Heimskringla - 14.06.1933, Blaðsíða 6
B. SÍÐA,
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 14. JÚNÍ 1933
JÓN STRAND
Saga eftir
PAUL TRENT.
Þýdd af
G. P. MAGNÚSSON.
“Á löglegann hátt einungis,’’ sagði Jón,
sem nú var farinn að verða enn æstari í skapi.
“I>að frumvarp er nú orðið að lögum
landsins, og það á stuttum tíma. Þér hafið
fengið það, sem þér báðuð um og yður vant-
aði, og nú græðist hr. Mason stórfé, sem þér
sennilega njótið með honum að meiru eða
minna leyti. Mason heldur á spilunum og
þegar hann er búinn að bollaleggja nógu vel
og lengi, myndar hann einskonar einokunar
stálsteypu félag, sem eg geri mér litla von
um að verði til þess, að hjálpa verkalýðnum
mjög mikið, sem þér þykist berjast svo hetju-
lega fyrir.”
“Hr. Mason hefir ekki í hug að mynda
neitt félag af því tæi sem þér talið um. Það
sem hann hefir í hyggju að gera, er að slá
saman nokkrum smáfélögum til þess, að gera
starfsemina auðveldari en hún er nú.”
“Þetta hljómar fallega í eyrum; bara það
væri sannleikur. Það vill nú svoleiðis til, að
eg hefi með höndum gögn sem benda í aðra
átt.”
“Þau gögn eru röng, hver sem þau eru,”
sagði Jón af miklum hita.
“Ef þér þektuð mig betur en þér gerið, þá
vissuð þér að eg fer aldrei með meiningarlaust
tal. Gerið svo vel og rennið augunum yfir
þessi skjöl. Þau eru að sönnu einungis af-
skrift en eg sver að þau eru nákvæmt eftirrit
af þeim upphaflegu skjölum. Þar að auk er
eg sannfærður um að þér kannist við þau, því
frumritið ber yðar undirskrift.”
Jón tók við skjölunum og fór 'að lesa þau.
Er hann hafði lesið ögn ofan fyrsta blaðið varð
hann hvítur sem pappírsblað í framan. Hann
hélt áfram að lesa.
“Þessi skjöl eru fölsuð. Eg hefi aldrei
undirritað þau,” sagði hann af mikilli vonsku.
“Eg hefi séð frumritið hjá hr. Mason.
Gáið vel að dagssetningunni. Þá getið þér
kanske áttað yður betur á öllu.”
Jón hugsaði sig um litla stund og, mundí
þá að hann hafði einmitt undirritað nokkur
skjöl heima hjá hr. Mason þennan dag.
“Eg las eitt þeirra en hin---” sagði hann
lágt. Nú fór hann að skilja hvað hann hafði
gert og hvaða þýðing það gæti haft fyrir hann
að hafa undirritað öll þessi skjöl án þess, að
*lesa þau fyrst. En hr. Mason var heiðarlegur
og trúverðugur maður. Það var ómögulegt að
hann væri sekur um þetta verk. Hvernig
komust þessi skjöl í hendumar á Southwold.
Þess ar hugsanir streymdu gegn um huga
hans og honum fanst hann svima innan í
þessari hugsana hringiðu.
“Er þetta samsæri gegn mér?” spurði
hann í lágum róm og reyndi að láta ekki bera
á geðhræring sinni.
Southwold roðnaði og skammaðist sín
fyrir það, sem hann var að gera. En hann
hikaði ekki. Hans pólitíski hagnaður varð
að ganga fyrir öllu öðru.
“Við skulum ekki tala frekar um þetta.
Það er alls engin ástæða til að láta alþýðu
vita nokkuð um þetta. Látum okkur tala um
frumvarpið sem liggur fyrir þinginu á morg-
un. Það hefir alla jafna verið mín skoðun að
betra væri að veita móttöku nokkrum hluta af
því sem gott er heldur en hafa ekkert, ef eg
hefi ekki getað fengið það alt eða eins mikið
og mig hefir vantað. Þarf eg að segja nokkuð
meir?”
“Þér hafið sagt nóg til þess, að sann-
færa mig um það, að þetta er brugg á milli
yðar og hr. Masons til þess, að þér næðuð haldi
yfir mér. Þér hafið sjálfsagt hugsað að með
þessu djöfullega samsæri neyddist eg til að
ganga að yðar skilmálum, en sú hugsun yðar
hefir hlaupið með yður í gönur, því eg mun
gera skyldu mína hverjar svo sem afleiðing-
arnar kunnu að‘ verða.”
