg nú kveðju með beztu óskum. Svo óska eg ykkur öllum góðs gengis í bráð og lengd. Af heil- um hug biður þess Gísli Jónsson. SendiS ghiggatjöldin yðar til viðurkendrar hreingerningaatofn- unar, er verkið vinnur á vægu verðl PenrlBss Taxmdry “Verkhagast og vinnulægnaat” 55, 59 PEARL STREET StMI 22 818 NÝ SÖNGLÖG FRÁ ÍSLANDI. Þrjú einsöngslög ...... 50c Nokkur létt píanólög .. 50c Eftir Sigurð Þórðarson söng- stjóra karlakórs Reykjavíkur.— Að dómi listrænna manna hér í borg sögð ágæt. íslenzkt söngvasafn I. og II. hefti. Safnað hafa og búið til prentunar Sigfús Ein- arsson og Halldór Jónasson. Hvort hefti ......... $2.50 Bókaverzlun Ó. S. THORGERSSONAR 674 Sargent Ave., Winnipeg SJÓNLEIKIR OG ÞJÓÐLEIK- HÚS. CARL THORLAKSON úrsmiður 627 Sargent Ave., Winnipeg Sími: 27 117. Heima 24 141 J. A. JOHANNSON Carage and Repair Servioe Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. Frh. frá 7 bla. leika tvö eða þrjú hlutverk, og þess utan vera meðtekinn af á- horfendum áður en hann verð- ur ráðinn til að leika nokkurs- staðar að staðaldri. Leikendurnir læra hver af öðrum og af tilsögn stundum, svo gerir æfingin þá svo hæfa, sem þeir geta orðið. Allar kröf- ur um skólagöngur á leikskóla ganga í þá átt að gera leikendur dýrkeypta, en það verður að forðast, því um langan tíma verður leikhúsið að fara spar- samlega að ráði sínu, ef það á ekki að flosna upp. Það væri aftur á móti mjög þarfur maður fyrir leikhúsið, sem gæti kent leikendum að tala hreina og góða íslenzku, þeim sem þurfa þess, ef sá mað- ur er til. Leiklist vor verður að gróa upp úr jarðvegi þjóðlífsins og vorrar eigin menningar og tungu. Með öðru móti verður hún ekki list fyrir landsmenn. Rekstur leikhússins. Tekjur leikhússins verða 1) skemtanaskatturinn, 2) það sem kemur inn fyrir sætasölu, 3) útleika við ýms tækifæri, og það sem bíósýningarnar gefa af sér í hreinan ágóða. Fyrsta lið- inn má áætla, þegar skemtana- skattur, sem leikhúsið sjáift borgar, er dreginn frá 70,000 krónur að meðaltali, fyrir sæta- sölu má áætla 50,000—60,000 kr. eða 55,000— kr. sem meðal- tal af því, og fyrir húsaleigu og hreinar tekjur af bíósýningum er ef til vill djarft að áætla 20,- 000 kr. Þetta eru 145,000 kr., i og fyrir innan þann ramma verður rekstarkostnaðurinn að 1 vera. — Ef skemtanaskatturinn væri tekinn frá leikhúsinu, verð- ur hér aldrei neitt þjóðleikhús um marga áratugi. — Leikhúsið þarf 10 fasta leikendur, konur og karla. Launin yrðu að vera ákveðin 2,400 kr. upp í 5,400 kr. og þar á milii, og það þarf eitt- hvað aukaleikendur, fólk, sem fær borgun fyrir að ganga inn í skörðin og þegar persónurnar eru margar. Þetta fólk yrði að ráða fyrir 900—1,500 kr. á ári, og það yrði að hafa atvinnu við hliöina á því, sem það ynni fyrir leikhúsið. Öll þessi laun og laun leikhússtjórans mættu fara soeoeooosoooðcoooooocoooq V/ONDERLAND Föstudag og laugardag 30. og 31 des. “MADISON SQUARE GARDENS” with JACK OAKIE Mánudag og þriðjudag, 2. og 3 jan. “ DOWN TO EARTH” with WILL ROGERS Miðvikudag og fimtudag, 4. og 5. jan. “HOT SATURDAY” with NANCY CARROL Open every day at 6 p. m. — Saturdays 1 p. m. Also Thurs- day Matinee. Brennið kolum og sparið peninga BEINFAIT, Lump ................ $5.50tonnið DOMINION, Lump ............... 6.25 — REGAL. Lump ................. 10.50 — ATLAS WILDFIRE, Lump ........ 11.50 — WESTERN GEM, Lump ........... 11.50 — FOTTHILLS, Lump ............. 13.00 — SAUNDERS CREEK “BIG HORN”, Lump 14.00 — WINNIPEG ELECTRIC KOPPERS COKE 13.50 — FORD or SOLVAY COKE ......... 14.50 — CANMORE BRIQUETTS .......... 14.50 — POCAHONTAS Lump ............. 