Heimskringla - 21.03.1934, Blaðsíða 5

Heimskringla - 21.03.1934, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 21. MARZ 1934 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA Og svo er Charles W. Eliotj talin sá fjórði, og ræðan sem hann flutti: “The Religion of the Future”, árið 1909, erj talin að hafa verið eins áhrifa j mikil og hafa vakið eins mikla athygli og hinar ræðurnar, flutt- ar af fyrirrennurum hans. En þar sem hinir þrír voru prestar, þá var Eliot leikmað- ur, og nafnfrægari fyrir aðra starfsemi en þá að rita og ræða um trúmál. En trú hans, skoð- anirnar sem hann fylgdi, trú skynseminnar, var ætíð efst í huga hans, og í öllum sínum opinberum ræðum segir hann mönnum hiklaust, að hann byggi allar sínar skoðanir í kenslumálum og öllu öðru, á trúarbrögðum sínum og að sú trú sé frjáls og óháð, og að þessi trú sé hin Unitariska trú. Hann skrifaði tvö önnur rit um trúmál: “Twentieth Century Christianity” skrifaði hann árið, 1913 og flutti það í ræðu á; kirkjuþingi Unitara í Buffalo í New York ríki, og “The Crying Need of a Renewed Christian» ity”, sem hann flutti á kirkju- þingí' í Phiiadelphia árið 1914. 1 þessum ritum leggur hann áherzlu á nauðsynina á frelsi í staðin fyrir valdboð, (author- ity), í trúmálum, hann heldur því fram að kenningar Jesú séu ævarandi undirstaða alls hins bezta og fegursta í sögu mann- kynsins eftir hans dag, og að hann muni 'hafa verið æðsti kennarinn fyrir trúarbrögð framtíðarinnar, því að niður- staða þeirrar trúar hljóti að vera hugsjónin um bræðralag milli pianna. Samkvæmt þessari kenningu, skrifaði Eliot á einum stað, að hin “verulega kristni væri ekki bundin við neitt kenninga kerfi eða fast og bundið fyrirkomu- lag í stjórn, hugsunarhætti eða vilja mannkynsins. Heldur væri sönn kristni líferni eða breytni manna yfir æfina (a way of life)”. Og hann trúði því að Unitara trúin hjálpaði mönnum betur en nokkur önnur trú til að breyta vel og skynsamlega, og að komast að eins sannri niðurstöðu og hægt er á því hvað sé innifalið í kristinni trú. Það hefir borist til mín fyrir ekki löngu síðan lítið blað þar sem eru skráð á fáein orð eftir Eliot, þar sem hann gerir nokkra grein fyrir Unitara trúnni. Og meðal annars segir hann: “Eg hefi aldrei séð nokkra menn sem hafa tekið á móti á- byggjuni, þjáningum, sorg, eða dauða, með meiri rósemi eða | heiðríki hugarfars, en þeir, sem hafa verið Unitarar. Unitara trúin er mér kær því að eg var fæddur undir hennar merkjum og var mentaður undir henn- ar áhrifum og eg hefi fund- ið aí reynslunni, og við athugunm mína á öðrum að hún er trú sem mestan fögnuð flyt- ’ ur á tímum meðlætisins og er. öruggasta trúin þegar raunir og mótlæti bera að höndum. Ef það er nokkuð í þessum heimi, sem eg er þakklátur fyrir, og það er margt, þá er það það að eg var fæddur og upp- alinn og hefi ætíð lifað við birtu hreinskijinnar og sannfærandi trúar, Unitaratrúarinnar. Og mér finst það vera heilög skylda mín að útbreiða þessa trú.” Og um þennan merka mann, Charles W. Eliot, hafa verið skrifuð af öðrum þessi orð: "Um 40 ár, sem forseti við frægan háskóla, hafði hann meiri áhrif á allar stéttir mann- félagsins í landi sínu heldur en er vanalegt að skólastjórar hafi. Á seinni árum hans sem for- seti Harvard háskólans og enn- þá meira eftir að hann hafði sagt af sér þeirri stöðu, leitaði fólk í hundrað þúsunda tali leiðbeininga hans, ekki einungis í mentamálum heldur og í öll- um málum sem komu þjóðinni við, stjórnmálum, iðnaðarmál- um, þjóðfélagsmálum og sið- ferðismálum. Aðrir leiðtogar hafa sprottið upp og horfið aftur, og sumir hafa verið, um stutt skeið alkunnari en hann, en það er ómögulegt að nefna einn einasta mann sem hefir ráðið jafn stöðugt og yfir svo langan tíma, yfir skilningi og vitsmunum þjóðar sinnar sem Charles W. Eliot.” VESTUR-ÍSLENDINGAR OG HEIMAÞJÓÐIN í mörg ár var íslenzka þjóðin afskekt og langt frá öðrum þjóðum, og hún er það enn landfræðislega, en samgöngurn- ar og það sem þeim er samfara, hefir fært hana nær