Heimskringla - 03.01.1934, Síða 4

Heimskringla - 03.01.1934, Síða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. JANÚAR 1934 ITiciinskringla (StofnuO 1SS6) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. SSS 00 s55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86 537 _____ Verfl blaSsins er $3.00 árgangurinn borgist fyrirfram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. RáOsmaður TH. PETURSSON S53 Sargent Ave., Winnipeg Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. S53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 3. JANÚAR 1934 J Ó L 1 9 3 3* Meðal hinna undursömustu hluta í sið- um vorum og háttsemi er skifting vor á tímanum og dagamunurinn sem vér ger- um oss. Að vísu má segja, að hringrás tilverunnar hið ytra, æ endurtekin og æ hin sama, setji tímamælirin sjálf, og þrýsti þeirri aðgreining á meðvitund vora, sem vér gerum á hinum mismunandi árstíðum. Stytting og lenging dags, með jöfnu milli- bili, breyting veðra, hækkun og lækkun 'sólar, skifti dags og nætur, getur auðvitað eigi farið fram hjá oss, án þess vér veitum því eftirtekt og vér ósjálfrátt miðum það við afmæld tímabil. En það skýrir ekki þann mun, er vér gerum oss hinna svip- lausu daga er hver er öðrum líkur, þýð- ingu þeirra, eða hinar breytilegu minn- ingar er vér tengjum við þá. Framstreymi eða hringrás tímans aðgreinir ekki dag- ana, einn frá öðrum, nema þá sem drop- ana, er fljóta burtu í sama straumnum. Ýmsir hafa þó viljað halda því fram, að dagamunurinn hjá oss stafi einnig af völdum náttúrunnar. Var sú skýring mjög almenn fyrir aldarþriðjungi síðan, að flest eða alt í siðum vorum og hátt- semi stafaði frá áhrifum hins ytra lífs, er haft hefir mannkynið á valdi sínu, frá því að það varð til. Jafnvel hinar breytilegu hugmyndir manna, á ýmsum öldum, um guð og tilgang lífsins, áttu að vera af hinum sömu rótum runnar. En með skýringu þessari, eins og með flestum þeim skýringum, er alt eiga að skýra, er maðurinn sjálfur eigi tekinn til greina né vitsmuna og vaxtarþarfir hans, sem þó hlýtur að vera höfuð þáttur þessa máls, því athafnir hans og ákvarðanir hljóta þó jafnan að eiga að mestu leyti upptök sín hjá honum sjálfum. Daga munurinn, eða aðgreining sér- stakra daga frá öðrum, hefir verið gerður með ýmsum hætti á liðnum öldum, en aðallega hefir munurinn komið fram f því að einhverjir sérstakir dagar hafa orðið eins konar bil eða rof í hið tilbreytingar snauða og litardaufa hversdags lff, er alla jafnast er óslitin endurtekning sömu hugsana og sama starfsins frá því bern- sku árunum lýkur og niður til æfilok- anna. Að kasta af sér því oki, losast úr þeim viðjum, er reyra jafnt að hinu and- lega sem hinu líkamlega lífi varð nauð- syn ef ekki átti alt að kefja undir oki kyrstöðunnar og lífið að staðna og steinrenna. Vaxtarþörfin, sem lífinu er samfara krafðist þess og eina úrlausnin varð þessi, að greina frá sérstaka daga, og þannig slíta þessa endalausu hringferð hversdagslífsins, og finna eitthvað annað er hugurinn gæti dvalið við þá stundina. Þessir sérstöku dagar hlutu nafnið há- tíðir, og utan um þá fléttuðust svo minn- ingar og sagnir frá horfnu mannlífi, er skýra áttu merkingu þeirra og uppruna, er veittu þeim æ dýpri þýðingu og meiri helgi sem