Heimskringla - 01.03.1933, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.03.1933, Blaðsíða 4
4. SlÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG 1. MARZ 1933. Hdmskringla (Stofnuð 1886) Kemur út á hverjum mitfvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86 537___________ Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrlríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáSsmaður TH. PETURSSON 853 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG 1. MARZ 1933. SÉRA J. B. Á HÁLKUNNI. “Sæll er sá sem hræddur er, sé hann ekki of hræddur”. Þessi orð hafa ef til fleirum en oss komið í hug, við að lesa grein séra J. B. í síðasta blaði Lögbergs með fyrirsögninni: “Einkennileg blaða- menska”. — Eftir áminninguna, sem Heimskringla gaf séra J. B. fyrir ummæli hans um sæmdina, sem Bretakonungur veitti forsætisráðherra Canada, verður hann auðsjáanlega skelkaður og setur nú í þessari grein sinni saman svo væminn lof-vaðal um forsætisráðherra og konung, að lafhræddum manni einum væri ætl- andi.. Þykist hann með þeim samsetningi vera að sýna fram á, að hann hafi í raun og veru með dónafyndni sinni, verið að bera forsætisráðherra og konunginn lofi. Ummæli Heimskringlu um að hann hafi verið að gera þeim upp grályndi, sé til- hæfulaus. í þessari síðustu grein sinni lýsir hann hjartaþelinu, sem stjórnað hafi penna sínum með þessum orðum: “Það vill nú svo vel til um þessar mund- ir, í neyðinni alræmdu, að Mr. Bennett er að gefa höfðinglegar gjafir til fá- tækra og allslausra í borginni Calgary, þar sem hann á heima. Á hverjum mánuði kemur sú upphæð, er Mr. Bennett fær í kaup sem þingmaður og stjórnarformað- ur (er mun vera talsvert á annað þús- und á mánuði) í ávísun í vissa matvöru- búð í Calgary, og trúnaðarmaður hans þar skiftir þessu í vörum milli þeirra, sem bágt eiga. Má af því ráða að Bennett er ónízkur maður. Á ekkert bágt með að sjá af skildingum. Getur gefið höfðinglegar gjafir þegar honum svo sýnist, eins og eg sagði í grein minni.” (Lögb. 23. febr. 1933.) Gömlum kennum vér nú goðanum að geifla á saltinu, má um þetta segja. En um konunginn fer séra J. B. þessum orð- um í áminstri grein: “Alment mun það vera álítið að kon- ungur vor sé maður vel viti borinn, vel mentaður og göfugur í hugsunum, sem geri alt sem í hans valdi stendur til þess að þegnum hans geti liðið sem bezt. — Munu þegnar hins brezka ríkis bera hið fylsta traust til hans, bæði að því er kem ur til útbýtinga sæmda og til allra annara athafna. Með því að segja mig ósanninda mann að þessu er Heimskringla, að mér skilst, að fara með níð um konunginn. Liggur og beint við að í þessu felist einnig níð um Mr. Bennett.”---------- Séra J. B. áttar sig líklega síðar á því að “stendr ritinn stafr”. í fyrstu grein sinni um þetta mál, sem stendur í Lög- bergi 16. jan. 1933, áréttar hann hin fávís- legu háðsyrði Lögb. um viðurkenningu konungs á forsætisráðherra Canada, með því að veita honum sæti í Jóhannesar- reglunni, með eftirfarandi orðum, og sem vissulega við samanburð síðustu greinar hans, bera vott um annaðhvort betrandi hugarfar hjá séra J. B. eða barnalegan þrælsótta: “Upprunalega urðú menn að vera af tignum ættum (leturbreytingar ritstj.) til þess að fá inngöngu í þessa reglu. En svo mun hafa verið losað á böndunum á síðari tíð, að meiri háttar menn af ýms- um stéttum fá þar nú inni. Reglan þarf á miklu fé að halda við líknarstörf sin. Og stjómarformaður Canada er stór- auðugur maður og getur gefið höfðing- legar gjafir þegar honum sýnist. Lítur því svo út, að konungurinn hafi vitað hvað hann var að gera, þegar hann gaf Mr. Bennett pláss í þessari