Heimskringla - 12.07.1933, Síða 6
6. SIÐA.
HElMSKRINGLA
WINNIPEG, 12. JÚLÍ 1933
JON STRAND
Saga eftir
PAUL TRENT.
Þýdd af
G. P. MAGNÚSSON.
Hálfri stundu síðar var Jón koxninn á
funflinn, og mætti þar þeim mönnum er litu til
hans, sem leiðtoga síns . Það var Morrison,
sem fyrstur tók til máls og var auðheyrt að
honum féll illa að þurfa að segja það, sem
honum var í huga.
“Við erum hér saman komnir þennan
morgun undir mjög óhagkvæmum og særandi
kringumstæðum,” byrjaði hann. “Það er ó-
þarft fyrir mig, að minnast nokkuð sérstak-
lega á þær kærur sem bornar eru á hr. Strand.
Það nægir, að geta þess, að hann er kærður
um, að hafa fórnað okkur til þess að auðga
sjálfan sig fjármunalega. Eg skal játa það,
að mér hefir fallið illa samvinna hans og hr.
Masons, frá byrjun. Miljónamæringar og
aðrir auðmenn eru alla jafna óvinir verkalýð-
sins, í mínum augum, og hefi eg því óttast,
að félagsskapur þeirra Masons og hr. Strands
gæti ekki annað en leitt til óhamingju, fyr
eður síðar, fyrir vorar hugsjónir.”
Hann hætti um stund að tala, varp önd-
inni þreytulega og var auðséð að hann átti
bágt með að halda áfram.
“Vér höfum allir alið háar vonir í brjóst-
um vorum um framtíð hr. tSrands. Árum
saman höfum við leitað að manni eins og
honum. Enginn okkar hikaði við augnablik
að gera hann að leiðtoga okkar. Vér fögnuð-
um honum, sem manni, er hefði öll þau skil-
yrði er útheimtist til þess að leiða hugsjónir
vorar til sigurs. Mér er fjuir mitt leiti, ómögu-
legt að trúa því, að sú saga, sem nú gengur
manna milli, sé sönn. Eg skoða leiðtoga
vorn sem heiðarlegan og skoðana fastann
mann. Mér finst því sjálfsagt að þessum
kærum, sem á hann eru bomar, sé hrundið og
þær reknar heim til sín aftur með öllu því
afli, sem við eigum á að skipa.”
Jón hafði hlustað á ræðu Morrisons með
athygli. Hann gat ekki annað en dáðst að
því hvað hann flutti málið hógværlega og
hvað hann lét í ljós mikið traust og vinarþel
til sín um að hann myndi gera grein fyrir
sinni afstöðu í málinu.
“Eg hlýt að þakka hr. Morrison fyrir þá
góðvild er skein í gegnum alla hans ræðu í
minn garð. Eg gæti ekki /elt harðann dóm
yfir neinum fyrir það, bó hann áliti mig sekan
um það sem á mig er borið í þeirri ósvífnu og
skammarlegu sögu, sem um mig er sögð og
sem nú gengur, skýjunum hærra, yfir landið.
En eg segi yður hér nú og legg drengskap minn
við að það er sannieikur, sem eg segi, að aldsei
hefi eg svikið flokk minn né yður í neinu,
stóru eður smáu, heldur alla jafna verið vor-
um hugsjónum trúr.”
Það var sem faðnaðar alda risi snöggvast
meðal fundarmanna, en það stóð ekki lengi.
En mér er ekki mögulegt, að færa fram
sannanir fyrir því, að eg hafi ekki átt hlut-
deild í þeim glæp, sem á mig er borinn. Það
er sannleikur, að eg vann að því í þinginu að
löggilding stál-samsteypu félagsins kæmist í
gegn, en það var skilningur minn, að tilgang-
ur hr. Masons væri að sameina félögin til
þess eingöngu að minka rækslukostnaðinn. Ef
eg hefði haft minsta grun um, að samsteyp-
an ætti að þýða nokkuð er gæti skaðað verka
lýðinn, þá hefði eg unnið jafn eindregið mót
löggjöfinni eins og eg, undir kringumstæð-
unum, vann með henni.”
