Heimskringla


Heimskringla - 19.07.1933, Qupperneq 5

Heimskringla - 19.07.1933, Qupperneq 5
WINNIPEG, 19. JÚLÍ 1933 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA. þess að verða ekki of langorðw skal eg nú benda á það sem eg hefi aðallega í huga í þessu sambandi. Séra Ragnar Kvaran, og þeg- ar eg tala um hann þá gleymi eg ekki heldur frú Þórunni, Þó hann hafi verið forseti hins Sameinaða Kirkjufélags síðan það var tsofnað, þá er hann alls ekki ftokksmaður í venju- legum skilningi. Hann er einn af þeim mönnum, og það er sem betur’ fer margir aðrir á víð og dreif um jörðina, sem bæði vill og getur rannsakað hlut- ina. Hann er óháður öllum til- búnum tengslum. Hefir óbil- andi traust á sigur hins góða í öllum mönnum. Mál hans er hreint, óþvingað, sannfærandi og fult af góðvild. Það er þrungið af alvarlegum rök- um sem eru bygð á forsendum er stefna beint að vissu tak- marki. Og takmarkið er að ná meiri og meiri skilningi á þeim viðfangsefnum mannsandans sem leiðir menn út úr nesinu og inn í fegurri heimkynni. Þannig hefir hann varið sínum tíma hér í okkar fámenna hópi um mörg undan farin ár. Og um leið og hann hefir verið að kenna okkur hefir hann kent allri íslenzku þjóðinni. Hann hefir ausið óspart nægtabrunn sinna göfugu hugsana inn í okkar íslenzka þjóðlíf bæði í ræðu og riti austan hafs og vestan. Af góðum og gildum ástæðum munu V.-íslendingar sakna þessara hjóna. Hæfileikum þeirra beggja er þann veg farið að þau hafa áunnið sér hylli og virðing allra sem þekkja þau og það eru margir nú orðið sem hafa kynst þeim síðan þau komu fyrst til þessa lands. Rödd séra K. á eftir að hljóma í eyrum manna um mörg ókomin ár. Eins munu hæfileikar þeirra beggja á leiksviði seint fyrnast hjá þeim sem hafa orðið þess aðnjótandi að vera áhorfendur. Svona er hægt að telja upp lengi ef tími væri til. En eg læt mér nægja að benda á í þessu sambandi að viðleitni sú sem þau hafa sýnt í því að styrkja og efla á alla lund mestu og dýrmætustu áhugamál V.-íslendinga í heild sinni ,verða aldrei metin því gildi sem hún hefir í rafin og sannleika. En þau eiga þann góða orðstír hvert sem þau fara. Að leita heim til ættjarð- arinnar aftur er í sjál^u sér gott og göfugt og í samræmi við alt þeirra æfistarf hér í þessari álfu. Og ekki mun eg telja neinn góðan íslending frá þeirri hugmynd að fara heim. Eftir alt er ísland í huga fjölda þeirra manna sem búnir eru að dvelja og gerast borgarar hér, fegursta j landið á jörðunni og við finnum ! nákvæmustu samhljómana í því j sem íslenzka þjóðin framleiðir: í heimi bókmentanna; sam-, hljóma við okkar eigin hugsan- i ir, bergmál okkar eigin sálar, j á okkar ástkæra ylhýra máli, sem er allri rödd fegra. Fyrir alt þetta og alla góða aðstoð séra K. og frú Þ. þökk- um við honum og þeim hjónum báðum. Við óskum þeim vel- farnaðar og heillar heimkomu og að framtíð þeirra megi verða ánægjurík á ættjörðinni. SIGURÐUR SKAGFIELD og Ragnar H. Ragnar Aldrei fór það svo að við Dakotabúar fengjum ekki að sjá þá og heyra, þeir komu hér suður 10. júlí og hr. Skagfield söng 3 kvöld í röð, Mountain, Garðar og Cavalier, við ágæta aðsókn, þrátt fyrir mikið ann- ríki hjá okkur sveitafólkinu að minsta kosti. Það er hvortveggja að orð- stír Sigurðar, sem