Heimskringla


Heimskringla - 01.11.1933, Qupperneq 5

Heimskringla - 01.11.1933, Qupperneq 5
WINNIPEG, 1. NÓV. 1933 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA. Islendinga hér. — Ógerningur er líka að setja hér fram skrá um opinber störf, sem Vestur-ís- lendingar hafa haft með hönd- um í Bandaríkjunum og Can- ada. Hygg eg það á einskis roanns meðfæri. En á þessum fimtíu árum hér vestra hafa fslendingar lagt fósturlandinu til: Heimsfrægan landkönnuð, ríkisyfirdómara, fylkisráðherra, dómsmálastjóra, tvo þingmenn á þjóðþing Canada, um tuttugu íslendinga, sem átt hafa sæti á löggjafarþingum, nær þrjá tugi háskólakennara, um fjörutíu lækna og yfir fimtíu presta. Allmargta lyfjafræðinga er mér kunnugt um og um þrjátíu lög- fræðinga. íslendingar hafa ver- ið bókaverðir við ýms stór- merkileg söfn vestra. Vestur- fslendingur er forseti eins stær- sta verkamannafélagsins í heimi. Vestur-íslendingur lög- sækir eitt ríki Bandaríkjanna fyrir hönd munaðarleysingja, cr ríkið misbauð á hryllilegan hátt, vinnur málií, vekur mannúð um land alt, seity verður beinlínis til að breyta hegningarlögum ríkisins. — Vestur-íslendingar , hafa framleitt íþróttamenn, listamenn og sérfræðinga í ýms- um greinum og fræðum. Og þeir af þjóðflokki vorum, sem kenna í barnaskólum og mið- skólum, verða ekki taldir, svo almennir eru þeij^ vor á meðal. Af blaðamönnum, rithöfundúm og skáldum erum vér vafalaust hlutfallslega ríkastir allra þjóða.” x Hér hefir nú ærið mikið ver- ið sagt í Stuttu máli um menn- ing og andlegt atgerfi íslend- inga vestanhafs ,og er þó aðeins farið með staðreyndir eins af gerfróðum manni. Eins og eg komst að orðið í uppharfi máls míns: Sjón er mikils til sögu ríkari um myndarskap og marg- háttaða starfsemi þes'sara landa vorra vestan við haf. ^>ó að vér höfum heyrt af þeim, kemur oss það samt á óvart, að koma þangað og sjá þá. Aldrei bjóst eg vig að hitta þar nándar nærri eins margt af glæsilegu og vel gefnu fólki og raun varð á. Mér munu verða ógleyman- legar fjöldgmargar ánægju- stundir ,sem eg hefi átt með löndum mínum vestan hafs. Alúðlegra, géstrisnara og frjáls- legra fólk getur hvergi. Aftur og aftur kom að mér þessi hugsun: Bara að þetta fólk væri komið heim til íslands! Mér er sérstaklega minnis- stæður dagur fyrir tveim árum síðan. Eg hafði flutt erindi á fsleftdingadegi í Wynyard og fóru hátíðahöldin fram í hinu stórmikla samkomuhúsi, sem Wynyard-búar hafa reist sér við Quill Lake. Um kvöldið var dansleikur í salnum, þar sem mikill fjöldi íslenzkra ungménna úr bygðum í kring var saman-! kominn. Alt í einu fór eg að hugsa um það, hversu mörg handtPk þessi glæsilegi hópur mundi geta unnið hamingju ís- lands til vegs og virðingar, e? hann væri kominn hingað heim. Og hugur minn fyltist af þög- ulli sorg við að hugsa til þess, að þessi fylking æskuhraustra fslendinga (því að pað eru þeir enn að öllum einkennum) skyldi vera þarna niður komin, týnd, óralangt inni í þessu megin- landi, víðsfjarri þeim stað, þar sem starfsemi þeirra og átöli mundu hafa markað ákveðnara spor í tilverunni,- og ííklegast glötuð íslandi að eilífu. — Slík öfundartilfinning kom oft að mér vestra að eg unni ekki Ameríku þessa fólks, fanst það alt vera á röngum stað, útlend- ingar í framandi landi. Og