“En hvað e'r um skjalið, sem sagt er að
þér hafið undirritað?” spurði einhver fundar
manna fram í salnum, en Jón vissi ekki hver
það var.
“Það er sannleikur, að vissir pappírar bera
mína undirskrift, og sýna því ótvírætt, að eg
muni hafa verið í þessu bruggi öllu saman
með Mason. En sannleikurinn er, að eg, sem
félagi hr. Masons, undirritaði mörg skjöl þenn-
an dag, og flest af þeim án þess að lesa þau
áður. Mér voru fengin þau til staðfestingar
með undirskrift minni eitt sinn er eg hafði
mjög nauman tíma. — En svo er engum um
að kenna nema sjálfum sér, að eg ekki las þau
áður en eg skrifaði nafnið mitt á þau. Eg
treysti hr. Mason og hafði engan grun um
að hann væri að brugga mér eyðileggingar
lyf. Hann hafði ekki komið þannig fram við
mig, þann tíma sem við höfðum unnið saman,
að honum væri neitt slíkt í huga.”
“Hví mundi hr. Mason vilja eyðileggja
yður, hr. Strand?” spurði rödd fram í salnum.
“Ástæðan fyrir því er til, en eg get ekki
látið uppi við yður, kæru fundarmenn, hver
hún er,’ ’sagði Jón, en sá strax að orð hans
höfðu slæm áhrif fyrir hans málstað hjá
fundarmönnum, og iðraðist að hafa sagt þetta.
“En svo er það ekki hr. Mason sem ber á-
byrðina á þessari kæru gegn mér. Maðurinn,
sem vill mig eyðilagðann, öllu öðru fremur, er
hinn háæruverðugi forsætisráðherra Gerald
Southwold.”
“Hr. Southwold hefir ekkert við þær kær-
ur að gera, sem á yður eru bornar,” sagði einn.
“En eg segi, með fullum skilning á þeirri
ábyrgð, sem eg hlýt að bera á orðum mínum,
að hr. Southwold er maðurinn, sem lagði á
ráðin við hr. Mason til að eyðileggja mig
stjórnmálalega,” sagði Jón einbeittur.
Talsverður ys gerðist nú meðal fundar-
manna, sem töluðu hver við annan með á-
kefð og undrun.
“Hafið þér sannanir fyrir því, hr. Strand?”
spurði Morrison ákafur.
“Engar — og eg sé engin ráð til að afla
þeirra,’ ’svaraði Jón. '“Sannanirnar eru í
höndum þeirra og engra annara það eg til
veit.”
Allann tímann, sem Jón talaði, fann hann
til þess með sjálfum sér hversu veikar hans
afsakanir hlytu að vera í eyruno fundarmanna.
Og hann sá líka að fylgjendur hans þar á
fundinum urðu fyrir stórum vonbrigðum. Hann
þóttist þess viss, að hann gæti snúið þeim til
meðaumkvunar með sér, með því að slá á til-
finriingar þeirra, en það var ekki hans vinnu
aðferð, svo hann gerði það ekki. Nú störðu
allra augu á hann og hann þóttist vita, að
nú væru þeir að dæma sig vægðarlaust — þeir,
sem nokkrum stundum áður höfðu litið upp
til hans og trúað á hann sem einskonar guð.
“Eg hefi það á meðvitundinni að þessar
ógöngur, sem eg virðist vera kominn út í,
muni ekki einungis snerta mig persónulega,
heldur og einnig það málefni, sem eg hefi
unnið fyrir. Hvað við kemur framtíðinni, þá
hlýt eg að afhenda sjálfann mig algerlega yður
í hendur. Mig vantar ekki með aumkvun yðar,
heldur æski þess, að þér gerið einungis það,
sem samvizkan biður yður að gera og sem þér
álítið réttast. Þér kusuð mig sem leiðtoga
yðar í þinginu. Eg hefi unnið hugsjónum
vorum alt það gagn, sem eg hefi haft vit á og
getað. Nú finst mér, sem þar hljóti að verða
breyting á í framtíðinni og um mig sem leið-
toga yðar verði ekki að ræða. Hlýt eg því að
róa einn á bát hér eftir og vera minn eigin
leiðtogi. Það er ef til vill heppilegast. Mér
mun ganga bezt að sannfæra sjálfan mig —
á sannleikanum um framkomu mína.”