tímar liðu fram. Merkust allra þessara hátíða, er hátíð þessa dags, Jólahátíðin. Hún er hátíð er á margháttaðri og lengri sögu en allar aðrar hátíðir, sem oss eru kunnar, og meira og fegurra minningasafn en þær* allar til samans. Ekki er unt að fara svo langt aftur í hina elztu forneskju að hennar geti ekki, hún er óaðskiljanleg þroska og trúarbragða sögu vorra tev- tonsku þjóða. Svo er uppruni hennar forn að eigi verður nafn hennar skýrt eða rakið til neins þess orðs, hugsunar eða heitis er vér þekkjum nú. Hún hefir ávalt verið haldin um svipað leyti svo framt sem menn vita, þegar ljósin hafa * Ræða flutt í Sambandskirkjunni á Jóladaginn. logað lægst úti í ríki náttúrunnar, en nótt verið myrkust og lengst. Bendir það óneitanlega á þann sérstaka uppruna hennar og allra hátíða, hina innri þörf, að brjóta þann litardaufa tilveru hring, rjúfa hin ytri myrkur, svo að lífið týndist ekki í hinhi endalausu nótt og yrði úti i byljum líkamlegra og andlegra frosta og hríða. Enda hafa henni jafnan verið samfara, svo framt sem sagan greinir, fögnuður, lotning og gleði, sem vermt hafa hinar mannlegu tilfinningar og- veitt þeim skilyrðin til að þroskast og lifa. Og upp af þessum einkennum hennar hafa sprottið upp minningarnar er flokkað hafa sig um hana, — innilegustu og helg- ustu guðspjöllin. Svo blíðar og fagrar eru þær flestar að þær eru eins og hinn værasti svefn eftir vöku og þrauta nótt. eða hinn yndislegasti draumur. Hin ytri náttúra verður blíðari, kuldinn ytra miss- ir máttinn, jámgreipar íss og frosta lina tökin, fyrir hinum ylþýða blæ, er líður yfir húmlönd hugans og alheiðir hinn friðsæla stjörnuhimin nætur. Andi ró- semdar og friðar hvílir yfir mállausum dýrum — eða svo hljóða minningarnar — þessum þögulu samþjónum mannanna, og vekur í hinum frumstæða huga þeirra, er svo litlu orkar, samhygð og samliðun. Þá leysist og líka alt úr læðingi er fjötrað hefir verið og rís af dvala það sem í dái hefir hvílt, sem snert hafi verið með töfrasprota. Allir huldir vættir, er búa í björgum og klettum, komast á sveim og vakna með mönnunum, fyltir samúð og góðvild til þeirra, því eins og þeir, fagna þeir líka frelsinu, að vera leystir frá á- nauðar oki hinnar tilbreytingalausu hring- ferðar lífsbaráttunnar. Ekki þarf lengi að grafa í sögnum þess- um og minningum, til þess að finna, að þær eru allar runnar innan frá, þó færðar séu yfir á hina ytri náttúru. Andar og vættir lokaðir inni í hömrum og hellrum eru inni læstar vonir og þrár og draumar um víðtækara líf og hluttekningar meira. Hversdags áhyggjurnar, erfiðið, sjálfsum- hyggjan, lífsbaráttan, verkar í þá átt að einangra manninn og aðskilja hann frá meðvegfarendunum. Það er eðli þeirra sem eigi verður umflúið. Maðurinn er einn um þessa hluti hvar og hversu sem hann er settur; einn einstaklingur, að- greindur frá öllum öðrum einstaklingum, sem eru þó einnig eins settir og hann, — einir líka um þessi efni. En svo bætist ýmislegt fleira ofan á þetta sem mann- legu lífi er áskapað og eigi verður breytt. Maðurinn verður einn að lifa sínu eigin lífi. Hann er einn um hugsanir sínar, einn um orkubeiting sína við erfiðið, einn í sjúkdómum og einn í dauða. Þessi á- skapaða einangrun, ásamt hinu, verkar með jöfnu og stöðugu afli á það