Heimskringla - 15.02.1933, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.02.1933, Blaðsíða 6
6. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 15. FEBR. 1933. inN QTRANT 1 UUIi 0 1 nnlil Saga eftir i PAUL TRENT. Þýdd af | G. P. MAGNÚSSON. “Eg hefi mælt mér mót við mann og verð því að fara. Eg veit að þér afsakið það.” “Áður en þér farið, vantar frænda minn að tala við yður,” sagði hún. En er hún sá svipbreytinguna sem varð á Jóni við þessi orð hennar, óskaði hún að þau væru ótöluð. “Eg skal finna hann nokkrar mínútur að máli. Finn eg hann í lestrarstofunni?” “Já, hann bíður yðar þar.” Að svo mæltu kvaddi Jón og fór. „YIV. Kapítuli. Jón var búinn að gleyma tilboði því, sem forsætisráðherrann hafði gert honum. “Ef eg tek því boði, og Cora verður konan mín, þá hefi seg selt mig í hendur skyldmönn- um hennar,” hugsaði hann þar sem hann stóð nokkur augnablik fyrir framan dyrnar á stof- unni sem hann kom út úr frá því að. tala við Coru. Honum fanst allt hringsnúast fyrir aug- um sér og hugsunarfærin eitthvað svo sljó. Hann fyrirvarð sig fyrir veikleika sinn. Að hann skyldi falla svona fljótt fyrir orðum henn- ar. En hver hefði getað sýnt mótstöðu. Feg- urð hennar og yndisleiki gersamlega töfraði hann. Hann herti sig upp og hleypti í sig hörku; gekk síðan inn í lestrarsalinn þar sem honum hafði verið sagt að forsætisráðherrann biði hans. “Eg er glaður að sjá yður, hr. Strand. Gerið svo vel og takið yður sæti. Má eg ekki bjóða yður vindil?” sagði Gerald forsætisráð- herra er Jón kom inn í stofuna. “Hafið þér haft nægann tíma til að hugsa um hvað þér ætlið að gera í því, sem við töluðum um síð- ast?” “Það er svo mikilvarðandi atriði, að naumast er sanngjarnt að reka mjög á eftir manni með svarið.” “Já, eg skil það. En því miður verð eg að biðja yður um ákveðið svar nú. Hafið þér séð Coru, hr. Strand?” “Já, eg kem frá henni nú.” “Eg veit að hún hefir getað sannfært yður á því, að það er yður fyrir beztu að ganga að tilboði mínu.’, i “Eg hefi alls ekkert talað við hana um stjómmál. Eg á sjálfur mínar skoðanir og mína sannfæring og henni verður ekki hagg- að af neinum kvennmanni.” “Þér eruð enn mjög ungur hr. Strand: fyrirgefið að eg minni yður á það. Ef það væri ekki Coru vegna þá væri eg ekki að biðja yður um svar. En framtíð yðar hvílir algerlega á því svari, sem þér kunnið að gefa.” “Vér skulum ekkert blanda Coru inn í okkar samræður. Eg er nú að tala við for- sætisráðherrann, en ekki Gerald Southwold né Coru Southwold,” sagði Jón einbeittur. “Því miður er eg á þeirri skoðun, að ekki sé hægt að draga línu þar á milli,” sagði Ger- ald stillilega en þótti var í röddinni. “Þá verður samræða vor að taka enda hér. Ef þér viljið skrifa mér tilboð yðar þá reyni eg að svara því bréfi við fyrstu hentugleika.” “En getur yður ekki skilist það, að þessi ákvörðun yðar hlýtur að leiða það af sér, að trúlofun yðar Coru, verður að teljast þar með upphafin og þar með stryki slegið yfir allt sam- tal yðar við hana.” “Eg verð að eiga það á hættun. Hingað til hefi eg verið hálfgert flón, og blandað sam- an ást- og stjórnmálum. En hér eftir, hefi eg ákveðið að hafa það sem tvö alveg aðskilin mál.” “Coru og yður hefir þó ekkert orðið sund- ur orða, vona eg?” “Nei, ekki það minsta.” “Southwold stóð á fætur og leit for- vitnis augum á Jón. “Það veit