þó að eg viti, að þessi tilfinning er blönduð eigingjirni og þó að ef til vill megi segja eitthvað á þá leið, að það sé sama hvar gott fólk starfi, ef það starfar vel, þá getur starfið samt orðið misjafnlega gifturíkt eftir þvi hvar það er unnið og það er ekki sama fyrir fsland og fram- tíð þess ,hvort börn þe^s ganga á mála hjá erlendum þjóðum, eða vinna einhuga að því að gera garðinn frægan heima fyr- ir. Mín skoðun er sú, að íslend- ingar hefðu aldrei átt að fara vestur. Þó að sumir hlytu vafa- laust af því frama og þroska fram yfir það, sem þeim mundi hafa orðið 'auðið heima fyrir, biðu aðrir tjón á sálu sinni. Pyr- ir sín bættu lífskjör, sem einnig hafa oltið á ýmsu þar vestur frá, hafa menn orðið áð borga með æfilangri þrá og söknuði. Önnur kynslóðin, sem hvorki er fullkomlega ensk eða íslenzk, á sér eiginlega ekkert föðurland. Þriðja og fjórða kynslóðin verð- ur alensk ,og þá er þjóðarbrotið glatað. Auðvitað er það örðugt, að vega ástæðurnar með og móti vesturferðunum, svo að dómurinn verði allskostar sann- gjarn og óhlutdrægur. Sú stað- reynd stendur óhögguð, að margar þúsundir fslendinga fórö af landi burt á árum um ý S70 og fram að stríðsárunum, til að" leita gæfunnar fyrir vest- an haf, og um það verður ekki sakast. En úr því að íslending- ar fóru vestur, og starfa þar enn með talsverðu fjöri, sem sérstök þjóð og hugsa með mikl- um hlýleika heim til gaml.i landsins, þá þarf, vegna beggja aðila, að gera hið bezta úr dreif- ingunni, koma á þeirri sam- vinnu sem bæði heimaþjóðin og þjóðarbrotið vestra hefir gagn og gleði af. Þyrfti margt um þetta að athuga og það því fremur, ef Mkindi yrði til, að helmingi styttri leið opnist bráð- lega milli Vesturheims og ís- lands, ef siglingar hefjast frá Churchill. Kynning þarf aö aukast á milli íslendinga heima og vestra. Hér eru raunar all- margir, sem dvalið hafa vestra, en þeir eru færri af hinni yngri kynslóð vestur frá, sem komið hafa heim og kynst lífinu hér. Gaman væri það, ef hægt váeri að eiga við og við von á hópum af ungu fólki, sem hingað gæri komið til lengri eða styttri dval- ar, til náms eða til að setjasi hér að fyrir fult og alt, ef því félli hér vel og það gæti numið hér yndi. Þetta gæti viðhaldið þjóðernistilfinningu íslendinga vpstan hafs og frændsemi við heimaþjóðina miklu lengur en ella mundi. En hið langæski- legasta, sem hægt væri að gera í þessu máli, væri það, ef hægt væri að stuðla að því, að fs- lendingar færu. að flytjast heim aftur í stórúm stíl. Áhugi þarf að vakna fyrir því, að koma af stað hreyfingu líkrí Zionisman- um, þ. e., að fólk íslenzkrar ætt- ar flytji lieim á óðul feðra sinna, og að ákveðnar ráðstafanir verði gerðar því til fyrirgreið- slu. Eins og eg hefi áður getið um, hefir,þorri hinnar eldi kyn- slóðar ávalt borið í brjósti mikla heimþrá, og yfirleitt virtist mér eins og hinir örðugu tímar, sem nú eru yfirstandandi vestra, hefðu mikil áhrif í þá átt að snúa huga Vestur-íslendinga meir og almennara heim en ’áð- ur. “Þó að það væri ekki til annars”, sögðu sumir þeirra við mig, “en að mega deyja á ís- lenzkri mold”. Þeim fanst eins og sál sín mundi ekki hljóta frið, ef þeir yrðu að leggjast þar til hAdldar ofan í leirinn. — En það, sem mér þótti ennþá merkilegra, var það, að mér fanst að