Heimskringla - 19.07.1933, Síða 6

Heimskringla - 19.07.1933, Síða 6
6. SIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. JÚLI 193S JÓN strand Saga eftir PAUL TRENT. Þýdd af G. P. MAGNOSSON. Samvizka hans hafði leikið hann hart þann tíma sem hann var að brugga vélræði sín gegn Jóni Strand og um tíma fanst hon- um sem hann ætlaði að bíða ósigur fyrir henni. En þau höfðu svo oft elt grátt silfur að hann var farinn að þekkja tökin á henni, svo ef orustan stóð lengi, fór það alla jafna þannig að samvizka hans varð undir í viðureigninni. I þessu tilfelli beitti hann þeim brögðum á samviku sína, að það væri heppi- legra að einn maður liði við það, að honum væri rutt burt af stjórnmálasviðinu, en alt landið liði við það, að hann væri þar með sínar skoðanir, sem væru svo hættulegar. En þrátt fyrir alt líkaði honum Jón og það var þess vegna, að honum var svo órótt innan brjósts, samt ekki nógu órótt til þess að koma honum ofan af fyrirætlan sinni. Er hann sat þarna einn sokkinn niður í endurminningar og hugleiðingar af ýmsu tæi kom Cora inn í stofuna. Hún var með í hendinni dagblaðið, sem fluttu fregnina um árásina á Jón Strand. “Hefir þú lesið þetta?” spurði hún. “Já,” svaraði hann dauflega. “Þetta er ekki sannleikur. — Jón Strand er ekki sá maður sem mundi gera sig sekann í neinu þessu likt.” “Þó virðist alt benda til þess. Sannanirnar eru mót honum,” hreytti hann út úr sér kulda og kæruleysislega. “Mér er sama um það. Eg veit hann er saklaust. Hvað hugsar þú þér að gera?” “Ekkert.” Hún einblindi á frænda sinn, en hann leit undan. “Eg er sannfærð um að þú átt hér ein- hvern hlut að máli — þú og Mason. Eg sé það á svip þínum.” “Þú ert að fara með vitleysu,’ ’svaraði hann reiðilegur. “Það virðist naumast hugsanlegt að þú hefðir getað gert þig sekan um slíkt níðings verk. En þó er mín skoðun óbreytt — eg hefi þig grunaðan. Vilt þú gefa mér hönd þína upp á það, að þú eigir engan þátt í þessu?” sagði Cora og rétti fram hönd sína til hans. “Eg get það ekki vel, þar sem allir pappír- ar í þessu sambandi haf£^ verið lagðir fyrir mig og--------” “Og þú fyrirskipaðir svo að þannig. skildi meðhöndla málið,” tók hún fram í fyrir honum. “Segjum að svo hefði verið — hvað þá? Þú hefir enga ástæðu til að ráðast á mig frekar en þú hefir ástæðu til að elska Jón. Honum hefir ekki farist svo vel við þig. En svo er þetta mál þess eðlis að eg get ekki rætt það neitt frekar við þig.” Það brann heiftar eldur í augum hennar svo honum hnikti við að horfa í þau. “Auðvitað þykist eg vita að þú sjáir þig um hönd og látir þetta ekki fara lengra,” sagði hún einbeitt og hörkulega. “Eg neita að ræða þetta við þig. Eg er vant við kominn og hefi því engann tíma til þess að þrifa um þessa vitleysu við þig, neitt frekar.” “Frændi, þú veist að mér hefir alla jafna þótt vænt um þig. Eg hefi frá því fyrsta að eg man eftir mér, dáðst að þér, aldrei trúað, að þú gerðir neitt það, sem er rangt, en þetta athæfi þitt er hræðilegasti glæpur. Eg þoli ekki að vita til þess, að sá maður, sem eg elska, sé eyðilagður með svikum og undirferli ættingja minna, án þess að eg geri tilraun til að bjarga honum. — Því eg elska hann,” bætti hún svo við með áherzlu. “Þú ættir að vera nógu stolt til þess, að geyma þaér tilfinningar þínar hjá sjálfri þér. En eftir á að hyggja. Við vorum röng í skoðunum okkar þegar við héldum