Heimskringla - 25.10.1933, Blaðsíða 5

Heimskringla - 25.10.1933, Blaðsíða 5
HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA. WINNIPEG, 25. OKTÓBER 1933 heldur sér frá báðum þessum markmiðum; hann hefir fundið meðalveginn, sem opnar aug- un og sálarsjón, sem liggur til rósemi ,þekkingar, upplýsingar, sælu (nirvana). Það er þessi heilagi, áttfaldi vegur, sem heit- ir: rétt skoðun, réttar tilfinn- ingar, rétt orð, rétt verk, rétt breytni, réttur lífs-háttur, rétt viðleitni ,réttar endurminningar og rétt ígrundun. Þetta er með- alvegurinn, sem hinn fullkomni maður hefir fundið .... Þetta þér munkar, er hinn heilagi sannleikur um þjáninguna: að fæðast er þjáning, að eldast er Þjáning, sjúkdómur er þjáning, að vera samvistum með þeim, sem maður ann ekki ,er þj’án- ing ,og að vera fráskilinn þeim, sem maður ann, er þjáning; að öðlast ekki það, sem maður girnist, er þjáning; í stuttu máli, hin fimmfalda binding við jarð- neska hluti er þjáning........ íætta, þér munkar, er hinn heil- agi sannleikur um uppruna þjáninganna: — Það er þráin eftir að vera til, sem leiðir ti! endurfæðingar eftir endurfæð- ingu, ásamt tilhneigingu og girnd, sem h^r og þar finnur svölun, þrá ieftir tÍIVeru og valdi.......Þetta, þér munk- ar, er hinn heilagi sannleikur um lausnina frá þjáningunni: að hætta að þrá nokkurn hlut með því að uppræta girndimar ger- samlega, losa sig við þær, vera án þeirra ..... Og þetta er hinn heilagi sannleikur um það, hvernig vér eigum að losna við girndirnar: það er- hinn heilagi, áttfaldi vegur — rétt skoðun, réttar tilfinningar o. s. frv. Síð- an eg lærði að þekkja þennan fjórfalda sannleika, hefi eg náð hinum hæsta búddhadómi. Lausn anda míns get eg ekki glatað. Héðan í frá mun eg ekki endurfæðast.” Þetta lætur nokkuð ókunnug- lega og undarlega í eyrum, en samt er það mjög einfalt. Kjarni Buddhatrúarinnar er kenningin um lausn frá hinu illa; hún er endurlausnarinnar trú í ennþá fyllri skilningi en kristindómur- inn er það, og endurlausn henn- #ar er alt annars eðlis en sú end- Urlausn sem kristindómurinn kennir. Samkv. Búddhatrúnni er lífið í insta eðli sínu böl og þjáning, og lausnin liggur í því að hætta að girnast, hætta að elska lífið og þau ímynduðu gæði, sem það hefir að bjóða. Búddha ætlaðist ekki til að menn gætu gert það alt í einu: meira að segja, ekki í þessu lífi. En eins og maðurinn sáir, svo mun hann uppskera. Á eftir þessu lífi kemur annað líf og á eftir því aftur annað líf, og þessu heldur áfram, unz maður- inn er hæfur fyrir nirvana — sæluástandið, þar sem öll þrá, öll blekking, allur ófullkomleiki hverfur. Nirvana er markmiðið, sem allir eiga að stefna að. Og allir geta náð því, sumir fljótt., aðrir seint. Hversu fljótt hver og einn nær því, fer algerlega eftir því, hvemig hann lifir bæði í þessu lífi og á hverju öðru tilverustigi, sem hann á eftir að lifa á, þangað til hann kemst í nirvana. Þetta er hið órjúfan- lega karmalögmál, sem svo mik- ið er talað um í Búddhatrúnni. Karma, eða örlög hvers manns í þessu lífi, eins og mætti nefna það, hefir mótast af breytninni á öðru tilverustigi, og lífið, sem hann lifir hér, mótar nýtt kar- ma, sem verður hlutskifti hans á næsta tilverustigi. En með því að þroskast eignast maður- inn stöðugt betra og betra kar- ma, og frelsast þannig að lok- um, þ. e. a. s. verður alsæll, kemst í nirvana. Þetta er höf- uðatriði Búddhatrúarinnar, það sérkennilega í henni, það sem aðskilur hana frá öðrum trúar- brögðum. Og, þótt undarlegt megi virðast ,er það þetta, sem hefir aflað henni fylgjenda í miljónatali, frá Indlandi og aust- ur í Japan. / Það hefir verið sagt um Búddhatrúna, að hún sé trúar- brögð án guðstrúar. Að vissu leyti, er það rétt. Hún flytur enga kenningu um Guð eða guði. En hún neitar heldur ekki tilveru þeirra guða, sem menn trúðu