söngmanns hefir borist víða, enda hygg eg að fólk yfirleitt hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum, ef að dæma má hrifningu tilheyrenda eftir lófaklappinu, hér er líka um ó- venjulega rnifcla sönghæfileika að ræða. Sigurður hefir að- dáanlega sterka og mikla, og á sama tíma mjúka rödd, í einu orði tárhreina hljómskæru tenór rödd, sýndist það ksma æ bet- ur í ljós eftir því sem á söng- skrána leið t. d. í laginu When Celia Sings. Eg veit að ensk og þýsk lög eru mjög falleg og hafa mikið gildi 'sem slík — en þó hljónauðu íslenzku lögin og vísurnar betur í mínum eyrum, (enda dæmi eg ekki fyrir aðra). Það yrkir engin þjóð eins og íslendingar, vil eg rétt sem sýn- ishorn benda á vísurnar Kirkju- hvoll eftir Guðm. Guðmundsson, þetta látlausa gullfallega kvæði um Álfana, sem hún amma hans sagði honum frá, þegar hann var lítill drengur, tekið úr þessari gömlu þjóðtrú að það væri ógæfumerki ef gert væri á hluta þeirra eða truflaðir á einn eða annan hátt, og svo þessi einlæga og fölskvalausa trú á það að, hún gamla amma segði barnabörnum sínum aldrei ósatt. Fyrstu vísurnar í kvæð- inu (en þær eru 9 alls) eru svona: Hún Amma mín, það sagði mér um sólarlags bil Á sunnudögum gakk þú ei kirkjuhvols til Þú mátt ei trufla aftansöng Álfanna þar Þeir eiga kirkju í hVolnum er barn er eg var í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin. Hún trúði þessu hún Amma mín eg efaði’ ei það og alt það væri rétt, er hún sagði um þann stað Eg leit því jafnan hvolsins, með lotningu til og lék mér þar ei nærri um sólarlags bil eg þóttist heyra samhljóminn klukknanna á kvöldin. Það er til íslenzkur talshátt- ur, sem segir að það megi heyra saumnál detta, sem táknar það, ^ð svo sé mikil þögn og kyrð, að jafn vel þó saumnál dytti þá heyrðist það. Slík var hún þögnin hjá tilheyrendum Sig- urðar í samkomuhúsinu á Mountain mánudagskvöldtð 10. júlí, þegar hann söng Kirkju- hvol eftir séra Bjarna Þorsteins- son, menn hlustuðu hugfángnir á þessa töfrandi tóna, eða þá lagið Erla eftir náfrænda hans Pétur Sigurðssön þetta einkenni lega pndurfagra lag með háu tónunum og hvíslandi mýkt lægstu tónanna. Að öðru leyti ætla eg ékki að skrifa um söng Mr. Skagfields eða lögin sem á söngskránni voru, það geta aðrir mér færari, og hafa þegar gert, en trú mín er sú ^ð hann verði frægur maður fyrir sína fágætu söng- rödd, auk þess, sem hann er hið mesta glæsimenni og prúð- ur á söngpallinum. Ragnar H. Ragnar aðstoðaði við hljóðfærið, er hann löngu orðinn þektur meðal ísl. og víðar, sem snillingur á pianó, og í viðkynningu hið mesta prúð- menni. Já þeir voru tryltir þessir “svartklæddu Gentlemen” eins og K. N. mun hafa sett í vís- ur um þá, og sem að sjálf- sögðu birtast í blöðunum — því Sigurður varð að endurtaka mörg lögin, og auk þess mörg önnur sem ekki voru á söng- skrá. Með þeim félögum að norð- an var Mr. Sam Samson, sem margir íslendinga hér -kannast við. Bestu þökk fyrir komuna hingað suður og kvöldstundirn- ar, sem við vorum með ykkur, þið fluttuð með komu ykkar birtu og yl sem öllum er nutu mun verða minnisstæð. A. M. A. APARNIR Á GÍBRALTAR Þegar Englendingar lögðu Gibraltar undir sig 1704 var þar fult af öpum. Þjóðtrúin sagði að þeir væri þangað komnir frá