að Jón elskaði Sylvíu. Hann hefir neitað að giftast henni þrátt fyrir allar hótaiiir hr. Masons.” Það birti yfir svip hennar er hún svaraði. “Það fær hann enginn maður ofan af því sem hann ætlar sér, með hótunum. Hann er of mikill maður til þess, og það hefðir þú átt að vita — og hr. Mason einnig.” Og er hún sagði þetta lifnaði svolítill von- ar neisti í hjarta hennar um það, að ekki væri óhugsandi, að henni tækist ennþá að vinna hann og ást hans. Nú fanst henni einmitt að tími væri fyrir sig að fara til hans og láta hann skilja að hún trúði engum þessum sög- um um hann og hún bæri fult traust til hans. Það var heldur ekki nein uppgerð, hún treysti honum fyllilega — og sögurnar voru ekki sannar. “Er engin leið til að bjarga honum,” spurði hún svo. “Jóni hefir verið gefið alt það tækifæri, sem hægt er að gefa nokkrum manni. Hann hefir hafnað þeim öllum. Nú hefir hann sjálf- wm sér um að kenna, en engum öðrum, hvern- ig komið er fyrir honum. Eg jafnvel fór svo langt, að eg sagði honum að þú hefðir upphafið trúlofun þína og Sylvesters og ef hann væri sanngjarn við sjálfann sig — þá gæti skeð að-----” “Sagðirðu honum það?” spurði hún af mikilli geðshræring. “Hafðir þú ekkert tillit til sjálfsvirðingar minnar?” Southwold van- orðinn uppgefinn að þrefa þetta við hana, og bað hana því að gefa sér nú næði til að klára ýmisleg störf er hann þyrfti að ljúka við. Cora vissi með sjálfri sér, að frændi hennar sagði henni ósatt um það, að hann þyrfti að afljúka við ýms störf, en hún vissi líka að hann vantaði að losna við sam- ræður hennar að þessu sinni, svp hún fór út úr stofunni. Fyrst fór hún til Sylvíu en stóð þar ekkert við; hélt síðan heim til sín. Hún fór upp í herbergi sín, en kom samstundis aft- ur og hélt af Stað að heimsækja Strand. Philip kom til dyra og sagði henni, að Strand væri inn í herbergi hjá hr. Cobden, §em væri ærið mikið veikur. Er þaú voru að tala sam- an niður í ganginum, heyrðu þau að hurð var opnuð og látin aftur uppi á loftinu. Jón kom ofan stigann. Hann var daufur og þreytulegu á svipinn. “Má eg fá að tala við yður nokkur augna- blik, hr. Strand? Mér þykir fyrir að heyra um veikindi hr. Cobdens,” sagði hún og reyndi að leyna geðshræring sinni. Hann benti henni að koma með sér inn í setustofuna. Þar sá hún á borðinu blaðið með hinni áður áminstu grein. “Eg hefi lesið þessar svívirðilegu árásir á yður en eg veit að þér eruð ekki sekir um neitt af því, sem á yður er borið þar.” “Þakka yður fyrir,” sagði hann og rödd hans titraði ögn. “Mér fanst eg mega til með að koma til yðar. Ó, Jón! Mér líður svo illa út af þessu öllu. Eg óska bara að eg gæti orðið yður að einhverju liði.” Hún varð svo blíð og huggandi; svo kær- leiksrík. Og nú hugsaði hún aðeins um hans líðan en ekki um það, hvað hún þó þráði mikið að hann sýndi sér blíðu og ástar atlot. “Hvað kemur til þess, að þér ein álítið mig sýknan af þeim kærum, sem á mig eru bornar þarna í blaðinu? Almennigs álitið virðist þó vera hinn veginn og sannanirnar frekar móti mér.” ' “Mig varðar ekkert um neinar ímyndaðar sannanir — það eru allar þær sannanir sem þeir hafa. En eg þekki yður — ef til vill betur en allir aðrir — og eg veit að þér munduð aldrei gera yður sekan í neinu líku því, sem á yður er borið.” “Traust yðar til mín eykur mér kjark, Cora.” “Viljið þér nú ekki segja mér allann sann- leikann í