hamingjan að mér er ekki mögulegt að skilja upp né niður í yður. Þér segist elska Coru. Eg hefi boðið yður þá allra beztu kosti, og með þeim fullkomna vissu fyrir því, að þér getið gifst þeim kvennmanni sem þér elskið og eignast glæsilega framtíð. Hvað meira getur nokkur maður óskað eftir?” "Aðeins eins, og það er hrein samvizka, hr. Southwold. Það er atriðið sem eg læt stjórnast af, þér þekkið ef til vill ekki þann leiðarvísir?” “Eg skil ekki hvers vegna þér ættuð ekki að geta haft hreina samvizku þótt þér vinnið með mér að stjómmálum,” sagði Gerald og var nú auðheyrt að hann var orðinn reiður. “Það er höfuðatriði. Þegar eg kom fyrst á þing, hafði eg mikið og margt að læra. Eg hefi margt að læra ennþá, en eg hefi öðlast mikla reynslu dag frá degi þann tíma sem eg hefi setið þing. Mér er kunnugra um það nú en nokkru sinni fyr, að leiðir okkar liggja ekki eftir sama veg. En ef eg tæki boði yðar þá væri eg siðferðislega skyldugur til að fylgja yðar leiðsögn í öllu, hvað sem það væri, og hvort sem það væri í samræmi við sannfæring mína eða ekki.” “Strand, mér lýst á yður sem ómöguleg- ann mann.” “Þegar eg byrjaði stjórnmála feril minn, hafði eg háar bugmyndir um það starf og þeirri hugmynd ætla eg að halda óbreyttri.” “Eg hefi boðið yður vináttu mína. Það getur farið svo að eg bjóði hana ekki aftur.” “Á eg að skoða þetta sem hótun frá yður hr. Southwold?” “Eg hefi aldrei hótanir í frammi við nokk- urn mann. Eg hefi verið hreinskilin við yður og vona að þér séuð það einnig við mig.” Geraid hafði gengið um gólf hröðum skrefum með hendur sínar á bak aftur. Nú stóð Jón á fætur og staðnæmdist frammi fyrir honum. “Þér óskið eftir að eg sé hreinskilinn við yður. Eg skal vera það. — Southwold! Eg ber ekkert traust til yður og það er eina og aðal ástæðan fyrir því, að eg hefi ákveðið að þiggja ekki tilboð yðar,” sagði Jón og hvesti á hann augun. “Eg bað yöur um að vera hreinskilin og eg get ekki annað en álitið að þér hafið verið það. En má eg spyrja hvaða ástæðu þér hafið til þess að bera vantraust til mín?” “Fyrst af öllu — hugbóð, og annað---- “Já segið mér hvað annað það er,” sagði Gerald er hann sá að Jón hikaði við. “Þér þekkið York Cobden? Hefir hann nokkra ástæðu til, að vantreysta yður?” spurði Jón kaldhæðnislegur á svip. Spurningin hafði sín tilætluð áhrif. Ger- ald stokk roðnaði í andlitið. Svipur hans varð skömmustulegur og hann snéri sér undan. “York Cobden,” sagði hann svo. “Hvað hefir hann sagt yður um mig?” “Ekkert ákveðið ennþá. En eg sé á svip- breyting yðar að hann muni hafa einhverja ástæðu. Á eg að spyrja hann hverjar þær eru, hr. Southwold?” spurði Jón ertnislega. “York Cobden! Forfallinn drykkjuhrútur. Vissulega takið þér ekkert mark á því, sem hann kann að segja um mig.” “Eg hefi þekt þann mann alla mína æfi og hefi aldrei orðið þess var að hann segði mér ósatt orð eða gerði nokkuð það, sem er óheiðarlegt. Það er satt, að hann neytir á- fengis í stærri stíl en hann ætti að gera, og er það líka það eina sem hægt er áð segja hon- um til lasts.” “Það er algerlega ómögulegt að semja við yður. Látum oss nú komast að aðalefninu aftur. Ætlið þér að þiggja boð mitt eða ekki?” “Eg neita klárlega að þiggja það, en á sama tíma hlýt eg að þakka yður fyrir að hafa gert mér þetta tilborð, sem eg þykist verða að skilja að þér hafið