að þrýsta honum niður, óskíra fyrir honum þær hliðar lífsins sem að honum snúa, þrengja sjóndeildar hringinn og loka hann inni í sjálfum sér. Alt þetta dregur úr nautn- inni að lifa, skapar einræni og þungsinni og styrkir þá hugsun sem á öllum tímum gerir vert við sig; að sælast sé að hafa aldrei verið til, aldrei hugsað, aldrei von- að, aldrei þráð, aldrei lifað. Sú hugsun er sýking, sprottin af þessari ein- angran er skapar þann ásetning eða til- gang er stundum virðist hafa heltekið vilja aflið; að lifa eingöngu með sjálfum sér, með sig einan að forunaut. Er til langframa lætur verður sambúðin ekki ánægjulegri en svo að æðstu gæðin verða í því fólgin að vera leystur frá slíku sam- félagi og mega hætta að vera til. Nauðsynin að losast úr slíkri ánauð hefir fundið þá útleið úr fangavistinni, að hefja sérstaka daga yfir lágstreymi tím- ans. Með því er brotið skarð í múr þess- arar innilokunar. Hvort það hefir verið jafn ljóst í fyrstu fornöld sem það er nú, má ef til vill efast um, þó eru sagnir þær einkennilegar, er varðveizt hafa frá elztu tíð, að á hátða nóttum — hinum heígu nóttum — fengu þeir sem í álögum voru, að leggja af sér álaga haminn og lifa í samfagnaði og unaði með þeim er verið höfðu þeim kærastir, ættingjum og vin- um. Öll hin óeðlilegu höft voru slitin, andinn og hugurinn var frjáls, sem stign- ir væri út úr hömrum og hellrum er þeir höfðu verið lokaðir í um allar hinar löngu óminnis stundir ársins. Er vér athugum hið undur ljúfa dulsæis- og líkinga- mál sem allar slíkar fornsagnir eru færðar í, er næst að álíta að nauðsyn og þýðing hátíðahaldsins hafi snemma verið ljós í meðvitund mannkynsins. Þráin eftir samræmi og samhygð og samlíðan, þráin eftir frelsi og lausn frá rökkur tilveru lífsbaráttunnar, löngunin eftir góðfýsi og bræðralagl og vináttu, er sú kend mannlegrar sálar, er allar hátíð- ar eru reistar á, þó hvergi komi það ljós- ar fram en í sjálfri Jólahátíðinni. Snemma er helgi lýst yfir henni, sem þýddi frið, jöfnuð og sátt meðal manna, jafnvel fyrir- gefning misgerða. Helgi þessi var nefnd á miðöldunum guðs friður. Guðsfriði var lýst yfir alla hina fomu jóladaga, frá jóla aftni til þrettánda dags. Þá voru athvarfs og hælislausir menn hýstir, hungraðir saddir, og sekum mönnum frítt að fara hvort sem vildi, sækja helga staði og beygja þar kné sín í lotningu fyrir hinu guðlega valdi er gaf þeim frelsi þeirra um stund og leyfði þeim samgang við sína samferðamenn, er þeir höfðu fyrirgert rétti sínum til að hafa samneyti við. Guð réði og hann gaf þenna frið, bamið í jötunni lýsti allan heim í sátt og samúð, til barnslundarinnar sem eigi elur óvild til neins, er eigi langrækin ,en fljót að fyrir- gefa misgerðir. Hvílík áhrif það hefir haft á margar iðrandi og óhamingju sam- ar sálir verður aldrei skýrt. En sú reynd gafst að yfir þenna stutta guðsfriðar frest brá naumast til óhappaverka þar sem friðurinn var haldin. Ef til vill er ekkert dæmi sögunnar sem betur sannar en þetta, hið raunvergulega upplag manns- ins, að þrá hans og eftirlanganir eru til hins góða þrátt fyrir kenning refsiréttar- ins og fordæmingarlærdóma síðari alda. Það er enginn kostur á að skýra frá hinum ótal mörgu sögnum og minning- um sem safnast hafa utan um Jólahátíð- ina