Afríku, hefði farið eftir neðan- jarðargöngum, sem menn trúa enn að sé undrr sundið. Um þetta leyti kom upp s\' þjóðtrú að yfirráðum Breta á Gibraltar mundí lokið þegar ap- arnir væri aldauða. Öpunum hefir fækkað ört ár frá ári og fyrir fáum árum voru þar ekki eftir nema nokkrar gamlar apynjur. Yfirforinginn á Gibraltar fór þá að hugsa um spádóminn og leist ekki á blikuna. Hann tók þá það til bragðs að láta sækja ungan karlapa til Marokko. En apynjurnar urðu svo reiðar þeg- ar hann kom, að þær drápu hann. Aftur var sent til Marokko og nú voru sótt þangað tvenn apá- hjón. Árið eftir eignuðust þau bæði afkvæmi, og þar með var málinu borgið, og setuliðið í Gibraltar hélt fagnaðarveizlu. Nú eru 10 apar á Gibraltar. Þeir eru skráðir á herlista setu- liðsins, og í fjárhagsáætlun víg- isins er þeim ætluð sérstök upp- hæð. Sérstakur liðsforingi hef- ir það starf að gæta þeirra. að launa nema þakklæti, en guð mun launa þeim ríkulega. Síðaa tók Gandhi gla§ með sítrónusafa og bar það gæti- lega að vörum sér. Drykkinn hafði stéttleysingi blandað og því hefði enginn Hindiii fengist til þess að snerta glasið. —Lesb. Mbl. BÁLSTOFA f REYKJAVÍK Á síðasta bæjarstjórnarfundi skýrði borgarstjóri, Jón Þorláks sön, frá því hvernig bálstofu- málinu væri komið. Hafði Ág. Jósefsson bæjarfulltrúi gert um það fyrirspurn til borgarstjóra. Borgarstjóri sagði m, a.: Fyrir síðasH. áramót hafði bálstofunefnd saraið um það við einn af húsameisturum bæjar- ins að hann gerði uppdrátt af bálstofu og kostnaðaráætlun. Átti bálstofan að vera í sam- bandi við greftrunarkapellu og standa vestast í kirkjugarðinum gamla, við Ljósvallagötu. Samkv, áætlun þeirri er fyrir lá, átti byggingin að kosta 200 —300 þúsund krónur. Allur var undirbúningur máls- ins þannig, að borgarstjóri taldi, að fitja þyrfti upp á málinu að nýju, til þess að fengin yrði lausn, sem menn alment gætu Hann heitir D. A. Smith og eríunað við. kapteinn, en hinn opinberi tit-1 Kynti ’hann Sér síðan það iH hans er Officer in Charge nýjasta sem gert hefir verið á of Apes . Þrátt fyrir það þótt þvi' Sviði í nágrannalöndunum, aparnir geri talsvert tjón er það 10g komst að raun um, að hent- harðlega bannað að gera nokk-|Ug myndi sú gerð bálstofu, sem uð á hluta þeirra, og liggur við i notuð hefir verið á nýrri bál- þung refsing ef út af er brugð- ið. — Lesb. Mbl. FASTA GANDHIS Mánudaginn 29. maí lauk hinni þriggja vikna föstu, sem Gandhi tók á sig vegna stétt- leysingjanna, hinna útskúfuðu meðal indversku þjóðarinnar. í tilefni af þessu fluttu blöðin í London löng skeyti um Gandhi og föstuna. í stuttu máli segist. þeim svo frá: í þrjár vikur hafði Gandhi ekki nærst á neinu nema blávatni. Þegar hann hóf föstuna 8. maí vóg hann 49^ kg., en nú vegur hann aðeins 40 kg. og hefir þvf lést um 19 pund. Hann fastaði í höll hinnar forríku Lady Thackersees. Lá liann þar á börum með línlak yfir sér. Fimm eða 6 lðeknar 1 komu til hans daglega og und- rast þeir mjög hvað lífsvilji hans var sterkur, og altaf var hann í góðu skapi. Þegar að þeirri stundu kom að Gandhi skyldi nærast aftur. höfðu þúsundir manna safnast saman í marmarasal hallar- Thackersees, Hindúar, Múham- edstrúarmenn og hvítir menn. En það voru ekki nema einka- vinir Gandhis, 