Heimskringla - 27.09.1933, Side 8
8. SlÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 27. SEPT. 1933
FJÆR OG NÆR.
Andrés Skagfeld frá Oak
Point ,Man., var staddur í bæn-
um í gær.
* * ¥
Séra Guðmundur Árnason
messar í kirkju Sambandssafn-
aðar í Winnipeg næstkomandi
sunnudag.
* * *
Gull- og silfur-verkstæði
Karls Þorlákssonar, 699 Sargent
Ave., Winnipeg .kaupir gamla
gulimuni hæzta verði gegn pen-
ingum út í hönd.
¥ ¥ ¥
Mrs. G. Paul frá Chicago,
sem fyrir nokkrum dögum kom
til Winnipeg, hélt heimleiðis s.
1. föstudag. Með henni fór Mrs.
D. Pétursson, móðir hennar.
¥ ¥ *
Messugerð flytur Mr. G. P.
Johnson, sunnudaginn 1. okt. í
Kandahar kl. 11; f. h. og í Wyn-
yard kl. 2 e. h. Allir hjartan-
lega velkomnir
* * ¥
Ingibergur H. Borgfjörð lagði
af stað s .1. sunnudag til Chi-
eago. Stundar hann þar nám í
vetur við guðfræðideild háskól-
ans. Kona hans fór með hon-
um. Mr. Borgfjörð útskrifaö-
ist í verkfræði frá Manitoba-
háskóla fyrir nokkrum árum.
Áður enn hjónin lögðu af stað,
var þeim haldið kveðju-samsæti
á heimili Mr. og Mrs. Th. Borg-
fjörð, foreldrum Mr. I. H. Borg-
fjörð, af kunningjum þeirra og
þeim ámað heilla.
¥ ¥ ¥
Meðlimir í Jóns Sigurðssonar
félaginu eru beðnir að mæta
að heimili Mrs. J. B. Skaptason,
378 Maryland St., 3. okt. kl. 8
e. h.
¥ ¥ ¥
Spurt frétta: Svar.
Það er helzt hjá þjóðum títt,
Þessu verður ekki breytt:
Allir læra eitthvað nýtt,
Enginn maður veit þó neitt.
Kl. J.
M ¥ ¥ ¥
Snjólfur J. Austmann lagði af
stað s. 1. föstudag til Kenaston,
Sask. Bjóst hann við að dvelja
þar um hríð hjá syni sínum Joe
Austmann.
* * *
Böðvar Jónsson og Kristján
Eyvindsson, báðir frá Langruth,
Man., voru í bænum fyrir helg-
ina. Þeir komu með gripi til
markaðarins.
Stjórn karlakórs lslendinga
biður alla meðlimi kvenna- og
| karla-kórsins að mæta á fundi '
jí Sambandskirkjunni á Banning
St., sunnudaginn 1. ok. kl. 3.
'e. h. Mjög mikilsvert málefni
j liggur fyrir fundinum. Allir
meðlimir beðnir að mæta.
¥ ¥ ¥
Til Leigu
húsið 724 Beverley St., 10 her-1
bergi, rúmgóð, bakstígi úr eld-
húsi, vírað fyrir eldhús á mið-
gólfi; ágætt fyrir 2 fjölskyldur
eða 3 — $30. um mánuðinn. —
S. Sigurjónsson, 738 Banning
St.
¥ ¥ ¥ \
Munið eftir að til sölu eru á
skrifstofu Heimskringlu með af-
falls verði, námsskeið við helztu
verzlunarskóla bæjarins. Nem-
endur utan af landi ættu að
nota sér þetta tækifæri. Hafið
tal af ráðsmanni blaðsins.
¥ ¥ ¥
“Endurminningar”
Friðriks Guðmundssonar eru til
sölu hjá höfundimum við Mo-
zart, í bókaverzlun Ó. S. Thor-
geirssonar og á skrifstofu Hkr.
Fróðleg og skemtileg bók og
afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25.
¥ ¥ ¥
Samkvæmt atkvæöa-nafna-
skrá Winnipeg-borgar sem nú
er í prentun, hafa 101,861
manns atkvæði við næstu bæj-
ar-kosningar. í síðustu kosn-
ingum var tala atkvæðisbærra
101,489, eða 372 færri. Eru
leigjendur af þeim alls 68,289,
en húseigendur 33,572. Húsa-
eigendur eru 531 færri enn síð-
ast liðið ár, en leigjendur 903
fleiri.