frá fyrstu tíð, eða helgi-hugsun manna hefir tengt við hana, lesið inn í hana út úr eigin drauma lífi sínu og þrá, eftir meira lífi meira frelsi, meiri jöfnuði, meiri samúð og efnisríkari æfi. Þær eru svo margar og mismunandi, ef færðar væri til samhengis myndu þær að nokkru leyti mynda einskonar yfirlit yfir sögu mannsandans. En það er ein saga öðrum fremur er við hátíð þessa hefir verið tengd er veitir henni sína aðal þýðingu nú á þessum tímum, og mun svo gera um óteljandi aldir. Um hana viljum vér fara nokkrum orðum. Það er sagan um fæð- ingu lítils barns “er þroskaðist að vizku og aldri og náð hjá guði og mönnum,” varð kennari, leiðtogi og huggari allra eftirkomandi alda, málsvari lítilmagnans og krefjandi réttlætisins um alla tíma. Það er saga “Ijóssins af hæðum, til að lýsa þeim sem sitja í myrkrunum og dauðans skugga.” Það er saga Jesú frá Nazareth. Án þeirrar sögu hefði hátíðin enga þýðngu til að bera fyrir oss nú. Eg segi þetta ekki af því, að eg sé mér þess ekki meðvitandi að Jólin falla á þeim tíma er dag tekur að lengja eftir lengstar næt- ur, hér á norðurhveli jarðar, og eru því í þeim skilningi einskonar sólarhátíð. En hverjir eru þeir sóldýrkendur nú, sem finna í þeim atburði svo.ákveðinn boðskap að hann leysi fjötrana af lífi þeirra og sál, og veiti þeim það frelsi er andi þeirra í ánauð hversdagslífsins þráir? Sá boð- skapur nægir oss engum lengur. Hann er fagur sem atburður hið ytra á rás tímans og hið innra sem líking þeirrar löngunar sem lýst hefir sér hjá mönnunum eftir meira Ijósi. En meira er hann ekki. Með sameiningu Jólahátíðarinnar með öllum hennar minningum fögrum og lík- ingafullum, við fæðingarhátíð Jesú, hefir hún öðlast hið fullkomnasta innihald sem hátíðisdagur getur öðlast í siðum vorum og trú. Fæðingardagur og dánardagur eru tveir æðstu dagar æfinnar, hver sem hún er, en þeirra er fæðingardagurinn mestur. Það er koman í heiminn, byrjun þeirrar æfi og þeirra verka sem eftir eru skilin. Það ber lægra á fæðingardeginum í samtíðinni en hinum, því það eru aldrei nema fáir vitringar sem sjá stjörnu þess sem borinn er, en allur fjöldi þeirra er ekki sér hana fyrr en við daghvörfin þegar íturmennið er borið til moldar; en inn í fæðingarhátíðina fléttast samt minning allrar æfinnar og alls þess sem hún táknar fyrir alda og óborna. Og hvílíkar eru eigi þær minningar og orð og dæmi frá æfi þessa einstæða manns. Orð hans hafa orðið að orðtökum á tungum allra þjóða. Þau hafa borið með sér traust og von og skýring á lífinu fyrir háa og lága niður allar alda raðirnar sem liðnar eru frá fæðingu hans. Þau hafa slitið ein- angrunar fjötrana af anda og hugsun fylgenda hans, einmitt þessa fjötra sem rýrir lífið, þá sem vér höfum bent á, sem hátíðirnar leysa aðeins um eyktar bil. Æfisaga hans frá fjárhúsjötunni upp til hæðarinar á Golgatta er mynd, táknmynd í óeiginlegum skilningi, en mynd alls mannlífsins á jörðinni. Engu er þar slept frá hinu smæsta til þess stærsta er snert- ir sálarlífið, hina andlegu tilveru og bar- áttu mannsins, sem röskun og áhyggjum veldur hins innra lífs. Úr öllu er leyst á auðveldan og öllum skiljanlegan hátt, í valdi góðviljans og góðleikans. Það er hinn hljóði sigrandi máttur, sem slítur fangans bönd, sem reisir fallna á