Hann hætti augnablik og leit sínum
hvössu einbeittu augum fram til mannfjöldans.
Svo hélt hann áfram máli sínu í skýrum og
einbeittum róm sem lék eins og klukku hring-
ing um salin.
“En enginn má taka það svo, sem eg
ætti ekki að berjast fyrir mannorð mitt og
heiður minn, sannfærður í hjarta mínu um
það, að hafa ekki gert neitt rangt gagnvart
sjálfum mér né öðrum. Eg læt ekki hrekja
mig frá því, að vinna'hugsjónum mínum gagn
meðan eg er ekki sannfærður um að þær
hugsjónir séu iandi og lýð til ógagns. Nú
geri eg ráð fyrir, að þér viljið ræða þetta mál
yðar á milli í fjarveru minni, en eg ætla að
ganga af fundi.”
Að svo mæltu gekk hann út úr fundar
salnum þangað sem bíll hans beið. Hann
gekk hnakkakertur sem sannri hetju sæmir,
en fölur var hann í andlitið og ögn óstyrkur.
Innifyrir leið honum illa því hann vissi að
hann hafði tapað, — ekki með líðan þeirra
trausti þeirra og tiltrú. Þessir menn höfðu
verið vinir hans og dáendur og hann var
sannfærður um, að þeir mundu dæma hann
vægilega. En hann vissi að dómur þeirra hlyti
að falla móti sér. Og hann sá í huga sínum
hvernig honum mundi líða í höndum heims-
ins, eftir að vinir hans voru frá honum skildir
og trúðu honum ekki og treystu lengur.
Alt stolt hans var hrunið til moldar og
kjarkur hans var að fara sömu leið og hann
stóð eftir vonlaus og vinalaus. Er hann ók
eftir árbakkanum heimleiðis kom Joyce í
huga hans alt í einu, og'var þá sem hann
yngdist allur upp og fyltist aftur von og kjark.
Veikleikinn og vonleysið, sem hann hafði
fundið svo mikið til nokkrum augnablikum
fyr, var nú horfið, rétt eins og það hefði oltið
ofan fyrir bakkann ofan í ána. — Hann varð
að taka sér tíma til að hugsa í næði. — Eitt- ,
hvað varð hann að gera í þessu og það strax.
— Nú er Cobden líklegast kominn heim frá því
að tala við Southwold . En Jón hafði litla von
um að það samtal hefði haft mikla þýðing
fyrir sitt mál. Hann fann með sjálfum sér.
að Southwold gat ekkert gert til að lagfæra
þetta, nema með því eina móti að játa sjálfann
sig sekann um þáttöku og hlutdeild í samsær-
inu.
Ef hann bara hefði nú gengið að samn-
ingum við forsætisráðherrann, þá hefði hann
komist hjá öllum "þessum ó'þægindum. í stað
þess að vera nú í niðurlæging og útskúfaður
frá vinum sínum, væri hann eins líklega orð-
jnn ráðgjafi með óflekkað mannorð og bjarta
framtíð. Eftir alt saman, þá var nú mismun-
urinn á skoðunum þeirra, sem þá greindi á
um, svo nauða lítill og í sjálfru sér ekki svo
mikils varðandi — fyrir hvorugan þeirra.
Svo var Jón sokkinn niður í þessar hug-
leiðingar sínar, að hann vissi naumast þegar
hann var kominn alla leið heim til sín.
“Hverjar sem afleiðingarnar kunna að
verða, skal eg halda mér við það, sem sam-
vizka mín biður mér að sé rétt,” sagði hann
við sjálfann sig.
