Heimskringla - 31.05.1933, Page 8

Heimskringla - 31.05.1933, Page 8
8. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WLNNIPEG, 31. MAÍ 1933 FJÆR OG NÆR. Munið eftir að líta inn á Baz- aar Sambands Kvenfélagsins er haldin verður nú þessa daga (fimtudag og föstudag í þessari i viku). Þar eru til sölu allskon- j ar hlutir, heimatilbúinn matur o.fl. Lesið auglýsingu þeirra í þessu blaði. * * * Á fimtudaginn var andaðist snögglega norður á George’s Is- i land, í Winnipeg vatni, umboðs- j maður Armstrong fiskifélagsins þar nyrðra, hr. Luther Melanck- ton Líndal. Hann var rúmt 46 ára að aldri, kvæntur Rann- veigu Jónasdóttur Halldórsson frá Markland, Man., er býr á Gimli. Lúther var sonur Björns Sæmundssonar Líndal er býr hér í bæ. Er þetta annar son- ur hans er andast hefir á þessu vori. Líkið var flutt til Gimli á laugardaginn og fór jarðarför- in fram þar á mánudaginn. * * * Jón Sigurðssonar félagið hef- ir fund 6. júní, kl. 8. e. h. að heimili Mrs. L. E. Sommers að 204 Queenston St. Bújarðir við Árborg Gott land, 30 ekrur í akri. Snoturt 6 herbergja hús. Einnig aðrar úti byggingar. Dálítið engi og rennur lækur gegnum landið. Grjótlaust. Verð $1,000. $200 niðurborgun. f Camper héraðinu Fjórðungur úr section. Smáhýsi, góður brunnur, inngirt, % mílu frá skóla. Ekran á $2. borgist út. Við Trans-Canada Þjóðveginn 160 ekrur. Smáhýsi, 40 ekrur í akrl. Vel sett við þjóðveginn til að hafa þar bílastöð. $700, borgist út. The Manitoba Farm Loans Association 166 PORTAGE Ave., E., WINNIPEG N 0YEING OUINTON’S Why pay for half the job? Where inferior cleaning leaves your silk dress limp and lifeless QUINTON’S RE-TEX actually revitalizes the fab- ric. Prove for yourself this new and amazing process. Dresses PLAIN SILK ONE-PIECE Telephone 42 361 DYE W0RKS LIMITED SGceosðoeosoeððecoðsooðððs Falcon Meat MARKET 731 Wellington Ave Phone 29 966 Chris Johnson, Manager J. J. SWANSON & Co. Ltd. REALTORS Rcntal, Insurance and Financlal Agents Sími 94 221 600 PARIS BLDG. — Winnlpeg CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimasími 24 141 Ferming í Wynyard. Sunndaginn 21. þ. m. fermdi sr. Ragnar E. Kvaran eftirfar- andi ungmenni í Wynyard: Anna Thorarinsson Doris Hallgrímsson Earla Eyjólfsson Elmina Eyjólfsson Emma Gillis Jónas Hall Jósef Gillis Maja Jóhannsson Ólafía Hall Phyllis Hallgrímsson Rögnvaldur Jóhannesson Sigurlaug Magnússon * * * Hjónaband Sr. Ragnar E. Kvaran gaf saman í hjónaband 26. apríl Sig- urð Kristinn Axdal og Guðrúnu Briet Bjarnason í Wynyard. * * * Ferming fer fram í Sambandskirkjunni í Winnipeg á sunndaginn kemur, Hvítasunnudag, og hefst kl. 3. e. h. * * * Til kaupenda “Hkr.” á Hensel Áskrifendur eru beðnir að snúa sér með áskriftargjöld sín til hr. J. K. Einarssonar í Cav- alier, innheimtumanns Hkr. fyr- ir Hallson, Cavalier, Akra og Svold.. Með þv( að Mr. Einars- son á óhægt með tíð ferðalög, treystum vér því að vinir blaðs-. ins komi gjaldi sínu til skila til hans sem fyrst. Útgefendur “Hkr.” * * * Herra ÞorsL G. ísdal er um fjölda mörg ár hefir fengið póst sinn að Cloverdale, B.C., hefir nú skift um utanáskrift. Utan- áskrift hans verður nú og fram- vegis R. R. 1. White Rock, B.C., og eru þeir sem eiga bréfaskifti við hann, beðnir að minnast þessa. * * * Sambandssafnaðar kvenfélag- ið “Eining”, að Lundar heldur sína árlegu vorútsölu í kirkju kjallaranum, föstudaginn 2 júní. Eins og að undanförnu hefir fé- lagið vandað til vinnu fyrir söl- una. Einnig verða á boðstólum heimabakað kaffi, brauð, skyr og mysuostur, pies o. s. frv., kaffi