fætur, sem heggur sundur hvert ok; það er morg- unroðinn á fjöllunum sem frið- inn boðar. Það varðar litlu hverjar einkaskoðanir vorar eru á per- sónu hans, hvort hann var guð eða maður, eða hvortveggja, sem hann gat ekki verið, æfi hans dæmi eg orð, mæla til mannlífsins, til veruleikans sem umlykur vora mannlegu æfi en eigi til þess sem fyrir utan hana er. Æfi hans byrjar á hinni ævarandi og æ endur- teknu sögu fátæktarinnar og hún heldur áfram stig af stigi upp til alsherjar samúðar með öllu lífi, að fullkomunnar tak- markinu sem hann sjálfur fól í þessum orðum: “meiri elsku hefir engin en þá að hann leggi niður lífið fyrir vini sína.” Orð prédikarans og sálmaskáldsins Theodore Parkers, er hann bein- ir til hans í sálminum “Þú mikli vinur manna sona,” (Oh, thou great friend of all the sons of men”) eru beint áfram stað- hæfing sögunnar. Hann segir: “Vér leitum til þin: Orð þín eru ljósið sem leiðbeina þjóðunum, sem hrasandi og fálmandi í svartnættinú, bíða dagrenning- arinnar. Já, þú ert enn lífið: þú ert vegurinn sem þeir hafa farið er helgunina hafa hlotið — ljósið, lífið, vegur guðs; og þeir sem vona einlægast og heitast biðja, þreyta störf sín í því ljósi, lífi og sannleika sem þú hefir þeim fengið.” Að líkindum hefir fæðing hans eigi borið upp á þenna dag, en það varðar heldur eigi neinu. “Svo lítil frétt var fæðing hans í fjárhúsjötu hirðingans, að dag og ártal engin reit, um aldur hans ei nokkur veit.” En svo er farið með fleiri mannanna ágætustu sona. Og það er fagn- aðar efni. Þess frjálsari er minning þeirra og óháðari stað og tíma. Þess nákomnari og tengdari verður minningin öll- um stöðum og öllum tímum. Þess varanlegra gildi öðlast sú minning. inn lagður og framrenslis skurð ir grafnir og verkfræðingarnir Holt og Mann lýstu velþóknan sinni yfir starfi okkar og greiddu andvirðið. — Jón Júlíus var verkstjóri og kanadisku menn- irnir buðust til að vinna áfram með mér ef eg freistaðist að halda áfram. En eg hafði þá annað starf með höndum, sem tók alla mína krafta og hugsun, það haust, er var að kom blað- inu Heimskringlu á fastan og traustan grundvöll, sem merkis bera og málsvari íslands vina og íslenzkra landnámsmanna vest- an hafs. Fyrsta blað Heimskringlu rit- að á íslenzku og einnig sum- part á ensku og fleiri málum kom út þ. 6. sept. 1886, réttum 12 árum og 1 degi eftir að 350 vesturfarar — þar af 300 héðan frá Akureyri og 50 frá Sauðár- króki (við Skagafjörð), höfðum lent með Allan línuskipinu St. Patrick í borginni Quebec; á meðan hafði eg flækst — næsta dag (6. sept) vestur til Montreal og þaðan alla leið til borgarinn- ar Toronto ásamt meginhluta allra okkar vesturfara fyrir for- tölur og gyllingar hins kæna og orðhvata vesturfara-agents, Sig- tryggs Jónassonar, fóstursonar Péturs Hafsteins, amtmanns hér á Möðruvöllum. Frændi minn Jóhannes Arngrímsson hafði líka komið til Quebec-borgar 5. sept. 1874, en hann kom ekki um borð á skipið eins og Sig- tryggur. Hvorki eg ná aðrir, sem ekki höfðu þegnskrifað sig jtil að fara með Arngr. til Nýja Skotlands fengu að sjá hann. Allir sem Sigtryggur fekk til að fara með sér voru komnir úr borginni sjóleið til Toronto- borgar — svo fór um sjóferð þá. Þannig atvikaðist það að megin- þorri vesturfara fór það