Heimskringla


Heimskringla - 08.11.1933, Qupperneq 8

Heimskringla - 08.11.1933, Qupperneq 8
S. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIP12G, 8. NÓV. 1933 FJÆR OG NÆR. Messa í Sambandskirkjunni á sunnudaginn kemur, 12. þ. m. á venjulegum tíma. ..Séra Philip M. Pétursson prédikar. Sunnu- dagsskóli kl. 11. f. h. ¥ ¥ ¥ Arinbjöm Bardal flytur erindi og sýnir myndir í Goodtemplara húsinu 22. nóv. til arðs fyrir stórstúkuna. Nánar auglýst í næsta blaði. ¥ * * Séra Guðmundur Árnason frá Oak Point, Man., kom til bæj- arins fyrir helgina. Messaði hann í Sambandskirkju s.v 1. sunnudag. Heimleiðis hélt hann á mánudag. * * • Fimtudaginn, 2. nóv. voru þau Thomas Thorvaldur Thorarin- son frá Riverton, Man., og Mary Ann Saple frá Ledwyn, Man., gefin saman í hjónaband af sr. Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Heimili þeirra verð- ur að Riverton. ¥ ¥ ¥ Sveinn kaupm. Thorvaldson og sr. Eyjólfur Melan frá River- tcn og dr. Sveinn E. Björnsson frá Árborg komu til bæjarins s. 1. mánudagsmorgun. Voru þeir á fundi er stjórnarnefnd Sam- einaða Kirkjufélagsins hélt hér. Eru þeir allir í stjórnarnefnd- inni og Mr. Thorvaldsson vara forseti félagsins. ¥ ¥ ¥ Borgarstjóri R. H. Webb, hefir ákveðið að sækja um end- urkosningu í bæjarkosningun- um sem bráðlega fara í hönd. John Quéen verkamannaforingi á fylkisþingi Manitoba, er ann- ar sem sækir um borgarstjóra stöðuna. ¥ * * “Og nokkrir Vestur-fslendingar’’ Blaðið “Vísir” er gefið er út í Reykjavík, 27. sept. s. 1. skýrir frá komu BrúarfoSS frá útlönd- um. Með skipinu segir blaðið Sparið Peninga með því að brenna Lin kolum DOMINION LUMP $6.25 tonnið DOMINION COBBLE $6.25 tonnið Símar 94 309 94 300 McCurdy Supply Co., Ltd. 49 NOTRE DAME Ave. E. Gunnar Erlendsson Teacher of Piano 594 Alverstone St., Phone 38 345 I_______________ UNCLAIMED CLOTHES Al) New—Not Wom Men’s Suits & Overcoats 479 PORTAGE AVE. I. H. TURNKR, Prop. Telephone 34 585 “WKST OF THK MAL.Í.—BKST OF THKM ALL.” J. J. SWANSON & Co. Ltd. RKALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími 94 221 600 PABIS BLDG. — Winnlpeg KAUPIR GAMLA GULL- MUNI FYRIR PENINGA 0T f HÖND CARL THORLAKSON Úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg íslenzka gull- og silfur- smiða stofan að komið hafi ýmsir farþegar, er það telur upp með nafni, — kaupmenn, verzlunarstjórar, stórkaupmenn og frúr, en bætir svo við ‘,‘og nokkrir Vestur-ís- lendingar.” ¥ ¥ * Séra Guðm. Árnason messar á Oak Point sunnudaginn 12. nóv. ¥ ¥ ¥ Páll ísólfsson hljómlistakenn- ari og organisti við fríkirkjuna í Reykjavík, auglýsir í Rvíkur. blöðunum ókeypis kenslu í orgel spili og öðru er að kirkjusöng lýtur, frá 1. nóv. fram til vors, fyrir barnakennara og þá er ráðnir hafa verið til að stýra söng við kirkjur út um land. Er það myndarlega og höfðinglega gert, og honum til sæmdar. ¥ ¥ ¥ Séra Jóhann Friðriksson messar í Lúter söfnuði sunnu- daginn 12. nóv. kl. 2. e. h, og á Lundar um kvöldið kl. 7.30. ¥ ¥ ¥ Magnús gamli Árnason var á ferð hér í bæ í vikunni sem leið. Er hann nú nærri hálf níræður að aldri en þó enn hinn ernasti. Fór hann með eftir fylgjandi vísur er vér hripuðum niður, sverja þær sig í ætt við hinar fyrri vísur hans, ljósar og liðugar, glettnar og gamansam- ar: Afmælisvísur Einatt glaður öls við tár Orti kýmnis bögur Svo hafa liðið æfi ár Áttatíu og fjögur. Oft þó sýndust dægur dimm Og dauft á