og með því. * * * Bréf. Hr. ritstjóri: Eg get ekki stilt mig um, að votta Hkr. þakklæti fyrir þá skýru og hiklausu yfirlýsingu sem birtist í blaðinu 10. apríl s. 1. um það, að hún yrði fram- vegis, sem að undanfömu, prentuð á íslenzku. Það hafa víst komið einhverj- ar uppátsungur því viðvíkjandi, að breyta blöðum okkar í nokk- urs háttar umskiftinga, sem öllum yrðu leiðinlegir, sem ís- lenzku ennþá unna, og 'þeir munu margir vera. Það getur víst aldrei komið til orða að blöðin okkar yrðu einhver en- sku grautur eða aiensk; þá væri líka um leið okkar tilvera hér sem íslendinga enduð, eins og Hkr tekur fram í grein sinni. Við höfum alls ekki vanvirðu fyrir blöð vor eða mál þeirra: Það er málið sem við hiöfum geymt í mörg hundruð ár, og sem var sameign margra Ev- rópu landa, sem nú hafa fengið sér að fenginn samtíning. Það er vonandi að við reynum til að standa í skilum við blöðin, þó það því miður hafi ekki verið að undanfömu, eins og nú er komið fram; þessi vanskil eru J. A. JOHANNSON Garage and Repatr Servioe Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, Batteries, Etc. jekki nema gamall vani, og í | hugsanaleysi, en ekki beinn á- j setningur. Þegar þetta skulda ólag er um garð gengið, og blöðin geta haldið göngu sína óhindruð, þá hlökkum við sjálfsagt allir til að þau seðji sálir vorar á há- íslenzku sælgæti. Með beztu óskum til landa minna. Prá Þjóðræknissinna. * ¥ * Hljómleikar þeir sem hr. Ragnar H. Ragnar, píanisti hafði með nemendum sínum, þann 25. þ. m. tókust príðis vel. Allmargir af nemendum hans, bæði yngri og eldri tóku þátt í þeim, og leystu hlutverk sín at hendi yfirleitt ágætlega — en einna tilkomumest mun þó hafa verið Peer Gynt suite eftir Grieg, sem þau léku saman Lily Bergsson og Mr. Ragnar. Þá skemti Jenny Dahl með söng en Mr. Ragnar aðstoðaði hana við hljóðfærið. Einnig söng þarna Ungramanna Karlakór frá Jóns Bjarnasonar skóla, undir stjórn Salome Halldórsson en Snjó- laug Sigurðsson lék undirspilin á píanó. Söngur piltanna tókst ágætlega — t. d. Hermanna- söngurinn úr “Faust” sem var með afbrigðum vel sunginn. * * * Whist Drive and Dance, hafa Fálkarnir nætskomandi laugar- dagskvöld í G. T. húsinu. Til skemtunar þessarar hefir verið vandað hið bezta. Dansaðir verða bæði gamlir og nýjir dans ar og spila þau Eddie Walker og Betty Eyjólfsson fyrir honum. Sækið þetta skemtilega kvöld Fálkanna. * * * Stór og lítil herbergi björt og skemtileg til leigu að 669 Mc- dermot Ave. Komið eða símið að kvöldi 21 658. * ¥ * Athylgli vor hefir verið dregin af svo mörgum að einu atriði á samkomu R. H. Ragnars í síð- ustu viku að vér getum ekki látið hjá líða að geta þess. Einn af nemendum hans, ungur dreng ur fjórtán éra. Marvin Halder- son kom þar fram og lék allangt frumsamið lag eftir sjálfan sig er vakti almenna aðdáun og eftirtekt, var hann kallaður fram hvað eftir annað. Þessi efnilegi dregur hefir fengið alla sína músikment hjá R. H. Ragn- ar og stundað hljómlist í að- eins þrjú ár. Þar sem svo vel hefir tekist á svo stuttum náms- tíma má mikils vænta af honum í framtíðinni. Foreldrar drengs- ins eru Mr. og Mrs. Halderson að 668 Lipton St., hér í Bæn- um. / • * * Ódýr íbúð til leigu Þriggja herbergja íbúð til leigu að 616 Alverstone St., enn- fremur 2 lítil svefnherbergi upp búin. íbúðin fæst á $15.00 um mánuðinn og herbergin á $7.00. Umsækjendur sími 34 478. * * * Yngri og eldri deildir kvenfé- lags Fyrsta íslenzka lúterska safnaðar í Winnipeg hafa “Gar- den Party” 6. júní, byrjar klukk an fimm e. h. Kvöldmatur og allskonar