“Það er heimskulegt af yður, hr. Strand.
Ef það verður ljóst alþýðu hvað þér hafið
gert, þá eruð þér gersamlega eyðilagður, sem
stjórnmálamaður.”
“Þrátt fyrir það, mun eg einungis gera
það, sem sannfæring mín segir mér að sé
rétt.”
Southwold starði á hann gersamlega lost-
inn af undrun, því honum hafði aldrei komið
til hugar að það þyrfti annað en láta Jón
vita, að hann hefði sannanimar á mót honum,
til þess, að hann skifti um skoðun og stefnu.
Þrátt fyrir hans undrum gat hann samt ekki
anijað en dáðst að stefnufestu Jóns og hann
öfundaðist yfir styrkleika hans að ætla sér að
halda áfram sitt stryk þrátt fyrir það, að
hann vissi hvað yfir höfði hans vofði.
“Eg undirritaði þessi skjöl án þess að lesa
þau áður og vissi því ekki hvert innihald þeirra
var. Trúið þér mér ekki?” spurði Jón ákafur.
“Eg held að enginn sem þekkir yður,
mundi trúa því, að þér hefðuð gert slíkt.”
/ “Þetta er ekkert svar upp á spurningu
mína. Trúið þér mér?”
“Nei,” sagði Southwold og sáust þess nú
glögg merki á honum að honum var farið að
líða illa.
“Herra Southwold! Þér segið ósatt. En
nú er eg farin nað skilja alt og eg mana yður
til að framkvmæa ætlunar verk yðar í minn
garð. Afhenti hr. Mason yður þessi skjöl sjálf-
ur?”
“Eg neita að svara þessari spurning yðar.
Það nægir að eg hefi þau. Væri ekki rétt af
yður að spyrja hr. Mason sjálfan?”
“Það ætla eg að gera. Mig vantar út-
skýringu á þessu og það strax. Herra South-
wold! Það er tilgangur yðar að eyðileggja
mig ef þér getið, en það skal verða yður dýr
keypt ánægja. Eg skal hér eftir óhlífinn nota
öll vopn gegn yður og flokki yðar svo lengi
sem eg hefi krafta til að standa á fótunum og
mátt til að mæla.”
“Eg hefi sagt það áður og segi það enn,
að stífni yðar og einstrengings skapur yðar
hlýtur að leiða að því, að þér tapið, en græð-
ið ekki. Mér þykir stórlega fyrir því ef slíkt
þarf að koma fyrir, því eins og eg hefi
einnig áður sagt, þá fellur mér vel við yður að
flestu leyti.”
Jón horfði á hann eins og maður horfir á
eitraða pöddu.
“Þér viðhafið nokkuð sérkennilega að-
ferð til að sýna mér að þér þyki mikið til mín
koma.”
“Það er ekki of seint ennþá að byrgja
brunninn. Barnið hefir ekki dottið í Jiann
enn. Eg er reiðubúinn að vera vinur yðar,
og ekkert væri mér kærara.”
“Eg kýs vini mína úr hópi heiðarlegra
manna en ekki------”
“Hægan hr. Strand. Gáið að hvað þér
taiið. Farið ekki of langt,” sagði Southwold
í aðvörunar róm.
“Eg hefi ekkert meir við yður að tala ”
sagði Jón og fór út út stofunni án þess að
kveðja.
Hann tók sér leiguvagn og ók rakleiðis
að húsi hr. Masons. Þegar þangað kom, var
honum sagt, að hr. Mason væri háttaður fyrir
nokkri stundu, og þjónninn afsagði að ónáða
miljónamæringinn um þenna tíma sólarhrings-
ins, svo Jón fór heim tíl sín. Er þangað kom
fann hann Cranston enn að verki.
“Eg er nú rétt að ljúka við,” sagði Cran-
ston er Jón kom inn. En er hann leit framan
í andlit Jóns, rak hann upp látt hljóð.
“Hvað er að yður, hr. Strand?” spurði
hann.
“Ekkert það, sem eg get skýrt yður frá að
svo stöddu. Svo þér eruð að skilja við mig á
morgun, Philip?”