Mfsbrautinni Lét eg aldrei orlög grimm Aftra gleði minni. Mikleyjar plágur Engisprettur angra menn, Uxa-hundar, slettir; Þó á sálum ýnisum enn Eru grænir blettir. Vökumaðurinn Ennþá rumdi, ennþá frat Ennþá þrifust brekin Ennþá vakað ekki gat Ennþá var hann rekinn. Mjögsiglandi Kapteinninn á kænum tveim Og kanske fleiri, Kveld og morgna kátur réri, En konan varð að flæðiskeri. ¥ ¥ ¥ Gestur Vídal frá Hnausum, Man.,-- kom snöggva ferð til bæjarinnar s. 1. mánudag. * ¥ ¥ Skák * Þriðjudaginn þ. 31. okt. s. 1. voru nær þrjátíu taflmenrí sam- ankomnír í skólanum, flestir ís- lendingar. Telft var af áhuga og kappi og skemtu menn sér hið bezta. Þegar leið á kvöldið, var bor- ið inn kaffi og brauð-samfellur og var hverjum veitt, sem hann vildi. Var það kærkomin og góð hressing, því þegar menn eru j búnir að sitja lengi að tafli og hafa glímt við skæða sókn og góða vörn af andstæðinganna hálfp, þá er það næstum að I segjk bæði sálaríegt og h'kam- legt sælgæti að fá góðan kaffi- I sopa að hressa sig á. íslendingar! Þið, sem teflið | og hafið gaman af skák, komið í Jóns Bjarnasonar skóla á j hverju þriðjudagskvöldi. Gang- ið í félagið og haldið við list- inni. Það kostar aðeins einn dollar um árið að gerast með- limur. Ef þið hafið ekki dollar- inn, þá komið samt, þið eruð jafn velkomnir fyrir því. Ef þið viljið fræðast um opningar, þá fáið þið leiðbeiningar í því. Ef þið viljið glíma við skák- þrautir, þá er einnjg nóg af þeim. Það skerpir skilninginn að hugsa. Skákin er ekkert and- legt niðurdrep, hún krefst hugs- unar og gerir manninn frægan. Gleymið því ekki að við spil- um “Bridge” á hverjiíi fimtu- dagskvöldi. Frétt frá Leslie, Sask., segir að Páll bóndi Guðmundsson, bróðir þeirra Þorsteins Guðmundsson- ar við Leslie og Björgvins Guð- mundssonar tónskálds, hafi orð- ið fyrir tilfinnanlegum eigna missir í vikunni sem leið. Sauða hjörð, sem hann átti, var á beit við járnbrautina utan við bæinn, og varð fyrir járnbraut- arlest er að austan kom, er drap 42 úr hópnum. ¥ * * Á laugardaginn var 4. þ. m. andaðist hér í bænum að heim- ili sínu í Tremont Apts., konan Hallfríður Ólavía Johnson, kona Guðjóns Johnson, húshirðis við Tremont bygginguna. Hallfríð- ur heitin var fædd 8. ágúst 1876 á Hellisfjörubökkum %í Vopna- firði. Hún á tvær dætur á lifi er báðar eru giftar og búsettar hér í bæ. Jarðarför hennar fór fram á mánudaginn. Hún var jarðsungin af séra Philip M. Pétursson. ¥ ¥ * Brynjólfi söngstjóra Þorláks- syni var haldið skilnaðar sam- sæti í Fyrstu lútersku kirkju •' gærkveldi. Er ekki tími til að skýra frá samsætinu í þe#su blaði. Aðeins skal þess getið, að það var hið veglegasta í alla staði. Brynjólfur leggur af stað 'til íslands á miðvikudaginn í þess- ari viku. ¥ ¥ ¥ Winnipeg Symphony Orchestra hefir hér nokkra konserti. Enginn neitar því, að músik- i.n er alheims mál. Hverrar þjcðar sem þeir eru, sem hlýða á Winnipeg Symphony orkestr- uúa, er fyrst lætur til sín heyra 26 nóvember, munu kannast við að músikin er alheims mál. Bernard Naylor heitir sá er stjórnar henni og er sem slí^cur annálaður. Og um þá er í or- kestvunni spila má segja, að þeir séu með lífi og sál í söngn- um. Að eiga þess kost að hlýða á söng senv þann er þarna er völ á, er sönglífi þessa bæjar til svo mikillar eflingar, að sam- komunar eiga það skilið að þær séu sóttar og þeir senv fyrir því stantía þökk og heiður fyrir á- huga