Heimskringla - 15.03.1933, Side 7
WINNIPECr, 15. MARZ 1933
HEIMSKRINCLA
7. StÐA
Anna Laxdal Ström.
Frh. frá 3. bls.
svo mörg í hvort sinn — sög-
uð sundur — og hún var ekki
svæfð.
Lífsábyrgðarmaður, er send-
ur var til að fullvissa sig og
lífsábyrgðarfél., sem hún hafði
lífs- og heilsuábyrgð hjá, trúðil
því ekki, að hún væri ekki
vinnufær, er hann sá hana á
fótum nokkrum imánuðum
seinna, svo leit hún þá vel út.
Hún sýndi honum bakið á sér,
þar sem rifin voru burt. Mað-
urinn fölnaði upp. Fél. sendi
engan eftir það í sömu erinda-
gjörðum og styrkurinn kom,
eins og til stóð.
Emma sál. var sérlega vel
gefin kona til sálar og líkama.
Gáfur hennar gagnlegar til,
hvers sem þeim var beitt. Hún!
annaðist heimili sitt til síðustuj
stundar — útgjöld og innkaup.]
Og félagsystur hennar leituðuj
álits hennar og ráða um vanda-!
mál sín löngu eftir að hún fór,
í rúmið. Hún var skyldurækinj
um alt, sem til hennar tók,|
hvort sem það snerti heimilið^
eða félagsskapinn. Bar gott (
skyn á almenn mál og lét sig
þau varða. Annars fáskiftin um
annara hagi. Vönduð og góð^
kona. Foreldrum sínum ástrfk
og umhyggjusöm dóttir. Sál
hennar syrgja tveir synir henn-[
ar, tvö stjúpbörn, eiginmaður j
og aldraðir foreldrar, auk fjölda
nærskyldra ættingja, vina og
starfsfélaga. Svo þó fráfall
þessarar ungu konu bergmáli
ekki um víðlendur heims, er núí
skarð fyrir skildi í heimahög-
um hennar. Ágætis kona —
verða því eftirmæli hennar og
vitnisburður, kona, sem með
góðleik og glaðlyndi gladdi
alla, sem til hennar náðu.
Kona, sem engin atvik taldi
eftir sér, andleg eða líkamleg,
ef þau máttu mönnum og góð-
um málefnum að liði verða.
Hún lifði sjálfri sér og sínum
nánustu til sóma, og mannfé-
laginu til góðs.
Guð blessi minningu hennar.
M. J. B.
lega tilfinnanlegur. Því get eg
ekki horfið frá því, að brýna
sífelt fyrir mönnum: Verið þið
nú fyrir hvern mun samtaka.
í>eir menn, sem á annað borð
vilja gera gagn, komast lengst
með því að leita samvinnu við
aðra, í stað þess að steita sí-
felt hnefana hvorir framan í
aðra. Það er ekki gagn í því,
að sýna föðurlandsást á hátíð-
um og tyllidögum, en gleyma
landi sínu og þjóð, alla aðra
daga. Menn verða að gleyma
sér og hagsmunum sínum fyr-
ir velferð föðurlandsins.—Mbl.
ENDURMINNINGAR
Eftir Fr. Guðmundsson.
“Endurminningar”
Friðriks Guðmundssonar eru til
sölu hjá höfundinum við Mo-
zart, í bókaverzlun ó. S. Thor-
geirssonar og á skrifstofu Hkr.
Fróðleg og skemtileg bók og
afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25.
* * *
Munið eftir að til sölu eru á
skrifstofu Heimskringlu með af-
falls verði, námsskeið við helztu
verzlunarskóla bæjarins. Nem-
endur utan af landi ættu að
nota sér þetta tækifæri. Hafið
tal af ráðsmanni blaðsins.
HINDENBURG
segir nokkur vel valin orð.
Um síðastl. áramót hafði
Hindenburg forseti tal af
blaðamönnum, og birtist sam-
tal þeirra í þýzkum blöðum.