“Já, hr. Mason óskaði frekar eftir að eg
kæmi til hans strax. En samt sem áður,
ef þér óskið að eg verði kyr, þá----”
“Eg er ekki viss um nema það sé hyggi-
legra fyrir þig að vera kyr hjá mér, fyrst um
sinn, að minsta kosti, eður þá leita þér at-
vinnu annarstaðari Einhverstaðar heldur en
hjá Mason.”
“Eg skil yður ekki, hr. Strand.”
“Það er annars líklega bezt að eg segi
þér það,” sagði Jón og skýrði svo Cranston frá
öllu sem hann hafði orðið vísari þá um kvöld-
ið.
“Ó, hinn gamli undirförli svikarakki,”
sagði Cranston alveg undrandi yfir því, sem
hann hafði heyrt.
“Óskar þú ennþá að fara í þjónustu hr.
Masons?” spurði Jón.
“Vissulega ekki. Það er afráðið að eg 1
verð kyr hjá yður. En eg er í nokkrum vanda. '
staddur og eg veit að þér getið gizkað á að
hverju leyti.”
“Það er Sylvía, sem orsakar þann vanda?”
“Já, eg hefi verið svo vongóður. En
nú----”
“Ef þú heldur að það sé yður fyrir beztu
að fara til föður hennar, þá hikaðu ekki,
Philip.”
“Eg fer ekkert til hans. Eg verð hér kyr
hjá yður og hjálpa alt sem eg get til þess, að
hann fái sín makleg málagjöld. Ef Sylvía
bara vissi hvað faðir hennar hefir gert. Skildi
hún vita nokkuð um það. Skildi hún vera í
þessu með honum. Nei — og ef til vill þó.”
“Þetta eru ljótar aðfarir við saklausan
mann, og það mann sem hann kallar félaga
sinn og trúnaðar mann. Hverjir eru trúnaðar
menn?” sagði Jón og ardvarpaði.
XXXI, Kapítuli.
Lengi fram eftir nóttinni sat Jón í lestrar-
stofu sinní og hugsaði málin. Tilgangur South-
wolds var honum augljós en hann gat ekki
látið sér skiljast hversvegna Mason hafði
alla jafna verið vinalegur og góður þar til sú
fjarstæða hafði náð haldi á ímyndunarafli
hans, að Sylvía elskaði Jón og engan annan.
Gat það verið ástæðan fyrir því að Mason tók
þátt í þessum svívirðilega leik Southwolds.
Honum fanst það naumast hugsanlegt en gat
þó ekki fundið neina aðra ástæðu.
Þeir voru sterkir á svellinu félagarnir
Mason og Southwold, mót Jóni. í fyrsta lagi
lá það alþýðu í augum uppi að hinn fyr-
nefncji hafði ráðið Jón í þjónustu sína í eigin-
gjörnum tiigangi, sem fjöidinn hlaut alls ekk-
ert gott af. Það var ekki vanalegt að auð-
menn legði mikið í sölurnar til þess að full-
nægja kröfum dætra sinna, og alþýðan mundi
ekki trúa neinu slíku þó það væri borið fram
sem ástæða. Það hlaut að vera litið svo á,
sem Jón væri Masons trúnaðar maður og
félagi í þessu félagsmyndunar bruggi og
fjárglæfra samsæri. Að öðru ieyti þá höfðu
þeir skjölin miili handa sinna undirrituð af
Jóni sjálfum. Undir skriftinni gat hann ekki
mótmælt. Enginn mundi trúa því, að hann
hefði skrifað nafn sitt undir þau án þess að
lesa þau áður. Það var því engin efi á því,
að ef Southwold framkvæmdi hótanir sínar,
þá var Jón algerlega eyðilagður sem stjórn-
málamaður um tíma og eilífð.
Alþýðan er jafn fljót að rífa niður, sem
hún er fljót að byggja upp traust á einstakl-
ingum. Og það hafði verið fyrir hans trú-
verðugheit og einlægni að hann hafði komist í
álit hjá alþýðunni.
Svo fór Jón að hugsa til Joyce. Hann ef-
aðist ekki um að hún mundi trúa sér að allt
væri eins og hann segði það vera. Nú sá
hann eftir að hann hafði opinberað henni ást
sína svona fljótt, því hann sá í huga sínum
hversu mikið hún mundi líða er hún heyrði
vandræði hans. Eftir nákvæmlega yfirvegun
komst hann að þeirri niðurstöðu, að hann yrði
að skýra henni frá öllu eins og það er, tafar-
laust. Næsta morgum, strax eftir morgunverð,
sendi hann því Cranston upp á loft til að
biðja Joyce að finna sig ofan í daglegu stof-
una.