¥ ¥ ¥
G. T. Spil og Dans
á hverjum þriðjudegi og laugar-
degi í I. O. G. T. húsinu, Sar-
gent Ave. Byrjar stundvíslega
kl. 8.30 að kvöldinu. $16.00 og
$20.00 í verðlaunum.—Gowlers
Orchestra.
ÆFIMINNING.
BÍL- og ÚTSÖLUSTÖÐVAR .
Tækifæri fyrir þann sem hefir
$500.00 höfuðstól að leggja í
fyrirtækið, að taka við góðri og
vellaunaðri verzlun. ..Spyrjist
fyrir, eftir skilmálum á 840
Sargent Ave.
Hinn 3. sept. s. 1. andaðist
að heimil sínu, skamt austur frá
i Riverton í Nýja íslandi, húsfrú
! Margrét Sigurðsson, tæplega 69
ára gömul. Banamein hennar
jvar hjartabilun, sem að henni
jhafði gengið um allmörg und-
anfarandi ár.
Hún hét fullu nafni Þórunn
Margrét Árnadóttir, og var fædd
7. okt. 1864 að Setbergi í Borg-
arfirði í Norður-Múlasýslu. For-
eldrar hennar voru þau hjónin
Árni Jónsson, Bjarnasonar í
Breiðuvík og Kristjana Jóns-
dóttir, ættuð af Útmannasveit í
sömu sýslu. Föður siTin misti
hún á unga aldri, en móðir
hennar var með henni alla jafna
og dó á heimili hennar fyrir
fáum árum í hárri elli.
Kornung giftist Margrét fyrra
manni sínum, Valdemar Davíðs-
syni, og munu þau hafa flutst
hingað vestur 'skömmu eftir
1880—82. Með honum áxti hún
fjögur börn, sem öll vorn dáin
á undan móður sinni. Elst var
Kristjana, efnisstúlka, er dó
uppkomin í Winnipeg fyrir ali-
mörgum árum — þá Davíðar
tveir, dó annar ungbarn en hinn
í uppvexti, og Árni féll í stríðinu
mikla.
Með síðara manni sínum,
Sigvalda Sigurðssyni frá Harð-
bak á Melrakkasléttu, eignaðist
hún sex börn. Dóu tvö ung, en
þau, er náðu þroska aldri, voru:
Anna, gift Pe-rcy Leam, hér-
lendum manni; hafa þau gisti-
hús í Minneota, Man. Næst-
ir voru Sigursteinn Hólm, og
Hjálmar Stefaníus, er báðir fór-
ust í veraldar ófriðnum mikla
ásamt Árna hálfbróðir þeirra,
sem áður er getið. Yngstur er
Gunnar, hinn eini bræðranna,
er komst lífs af úr stríðinu.
Hann er kvæntur hérlendri
konu, og býr með hinum aldur-
hnigna föður sínum á eignar-
jörð þeirra.
Þau Sigvaldi og Margrét
bjuggu um eittskeið á Gimli og
síðar í Selkirk. Nokkru eftir
aldamótin fluttu þau til Win-
nipeg, og áttu þau þar heima
og í St. James um allmörg ár.
Stundaði hann þar trésmíðar og
húsabyggingar þangað til
skömmu eftir stríðið, að þau
bygðu sér heimili það, er þau
hafa búið á síðan.
Margrét sál. var fróðleiks-
kona, góðum gáfum gædd,
sönggefin og hneigð til skáld-
skapar, og að eðlisfari mjög
glaðlynd. Hélst glaðsinnið til
dauðadags þrátt fyrir ýmiskon-
ar andstreymi og óvenju marg-
ar æfisorgir. Hún var hjarta-
góð, frændrækin og örlynd,
enda var heimili þeirra hið
mesta gestrisnis heimili. Var
sambúð þeirra Sigvalda og
hennar hin ástúðlegasta, jafnt
á gleði og sorgatímum þeirra,
enda er hann valmenni hið
mesta.
G.