15.50 — MCpURDY CUPPLY p0. I TD. Builders' Supplies \^and I m Coal Office and Yard—136 Portage Avenue East 94 300 - PHONES - 94 309 fram úr skemtanaskattinum ár- lega. Yfirstjórn leikhússins yrði þjóðleikhúsnefndin eða fram- hald af henni að annast. Hún þyrfti að hafa fundi einu sinni í viku, og væri betur skipuð 5 manns en þrem mönnum. Undir hana yrði að liggja að skera úr ágreiningi milli leikhússtjóra og leikenda, samþykkja leikritaval og kostnað við hvert nýtt leik- rit, og að taka nýja leikendur í samráði við hann, og eins gæti hann ekki rekið leikanda frá leikhúsinu nema nefndin féllist á það. Þó gæti nefndin ekki starfað ókeypis eins og nú, en væntanlega mætti komast af með að greiða hverjum nefndar- manni 1,200 krónur á ári. Fé mundi skorta til að halda uppi hljómsveit við leikhúsið, en hvert leikhús verður samt að hafa einhver hljóðfæri, sem má grípa til á bak við tjöldin. Leikhúsið verður að reyna að verða því samferða, sem reynist bezt á Bretlandi og Þýzkalandi og Norðurlöndum. Það verður að leika jöfnum höndum gaman og alvöru. En einu má það ekki gleyma og það er að nota ís- lenzk frumsamin leikrit, ef þau eru frambærileg,—og það verð- ur að launa þau betur en þýð- ingar. Norðmenn hafa þótt launa leikrit slælega, en nú hefir þjóðleikhúsið þar tekið upp þá reglu að launa norsk frumsam- in leikrit með 10% af sölunni fyrstu 5 kvöldin. Sú borgun get- ur vel orðið 1,200 kr. þar, og svo er lægri borgun fyrir síðari kvöldin, sem leikritið er leikið. Hér gæti borgunin orðið 500 kr. fyrir fyrstu 5 kvöldin. Hoover Bandaríkjaforseti hef- ir sagt, að menning vor sé mest komin undir því, hvað við ger- um í frístundunum. Að fara í leikhúsið er hin bezta frístunda- vinna, og styrkt leikhús selur sætin með lægra verði en nú er gert, það er bæði skylda þess og hagur. Með því móti fær leik- húsið meira inn í sjóðinn. Eng- inn efast um, að sæmilegt leik- hús hefir mannandi áhrif á á- horfendur sína, og það mun koma í Ijós, þegar leikhúsið hef- ir verið starfrækt í 10, 15 eða 20 ár. Leikhúsið gæti líka orð- ið þess valdandi, að bókmentir landsins blómguðust á ný. Þær hafa einu sinni staðið svo hátt áður, að margfróðir vísinda- menn líkja sögualdarbókment- um vorum við bókmentir Fom- grikkja frá 500 árum fyrir og til fæðingar Krists. Það er ávalt gleðileg tilhugsun, ef hægt er að benda á það, að landsmenn á einhverju sviði haldi fram til lpóssins, en ekki út úr því. Indriði Einarsson. —Eimreiðin. ÞESS BER AÐ GETA. Frh. frá 5. bls. kom þar saman. Sú háleita heillastund leið þar örfleyg fram hjá, út í haf tímans, talandi tákn hinna fomu orða: • \\W Þegar grátglaður guði færir barn sitt bóndi að brunni sáttmála. Að athöfninni lokinni skemti fólkið sér við söng og samræð- ur. Séra Páll vakti gleði og gaman með smásögum frá skóla dögum sínum og sambekkinga sinna í Reykjavík. Svo hnigu orð hans með þakk látri endurminningu, til þeirra burtu kvölddu, vinsælu hjóna, Ólafs Árnasonar og Ragnheið- ar. Þar hefði sitt heimili verið, þegar hann hefði komið í þessa bygð, og svo væri það enn. Þar hefði hann verið heima hjá sér. Þar hefði mannúð og bróður- hugur, og manngildi, verið svo frjáls og áberandi, og sami hug- blær hlýindanna mætti manni á hverju heimili, meðal sinna gömlu vina, sem hann hefði mikla ánægju af að sjá, og gæti aldrei fullþakkað. En minn ingin geymdist. Þá lauk þeim samfundum. Storminn lægði, sem verið hafði um daginn höstugur. Fólkið hélt heimleiðis undir björtum stjörnu himni næturinnar, með börnin nývígð konungi hásalanna. Á sunnudaginn hélt séra Páll euðsþjónustu í samkomuhúsi bygðarinnar. Prédikaði hann af mælsku og innblásnum anda, og lagði út af orðum Páls post- ula í bréfinu til Filippímanna, 2. kap., 12.—13. versi, er hann skrifaði í fangelsinu í Róma- borg: “Svo vinnið þér nú að sáluhjálp yðar með ugg og ótta, því að það er guð sem verkar í yður bæði að vilja og framkomu til til velþóknunar.” ínnjhald ræðunnar allrar var sem hér fer á eftir í fáum orð- um: 1. Leiðarljós guðstrúarinnar. 2. Þörfin á leiðarljósinu. 3. Á- ræði og djörfung þarf til að trúa því að guð sé verkandi aflið, í viljastefnu og framkvæmdum manna hér í heimi. 4. Eitthvað raunalegast er úrræðaleysi og sundrung kristinnar kirkju. 