á á Indlandi fyrir daga Búddha. Hin almennu trarbrögð Indlands voru fjöl- gyðistrú á alllágu stigi. En við hlið þeirra hafði þróast heim- speki,- sem fékst við að út- skýra eðli tilverunnar sem heild- arog uppruna alls. Þessar heim- spekilegu útskýringar voru að mestu leyti utan og ofan við raunverulegt líf og náðu engum tökum á hinum alþýðlega hugs- unarhætti. Afarflókið og strangt helgisiðahald ásamt ó- fyrirleitnu prestavaldi hafði lagt fjötra á svo að segja alt and- legt líf þjóðarinnar. Búddha boðaði nýja lífsskoðun. Hann var umbótamaðurinn á sviði trúarbragðanna, siðbótarfrömuð ur, sem lagði alt kapp á að losa sálir manna úr viðjum helgisiða og fánýts heilaspuna. Kenning hans var millivegur, hvorki trúarbrögð í venjulegum skilningi né heimspekilegt hUg- arflug. Búddhatrin er fyrst og fremst kenning um manninn og um lausn hans frá hinu illa — eða öllu heldur þroska hans frá ófullkomleik til fullkomnunar. Skýringar hennar á sálarlífinu eru ákaflega skarpskygnislegar, en samt neitar hún að nokkur sál sé til í þeirri merkingu, sem var viðtekin í indverskum trú- arbrögðum. Þegar maðurinn deyr, er einstaklings tilveru hans lokið. En verk hans, eða afleiðingar þeirra, karma, halda áfram á næsta tilverustigi, og utan um þau myndast ný ein- staklings tilvera. Til þess að ÍQsna við þessa endurtekningu lífsins á nýjum og nýjum til- verustigum, á hver maður að lifa svo, að hann nái fullkomn- uninni sem fyrst, eða komist í nirvana. En hvað er nirvana? Þeirri spumingu er ekki unt að svara. Það er endir alls þess, sem vér mundum nefna líf eða tilveru, en samt er það hin ai- gerða fullkomnun og sæla. Siðkenningar Búddhatriiar- innar höfðu djúp og varanleg á- hrif á hugsunarhátt manna, þar sem hún breiddist út. Þeir, sem aðhyltustu hana, lifðu,* ó- brotnu lífi, voru fullkomlega hreinskilnir og fyrirlitu jafnt vanahelgaðar siðvenjur sem mannlega lesti. “^lugsið ekki,” stendur á einum stað, “að játn- ingarnar, helgisiðir, fórnfæring- ar og bænir séu nokkur hluti þess góða. Ekkert er gott nema það, að vinna engum mein og breyta vel við alla, bæði menn og-dýr.” Engin laun eru í vændum fyrir góðverk og engin hegning fyrir það, sem ilt; en góðverkin miða til lausnar, það illa aftur á móti tefur fyrir lausninni. Um tíma náði Búddhatrúin afarmikilli útbreiðslu á Indlandi, en mótspyrnan gegn henni varð þar mjög áköf. Brahmatrúar- prestarnir risu upp á móti henni, og með timanum varð henni útrýmt þaðan. Samt skildi hún þar eftir mikil áhrif. En í öðrum löndum Austur- Asíu hefir henni vegnað betur; á Austur-Indlandi, í Siam, Kfna, Tíbet og Japan og víðar telur hún áhangendur í miljónatali. í öllum þessum löndum er hún mjög breytt frá því, sem hún upprunalega var. Á eynni Cey- lon hefir liún tekið minstum breytingum og þar hafa hin á- reiðanlegustu fornrit hennar, Palí-bækurnar, varðveizt. Als- staðar þar sem Búddhatrúin hefir breiðst út, nema á Ind- landi, hefir hún runnið meira eða minna saman við þau trúar- brögð, sem fyrir voru. Þannig t. d. í Japan er f jöldi /ólks, sem aðhyllist bæði Búddhatrú og Shinto-trú. í þessu er ekkert ósamræmi. Shinto-trúin er gamall átrúnaður, Búddhatrúin er lífsskoðun, vegur til frels- unar og sælu. En vegna þessa samvinnu við önnur trúarbrögð hefir Búddhatrúin orðið fyrir á- hrifum frá þeim. Búddha sjálf- ur hefir verið gerður að guði og ótal myndir af honum hafa verið settar í musteri Búddha- trúarmanna. Undarleg tilviljun er það, að maðurinn, sem sjálf- ur, stofnaði trúarbrögð, án þess að kenna guðstrú, skuli hafa verið tekinn í guðtölu. Myud hans í Kanvakúra í Japan er hið veglegasta guðalíknesk^ sem er til. Fyrir því hneigja þúsundir manna höfuð sín í lotningu, lúta guðinum og manninum. Og hvað er sú til- beiðsla annað en viðurkenning þess sannleika, að þar sem mannleg viðleitni til að