gert í óeigingjörnum til- gang og í beztu meining.” “Fjandinn hafi öll yðar háðsyrði! Ef það væri ekki fyrir það, að mér fellur vel við yður að sumu leyti, þá væri eg búinn að tapa þolin- mæðinni fyrir löngu. Eg hlýt annaðhvort að vera vinur eða óvinur manns. Þér hafið neitað boði mínu og vinskap er því ekki nema um hitt að ræða hér eftir.” “Mér er ómögulegt, að láta stjórnmála sannfæring mína í yðar hendur til meðferðar og afnota eftir yðar eigin geðþótta.” “Sá gamli hafi alla yðar svokölluðu sann- færing. Hún kemur mér ekkert við. Þú talar eins og tveggja ára gamalt barn, en þykist þó vera stjómmálamaður.” Jón sagði ekkert, en hugsaði þeim mun fleira. Hann starði á Southwold. “Eg hlýt hér eftir að skoða yður, sem andstæðing minn. Eg býst við að þér skoðið það sem þér hafið nóg fylgi í þinginu til þess, að koma fram sem óháður. En mín skoðun er sú ,að þér séuð að telja ungana áður en þeir koma úr egginu. Ef vér komustum ekki að samningum nú, þá hlýt eg að senda minn sterkasta mann til Midham að sækja mót yður í því kjördæmi við kosningamar sem óumflýj- anlegar eru nú eftir atkvæða greiðslu yðar síðast, er gerði stjórninni ómögulegt að halda áfram.” “Það er þýðingarlaust fyrir yður að hafa í frammi hótanir við mig. Eg hræðist þær ekkert.” Gerald gekk yfir að dyrunum og studdi fingri á rafmagns hnapp í veginum. “Það er þýðingarlaust fyrir mig að eyða meiri tíma í þetta barnatal,” sagði Jón og gekk í áttina að dyrunum. “Verið rólegir, hr. Strand. Vér verðum að skilja hvern annan nú fyllilega að skilnaði í eitt skifti fyrir öll,” sagði Gerald og snéri sér að þjóni er opnaði dymar og kom inn í stof- una. “Gerið svo vel og segið Coru, að eg biðji hana að finna mig hingað nú strax.” “Það er þýðingarlaust fyrir yður að senda eftir henni,” sagði Jón. “Hún getur ekki verið yður nein verzlunar vara lengur.” “Það skal að minsta kosti ekki neinn mis- skilningur eiga sér stað,” sagði Gerald með valdslegu yfirbragði. Hann hafði aldrei þessa vant farið ögn eftir tilfinningum sínum. Og er hann beið þarna eftir því að Cora kæmi hafði hann litla von um sig- ur En hann varð að reyna alt mögulegt. Ef Cora nú brygðist trausti því, er hann bar til hennar, sá hann að hann var með öllu sigrað- ur. Þegar Cora kom inn starði hún á þá til skiftis, en hún gat ekkert séð á svip þeirra er gæfi til kynna hvað um væri að vera. “Senduð þér eftir mér, frændi?” spurði hún Gerald, en augu hennar hvíldu á Jóni. Roblnllfood FIiÖUR ÚR ÞESSU MJÖLI FÁIÐ ÞÉR STÆRRI BRAUÐ “Já, mig vantar að vita hvort þú getur ekki komið í veg fyrir það, að hr. Strand geri sig að flóni. Eg hefi gert honum sæmdar til- boð en hann hefir hafnað því. — Nei, talaðu ekki fyr en eg hefi • sagt það sem eg þarf að segja í þessu sambandi. Mig vantar að þú skiljir það, Cora, hvaða þýðingu það hefir fyrir ykkur bæði. Á aðra hliðina: auður, upphefð og björt framtíð, en á hina — Cora, eg get ekki hugsað til þess, að þú reyndir að draga fram lífið á fjórum hundruðum á ári. Og ef Strand er sá maður, sem eg tek hann fyrir að vera, þá veit eg, að hann mun aldrei ætlast til þess af þér.” samlyndi.” Hún leit til Jóns þeim bænar augum að flestir hefðu látið sinn hlut þegar í stað við slíkt augnaráð — og slíka fegurð. Gerald tók eftir því, að Jón átti í miklu stríði við sjálfann sig, og hann brosti sigri- hrósandi