Heimskringla - 14.06.1933, Blaðsíða 5

Heimskringla - 14.06.1933, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 14. JÚNÍ 1933 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA. í friði. Von Papen var ennþá við völd. Nú hefir Hitler sýnt að hann meinti þetta. Hann hefir komið mótstöðumönnum sínum í útlegð eða í tugthúsið, ef ekki annað verra. Fé hafa Nazimenn með alls- konar ögrunum haft út úr Gyðingum. Þeir hafa selt þeim lögregluvernd fyrir ærið fé. Þeir hafa skyldað þá til að skrifa sig fyrir fleiri eintökum stund- um af blöðum þeirra og bókum. Þegar eg var á sýningu einni kom strákur í brúnni skyrtu til mín og vildi selja mér þrjú blöð. Eg neitaði að kaupa. Þyrptust þá sex af þessum kauðum utan um mig og sögðu mér, að gera sem þeir segðu mér, ef eg vildi ekki að verra hlytist af því. En svo illur sem hagur þýzkra Gyðinga er, er hann þó hálfu verri fyrir pólskum Gyðingum og yfirleitt þeim, sem á síðari árum hafa til Þýzkalands kom- ið. Þeim er brugðið um að vera frá Soviet Rússlandi til þess að útbreiða skoðanir kom- múnista stjórnarmnar á Rúss- landi, sem þeir segja að sé svo þett skipuð Gyðingum, að 400 af þeim 500 manns í Rússlandi sem með æðstu völd fari þar séu Gyðingar. En hvað sem satt kann að vera í þessu, skifta Þýzkir Gyðingar sér ekki af þessum mönnum, og árásirnar á þá, eru óafsakanlegar af Hitlers hálfu, hvort sem eins mikils þarf með og Nazimenn hafa í frammi tfl vemdar ríkinu fyrir hinum nýkomu Gyðingum eða ekki. Og svo mikið virðist auðsætt, að hag Þýzkalands hafi þeir ekki staðið fyrir þrifum á löngu liðnum árum. En eg býst við að þeir sem hlífi skyldi halda yfir Hitler og hans framferði og telja sig eina vera kjörsyni Þýzkalands, segi þessa frásögn mína ó- sanna, þó hún styðjist við það eitt er eg sá og heyrði með eig- in augum og eyrum. En um klift eða skorið skal ekki þrátt- að. Þegar loft heiðir aftur á eg von á að menn sjái blöð Hitlers hafa aukið tölu áskrif- enda sinna um miljónir, og Hugenberg og Krupp félögin hafa eignast nokkrar nýjar verk smiðjur fyrir lítið. Þúsundir heimila munu syrgja vini sína og þýzka þjóðin mun reyna að gleyma eins fljótt og hún getur þeim kapítulanum í sögu lands- ins, sem hún æskir, að aldrei hefði skráður verið. Hið fslenzka fornritafélag byjar útgáfu sína Frh. frá 1. bls. safni þessu. Upphaflega áttu t. d. íslendingasögurnar að vera í 11. bindum. En nú er það á- kveðið, að þær verði í 14 bind- um. En alls er ætlað að bindin verði 35. Með Egilssögu átti uppruna- lega að vera Gunnlaugs saga ormstungu, Gísls þáttur Illuga- sonar, Sænsna-þóris-saga, og Bjamar saga Hítdælakappa. En þessar sögur verða í sérstöku bindi, ásamt Víga-Styrs-sögu og Heiðarvíga, og annast Sig. Nor- dal útgáfu þess bíndís. V. bindi er komið í prentun. Er þar Laxdæla og Halldórs- þáttur Snorrasonar ásamt Stúfs sögu. Annast Einar Ól. Sveíns- son um útgáfu þess bindis. Næst verður Eyrbyggja og sögur sem koma við Grænland, Eiríkssaga rauða, Þorfinns saga karlsefnis og Einars þáttur Sokkasonar. Annast Einar Ól. Sveinsson um útgáfu Eyrbyggju en Matthías Þórðarson annast útgáfu hinna sagnanna. Þá kemur næst út Grettis saga og Bandamannasaga. Er undirbúningur að útgáfu þess bindis í byrjun. Um það bindi annast Guðni Jónsson. Um útgáfu Egilssögu er nán- ar getið í annari grein hér í blaðinu. i En því til viðbótar vildi Jón Ásbjömsson taka þetta fram. Verð á þessu bindi mun verða 9 kr. heft. En það mun og fást litlu