veglegu St. Jóhannesarreglu.” Hvað finst lesaranum nú til um hugar- farið og andann í þessum ummælum séra J. B., er þeir bera þau saman við hið væmna lof í síðasta blaði Lög- bergs. Það stingur dálítið í stúf við það. Hvernig hann ætlast til að menn skilji öðruvísi þessi fyrstu ummæli sín um vit konungsins, er sem slægðarvit, til þess að ná fé út úr forsætisráðherra Canada til reglunnar í fjárþröng hennar, verður erfitt fyrir séra J. B. að gera grein. Hann steig með þeim ummælum sínum út á hálan ís, eins og hann finnur nú, og þar til að hann lýsir því yfir að þau ummæli séu dauð og ómerk, verður hann að sætta sig við, að vera kallaður “ósann- indamaður”, að þeim. Og það má kalla að hann sleppi vel með þá hirtingu eina. Sjálfur veit hann og ósköp vel, að það muni eitthvað varhugavert við það að gefa í skyn, að konungur hafi sýnt slæg- vizku með því að veita forsætisháðherra Canada áminsta viðurkenningu. Því að hann reynir í seinustu grein sinni að kenna Heimskringlu um þau alvarlegu ummæli, og minnir hana á, að það geti verið erfitt fyrir hana að bera ábyrgð á þeim! Lesendur biaðanna geta auðvitað gert sér hugmynd um, að það muni vera meira en lítið hræðslufum og fát á séra J. B. í sambandi vit þetta alt saman, en ef ske kynni, að mesti óttinn væri farinn af hon- um um það leyti og honum berst þessi grein, og hann verði búinn að ná sér svo að hann geti truflunarlítið skilið það sem sagt er, viil Heimskringla minna hann á það, að það var í Lögbergi 16. janúar 1933, sem ummæli þessi voru um hönd höfð í sambandi við sæmdina, er konung- ur veitti forsætisráðherra Canada, og að höfundur þeirra var séra J. B. sjálfur. — Hvort höfundurinn eða Lögberg ber þá þungu ábyrgð á þeim, sem séra J. B. segir að efni sé til, um það fæst Heims- kringla ekkert. Á þessa málsvörn séra J. B. í síðasta blaði Lögbergs verður naumast öðru- vísi litið en sem — nakinn — bamaskap. Séra J. B. byrjar feíðustu grein sína méð umvöndunartexta um blaðamensku. En skamt er því starfi komið, þegar aðal- verkefnið er orðið óhróðursvaðall á I Heimskringlu, um það blaðið, sem menta- j maður einn heima, komst ekki fyrir löngu svo að orði um á prenti, að verið hefði um nokkur ár bezta íslenzka viku- blaðið, sem út væri gefið. Hvers vegna að þessari umvöndun er því beint að Heimskringlu einni blaða, verður ofur ljóst. Hún er skoðanalega talað and- stæðingablað séra J. B. Við Lögberg á hann andlegt samfélag. Þess vegna getur ekki blaðamensku umvöndunin náð til þess.. Þar getur ekkert staðið til bóta! Að lesendur þess séu sammála séra J. B. um það, getur verið annað mál. Sjálfur hefir nú séra J. B. verið að skrifa blaðagreinar undanfarið. — Hafa þær greinir verið með þeim, blæ, er til fyrirmyndar blaðamensku megi teljast? Þar kennir fyrst og fremst gálauss póli- tísks ofstækis, eins og ummælin um viðurkenningu konungs á forsætisráð- herra Canada bera vott um, og séra J. B. ' stendur nú ósannindamaður að frammi fyrir íslenzkum lesendum. Og ekki skort- ir blekkingaviðleitnina, þar sem hann er að reyna að þvo hendumar, af því að hafa sagt óhróðurinn, þó læsir menn viti betur. — Ósvífnina brestur heldur ekki, þegar hann reynir að kenna Heimskr. ummæli sín, er hann sjálfur veit, að getur varðað nokkru að hafa haldið fram. Og orðaval hans um andstæðinga sína er slíkt, að blaðamenn yfirlieitt mundu telja það brot á velsæmi í rit- hætti. Enga snjalla setningu hefir hann heldur sagt í deilugreinunum, sem vott beri um ritmensku hæfileika. í greinum þessum má segja að fram komi mjög margt af því, sem óprýðir blaðamensk- una, svo sem óskammfeilni, blekkingar, ósannsögli og hatursandi, í