jafnvel í sumu af æskulýðnum væri talsverð löng- un og forvitni að sjá þetta ætt- land sitt og dvelja hér að minsta kosti um tíma. Heimförin 1930 hafði þau áhrif á marga, að þeir komu aftur hálfu friðlaus- ari en áður, að geta ekki flutt heijn fyrir fult og alt. Og unga fólkinu, sem fór heim, leizt engu síður vel á landið, enda hefir sú orðið reynslan á, að ungt fólk að vestan, sem hér hefir (- lendst, kann venjulega ágætavel við sig. Eg sagði að gamni mínu. þegar eg var að kveðja landa mína vestra, að þegar hingað væri komið, ætlaði eg að senda skip eftir þeim mörgu, sem þráðu að fara heim, og eg tryði ekki öðru, en feginshugar mundi ættjörðin taka við þeim. Eg vona, að þetta síðasta hafi ekki verið of mælt. Hér ættu sannarlega að vera nóg verk- efni fyrir alt það fólk, sem af fslenzku bergi er brotið. Og hvergi ætti því að vera ljúfara að vinna en á þessu litla og góða landi, í samfélagi hvað við annað. Stór ávinningur ætti það áreiðanlega að geta orðið íslandi, að heimta börn sín aftur úr fjarlægðinni, ríkari að margvíslegri lífsreynslu. Og hví sendum við þá ekki skip eftir þeim? Óttumst við það sama og þeir, að hér sé ekkert til að gera, að hér séu engin verkefni? Auðvitað gr slíkur ótti ástæðulaus, því að hér er ærið starf fyrir höndum og landsins börn ekki of mörg, heldur of fá. Það eru stórir flákar, sem enn eru í órækt,- t. d. á Suðurlandsundirlendinu, þar sem stofna mætti mikil samvinnubú, erja jörðina, ryðja og rækta. Það þarf að byggja brýr og vegi, beizla fossaflið til nytsamlegra framkvæn\da og láta greipar sópa um auðæfi hafsins. Nóg er til að gera! Og engan efa tel eg á því, að margt gætu íslendingar hér heíma lært af íslendingum, sem vestra hafa dvalið, um ýmsa búnaðar- háttu og^viJÉiiulag. Því hefir verið hreyft áður, að íslenzka ríkið ætti a. m. k. að rétta höndina svo langt eftir þessum týndu börnum sínum. að bjóða þeim eins g^>ð kjör til að flytja hingað heim á ný og nema hér land eins og þeim voru boðin áður af útlendum þjóðum að flytja burt héðan og setjast að í framandi landi. Þessu máli þarf að halda vak- andi, því að það gæti orðið öll- ■um aðiljum bæíii til sóma og gleði. Vér megum ekki gleyma Vestur-íslendingum, sem berjast sinni þjóðernisbaráttu í fjar- lægðinni, með hálfan hugann heima. Hér í Reykjavík þyrfti að koma upp skrifstofu, sem gæti verið í sambandi við Þjóð- ræknisfélagið vestra, í þeim til- gangi að leiðbeina þeim,. sem heim fýsast, útvega þeim at- vinnu eða lönd til að búa á. Mér finst, að Vestut-íslendingafélag- ið hér í bænum ætti að vinna að þessu máli í , sambandi við stjórnarvöld landsins. En undir ,eins og einhver hreyfing er komin í þessa átt, þá er reiötur hinn fyrsti viti, sem skáldið kveður um ,að eigi að lýsa hverjum landa, sem leitar heim og þráir höfn. Við þurfum liðstyrk til að byggja og rækta landið, lýsa það upp og gera það að miklu menningarlandi. Og þarna vestra bíða hjálparsveitirnar, ef vér aðeins viljum og getum sent skip eftir þeim og höfum vit á að fá þeim eitthvert nýti- legt verk að vinna. Þetta mál vil eg leggja til umhugsunar fyrir alla þá, sem eiga vini eða frændur fyrir handan haf og finst þeir hafa dvalið þar nógu lengii. Eg vænti þess, að þetta mál verði ekki með öllu þagað í hel úr þessu, því að árið 1930, á