þessu máli? Eg veit að hér er eitt- hvað hulið, sem þarf að leiða fram í birtuna. — Eg var að tala við frænda minn áðann — “Hvað sagði hann?” spurði Jón þegar hún hikaði við að klára setninguna. “Ekkert — nema það að þér væruð sekir.” “Það eru aðeins tveir menn, fyrir utan mig sjálfann — sem vita að eg er saklaus, og frændi yðar er annar þeirra.” “Eg vissi það — eg vissi það frá byrjun,” hljóðaði hún brjálæðislega. “Ó, eg vildi að eg gæti gert eitthvað til að hjálpa yður.” “Enginn megnar að hjálpa mér nema guð einn. Hann einn getur snúið hjörtum þess- ara manna til réttlætis — brætt úr þeim klakann.” “Ekki er það alveg áreiðanlegt. Eg ætla mér að gera tilraun,” sagði Cora ákveðin. Nú heyrðist fótatak í ganginum og Joyce kom inn í stofuna. “Frændi minn sefur nú, svo eg hugsaði mér að koma niður nokkrar mínútur og rétta úr mér. Nei, komið þér sælar, ungfrú Cora. Eg tók ekki eftir yður,” sagði hún glaðlega. “Eg má til með að fara. Eg er búin að dvelja svo lengi,” sagði Cora sem sá að Jón hafði tekið hendi Joyce og hélt í hana. “Það var mjög vinalega gert af yður að koma ,ungfrú Cora,’ ’sagði Jón einlæglega. “Til hvers kom hún?” spurði Joyce er Cora var farinn. “Til þess að segja mér að hún tryði ekki þessum sögum um mig.” “Það var fallega gert af henni. Mér þykir nú leiðinlegt hvað eg var þurleg við hana — en, Jón, eg varð, strax og eg sá hana hér inni hjá þér, svo — afbrýðissöm af henni.” “Hann svaraði henni með því, að taka- hana í fang sér og kyssa hana blítt og inni- lega. Svo fór hún að tilreiða mat fyrir þau. Jón settist niður í hægindastólinn og virtist alveg uppgefinn. Nú fór hann að hugsa um veikindi fóstra síns. Það var engum efa bund- ið, að hann var mikið veikur — útlit hans sýndi það. Hann fór að hugsa um það, hvað þeim mundi hafa farið á milli, Southwold og honum. Nú var Cobden of veikur til þess, að geta skýrt frá samfundum þeirra — það varð að bíða þar til honum batnaði, að fá að heyra nokkuð um það. Maturinn var tilreiddur, en Jón hafði enga list á mat. Joyce sagði hann yrði að borða; hann gæti ekki hald- ið kjark og kröftum ef hann ekki borðaði, og það vel. Hún fór svo ekki frá hlið hans, fyr en hann hafði lokið öllu sem hún skamtaði honum. “Svona góði minn. Nú veit eg að þér líður betur. Enda mun ekki af veita í dag þegar þeir byrja að rífa þig í sig þessir — þessir — eg veit ekki hvað eg á að kalla þá — þessir hundar,’ sagði hún svo, gremjulega. “ Þú ættir annars ekkert að fara yfir í þingsalinn í dag, heldur vera heima og hvíla þig.” “Jú, eg fer. Eg ætla ekki að láta þá geta sagt, að það hafi nú sýnt sig bezt hvort eg er ekki sekur þar sem eg hafi ekki þorað að koma á þingfund. Nei, vina mín, Jón Strand er saklaus og hefir ekkert að óttast né blygðast sín fyrir. “Það verður ekki sérlega ánægjulegur tími fyrir þig. Svo ert þú þreyttur og þér líður illa.” RobinHood FLOUR ÚR ÞESSU MJÖLI FÁST STÆRRI BRAUÐ, BETRI BRAUÐ OG MEIRI SPARNAÐUR einskonar fundi eða ráðstefnu viðvíkjandi sér, og mundu koma bráðlega. Nokkru eftir að Jón hafði tekið sér sæti, kom forsætisráðherrann. Hann skimaði um salin og augu hans staðnæmdust á Jóni. Svo tók han nsér sæti á sínum stað. Eftir þingsetning, innleiddi Southwold stutt frumvarp snertandi slys og meiðsl á verka- mönnuna, sem vinna í kolanámum. Það var mál, sem Jón hafði borið fyrir brjóstinu fyrir lengri tíma og hafði