hressingar; til skemt- ana hljómleikar og úti-leikir. Fer fram á leikveli kirkjunnar. ♦ * * Messur í Vatnabygðum Guðm. P. Johnson, sem stund- að hefir nám við Lúterska prestaskóann í Saskatoon, hinn síðast liðna vetur, flytur messu- gerðir, sem hér segir: Á Hvítasunnudaginn, 4. júnf, í Kandahar kl. 11. f. h. í Wynyard kl. 2 e. h. og Mozart kl. 8 að kvöldinu. Svo á Trinitatis sunnudaginn, 11. júní í Leslie kl. 11 f. h.. Foam Lake kl. 2 e. h. og í Elfros kl. 8 að kvöldinu. Fólk er beðið að fjölmenna. Allir hjartanega velkomnir. MAGNITUDE never before attempted TITANIC in its sweep APPEALING to every emotion to which the human heart is sus- ceptible—the most inspir- ing production ever pro- duced. Fox Films CAVALCADE Pirture of the Generation by Noel Coward The most inspiring picture ever produced. /0 Featured Players-Cast of 3500 Produced at— Fox Movietone City Wonderland Theatre Mon. and Tues. June 5 and 6 at Regular Prices G. T. Spil og Dans. á hverjum þriðjudegi í G. T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra. — Þrenn verðlaun fyrir konur og Þrenn fyrir karla, að upphæð $5, $2 $1. * # * Land Eiríks rauða, sem Grænlandsdeilan varð af milli norðmanna og Dana ætla Danir nú a ðskíra að nýju vegna málsúrslitanna og kalla það land Kristjáns konungs 10. * * * Munið eftir að til sölu eru á skrifstofu Heimskringlu með af- falls verði, námsskeið við helztu verzlunarskóla bæjarins. Nem- endur utan af landi ættu að nota sér þetta tækifæri. Hafið tal af ráðsmanni blaðsins. * * * “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinum við Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. LOFTUR JÓNSSON kaupmaður, í Vík í Mýrdal, fanst örendur í flæðarmálinu í fyrradag; hafði drukknað, en ókunnugt, með hverjum hætti slysði hefir orðið. Loftur var bróðir Einars fyrrum alþm. á Geldingalæk. t — Hvenær sé eg þig aftur? sagði hann. — Bíddu mín í kaffihúsinu kl. 5 í kvöld. — Sjálfsagt — og hvenær kemur þú? ENDURMINNINGAR. Frh. á 5 bls. anum. Hann hafði dáið morg- uninn eftir að við fórum. Þegar eg nú eftir 28 ár, end- urminnist veru okkar á emi- grantahúsinu í Liverpolol þá finst mér að það muni hafa ver- ið tilgangur gestgjafanna að láta okkur eiga góða daga, en með því sem fæðið var svo ger- ólíkt öllu því sem við höfðum vanist, þá var eg að minsta kosti svangur alla dagana. Hvíta brauðið ,sveskju eða berjamauk- ið, kolrammur grautsoðinn appelsínubörkur og kæfan sem það var kallað á okkar máli, alt þetta var eg farinn að hata, og aldrei hressandi kaffisopi, nema þegar við fengum soðið vatn og konurnar okkar bjuggu til kaffi milli máltíða. Þegar menn sigla yfir breið höf, land úr landi, þá verða menn hjálparlaust varir við ýmsar gagngerðar breyting- ar, bæði í náttúrunni sjálfri og siðvenjum mannfélagsins og sem rnenn þá ýmist eyra vel eða illa. Þannig höfðum við þá siglt frá kuldanum til veðurblíðunn- ar, og kunnum því nú að vísu vel, en söknuðum þess þó, að hafa ekki heyrt ávörp sumar- fuglanna á undan veðurblíð- unni, umskiftin urðu svo óvana- lega lofgerðarlaus. Hér höfðu menn líka raðað heimilum sín- um hvert við annað, bygt gang- stéttir og keyrsluvegi svo þétt að lífi náttúrunnar var fyrir- farið. fíflakollarnir og fjall- drapinn átti engann kost á að njóta og fagna eða samgleðjast mönnunum. Við höfðum siglt frá björtu nóttinni in á haust- nætur, og það við komu sum- arsins. Hvernig átti nokkur að una því vel? Við höfðum siglt frá hrynjandi hljómfegurð íslenzka málsins inn í ensku óskýru vell- una. Þetta alt skildist okkur fyrir hafnarlaust og