Heimskringla - 25.10.1933, Side 2
X. SÍÐA.
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 25. uKTÓBER 193S
FRÁ ISLANDI
Bílvegurinn til Norðurlands
og Austurlands
Geir G. Zoega vegamálastjóri
er nýkominn úr eftirlitsferð um
Norðurland. Segist honum svo
frá um veginn til Norður- og
Austurlands.
Tveir eru kaflar vondir á
Norðurlandsvegi er lagfæra þarf
hið fyrsta: Holtavörðuheiði og
Hvalfjarðarvegur.
Á Holtavörðuheiði hefir verið
unnið í sumar. Þar hafa um
35 menn verið við vinnu. Vegur-
inn er nú fullgerður upp undir
Hæðarstein, rúmlega 4 km. frá
Norðurárbrúnni í heiðarsporð-
inum. En eftir eru um 15 km.
frá brautarenda, norður í Hrúta
fjörð, niður á láglendi, norðan
við Grænumýrartungu.
Sá vegarkafli kostar um 200
þús. kr. 40 þús. kr. eru veittar
til þessarar vegagerðar næsta
ár. Ef 50 þús. kr. fengist árið
1935, er kominn tæpl. helming-
ur. En með þessu móti miðar
vegagerð þessari alt of seint.
Holtavörðuheiðin er nú orðin
svo fjölfarin og gamli vegurinn
svo illfær bílum, að til vand-
ræða horfir. Á hinn bóginn
ekki skemtilegt að leggja mikið
fé í viðgerðir á þeim vegi, sem
aðeins á að nota 1—2 ár, eða
svo. Sem minstu hefir veriö
kostað til hans í sumar. Því
hefir farið svo, að vegurinn yfir
heiðina hefir versnað.
Væri hin mesta þörf að hafa
einhver ráð til þess að full-
gera Holtavörðuheiðarveginn á
næstu tveim árum.
Við erum horfnir frá því, seg-
ir vegamálastjóri, að hugsa um
ferju á Hvalfjörð. Einlægara er
að gera veginn alla leið. Vega-
lengdin frá brautarendaríum hjá
Eyri ,og alt að Þyrli, eru 29 km.
Nú er þetta tveggja tíma ferð
í bíl. Á góðum vegi yrði þetta
aðeins þriggja stundarfjórðunga
akstur.
Versti kaflinn er brekkan hjá
Hálsi. Talið er, að vegagerðin
frá Eyri og inn að Hvammsvík
kosti um 90 þús. kr. og er þá
komið yfir versta kaflann. Á-
ætlun um vegagerðina inn fyrir
fjörðinn er ekki gerð enn.
Að þessum tveim vegarköfl-
um frátöldum, er lakastur vegur
á vestanverðu Vatnsskarði, frá
Bólstaðarhlíð, og austur í mitt
skarðið. Öxnadalsheiðin verður
frekar látin bíða. Vegurinn á
henni er sæmilegur, enda ekki
eins mikil umferð um Norður-
landsveginn þegar svo langt er
komið.
Um bílvegasambandið til
Austurlands, sagði vegamála-
stjóri m. a.:
Vegurinn upp Jökuldalinn, er
nú fullgerður að mestu upp að
Gilsá. Þar þarf nýja brú. Þar
liggur vegurinn upp á fjallgarð-
inn.
Þaðan eru tæpl. 40 km. að
Möðrudal. Bílfært er nú að
Möðrudal vestanfrá. Kaflinn
milli Gilsár og Möðrudals er
greiðfær til vegagerðar, víða
sléttir melar, sem þurfa h'tillar
aðgerðar við. Ætti að vera
hægt að gera þenna kafla bíl-
færan fyrrihluta næsta sumars,
ef fé verður fyrir hendi, sem
vænta má.—Mbl.
Mat á l^ndi
við Skerjafjörð
Með úrskurði lögmanns í
Reykjavík voru þeir Grímúlfur
H. Ólafsson yfirtollvörður og
Páll Zophoniasson ráðunautur
dómkvaddir til þess að meta
lai^dispildu-við Skerjaf jörð, þing-
lesna eign “The Harbour and
Piers Association Ltd.” Land
þetta er talið 79.27 ha. Eigend-
ur Skildinganess seldu það h. f.
Höfn árið 1907. Höfn seldi það
aftur 1913 “The British North
Western Syndicate Ltd.”, en
það seldi • það núverandi eig-
anda fyrir £6.050 eða 133,100 kr.
miðað við 22 kr. gengi. — Mats-
mennirnir hafa metið landið :
145,952.50 kr..