XXXV. Kapítuli.
York Cobden hafði verið all lasinn um
nokkurn tíma og morgun þann, sem Jón
hafði skýrt honum frá blaðagreinunum, og
sem getið er um í köflunum hér að framan,
þá var hann lasnari en hann hafði verið und-
an farna daga. Þrátt fyrir það, þá var hann
ákveðinn í að fara að heimsækja Southwold
og hafa tal af honum. Hann lagði því af
stað skömmu eftir að Jón skildist við hann.
Ekki af því að hann byggist við að geta haft
nein sérstök áhrif á forsætisráðherrann heldur
fyrir það, að honum fanst það skylda sín að
reyna.1 Þegar hann kom að húsi Southwolds,
mætti honum þjónn við dyrnar sem tók við
nafnspjaidi hans og fór með það inn til hús-
bónda síns. Cobden átti helst von á, að þjónn-
inn kæmi aftur með þau skilaboð að for-
sætisráðherrann vildi ekki sjá hann. En svo
fór þó ekki.
“Gerið svo vel að fylgja mér eftir,” sagði
þjónnin er hann kom til baka.
Gerald Southwold stóð á miðju gólfi í
stofunni þegar Cobden kom inn. Og þessir
tveir menn, sem eitt sinn höfðu verið góðir
vinir, hittust þarna í fyrsta skifti eftir mörg
ár sem þeir höfðu ekki talað orð saman.
“Ef til vill grunar þig af hverju eg er
hingað kominn?” byrjaði Cobden eftir að
hafa kastað kveðju að honum kuldalega. Rödd
hans var skýr, en ögn óstyrk.
“Nei, ekki veit eg það en eg tel mér
stór heiður sýndann með heimsókn yðar,”
svaraði Southwold kaidhæðnislegur á svipinn.
“Má vera að svo sé, en orsökin til þessar-
ar heimsóknar verður yður aldrei til heiðurs
né sóma Southwold. Eg hefi alla jafna álitið
að þegar þ?r frömduð þann glæp, fyrir mörg-
um árum síðan, sem varð til þessð að eyði-
leggja líf mitt algerlega, þá munduð þér láta
þar staðar numið með óþokkabrögð yðar í
minn garð. En eðli yðar hefir orðið að fá
framrás í annað sinn og------”
“Eg veit ekkert hvað þér eruð að tala
um. — Eg skil yður ekki,” tók Southwold
fram í fyrir Cobden.
“Nú hafið þér, af ásettu ráði, gert tilraun
til að eyðileggja framtíð Jóns tSrand.”
“Eg mótmæli því. Jón Strand hefir eyði-
lagt sig sjálfur. Eg á engan þátt þar í.
Þessir tveir menn stóðu nú þarna og
störðu hver á annan eins og þeir væru að lesa
hvors annars hugsanir. Þó Cobden hefði búist
við því, þá lézt Southwold ekki undan augna-
ráði hans. Nú var fyrir hann að bera sig vel
og neita að hann vissi nokkuð um það sam-
særi sem talað var um að gert hafði verið mót
Jóni. Til þess, að geta það, varð hann auð-
vitað að segja ósatt, en það varð ekki hjá því
komist.
“Mér líður mjög illa út af því að þetta
skildi koma fyrir. hr. Cobden. Eg veit hversu
mikið þér hafið gert fyrir þennan mann. Þér
tókuð hann upp úr saurrennunni, settuð hanit,
til menta og gerðuð úr honum mann. En þér
athuguð það ekki að eðli hans hlyti að brjótast
fram í honum fyr eður síðar.”
“Hættið! Þér vitið ekkert hvað þér eruð
að segjá,” sagði Cobden æstur.
