Heimskringla - 31.05.1933, Síða 2
/
2. SÍÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPBG, 31. MAÍ 1933
BRÉF TIL HKR.
Anacortes, Wn.,
10. maí, 1933.
Heimskringla mín!
Marga góða heimsókn á eg
þér að þakka um 40 ára skeið.
Síðast liðin 20 ár hefir lítið í
móti komið af minni hálfu,
nema frétta bréf með löngu
miliibili. Vil eg nú minnast
þess við þig eftir þeirri gömlu
reglu, ef þá vilt hirða.
Eftir að eg gerðist fréttaritari
þinn í Blaine, var flestum at-
burðum, þeim, er íslenidinga
þar snerta reglulega til skila
haldið einu sinni eða tvisvar á
ári. Með burtför minni þaðan,
var því auðvitað lokið, enda þótt
eg kæmi þangað oft, og sé því
ekki með öllu ókunnug. Ófyrir-
séðir atburðir ollu því, að eg var
þar stödd fyrri hluta apríl m
og um það leiti var sr. Fr. A.
Friðriksson að kveðja söfnuð
sinn þar. Þegar hann kom
vestur og tók við þeim söfnfuði í
maí 1930 gat eg auðvitað komu
hans í næsta fréttabréfi, til þín.
Þótti nú sr. Friðrik og fl. vel
við eiga, að eg gæti um burtfor
hans, og þá aðra atburði sem
henni voru tengdir, úr því eg
var þar þá stödd. Veldur það
mestu um bréf þetta, enda þótt
eg hefði áður ásett mér að skrifa
þér nokkrar línur um eitt og
annað.
Nú verður því ekki byrjað,
þar sem áður var frá horfið,
einr og til forna, því ýmsir hafa
skrifað fréttir frá Blaine síðan
eg gerði bað síðast. Vil eg sem
fæst að því endurtaka hér.
* * *
Á Pálmasunndag 1933 fermdi
sr. Friðrik A. Friðriksson þessi
börn: Helen Peterson, Willim-
etta Dickerson, Lawrence Casp-
er, Chris. Casper, Roosevelt
Bergmann, Franklin Johnson,
Lee Peterson og Richard Pet-
erson. Ræða sr. Friðriks við
þetta tækifæri var fögur og
hjartnæm en ekki löng. Hann
las hina ágætu sögu “klukkan
í skóginum” eftir H. C. Ander-
son, og lagði út af henni, að
miklu leiti. Átti það vel við,
enda var meðferðin meistaraleg.
Fermingar athöfnin sjálf einföld
en fögur.
Söngurinn undir stjórn J. M.
Johnson fór vel fram og var
sérlega góður. En söngur í
þeirri kirkju er venjulega góð-
ur. Tvent var þó frábrugðið
venjum viðvíkjandi söngnum í
þetta sinn. Tvent af því er
sungið var, var frumsamið fyrir
þetta sértsaka tækifæri. Gloria
eftir sr. H. E. Johnson, og
fermingarsálmur eftir sr. Fr. A.
ihr. Hvort prestar þessir kom-
ast í skáldatölu fyrir þetta, er
óvíst. Hitt er víst að þessi
kirkjulega athöfn tapaði engu
við þessa nýung.
Kirkjan hafði verið fagurlega
skreytt — og var nú vel setin,
þ. e. full af fólki.
Næstu daga var sr. Friðrik að
kveðja hina mörgu vini sína í
Seattie. Með honum þangað
fór hr. J. K. Bergman forseti
Fríkirkjusafnaðarins í Blaine. Á
bakaieið komu þeir við í Ana-
cortes, — sr. Fr. til að sjá og
kveðja vini sína þar — þau
hjón Helen og G. N. Dalstead.
Á Páskadaginn flutti sr. Frið-
rik sína síðust guðsiþjónustu
fyrir söfnuði sínum í Blaine,
fyrir fullu húsi. Það var í senn
Páska og kveðju ræða: — segir
Blaine Journal. Síðasta prests-
verk hans, var að skýra þrjú
börn Emils Guðmundssoríar og
konu hans. Elsta barn nefndra
hjóna, var fyrsta barn skýrt í
Fríkirkjunni og ef oss minnir
rétt af fyrsta presti þess safn-
aðar, sr. H. E. Johnson.