hinum mikla hátíðisdegi þjóðar vorrar, þegar a. m. k. 500 Vestur-ís- lendingar heimsóttu ættjörðina, hefir vafalaust forn frændsemi verið rífjuð upp og ný vináttu- bönd verið tengd yfir Atlants- hafið. Þær festar mættu um- fram alt ekki slitna, eins og sambandið milli íslands og Grænlands forðum daga. Vér vitum, að afleiðingin yrði nú eins og þá, gröfin og gleymskan fyrir íslenzkt þjóðerni vestan hafs. Kærír íslendingar! Þetta er síðasta erindið, sem gert var ráð fyrir að eg flytti yfir út- varpið til þess að segja ykkur frá Vestur-íslendingum. Mér finst, að eg hafi orðið að sleppa altof mörgu, sem eg gjarnan hefði viljað segja ykkur. En ef til vill verður stund og stað- ur fyrir það síðar meir. — Eg endurtek að síðustu þau orð. sem mér eru ríkust í huga nú á þeáSari stundu: Gleymið ekki Vestur-íslendingum! —Samvinnan. KRISTJÁN BJÖRNSSON SNÆFELD bóndi í Teigi, í greind við Hnausa, P. O. ,Man., andaðist að heimili sínu aðfaranótt hins 21. okt. eftir all-langvarandi heilsubilun. Kristjón var fædd- ur 21. okt. 1859 á Kúða í Þistil- firði í Norður-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Björn Sig- urðsson og María Jónsdóttir er síðar bjuggu í Garði og Sval- barðsseli í sömu sveit. Til Ameríku fluttist Kristján 1886, kom hann til Nýja-íslands, þá þegar og dvaldi fyrstu sjö árin á Breiðumýri, í Hnausabygð, en fluttist svo að Teigi, og hafði, er hann lézt, búið þar í full þrjátíu' ár. Hann var tví- kvæntur. Fyrri konu sína Sig- urveigu Jónsdóttir,, misti hann, eftir stutta samfylgd; áttu þau eitt barn, er dó ungt. Síðarí kona hans er Björg Markús- dóttir, bónda í Gunnólfsvík á Langanesi, og konu hans Ásu Einarsdóttir; varði samfygld þeirra í full 44 ár. Börn þeirra eru sem hér seg- ir: 1. Guðjón, dáin 2. nóv. 1920. 2. María Guðrún, gift Heetor J. McNeil, busett í St. Vital, Winnipeg. 3. Hýrmann, bóndi í Hnausa- bygð, kvæntur Guðlaugu dóttir Mr. og Mrs. Albert Sigursteins- son. 4. Sigurveig, gift Otto Rosch, Hnausa, Man. • 5. Guðleif, kona Sturlaugs Jó- hannessonar, Riverton, Man. 6. Kristbjörg, látin 24. maí, 1912, tíu ára. 7. Tryggvi, kvæntur Sigrúnu dóttir Mr. og Mrs. Albert Sigur- steinsson. 8. Ingibjörg Sigriður, heima h'já móður sinni. Alsystkini Kristjáns heitins eru Jón Björnsson Snæfeld á Breiðumýri við Hnausa, og Mrs. Guðbjörg Einarsson á Mýrum í sömu sveit. — Kristján heitinn var, sem þejfar er að vikið Norður-Þingeyingur að ætt og uppruna; ólst hann þar upp og mun snemma hafa þekt baráttu þeirra tíma af eigin reynslu, var sóknin þar oft hörð, bæði til lands og sjávar — máttugur skóli til þess að herða menn fyrir baráttu lífsins. Síðar er hér kom ,tók svo við störf og stríð landnemans, og umönnun við framfærslu á stórum barnahóp. Störfuðu þau hjón af ítrasta megni heim- ili sínu og barnahóp til heilla. Lengi vel um síðari hluta æf- innar stóð Kirstján heitinn erf- iðlega áð vígi í lífsbaráttunni; í sjúkdómsstríði er lengi varði misti hann fót, en gekk þó að verki og gengdi skyldum sínum sem bezt hann mátti, háður slíkri hindrun. Mun hann lengi hafa þjáðst af sjúkdómi þeim er leiddi hnan til dauoa. t löngu sjúkdómsstríði mælti hann ekki æðruorð, né kvartaði um kjör sín. Hann var ábyggi- legur maður í öllum viðskifturo, orðheldinn og vandaður. Lítt mun hann hafa