Hinn aldurhnigni ríkisforseti
komst m. a. að orði á þessa
leið:
“Eg er orðinn maður gamall
og einmana. En eg verð kyr í
stöðu minni eins lengi og kraft-
ar mínir frekast leyfa. Því
þegar yngra fólkið sér að eins
gamalla maður og eg er kyr við
skylduströfin, þá er eg að vona
að’ skyldurækni þeirra aukist.
Mér fellur það ætíð þungt,
að þurfa að láta þá menn frá
mér fara, sem eg hefi unnið
með, sem lagt hafa að sér, og
gent skyldu sinni til hins ítr-
asta. Þetta eru einhverjar
þyngstu raunir þjóðhöfðingja.
—En þingræðið krefst þess.
Þingræðið sópar mönnum burt
og setur aðra í þeirra stað.
Meinið í þýzkum stjórnmál-
um er, að svo til hver einasti
Þjóðverji hefir sína ákveðnu
sérskoðun í landsmáJum, og
stendur í þeirri bjargföstu trú,
að hann hafi hina einu réttu
skoðun. En skortur á sam-
heldni og samvinnu er sannar-
Frh.
%
Þegar eg nú er að taka sam-
an föggur mínar, ráðinn í að
flytja alfarinn burt úr sveitinni
minni, þar sem eg bjó í 22 ár
og leið margt súrt og sætt, þar
sem eg hafði staðið og stimp-
ast mest á blómaskeiði aldurs
míns, þar sem eg var nokkurn
veginn kunnugur á öllum heim-
ilum í sveitinni, þekti alla
menn og hafði tekið meiri og
minni þátt í öllum félagsmál-
um og sveitamálum. Þegar eg
nú hugleiði þetta alt, þá finn
eg, að ýmislegt vantar í endur-
hinningar mínar, sem þó les-
endurnnr kynnu að una vel og
hafa gaman af, og einmitt þess
vegna fer eg að lokum eina
boðleið um hreppinn, til að sjá
hvað ber fyrir augu og eyru.
Fyrst stanzar þá hugurinn
við orðið boðleið, sem er eld-
gömul, mjög nauðsynleg, fast-
ákveðin regla fyrir því, hvern-
ig halda skuli á opinberum aug-
lýsingum og tilkynningum til
almennings um sveitir landsins.
Styzta og haganlegasta hring-
leiðin í hreppnum hafði verið
vandlega athuguð, syo ekkert
heimili væri eftir skilið og eng-
ir óþarfa krókar viðhafðir, sem
tafið gátu opinbera erindið;
og að því loknu var lögskipað,
að viðlögðu þingvíti eða sekta-
gjaldi, að hlýða reglunni. —
Hins vegar er nú útlit fyrir, að
bráðum heyrist ekki og þekkist
ekki þetta þýðingarmikla orð,
nema fyrir árekstur í orða-
bókum. Símarnir liggja inn á
hvert heimili og hanga í bað-
stofunni, en þá kallar sýslu-
maðurinn eða hreppstjórinn á
símastjórann og biður um al-
ment viðtal í tilteknum hreppi,
og auglýsir þá öllum hrepps-
búum á sama augnabliki,
þingdag og stund og áminnir
alla, er til tíundar hafa fram
að telja og til saka að svara,
að mæta á tilteknum stað fyrir
réttinum. Þetta veldur þeim
breytingum í sveitunum, að
ekki þarf framar unglinga til
þeirra hlaupanna, að senda með
þingboð, og þó einkum hitt, að|
hægra verður að rata milli bæj-
anna, í blindhríðum á vetrar-
dægrum, eftir símah'nunni, og
lítur út fyrir, að það geti kom-
ið í veg fyrir mörg slys, ásamtj
með ótal öðrum kostum, sem
það hefir í för með sér.