* * *
Atvinnubætur 1932 ,
Borgarstjóri hefir samið
skýruls um fjárframlög til at-
vinnubóta árið sem leið. Sést á
henni, að úr bæjarsjóði hafa
verið greiddar 542,645.68 kr.
fyrir atvinnubótavinnu og 12,-
089.53 kr. styrkur til mötu-
neytsins. Vatnsveitan hefir lagt
fram 32,502.69 kr., Gasstöðin
10,529.10 kr. og hafnarsjóður
41,586.45 kr. En alls hefir ver-
ið greitt vegna atvinnubóta
682,152.15 kr., þar af hefir ríkis-
sjóður endurgreitt 260 þús. kr
* * #
“Meteor”
Þýska rannsókna og mælinga
skipið Meteor fór frá Rvík. 18
sept. Það hefir í bili lokið
rannsóknum sínum í Norður-
höfum. Um þessa seinustu för
skipsins norður í höf skýrir for-
maður rannsóknar nefndarinn-
ar svo frá:
— Vér fórum héðan norður
til Jan Mayen. Hreptum vér
dimmviðrisþoku á leiðinni, en
er til eyjarinnar kom, birti og
gerði besta veður. Vér fórurn
í land og hittum þar þrjá Norð-
menn, sem eru á veðurathug-
ana og loftskeytastöðinni þar.
Er það loftskeytamaður, veður-
fræðingur og matreiðslumaður.
Austurrísku vísindamennirnir,
sem þar voru í vetur að pólar-
Irannsóknum, voru farnir heim.
| Sættu þeir skipsferð til Noreg3
12. ágúst, eða mánuði fyr, en
| þeir áttu að hætta rannsóknum.
j Hús þeirra stendur þar og eru
í því allir innanstokksmunir
þeirra og vísindaáhöld. Héldu
Norðmennirnir áfram pólar-
rannsóknum fyrir þá.
Vér komum líka til Eggja-
eyjar (Egg Island). Þar er
jarðhiti mikill og brennisteins-
hverir og jarðlag gvipað og á
Reykjanesi. Vér sigldum svo
umhverfis eyna í glaða sólskini,
og hefi eg aldrei á æfi minni
séð fegurri sjón en Beerenberg
þá. Þetta háa fjall (2094 m.)
með snjóhvítum jökulskalla, bar
við heiðbláan himininn og var
dásamlega tignarlegt.
Frá Jan Mayen fórum vér til
Scoresbysunds. Fengum svarta-
þoku á leiðinni, en hana birti
er vér komum að Grænlands-
strönd. Þó komumst vér ekki
inn í Scoresbysund vegna þess
að það var fult af ísi (þett.a
mun hafa verið um 26. ágúst).
Þar á hæð nokkurri sáum vér
hús þeirra vísindamanna, sem
þar voru í vetur, en mennirnir
voru farnir þaðan nýlega, höfðp
Borg er
engan hefir
Talsima!
GETIÐ ÞÉR IIIJGSAÐ YÐUR HANA?
Engin almenn þægindatæki eru jafn nauð-
synleg til samfélags nota sem óskilbundinn tal-
sími.
Borinn saman við það gagn sem hann veitir
yður, er enginn hlutur sem kostar yrður jafn lítið.
“Takið út símann; hann er ekki þess virði
sem þér setjið fyrir hann,” er hið almenna við-
kvæði, þó veit sá hinn sami í hjarta sínu að það
er ekki satt.
Eftir hvaða nytsemdar mati sem reikna skal,
er enginn hlutur í heiminum seldur notendum
fyrir jafn lágt verð sem talsíminn. Og í Winnipeg
er símaþjónustan bezt o^ ódýrust þegar hliðsjón
er höfð af svæðinu sem hún tekur yfir.
.ý
Munduð þér vilja hætta við rafljósin og taka
upp aftur tólgarkertin ?
Þegar snögg veikindi bera að höndum, eldur,
eða innbrot eða önn'ur óhöpp þá er engin vernd
til betri en talsími í húsinu.
FJARLÆGÐ
ENGINN TrtLMI!
Talsímakerfið út um álfuna, er nú
svo fullkomnað, að á hvaða stundu
sem er, dags eða nætur, getið þér sím-
að heiman að frá yður til ættingja eða
vina, á hvaða stað sem þeir eru, þar
sem talsíma tæki eru, og talað við þá.
Hin lágu talsíma gjöld, sem í gildi
eru á kvöldin, færa kostnaðinn svo
niður við löng samtöl að engum talsíma
notanda eru þau ofvaxin.