Á mándagskvöldið, annan í
Páskum, hélt sr. Fr. A. Fr.
ungmennum Fríkirkjusafnaðar
kveðjusamsæti. Um það segir
Blaine Journal eitthvað á þessa
leið:—
í samkomusal Fríkirkjunnar
sátu fjörutíu ungmenni um-
hverfis dekkað borð, hlaðið alls
konar sætabrauði. Þær frúrn-
ar B. Davidsson og M. Thordar-
son gengust fyrir beina.
Sr. Friðrik var aðal ræðumað-
ur við það tækifæri. Þakkaði
hann hópnum góða samvinnu og
fræddi hann um uppruna þeirra
(þ. e. ísl. forfeður) og Úntara-
félagið í Ameríku, sem hann nú
væri partur af. “Óefað eru þau
— þessi ísl. ungmenni heppin
í báðum tilfellum,” segir blað-
ið.
Að skilnaði gaf sr. Friðrik
hvoru ungmenni ágæta mynd af
sér.
‘Blaðið fer hlýjum orðum um
sr. Friðrik,- starf hans og verð-
kuldaðar vinsældir.
* ¥ *
Kríkirkjusöfnuður kveður
Sr. Fr. A. Fr.
Þriðjudagskvöldið næst eftir
Páska var samkomusalur Frí-
kirkjusafnaðar svo vel setinn,
að sjaldan hefir verið betur.
Söfnuðurinn hafði þangað boðið
hverjum sem koma vildi, til að
kveðja með sér prestinn, sem
nú var á förum. Auk safnaðar-
ins og annara Blaine búa, var
og fólk frá Vancouver, B.C.,
Point Roberts, Seattle og Mari-
etta. Einnig skáldið Sigurður
Jóhannsson frá Barnaby, B.C.
Fyrir miðju dekkuðu og blóm-
skrýddu langborði undir suður-
egg, sat heiðursgesturinn og
hjá honum sr. Alebtr Kristjáns-
son frá Seattle. Út frá þeim á
tvo vegu, fermingarbörn sr.
Friðriks. Þá voru dekkuð þver-
borð svo mörg sem fyrir
varð komið. Við insta borð-
ið sat söngflokkurinn, og
svo hvorir af öðrum, meðan
sæti fengust. Fjöldi stóð með-
an stöðurúm vanst alla leið út
í dyr,
Skemtiskrá hafði verið prent-
uð í 21 lið. Úr henni teigðist svo,
að hún rann upp í 29. iiði, og
það þó eitthvað félli úr af því er
upprunalega var til stofnað.
Tók hún því all langan tíma,
og það þó menn væru snemma
myntir á að vera fáorðir. Flest
var og þannig lagað, að ekki
varð um þokað, svo sem skrif-
uö ávörp, kvæði og söngur.
nda var og flest þ. h. stutt og
vei v&lið.
Skemtiskráin var eitthvað á
þessa leið.
1. Star Spangled Banner —
Orchestra.
2. Samkoman sett af s.for-
seta, J. K. Bergmann.
3. Sungið: Hvað er svo glatt
— allir.
4. Ávarp til heiðursgestsins—
og honum afhent gjöf —
sem var Webster Diction-
ary og $40.00 — safn.for-
seti, J. K. Bergman
5. Einsöngur, Walter Johnson
6. Sr. Albert Kristjánsson tek-
ur við stjórn samkomunn-
ar.
7. Southem Moon, Orchestra.
8. Ávarp til sr. Friðriks fyrir
hönd safnaðar kv.fé.l, frú
J. K. Bergmann.
9. Ávarp til sr. Fr. fyrir hönd
Ungm.fél. skrifað af for-
seta þess M. Kárason, sem
sökum veikinda var þar
ekki, lesið af bróður hans,
H. Kárason.
10. Skilnaðarsöngur, Karlakór.
11. Ávarp til sr. Fr. (ferming-
arbörnin), H. Peterson.
12. Ávarp til sr. Fr. Söngflokk-
urinn, J. F. Johnson.
13. Sungið Bláfjallageimur, —
blandaður kór.
14. Ávarp taflklúbbsins til sr.
Fr., J. F. Johnson.
15. If you can’t sing, whistle,
Orchestra
16. Kvæði til sr. Fr., Sig. skáld
Jóhannsson
17. Ávarp til sr. Fr. frá M.