ár til Ontario og voru þar um vetur- inn þar til næsta ár að fjöldinn ,fór með Sigtryggi að svonefndu Nýja íslandi. Þá varð Sigtr. Jónasson þeirra aðal-foringi — (meira síðar). Bið að heilsa. F. B. Arngrímssorr Jólahátíðin er helguð minn- ingunni um fæðingu hans. Betri dagur varð ekki valinn, með hinum margvíslegu minningum ljúfum og dýrmætum, óteljandi margra en löngu horfinna kyn- slóða. Með þeirri knýting há- tíðarinnar við upphafsdaginn í æfi hans, eru allar þær minn- ingar endurskírðar og færðar í nánara samband við mannlífið. En höfuð inntak hátíðarinnar verður minning hans og dæmi. Þau eru úrlausn hinnar æfa- gömlu spumingar, hvemig fá- um vér frelsað oss frá sjálfum oss. Veri sá andi hátíðarinnar oss öllum nálægur. Guð gefi yður öllum gleðileg Jól. R. P. BRÉF FRÁ AKUREYRI Blaðið Hkr. nr. 50. LXVII. árg. útg. 13 sept., færir mér þá fregn að Jón Júlíus Jónsson, fæddur á Akureyri 19. júlf 1858 sé dáinn, hafi andast s. 1. laug- ardag (9. sept.) og verið jarð- settur 12. sept. frá Fyrstu lút. kirkju f Wpeg að fjölmenni við- stöddu. Finn eg mér skilt að votta ættingjum og vinum hins látna frumherja Vestur-íslend- inga samhrygð mína við að sjá hann frá sér tekinn. En eitt er sem aldrei deyr: “Orðstýr hverj- um sér góðan getur.” Eg læt þess getið að nýnefnd- ur Jón Júlíus var helzti hjálpar- maður minn siðla sumarsins 1886 er eg tókst á hendur þó lítt vanur við jámbrautarlagn-1 ingar — hafði aðeins verið( nokkrar vikur að járnbrautar- j lagning austur í Ontario — að leggja i/2 (hálfa) enska mílu (eða tvær) af brautinni við suðurenda Manitoba-vatns; — hafði eg 10 (tíu) íslendinga og( þrjá Kanadamenn sem höfðu hesta og nýtízku mokstrarvélar.' Á tilteknum tíma var grunnur- AUGLÝSINGAR frá fornöld til vorra tíma Ef menn ætla að auglýsingar sé eitt af sérkennum nútímans, þá skjöplast mönnum hrapal- lega. Á dögum hinna fornu Róm verja voru auglýsingar mikið notaðar. Og elsta auklýsing sem sagan getur um, er frá dögum hinna fyrstu Faraoa. Þá var þræll látinn fara um götur Memphis, með auglýsingaspjöld í bak og fyrir, og var á þau út- málað hvar hægt væri að fá bestan mat fyrir lægst verð. I í British Museum er geymd papyrusörk frá blómaöld Egyp- talands, og er þar lýst eftir j strokuþræli. Er það ekki alveg hið sama og nú, þegar lögregla auglýsir einhverja bófa, sem hún vill ná í? Eftirfarandi aug- lýsing er frá árinu 3320 fyrir Krists fæðingu og segir frá þvf að kaupmaðurinn Sehed Ba Rhaser hafi fílabein til sölu: “Ódýrt, ódýrt, er á þessu ári hið góða fílabein frá dölunum hjá Jehekto. Komið til mín þér íbúar í Memphis. Sjáið, undrist og kaupið!” Er þetta ekki ó- sköp svipað auglýsingum nú á dögum? Grikkir lærðu auglýsingalist- ina af Egyptum og frá Hellas barst hún til Róm og náði þar mikilli útbreiðslu. Kvað svo ramt að þessu, að menn eins j og Cato og Cicero reyndu að bannfæra auglýsingar, en það tókst ekki. Leiksýningar, gladiatora-bar- dagar og glímur voru auglýstar á þann hátt að þrælar voru látnir ganga um götur með aug- lýsingaspjöld. Ekki voru þá nein takmörk fyrir því hvemig mætti auglýsa, það sýnir eftirfarandi auglýsing sem fanst í rústum Pompei: „ — Hér eru bökuð stærst brauð í borginna og eru þau þá

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.