“1 sannleika hefir mér alla jafna fallið vel
við Strand. Eg reyndi alt sem eg gat til þess
að hjálpa honum á stjórnmála sviðinu. En
maðurinn er ómögulegur maður — það er ó-
mögulegt að láta hann skilja hvað honum er
fyrir beztu. Hann er heillaður af allskonar
sérkennilegum skoðunum og hugmyndum. Og
svo kom hans stóra feil þegar hann gerðist fé-
lagi Masons. Maður getur skilið að hann
hafi verið í þörf fyrir peninga og séð að það
var gott tækifæri fyrir sig að fá þá með sam-
vinnu við miljóna eiganda —en -------”
“Southwold! Eg veit um samsæri yðar og
Masons móti Jóni Strand. Hvor yðar fyrir sig,
hafði sína eigin ástæðu og báðum fanst hann
þurfa að ná haldi á Jóni til að kúga hann til
hlýðni við^sig. Þetta er hinn eini sanni þráður
í málinu og honum er yður gagnlaust að mót-
mæla. Nú hefi eg komið til yður, að biðja
yður að sýna Jóni Strand réttlæti. Eg er ekki
að fara fram á við yður neina ölmunsugjöf til
hans, því hver og einn á heimting á að hon-
um sé sýnt réLtlæti. Mér finst einnig, sem
þér skuldið mér eitthvað síðan þér tóku Mir-
ian frá mér og með því eyðilögðuð framtíð
mína. — Eins og líf mitt var þá helgað henni
ein.s er það nú helgað Jóni Strand. Eg ann
Jóni af öllu mínu hjarta. — Og þér getið gert
yður hugmynd um hvað heitt eg ann honum,
að eg skuli, hans vegna, geta komið á yðar
fund og litið yður eftir það, sem á undan er
gengið. Allan þann tíma sem liðinn er síðan
þér stáluð Mirian frá mér og gerðust síðar
banamaður hennar með framkomu yðar við
hana, hefi eg af öllu mínu hjarta þráð, að
mér mætti endast aldur til, að geta látið yður
líða á sál og líkama jafn mikið og hún varð
að líða af yðar völdum.. Og eg skal játa, að
eg hefi alið Jón upp, að svo miklu leyti seni eg
hefi getað, þannig, að hann mætti verða á-
hald til þess, að hefna mín á yður ef mér ent-
ist ekki aldur til að gera það sjálfur. En þrátt
fyrir alt sem á undan er gengið, þá er eg vilj-
ugur til að gleyma því ef þér nú bjargið
drengnum mínum. Það er á yðar valdi að gera
það. Yfirlýsing frá yður þess efnis, að þér
hafið rannsakað málið og komist að þeim
sannleika að Jón sé sýkn saka, mundi nægja
til þess, að eyða þeim orðróm sem nú gengur
yfir landið. Jón hefir sagt skilið við Mason
og bendir það til þess, að hann hafi ekkert
verið við málið riðinn og vilji enga ábyrgð á
því bera.
Meðan Cobden talaði hafð ihann ekki aug-
un af Southwold. Hann vantaði að sjá hvaða
áhrif orð hans hefðu. En er hann hafði lokiðF
máli sínu sá hann að það mundi ekki hafa
neinn árangur.
“Eg get ekki gert neitt,” sagði Southwold.
Cobden kiptist vi ðer hann heyrði hið
kuldalega svar.
“Þá takið þér út yðar hegningu fyTir
glæpi yðar hjá guði. Hann er réttlátur. Hann
lætur engan samvizkulausan stórglæpamann
sleppa án |)ess, að taka út hegningu fyrir gerð-
ir sínar. Það er nú tími tilkominn að þér fáið
að vita allann sannleikann, Jón Strand er---”
Hann komst ekki lengra með setninguna.
Riðaði á fótunum og lá við að falla á gólfið en
náði að styðja sig við stólbak er hann náði til.
Southwold flýtti sér til hans og tók utan um
hann, lét hann svo hægt síga niður á gólfið.
Hann losaði svo fötin frá hálsi hans og mitti.