100 menn og 50 konur, sem fengu að koma inn í höllina og sjá er hann bryti föstuna. Þetta fólk safnaðist saman í marmarasala hallar- innar. í næsta herbergi lá Gandlii hreyfingarlaus, með votan dúk um ennið. Glerhurð var á milli svo að allir gátu séð hann. Svo var bekkurinn með Gan- dhi borinn gætilega fram í mar- marasalinn. Múhamedsmaður las upp kafla úr Kóraninum, nokkurir kristnir vinir Gandhis sungu sálm og Gyðingur nokk- ur las upp dánarljóð á hebresku. Síðan las Mahadev Desai, skrif- ari Gandhis upp kvæði, sem skáldið Rabindranath Tagore hafði ort fyrir þetta tækifæri. Síðan lásu allir uppáhaldsbæn Gandhis og á meðan reisti Des- ai hann upp á börunum. Þá tók Gandhi til máls: — 1 guðs nafni byrjaði eg þessa föstu og í guðs nafni lýk eg henni. Trú mín hefir ekki bifast og eg lofa Guð. Eg gleymi ekki læknunum og vinum mín- um; öll vinátta þeirra er hluti af guðs miskunn; eg hefi engu stofu í Slagelse á Sjálandi. Hentug lóð fyrir slíka byggingu mynd vera í þríhyrnunni sem myndast milli Skothúsvegar og Hringbrautar sunnan við kirkju- garðinn. Til þess að koma bálstofu upp hér, hefir verið gert ráð fyrir, að leita fyrir sér með byggingarlán hjá Líkbrenslufé- laginu í Danmörku. Hefir borg- arstjóri spurst fyrir um það hjá formanni félagsins, hvort fé- lagið myndi sjá sér fært að verða við þeirri ósk bæjarstjórn- ar, að veita fé til þessa. Vildi borgarstjóri ekki að bæjarstjórn sendi um það beiðni, fyrir en hann vissi um, hvaða málalok sú umsögn fengi. Hann hefir síðan fengið þau orð frá formanni Líkbrenslufé- lagsins, að nægilegur meiri hluti félagsstjórninni hefði ekki fengist fyrir lánveitingu. — Mbl. Sigurdsson, Thorvaldson Co. Ltd. General Merohants THREE STAR IMPERIAL GASOLINE DISTILLATE—MOBILE OILS MARVELUBE and POLARINE RIVERTON Phone 1 ARBORG Phone 1 MANITOBA HNAUSA Phone 51-14 GRASVÖXTUR Grasvöxtur er nú sagður svo mikill víða um land, að menn þykjast varla muna betri sprettu horfur á þessum tíma. Gildir þetta jafnt um tún og úthaga. Tíðin hefir verið einmuna góð og vorið hrakviðralaust. Norður í Húnavatnssýslu segja bændur, að þeir muni ekki eftir slíku vori, sem þessu. Síðastliðinn föstudag brá til norðanáttar og gerði slæmt hret um kveldið. Hélst það næstu nótt og laugardag allan til kvelds, en á sunnudag var veðr- inu tekið að slota. Sögðu Húnvetningar, að þetta væri fyrsta hretið á vorinu” og þótti myndarlega úti látið. Á föstudag og laugardag var dimmviðri mikið fyrir norðan land, stormur nístingskaldur og úrkoma. Sást lítt til fjalla, en þess sem í þau sást, var hvítt niður undir bygð. — Á Holta- vörðuheiði hafði snjóað til muna og voru dílar af nýjum snjó meðfram veginum eftir hádegi á laugardag. Hafði þar auð- sjáanlega verið alhvítt um morguninn. Vegabótamenn, sem voru að verki þarna uppi á heiðinni, gátu með naumindum haldið á sér hita við vinnuna og keptust þeir þó við sem mest þeir máttu. Fátt sauðfjár var runnið til heiðar, en þó voru nokkurar lambær komnar suður undir sæluhús. Voru þær rólegar þar í heiðardrögunum á föstudags- kveldið, en á laugardag munu flestar hafa leitað norður af og heim til sín. Voru sumar auð- sjáanlega á hraðri ferð. Tvær ær fallegar, sýnilega mjög vel fóðraðar, báðar tvílembar, fóru | svo hratt, að