stærri þjóðunum og kynt hana. Bók- mentir þjóðarinnar hafa einnig kynt hana víða um lönd, en engin kynning á þjóðinni, sið- um hennar, venjum hennar og á allri menning hennar, hefir verið eins víðtæk og áhrifa mikil eins og vestur flutning- arnir, því þó ferðalög einstakl- inga, auglýsingar, myndasýn- ingar og annað því líkt sé mikils virði, þá eru lifandi myndirnar — fólkið sjálft áhrifa mest. Eg ætla mér ekki að fara að lýsa því hér hvernig auglýsing að Vestur-íslendingar hafa reynst heimaþjóðinni, né heldur hvernig að þeir gera það nú. Eg vil aðeins minna menn á þann ómótmælanlega sannleika að þeir hafa verið það, eru það nú og verða um lengri eða skemmri tíma. Eg veit ekki hversu skýr að sú aðstaða gagnvart heimaþjóð- inni hefir verið eða er, alment talað, en eg veit að hún hefir verið ljós fyrir allmörgum og ó- sjálfrátt hafa þeir allir fundið til hennar. Það er ekki íslenzkur maður, eða íslenzk kona, né heldur afkomendur þeirra til í Ameríku, sem ekki hafa tekið upp þykkju er þeim hefir fund- ist að þjóð þeirra eða landi hafi verði íiallmælt, að ósekju eða sem ekki gleðjast út af vel- gengni íslenzku þjóðarinnar og hryggjast út af mótlæti henn- ar. Þetta er nú ekki aðeins eðlilegt, heldur með öllu óum- flýjanlegt þar sem skyldleikinn er svo nákominn og sifja böndin vegna móðgunar þeirrar sem þe svo sterk, en mönnum þótti mið- ur við þá móðgun, ekki aðeins þeir persónulega urðu fyrir, það varunóðgun gegn þeim, að sjálf- sögðu, en það var líka móðgun gegn þjóð þeirra, þeir vissu og vita að sómi einstaklingsins og sómi þjóðar hans var eitt og hið sama í augum hérlends samtíðarfólks hans. Vestur-ís- lendingar og íslenzka þjóðin í sama númerinu og sama álitinu, í sömu niðurlögingunni, eða í sömu upphefðinni. Vestur-ís- lendingar voru og eru óumflýj- anlega kjörnir til að vera merk- isberar íslenzkrar menningar í vesturheimi, sem aftur gerir það að verkum, að þeir verða ekki aðeins að vaka yfir sínum sóma og heiður, persónulega, heldur líka heiðri þjóðar sinnar. Þegar um Vestur-íslendinga er að ræða frá þessu sjónar- miði, þá verður að deila þeim í tvent. Fyrst sem einstaklinga og í öðru lagi sem heild. Sem einstaklingar hafa þeir reynst vel og hvívetna komið fram sjálfum sér og þjóð sinni til sóma. Þeir hafa fylt og fylla æðri og lægri stöður hér í álfu og áunnið sér virðingu og tiltrú alsstaðar og á því sviði komið fram sem merkisberar er hver þjóð má vera meira en ánægð með. Sem heild er nokkuð öðru máli verið að gegna, þar hafa þeir verið og eru skiftir sem hefir veikt þá svo að þeir hafa ■.......... V ... II . ekki getað náð sama haldi á hlutunum og þeir hefðu getað og gætu ef þeir væru allir sam- taka, en þrátt fyrir þann farar- tálma hafa þeir þó sótt fram sem heildir, svo að önnur þjóð- arbrot hafa ekki gert þáð betur .þegar tiliit er tekið til mann- fjölda, nema ef vera skyldu Gyðingar, sem að því er sam- heldni og þjóðrækni snertir eru víst einstæðir sem hefir og gef- ið þeim það afl að þeir ráða nú lofum og lögum um þýðingar- mestu mál þjóðanna. Þegar um heildar samtök Vestur-íslendinga er að ræða, þá eru það stofnanir þeirra sem til greina koma því um þær safnast þeir saman, þær eru brennipúnkturinn í tilveru þeirra sem sérstakrar heildar og í þeim felst menningar kjarni sá sem þeim er annast um — sem líf- rænastur er og þar af leiðandi felur í sér flest skilyrði til menningarlegs þroska. Þessar stofhanir eru þvf fjöregg Vest- ur-íslendinga, lífs akkerið, sem ekki aðeins heldur þeim í höfn í róti hafsins, heldur og líka spegillinn sem þéir eru séðir í og þjóð þeirra. Stofnanir þess- ar tákna aðal menningar straumana í lífi íslenzku þjóðar- innar, eða það væri máske rétt- ara að segja að þær væru kvíslir ft-á þeim. Þetta strauma, eða strauma kvíslir tákna blöðin, kirkjurnar og skólinn. Menn- ingarstrauma hins íslenzka þjóðlífs í alda raðir. Ef að þessir straumar hættu að renna, þá hættu Vestur-íslendingar að vera til sem sérstök heild og þá hættu þeir líka að vera merkis- berar hinnar