Heimskringla - 01.11.1933, Blaðsíða 4
4. SÍÐA.
*
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 1. NÓV. 1933
WTetmskrtnglct
(Stofnuð ÍS8S)
Kemur út á hverjum miðvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86 537 ______
Ver8 blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst
tyrlríram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.
Ráðsmaður TH.- PETURSSON
853 Sargent Ave., Winnipeg
Uanager THE VIKING PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
\ Ritstjóri STEPÁN EINARSSON
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
“Heimskringla” is publisJied by
and printed by
The Viking Press Ltd.
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
I_________
MOLAR
um stjórnmál o. fl.
“Flokkaskiftingu hefi eg skoðað óvið-
komandi mínu starfi. Eg hefi gleymt
henni; hefi oft ekki verið'mér þess vit-
andi, að eg heyrði til neinum flokki. Það
sem mér hefir fundist mestu varða, er
landið ykkar og mitt. Því hefi eg helgað
þá krafta óskifta, sem eg hefi yfir að
ráða.”
Þannig fórust forsætisráðherra Canada,
R. B. Bennett, orð í ræðu er hann flutti
nýlega (9. okt.) í Winnipeg.
Væri ekkert annað við þessi ummæli
en það, að þau láta vel í eyra, myndum
vér ekki hafa veitt þeim neina athygli.
En það góða við þau er, að þau eru sönn.
Mr. Rennett hefir ekki legið á liði sínu i
neinu er hann hefir álitið ^landinu til vei
ferðar. Menn getur greint á við hapn
um stefnur og starfseðferðir. En um það
að hann hafi sýnt í verki, að hann beri
hag landsins fyrir brjósti ,er alment við-
urkent. Og um afstöðu hans til flokka-
skiftingar, ber það einnig vott, að hann
hefir, svo ákveðinn flokksforingi sem
hann þó er, skipað andstæðinga sína
jöfnum höndum í stöður og flokksmenn
sína. Þess eru þó nokkur dæmi og sum
íslendingum ekki fjarri (t. d. staða dr.
Bíldfells). Sannleikurinn er ef til vill sá,
að það hefir aldrei verið forsætisráðherra
í Canada ,sem minna hefir látið sig
flokksfylgið skiftá, þó staða eða önnur
hýra hafi á takteinum verið, en Mr. Ben-
nett — og enginn heldur látið sig yelferð
landsins meiru skifta.
Hveiti uppskera Frakklands er sagt að
nemi á þessu ári 338,668,095 mælum.
Það er 98,668,095 mælum meira en upp-
skera Canada. Auk þess átti Frakkland
afgang frá fyrra ári, er 1. ágúst 1933 nam
44,000,000 mælum. Með því og hveiti
frá Morokko og.öðrum nýlendum Frakk-
lands, er hveiti forði þess nú 392 miljónír
mæla. Hveiti-neyzlan nemur 338 miljón-
um, svo Frakkland hefir milli 50 og 60
milpón mæla til útflutnings. En vegna
verðsins á hveitinu eiga Frakkar afar
eriftt með að selja það erlendis og und-
anfarin ár má segja, að þeir hafi ekkert
getað selt. Á Þýzkalandi og Spáni er til
samans meiri hveitiuppskera í ár en í
Canada. Canada er af þessu að dæma
ekki eina hveitiræktarland heimsins.
Þó hér sé ekki bent á fleiri lönd í Ev-
rópu en þetta ,og um mörg önnur má
líkt segja ,nægir það til að sýna, hvernig
.sölumöguleikar eru að verða nú í hinum
forna viðskifta heimi fyrir hveiti héðan.
Þarf því engan að furða á samþykt stjórn-
anna á fundinum í London í haust, sem
að því laut, að takmarka framleiðslu
hveitis um 15 af hundraði í öllum helztu
hveitiræktarlöndum heimsins á komandi
ári. Hlaut þetta að snerta Canada sem
önnur lönd.
