Heimskringla - 01.03.1933, Blaðsíða 6

Heimskringla - 01.03.1933, Blaðsíða 6
6. SlÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 1. MARZ 1933. JON STRAND Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNÚSSON. Þegar Jón kom inn, stóð Mason fyrir framan arininn og sneri bakinu að honum. Báðar hendurnar í buxnavösunum og stóran vindil, sem hann var nýbúinn að kveikja í, á milli tannanna. “Eg hefi verið að hugsa um það, herra Strand,” byrjaði hann, “að það lægi ekkert á að byrja á þessu fyrirtæki okkar, fyr en eftir kosningarnar. Enda þykist eg vita, að þér munið hafa lítinn tíma til að sinna neinu öðru en kosningunum fyrst um sinn.” “Bg þakka yður fyrir, herra Mason. Það kemur sér vel fyrir mig að þurfa ekki að byrja í yðar þjónustu fyr.” “Það virðist ekki hafa tekið Sylvíu mína lengi að láta sér falla yður vel í geð. Annars er hún einkennileg með það, hvað hún á erfitt með að láta sér líka fólk, svona alment. Mér þykir sannarlega vænt um, hvað hún eyddi litlum tíma í það í þetta skifti, því þér fallið mér mæta vel í geð, herra Strand. Og eg geri mér háar vonir um framtíðar samvinnu okk- ar, er megi verða báðum til gagns og sóma.” Svo rétti hann Jóni hönd sína í kveðju- skyni. “Eg vil ekki tefja yður lengur í þetta skifti, herra Strand. Eg veit hvað þér eigið annríkt. Eg þakka yður fyrir komuna og vona að það, sem við nú höfum gert hér upp á milli okkar, megi reynast þarniig, að við þurfum aldrei að sjá eftir tímanum, sem í það var eytt.” Að svo mæltu fór Jón, léttur í spori og léttur í huga. Honum fanst sem hann hefði skilið eftir þarna þá byrði, sem hann hafði ver- ið að slygast.undir. 16. kapíituli. Þegar Jón kom heim til sín, tók hann strax til starfa. Bréfin höfðu komið til hans í tugatali tvo síðustu dagana, og nú mátti hann ekki draga það lengur að svara þeim. Hann furðaði sig stórlega á því, að nú var Cora ekki einlægt í huga hans, eins og áður hafði verið. Hann hafði útbúið sér skrifstofu heima hjá sér á neðsta gólfi, og sat þar öllum stund- um er hann gat. Hann passaði samt sem áður að sýna þeim enga vanrækslu í neinu, Cobden og Joyce. Hafði máltíðir með þeim og sat stundum og ræddi við þau. Hann var glaður yfir því, að fóstra hans hafði tekist að halda sig frá víninu, og var hann nú sem alt annar maður í framkomu sinni og sambúð. Joyce gerði líka alt sem í hennar valdi stóð til þess að gamla manninum gæti liðið sem bezt. Stundum sóttu að honum þunglynd- isköst; þá sat Joyce hjá honum og ræddi við hann. Þá bjó hún til bolla af góðu kaffi og færði honum; og þegar hann hafði drukkið það leit hann til hennar og brosti. Joyce skildi það bros, því það var fyrir hennar orð og hennar bænir, að hann neytti nú ekki áfeng- is, og hún hafði sagt honum, að kaffi væri honum betra en vín. Joyce hafði langað til þess frá því hún kom, að sjá sem mest af borginni; en þar sem hún var ókunnug, gat hún ekki farið neitt ein. Varð því Cobden gamii að bæta úr þeim vandræðum og fara með henni um borgina; um aðra var ekki að ræða til þeirra hluta. Þetta varð til þess að draga huga hans frá drykkjukránum, og með sjálfum sér blessaði hann þá stund er Joyce kom á heimili hans. Sjálf var nú Joyce orðin alt önnur að útliti. Kyrðin og rósemin á heimilinu hafði haft góð áhrif á hana. Sorgin og óvissan og kvíð- inn, sem verið höfðu