“Mig vantar að tala við hana eina um
stund. Það er því bezt að þú farir yfir til
Masons og segir honum, að eg komi að finna
hann klukkan ellefil. En þú verður að passa
að minnast ekki einu orði á það, sem komið
hefir fyrir og ekki heldur að þú ætlir ekki að
fara til hans.”
“Já, eg skil, hr. Strand,” sagði Cranston
en gerði sig ekkert líklegan til að halda af
stað.
“Hvað er það, Cranstan?” spurði Jón ó-
þolinmóður.
“Eg veit ekki hvernig eg á að segja það
sem mér býr í huga. Fyrir gefið, en mig sár-
langar til að fara yfir til Southwolds og snúa
hann úr hálsliðnum, þorparann þann arna!”
“Það mundi ekki bjarga málinu mikið,”
svaraði Jón og brosti að þeim móð sem komin
var á Cranston.
“Ef eg get eitthvað til að hjálpa þá látið
mig vita um það. Eg skal gera hvað sem er,
sem eg get gert.”
“Það er gott að eiga vin, sem maður getur
treyst,” sagði Jón og ^agði höndina á öxlma á
honum. “Það var lukku dagur fyrir mig er við
hittumst í fyrsta skifti.”
“Lukku dagur fyrir mig, hr. Strand. Mig
langar til að segja Sylvíu frá öllu eins og það
er. Eg er sannfærður um að hún getur komið
vitinu fyrir föður sinn.”
“Þú mátt ekkert minnast á það. Svona
komst þú nú af stað.”
Fáeinum míúntum síðar kom Joyce inn í
stofuna. Þegar hún sá framan í Jón duldist
henni ekki að eitthvað meir en lítið amaði að
honum. Hún fleygði sér í fang honum og
lagði handleggina um háls hans.
“Hvað er það, vinur minn?” spurði hún.
“Eg er í vandræðum. í fyrstu kom mér
til hugar að bera það einn og segja þér
ekkert frá því, en svo---”
“Þú mátt aldrei leyna mig neinu elsku
Jón. Hverjum ber, að bera byrðina með þér
og hjálpa þér, ef hægt er, ef ekki mér? Byrð-
in er léttari ef hún er borin af tveim.’
Jón sagði henni svo frá öllu eins og það
hafði gengið til milli hans og Southwolds.
Hann sá sér til mikillar gleði, að hún skildi
alt saman, og að hún trúði honum. En hann
sá líka á svip hennar það, sem hann hafði
’óttast að gerði vart við sig hjá henni, er
hann segði henni frá þessu: kvíði og ör-
vænting hans vegna. Það var samt sem
áður ólýsanlegt gleðiefni til hans, að verða
þess var, að stúlkan sem hann elskaði trúði
honum og treysti.
Þegar hann hafði lokið máli sínu, lagði
hún höfuð hans upp að brjóstum sér og
strauk hárið aftur eins og mæður gera stund-
um við börn.
“Guð hefir lagt þetta á þig, vinur minn,
til að reyna þig. Eg veit að þú gerir aðeins
það, sem rétt er og þá gengur alt vel um
síðir. Látum þágera það se mþeir hafa hótað
að gera, og ef fólkið trúir ekki sögu þinni, þá
getur þú alla tíma glaðst yfir því, að hafa gert
það sem þú áleyst rétt og átt hreina sam-
vizku. Síðar kemur sannleikurinn í ljós, og þá
fer þú sigri hrósandi af hólminum.”
“Eg ætlaði að gera þér lífið bjart og
gleðiríkt en hefi aðeins fært yfir það skugga,”
sagði hann.
“Að fá að vera með þér í skugga er mér
dýrmætara en standa ein í sólskini. Ó, eg
elska þig, af öllu mínu hjarta.”
Hún kysti hann blíðlega og strauk vanga
hans. Það var eitthvað svo móðurlegt við
atlot hennar. Honum leið svo vel — svo ein-
kennilega vel.
“Þú hefir gefið mér kjark. Mér finst eg
vera nú alt annar maður og fær um að heyja
baráttuna sem fyrir mér liggur. Nú er að tala
við Mason miljónamæring,” sagði hann að
lokum harðneskjulega.
“Hvað skyldi Sylvía segja þegar hún
fréttir þetta?” spurði hún í svo lágum róm, að
það var nærri hvísl.