En þrátt fyrir það þó samþykt þessa
hafi hér sem annar staðar verið litið á
með sanngirni af mörgum, hefir samt af
ýmsum verið reynt til að þyrla uþp ryki
í sambandi við hana og gegn henni af
pólitízkum andstæðingum sambands-
stjórnarinnar. Hafa blöð þeirra sperst
við að fræða almenning um það, að næg-
ur markaður sé í Evrópu fyrir hveiti
héðan ,en hans verði ekki notið, vegna
tollastefnu Bennett stjórnarinnar. Hvar
sá markaður er, láist þeim þó að geta um.
Af þessum sömu mönnum hefir einnig
verið haldið fram, að skerfur Canada sé
of lítill á hveitimarkaðinum, samkvæmt
samningunum, þar sem ekkí er gert ráð
fyrir ,að það selji nema 200 mfljón mæla
til Evrópu í ár. Ef þessir menn sjá mú
nokkra möguleika til að selja meira,
hefðu þeir eins vel átt að geta séð þá
árið 1929, er King stjórnin og Hveitisam-
lagið, sem þá höfðu umsjá þessara við-
skifta með höndum, gátu ekki selt nema
186 miljón mæla til Evrópu. Þó vand-
kvæðin á hveitisölu nú kunni að vera
Bennettstjóminni að kenna, voru þau þaö
vissulega ekki 1929.
Annars_væri góðra gjalda vert, að graf-
ast fyrir orsakirnar að hveitisöluvandræð-
unum. Það var undarlegt ,að Evrópu-
þjóðirnar skyldu taka upp á því, að fram-
leiða hveiti í svo stórum stíl, svo kostnað-
arsamt, sem það þó er fyrir þær. Getur
það verið vafamál að háverð á hveiti hér
hafi verið ástæðan, er rak til þess? Og
verðinu réði Hveitisamlagið þá. Er ekki
með því neinni rýrð kastað á samlags-
hugmyndina. Gallar hennar þó einhverjir
séu, eru hverfandi hjá kostunum. En
það voru mennirnir, sem Hveitisamlaginu
stjórnuðu, sem eklci kunnu fótum sínum
forráð og töpuðu ekki einungis Evrópu
markaðinum heldur kollvörpuðu einnig
Hveitisamlaginu, eins og raun hefir á
orðið með flest samlög hér. Þar hefir
ekki verið ein báran stök.
Vér sögðum að Hveitisamlagið væri úr
sögunni. Það er það að vísu ekki, nema
hvað bændur áhrærir. í Manitoba er það
enn starfrækt af fylkisstjórninni. Fyrir
hverja vitum vér ekki. Einnig sáum vér
að stjórnendur þess voru nýlega kosnir,
sömu mennirnir og áður kafsigldu sig, og
sem vér héldum ekki þörf á, þar sem
bæði vér og aðrir álitum að þeir væru
fyrir löngu á eftirladn komnir. En það
hefir auðsjáanlega ekki verið.
Það er, svo f fullri alvöru sé talað, und-
arlegt, er samlags fyrirtækjupi hér hank-
ast á, er hlutaðeigandi almenningi aldrei
nein grein fyrir því gerð. Hljóta þó
stuðningsmenn þeirra að eiga heimtingu
á því. Þó það bætti þeim ekki skaða
þeirra, gæti það orðið stjórnendum slíkra
fyrirtækja til viðvörunnar í framtíðinni.
Eftir fregnum frá íslandi að dæma, lít-
ur út fyrir, að vöruaðflutningsbannið þar
hafi borið nokkurn ávöxt fjárhag landsins.
Af viðskiftunum við önnur lönd er tekju-
afgangur, sem tekjuhalla fyrra árs hefir
að mestu þurkað út. Það hefir aukið láns
traustið svo, að ísland fær nú lán með
lægri vöxtum en áður. Þetta er öllum
Vestur-íslendingum fagnaðarefni.