fylginautar hennar um tíma, voru nú skilin við hana. Hún var nú orðin rjóð í kinnum, glaðleg og fjörleg; fyrir- mynd fegurðar, eins og gamli Cobden sagði. Stilt og geðgóð var hún fram yfir það sem fólk gerist alment. Eitt kvöld sat Cobden fjTÍr framan arin- inn og reykti pípu sína, og Joyce sat þar hjá honum með saumana sína. Jón kom inn og var sjáanlega mjög þreyttur eftir dagsverkið. Hann kastaði sér niður á stól og varp önd- inni. “Hvernig gengur það, Jón?” spurði Cob- den. “f dag hafði eg þann bezta fund, sem eg hefi nokkru sinni haft. En eg hefi líka nýjar fréttir að færa ykkur: Það var þriðji maður- inn útnefndur í mínu kjördæmi í dag, svo við erum þar þrír, sem sækjum um kosningu. Southwold þóknaðist að senda Sylvester út af örkinni. Sjálfsagt hefir það átt að vera til þess að spilla fyrir mér.” “Fjandinn eigi hann og þá báða,” sagði Cobden og leit um leið yfir til Joyce. “Þetta er nú náttúrlega ekki fallega talað í návist konu, góða mín, en ástæðan afsakar orð- bragðið.” “Eg hefi nú minna tækifæri en áður til að vinna kosninguna, og svo hefir Southwold svarið þess dýran eið, að knúsa mig undir sig — eins og hann kemst að orði um það — við þessar kosningar, og hann mun ekki svíkast um að gera það sem hann getur í þá átt,” sagði Jón. “En við vitum að Sylvester hefir ekkert tækifæri til að ná kosningu,” sagði Cobden. “Eg veit það, og Southwold veit það líka, en hann dreifir atkvæðunum. Hann er líkleg- ur til að fá helzt þau atkvæði, sem eg hefði fengið^ ef hann hefði ekki verið í vali. Svo er Southwold að tryggja honum sæti í öðru kjördæmi, ef hann fellur hér, með því að láta ekki kosningar fara þar fram á sama tíma og hér.” “Eg held, Jón, að þú ættir að kasta frá þér öllum stjórnmálum út í veður og vind, og beina huga þínum að því að komast yfir efni fyrir framtíðina, svo Southwold takist aldrei að svelta þig í hel,” sagði gamli maðurinn daufur í bragði. “Sylvia Mason var að vinna fyrir mig í dag að kosningu minni. Hún hefir framúr- skarandi lipran talanda og er svo sannfærandi. Eg held altaf að kvenfólk sé betur fallið til þess verks en karlmenn.” “Eg vildi að eg gæti hjálpað yður líka, herra Strand. Get eg það ekki á einhvern hátt?” spurði Joyce. “Jú, vissulega getið þér það,” svaraði Jón glaðlega. “Fögur kvenandlit hafa oft meiri þýðingu í svona bardaga en tveggja stunda ræða.” Joyce fór nú inn í herbergi sitt. Hún hugsaði að þeir hefðu kanske eitthvað saman að ræða, sem þeir kærðu sig síður um að hún hlustaði á. Og hún hafði rétt fyrir sér. “Sylvester ber það á mig í ræðum sínum að eg hafi svikið flokkinn. Eg get ekki sagt að hann fari þar með algerð ósannindi, því ásökun hans hefir það mikið af sannleika í sér, að mér er örðugt að mótmæla. Svo geri eg ráð fyrir að þeir séu reiðubúnir að fara mikið lengra en þetta í rógburði sínum.” “Jón, þú verður að vera reiðubúinn að mæta öllu! Southwold rær undir. Þú sigraðir hann. og meir — þú hafnaðir tilbæði hans um það ,sem hann sjálfur kallar vinfengi hans og og aðstoð. Hann er ekki sá maður, sem gleym- ir auðveldlega né fyrirgefur. Hann er maður, sem svífist einkis, ef svo ber undir. — Ef þetta ætlar að ganga of langt, þá verð eg að spila mínum trompum óspart, er eg hefi haldið í hendi minni um svo langt skeið.” “Hvað eigið þér við? Þér hafið vikið að þessu svo oft áður, að