frelsast frá því illa er á háu stigf, nálg- ast maðurinn mest hið guð- dómlega? "STÆRÐ ALHEIMSINS” Heimskringla var svo væn rétt nýlega, að geta um út- komið vísindalegt rit. Þar kváðu tveir nafnbóta menn vísindanna taka sér fyrir hendur, að reikna út stærð alheimsins, Gera má ráð fyrir gð vísindin hafi lagt einhverja skynsamlega aðferð til grundvallar fyrir þeim út- reikningi. Annað væri fálm til að kasta skugga á vísindin og gera sjálfa sig hlægilega. Nú vill svo til, að munurinn á stærð alheimsiiis, samkvæmt útreikningi þessara manna er svo mikill, að hann einn gæti verið heillvóútreiknanlegur al- heimur. Þá stærð alheimsins, sem annar nefnir, má margfalda með 15,000 svo hún jafnist við stærð hins. Vitskuld er hinn minni vís- indalegi askur hvað stærð snertir, óskiljanlegur öllu mann- legu viti, en þó má stækka hann fimtán þúsund sinnum svo hann verði jafn stór hin- um! Vísindalegt!? Margt vitlaust hefir maður nú heyrt um dagana, en fátt fjar- stæðara heilbrigðri skynsemi en þetta. Það væri ekkert þó fólk 1 brjálað, léki sér að svona vit- leysum, en að skýla fáfræði sinni og heimsku með virðing- ar nöfnum ,sem fólk heldur að meini eitthvað, það er siðferðis-. legur glæpur. Það fer æfinlega illa þegar menn ganga á marga háskóla, fá á sig metorða og virðingar merkja lús, en verða svo ekkert. annað en naut. Nú á tímum er orðið: vísindi, notað mjög ó- gætilega um allskonar lauslegar ágizkanir og þvaður, sem ekkert raunverulegt hefir við að styðj- ast og engar sannanir. Undir nafni vísindanna fara menn nú með staðlaust fleipur og bull. Öðru máli er að gegna þegar ekkert satt og rétt þarf að leggja til grundvallar fyrir stað- hæfingum sínum, eins og Pétur gerir að sögn frúarinnar: Frú A: “Dæmalaust segir hann Pétur að himnaríki sé stórt og fallegt”. i Frú B: “Hann Pétur! Hefir hann nokkurn tíma verið þar?” Frú A: “Já hvað heldur þú blessuð mín. Eg er viss um að hann kemur þar aldrei. Hann bara hefir þetta úr ritningunni eins og prestar gera”. Á mjög svipaðri undirstöðu virðast snmir byggja í nafni vís- indanna. Það er þó með Pétur greyið, að ekki sýnist hann telja stærð og fegurð himna- ríkis víítindalegan útreikning, og er það nú góðra gjalda vert, Jóhannes Frímann * * * Aths. Grein þessi sem höf. gerir að umtalsefni var tekin úr ame- prísku riti og hafði verið dregin saman úr skýrslu nýútkominni frá rannsóknarstofnuninni al- kunnu “The Smithsonian In- stitute.” Skýrsla þessi er gefin út á nokkurra ára fresti og á að sýna hvert rannsóknum og til- gátum er komið viðvíkjandi hin- um efnislega heimi, í það og það skiftið. Sem greinin ber með sér eru engar fullyrðingar gerð- ar um stærð alheimsins, heldur er hins getið að eftir hlutfalls- kenningunni (Theory of Relativ- ity) ef sú tilgáta reyndist senni- leg að alheimurinn ætti sér tak- mörk sem alt annað, þá væri hin ágizkaða stærð lians þessi sem frá var skýrt. Ekki var nú yfirlæti vísindanna meira en þetta, og má svo virðast sem þeim sá vandlifað ef þau eru ekki frjáls að öðrum eins smá- munum og þessum. Auðvitað liggur það í augum uppi, að verðir sannleikans, hvorki mega né geta látið smámunina fram hjá sér fara átölulaust. Það er afsakanlegt þó þeir gæti þá eigi hófs, gæti ekki að öllu leyti prða sinna, en stjaki óþyrmilega við fáráðlingunum, þessum “margra háskóla” vísindamönn- um, sem eru að seilast* inn í verkahring þeirra og fræða fólk- ið” “undir nafni vísindanna” en “fara með staðlaust fleipur og bull.” Engir finna betur til hversu ósæmilegt slíkt athæfi er en þeir, sem komist hafa til þekkingar á sannleikan- um. Hin óþolinmóðu orð eru sprottin af fyrirlitningunni fyrir fávísinni en virðingunni og lotn- ingúhni fyrir hinni háu köllun sannleikansvarðanna og hinu ó- eigingjarna markmiði þeirra. Gæta verður virðingar stéttar- innar. Vér getum til