íslenzku þjóðar hér í álfu því þá væri ekkert til að sérkenna þá framar. Eg hefi heyrt menn spyrja að því hve lengi að þessir straum- ar geti haldið áfram að renna, eða með öðrum orðum hve lengi að hinar sérstöku stofnanir Vestur-íslendinga geti staðið hér vestra, því get eg náttúrlega ekki svaraði, eg veit það ekki, en annað veit eg, og það er að það er sjálfum Vestur-íslend- ingum, meðborgurum þeirra og hinni íslenzku fyrir betzu, að þessir menningar straumar haldi sem lengst áfram að renna. Jóns Bjarnasonar skóli er tákn hins þyngsta og dýpsta menningarstraums sem vermt hefir sál hinnar íslenzku þjóð- ar — þess straumsins sem ylj- aði þjóðinni um löng og dimm vetrar kveld á einum manns aldrinum eftir annan og sem flutt hefir hugsanir, þekking og andlegt atgerfi þjóðarinnar út yfir höfin. Menningar stram- ur sá hefir verið og er arin eld- ur hinnar íslenzku þjóðar og hann hefir verið og er arineld- ur vor Vestur-íslendinga. Hvers virði er Vestur-íslendingum það leiðarljós? Er það ekki þess virði að það sé glætt og látið brenna. Er ekki sá lífskjarni sem veitt hefir þjóðinni tfs- lenzku, þrótt til að vinna sigur á erfiðustu viðfangsefnum hennar og erfiðustu aðköstum sem henni hefir að höndum borið, þess virði fyrir Vestur- íslendinga sem eru hold af hennar holdi og blóð af hennar blóði, að láta nokkur oent af hendi árlega, þeim Jífskjama til viðhalds? Er hann ekki hverjum einasta íslenzkum manni og hverri einustu íslenzku konu eins dollars virði á ári? Meira þyrfti ekki, og ekki einu sinni það ef allir vildu vera með til þess að vernda þann líískjama og heiður sinnar eigin þjóðar. Það hefir verið sagt, að skól- inn íslenzki eigi sér enga fram- tíð, eða framtíðar möguleika, sem er sama og segja, að menn- ingar hugsjónir þær, sem hann táknar eigi sér enga framtíð í þessari álfu. Náttúrlega er eg ekki samþykkur þessari skoðun. í fyrsta lagi fyrir þá skuld, að það er algerlega á valdi Vestur- íslendinga sjálfra, hvort skólinn og menningar hugsjónir þær sem hann táknar, eiga langt eða skamt líf fyrir höndum, alger- lega á þeirra valdi hvað mikið að þeir vilja leggja í sölurnar fyrir þær, hversu mikils v>rði þær eru þeim sjálfum og hversu þýðingar miklar þeir áh'ta þær fyrir afkomendur sína og þjóð sína í held. Ef að hverjum einum þeirra fyndust þær vera dollars virði á ári fyrir sig og sína, þá getur líf skólans orðið langt, því ef af- komendur þeirra sæu alvöru foreldra sinna í því máli, og væru látnir skilja þýðingu þá sem hugsjónir hefðu fyrir þá og aðra, er eg viss um, að þeir mundu ekki bregðast þeim, Frh. á 8. bls. RCGISTCRED 9ull 9'ashioned Silk ^fíosievy Nafn þetta er ekki eintómt stát, eins og sokkarnir bera með sér. — Öklarnir eru vel klæddir með Weldrest. Með þeim klæðast konurnar fínustu litunum, vegna þess að Weldrest fylgir stundvíslega öllum breyt- ingum móðsins. En það sem bezt er, þér getið valið um þykt, á verði sem er afar hóflegt. Hver tegund er alveg upp í móðinn. Stærðir 8i£ til 10i/2. Gljálausir Lustred Chiffon No. 424 — Smábands möskvar svo þeir eru glitsæir, silki bolir. Clearsan, Reykbrúnir, stálgráir, grænir, ryk- gráir, malt, biscayne. Parið á 75c. Semi-Service upp í Lisle Welt No. 715 — Reykbrúnir, stálgráir ryk móskir, mexique, manoa, tape- san, mouette. Parið 75c Extra Sheer Chiffon No. S80 — 45 möskva prjón, silki upp í fit, úr stykkjóttu Welt. — Reykbrúnir, biscayne, rykmóskir, beige taupe, og manoa. Parið $1.25 Weldrest frægu “Triple Guard” No. 467 —Ekta Grena- dine Chiffon upp í fit. Leystaprjónið jafnast við að þykt tí-böndaða sokka. Alkunnir fyrir endingu. Verð parið á $1.25. Grenadine Semi-Service No. G-646 — Sex band- að Semi-Service—silki upþ í fit. Reykbrúnir, biscayne, beige taupe, ryðrauðir og manoa. Parið $1.25. Crepe Chiffon No. 430 — Mjög glit- sæir úr fínasta silki upp í fit. Jungle, stál- gráir, Clearson, bis- cayne, beige taupe, rykmóskir, malt og reykbrúnir. Parið $1.25 Crepe Sokkar—Semi-Service þykt No. 436 — Nýtt munstur. Rykmóskir, reyk- brúnir biscayne og beige taupe. Parið $1.50. 