YFIR OKTÓBER
býðst talsímadeildin til að setja inn síma á heimili bæjarbúa ókeypis.
Fylgja verður þriggja mánaðar borgun af símagjaldinu með umsókninni!
Pantið heimilis símann strax
(Færsla og breytingar gerðar rýmilega)
Manitoba Telephone System
haldið heimleiðis með “Pourque-
pas?”
Frá Scoresbysundi ihéldum vér
aftur austur um haf og gerðum
margskonar rannsóknir á leið-
inni. Fórum vér fyrst til ísa-
fjarðar, þaðan norður til Akur-
eyrar og svo hingað.
Aðalverkefni vort var að rann
saka strauma í hafinu, svif,
hita og dýpi. Voru gerðar dýpt-
armælingar 10. hverja mínútu
með bergmálstæki (Echolod).
Ennfremur gerðum vér mæling-
ar í lofti fyrir pólarárið. Eru
þær mælingar gerðar með sjálf-
virkum radio-flugbelgjum.
Mældum vér á þenna hátt
lofstrauma, hita og raka. í 8
km. hæð var 40—50 stiga frost.
Sjávarhitinn hjá íslands-
ströndum reyndist 10 stig, en
vegar vestur í pólstrauminn
kom var hitinn 0 stig á yfir-
borði, en minkaði er neðar dró
og lægsta hitastig í sjónum,
sem vér mældum var h- 1.7
stig. í 600 metra dýpi var sjáv-
arhitinn allsstaðar undir 0 stig.
Á ferðalaginu fengum vér
enga rigningu, en þokur miklar
og hægviðri, yfirleitt gott. og
hlýtt veður.
* ♦ * *
Fiskþurkurinn
Óþurkarnir hér um slóðir
hafa verið mikið áhyggjuefni
manna í sumar. Yfirlit um tjón
á heyafla manna, vegna þeirra
er ekki fáanlegt. Meiri verð-
mæti eru í húfi þar sem fisk-
urinn er. En þar horfir að því
leyti öðru vísi við, en með hey-
in, að fiskurinn saltaður verst
skemdum í húsi, þó dragist að
fá á hann þurk. Skemdir á
fiskgæðum af völdum úrkomu
því þær einar orðið, þegar úr-
helli hafa komið á þurkdögum,
og “komið ofaní” fiskinn. Þetta
mun hafa átt sér stað einum
tvisvar sinnum í allstórum stíl
hér í Reykjavík og nágrenni.
Fyrir rúmlega mánuði síðan
voru horfurnar þessar: Hægt er
þurka þann fisk sem hér er
óþurkaður á 14 þurkdögum, og
geta þurkhúsinu þurkað afgang
inn frá hausti og fram til ára-
móta.
Síðan hafa komið 6—7 þurk-
dagar. Er þá eftir að fá viku-
þurk til þess að þurkhúsin geti
tekið það sem eftir er.
Úr þurkhúsunum verður fisk-
urinn sem kunnugt er ekki jafn
góð vara, og sólþurkaður. Því
er ekki tekið til húsþurkunar
fyr en alt um þrýtur.
* * *
Bilvegur til SiglufjarSar
Mikill áhugi er fyrir því, á
Siglufirði, að bílvegur komi sem
fyrst þangað sem yrði í sam-
bandi við bílvegakerfi landsins.
Hefir vegamálastjóri haft það
mál til athugunar undanfarin
ár, en ekki er fullráðið enn
hvar vegurinn verði lagður. Er
nú helst talað um að leggja veg-
inn um Siglufjarðarskarð. —
Árni Pálsson verkfræðingur
mun nú gera þar mælingar og
rannsókn á því, hvert unt er að
gera þar bílfæran veg.
—Mbl.
* * *
Lækna- og lögfræðisnemar
eru nú orðnir of margir við
háskóla íslands. Sendir háskóla
ráðið út svohljóðandi “Aðvörun
til háskóla stúdenta” 15. sept.:
Vegna þess hve margir kandi
datar hafa lokið embættisprófi í
læknisfræði og lögfræði undan
farin ár, og vegna þess hve
mhrgir stúdentar eru enn við
nám í þeim greinum, eru at-
vinnuhorfur lækna og lögfræð-
inga hér á landi fyrirsjáanlega
svo slæmar um langt ára bil, að
lækna- og lagadeild Háskólans,
telja sér skyld gð vara stúdenta
sem nú hafa í hyggju að byrja
háskólanám, alvarlega við því
að leggja út í nám í þessum
tveimur fræðigreinum.