Þegar nú hugur minn svifur
á boðleið yfir bæjaröðinni, þá
hindrar ekki frost né fjalla-
bratti, ekki vindur né vegleysa,
ekki ófærð né óveður, og ekki
er hann bundinn við löng eða
krókótt göng að baðstofum,
eða takmarkaður af þykkum
torfveggjum; þó kóf og kafald
sé í lofti, þá situr hann í heið-
ríkjunni og nýtur þeirra líf-
geisla, sem gera hann færan
um að sjá og skilja jafnt hið
liðna og nærstæða, eftir því
sem hann er þroskaður til.
Fyrir 3.0 árum síðan, eða um
seinustu aldamót, þektist það
naumast, að matsuðustór væru
hafðar í baðstofum á Langa-
nesi eða í nærliggjandi sveit-
um. Gestir sögðu frá því eins
og stórtíðindum sætti, ef þeir
höfðu komið einhvers staðar
þar, sem búið var að setja eld-
stæði niður í baðstofu. Féllu
þá þegar margir og misjafnir
dómar manna um þessa nýj-
ung, og voru flestir á því, að
það mundi valda óþægilegri
lykt og lakara lofti í baðstof-
unum, að sjóða matinn þar
inni.
Konurnar einar setti hljóðar;
þeim var sárt og þær klæjaði;
aðrir urðu svo spásagnaríkir
og mælskir, að þær treystu sér
ekki til þess að hrekja það alt
með skýrum og ómótmælan-
legum rökum: en samt voru
þær sér þess tíieðvitandi, að
einhverjar umbætur á þessu
sviði voru nauðsynlegar og
hlutu að vera framkvæman-
legar.
Skömmu fyrir 1890 var eg í
vondri tíð, um hávetur, á ferð
f kring á Melrakkasléttu; kom
eg þá að Grjótnesi, til Guð-
mundar bónda Jónssonar. Var
hann vel efnaður maður,
greindur og framgjarn, og hafði
hann sett matsuðustó í bað-
stofu sína og lét vel af. Þá
kom eg og að Hóli á Sléttu til
frænku minnar Friðnýjar, syst-
ur Friðjóns Friðrikssonar og
þeirra bræðra, sem allir Vest-
ur-íslendingar kannast við.
Hún hafði og stó í sinni bað-
stofu, og þótti mikið til koma.
Þarna hafði neyðin kent mönn-
um, á kaldasta tanga landsins,
er teygist norður í íshafsbaug-
inn. — Eg, sem var sjónarvott-
ur að þessu, hefði því átt að
verða fyrsti maður í minni
sveit til að setja stó í mína
baðstofu. Fátæktin, og ótti
við húsbruna, mun hafa dreg-
ið mest afl úr framkvæmd
minni. Því hefir löngum verið
kent um, að ilt og ónóg fæði
og vont loft í baðstofunum, á-
samt ónógri birtu eða sólskini,
hafi allra mest orsakað ung-
barnadauðann ;en það held eg,
að baðstofukuldinn hafi verið
þar þyngstur á metunum.
Nýlega meðtekið bréf að
heiman segir mér, að nú séu
eldstæði í hverri baðstofu, og
alt af nægur hiti.
Eg hefi oft orðið þess var,
að það er eins og alment álit
manna, að loftið í baðstofun-
um hafi ekki verið gott, og
verra mikið en nú gerist í hí-
býlum manna. Það er aldrei
hægt að fullyrða neitt um slíkt
fyrir öll heimili, en í þeim
sveitum, sem eg þekti bezt til,
þá var loft í baðstofum, víðast
hvar gott, að undanteknu því,
að þær voru flesetar of kaldar
fyrir börn og gamalmenni, og
það fólk, sem sat og hafði ekki
fyrir stafni annað en að lesa
og skrifa. Allir þeir, sem verk
höfðu með höndum, fundu síð-
ur til þess, og kvörtuðu þó
margir um fótakulda, og ein-
mitt þess vegna höfðu margir
þann sið, að ganga á tréskóm
inni á heimilum sínum.