Stjórn Canada hefir farið mjög svipað
að ráði sínu og framsóknarflokksstjómin
eða bændastjómin á íslandi gerði í þess-
um efnum. Árangurinn hefir og orðið sá
sami. Það hefir meira en nokkuð annað
borgið hag landsins. Ef spor það heföi
ekki verið stigið, hefði tekjuhallinn hrúg-
ast upp um 100 miljónir dala á ári. Að
greiða hann í gulli hefði Canada orðið
að gera, sem nú er krafist af öðrum
þjóðum, og sem gjaldþrot hefir leitt af
fyrir þær. Gjaldþrot þjóða heimsins stafa
flest af þessu. Einstaklingar, sem fram-
leiðslu hafa með höndum, hafa hrúgað
henni til annara lapda, hvo?t sem líkur
voru til eða ekki, að þau gætu greitt fyrir
hana. Það hefhv fyrir þjóðunum farið
eins og einstaklingnum sem í búðina
gengur og tekur vörur að láni, sem hapn
getur ekki borgað. Það fýkur vanalega
fyr eða síðar í það skjólið. Af því stjórn
Canada galt varhuga við þessu, er það
nú í fremstu röð landa, að því er láns-‘
traust snertir. Erum vér þess víssir, að
Vestur-íslendingum er það ánægju-efni,
að þau tvö lönd heimsins, er þeir unni
mest, skuli nú í lok kreppunnar, vera
fjárhagslega örugg þrátt fyrir það þó
stærstu ríki ’veraldarinnar hafi þar mist
fótanna.
Nýlega vorum vér á ferð úti í mokkrum
bygðum þessa fylkis. í marga smábæi og
þorp komum vér. Alsstaðar barst talið að-
atvinnuleysinu — og bættu þeir er vér
áttum tal við ávalt við, að í þeirra bæjum
væru engir á framfærslu styrk. Það var
gleðiefni, þó maður frá Winnipeg gæti
ekki sömu sögu sagt. Atvinnuleysið í
stórbæjum landsins er stærsta bölið. Auk-
in hv*itirækt hér bætir ekki úr því. Við
hana vinna aldrei nema ein miljón manna
eða einn tíundi þjóðarinnar. Hún væri
ekki atvinnulausum bæjarlýð full stoð.
Það má auðvitað við því segja, eins og
maður sagði við oss, að sá lýður sem sezt.
að í bæjum hefði ekki átt til þessa lands
að flytja. En einhversstaðar verða vond-
ir að vera.^Og fram úr vandræðum mann-
mergðar heimsins hefir iðnaður landanna
ráðið til* þessa. Án iðnaðarreksturs stór-
bæjanna, hefði mörgum orðið erfitt að
afla sér brauðs. Þetta vakir fyrir stjóm-
um flestra eða allra landa, er þó er oft
bmgðið um það, að draga taum bæja-
iðnaðarreksturs meira en góðu hófi gegn-
ir, eða skeyta minna um hag alþýðunnar
en iðnaðar-burgeisanna. — Meðal-hóf
stjórna er þarna að sjálfsögðu vandratað.
En eins fyrir það, er aðal-markmið og
þýðing bæja iðnaðarins ljós. Það er hætt
við ,að olnbogarúm bændabýlanna yrði
minna, ef allir ættu að stunda búnað. Á
þessi megin-atriði er hér minst yegna
þess, að oss virðast þau oft gleymast, er
um þjóðmál er rætt og hver keppist við að
skara eld að sinni köku, en missir um leið
sjón á báðum augum fyrir velferð ann-
ara. Ef þjóðinni lærist ekki að líta á
þjóðmál sín frá víðtæku samfélagslegu
sjónarmiði, er hætt við að rekstur þjóðar
starfsins gangi með rykkjum og skrykkj-
um, en ekki eins jafnt og farsællega og
með þarf.
Það sem að Vestur-Canada háir meira
en nokkuð annað og hætta meira að segja
vofir yfir, ef ekki er úr því bætt, er að í
bæjum hér er svo tilfinnanlega lítill iðn-
aður. Oss er það með öllu óskiljanlegt,
hvers vegna að skógerð og klæðaverk-
smiðjuiðnaður geti ekki þrifist hér í Win-
nipeg t. d. svo að minst sé á fátt eitt af
því,' sem í augum uppi liggur, að hér ætti
að vera starfrækt. Það mætti eflaust
benda á hundrað fleiri tegundir iðnaðar,
sem höndin býður hér eftir að vinna. Þeir
sem slíkt tækju sér fyrir hendur, intu af
hendi þarft verk í þarfir þjóðfélagsins með
því að bæta úr atvinnuleysi ,bæði því er
nú stendur yfir og í framtíð. Og þeirri
aðstoð sem stjórnir með ýmislegri aðhlú-
un og almenningur með viðskiftum gætu
veitt þessu til eflingar, væri sízt illa varið
eða kæmi sízt illa niður þar. Að þessi
iðnaður hefir ekki komist hér á fót fyrir
löngu ætlum vér því að kenna, hve treg-
lega oss hefir lærst, a,ð líta á þjóðlegt
starf frá samfélagslegu sjónarmiði.