Svo hljóp hann út úr stofuni éftir hjálp, sem
kom strax og rétt á eftir kom læknirinn, sem
svo skoðaði Cobden nákvæmlega. Er læknir-
inn hafði lokið sínum athugunum stóð hann
upp. Hann velti til höfðinu ráðaleysislega og
svipur hans varð alvarlegur.
“Það er hjartað,” sagði læknirinn svo.
“Hann verður að fá algerða hvíld og gott
næði.”
“Haldið þér, læknir, að hann deyji?”
spurði Southwold af svo djúpri og einlægri
hluttekning, að læknirinn varð alveg hissa.
“Ekki nauðsynlega — ef hann fær tafar-
laust ró og næði og passað er að hann komist
ekki í geðshræringar — nú þarf að koma
honum í rúm strax,” sagði læknirinn í skip-
, andi róm.
“Væri óhætt að flytja hann héðan? Hér
eru engin þægindi fyrir sjúklinga. Það væri
ekki hægt að veita honum þá hjúkrun, sem
hann að sjálfsögðu þarfnast með.”
“Já, með gætni má flytja hann stutta
leið,” svaraði læknirinn.
Þegar Cobden svo fékk meðvitundina aft-
ur, sá hann að Joyce beigði sig yfir hann f
rúminu. Hann sá að hún hafði grátið.
“Southwold, mig vantar að segja hon-
um-----” sagði hann svo lágt að naumast
heyrðist.
“Þú mátt ekki tala frændi,” sagði Joyce.
“Læknirinn hefir svo fyrirskipað.”
Rétt í þessu kom læknirinn og með hon-
um hjúkrunarkona, sem strax tók til að annast
um gamla Cobden.
“Hr. Cobden,” sagði læknirinn. “Það er
fremur öllu áríðandi að þér séuð rólegir ogj*
komist ekki í geðshræring.”
“Eg óska eftir að fá að tala við hr. South-
1 wold,” sagði Cobden af veikum mætti en þó
; ákveðinn.
“Hann er ekki hér. Hann var rétt nú að
síma og spyrja hvernig yður liði.
“Já eg veit það, að hann óskaði þess heit-
ast að eg dæi. En eg mun nú lifa þetta af,”
sagði Cobden og lagði augun aftur eins og
hann langaði nú til að sofna.
Meðan þessu fór fram á heimili Cobdens,
sat Gerald Southwold einn í lestrarstofu sinni
að tala við læknirinn yfir símann. Heimsókn
Cobdens hafði haft mikil og slæm áhrif á
hann. Það höfðu vaknað hjá honum endur-
minningar liðins tíma sem hann hafðí alla
jafna verið að berjast við að gleyma. Sam-
vizka hans hafði smám saman verið að
angra hann, en nú hafði hann ekki nokkurn
frið fyrir henni.
Þó hann á stundum viðurkendi með sjálf-
um sér að það væru þræla brögð, sem hann
beitti á Strand, þá tókst honum jafnan að
réttlæta þær gerðir sínar, fyrir sjálfum sér,
með því, að það væri óhjákvæmilegt fyrir hann
til að bjarga stjórninni frá falli. En þar var
hánn höfuðíð af. Það hafði einu sinni komist
sú hugmynd inn í höfuðið á honum og sat
þar föst síðan, að enginn maður væri honum
jafn fær til að ráða velferð heillrar þjóðar.
Hann hafði þvf helgað líf sitt alt stjórnmálum
og samkvæmt sinni betri vitund, hafði hann
meðhöndlað þau mál frá byrjun starfsemi
sinnar, og máttí segja, að í mörgum tilfellum
hafi landið haft frekar hag en óhag af af-
skiftum hans af almennum málum. Þó hitt
næði náttúrlega engri átt, að hann væri sá
eini í landinu fær um að hafa stjörnartaumana
í hendi. Hann elskaði landið það var á-
reiðanlegt og það viðurkendu allir. En gár-
ungarnir sögðu að það væri af því, að öllum
mönnum væri meðskapað að elska eitthvað f
lífinu, en Southwold hafði aldrei haft neitt
annað að elska en sjálfann sig og landið.