gefið sig við fé- lagsmálum var fáskiftinn og stóð höllum fæti, sjúkdóms síns vegna. Árum saman mun hvert spor hans, hafa valdið honum líkams þjáninga. Hapn andað- ist sem þegar er sagt> þ. 21. okt. fyrsta vetrardag, var það afmælisdagur hans, varð hann réttra 74 ára. Jarðarför hans fór fram þann 24. okt. að við- stöddu margmenni. Fór kveðju- athöfnin fram á heimilinu. Sá er línur þessar ritar, mælti kveðjuorð. — Friður sé með þreyttum starfsmanni, eftir vel unnið æfistarf. Sigurður Ólafsson ARINBJÖRN KOMIN HEIM AFTUR Guði sé lof sem leitt mig hefir heim aftur til konu og barna. Það gerir engan mismun hvað glaður maður er, þegar maður leggur á stað í áætlaða skemti- ferð, þá er maður samt glaðarí, að koma heini aftur. Þessi fimta ferð mín til ætt- jarðarinnar skilur eftir hjá mér margar ánægjulegar endur- minninga, sem seint munu gleymast. Ein af þeim voru göngumar á Tvídægru. Eg fó:- tvær ferðir fram að Arnarvatni. Fyni ferðina rétt fyrir göngur; og þá síðari í göngunum, og þá kóm eg að Réttarvatni, sem er dálítið sunnar á heiðinni. .Þar hefir verið bygð rétt í Tangan- um. En svo var féð margt í haust að réttin var of lítil. Féð var með langflesta móti sem menn höfðu séð þar áður. Það tók um 4 klukkutíma að draga það, og veðrið var heldur gott með smáskúrum. Um kvöldið fórum við í skála ,sem Mið- firðingar hafa lá,tið byggja í Tanga við Arnarvatn að norðan. Þar settust allir flötum beinum á moldargólfið og opnuðu sínar matarskjóður. Þvar mátti sjá margskonar mat og hann góðan og saðsaman. Óvíða sézt ann- ar eins kraftmatur eins og í göngum. Þarna sá eg feita bringukolla, reykta magála og annað hangikjöt; hval, hákarl (morkinn og glæran), svið blóðmör ,lifrarpylsu, rúllupylsu. lundabagga .harðan fisk, bæði steinbít og ýsu, heilar pottkök- ur og skökur af nýju smjöri. Þarna var olíu-eldavél, svo nú var settur upp ketillinn, og þaö sauð á honum alla nóttina, því það skall á argasta illveður með voða regni, svo gangna- foringinn skipaði að láta vaka yfir hestunum alla nóttina. Tvo menn í senn í einn klukkutíma í einu, svo það sofnaði ekki neinn þá nóttina; menn bara sungu og sögðu sögur, á milli var drukkið kaffi með möía. Þetta var endu^tekið á hverjum klukkutíma, ef eg man rétt. Næsti dagur var þur og bjart- ur og smölunin gekk vel og greitt. Við vorum komnir ofan til bygða fyrir sólsetur. Safnið var skilið eftir fyrir framau bæi, en gangnamenn skiftu sér niður á bæina. Næsta dag (mánudag) var safnið rekið til réttar og við komum þangað í myrkri. Þar kom safn af þrem- ur eiðunum og okkur taldist svo tll að alt safnið saman- komið væri um tuttugu og sjö þúsund fjár ,sem tilh^yrði 50 bæjum. Vitanlega var margt fé sem tilheyrði annarsstaðar, t. d. um þrjú þúsund að sunnan. Féð sýndist í góðu meðallagi að sjá. En það sjást engir gamlir sauðir á íslandi nú á dögum, en það sjást margar gamlar ær og nokkrir gemlingar og svo slát- urféð, sem er aðallega dilkar. Síðan hætt var að færa frá, þá byggja bændur aðallega á dilk- ana. Það leit heldur vel út með verð á þeim. Þeir, sem gátu náð í sína dilka fyrir göngur, slátrað þeim og. sent kjötið suður fengu frá 90 aura og upp fyrir kílóið. Það er nú mjög ólíklegt að það haldist í því verði. Samt er vonandi að bændur fái betra verð tíeldur