Jónssyni frá Fjalli, lesið af
frú H. E. Johnson, sem um
leið talaði og nokkur vel
valin kveðjuorð frá sjálfri
sér. ,
18. Selection — Orchestra
19. Fáein orð, M. J. B.
20. Einsöngur, John Salomon.
21. Kveðja til sr. Friðriks
(kvæði) Bjarni Lyngholt.
22. Ræða, Sr. H. E. Johnson
23. Fáein orð (á ensku) R. H.
Smith.
24. Moon of Waikiki, Orch.
25. Ávarp til sr. Fr. frá presti
og safnaðamefnd Fríkirkju
safnaðárins í Seattle — sr.
Al. Kristjánsson.
26. Almennar ræður og ávörp.
Undir þeim lið talaði hr.'
Thorgeir Simonarson og
Thor Byron flutti tvo lag-
leg kveðju erindi á ensku
(ljóð).
27. Sr. Friðrik svarar. Stutt
var það svar en tilþrif voru
í því, sem vænta mátti.
Máske vík eg að því síðar.
28. God be with you till we
meet again. Blandaður kór.
29. Eldgamla ísafold, og Ame-
ríka — Orchestra.
Með því lauk skemtiskránni,
að öðru en því sem vanalega
fylgir — prívat kveðju — síð-
ustu handtök o. s. frv.
Ekki má gleyma að géta þess
að matur var á borðum öllum,
og konur báru fólkinu kaffi
meðan á skemtiskránni stóð. En
þó vel væri veitt, hygg eg þar
margann sitið hafa, sem ekki
gæti sagt, hvað þar var á borð-
um, enda þótt þeir neyttu þess,
svo voru hugir margra haldnir.
Allar samkomur af þessu tagi
eiga sammerkt að því, að veg-
sama þann sem verið er að
kveðja. Er þá oft undir hælinn
lagt, að hvað miklu leyti slík
vegsemd er verðskulduð.
Það er hverju orði sannara,
að eins örðugt er að lofa góð-
ann og mikinn mann, eins og
hinn, sem ekkert lofsvert liggur
eftir. Eg vil segja að það sé
mun örðugra. Flestir geta
bullað eitthvað út í loftið, þeg-
ar um lítið er að ræða, eða eins
og Casper sagði um eitt þess
konar tilfelli: “Hver þar annars
tuggu tók, tuggði hana og
meiti.” En standi maður aug-
liti til auglitis við óvanalegar
stærðir mikilmensku eða góð-
leika, verður annað upp á ten-
ingnum.
Öll voru ávörpin stutt — fá-
orð í fullri meiningu. Flest voru
þau skrifuð, og lesin þar upp.
Eitt af þeim var þó óskrifað.
Það var ávarp safnaðarkv.fél.
— flutt af frú J. K. Bergmann.
Einkennilegt — hversu óþektir
hæfileikar koma í ljós við ó-
vanaleg tækifæri.
Væri ávarp Seattle safnaðar-
ins við hendina, ,vildi eg senda
það með h'num þessum, sem
talandi vitni þess, hvað sr. Frið-
rik hefir verið oss, hér vestra.
Söknuði blandnar voru kveðj-*'
ur þessar — því, öllum skilnaði
fylgir söknuður, sem meðfram
stafar af þeirri vissu, að margir,
máske fæstir, sem eftir sitja,
muni nokkurntíma sjá aftur
þann, sem verið er að kveðja
En þrátt fyrir það, ,þrungnar af
góðhug, hamingju vonum og
óskum til mannsins, sem verið
var að kveðja.
Við söknum sr. Friðriks,. en
gleðjumst þó við heimför hans.
Ef þar í liggur hamingja hans.
Vonum að heima hafi hann
stærra verksvið, og unnum ís-
landi að njóta hans.
Taktu vel við þessu bami
þínu, og farðu vel með vin okk-
ar, forna Frón! Hann mun end-
urgjalda þér það í ríkum mæli.
• * *
Sr. Friðrik er skapaður fagur-
fræðingur. Hann er söngmað-
ur góður — söngfróður vel —
jafnvel tónfræðingur. DráttHsta
maður og skáld. Hvað langt
hann hefði komist á þessum
sviðum, hefði tími og tækifæri
leyft er ekki gott að segja. Eins
og ástatt er verða þetta ekki
nema hjáverk, sem gripið er til,
þegar listaþráin knýr á þær
dyr, eða aðrar kringumstæður
heimta slíkt í sína þjónustu.