það er nú kominn til þess að þér talið. Eg verð að fá að vita alt eins og það er!” sagði Jón ákafur. “Þú hefir rétt að mæla,” sagði Cobden um leið og hann stóð upp og gekk að skáp þar í stofunni. Jón athugaði, hvað fóstri hans var að fara. Cobden opnaði skápinn og tók út úr hon- um flösku af víni og glas. “Það er raunasaga, sem eg verð að segja, og mér fellur illa að verða að hafa hana yfir. Eg má til með að styrkja taugar mínar áður en eg byrja.” Hann stóð þarna fyrir framan skápinn, með flöskuna í annari hendi en glasið í hinni, og starði á flöskuna. “Nei, Cobden gamli, þú færð ekkert núna,” sagði hann og leit á flösk- una og glasið á víxl. Svo lét hann flöskuna og glasið aftur inn í skkápinn án þess að smakka dropa. “Það tekur sterkan vilja og mikið þrek, fóstri minn, að gera það sém þú gerðir núna. Það hefðu ekki allir getað það,” sagði Jón blíðleea ti] gamla mannsins, og var auðheyrt á mæli hans að honum fanst mikið til um viljabrek fóstra síns. “Það er nokkuð seint, sem eg byrjaði, en eg hefi samt von um að mér takist það. En nú er sagan: “Eg var yngri en þú ert núna, þegar eg fyrst kyntist Miriam. Hún var þá ung stúlka á aldur við Joyce, og fríð sýnum og elskuleg sem hún. Foreldrar hennar voru fátæk, svo hún varð að vinna fyrir sér hjá gamalli geð- vondri ekk'ju. Við fengum ást hvort á öðru. Mér gekk vel löfræðisnámið og heimurinn virt- ist brosa við okkur. Einn eftirmiðdag kom hún hingað — í þessa stofu — og drakk te með mér. Þá var eg glaður og hamingjusamur maður.” Það varð þögn um stund og hann varp- aði öndinni þreytulega. “Hinn mikli vinur minn, sem Þá var, Gerald Southwold, var einnig að lesa lögfræði á þeitn tíma, og samhliða því, eins og þú nú að fást við stjórnmál. Einsog forlögin vildu haga því til, kom hann hing- að þenna sama eftirmiðdag, sem Miriam var hér. 1 þann tíma — eins og nú — var hann slægur, og eg tók ekki eftir því að hann veitti henni neina sérstaka athygli — eg vona að saga mín þreyti þig ekki, Jón; eg veit að eg segi illa frá,” sagði hann og brosti lítið eitt. Svo varð hann hugsandi og sorgmædd ur á svipinn. “Alls ekki. Haltu áfram,” svaraði Jón, sem langaði til að heyra meira — heyra alla söguna. Hann var nú þegar búinn að heyra svo mikið af henni, að hann skildi að það var sorgarsaga. “Eg lifði í paradís heimskingjans. Eg tók ekki eftir því að Miriam var orðin breytt. Hún hafði alla jafna verið mjög ástúðleg við mig. En síðar fór eg að taká eftir ýmsum breyting- um á framkomu hennar, sem eg veitti ekki eftirtekt í fyrstu. Við höfðum ákveðið giftingar dag okkar og alt var reiðubúið. “Þann dag fann eg hana alla fljótandi í tárum. En er eg gekk á hana með það, að segja mér hvað að henni gengi, þá sagði hún mér, að það væru gleðitár, sem hún feldi. Eg hafði beðið Gerald Southwold, sem var bezti vinur minn, að gerast svaramaður minn við þetta tækifæri, og hann lofaði að hann skyldi gera það. Það væri sér sönn ánægja, að mega sýna mér það vinarbragð. Giftingin átti að fara fram í kirkjunni. Eg var mjög vinsæll í þann tíma, átti fjölda af vinum. Stofa þessi vaí hálífull af brúðargjöfum.” Gamli maðurinn þagnaði um stund og bleytti varir sínar með tungunni. Jón hafði hlustað á hann með sérstakri eftirtekt, en vildi ekki spyrja um neitt eða taka fram í fyrir honum. Giftingardagurinn rann upp bjartur