mikið álit á frumvarpinu. Þegar umræður um frumvarpið byrjuðu, hugs- aði Jón sér, að þrátt fyrir alt skildi hann ekki sitja hjá þegjandi. “Eg er ekkert þreyttur. Og þeir skulu ekki geta sagt að eg hafi ekki þorað að láta sjá mig. Eg kem svo heim aftur eins fljótt og eg get, og þá vantar mig að tala við þig, Joyce lengi, um nokkuð snertandi okkur bæði.” Það greip hana einskonar kvíði og ótti, en hún sagði ekkert. XXXVI. Kapítuli. Áður en Jón fór yfir í þinghúsið eftir miðdaginn, hafði hann viðtal við eitt velþekt lögmannafélag þar í borginni. Sagði þeim sína sögu og leitaði ráðleggingar hjá þeim um hvað hann skildi gera. “Það er aðeins ein leið opin fyrir yður að taka í þessu máli, hr. Strand,” sögðu lög- fræðingarnir honum. “Og hún er sú að höfða meiðyrðamál gegn blaðinu. En eftir því að | dæma, sem þér hafið sagt mér, þá hefi eg aðeins ltila von um að þér hafði nokkuð upp úr þeiri málsókn,” sagði einn lögfræðingurinn, gamall maður og efalaust þeirra félaga reynd- astur og lærðastur. “Það gæfi mér að minsta kosti tækifæri að færa fram vörn í málinu fyrir mig. Eins og eg hefi sagt yður þá gæti eg ekki lagt eið út á að eg sé að öllu leiti saklaus.” “En ekkert annað mundi fullnægja al- menningi,” sagði lögfræðingurinn þurlega. “Það er ef til vill ekki sanngjörn spurn- ing sem eg ætla nú að leggja fyrir yður, en eg veit að þér fyrirgefið hana: Trúið þér sjálfur því sem eg hefi sagt yður?” “Hreinskilnislega hr. Strand þá treysti eg yður, samt sem áður------” “Samt sem áður trúið þér mér ekki. Og eg get ekki láð yður það.” “Saga yðar er fremur ósennileg. Sérstak- lega að í því atriði, að maður í þeirri stöðu sem hr. Southwold er í, skildi gera sviksamlega til- raun til að eyðileggja yður stjórnmálalega. Og þar hafið þér engar sannanir, nema yðar eigin orð. Það er því eins og eg sagði áðan, eina leiðin fyrir yður að hefja meiðyrða mál á blaðið. Eg skal gera alt, sem í valdi mínu stendur til þess að málið verði dæmt á það. Það er alt sem eg get lofað yður.” “Þá vil eg biðja yður að byrja málsóknina tafarlaust á móti blaðinu: “The Morning Herald.” ‘Það skal verða gert,” sagði lögfræðingur- inn. “Þetta samtal Jóns við lögfræðinginn hafði aðeins orðið til þess að auka á vonleysi hans. Honum duldist ekki, af orðum lögfræð- ingsins að dæma, að jafnvel hann áleit hann sekan, þó hann væri til með að taka að sér málið. Nú varð hann að hraða sér yfir í þing- húsið, þangað vantaði hann ekki að koma of seint. Þó hann kviði fyrir því að fara þang- að, þá lét hann þann kvíða engin áhrif hafa á sig. Það versta sem fyrir hann gat komið var það, að þar brostu engir mót honum, eng- in vinaleg orð til hans töluð. Kuldalegt tillit frá öllum. Hann mundi standa einn síns liðs. Var hann ekki fær um það? Hann skidi nú sýna þeim það. Þessar hugleiðingar glímdi hann við á leiðinni. Er hann gekk inn í þingsalinn, gekk hann teinréttur og léttilega, svipur hans var harður og ákveðinn. Hann gekk rakleiðis til sætis síns. Það var Morrison, vinur hans, sem van'- ur var að sitja í næsta sæti við hann, en nú var það sæti autt. Hann rendi augunum yfir salin, og sá, að fáir af þeim, sem hefðu talið hann sem leiðtoga sinn, voru viðstaddir, en þeir sem voru í salnum höfðu tekið sér sæti sem allra fjarst honum. Honum kom til hugar, að þeir sem hann sá þar ekki, væru á Svo reis Jón úr sæti sínu, og þingforseti