Nú vil eg snöggvast endur-
minnast þeirrar útsjónar, sem
alment var tíðkuð og viðhöfð
til loftræsingar í baðstofum.
Á öllum baðstofum var að
minsta kosti einn strompur á
mæni þeirra, og væri býlið stórt
og baðstofan löng, þá voru
strompamir tveir. Það minnir
mig, að þeir væru allir álíka
víðir til að sjá. Málsborðin svo
kölluðu, sem menn keyptu í
verzlunum, voru alt af 8 þuml-
unga breið, og munu flestir
strompar upp til lands hafa
verið smiðaðir úr flettingum af
þeim borðum, og var breiddin
á þeim látin ráða víddinni á
strompinum í neðri endann, en
svo voru þeir hafðir nokkru
mjórri í efri endann. Innan-
mál þeirra strompa, sem eg
smíðaði, mun því hafa verið
um 7 þuml. í víðari endann og
5 þuml. í mjórri endann. Þeir
voru hafðir svo langir, að þeir
stóðu tvö til þrjú fet upp úr
þekjunni. — Nótt og dag drógu
þessir strompar lakasta loftið
úr baðstofunni, og hreint loft
inn í hana um göt á glugga-
póstum og alt í kring með fram
gisnum gluggum, fyrir utan
það loft, sem sogaðist inn í
hurðin var opnuð. Hér fyrir
utan var þó víðast hvar einn
eða fleiri gluggar á hjörum,
sem opna mátti ef þurfa þótti.
Fæði alþýðufólks uppi í
sveitum, er enn í dag nokkurn
veginn það sama, nema hvað
fæði brjóstmylkinganna er holl-
ara, af þvl mæðurnar h'ða
minni kulda og kveljast minna
í reykjarsvælu, og hafa því ró-
legri skapsmuni.— Loftið í bað-
stofunum er álíka og áður, en
ungbarnadauðinn mikið minni,
beinkrömin og kyrtlaveikin,
brjóstmæðin og frostsárin á
höndum og fótum, alt bæri-
legra og fátíðara, síðan mat-
reiðslustórnar voru fluttar í
baðstofurnar. Okkur er talin
trú um, að hreinlæti á alþýðu-
manna heimilum fari stöðugt
batnandi.
Svo er margt selt og keypt,
að sitt hzt hverjum. Eg legg
engan dóm á málið,, en vil leit-
ast við að lýsa hreinlætinu, eins
og það var algengast, þar sem
eg þekti til, fyrir alt að 50 ár-
tíma, þegar e g fullorðinn fór
að taka eftir heimilissiðum
hjá almenningi.
Svo margir Langnesingar eru
í Winnipeg, í Dakota, í Nýja
íslandi og norður með Manito-
bavatni, að þýðingarlaust væri
fyrir mig að skrumskæla hrein-
lætis útlistun mína af heimilun,
nema til að gera sjálfan mig
ómerkilegan. Það mundi verða
langt og þreytandi mál, ef eg
færi að lýsa hverju heimili fyr-
ir sig, enda næði það síður til-
ganginum.