dýrara í stífu hefti. í bandi kemur það ekki í verslanir strax. En þeir, sem kaupa bók- ina hefta nú, geta síðar fengið skinn á kjöl og hom eins og á að vera á öllu rftsaiftninu bundnu — Mbl.. UPPÞOT í VESTMANNAEYJUM Gæslufangi, grunaður um landa brugg, tekinn með valdi úr fangahúsinu. Vestmannaeyjum 20. maí Mannfjöldi gerði árás á fanga lúsið hér í kvöld og braut upp 'angaklefa, þar sem Hallgrímur Brynjólfsson frá Felli í Mýrdal ;at í gæsluvarðhaldi, og tóku íann út. Hallgrímur hefir setið varðhadi í níu daga, grunaður im bruggun áfengis. Annar maður, Stefán Gíslason 'rá Ási, grunaður um sölu á- ’engis, var fluttur á sjúkra- lúsið í dag, eftir að hafa setið fangelsi í fimm daga, og hafði leitað að taka til sín af mat Deim, sem honum var borinn. Samtal við bæjarfógetann í Vestmannaeyjum. Mbl. átti í gærkvöldi samtal við bæjarfógetann í Vestmanna eyjum og fékk frá honum nán- ari upþlýsingar. Bæjarfógeti skýrði svo frá, að fulítrúi hans, Jón Hallvarðsson, hefði í gær verið við yfirheyrslu í fangahúsinu, þar sem gæslu- fanginn var geymdur. Er hann var í þann veginn að Ijúka við yfirheyrsluna, kemur þar að mikill mannfjöldi og heimtar gæslufangann út. Tveir dyraverðir voru við- staddir og reyndu þeir að varna aðkomumönnum inngöngu í húsið. En þeir fengu engu tauti komið við aðkomurnennina og ruddust þeir inn í fangelsið, brutu upp fangaklefann og tóku fangana með sér út. Fulltrúin kvaddi þegar bæjar- fógeta á vettvang, en hann fekk við ekkert ráðið. Krafa um aukna lögreglu. Hvað verður nú gert? spyrj- um vér bæjarfógeta. — Eg hefi þegar óskað þess, segir bæjarfógeti, að kvaddir verði saman aukafundur í bæj- arstjórninni og mun þar fara fram á aukna lögreglu, því hér er að eins einn lögregluþjónn á dagverði. Ef bæjarstjórn getur ekki sint þessu mun eg snúa mér til ríkisstjórnarinnar. -Mbl. ÆFIMINNING. Séra Jónas A. Sigurðsson -----Kveðj a--- »________ Fækkar forvígs-mönnum! Feiskjast landnáms stofnar; Leiðarljós! sem Vestra! Logað hafa skærast Blakta á brunnu skari; —Braqðra fylking klofnar,— Hér, í ysi og önnum, Þarf ótal margt að lærast. Þó einn, þar fram úr fari, —Gýn feigð; ef heildin sofnar! Við annan Jónas,* áttum, Sem Islands tungu skreytti, Sem gimsteinn! fegri er gleri, Hann; gullöld málsins reisti. Var skáld af Guðs náð gerður, í glóð, þeim neistum breytti, —Þó sumum fyndist fátt um? Hans frumljóö dróman leysti, Hann öllum ástkær verður Um eilífð—háflug þreytti.— Við þökkum! einn og allir! ÞÉR, íslands trygð, sem honum; Og skulum, ljóð þín læra, Og lengi nafn þitt geyma. Að þjóðrækt þlnni hlúa Og þínum sigurvonum! Og reisa á rústum hallir! —En rifrildinu gleyma.— Af ást á ísland trúa Með ættlands dánu sonum! —Ocean Falls, 27. maí, 1933. * Jónas skáld Hallgrímsson. Þórður Kr. Kristjánsson. 1895 er dó um tvítugs aldur, Gróa Elinora Kristín, er giftist Paul Robertson og býr I Salt Lake City, Robert er giftist Dorothy Leifsson og dvelur á heimili foreldra hans, og Jennie Sigurbjörg er giftist Harold Allen og á heima í Preston, Idaho. Jóhanna var fyrirmyndar. kona að mentun og atgerfi. Hún útskrifaðist frá háskóla rikisins (University of Utah) sem barna kennari um tvítugs aldur og stundaði kenslustörf í mörg ár. Svo giftist hún hérlendum manni að nafni Goodman og dvaldi í nökkur ár í nýlendu sem kölluð er Buckhorn í suður parti ríkisins. Það fyrirtæki gekk ekki vel því maður hennar var ekki eins framsýnn og iðju samur og vera skyldi. Þar af