Hann er taflmaður góður, svo
að enginn í Blaine stóð honum
á sporði. Auðvitað er máske
ekki mikið með því sagt. Eg
hefi séð telft — hér er átt við
manntafl — ekki svo sjáldan,
en aldrei séð drenglyndari and-
stæðing í þeim leik. Má af
slíku nokkuð marka skapgerð
mannsins. Hjálpsamur svo, að
hann kann ekki að neita. Fé-
lagsmaður svo góður, að betri
getur ekki. FleSt af ávörpum
þeim sem á kveðjusamsætinu
voru flutt, voru frá hinum ýmsu
félögum, sem hann hafði starf-
að með s. 1. þrjú ár, og sum af
þeim áttu honum að meiru
eða minna leyti tilveru sína að
bakka. Með þeim, og fl. starf-
aði hann af alhug — gaf þeim
svo mikið af tíma sínum, að oft
naut hann lítillar hvíldar, þess
vegna er það kunnugum engin
ráðgáta, hvers vegna, það sem
þar var sagt, lýsti svo óvenju-
lega mikilli velvild og einlægni.
Það leyndi sér ekki heldur, að
þar fylgdi hugur máli. Það er
ekki undarlegt að þess manns
sé saknað, sem svo hefir verið
fólki sínu, alt í öllu, í öllum
þess áhugamálum — jafnvel
gleði og alvöru.
* * *
Eins og kunnugt er, eru
prestar hinna frjálsu trúar ekki
háðir neinum játningum eða
eiðstöfum, öðrum en þeim, að
leita sannleikans og kenna hann
samkvæmt sannfæringu og
samvizku sinni. Af því þeir
eru ávalt leitandi, eru þeir líka
ávalt á framfara og þroska
skeiði. Ef til vill er það frem-
ur af þessu, en upprunalegum
gáfnamun, að hinir frjálslyndu
prestar vorir skara svo mjög
fram úr kennimannastétt vorra
tíma.
Þegar fólk hér vestra heyrði
til þeirra sr. Fr. A. Fr. og sr.
Ragnars E. Kvarans, duldist víst
engum að þar var um afburða
ræðumenn að ræða. Að þeir
fluttu nýjar kenningar varð og
brátt ljóst. Enda var við því
búist. Þessvegna voru þeir
hættulegir menn, og við þeim
amast. Að svo hafi verið er
enginn hugarburður. Enda hefir
sr. Friðrik til þess fundið, sam-
anber ritgerð hans í Hkr. 10
maf s. 1. Engin samvinna var
möguleg á neinum sviðum,
hversu fjarlægar sem slíkar
tilraunir voru kirkjulegri starf-
semi.
Eitt dæmi skal hér tilfært.
Á maí fundi lestrarfél. Jón
Trausti, árið 1930, var meðal
annars um það rætt, hvað gera
mætti í Blaine til viðhalds ís-
lenzkri tungu og þjóðerni. Kom
flestum saman um að nauðsyn-
legast væri að koma á ísl. kenslu
fyrir börn og unglinga. En sáu
að slíkt kæmi ei að notum
nema með samtökum hlnna
ýmsu félaga, einkufn safnað-
anna. Félagið ákvað að gefa
til þess fyrirtækis allan arð
næstu úti samkomu sinnar, og
kaus þriggja manna nefnd til
að finna sr. V. Eylands, sem
þá var nýkominn vestur og þjón
andi prestur Lúterska safnað-
arins í Blaine, en búsettur í
Bellingham,' og fá hann til að
flytja málið fyrir söfnuði sínum
í Blaine. í nefnd þessari vöru
þeir G. M. Johnson, þá forseti
Jóns Trausta, og sr. Friðrik A.
irriðríksson, þá nýkjörinn heið-
ursfélagi Jóns Trausta og M. J.
B. ritari nefnds félags. Þeir
sr. Friðrik og G. M. Johnson
gerðu sér ferð til Bellingham á
fund sr. Eylands, og fiuttu hon-
um erindið. Sr. Eylands tók
þeim vel og hét að flytja málið.
Útkoman varð Nil. Svo fór um
sjóferð þá.
Þegar sr. Friðrik A. Friðriks-
son, kom vestur hingað, var
Fríkirkjusöfnuðurinn í Blaine
enn ungur. Hann samanstóð,
eins og slíkir söfnuðir vanalega
gera, af fólki, sem hafði mjög
sundurleitar skoðanir. Alt var
það meira og minna frjálslynt.