og fagur. Sólin kastaði geislum sínum svo góð- látlega ofan á jarðarbúana þann morgun. Eg var sá hamingjusamasti maður í heimin- um Eg borðaði morgunverð og beið svo komu Southwolds, því að svo hafði okkur tal- ast til að eg gerði. Klukkan sló ellefu og eg stóð út við gluggan þarna og beið. Klukkan var að verða tólf og eg fór að ókyrrast. Eg leit svo á að eitthvert slys hlyti að hafa borið að höndum. Giftingarathöfnin átti að byrja kl. 12 á hádegi. Eg hraðaði mér því yfir til kirkjunnar, þar sem eg taldi víst að brúðirin myndi bíða mín. Kirkjan var orðin full af fólki — eg get enn heyrt stóru klukkuna í turninum slá tólf — tíu mínútur liðu og ekki kom Miriam. Vini^- mínir buðust til þess að að fara og sækja hana. Eg gat enn ekki álitið annað en að slys hefði komið fyrir, sem or- sakaði það að hún væri ekki komin.” Nú varð þögn og gamli maðurinn starði inn í eldinn á arninum. Svo fór hann á fætur og gekk að skápnum og tók út úr honum lítinn járnstokk. Hann opnaði hann og tók upp úr honum bréf. “Einn vinur minn færði mér þetta bréf,” sagði hann og rétti það að Jóni. “Lestu það fyrir þig sjálfur.” Jón ias bréfið, sem hljóðaði á þessa leið: “Kæri York! — Hvernig fer eg að gera yður svona rangt til? En eg get ekki hjálpað því. Eg hefi strítt og barist á móti ástríðu þess ari, en hún er sterkari en viljakraftur minn. Eg finn að eg get ekki gifzt yður, York, þeg- ar hvert eitt mitt hjartaslag er fyrir annan mann. Hann fullvissar mig um, að ef eg gift- ist yður, þá væri það að gera yður rangt til, ekki síður en sjálfri mér. En, York! Eg er alveg eyðilögð yfir því að hugsa til þess, hvað þér muni líða illa. Það var ekki fyr en á síð- ustu stundu, að mig brast þrek til þess að standast á móti þessari tilfinning. Eg hafði engan t.íma' til þess að láta yður vita fyr. — Fyrirgefið mér, York!. Eg er að fara með þeim manni, sem eg elska, en samt líður mér illa. Fyrirgefðu mér! — Miriam” Jón lagði bréfið á borðið, en sagði ekk- ert. Brýrnar hnykluðust og svipurinn varð harðlegur. “Að kvöldi þess dags bragðaði eg áfengi í fyrsta skifti á æfinni. — Vínið kom mér til að gleyma, og þess þurfti eg með. Eg fór að leita hennar. Leitaði alstaðar fjær og nær. Eg fór til Southwold. Hann bað afsökunar á því að hann hefði ekki getað komið, — og svo sagðist hann hafa vitað, að þegar eg fékk til- kynninguna um það frá honum, þá hafi verið nógur tími fyrir mig að fá annan í sinn stað. Eg sagði honum, að eg hefði aldrei fengið neina orðsendingu frá honum, og sagði hon- um svo hvað fyrir hefði komið. Hann lét í ljós hluttekningu sína, og eg — eins og flón — trúði honum. Hann gekk jafnvel svo langt í ófyrirleitninni, að hann fór að gefá mér ýms ráð í sambandi við leitina eftir henni.. Og enn trúði eg honum sem vini mínum. Svo kom að því að eg gaf upp leitina og sneri mér að störfum mínum. Eg útskrifaðist sem lögfræðingur og fékk talsvert að gera, Robin FLOUR BRAUÐ ÚR ROBIN HOOD MJÖLI ER BRAGÐBEZT aoeoogegosseeoaeiMaaseeoMCoeceoogeeeoocooiwcoapgaaso þar sem mér hepnaðist vel meðferð mála fyrir skjólstæðinga mína. En á kvöldin leitaði eg huggunar hjá Bakkusi. Svo fór það að ganga of langt fyrir mér. Og í eitt skifti kom eg inn í réttarsalinn til að sækja mál, og var þá talsvert undir áhrifum víns. Eg fékk harða ofanígjöf hjá dómaranum. — Þarna sté eg annað