Gunnar Erl endsson
Teacher of Piano
1 594 Aiverstone St., Phone 88 345
UNCLAIMED CLOTHES
AU New—Not Wom
Men’s Suits & Overcoats
479 PORTAGE AVE.
I. H. TUHNER, Prop.
Telephone 34 585
“WEST OF THE MALL—BEST
OF THEM AI.L”
J. J. SWANSON & Co. Ltd.
REALTORS
Rental, Insuranee and Financlal
Agents
Sími 94 221
800 PARIS BLDG. — Winnipeg
KAUPIR GAMLA GULL-
MUNI FYRIR PENINGA
ÚT f HÖND
CARL THORLAKSON
Úrsmiður
699 Sargent Ave., Winnipeg
íslenzka gull- og silfur-
smiða stofan
BifreiðarFerðir
Afsláttar fargjöld til allra
staða. Ferðist með hinum
nýju hituðu ‘Sedan’ bílum.
Farþegjar allir vátrygðir.
Æfðir bílstjórar.
Sýnishorn fargjalda:
Wpg til Regina... $ 7.00
Wpg til Calgary .... 14.00
Wpg til Saskatoon .. 9.50
Wpg til Toronto.. 18.75
Wpk til New York .. 23.50
Spyrjið eftir fargjöldum til
allra staða
THE
Drivers’ Syndicate
439 MAIN St.
Sími 93 255 Winnipeg
FRÁ ÍSLANDI
JOCC09500050000000M06560
Special Fall
OSfer
Yz Ton MONOGRAM
Coal
y2 Cord Cut Pine
$5.50
DON’T DELAY
ORDER NOW
WOOD’S C0AL
CO., LTD*
Phone—45 262 or 49 192
lccecccccccccooo!
Halldór Pálsson
stúdent frá Guðlaugsstöðum
fer innan skamms til Skotlands
og ætlar að stunda þar sauð-
fjárræktarnám um þriggja mán-
aða skeið. Hefir Búnaðarfélag
íslands veitt honum 900 kr.
styrk til þessa, og síðan á
hann að starfa sem sauðfjár-
ræktarráðunautur hjá Búnað-
arfélaginu.
¥ ¥ ¥
Steúdentagarðurinn.
Byrjað var á steypuvinnu í
Stúdentagarðinum í síð. viku
24. ág. Er búist við að verkið
haldi áfram slitalaust unz bygg-
ingunni verður lokið. Húsið
sjálft án húsgagna, kostar
sennilega 230—240 þsúund
krónur. — Stúdentagarðurinn
er bygður sunnan við Hring-
braut, suður af Bjarkargötu.
¥ ¥ ¥
Fornleifafundur
Nýlega var forn haugur hjá
Uppsala í Svíþjóð rofinn. Fanst
þar beinagrind og hjá henni lá
1 meters langt knatttre, silfur-
rent og mjög skrautlegt, ásamt
öðrum skrautgripum, vopnum
og verjum. Einnig fanst þar
kúluspil, er samanstóð af 23
kúlum, og voru sumar úr beini
og aðrar úr grænu gleri, og
voru þær mjög haganlega gerð-
ar. Fornfræðingar álíta hluti
þessa vera frá árinu 900.
¥ ¥ ¥
Poul Reumert og frú
hafa um tíma í sumar verjð
suður í Frakklandi. Er þau
voru á heimleið til Danmerkur,
komu þau við í aPrís. Þar fékk
Poul Reumert tilboð frá leik-
húsum um að leika þar á vetri
komanda. Er hann kom heiúi,
bjóst hann við því ,að hann
myndi flytja af landi burt, og þá
helst til Parísar, því samningur
hans við Dagmarleikhúsið var
útrunninn, og stjórn Kgl. leik-
hússins hefir amast við Reu-
mert upp á síðkastið, en kona
hans, Anna Borg, fór frá því
elikhúsi í vor, meðal annars
vegna þess, að hún taldi að
leikhússtjórnin kæmi ekki vel
fram gagnvart manni hennar.
Er það vitnaðist, að við borð
lægi að Reumert flytti úr landi,
þótti mörgum Dönum það illa
farið, er Þjóðleikhúsið neitaði
sér um að verða aðnjótandi að
leikstarfsemi hans, og væri leik-
húsið svo illa statt, að það
mætti ekki við því, að missa af
besta leikara þjóðarinnar. Nú
flytja nýjustu blöð þær fregnir,
að komið hafi til mála, að Reu-
mert yrði ráðinn til að leika í
nokkrum leikritum við Konung-
lega leikhúsið í vetur.