Jón hafði ekki sagt Joyce hver hann
héldi að tilgangur Masons væri með þessu, og
hann áleit heppilegast að gera það ekki, þar
sem það var aðeins tilgáta hans en engin
vissa.
“Þú kemur svo heim aftur er þú hefir
fundið Mason?” spurði hún.
“Já. En eg þarf að fara á þing eftir hádeg-
ið og tala fyrir fátækra frumvarpinu.”
“Þú ætlar að útvega mér aðgönguseðil
svo eg megi sitja uppi á kvennmanna svölun-
um og hlusta á?”
Hann starði um stund hugfanginn á þenn-
an fagra kvennmann fyrir framan sig, sem
hann hafði fyrir klukkustundu síðan skoðað
sem barn að flestu leyti. Nú var hún orðin
þróttmikil kona, í hans augum.
“Jón,” sagði hún svo alt í einu. “Mér
mundi líka að við giftum okkur strax.”
Hann hristi höfuðið.
“Eiginmaður konunnar minnar verður að
eiga nafn, sem engin grunur um neitt ranglæti
hvílir á.”
“Þannig er nafnið Jón Strand,” sagði hún
stærilega. “Við skslum gifta okkur strax. Þá
má eg allajafna vera með þér og hjá þér,”
bætti hún við í biðjandi róm.
Jón sárlangaði til að gera eins og hún
bað. En hann neitaði þegar sá tími kæmi að
þau lifðu saman í gleði og ánægju þá mætti
ekki hvíla neinn blettur á nafni hans.
“Eg veit að það væri fullkomnun lífsgleð-
innar, en eg get það ekki,” sagði hann og
sást á svip hans, að hann átti bágt með að
neita.
Hún varp öndinni, því hún vissi, að þegar
hann hafði gert upp huga sinn um eitthvað þá
varð því ekki breytt.
“Ætti eg að segja frænda?”
“Nei, eg ætla að segja honum það þegar
eg kem til baka frá því að finna Mason. , Eg er
hræddur um að gamli maðurinn aðhafist kan-
ske eitthvað það sem hefði ekki góðar afleið-
ingar fyrir mig en sérstaklega ilt fyrir suma
aðra.”
“Vertu sæll vinur minn,” hvíslaði hún en
hélt þó enn fast höndunum um háls honum,
sem hún meinti að halda honum kyrrum hjá
sér.
Loks fór hann af stað til að hitta hr.
Mason, og var nú fullur af kjark og dug. Já,
hr. Mason var heima og hafði verið að búast
við komu Jóns. Það var svo sem engin hætta
á, að miljóna mæringurinn ætlaði sér ekki
að standa við það, sem hann hafði byrjað
á í samfélagi við Southwold. — Hann ætlaði
ekki að láta það spyrjast um sig, að hann væri
liðhlaupi.
Nokkrum mínútum síðar sátu þeir báðir
inn í stofu augliti til auglitis hver við annan.
Augnaráð Jóns var hart og ásakandi.
“Jæja. Hvað hafíð þér að segja?” spurði
Mason þurlega.
Jóni fanst hann geta lesið það út úr svip
Masons, að hann hefði svikið sig, en samt
vildi hann ekki dæma hann of hart fyr en
hann heyrði alla málavöxtu frá honum sjálfum.
“Eg hefi verið hjá hr. Southwold, og hefir
hann sýnt mér skjöl sem hann segir að eg
hafi undirritað,” sagði Jón stillilega.
“Já, og hafið þér ekki gert það. Eg hefi
frumritin af þessum skjölum og geri ráð
fyrir að þér þrætið ekki fyrir yðar eigin hand-
arskrift,” sagði Mason, sem ekkert væri um
að vera.
“Hví hafið þér gert þetta þræla stryk?
Þér hafið selt mig í hendur óvinum mínurn —
hr. Southwold og hans flokk.
“Eg var nú ekki svo mikið að hugsa um
Southwold.”
“Þér meinið að þér hafið náð mér, með
þessu, á yðar vald.”
“Eg geri ráð fyrir að það þýði hér um bil
það. En eg mun ekki beita því afli svo lengi
sem þér gerið það, sem eg krefst af yður. Þér
munið, að eg aðvaraði yður.”
“Hvers krefjist þér?” spurði Jón í ein-
beittum róm. Ekki af því, að hann vissi það
ekki full vel.