því var líkast, sem hundur væri á hælum þeirra. I Óvíða eða jafnvel hvergi norð- i an heiðar mun hafa verið búið i að rýja fé, þegar hretið skall j yfir, en sumt var gengið úr reifinu að meira eða minna leyti. Fallegt var engið í Þinginu yfir að líta — iðjagrænt og auð- sjáanlega talsvert sprottið nú þegar. Þar verður graslagður í sumar, þegar fullsprottið er, ef að líkum lætur. Bændur töldu ekki hættu á því, að hret? ið mundi kippa til muna úr grasvexti, ef það stæði ekki því lengur. Grasið væri orðið svo mikið, að lítil hætta væri á aft- urkipp úr þessu. Húnvetningar hafa löngum verið taldir hestamenn og mörg- um bóndanum hefir þótt vænt um reiðhestinn sinn eða reið- hestana. Sá, sem línur þessar ritar, vissi til þess, að einn bóndinn var svo hugulsamur við reiðhestana sína, að hann lét þá í hús á föstudagskveldið. Það var fallega gert og sýnir hugsunarsemi hins nærgætna hestamanns. Hvergi var slá.ttur byrjaður norðan Holtavörðuheiðar, að því er séð varð frá þjóðveginum. En í Borgarfirði voru menn á stöku stað farnir að bera ljá í gras. Munu þeir hafa byrjað á laugardaginn (17. júní). Er það gamall og góður siður víða um land, að “bera niður” á laugardegi. — Mun það óvenju- legt eða jafnvel eins dæmi, að sláttur byrji um miðjan júní- mánuð. — Á einum stað var búið að slá væna skák í túninu og hirða töðuna í garð. -Vísir, 21. júní. Æðeoeooscoðocoðscoseosccc'j O EFTIRSÓKNARVERÐASTI ö viðskiftamönnum Reynið það og sannfærist CRESCENT | Creamery Co. Lld. | SÍMI 37 101 S Uooooooosoecocoocccoecccco 19. JÚNf Frh. frá 1. bls. Þótt landsspítalinn sé nú upp kominn, er enn ýmislegt sem vantar. Landsspítalasjóður ís- lands ræður enn yfir nokkru fé, sem hann mun — ef til vill bráðlega — ráðstafa, til þess að bæta úr einum mjög tilfinnan- legum skorti við spítalann. Síð- astliðið ár hefir ekki annað ver- ið gert af hendi sjóðsins til fjár- öflunar, en að merki hafa verið' seld. Þetta verður einnig gert að þessu sinni. Þar sem ekki er mælst til annara fjárfram- lega af neinum, en andvirðis eins lítils merkis, ætti að mega ganga að því vísu, að svo lít- inn stuðning væri öllum ljúft að veita þessu góða málefni. Og “margt smátt gerir eitt stórt.” , Þá er enn eins að minnast í sambandi við daginn. Er það samkoma sú, sem konur halda þá um kvöldið, svo sem þegar hefir verið auglýst. Má gera ráð fyri að hún verði svo vel sótt, að húsfyllir verði. Því það ætti að vera hverri konu bæði skemt un og örfun, að hittast til þess að’ minnast þess að nú eru þær frjálsar í landi sínu. — Mbl. LESIÐ, KAUPIÐ OG BORGIÐ HEIMSKRINGLU WHITE SEAL BJÓR PHONE2OM70 HRESSANDI . . KÆLANDl Tilbúinn af sérfræðing- um, úr malti og humli, sem flutt er til þessa lands. Kaupið bjórinn í kjöggum fyrir heimili yðar eða klúbb. Er einn- ig seldur í flöskum. Kiewel’s White Seal bjór fæst í klúbbum, bjórstofum og búðum, sem selja fyrir borgun út í hönd. Ef ætlast er til að hann sé fluttur heim, skrifið eða símið ölgerðarhúsinu. PAT QUINN, ráðsmaður. KIEWEL BREWING CO.LTD. O ST. BONIFACE Þessi auglýsing er ekki útgefin að fyrirmælum vínsölunefndar ptjórnarinnar. Nefndin ber ekki ábyrgð á því, sem hér er sagt um gæði þeirrar vöru, sem hér er auglýst.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.