umgerð lúa- legs og lötilmótlegs orðavals. En fátt eða ekkert, sem hafið gæti blaðamensk- una. Þannig ritar þá þessi maður, sem út á ritvöllinn gefur 1 skyn, að hann sé kominn til þess að stuðla að og efla heiðvirði og hreinleik í blaðamensku! Séra J. B. kvartar undan því, að Heims- kringla hafi ekki tekið til greina athuga- semd sína um það, við hvern Jóhannes- arreglan sé kend. Þetta eru ósannindi. Heimskringla viðurkendi þá athugasemd strax í fyrstu grein sinni, á sama hátt og hún undireins viðurkennir hvað annað sem réttara finst, í frásögu atburða er frá er skýrt. Það er sjálfsögð regla hvers heiðvirðs blaðs. En sé þetta atriði það, sem öllu máli skiftir, eins og séra J. B. gefur í skyn, hefði hann getað sparað sér það ómak að rita tvær síðari grein- arnar. En það, að þar við sat ekki, sann- ar fullkomlega, að fyrir séra J. B. hefir vakað að bera óhróðursvaðal á Heims- kringlu með skrifum sínum, og ekkert annað, eins og vér heéldum fram í síð- ustu grein vorri. Þó að verkefnið hafi ekki tekist betur en það, að hann stend- ur nú sem ósannindamaður frammi fyrir lesendum blaðanna, er honum sjálf- um, en ekki Heimskringlu um að kenna. Þegar hann sýnir þá blaðamensku heiðvirði af sér, að kannast við þá alvar- legu yfirsjón, er honum varð á í ummæl- um sínum um viðurkenninguna, sem konungurinn veitti Mr. Bennett, er ein- hver von til að honum verði vægt, en fyr ekki. Það situr mjög illa á presti eða hátt standandi manni, ásamt blaðinu, er birti þær óhróðurs getsakir, jafnvel þótt póli- tík ætti að heita og fyrir heiðvirði henn- ar hafi ekki farið hjá liberölum í seinni tíð, að liggja undir því ámæli að hafa farið óvirðingarorðum um tilgang kon- ungs síns. En það gerír séra J. B. hvað sem hann skrifar nú um málið, svo lengi sem hin fyrri ummæli eru ekki aftur tekin. Og það sýnir í raun og veru enn einu sinni stráksskap, að vera að reyna að réttlæta það með blekk- ingum. í síðustu grein sinni minnist séra J. B. á gamlar skærur milli sín og Hkr. — Um þær er núverandi ritstjóra ókunnugt, og skoðar þær deilur þessari óviðkom- andi, nema ef vera skyldi að því leyti, að það staðfesti ummæli vor í síðasta blaði, að frá vorri hálfu sæjum vér ekki ástæðu fyrir óhróðursgreinum séra J. B. nú um Heimskringlu. Vegna þess að Þjóðræknisþingið hefir staðið yfir og vér “drápum” talsvert af tíma vorum þar, eins og menn segja, ætl- um vér að láta þetta svar nægja að þessu sinni. En ef þörf gerist síðar, munum vér bæta upp fyrir það, sem gleymst kann að hafa. ÍSLAND SEM FLUCSTÖÐ MILLI AMERÍKU OG EVRÓPU Útdráttur úr erindi Guðm. dómara Gríms- sonar, er hann flutti á Þjóðræknisþinginu 24. febrúar s. 1. Herra forseti! Háttvirtu tilheyrendur! Um þetta leyti í fyrravetur var eg staddur með konu minni í Reykjavík. — Mjög kunnum við vel við okkur þar, það er eitthvað það við íslenzkt þjóðerni, sem grípur tilfinningarnar, hvenær sem ís- lendingar mætast. Eg hefi fundið til þess á ferðum mínum, þar sem eg hefi kynst íslendingum. Eg fann til þess á íslandi og eg hefi fundið til þess hér í Winnipeg. Þess vegna er það, að eg er ekkert hrædd ur um að einkenni íslenzks þjóðernis tapist, eins lengi og samgöngur milli ís- lendinga eru hugsanlegar. Erindi mitt til íslands í fyrra vetur, var að útvega The Trans-American Airlines Corporation, félagi einu í Banda- ríkjunum, leyfi til að hafa viðkomustaði á fslandi á fyrirhuguðum flugferðum milli Bandaríkjanna og Evrópu.. Vel var erindi þessu tekið. Var áhugi mikill fyrir því að þetta kæmist í gang. Hagurinn fyrir ísland að komast í al- þjóðabraut veraldarinnar, var auðsær. en vonin um að þetta mætti takast, var hjá sumum vafin efasemd, sem þóttu möguleikarnir litlir. Eins býst eg við að sé hér. Þess vegna langar mig til að skýra fyrir yður trú mína á þessu fyrirtæki. Og fari svo að erindi mjtt í fyrra vetur upp til íslands, verði til þess að koma á fljót- ari og betri samgöngutækifærum, milli Austur- og Vestur-íslendinga, — þá lang- ar mig til að leggja það fram sem þann skerf, sem eg hefi lagt til starfs Þjóð- ræknisfélagsins.