dæmis hugsað oss hvað Sölvi Helga- son hefði sagt um aðra eins grein og þessa í síðustu Hkr. hefði hún borið honum fyrir sjónir. Nýja Sagan Sagan sem nú hefst í blaði voru er víða kunn þar sem ensk tunga er lesin; þó nú séu meir en áttatíu ár síðan hún var birt á prenti í fyrsta sinn, þá er svo sagt, að enn sé hún gefin út jafnt og þétt í ensku mælandi löndum og lesin af ungum jafnt sem gömlum. Hún þótti vera mikil nýjung á sin^ii tíð, og því ' ar ekki undarlegt, að hún væri bá mikið keypt og lesin, en að svo er enn, virðist bera vott um að hún hafi kosti umfram aðrar, sem hafðar eru til dægra stytt- ingar aðeins eða stundar gam- ans. Að lesendum blaðsins verði saga þessi til sem mestrar á- nægju hafa útgefendur fengið alkunnan menta og hæfileika mann til að færa hana í sem fallegastan íslenzkan búning. Sama er að segja um þýðing ljóðanna, sem hér eru kveðin af þeim sem hefir snjalla, raust og mjúka, umfram aðra vor á meðal. / Fleira er matur en flesk, segja menn, og fyr má vera saga en full sé af glóðvolgu ástabralli og þesskonar vélum og hrekkja- brögðum; þó slíkt finnist ekki til mikilla mun í þessari frægu sögu, þá er þess að vænta að lesendur vorir hafi skemtun af henni og hvíld, ef ekki kitlandi æsing, á þeim vetrarkvöldum, sem nú nálgast; líka bera að virða viðleitni vorá að veita þeim það sem vér teljum vera af hinu skárra tagi. Þýðandi sögunnar er kand. phil. Kristján Sigurðsson, fyr- verandi ristjóri “Lögbergs”. BRÉF TIL HKR. Frh. frá 1 bls. sem allra styst. Þegar þeir biðja um brauð er þeim boðin vinna en það þykir þeim þunnur frambæringur svo þeir hypja sig fljótlega í burt. Éitt car-load hefir veriö sent héðan af garðávöxtum til nauðlíðandi.fólks í þurka pláss- unum. Gekk það mjög greiðlega að safna í það, því garðávaxta uppskera var ágæt svo flestir hafa meira en þeir með þurfa. Frekar lítið hefir verið sent héðan af nautgripum á mark- aðinn því prísar eru svo lágir. Þó munu um 250 gripir hafa verið fluttir héðan það sem af er árinu -þar að auki svín og nokkur hross. Rjómabúið hefir haft allmikið að gera á sumrinu og hveiti millan malar nú nótt og dag. Eitt eður tvo ný hús hafa verið bygð og töluverðar endurbætur á þeim gömlu. Verzlunum hefir ekki fjölgað svo teljandi sé. Einn kaupmað- ur má segja að færi á hausinn en nú er annar komin í hans stað. Frh. á 8. bls. GULLBRÚÐKAUP var þeim haldið hr. Klemens Jónassyni í Selkirk og Ingi björgu Jónsdóttur á föstudaginn var. Stóðu fyrir því vinir þeirra og ættingjar í Selkirk. Sam- sætið var haldið í Samkomuhúsi Selkirk safnaðar og hófst um kl. 8.30 e. h. Séra Runólfur Marteinsson var samkomustjóri og kallaði hann fram ýmsa af gestunum er sögðu nokkur árn- aðar orð til hinna öldnu heiðu-'s hjóna Milli ræðanna var skemt með söng og hlóðfæraslætti. Veitingar voru hinar rausnar- legustu og var setið að borðum fram undir miðnætti. Við sam- komulok ávarpaði gullbrúðgum- inn gestina með snjallri ræðu. Er hann ræðumaður góður og hefir jafnan þótt, málsnjall og orðhagur. Fjögur börn þeirra hjóna voru þarna stödd og átján barnabörn. Er það myndarlegur og mannvænlegur hópur. Gull- brúöhjónunum var afhentur dá- lítill sjóður í gulli, frá gestun- um, til minningar um kveldið. Þau hjón Klemens og Ingbjörg eru bæði Húnvetningar að ætt. Ingibjörg er dóttir Jóns bónda á Litlu Giljá í þingi en Klemens er dóttursonur þeirra hjóna Klemensar og Ingibjargar í Ból- staðarhlíð og var alinn upp af þeim. Árið 1886 fluttu þau Klemens Jónasson og kona hans vestur hingað og hafa mestan þann tíma búið í Selkirk. “Hkr.” árnar þeim til' hamingja með gullbrúðkaupsdaginn og óskar þeim allra heilla í framtíðinni. ínköllunarmenn Heimskrin^lrn f CANADA: árnes................................. F. Finnbogason Amaranth ............................ J. B. Halldórsson Antler...................................Magnús Tait Árborg T...............................G. O. Einarsson Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason Beekville ............................ Björn Þórðarson Belmont .................................. 6. J. Oleson Bredenbury...............................H. O. Loþtsson Brown.............................. Thorst. J. Gíslason Calgary............................. Grímur S. Grímsson Churchbridge..........................Magnús Hinriksson Cypress River......................................Páll Anderson Dafoe, Sask., .......................... S. S. Anderson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale .............................. Ólafur Hallsson Foam Lake................................John Janusson Gimli................................... K. Kjernested Geysir..................................Tím. Böðvarsson Glenboro .. •...........................G. J. Oleson Hayland .............................. Sig. B. Helgason Hecla .......................... .. Jóhann K. Johnson Hnausa • • • • • • m > •: • • • • .. . Gestur S. - Vídal Hove..................................Andrés Skagfeld Húsavík................................John Kernested Innisfail ......................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar .............................. S. S. Anderson Keewatin............................ Sigm. Björnsson Kristnes.......*.......................Rósm. Árnason Langruth, Man...:........................ B. Eyjólfsson Leslie...............................................Th. Guðmundsson Lundar ................................. Sig. Jónsson Markerville ........................ Hannes J. Húnfjörð Mozart, Sask............................. Jens Elíasson Oak Point.............................Andrés Skagfeld Oakview ............................ Sigurður Sigfússon Otto, Man.......................-.........Björn Hördal Piney..................................S. S. Anderson Poplar Park............................Sig. Sigurðssoa Red Deer ........................... Hannes J. Húnfjörð Reykjavík ................................. Árni Pálsson Riverton .......................... Björn Hjörleifsson Selkirk............... . -............ G. M. Jóhansson Steep Rock ............................... Fred Snædal Stony Hill, Man........................... Björn Hördal Swan River......................... Halldór EgilssoD Tantallon..................^..........Guðm. ólafsson Thornhill...........................Tborst. J. Gíslason Víðir..................................Aug. Einarsson Vancouver, B. C ................-....Mrs. Anna Harvey Winnipegosis..............—........... Winnipeg Beach.........................John Kernested l^ynyard...............................S. S. Anderson T BANDARfKJUNUM: Akra ................................. Jón K. Einarsson Bantry....................1.......... E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash....................... John W. Johnson Blaine, Wash......................................... K. Goodman Cavalier ............................ Jón K. Einarsson .Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg..............................Hannes Björnssoa Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson .. ............................Jón K. Einarsson Ivanhoe .. .........................Miss C. V. Dalmann Milton..................................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain..............................Hannes Björnssom Point Roberts...................................Ingvar Goodman Seattle, Wasli........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold ............................... Jón K. Einarsson Upham.................................. E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.