sporið til ógæfu minnar.” “En hvar kemur svo Southwold til sögunn- ar?” spurði Jón. “Það liðu svo tvö ár, að eg frétti ekkert af Miriam. — Einn dag kemur maður til mín og segir mér, að það vilji deyjandi kona tala við mig. Eg fór með manninum. Við fórum í fá- tækrahverfi borgarinnar eftir mjórri og ó- þokkalegri götu. Þar inni í lélegum kumb- alda, í þakherbergi — þar sá eg Miriam aftur — dána. Hún, sem allan þann tíma sem eg þekti hana var svo feitlagin og rjóð í andliti, var nú ekkert nema skinnið og beinin. Það var auðséð, að hún hafði liðið ákaflega, og síðar sagði mér læknirinn, sem kom að sjá hana síðasta daginn sem hún lifði — fyr var hans ekki vitjað — að hún hefði dáið úr hungri og illu viðurværi. “Eg fylgdi henni til grafar. En fór síðan upp í þakherbergi það, sem hún hafði verið í, til að athuga eftirskilda muni, er þar kynnu að finnast. Eg fann þar gamlan tréstokk, sem iokaður var með lykli. En þar sem eg hafði ekki lykil, sem að honum gengi, braut eg hann opinn, og — þá kom fyrst sannleikurinn í ljós!” Rödd hans var orðin rám, og hann virt- ist eiga erfitt með að ko'ma upp orði. Eftir nokkra stund hélt hann samt áfram: “Gerald Southwold var maðurinn!” “Guð hjálpi mér! Hvað segirðu maður?” hrópaði Jón og var orðinn náfölur í fram- an. “Eg náði þarna nokkrum hluta þessarar sorgarsögu, en þó ekki allri, af bréfunum, sem í stokknum voru. Sagan var endurtekn- ing á mörgum slíkum sogum. Maður lét að á- stríðum sínum, en varð svo fljótt leiður á leik- fanginu.” “Hafði hann gifzt henni?” spurði Jón. “Menn eins og Southwold giftast ekki bráð sinni.” “Því leitaði hún ekki til hans eftir á eft- ir hjálp?” “Miriam var stolt. Hún kaus heldur að deyja en að leita á náðir þess manns, sem þannig, hafði farist við hana. Eg virði hana líka fyrir það.” “Þetta er hræðileg saga! Maður, sem fremur slíkan glæp, á skilið þunga hegningu.” “Já, og Southwold skal úttaka sína hegn- ingu þegar tinn rétti tími er kominn.” “Fórst þú til hans og lézt hann vita, að þú vissir alt?” “Já. Og hann tók öllu þegjandalega og hafði ekki á móti neinu.” “Hundinginn! Og allan þenna tíma kom hann fram við þig sem vinur þinn! Svona menn eru sálarlausir!” ’ “Og samt er hann forsætisráðherra.” “Hví opinberaðir þú ekki allan sannleik- ann? Þú hafðir bréf hans í þínum, og hann hefði ekki getað varið sjálfan sig.” Það var auðséð að gamla manninum fanst það erfitt fyrir sig að svara þessari spurningu. “Eg óskaði ekki strax að hegna honum, en bíða minn tíma með það. Á þeim tíma var hann í uppgangi til valda og metorða. Eg at- hugaði nákvæmlega hvert hans spor. Og þess hærra sem hann komst, þess betur líkaði mér það. Eg vildi að hann kæmist sem allra hæst, svo fallið yrði sem stórkostlegast, þegar hann félli.” Jón horfði á hann rannsakandi augnaráði. Hann sá óslökkvandi hatur í augum gamla mannsins. “Eg tel til dálítillar skuldar hjá þér, Jón. Eg hefi gert alt fyrir þig, sem eg hefi getað. Eg hefi reynt að gera úr þér þann mesta mann, sem mér hefir verið unt, undir kring- umstæðunum, svo þú gætir orðið vopn í mín- um höndum til hefndar. Eg veit að þú bregst mér ekki, þegar þú hefir heyrt sögu mína sem eg veit, að hefir kveljandi áhrif á þig tii hefnda. Getur nokkur hefnd verið of stór- kostleg fyrir Southwold?”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.