--------- Það er enn í manna minnum, er farn- ar voru fyrstu flugferðimar. Fólk vildi varla trúa þeim sögum, og því síður að þær ferðir yrðu nokkurn tíma að almenn um notum. En þær fóru smám saman í vöxt. Vélarnar urðu traustari og hætt- an minni. Bandaríkjamenn flugu í kring- um hnöttinn. Póstflutningar hófust. — Fenginn var mikill tímasparnaður með þessari teguúd ferðalaga. Svo kom Char- les Lindbergh til sögunnar og flaug yfir Atlantshaf. Sýndi hann hvað varkár mað- ur og hugaður í góðri flugvél, gat gert. Þar næst flaug hann um endilöng Banda- ríkin. Jukust nú flugferðir mik- ið. Póstflutningur með flugvél- um varð almennar notaður ekki einungis um öll Bandaríkin heldur einnig til Canada, Mexi- co og Suður-Ameríku, þar til að nú er svo komið að Banda- ríkja stjórn greiðir árlega um 19 miljónir dollara til þessa póstflutnings. Þá hefir farþega- flutningur með flugvélum farið mjög í vöxt. Eru nú algengar, daglegar farþega flugferðir farnar, víðsvegar um Evrópu og Ameríku. Dr. Alexander Jóhamnesson, háskólakennari var með þeim fyrstu á íslandi er tilraun gerði með að koma á flugferðum þar. Hann. hafði gengið á háskóla í Þýzkalandi og kynt sér og orð- ið mjög hrifinn af flugferða tilraunum þar. Hann sá mögu- leikana á íslandi. Þar eru sam- göngur með skipum með strönd um • fram, og fremur seinfarar. Innanlands, hefir fólks- og vöruflutningur aldrei verið nægilegur til þess að koma mætti á, eða staðinn yrði straumur af járnbrautarlagn- ingu. Þess meira var tækifærið fyrir loftskipaferðir. Með þeim mátti senda póst, og með þeim gat fólkið farið kringum land og inn á firðina daglega. Þegar flugskipin voru or^in svo úr garði gerð að örugg reynd- ust til ferða í vanalegu veðri, voru þau samgöngutæki fengin er íslandi var mest þörf á. — Þetta sá dr. Alexander. Leitaði hann þá til þýzka flugfélagsins Luft Hansa og fékk aðstoð þess. Stofnaði hann félag á íslandi. í það fyrirtæki lögðu ýmsir fram sýnir menn, þótt arðs- vonin væri lítil. Luft Hansa sendi þrjár flugvélar til íslands. Ferð- ir hófust. Engin veruleg slys gerðust. Sem víkingarnir fornu er lögðu óhræddir fram á sjó- inn á opnum bátum, stigu nú nútíðar íslendingar öruggir upp í flugbátinn og svifu út í loft- ið. Þá voru það líka íslendingar, sem fyrstir manna notuðu flug- vélar við fiskiveiðar. En svo hagar til, þegar flogið er yfir sjó, sést langt ofan í hann. Flugmennirnir gátu því séð, hvar fiskitorfurnar héldu sig, og með þráðlausu firðtali gefið veiðiskipunum bendingu um hvar bezt mundi vera að varpa út nótinni. En tími var ekki enn kominn til þess að reglubundnar flug ferðir gætu tekist. Varð ís- lenzka flugfélagið því gjald- þrota og leystist von bráðar upp En þær breytingar hafa nú orð- ið að jafnt má fljúga í myrkri og þoku; mun því auðveldara að koma á reglubundnum ferð um á íslandi en áður, enda finst mér sem þær hljóti að eiga þar mikla framtíð.