á söngment. Tryggvi Jónsson frá Riverton, Man., var staddur í bænum í gær. ¥ ¥ ¥ Spilsamkepni Kvenfélag Sambandsafnaðar efnir til spilasamkepni í sam- komusal kirkjunnar annað hvert mándagskveld í allan vetur. Fyrsta samkepni fór fram mánudagin var þ. 30. okt. kl. 8.30 e. h. Verðlaun í pen- ingum gefin hvert kvöld og einnig há verðlaun þeim sem hæðstu mörk fær til jóla. Spilað verður “Contract-í*rogressive Bridge.” Kaffi ókeypis á eftir í hvert sinn. — Komið stundvís- lega. Aðgangur 25c. Næsta samkepnin, 13. nóv. Nefndin. * * * Á árssamkomu Norska Glee klúbbsins í Minneapolis 26. okt. s. 1. söng Guðmundur Kristjáns- son bæði íslenzka og norska söngva. Segir blaðið Minneap- olis Journal að söngur Guð- mundar hafi gert samkomu þessa miklu fullkomnari og til komumeiri, ei\ hún hafi verið undanfarin ár. ¥ ¥ ¥ “Endurminningar” FriSriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundinum við Mo- zart, í bókaverzlun Ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. EN DURMINNIN G AR Frh. frá 7 bls. þá með því hvað eg væri orð- i'm leikinn í að ljúga. Nú leið óðum að þeim tíma er eg eftir samningi átti að vera farinn úr húsinu mínu og af- henda það kaupanada, til þess að verða ekki einn, álitslaus og i aukaveltu, þá sá eg að mér, sem var nýkominn inn í landið var nauðsynlegt að vera með öðrum velþektum mönnum við atvinnu mína og til þess að koma mínu nýja húsi fljótt og vel upp, þá var nauðsynlegt að margar liendur ynnu að því. Það var auðséð að mér var bezt að gefa einh’verjum alþektum og álitleg- um bygginga formanni tækifæri á að byggja mitt hús fyrir sann- gjarna borgun og með því skil- yrði að taka mig í sinn verka- mann hóp eins lengi og eg vildi með honum vera eða hjá honum vinna fyrir ákveðið kaup. En þá var eftir að finna þann forsmið sem mér þótti í alla staði ákjósanlegur til að gera samninga við og vinna með alt sumarið ef mér svo sýndist Auðvitað var mér Jón Vopni efstur í huga, en sá var gallinn á slíkum samningum við hann, að hann var sjálfur hvergi við smíðar en hafðj nokkra for- menn við húsabyggingar sinn á hverjum stað og þeir voru ekki allir mér geðfeldir. Eg hafði sumarið áður kynst þeim meira og minna, og þótti þeim svipa til forustusauðanna heima, þar sem þeir voru margir í sömu hjörð. Einn tar hvítur, annar bíldóttur, þriðji grár og sá fjórði svartur, allir til að sjá, en ekki var minni munur á hæfileikum þeirra og skapsmunum, þegar menn fóru að þekkja þá til hlítar. Einn þeirra var montinn og stökk altaf fyrstur af stað háreistur og hamóður þegar komin var grenjandi stórhríð og áreið að komast í húsaskjólið. Hinir forustu sauðirnir gengu næstir honum og var nokkurn- veginn hægt að sjá hvað þeir hugsuðu, þó sauðum láti ekki vel að herma eftir. En svo þegar það kom í Ijós að sá montni hafði ekki sett á sig stefnuna heim fyrir æsinguna í blóðinu, þá tók sá bráðlyndasti hinna þriggja það að sér, að gefa honum þá áminningu sem lækka skyldi í honum hrokann, gekk fram með síðunni á hon- um og sló hann með skallanum eða horninu á hjartastað. svo hann'dró sig strax til baka, en bræðin svall hinum í sinni, svo hann mundi ekki hvað mikið átti að breyta stefnunni og fór nú líka skakt, þó minna væri. Þá kom sá þrlðji til sögunnar, lét að vísu fautann eiga sig, en tók aðra stefnu og rétta, sá fjórði studdi það með því að líta til baka og láta öllum hópnum í ljósi samþykki sitt