¥ ¥ ¥
Ný iðngrein
1 fyrri viku byrjaði nýtt fyrir-
tæki starfsemi í Reykjavík og
heitir það Veiðarfæragerð ís-
lands. Eins og nafnið ber með
sér, er þar unnið að veiðarfæra-
gerð. Er þegar byjrað að gera
allskonar línur. Vélar þær, sem
notaðar eru, geta snúið línur
með alt að 36 þráðum. Línum-
ar eru síðan hertar (léttbikað-
ar) og gerir það þær miklu
endingarbetri og ver þær fúa.
Maöur sá, sem stofnað hefir fyr-
irtækið er frá Kirkjubóli í Ön-
undarfirði og heitir Skúli Páls-
son. Hefir hann unnið að und-
irbúningi þessa fyrirtækis um
tveggja ára skeið, því miklir
erfiðleikar hafa orðið á því
fyrir hann að afla fjár til þess
að byrja. En fyrir sérstaka
þrautseigju og dugnað hefir
Skúla nú tekist að koma þessu
fyrirtæki á laggirnar. Hefir
hann fengið sérfræðing frá Nor-
egi, Fr. Petersen, til þess að
stjórna verkinu. Línur þær sem
þegar eru tilbúnar, líta mjög
vel út, og má óhætt gera ráð
fyrir, að fyrirtæki þetta eigi
góða framtíð, því að gera má
ráð fyrir að ísl. útgerðarmenn
noti frekar íslenzkar línur en
útlendar, þegar gæðin eru þau
sömu.
¥ ¥ ¥
Afkoma
manna er víða erfið á þessu
landi. Sumt af því eru sjálf-
skaparvíti. Mestu veldur hið
geysilega verðfall afurðanna, en
þar næst er hið mikla erlenda
skran, sem dyngt hefir verið
inn í landið, jnargt óþarft og
margt sem landsmenn sjálfir
gætu unnið. Út yfir tók þó
árið 1930. Því var oft spáð, að
það yrði erfitt ár fyrir fjárhag
landsmanna og sú stjórn yrði
ekki öfundsverð eftir á, sem þá
færi með völd. Ugglaust hafa
líka orðið ýms mistök hjá þá-
verandi stjórn, sem sjá má á
eftir, þó að alt slíkt sé úr lagi
fært hjá andstæðingunum í
ræðum og ritum. Og flestir
eru sammála um, að tildrið
hefði þó orðið margfalt meira
hefði íhaldsstjóm setið að völd-
um. En þó eyðslan yrði þá tals-
verð af opinberu fé, sem altaf
varð að verða nokkur, þá liggur
aðaleyðslan hjá almenningi.
Samkvæmt nýprentuðum verzl-
unarskýrslum hefir innflutning-
ur það ár verið meiri en nokk-
uru sinni fyr eða síðar, eða
um 72 miljónir króna. En þó
sérstakt góðæri væri þá hér á
landi, varð útflutningurinn að-
eins 60 miljónir. Slíkur halli
(12 miljónir) á verzlunarjöfnuð-
inum ,er hverri þjóð hættuleg-
astur ,miklu hættulegri en þó að
ríkissjóður tæmist vegna fram-
kvæmda innan lands. Mest af
þeim peningum, sem greiddir
eru fyrir vinnu í landinu, eru
aðeins tilfærsla á milli lands-
manna, en alls ekki tap fyrir
þjóðarheildina. En þær miljón-
ir, sem fara fyrir misjafnlega
þarfar útlendar vörur, eru að
kalla eytt og tapað fé. — Marg-
ir af andstæðingum Framsókn-
arflokksins heimta nú innflutn-
ingshöftin afnumin, þ. e. frjáls-
ar hendur fyrir verzlunarstétt-
ina að moka inn erlendum vör-
t *.m til að græða á úthlutun
jþeirra til almennings. Ef þeim
tekst að fá óhindraðan inn-
flutning á allskonar óþarfa
skrani, eða vörum, sem íslend-
ingar geta vel framleitt sjálfir,
þá er voði vís. aLndsmen eiga
þá með lamaða atvinnuvegi og
kolfallnar afurðir, að mæta
stórvaxandi flóði af erlendum
vörum yfir landið og má búast
við, að það leiði til mikillar ó-
gæfu, sennilega til algerðs
hruns þjóðarbúskaparins. —
—Tíminn.