Samt voru gamlir Únítarar.
Sumt vissi naumast hvar það
stóð í trúmálum — að öðru en
því, að þeir væru ei lengur Lút-
erskir — á gamla vísu. Af Úní-
taranafninu stóð sumu þessu
fólki eins mikill stuggur og hin-
um rétttrúuðu bræðrum þeirra,
og engin hlutur var f jarri þeirra
skapi, en að aðhyllast skoðanir
þeirra, og gerast Únítarar.
Þenna sundurleita flokk átti nú
hinn nýi prestur að sameina,
og bæta við hann eftir föngum.
Hverjum örðugleikum slíkt var
háð getur enginn ímyndað sér,,
sem ekki er þess konar verki
kúnnugur. Utan að ofsóknir og
innbyrðis tortryggni eru ekki
lömb að leika við.
í nálega 30 ár hafði fólk það,
sem nú myndaði tvo gagnstæða
söfnuði, starfað saman — við
og við að minsta kosti að alls-
konar félagsmálum. Þó skal það
játað, að oft gengu þau félags-
mál skrykkjótt — o'g stundum
jafnvel duglega rifist. Og það
svo, að félögin rofnuðu. Úr
einu kvenfélagi urðu tvö, af því
ekki var hægt að koma sér
sarnan. Úr einu Lestrarfélagi
tvö, af sömu ástæðu. Ef til vill
eru þetta ei eindæmi, og því
naumast takandi til greina. En
þrátt fyrir þetta, og alt annað,
vann fólk hér saman með köfl-
um og það svo, að utansafnað-
ar og frjálshugsandi fólk studdi
Lúterska söfnuðinn, meðan
hann var eini Isl. söfnuðurinn
hér. Sumir árlega, aðrir hlupu
undir bagga við og við, þegar
sérstaklega stóð á, eða mikið
lá við. Gegnum alt þetta voru
einstaklingar beggja flokka
tengdir langvarandi vináttu
böndum. Þegar svo loks hinn
ungi söfnuður myndaðist, átti
hann siðferðislegann rétt á
bróðurlegri hluttekning frá hin-
um flokknum. Hann fór af
stað með þeirri einni hugsun,
að verða trúar andstæðingum
sínum góðir nágrannar, sækja
samkomur þeirra eins og áður,
og þannig halda við fornri vin-
áttu, þar sem um vináttu gat
verið að ræða. Nokkurn árang-
ur kann þetta að hafa borið, en
alls ekki orðið alment. í stað
þess tóku nú vissir menn úr
hinum eldri söfnuði, að heim-
sækja forna eða nýja kunn-
ingja í nýja söfnuðinum, og
telja þeim trú um, að það væri
verið að svíkja þá á Fríkirkju-
nafninu. Tilgangurinn væri
að draga þá alla inn í Únítarafé-
lagið. Ekkert hugsanlegt meðal
var vænlegra til að sundra hin-
um unga félagsskap en eirímitt
þetta, svo mikill stuggur stóð
fjöldanum af þeirri hugsun.
Geta má þess, aðferð slíkri til
afsökunar, að sú er nú raunin á
orðin. Fríkirkjusöfnuðurinn í
Biaine hefir nú, ekki alls fyrir
löngu sameinast Únítarafél. Sé
css rétt frá hermt. Framsýnu
fólki — vinum sem óvinum,
var þegár í byrjun ljóst að svo
hlyti að fara, eins og til var
stofnað. Sennilega hefir því
þessum mönnum gengið gott til
siikrar viðvörunar. Fríkirkju-
söfnuðurinn var í þakklætis
skuld við IJnítarafél. því án þess
a.ðstoðar hefði hann naumast
getað til orðið — og hreint ekki
getað reist kirkju sína né laun-
að föstum presti.
Hvernig sr. Friðrik hefir litist
á, þegar hann fór að kynnast
ástandinu, vitum vér ekki. Hitt
er víst, að hann gekk að starfi
sínu fullur af framtíðar vonum
og áhuga. Segja má, að honum
hafi orðið að vonum sínum að
miklu leyti, og langt fram yfir
það, sem við var að búast, þegar
tekið er sanngjarnt tillit til allra
kringumstæða, þar á meðal
þriggja hinna örðugustu ára,
sem gengið hafa yfir þetta land
— já, og heim allan frá fjár-
hagslegu sjónarmiði, sem eðli-
lega gerði alla startfsemi örð-
ugri en annars hefði verið. Auð-
vitað kom það harðast niður á
söfnuðinum. En einnig hann
Hfði það af, og mun hafa skilið
sómasamlega við prest sinn í
þeim efnum.