brosi. En það bros entist ekki lengi. “Eg hefi gert upp huga minn um það, hr. Southwold, hvað eg geri í þessu efni. Og í eitt skifti enn læt eg yður vita, að eg geng ekki að tilboði yðat undir neinum kringumstæðum. Es: vona að bér skiljið orð mín svo, að þess gerist ekki þörf fyrir mig að endurtaka þau oftar.” “Eg get ekkert blandað mér inn í þetta mál. Eg er orðin dauðuppgefin á þessari stjómmála vizku yðar, frændi- Mig vantar bara hr. Strand,” sagði hún einbeitt. En orð Geralds grófu sig inn í hjarta hennar og hann sá að þau höfðu gert það. “En þú færð hann aldrei ef ekki getur orðið af samningum okkar á milli. Það veit heilög hamingjan, að ef það kemur til þess, þá skal eg brjóta hann á bak aftur, og yrði hann þá ekki sá fyrsti er orðið hefir að lúta að vilja mínum, þó þétt hafi verið staðið fyrir í fyrstu.” “Frændi! Þér eruð að tala heimsku. Hót- anir yðar munu ekki hjálpa til að vinna Jón yfir á yðar hlið,” sagði hún af kulda og fyrir- litning. Svo gekk hún yfir til Jóns þar sem hann stóð með hattinn í hendinni reiðubúinn að fara. “Elsku Jón! Eg vil ekki blanda mér neitt inn í þetta mál. En eg sé að það er mikið vit í því, sem frændi minn segir.” “Eg er nú búinn að fást við nógar freist- ingarsnörur síðustu dagana. Eg hefi frá því fyrsta vitað að tilgangur hans var að kaupa fylgi mitt og að þér, Cora, voruð eyririnn, sem borga skyldi með. Eg hefi haft augun hálf lokuð fyrir því öllu. En nú hafa augu mín opnast, og eg hefi ákveðið að halda áfram að vera minn eiginn húsbóndi yfir sannfæring minni.” “Jón viljið þér ekkert tillit taka til mín og minnar framtíðar?” “Mér félli illa ef framtíð yðar yrði að byggjast á því, að eg geri það, sem eg álít vera rangt.” “Sjálfbyrgingur — eg hefi alla tíð vitað, að þér væruð sjálfbyrgingur,” kvæsti Gerald með grimdarrödd. “Cora lagði höndina mjúklega á öxl Jóns. Hann kiptist við er hún snart hann. Augu hennar störðu í hans svo töfrandi og biðjandi. Hann fann að hönd hennar titraði. “Ef þér neitið boði frænda míns, þá eig- um við framundan okkur mörg löng þrauta ár að bíða þess, að við getum gift okkur. Jón! Elskan mín. Mig vantar yður strax. Eg þrái að mega alla jafna vera við hlið yðar. Eg bið yður því að hugsa vel allar hliðar málsins áður en þér gefið endanlegt svar.” “Eg held það væri hezt að eg fari,” sagði Gerald og gaf Cora honum bending um að svo væri. “Eg kýs frekar, að þér sé kyrrir, hr. Southwold,” 'sagði Jón. “Eg hefi nú þegar gert upp huga minn.” “Jón!” sagði Cora og það komu fram tár í augum hennar. Hún elskaði Jón innilega heitt, og henni fanst, sem hún sæi fram á það, að ef hann neitaði boði frænda hennar, þá mundu þau ekki ná saman fyrir mörg ár enn- þá. Það var ekki það, að hún óttaðist svo mjög eða kviði fyrir að lifa við lítil efni, held- ur hitt að hún vissi að Jón var þannig lundu farinn, að hann mundi aldrei giftast henni fyr en hann hefði eitthvað fullkomið að bjóða henni að lifa við. “Jón!” sagði hún aftur og rétti fram hendur sínar til hans. En hann tók ekki í þær heldur dróg sig til baka frá henni. Gerald stóð álengdar og horfði á þau, en gaf ekkert orð í samtal þeirra. Cora lagði hendlegginn um háls Jóns og dróg hann að sér. ’ “Hvernig getið þér haft hjarta til að kasta mér frá yður þannig? Getið þér efast um ást mína til yðar? Eg hata öll stjórnmál og vil