MESSUR CKj FUNDIR
i Lirkju Sarabandssafnaðar
Messur; — á hverjum sunnudegJ
ki. 7. e. h.
Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4.
fimtudagskveld i hverjum
mánuðl.
Hjálparnefndin. Fundir fyrsta
mánudagskveld I hverjum
mánuði.
Kvenfélagið: Fundir annan þriðju-
dag hvers mánaðar, kl. 8 að
kveldinu.
Söngflokkurinn. Æfingar á hverju
fimtudagskveldi.
Sunnudagaskólinn: — A hverjurn
sunnudegi, *1. 11 f. h.
tign við Columbia háskólann í
New York. Síðan hefir hún
verið í þjónustu Washington
ríkisins og hefir starf hennar
verið umsjón með skólum og
foreldrafræðsla meðal almenn-
irígs. Sökum dugnaðar í hví-
vetna hefir frú Lewis verið
veittur eins árs styrkur úr sjóði
Rorkefellers til framhaldsnáms
í sálarfræði og öðrum uppeldis-
fræðum. Hún er hér aðallega í
þeim erindum að sjá skyldmenni
sín og feðrafold. Þó hún sé
fædd of uppalin vestra, talax
hún og skilur móðurmál sitt
mjög vel.
—Vísir, 4. sept. H. Á.
Góður gestur
Hér er nú á ferð Mrs. Dora
Lewis frá Seattle. Hennar fulla
nefna er Halldóra Sumarliða-
dóttir, Sumarliðasonar frá Æð-
ey. Það kannast margir við
Sumarliða gullsmið, sem var á
sínum tíma nafnkunnur maður
um land alt. Hann fluttist til
Norður-Dakota með fjölskyldu
sinni og seinna þaðan til Seattle
þa rsem ekkja hans, Helga
Kristjánsdóttir, er enn á lífi. Frú
Lewis misti mann sinn í stríð-
inu. Hún hélt þó áfram námi,
því eins og svo margir afkom-
endur íslendinga vestra, er hún
framúrskarandi námskona. Árið
1926 var henni veitt meistara-
ENDURMINNINGAR
Eftir F. GuSmundMon.
Frh. frá 7 bls.
því. Aldrei framar sá eg séra
Stefán, en eg má bæta því við
að hann var blómlegur fífill á
skólaárum sínum, gróinn upp í
varpanum á Skriðuklaustri í
Fljótsdal, í ást og umsjón einna
hinna markverðustu og virð-
ingarverðustu foreldra á því
mikla héraði. í þann tíð drukku
fjölda margir bændur á Héraði,
Jökuldal og Fjöllum, einn pela
af brennivíni á langri kaupstað-
arferð, til að finna og tegla bet-
ur stuðlana í ferskeyttar bög-
ur, á fjallvegum, til þess líka
að vera útsjónaríkari og hrein-
málli í kaupum og sölum á möl-
inni, og til að vaka betur yfir
burðarklárunum að hvergi færi
um hrygg og alt kæmi óskemt
heim. —< Ekki man eg hvert eg
hafði nokkur viðskifti við Mrs.
Shaw í þessari ferð, en svo
heiðarlega leist mér á hana, að
eg kom þar oftar og fékk þar
góð kaup stundum. Það var
auðséð á varningi hennar að
hún skifti við ríkisfólk, sem
keypti fatnað af dýrasta efni,
og kastaði því lítið brúkuðu
út í horn sökum tízku kredd-
unnar, og þar fékk hún það fyr-
ir lítið eða ekkert verð, og seldi
það þá stundum fyrir lítið verð.
Framh.
i
Prentun
The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr*
ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega
og fljótt og vel af hendi leysL Látið oss prenta bréfhausa
yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta.
Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi.
THE VIKING PRESS LTD.
853 SARGENT Ave., WINNIPEG
5ími 86-537