Með fyrirtækjum sem þessum, væri
unnið að því að afla mönnum varanlegr-
ar vinnu ,eins og verið er að gera með
því, að koma þeim fyrir á bújörðum, sem
nokkuð hefir verið gert að, og með ágæt-
asta árangri . Af þeim 400, fjölskyldum,
sem greitt hefrt- verði fyrir á þennan
hátt í þessu fylki síðast liðin tvö ár, er
sagt, að átta aðeins hafi mishepnast bú-
skapurinn. Vega- og skógarvinna og
hvað sem er, getur verið betra en ekkj
neitt í þráðinu. En lang varanlegust
lækning atvinnuleysisins væri þetta tvent,
bunaðurinn og iðnaðurinn, sem á hefir
verið minst.
Skipulagsleysið í framleiðslu, iðnaðar-
rekstri og verzlun, er það, sem bori
hefir starf þjóðfélagsins í öflum löndum
UPP á sker. Hvernig verður því bjargaö
við? Um það tafla margir sem vanda-
laust sé og auðvelt. Meiri sjálfsblekking
er ekki til en það. Starf, sem rekið hefir
verið lengi þrátt fyrir höpp og glöpp
verður nú að skipuleggja. Og því fylgja
ekki aðeins breytingar, sem nokkrum
geta komið illa, heldur verður að leggja
sum þ'eirra niður með öllu. Land, sem
lengi hefir bygt upp atvinnuveg, sem til-
veru sína liefir átt undir erlendum við-
skiftum rekur í nauðir með þann atvinnu-
veg, er þau viðskifti dvína. Á ótal dæmi
þess má nú benda í hverju landi að svo
er komið. Og þá fyrst er byrjað á að
haga störfum og framleiðslu eftir þörf
heima fyrir. Og verkefni það, sem byrja
hefði átt á fyrir einum eða fleiri manns-
öldrum ,er svo ætlast til að hin eða þessi
stjórn leysi af hendi — öllum að sárs-
aukalausu — á tveimur til fjórum árum.
Inn í slíka endurnýingu lífdaganna stígur
engin þjóð á svo stuttum tíma, hvað vel
sem stjórnirnar vilja gera. Með Ottawa-
samningunum byrjaði Bennett stjórnin á
slíku skipulags starfi, að því er viðskiftin
snertir við önnur lönd. Hveitisamning-
arnir nýju lúta að því sama. Ennfremur
með takmörkun á hóflausum innkaupum
erlendrar vöru, sem þetta land getur veitt
sér sjálft. Hve margir af þjóðarheildinni
líta á og gera upp reikninginn af þvf
starfi stjórnarinnar í áminstu ljósi er
oss ekki kunnugt um. En án þess að það
sé gert verður þó ekki sanngjarn dómur
kveðinn upp um það. /
i blöðum nýkomnum frá Bandaríkjun-
um, er þeirrar fréttar getið, að Banda-
ríkjastjórn hafi falið viðreisnarstarfsráði
sínu (N.R.A. Directors) að yfirvega ná-
kvæmlega tolllögin til þess að grenslast
eftir því, hvort vörur frá öðrum löndum
og sérstaklega Canada, væru ekki að
flytjast inn í landið og spilla fyrir sölu
bændaafurða. Ef sú skyldi vera raunin á,
hafði áminst ráð heimld til að hækka
tollana. Þö Canada kaupi miklu meira
árlega af Bandaríkjunum en þau gera
héðan, er þess gætt þar, að þau njóti
síns heimamarkaðar sjálf. Er
það eitt sýnishornið af því,
hvernig er að eiga undir högg
annara þjóða að sækja með
sölu afurða siöna. Á sama tíma
og þessi skipun er gefin út,
skrifar blað eitt í Winnipeg
langan leiðara um það, hví Can-
ada skifti ekki 'við Bandaríkin
og selji þeim bænda-afurðir
héðan — og kemst að þeirri
niðurstöðu, að það sé stjórn
Canada að kenna. Flokks póli -
tíkin er sjáanlega nokkrum enn
fyrir mestu.