hvað hinn háttvirta þingmann fyrir “North Loamshire” næsta ræðumann. Það datt í dúna logn í salnum og hefði mátt heyra saumnál detta þegar Jón hóf mál sitt. Frá öll- um hliðum — bæði frá bekkjum stjórnar- manna og andstæðinga hennar — varð hann var við storkandi, fyrirlitningar augna tililt sem smaug í hjarta hans eins og ískaldar járnteinn. Nú komu þeir inn í salinn af fyr- verandi vinum hans og fylgjendum, sem hann hafði áður tekið eftir að ekki voru komnir í 0 sæti sín. Nú tóku þessir menn sér sæti eins langt frá Jóni og þeir framast gátu, við hlið Morrisons. Tók Jón það, sem tákn þess, að niðurstaða sú sem þeir hefðu komist að, sínu máli viðkomandi, væri sér andstæð. Fyrst var rödd Jóns ögn óstyrk, en bráð- lega náði hann sér á stryk, og eftir því sem honum tókst betur að festa huga sinn við það málefni, sem. hann var að tala um, varð rödd hans styrkari og skýrri. En nú heyrðist engin fagnaðar óp né. lófaklapp úr neinni átt. Þegar hann svo tók sæti sitt aftur, ríkti enn dauða þögn í salnum. Jóni féll þessi kyrð illa — hún var svo óvanaleg. Honum datt í hug útfarar athöfn. Þar ríkti kyrð og þögn og þar átti það við — var nú ekki þetta einskon- ar útför? Var hann sjálfur ekki dauður í hugum þeira manna, sem þarna voru inni? Var ekki þetta hans eigin útför? r % Nu kallaði þingforsetinn á næsta ræðu- mann. Jón fann að hann hafði talsverðann hjartr slátt og að það sló út um enni hans köldum svita. Varir hans voru þurrar og fingurnar á endalausri hreyfingu. Honum fanst hann ekkert ráða við þær. En svipur hans var harð- ur og einbeittur. Menn þeir, sem nú umkringdu hann höfðu verið vinir hans — jafnvel stjórnmálaandstæð- ingar hans höfðu verið honum vinalegir og fallið hann vel í geð — en nú? Nú voru þeir í huga sínum að dæma hann sem sakamann. Þrátt fyrir löngun þá, sem greip hann, að fara úr augsýn þessara manna, hélt stolt hans honum kyrrum og hann hreyfði sig ekki þar til klukkan var meir en sjö um kvöldið. Þegar hann þá stóð á fætur til að fara skjögraði hann ögn en náði sér brátt. Enginn talaði til hans er hann gekk gegn um þyrpinguna þangað sem bíll hans beið. Honum fanst það stór hugar léttir fyrir sig, er lögregluþjónn er þar var á göngu, kinkaði höfði til hans vingjarnlega. Svo hann var dæmdur án þess, að honum væri gefið tækifæri til að skýra sína hlið á málinu. Dæmdur af vinum sínum og fylgjend- um. Það gaf Jóni til kynna, að sekt hans var svo auðsæ þessum mönnum, að þeim fanst þar þyrfti engrar skýringar við. Hvað hon- ur fanst kæran, sem þeir báru á hann vera fjarstæð. Gat hann nokkru sinni gert sig sekann í nokkrum glæp fyrir peninga. Honum hafði alla jafna fundist að peningar væru lítil- fjörlegt auka atriði í lífi sínu. Og nú litu þessir menn þannig á, að hann hefði selt heiður sinn og sjálfstæði fyrir peninga. Fórn- að öllu ér honum hafði fundist þess virði að lifa fyrir, fyrir peninga. “Eg fer og tala við Southwold,” hugsaði hann en var sér þess þó meðvitandi á sama tíma, að slíkt mundi þýðingarlaust fyrir sig. Nú óttaðist forsætisráðherrann hann ekki lengur, þvf afl hans var nú að engu orðið —• hann mátti sín einskis. Leiðtogalausir mundu, fyrrum fylgjendur hans, hjúfra sig undir flokks vængi Southwolds og þar með yrði stjórnin svo sterk að liðafla á þingi, að hún hafði ekk- ert að óttast.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.