en þeir fengu í fyrrahaust; þá fengu þeir á Norðurlandi 7 til 8 krónur fyrir dilkinn. Mér var sagt af þeim sem vissu og voru á leið til útlanda í verzlun- arerindum að gærur væru í mikið hærra verði en í fyrra. Mér er þetra að fara ekki að lýsa búskapnum heima, ef bændur eru ánægðir með hann, þá er það þWra að búa við sín kjör, en ekki mitt, svo það er bezt að þegja. Byggingar voru fleiri í smíð- um í höfuðstaðnum en í nokkr- um öðrum borgum sem eg kom í í sumar, yfir 4 hús í smíðum, þar og viðbót við bæði sjúkra- húsinu . Það sýndist ekki vera mjög margt af vinnualsu fólki og eitt er víst og það er að það opinbera þurfti ekki gð kosta til neinna opinberra verka í sumar, eins og það þurfti í fyrra sum- ar, frá ágúst mánuði. Fiskur var i lágu verði, en það var svo feikna mikið af honum, með allra mesta móti, að það hjálpar mikið til að jafna reikningana við útlönd, þvf það er aðal verzlunarvaran, og nú tekur England 73% af öllum fiski ,sem ísland hefir að selja. En þeir verða aftur að kaupa 77% af öllum þeim kolum, sem þeir þurfa af Englendingum. Og eitt er gott við þetta alt og það er að sterlingspundið og ís- lenzka krónan haldast í hendur, kr. 22 í pundinu. Það gerir það miklu hægra fyrir báðar þjóð- irnar að verzla hvor við aðra. Eg sendi hér með mitt kær- asta þakklæti til allra heima, sem greiddu götu mína að ein- hverju leyti. Eg ætla ekki að nefna neinn sérstakan. Það tekur hver sitt. “Þú ert móðir vor ástkær og umhugsun síðust, þú, vor ættjörð, og—bezt þess, er hjartað fær dreymt; og oss þykir sem sértu sú fjall- borgin fríðust, þar, sem frelsisins hjaVta frá öndverðu er geymt. Tak nú, móðir vor ástkærust, sjálfráð þinn sess, meðan sólsetursbörnin þín kveða þér vers.” x. Lengi lifi íslendingar á ís- landi, og lýsi mliðnætursólin þeim í allan sannleika, þeim og öðrum til blessunar. A. S. Bardal. VALGERÐUR Á SANDNESI Þú þúsundfalda minning á þýðum vængjum svíf er þrettán barna móðir kyeður .þetta líf. Og sögu landnámskonu síung voröld geymi er sjötíu ár og níu lifði n þessum heimi. Þitt yfirbragð var augljóst og engum vafa háð. Eg alderi sá það betur á nokkru enni skráð — því ís og eld þú erfðir frá ættlands lijarta rótum, sá arfurinn ei brást þér f að síðstu vega mótum. Þér eftirlát á kostunum íslenzk tunga var þó aldrei sætir hábekki skólamentunar. Þér orðsins list var meðfædd — því svanasöng á heiði þú reiddir fram í hugann og íshafs brimsins reiði. Eg sagði þér það fyrrum — það seint er orðið nú: — í setingum og málfari íþrótt beittir þú — — frá gleymsku þyrfti að forða ’enni d orðageymi alda áðu^ en þú hyrfir á dauðatíafið kalda. Nú ertu farin yfrum. Þú ein af átján varst, sem áttir gáfu að svara en þunga stritsins barst. Þeim verður stundum erfitt að vinna fyrir. brauði, sem vita að drottinn gaf þeim af hugsjónanna auði. Og þó hefirðu sigrað. Með sæmd þú hærur barst. Til sóma okkar þjóðflokki í þessu landi varst. Sem eiginkona og móðir Þú allra skylda gættir og útlendingsins baráttu á hólmi lífsins mættir. — Við hlýðum klukkum grafar, þær hringja, þungt og rótt. Þig hljóðir út við herum og hvíslum góða nótt! Þeim, sem hafa borið þunga og hita dagsins, þörf er á að hvílast í friði sólar-lagsins. J. S. frá Kaldbak

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.