Frá því eg var bam að aldri
og alt fram að aldamótum,
mátti heyra húsfreyjurnar á
heimilunum spyrja dætur sín-
ar éða vinnukonur á morgnana:
“Ertu nú búin að taka upp úr
rúmunum?” Nú segja þær al-
ment: “Ertu búin að breiða yf-
ir rúmin?” Væri þetta ekkert
annað en orðamunurinn, þá
mundi eg ekki færa mér þetta
til umtals; en bak við þetta
liggur, að minni hyggju, stórt
hreinlætis spursmál. Áður var
það alment siður, að taka yfir-
og undir rekkjuvoðimar upp úr
rúminu, dusta af þeim alt laus-
legt ryk, brjóta þær svo saman
vandlega og láta þær undir
koddann, og taka þaðan um
leið samanbrotið brekanið, eins
og það var kallað á Norður-
landi, fletta því sundur og
breiða það vandlega yfir rúmiQ;
taka þá yfirsængina, brjóta
hana saman og leggja hana efst
í rumið við vegginn. í þurmrn
og þægilegum veðrum, voru
rekkjuvoðirnar bornar út og
hengdar um stund á þvotta-
ásinn. Ekki sá eg þær barðar
utan með priki, en margoft sá
eg konur eða þjónustustúlkur
koma út með lítinn vönd, og
strjúka nokkrum sinnum yfir
rekkjuvoðirnar áður en þær
voru bornar inn aftur. Rekkju-
voðir allar voru af heimaunnu
vaðmáli og entust í mörg ár.
Væri heimilið í þjóðbraut, þar
sem gera mátti ráð fyrir að fín-
ir menn gistu annað slagið, þá
voru þó hafðar hvítar lérefts-
rekkjuvoðir í slík gestarúm
Brekanið eða yfirvoðir rúm-
anna voru öll heimaunnin, og
I var í þau haft togið ofan af
ullinni, sem var bæði sterkara
efni, og hafði þann kost við
sig, að það hratt frá sér ó-
hreinku, þó lúnir menn hölluðu
sér út af í vinnufötum eftir
máltíðir. Þessar rúmvoðir voru
einnig viðraðar og burstaðar úti
af og til, í þurrum veðrum.
Rúmvoðirnar voru ofnar með
öllum litum, svartar, rauðar,
bláar og grænar, í ótal útgáf-
um, langröndóttar, í breiðum
og mjóum bekkjum, tíglóttar og
tannaðar.— Þá voru og kodda-
verin og yfirsængurverin heima-
unnið úr tvistdúk. Tvisturinn
eða bómullargarnið, keypt í
spunnum hespum, sem fluttist
í verzlanir. — Að koma inn í
. N afi ÍS pj iöl ld 7 i **
-- —i
Dr. M. B. Halldorson
401 Bord Bld*.
Skrifstofuslml: 23674
Stundar sérstaklera lungnasjúk
dðma.
Kr aú flnna & skrlfstofu kl 10—12
f. h. og 2—6 e. h.
Helmlll: 46 AUoway Ave.
Talstmli 331KS
DR A. BLONDAL
602 Medlcal Arts Bldg
Talsfml: 22 296
8tundar sérstaklega kvensjúkdðma
o» harnasjúkdðma. — Atl hltta:
kl. 10—12 « k. oc 8—6 e. h.
Helmtll: 206 Vlctor St. Sfml 22 180
Dr. J. Stefansson
216 MEDICAL ARTS BLDG.
Hornl Kennedy og Graham
Stnndar eÍDKöngu buiCdb- eyrna-
nef- ok kverka-ajflkdðma
Er atJ hitta frá kl. 11—12 f. h.
og kl. 3—6 e. h.
Talafmt t 21N34
Helmili: 688 McMill&n Ave. 42691
DR. L. A. SIGURDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Phone 21 834 Offlce tlmar 2-4
Heimili: 104 Home St.
Phone J2 409
Dr. A. B. INGIMUNDSON
Tannlæknir
602 MEDICAL ARTS BLDG.
Simi: 22 296 Heimilis: 46 054
Simið pantanir ySar
Roberts Drug Stores
Limited
Abyggilegir lyfsalar
Fyrsta flokks afgreiðsla.
Niu búðir — Sargent and
Sherbrooke búð—Simi 27 057
baðstofurnar, þegar búið var
að taka upp úr öllum rúmum
og breiða yfir þau, minti ekki
á neinn óþrifnað. Það eyddi
þreytu og gladdi skapið..