FRÁ VESTUR-ÍSLENDINGUM
Frh. frá 2 bls.
íslendingar hafa ritað á víð og
dreif í blöð og tímarit. Að fara,
að skýra nákvæmlega frá þess-.
um hlulmm, verður hér énginn
kostur á, enda má vísa til mjög
ítarlegrar og skilmerkilegrar rit-
gerðar um þessi efni eftr dr.
Rchard Beck í Eimreiðinni 1928.
Þeir, sem halda að hér sé um
mjög lítilvægt bókmentalegt
starf að ræða, ættu að Mta í
Sýnishorn þessara skáldrita.
“Vestan um haf”, sem þeir Ein-
ar H. Kvaran rithöfundur og dr.
Guðmundur Finnbogason —
bjuggu undir prentun og^gefið
var út árið 1930 í tilefni af
heimförinni. Er þar svo mikið
af djúpskyggnum og kjarnyrt-
um skáldskap, að enginn mun
efast um það, að þeim lestri
loknum, að Vestur-íslendingar
hafa lagt drjúgan skerf til ís-
lenzkra bókmenta, enda er þess
ekki að dyljast, að þeir hafa átt
mörg ágæt skáld. Stephan G.
Stephansson, eitt hið merkileg-
asta skáld meðal íslendinga fyr
og síðar, átti vafalaust þroska
sinn að þakka vesturförinni að
ekki litlu leyti og svo hefir
orðið um fleiri, að í Vesturheimi
hafa mönnum opnast ýms and-
leg víðsýni, sem óvíst er hvort
orðið hefðu slík hér heima. Það
þýðir ekki að nefna nöfn fyrst
ekki verður stund til að segja
margt frá hverjum einum, en
allmörg skáld og rithöfunda
hafa Vestur-íslendingar átt og
eiga enn, sem teljast mega
hlutgeng með góðskáldum hvar
í heimi sem er og einnig skáld
og rithöfunda á enska tungu,
sem getið hafa sér góðan orð-
stír. pm blaðaútgáfu Vestur-
íslendinga hefir margt veriö
misjafnlega sagt og sumt ekki
alískostar sanngjarnt. Að vísu
er það ekki ástæðulaust, sem
bent hefir verið á, að ritsmíðar
sjáist þar stundum fremur bág-
bornar, og að blöðin gangi
nokkuð langt í því að hirða og
birta skrif mentunarlítilla
manna. En á hitt er þá ;líka
að líta ,að sú ást, sem íslenzki
alþýðumaðurinn vestan hafs
sýnir með þessum ritsmíðum á
bókmentalegri iðju og sú við-
leitni, sem hann sýnir með
henni í þá átt að glíma við ýms
örðug viðfangsefni, svo sem
guðfræði og mannfélagsmál, er
I fullan aldarfjórðung hafa Dodd'*
nýrna pillur verið hin viðurkenndn
meðul við bakverk, gigt og blöðru
sjúkdómum, og hinum mörgu kvilla
er stafa frá veikluðum nýrum. —
t>ær eru til sölu í öllujn lyfjabúð-
um á 50c askjan eða 6 öskjúr fyri/
$2.50. Panta má þær beint frá
Dodds Medicine Company, Ltd.. Tor-
onto, Ont., og senda andvirðið þang-
að.
af þéssum hlöðum er ekki í
höndum nema örfárra vestra.
og ef glöggir menn hafa um
þetta að sýsla, þá má velja upp-
prentunina svo vel, bæði fréttir
og fræðandi greinar, að einung-
is hið bezta og merkilegasta sé
tekið, og á þennan hátt hafa.
einmtit Vesturheimsblöðin orð-
ið hreinasta gullnáma fróðleiks-
fúsri 'alþýðunni út um landið.