------- Landi vor Vilhjálmur Stefáns- son hélt því fyrstur manna fram, að það væri jafnauðvelt að fljúga um norðurvegu, sem sunnar. Hann hélt því fram að veðráttan væri því 'ekki til fyr irstöðu, birta og skygni væri nóg og í rauninni væri það hættuminni leiðir. Vilhjálmur Stefánsson er heimsfrægur fyr ir norðurferðir. En mest gagn hefir hann þó unnið þjóðfélag- inu með ræðum og ritum, sem sýnt hafa fram á að'hugmynd ir manna um íshafið og norður vegi, er ríkt hafa frá fornöld Grikkja og fram á vora daga, eru rangar. Með því hefir hann unnið íslandi gagn eigi sízt, því hugmyndir iíHinna um það hafa einnig verið skakkar. Með því hafa menn áttað sig á því, að þar og í norðurhöfnum er hvergi nærri eins kalt og haldið hefir verið. Til stuðnings þeirri kenn- ingu sinni, að auðvelt sé að fljúga á norðurvegum. sýnir Vilhjálmur fram á að þar verði ekki kaldara en oft á sér stað í Manitoba og Norður Dakota. Það er heldur ekki kuldinn, sem er mestur þröskuldur flug- ferðanna. Vel hefir tekist að I fullan aldarfjórðung hafa Dodd’a nýma pillur verið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — I>ær eru til sölu í öllum lyfjafaúð- um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor- onto, Ont., og senda andvirðið þang- að. fljúga yfir Alaska, þó þar sé stundum að ræða um 60 sti& fyrir neðan zero á Fahrenheit. Miklu erfiðara er að fljúga þar sem mætast heitir og kaldir loftstraumar og mynda þoku og dimmviðri eða þar sem er hætta á hvirfilbyljum, eins og yfir Florida eða Cuba og á Suður-Atlantshafi. Þá sýnir Vil- hjálmur fram á að í rauninni sé meira dagsljós og birta hlut- fallslega á ári hverju í norður- heimskautalöndunum, en á þvf breiddarstigi sem vér búum. — Kemur það til af því, að á vet- urna er jafnan skær birta frá tungli, stjörnum og norðurljós- um, er spegla sig í hinu hreina og ryklausa lofti þar norður frá, og upp af snjónum skjall- hvítum er þar breiðir sig yfir alt. T. d. eigi sæist hér svart- klæddur maður við tunglskin eða stjörnuljós, nema í fárra faðma fjarlægð, en þar í mörg- hundruð faðma fjarlægð. Einnig sýnir Vilhjálmur fram á það, hversu mikið styttra og hentugra það er, að fljúga á milli heimsálfanna yfir norður- hcimskautalöndin, en að farnar séu hinar syðri leiðir. Stórþjóð- irnar og stórborgirnar nú á tímum eru allar á norðurhveli arðar. Þegar vér horfum á þann helming hnattarins — virðum fyrir oss jarðkúluna — þá er sjáanlegt að beinast og skemst milli New York og Tokio, Tokia og London, London og New York, er loftleiðin yfir norður- heimskautin. Sú leið hefir einnr ig þann mikla kost til að berá að hvergi þarf að fljúga lang- ar leiðir yfir opin höf, og að víðast hvar má lenda, ef þörf geris(. Ungur maður norskur, ætt- aður úr Norður Dakota, Carl Ben Eielson að nafni, var í flug- her Bandaríkjanna meðan á striðinu stóð. Eftir það fór hann til Alaska sem skóla- kennari. Þar félzt hann fljótt á skoðanir Vilhjálms, að auðvelt væri að fljúga á norðurvegum. Hann fékk sér flugvél til að leyna það. Alaska er örðugt land. Þar eru stór fjöll, snjór mikill og heiftar frost. Flugið tókst ágætlega, slys urðu eng- in. Nýir samgönguvegir voru opnaðir. Þar eru nú farnar flug- ferðir daglega. Þá flugu þeir Amundsen og Ellsworth nokkuð á leið til norðurpólsins, gerðu lending- ar og komu aftur. Næst flaug Bird alla leið til póísins og til baka. Þá flugu þau Wilkins og Eielsen norður í íshafið, lentu þrisvar á ísnum með öllu slysa- laust. Loks flugu þeir yfir norð- urheimskautið frá Alaska til Spitzbergen. Urðu þeir að setj- ast á eyju eina í stórhríð og bíða þar í fimm daga áður en óveðrinu slotaði svo þeir gætu haldið áfram. Slysalaust kom- ust þeir af, og voru þó eigi vel útbúnir. Árið 1931 flaug Cramer og 1931 og 1932 von Gronau, yfir Grænland og höfðu tiltölulega lítinn útbúnað, miðað við það sem ætlast er til að notað verði við milliálfuferðir. Verða at- huganir um mörg ár á Alaska, i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.