höfðum jafnvel gert okkur grein fyrir því áður en við lögðum af stað. Daglega hneiksluðumst við á einhverju því er við sáum í Liv- erpool, og fanst mér að eg sjá þar hvað eftir annað myndina af tálsnörunum, sem Pétur bisk- up, Pétursson og fleiri kenni- menn þeirrar tíðar nefndu svo oft. Áður hafði eg aldrei skil- ið þetta orð. Mér fanst helzt að allar snörur vera tál., en nú sá eg mismuninn á snöru og , tálsnöru. Það fyrsta sem menn sáu í sumum búðum í Liverpool. var einhver kitlandi gestaþraut rétt innan við dyrnar, og það kcstaði ekki nema 5 eða 10 aura að reyna það, og margir voru búnir að eyða hálfri krónu áður en þeir gátu áttað sig, og þeir miklu meira sem höfðu unglinga í fylgd með sér og all- ir þurtu að freista gæfunnar. Agnið var vasahnífur eða hand- hringur, sem leit laglega út, og hékk til sýnis á spjaldi á veggn- um vfir þrautinni. Þá voru menn sem ferðuðust um strætin, með einskonar hjól- börur, og var laglegur dúkur breiddur yfir þær. Þeir sögðust vera með hljóðfæri af nýjustu gerð, yndislega hljómfagurt. Þeir höfðu og átakanlega á- hrifamikil lög alt nýtt og áður óheyrt. Þessir menn voru sér- staklega spekingslegir og kær- leiksríkir voru jafnvel til með að skemta mönnum dálitla stund, ef 10 menn eða fleiri óskuðu þess og borguðu bara 10 aura hver, því þeir voru ekki að því fyrir peninga, heldur til að gleðja mann. En hljóðfærið var svo viðkvæmt að það iþurfti að stilla það eftir hverja áreyn- slu, og það gerðu ekki nema sérfræðingar, sem tóku mikla borgun fyrir verk sín, annars hefðu þeir skemt mönnum fyrír ekki neitt. Hljóðfærin voru lé- legar spiladósir, ,snúnar með hendinni, og ýlfruðu eins og ó- rólegar hvolpatíkur. Þá voru bjórsölumenn !em seldu sér í skaða bara af því veðrin voru svo hlý og almenningur leið svo mikinn þorsta en þeir undu ekki því ástandi. Jóhannes héc maður Einars- son. irá Hrappsstöðum í Vopna- firði, viðfeldinn og glaður karl, og vorum við orðriir kunningja- þó við þektumst ekkert fyrri en á þessari ferð. Einn daginn í góðu veðri fundum við upp á bví að ganga nokkuð langt út í borgina, til að sjá máske nýst- arlega viðburði, og lenfum við lrennske nokkuð lengra en við upphaflega ætluðum. Það held eg hafi verið utarlega í borg- inni að við gengum meðfram langri og lágri byggingu, marg- ar dyr voru á hliðinni er sneri fram að strætinu og allar voru þær opnar. Af gangstéttinni sáum við, að veittur var bjór í stórum glerkollum á borðum inni í öllum þessum króm, og að það voru nokkurnveginn ein- göngu kvennmenn sem neyttu hressingarinnar, börn á öllum aldri veltust á tröðinni fram af dyrunum og biðu mæðranna. Framh. Complete Safety Lane Goodman ’s Tire & Brake Service Fort and Graham—Phone 92 355 Chris Goodman, prop. REPAIRS TO ALL MAKES Only first class Mechanics employed Söngskemtun KARLAKÓR fSLENDINGA í WINNIPEG heldur samsöng í Arborg, Man., miðvikudaginn þann 7. júní, 1933, kl. 8.45 Söngstjóri—hr. Brynjólfur Þorláksson Einsöngvari—Séra Ragnar E. Kvaran Meðspilari—hr. Gunnar Erlendsson Hr. Páll S. Pálsson syngur gamanvisur. i INNGANGUR 50c Dans á eftir samsöngnum við góðan hljóðfæraslátt. BAZAAR Vorasal Kvenfélags Sambandssafnaðar verður haldin í búðinni við hornið á Sargent og McGee stræti. FIMTUDAGfNN og FÖSTUDAGINN 1 og 2 júní, 1933 Þar verður allskonar sumarfatnaður til sölu, útsaum- aðir dúkar og fleira, á afar lágu verði. ..Ennfremur ýmiskonar matur, heimatilbúinn, kaffiveitingar og þess- háttar. Salan byrjar kl. 2 e. h. á fimtudaginn. Forstöðunefndin.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.