Og fyrir margháttaðan frétta-
flutning þeirra og upplýsingar
hafa landar fylgst miklu betur
1 með því, sem hér heima hefir
verið að gerast en ella mundi.
| íslenzku blöðin vestan hafs hafa
því unnið hið mesta þarfaverk,
j ekki aðeins áður en menn fóru
; almnet að lesa hin stóru ensku
i dagblöð sér til gagns heldu.r
einnig síðan, á því sérstaka
sviði að efla þjóðernistilfinning-
| una og viðhalda áhuga manna
fyrír málefnum ættjarðarinnar.
Ef vér víkjum svo að menn-
ingu íslendinga vestra yfirleitt,
þá vil eg leyfa mér að vitna til
orða séra Jónasar A. Sigurðs-
sonar, mikils gáfumanns og
skáldprests ,sem alizt hefir upp
með frumbýlingsbaráttunni og
tekið sjálfur þátt í henni með
starfi sínu. Hann segir í ritgerð
í Tímariti Þjóðræknisfélagsins
1929:
“Við það ber að kannast, að
vér Islendingar höfum ekki
höfðatölunni til að dreifa. Vér
erum mannfærri en t. d. Rússar
og Kínverjar hér í álfu. Aftur
á móti er íslendingurinn jafn-
an framarlega eða fremstur í
flokki þeirra manna, sem hann
heyrir til. Hann er læknir eða
lögmaður þorpsins. Hann er
pqstmeistárinn, bankastjórinn,
kaupmaðurinn ,kennarinn og á
sæti í bæjarráðinu. Hann flyt-
ur fyrirlestra um land sitt og
syngur fyrir fólkið og stundum
eru bæði lögin og ljóðin eftir Is-
lendinga. — Vestur-íslendingar
j hafa ekki setið hér auðum
j höndum þau 50 ár, eða rúmlega
I það, sem þeir hafa átt aðsetur
í Ameríku . Meðal þeirra eru
rithöfundar, skáld, tónskáld,
blaðamenn, bókaverðir, dómar-
nálega eins dæmi og ber vott
um óvenjulega andlega sinnu.
Yfirleitt finst mér ekki ástæða
til að amast við því um skör
fram, að þessir menn fái að láta
ljós sitt skína í blöðunum, enda
þótt einþverju sé nú .ef til vill
ábótavant um framsetninguna,
því að blöðin hafa einmtit orðið
fyrir þá sök merkilegur spegill
af þjóðarlífinu vestan hafs, eins
og líka réttilega hefir verið bent
á. Annars má þá einnig halda
því á lofti, að í blöð þessi hefir
'líka margt verið skrifað með á-
gætum, og við þau hafa stund-
um verið prýðilega vel ritfærir
menn. Blöðin Heimskringla og
Lögberg, sem nú eru hér um bil
fjörutíu ára gömul, eru einhver
stærstu vikublöð, sem gefim
hafa verið út á íslenzka'tungu,
og hafa þau iðulega haft bæði
fjölbreyttara og skemtilegra
efni að flytja en blöðin hér
heima. Margir hafa sett það út
á þau, að þau prentuðu nokkuð
mikið upp úr blöðum og tímarit-
um héðan að heiman. En þegar
þess er gætt, að þorrinn allur
ar, löggjafar, lögmenn, læknar,
prestar, prófessorar, kennarar,
lögregluþjónar og menn, sem
hafa á hendi margvísleg stjórn-
arembætti. Iðnað stunda marg-
ir. Þeir eru rafmagnsfræðingar
eða sérfræðingar í ýmsum vís-
indum, stóriðjuhöldar, smiðir,
bændur, sjómenn, námsmenn og
verkamenn. Vestur-lslendingar
hafa reynzt námsmenn með af-
brigðum og hlotið styrki að verð
launum, sem ekki er talið á
annara meðfæri að hreppa en
afburða gáfumanna. . . . Að
safna ítarlegum skýrslum um
námsferil allra Vestur-íslend-
inga væri umfangsmikið starf
eins og hér hagar til, þar sem
íslendingar hafa stundað nám
við æðri skóla um alla þessa
víðlendu álfu, síðan þeir komu
hingað. Engin slík gögn eru
heldur fyrir hendi. En einn
hinna fjölfróðu Vestur-íslend-
inga hefir bent mér á, að á
einum háskóla hér vestra hafí
útskrfiast a. m. k. 90 vestur-
íslenzkir námsmenn og er þó sá
skóli til muna yngri en landnám
*