*. * *
Sr. Friðrik tekur kennimanns
stöðu sína alvarlega. Hann er
einlægur trúmaður, sannleiks-
leitandi og sannleiks unnandi
um alla hluti fram. Hann trúir
á göfgi mannsálarinnar og
skyldleika hennar og Guðs.
Sannariega hefir honum áunn-
ist mikið í að útbreiða göfug
ar og fagrar hugsjónir, þó meira
hefði það mátt og átt að vera,
dæmt eftir áhuga hans og á-
stundun. En engin getur kent
þeim, sem ekki vilja læra eða
þora að hlusta. Handhægasti
vegur til að forðast áhrif ann-
ara til ills eða góðs, ,er, að
koma hvergi nærri. Og þá að-
ferð nota flestir. En þrátt fyrir
alt hyggjum vér að sr. Friðrik
hafi komið þessum söfnuði sín-
um á fastan fót. Það hefði eng-
inn raeðal maður gert. Það er
eins og skaparanum sé vel við
þenna unga söfnuð og ætli sér
eitthvað sérstakt með hann, ef
dæma skal eftir mannvali því,
sem honum hefir hlotnast sér
til aðstoðar og leiðbeingar. Því
nú, þegar sr. Friðrik fer, tekur
annar ágætismaður við honum
— sr. Albert E. Kristjánsson.
“Slíkar ræður fáum við ekki
heima hjá okkur,” sagði gestur
frá öðrum bæ, sem einu sinni
sat undir ræðu sr. Friðriks.
Þess konar setningar heyrðust
oft frá aðkomu fólki. Og þó var
kirkjan hans oft fámenn —
því/ miður. Við einstöku tæki-
færi var hún þó vel setin—full.
Og æfinlega var fóikið hrifið af
ræðum hans — fann til þess, að
þar var um kennimann að ræða,
sem eitthvað gat kent.
Oft sat eg undir ræðum sr.
Friðriks, hugfangin og sár-
gröm á sama tíma. — Gröm
yfir fámenninu sem naut þeirra.
Ekki svo að skilja, að þessir fáu
ættu ekki skilið að heyra þær
— þessar ræður, eða kynni ekki
að meta þær — stundum. En
eg vissi að fjöldanum sem þyrfti
þeirra meira með. Hvernig á
að koma góðum ræðum til
fjöldans? Viðvarpa þeim til allra
sem skilja mál ræðumannsins.
Þýða þær — ræðurnar og við-
varpa þeim þannig til hinna.
Það er “að kasta gulli á glæ”,
eða “setja ljós undir mæliker,”
að láta ágætis menn eyða æfi
og kröftum í fámenni. Og þó!
— Eru ekki stórvirkin stundum
unnin í fámenni og kyrþey”.
Hver getur sagt um árangurinn
af slíku starfi? — Máske verð-
ur hann ekki að fullu Ijós, fyr
en eftir langann, langann tíma
— hver veit?
* * *
Það væri í hæsta máta ó-
maklegt að kveðja svo sr. Frið-
rik, aö ekki sé minst á konu
hans. Hún kom með manni sín-
um og tveim börnum þeirra
hjóna í maí 1930. En fór heim
ásamt börnum þeirra Erni
og Björg 1932, til foreldra
sinna í Kaupmannahöfn, Dan-
mörk, því hún er af dönsku
bergi brotin. Gertrude (eða
Geirþrúður) Friðriksson er
prýðis vel gefin kona og ment-
uð vel. Hún spilar ágætlega á
Píanó og syngur vel. Engin
kona hefði getað reynst betur
hinni örðugu stöðu sinni en hún
gerði. Boðin og búin á öllum
tímum að aðstoða mann sinn
og vinna með félagssystrum
sínum að sameiginlegum safn-
aðar og kvenfélagsmálum. Eg
get hugsað mér að sumir hafi
kviðið fyrir komu hinnar dön-
sku konu — kviðið því, að hún
myndi ekki samlagst starfi
sínu, eins vel og ætla mætti af
ísl. konu. En reynslan varð á
annan veg. Ljúf, síglöð og