1 sokkadeildinni, aðalgólfi, Portage. <*T. EATON C2 LIMITED INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU f CANADA: Árnes...................................F. Finnbogason Amaranth...............................J. B. Hall lórsson Antler....................................Magnús Tait Áíhorg..................................G. O. Einarsson Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville...............................Björn Þórðarson Belmont....................................G. J. Oleson Bredenbury...............................H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Calgary..................../........Grímur S. Grímsson Churchbridge..........................Magnús Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale.............................. Ólafur Hallsson Foam Lake.................................John Janusson Gimli....................................K. Kjernested Geysir..................................Tím. Böðvarsson Glenboro...................................G. J. Oleson Hayland.................'.............Sig. B. Helgason Hecla.........................................Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vídal Hove..../..............................Andrés Skagfeld Húsavík...:..............................John Kernested Innisfail.......................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar.........................................S. S. Anderson Keewatin................................Sigm. Björnsson Kristnes................................ Rósm. Árnason Langruth................................. B. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar.............,......................Sig. Jónsson Markertúlle.........................Hannes J. Húnfjörð Mozart....................................Jens Elíasson Oak Point..............................Andrés Skagfeld Oakview.......................................Sigurður Sigfússon Otto..rt..........................................Björn Hördal Piney.....................................S. S. Anderson Poplar Park........................................Sig. Sigurðsson Red Deer............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík...........................................Árni Pálsson Riverton............................ Björn Hjörleifsson Selkirk................................G. M. Jóhansson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Swan River......................................Halldór Egilsson Tantallon........................................Guðm. ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir.............................................Aug. Einarsson Vancouver............................Mrs. Anna Harvey Winnpegosis................................ Winnipeg Beach....................................John Kernested Wynyard.................................S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra.................................Jón K. Einarsson Bantry................................E. J. Breiðfjörð Belingham, Wash....................John W. Johnson Blaine, Wash..............................K. Goodman Cavalier.............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...........................Hannes Björnsson Garðar................................S. M. Breiðfjörð Grafton..............................Mrs. E. Eastman Hallson..............................Jón K. Einarsson Hensel................................J. K. Einarsson Ivanhœ............-................Miss C. V. Dalmann Milton.................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain............................Hannes Björnsson Point Roberts ......................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W Svold.................................Jón K. Einarsson Upham..................................E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba I /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.