5. Vér verðum að Ijá oss guði sem farvegi fyrir ljóssins og kraftarins strauma. Að lokinni embættisgerð var fólkinu boðið að kaffiborði, og ávörpuðu margir prestinn með þakklæti. Svaraði séra Páll hverri ræðu jafnóðum, og á öll- um þeim orðum sem hann tal- aði, mátti heyra að fólkið'hafði gert vel fyrir sig, en hann ekk- ert fyrir það. — Var hann svo kvaddur með þakklæti alúð og vinsemd. Eftirmáli. Áður nefnd prédikun, þrung- in krafti og alvöru og postul- legum anda, minnir á eldmessu séra Jóns Steingrímssonar, þeg- ar Skaftáreldar loguðu alt um kring og hann bauð að loka kirkjunni. Loga nú ekki eldar neyðar- innar hvarvetna út um víða veröld? Logar ekki sá innflutti rússneski ófriðareldur alt of víða heima á íslandi? Nýafstað- ið kylfustríð í Reykjavík vott- ar það! Nú á íslenzka þjóðin völ á að kjósa fyrir böm sín og framtíðina, undir hvoru merkinu hún vill ganga, heiftar- loga kommúnismans, eða undir merki logans helga, sem flutt- ur var frá Jerúsalem til ítalíu. Hér er málefni fyrir K. F. U. M. að taka til umræðu með heil brigðum hugsunum — undir- búa sig og uppvaxandi kynslóð til að taka við stjórn lands og þjóðar á komandi tíð. Fréttir að heiman af ofbeld- isverkum kommúnista, árásin á lög og landsrétt, veldur okkur gömlu íslendingunum mikils sársauka. Við hugðum þúsund ára hátíð þjóðarinnar sem hvítt lín, blettlaust, slétt og strokið. Jöklar landsins skygðu sinn skjöld og settu upp hvít bisk- upsmítur yfir tign og þögn ör- æfanna. Var tekið eftir því tákni? Og reis landið sjálft hærra úr van- þekkingarhafi fjarlægra þjóða? MESSUR 0G FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegl kl, 7. e. h. Safnaðarnefndin: F'undir 2. og 4. fimtudagskveld í hverjum mánuði. Hjáipamefndin. Fundir fyrsta mánudagskveld I hverjura mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju flmtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjuj'x sunnudegi, kl. 11 f. h. Hér er um mikið áhrifamál að ræða og vonbrigði. íslenzka al- þýðan hefir verið talin mentaðri en almúgi annara þjóða. Þar sem nú á þessum tíma koma fram á yfirborði mannfélagsins og undiröldu, þeir hákarlar, er skella skolti á vaðinn — hin göf ugustu tengslabönd, vináttuna (sbr. rússnesku stefnuskrá kom múnista), — koma fram sem sið lausir vililmenn. Og það eru margir af þeim taldir mentaðir menn. Ef svo er, þá er það glögg yfirlýsing um, að mentun er ekki menning. Naumast hefir nokkur þjóð jafngóð skilyrði til að vera fyr- irmyndarþjóð, sem íslenzka þjóðin. Og það getur hún, ef hún sameinar sína beztu krafta. Sigurjón Bergvinsson. SAGA FÁLKANNA Byrjun sögunnar “The Romance of The Falcons,” skrifuð af Fred Thordarson, birtist 14. desember í tímaritinu “Canadian Sports and Out- door Life”. Margar myndir, gamlar og nýjar ,af klöbbnum og skauta- köppum hans, birtast með sögunni. Um leið og Islendingar gerast áskrif- endur að þessu prýðilega úr garði gerða tímariti, sem í næstu 5—6 heft- um, flytur hina glæsilegu sögu islenzkra hockey-leikara, frá því fyrst að klúbbamir Víkingar og I. A. C. voru stofnaðir, em þeir að veita aðstoð íslenzkri íþróttastarfsemi, þvi áskriftargjöldin, sem koma þannig inn, ganga til Fálkanna. Nú hefir klúbburinn flokka í Juvenile (undir 18), Junior (undir 20), Intermediate og Senior. Eftir átta ár em þeir nýkomnir af stað aftur, en í þetta skifti með mikla áherzlu lagða á að styðja og æfa yngri Islendingana, sem halda eiga uppi sóma og frægð okkar á komandi ámm. Væri það vel gert að styðja þá og veita eftirtekt íþróttum þessara ungu pilta okkar. Nota má “Coupon” það, sem prentað er hér að neðan”. COUPON I am interested in the “Romance of the Falcons”. Please, make me a subscriber to CANADIAN SPORTS AND OUT. DOOR LIFE. Name .......:.............................................. Address ................................................... $1.00 per year. Turn this coupon in to F. Thordarson, Sec.-Treas. Falcon Hockey Club, c.-o. The Royal Bank of Canada, Sargent and Arlington, Winnipeg, Canada, or telephone to residence evenings: 35 704.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.