leiðandi skildi Jóhanna við mann sinn og tók aftur stöðu sem barnakennari. Foreldrar virtu hana en böm elskuðu því hún var ágætur kennari þang- að til hún misti heilsuna fyrir liðugu ári sfðan. ÁFENGISLAGAFRUMVARPIÐ Þann 12. síðast liðin andað- ist á heimili foreldra hennar í Spanish Fork, Utah, Jóhanna Jakobsdóttir Goodman. Jarðar- förin fór fram 17. maí frá First Ward Meeting House í Spanish Fork. Við þá athöfn töluðu þessir menn. William Beck- strom, J. Victor Leifsson, og Loftur Bjarnason. Einsöng flutti Eiín Jameson, en Blaine John- son og Rosetta Anderson sungu tvísöng (duet). Jóhanna var fædd á Vest- mannaeyjum árið 1892. Hið sama, ár fluttu foreldrar henn- ar Jakob Bjarnason og Guðrún Jónsdóttir alfarið frá íslandi og settust að í Spanish Fork og hafa þau dvaiið þar samfleytt í 24 ár. Jakob var í mörg ár for- maður við járnbrautavinnu í Thistle og Mapleton, skamt frá Spanish Fork. Á seinni árum hefir hann stundað akuryrkju og er talinn góður búmaður, vinsæll og velvirtur af öllum, sem þekkja hann og hans fjöl- skyldu. Börn íakobs og Guðrúnar er tajin þessi: Jóhanna er giftist A. E. Goodman, Jakob, fæddur Fátt er það, sem íslenzka þjóðin er sér eins meðvitandi im, minsta kosti á yfirstandandi tímum, eins og fátæktn og skuldirnar. Er það að vonum, því mjög mun að mörgum sverfa um þá hluti. Aldrei munu kröfurnar til Alþingis, um hjálp hins opinbera hafa verið háværari en nú, og skal ekki efast um, að þingmenn séu allir af vilja gerðir, að veita sem flestum úrlausn. En merkilegt má þó heita, að ein af kreppu- ráðstöfunum þingmanna er sú, að leysa þau höft, sem eru á innflutningi áfengis. Á sama tíma og bannaður er innflutn-' ingur nauðsynjavöru, á að af- nema innflutningshöft á áfengi. Þegar enska þjóðin þurfti svo mjög á öllu sínu þreki og orku að halda í ófriðnum mikla, setti hún mjög miklar hömlur á á- fengisneyzlu landsmanna, er svo voru leystar þegar ófriðnum lauk. Aðgerðir íslenzku þjóð- arinnar eiga að vera gagnstæð- ar, þegar hún er á takmörkum að svelta, á að leysa þau höft, er verið hafa á innflutningi á- fengis. Ýms þjóðarmein á áfengs- lagafrumvarpið að vísu að lækna, eins og t. d. heimabrugg- ið. En barnaleg er sú hug- mynd. Það er ekki nema tvennt til, er útrýmt getur heima- bruggi: Annað er að hér verði svo mikil, svo víða og svo ó- Idýr erlend vín til sölu, að ekki borgi sig að brugga. Til þess þarf ríkið miklu fremur að borga hlut í hverri flösku, sem inn er flutt, en það megi tolla áfengið, eins og frumvarpið ráð- gerir. Meira að segja ríkis- framleisla á áfengi mun tæp- lega framleiða nægilega ódýr vín, án fjárhagslegs tjóns. Fyrst menn hafa komist upp á að búa áfengið til heima, ,mun hið er- lenda vín þurfa að verða næst- um verðlaust til þess að það útrými heimabrugginu. Hitt, sem útrýmt getur heima bruggi er: að enginn vilji neyta áfengra drykkja. Menn ættu að athuga hvort fyrri leiðin, sú sem flutningsmenn áfengislagafrum- varpsins, ætla að fara, er sæm- andi nokkurri þjóð. Hin nýja áfengislöggjöf mun einungis bæta aðstöðu andbanninga (þeirra manna er hagsmuni hafa af sölu eða framleiðslu á- fengis), frá því sem er. Eg geri ráð fyrir að þorra manna sé ijóst að hér eru eng- in bannlög, aðeins takmörkun á innflutningi áfengis. Tvennt getur Alþingi gert í sambandi við áfengismálin, sem yrði því til sóma. Annað er: að herða á innflutningshöftunum, fara að dæmi Englendinga, og tak- marka áfengisneyzlu þjóðarinn- ar á