og traust og ganga svo öruggur á eftir þeim þriðja, þangað til honum þótti mál til komið að hvíla hann, en skundaði þá fram með honum og tók við stjórninni. Sá bráðlyndi og ann- ar í röðinni ,stóð þá vanalega kyr, þangað til hann var orðinn aftastur í hópnum og sneri þá nokkuð í aðra átt, þegar hann mundi eftir sér svo hann átti því betri kost á að iðrast yfir- sjóna sinna. Misjafn sauður í mörgu fé. Mér blöskraði alveg þóttasvip- urinn og hembingurinn í sum- um íslenzkum húsasmiðum í Winnipeg. Það eru skrítnar stellingar og geta þó orðið með- eiginlegar, ef atvinnuvegurinn endist nógu lengi. Margir ó- fullkomnir menn leika það að látast vera eitthvað meira en þeir eru, og þekkingarleysið leitast þeir við að byrgja undir fáorðum þótta og háðsvip um leið og þeir athuga það ekki, að þóttinn er ábrygðult éinkennl heimsku og þekkingarleysis. Mig langaði til að skrifa í blöð- in réttláta útlistun þess, hvernig sumir yfirsmiðirnir létu við þá sem leituðu sér atvinnu hjá þeim, en það hlaut að verða ranglát árás á marga háttprúða ágætismenn, nema ráðist væri í persónulegar sviftingar, sem aldrei kemur sér vel, og meiðir líka margan saklausan. Eg hitti mann þann er Kristj- án hét Stefánsson, ættaður var hann úr Þistilfirði, og þekti eg ættfeður hans að nokkru leyti. Mér hafði veri& sagt að hann væri sanngjarn og góður dreng- ur og smiður hinn bezti. Mér MESSUR 0G FUNDIR i kirkju Sambandssafnaðar Messur: — á hverjum sunnudegk kl. 7. e. h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld i hverjum mánuSi. Hjálparnefndln. Fundir fyrsta mánudagskveld i hverjum mánuSi. Kvenfélagið: Fundir annan þriðju- dag bvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngflokkurinn. Æfingar á hverju fimtudagskveldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjui'i sunnudegi, kl. 11 f. h. leizt vel á manninn og samdi eg við hann um að byggja mitt hús og gefa mér atvinnu yfir sumarið svo lengi sem hann fengi byggingavinnu og eg þyrfti á að halda. Félagi hans var maður sá er Þorlákur hét, og minnir mig að hann væri Nelsson. Framh. Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu BifreiðarFerðir Afsláttar fargjöld til allra staða. Ferðist með hinum nýju hituðu ‘Sedan’ bílum. Farþegjar allir vátrygðir. Æfðir bílstjórar. Sýnishorn fargjalda: Wpg til Regina... $ 7.00 Wpg til Calgary .... 14.00 Wpg til Saskatoon .. 9.50 Wpg til Toronto.. 18.75 Wpk til New York .. 23.50 Spyrjið eftir fargjöldum til allra staða THE Drivers’ Syndicate 439 MAIN St. Sími 93 255 Winnipeg FLAUJELS YFIRSKÓR f Kvenskóastærðum upp í 8 Konurnar munu meta þessa fínu nýju flaujels yfirskó — á svörtum og brúnum lit — með þessum mjúku og loðfeldu brydd- ingum. Hælar og sólar eru úr beztu tegund af rubber. Með lágum, miðlungs og háum hælum. — Verð, $3.50 Kvennaskódeildin, á öðru gólfi við Hargrave T. EATON C° UMITED WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. PHONE 37 464 Þar hittast Islendingar, utan sem innanbæjar, við máltíðir og hið nafntogaða Þjóðrækniskaffi. > Soffía Schliem Thura Jónnsson Prentun The Vlklng Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjamt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leysL LátiO oss prenta bréfhausa yðar og umsliög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD. 853 SARGENT Ave., WINNIPEG t v ^ ^ 5ími 86-537 &

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.