Eg hefi áður getið um það í
endurminningum mínum, að eg
heyrði Guðmund kennara
Hjaltason segja frá því í fyrir-
lestri, að víða væru svarðargólf
í baðstofum í Borgarfirði, og
væru þau þakin með torfi og
grasrótin látin snúa upp, og
væri skift um torfið á jólun-
um. Þetta þektist ekki í þeim
sveitum, sem eg þekjti eða kynt-
ist til muna. Þó var eitt kot á
Langanesií þar sem var moldar-
gólf í baðstofukytrunni, fyrstu
árin sem eg var á Langanesi,
en ekki var það þaklð með
torfi, því árlega ætlaði bóndinn
að koma fjalagólfi í hana, eins
og líka hjmn gerði. — í þurri
og góðri tíð voru baðstofu-
gólf ekki þvegin, víðast hvar,
nema á laugardögum, en einn-
ig f miðri viku, el blautt var
úti og óvanaleg óhreinka barst
inn. Naumast þarf að taka það
fram, að baðstofugólfin voru
sópuð á hverjum degi, á þann
hátt, að ýrt var fyrst úr svampi
fínum vatnsdropum á gólfið,
svo ekkert ryk skyldi þyrlast
upp, heldur bindast í vatninu.
Gólfsóparnir voru heimatilbún-
ir, ýmist af taglhári eða af
hvalskíðafaxi. Þessir sópar,
með löngu skafti, sópuðu fljótt
og vel. Göng til baðstofu, sem
ekki voru borðlögð, og önnur
framhýsi, voru daglega sópuð,
þegar þur voru veður, en til
þess voru hafðir vendir. — Á
þeim dögum var haldið mikið
upp á máltækið: “Nýir vendir-
sópa bezt.” Eftir mikla storma,
eða mikið hestspark á bæjar-
tröðum úti, mátti löngum sjá
konur, eða meyjar þeirra, með
vöndinn við að sópa hlaðið og
bera alla þurra höggspæni, hef-
ilspæni og kvisti í svuntum sín-
um inn að hlóðarsteininum.
Frh.
G. S. THORVALDSON
B.A., L.L.B.
Lögfræðtngur
702 Confederation Life Bld(.
Talsími 97 024
W. J. LINDAL, K.C.
BJÖRN STEFÁNSSON
ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAB
á Ó8ru gólfi
325 Main Street
Talsími: 97 621
Hafa einnig skrifstofur aO
Lundar og Gimli og eru þar
að hitta, fyrsta miövikudag i
hverjum mánuðl.
Telephone: 21 613
J. Christopherson,
Islemkur Lögfrœffingur
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, :: Manitoka.
A. S. BARDAL
selur likklatur 02 ann&st um útfar-
lr. Allur útbúnaVur s4 beatL
Ennfremur selur bann allskonar
minnlsvarba og legstetna.
843 SHERBROOKH ST.
Phonei 86 607 WII2I21PM
HEALTH RESTORED
Lækningar án lyfja
DR. 9. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.O.
Chronlc Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAlf.
MARGARET DALMAN
TBACHER OP PIANO
864 BANNING ST.
PHONE: 26 420
Dr. A. V. Johnson
íslenzkur Tannlæknlr.
212 Curry Bldg., Winnlpeg
Gegnt pósthúsinu.
Simi: 96 210. HeimUis: 33328
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
Hacgage «nd Faraitare Moi
762 VICTOR 8T.
SIMI 24.500
Annast allskonar flutninga fram
og aftur um bæinn.
J. T. THORSON, K. C.
lelenzkur lðafrseHlnanr
Skrlfstofa:
801 GREAT WEST PERMANENT
BUILDING
Síml: 92 756
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
TaUfmll 38 889
DR. J. G. SNÍDAL
TANNLÆKNIR
614 Sonaeraet Block
PortaKe Avenue WINNIPM
BRYNJ THORLAKSSON
Stfngstjórl
Stilllr Ptanos ng Orgel
Sfmi 38 345. 594 Alveratone St.