hinum erfiðu tímum, ef það er ekki hægt, þá að minsta kosti að nema úr gildi það nafn er núverandi áfengislöggjöf hefir, og nefna hana sínu rétta nafni: aðflutningshöft á áfengi. Af rýmkun þeirra hafta, sem fyrir eru, getur ekkert annað hlotist en stórum aukin vín- neyzla, og um leið aukin fátækt slys, sjúkdómar og manndauði. Ef þingmönnum er þetta ekki ljóst, er skylt að benda þeim á það. Auk þess á þjóðin rétt á að greiða átkvæði um aðflutn ingshöftin, áður en þau eru með öllu afnumin, fyrst hún með atkvæðagreiðslu kaus sér þau. Við athugun má líka öllum vera Ijóst, að hér er ekki um fjárhagslega smámuni að ræða. Þó gert sé ráð fyrir, að í áfengi eyði þjóðin 6 milj. kr. á hverjum 5 árum, er það vitanlega of lágt áætlað. Fyrir þá upphæð væri þó hægt að rækta 15 þús. hektara af landi, eða byggja 500 ágæta sveitabæi, eða 600 íbúð- ir eins og íbáðirnar í verka- mannabústöðunum nýju, eða 4 spítala eins og landsspítalann. I því sambandi er einnig vert að minna á það, að láta mun nærri að á hverjum 5 árum sé flutt inn tóbak fyrir m. k. 6 milj. kr. Fyrir það fé væri hægt að legja 10 þús. km. símalínu, eða byggja akfæran veg álíka langan og frá Borgarnesi að Skútustöðum við Mývatn, eða byggja 37 brýr eins og nýju brúna á Hvítá í Borgarfirði, eða 25—30 héraðsskóla með full- komnustu þægindum. Þannig mætti lengi telja. Er nokkurt vit í þessu? Ekki einungis að þessir hlutir eyði svo mjög fjármunum þjóðarinn- ar, heldur einnig lífsorku henn- ar og atgerfi. Sýnist það ekki liggja beint við, að banna að- flutning þessa varnings, áður en bannaður er innflutningur nauð synjavöru ? Það vita allir, að fárra ára eyðsla þjóðarinnar í vín og tó- bak hefði nægt til þess að hún engrar kreppu hefði orðið vör, ef þeir peningar hefðu verið ó- eyddir. Þó ekki tjái að tala um orð- inn hlut, ætti þetta að sýna hve mikið mennigarleysi ríkir um þessa hluti. En kóróna þess menningarleysis væri þó, ef Al- þingi samþykti áfengislagafrum varpið, sem nú liggur fyrir því. Áfengismálin eru ekki póli- tísk mál, en þau eru menning- armál, sem enginn niá láta sig iltlu skifta. Hver sá, sem á eihvern hátt vinnur að aukinni áfengisnautn, vinnur gegn allri menningu og allri mentun. Samþykt áfengislagafrum- varpsins yrði til þess eins, að auka drykkjuskap í landinu, og þjóðin hefir annað með efna- lega og andlega orku sína að gera, en drekkja henni í skefja- lausu áfengisflóði. Áfengismálin eru svo alvarleg mál, að um þau verður að ræða. Gefst vonandi tækifæri til að gera það nánar síðar. Páll H. Jónsson. —Dagur. THE MARLBOROUGH SMITH ST„ WINNIPEG Winnipeg’s Ðowntown Hotel COFFEE SHOP Open from 7 a.m. to 12 p.m. Special Lunch, 40c Special Ladies’ Luncheon, 40c Served on the Mezzanic Floor Best Business Men’s Luncheon in Town, 60c See Us for our Winter Room Rates We cater to Functions of All Kinds F. J. FALL Mgr. PH. 86 371 Innköllunarmenn Heimskringliu I CANADA: Arnes...............................................F- Finnbogason Amaranth'............................ J- B. Halldórsson Antler...................................Magnús Tait Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beckville ........................... Björn Þórðarson Belmont .................................. G. J. Oleson, Bredenbury.................................H. O. Loptsson Brown............................ Thorst. J. Gislason Calgary............................. Grímur S. Grímsson Churchbridge........................Magnús Hinriksson Cypress River.....................................B^ll Anderson Dafoe, Sask., ........................... S. S. Anderson Ebor Station............................Asm. Johnson Eifros.............................J. H. Gioodmundsson Eriksdale .............................. ólafur Hallsson Foam Lake.........................................John Janusson Gimli................................... K. Kjemested Geysir . . .............................Tím. Böðvarsson Glenboro.................................G. J. Oleson Hecla................................Jóhann K. Johnson Hnausa............................ • Gestur S. Vldal Hove...................................Andrés Skagfeld Húsavík...........................................John Kemested Innisfail ........................ Hannes J. Húnfjörð Kandahar .............................. S. S. Anderson Keewatin............................... Sigm. Björnsson Kristnes.................................Rósm. Árnason Langruth, Man...................................... B. Eyjólfsson Leslie................................................Th. Guðmundsson Lundar ................................. Sig. Jónsison Markerville ........................ Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask.............................. Jens Elíasson Oak Point.............................Andrés Skagfeld Oakview ............................ Sigurður Sigfússon Otto, Man.................................Björn Hördal Piney..................................S. S. Anderson Poplar Park............................Sig. Sigurðsson Red Deer ........................... Hannes J. Húnfjörð Reykjavík ................................ Árni Pálsson Riverton ........................... Björn Hjörleifsson Selkirk................................. Jón Ólafsson Steep Rock .............................. Fred Snædal Stony Hill, Man...........................Björn Hördal Swan River............................Halldór Egilsson Tantallon.............................Guðm. ólafsson Thornhill..........................Thorst. J. Gíslason Víðir..............................................Aug. Einarsson Vancouver, B. C .....................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.......................... Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard................................ S. S. Anderson f BANDARIKJUNUM: Akra ..................................Jón K. Einarsson Bantry................................. E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...................... John W. Johnson Blaine, Wash................................ K. Goodman Cavalier .......................... Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg............................Hannes Björnsson Garðar...............................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson...............................Jón K. Einarsson Ivanhoe .. .. .. .. .. . * * * .. .. .. .. G. A. Dalmuiín Milton...................................F. G. Vatnsdal Minneota.................................C. V. Dalmann Mountain............................Hannes Björnssom Point Roberts ......................... Ingvar Goodman Seattle, Wash........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold .............................. Jón K. Einarsson Upham.................................. E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.