ekki reyna að hafa áhrif á skoðanir yðar í þeim. Ástin þýðir alt til mín -7- alt sem eg á og vil eiga. Með henni fæ eg að njóta lífs- gleðinnar sem er að lifa með yður í ást og Cora slepti Jóni og færði sig fjær honum svipur hennar varð harður sem grjót og kald- ur sem ís. Svo beygði hún sig að Jóni og hvíslaði að honum: “Vitið þér hvað þér eruð að éera?” “Já, eg veit það.” “Þá vitið þér heldur ekki hvað ást er,” sagði hún og varð óstyrk á fótunum. “Trú- lofun okkar er héðan í frá upphafirl.” Þó hún segði þetta ákveðin og sjáanlega í fullri alvöru, þá færði hún sig ögn nær Jóni strax er hiin hafði talað orðin og leit svo angur blítt í augu hans. Hann sá þar ennþá ást hennar spegla sig. “Vér höfum þá ekki um fleira að tala,” sagði hann lágt. “Verið sælar. Eg vona að frændi yðar finni markað fyrir yður annar staðar innan skams. Þér eruð hvort heldur sem er verzlunar vara hans, í hans pólitízku starfsrækslu,” sagði Jón og leit hæðníslega til Geralds um leið. Svo gekk hann fram að dyr- unum. “Farið!” sagði hún. “Eg vil aldrei sjá yður framar. Eg hata yður og fyrirlít,” hróp- aði hún á eftir honum. En einlagt óskaði hún samt með sjálfri sér að hann kæmi til baka og friðmæltist við hana. En dyrnar opnuðust og svo lukust þær aft- ur á eftir honum. ^ “Jón!” kallaði hún á eftir honum, en hann hélt áfram og hún var ein eftir — hjá frænda sínum. Fyrir augnablik var eins og hún gæti ekki áttað sig á því, hvað væri að ske, og starði á frænda sinn eins og í leiðslu. “Hann er með öllu alveg ómögulegur maður, og þú ert mikið betur af án hans, Cora. Samt get eg ekki að því gert að mér fellur hann að mörgu leyti vel í geð,” sagði Gerald. Hann tók nú eftir því, að Cora var mjög óstyrk og föl. “Gerðu ekki flón úr þér Cora. Hefirðn enga sjálfsvirðing?” sagði hann í skipandi róm. Hún gekk að legubekknum og fleygði sér niður í hann kæruleysislega. Var nú kominn reiðisvipur á andlit hennar. En það var sú tilfinning, sem Gerald var að reyna til að vekja hjá henni til Jóns. “Þú hefðir aldrei átt að sleppa þér, Cora og fella ástar hug til þessa manns. Það blóð sem rennur í æðum hans, hlaut að segja til sín fyr eða síðar. Það getur enginn búið silki poka úr svínseyranu.” Hann starði enn á hana og sá að hún þjáðist mikið . “Eg er sannfærður um, að þessi systur- dóttir gamla Cobdens er potturinn og þannan að þessu öllu,” hélt hann áfram. “Ef ekki væri annar kvennmaður í spilinu, veit eg að honum væri ómögulegt að standast fegurð þína og' yndisleik. Hann hlyti að láta að tilmælum þínum.” “Hvernig dirfist þú að segja þetta? Eg skal fyr fryirfara honum en unna nokkrum öðrum kvennmanni að njóta hans,” sagði Cora og var heift í rödd hennar. “Ofstopi og heimska. Lærið af mér. Mér fellur þetta alveg jafn illa og þér, og eg hefi meiru við það að tapa en þú. Samt er eg ró- legur. Það dugar ekki að rjúka upp með stór- yrðin ein. Maður verður að hugsa til fram- kvæmda. Það einkennilegasta er, að eg get ekki slitið þá tilfinning frá mér, að falla hann svo mæta vel — að ýmsu Ieyti.” “Hvað hugsar þú þér að gera?” spurði hún. “Alt sem eg get til þess að brjóta hann undir minn vilja. Hann er að verða mér of hættulegur. Hann hefir segulmagn í sér sem dregur fjöldann til hans og hann er áheyru- legasti ræðumaðurfnn f þínginu.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.