* * *
Skaðabótamál
Þegar Ólafur Thors gegndi
dómsmálaráðherraembættinu s.
1. haust, vék hann, sem kunn-
ugt er, Lárusi Jónssyni frá yfir-
læknisstöðunni á Nýja-'Kleppi
og setti dr. med. Helga Tómas-
son að spítalanum.
Lárus Jónsson höfaði skaða-
bótamál gegn ríkinu.
Undirréttur hefir nú kveðið
upp dóm í því máli. Hann til-
dæmdi L. J. laun frá 1. jan
11933 til 26. nóv. 1934, miðað
við 5000 kr. árslaun, og að auki
300 kr. á mánuði, sem uppbót
fyrir húsnæði, ljós og hita. Und-
; irréttardómarinn mun hafa lit-
ið svo á, að eigi hafi verið færð-
I ar fram nægilegar sannanir
fyrir því að réttmætt hefði verið
að víkja honum frá bótalaust.
* * *
Aukning lögreglunnar.
Samkv. ákvörðun bæjar
stjórnar verður lögregluþjónum
í Rvík. fjölgað upp í 48 og
þannig bætt við 21 mönnum.
* * *
Óðinn bjargar skipi
Varðskipið “Óðinn” hefir
bjargað dönsku skipi “Niord”,
sem strandaði við Melrakka-
sléttu. Áður hafði Óðinn bjarg-
að “Geysi”, sem einnig strand-
aði þarna. Hefir Óðni tekist að
þétta “Niörd’i svo, að hann mun
komast hingað suður til Rvíkur.
* * *
Héraðsvatnafyrirhleðsla.
Héraðsvötnin í Skagafirði
hafa í vatnsflóði í sumar brot-
ist gegnum bakka austanvert
við Vindheimabrekkur, svo hætt
er við að þau kunni að leggjast
í gamla farvegi vestur með
brekkunum vestur í Svartá.
Tókst þá að teppa í rásir þessar
til bráðabirgða og er nú í. ráði
að gera þarna fyrirhleðslu í
haust til þess að sporna við því,
að Vötnin fari þarna úr farvegi
sínum og valdi skemdum á vest-
urhluta Vallhólmans.
- * * *
Síldveiðarnar í Siglufirði
16. sept. — Dr. Pauls verk-
smiðjan sem ríkið keypti í vor,
hætti störfum 14. þ. m. hafði
þá starfað 55 virka daga og
brætt 73235 mál síldar. Mjöl-
framleiðslan varð 14,800 hund-
rað-kíló-sekkir.
Ríkiíjbræðslan og Hjaltalín
eru að enda við að bræða.
Síldarsöltunin varð 57,830 tn.
saltsíld, 66,969 Matéssíld, 9,757
hausskorin og slógdregin sfld
1,971 slægð síld, 3,125 sykur-
söltuð síld, 19,666 kryddsöltuð
síld, bræðslusíld Ríkisverksmiðj
unnar 206,928 mál, Hjaltalíns
42,679 mál.
* * *
Sogsvegurinn
Vegna stórrigninga og vatns-
aga, hefir ekki verið hægt að
vinna að Sogsveginum nú um
tíma. Er vegurinn nú að mestu
lagður frá Grímnesbraut upp
fyrir Ásgarð, en eftir er þó að
mölbera veginn.
♦ * *
Atkvæðagreiðsla
um bannlögin
19. maí s.l. samþykti Alþingi
að fela stjórninni að láta fram
fara þjóðar atkvæði um hvort
afnema skuli bann á innflutn-
ingi áfengra drykkja, er felst
í gildandi áfngislöggjöf. Hefir
nú stjórnin ákveðið að til at-
kvæða skuli gengið um þetta
mál síðasta vetrardag 21 þ. m.
Atkvæðisbærir eru allir er náð
hafa 21 árs aldri á kjördegi.
Eftir símfréttum er hingað
bárust til Winnipeg, 22 þ. m. féll
atkvæðagreiðsla þannig, að
bannlögin eru feld með stórum
meirihluta atkvæða.
* * *
(Tíminn, 27. sept.)
Fiskafli
Samkv. skýrslum Fiskifélags-
ins var afli á öllu landinu frá
áramótum til 1. sept. talinn að
vera 66,453 smál. Er það 13,200
smál. meira en í fýrra.
* * *
Sildveiðin
Hún er nú um það leyti áð
hætta. Um seinustu helgi var
síldaraflinn á öllu landinu sem
hér segir: Látið í bræðslu 751
þús. hl., í fyrra á sama tíma
525 þús. hl. Saltað og sérverk-