Heimskringla - 25.04.1934, Síða 6

Heimskringla - 25.04.1934, Síða 6
6. SIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 25. APRÍL 1934 Jane Eyre eftir CHARLOTTE BRONTE Kristján Sigurðsson, þýddi Nú liðu tíu dagar svo, að eg átti ekki tal við Mrs. Reed, með því að hún var ekki með fullri rænu og læknir bannaði að vekja henni óróa með nokkru móti. Þann tíma var eg samvistum við systumar og reyndi að komast af við þær. Mikið var fálæti þeirra í fyrstu. Eliza sat mestallan daginn við sauma, lestur eða skriftir og talaði varla orð, hvorki við mig né systur sína. Georgiana lék það, að kjá á búrfugl sinn og masa við hann endileysu, tím- unum saman, og lét sem hún vissi ekki, að eg væri viðstödd. En eg tók það ráð, að láta mig hvorki skorta verk né gaman, eg hafði með mér teikninga tólin og þau dugðu mér til hvors tveggja. Eg settist vanalega út við glugga, ein mér, með ritblýastokk og pappírs þellur og teiknaði það sem þá kom í hugann: útsýn til sjávar, milli tveggja kletta og skip á siglingu, seftoppa og mýrabrá og höfuð vatnadísar, með kórónu af lotus-blómum, á gægjum upp úr sefinu, álfabarn í spörva hreiðri, undir sveig hagþyrnis blóma. Einn morguninn datt í mig, að teikna andlit, en hugsaði ekki fyrir fram, af hverjum sú mynd ætti að vera. Eg tók mjúkt ritblý, gerði því breiðan odd og tók til við teikninguna. Skömmu síðar var komið á pappírinn breitt enni og framskátt og um- gerð af þróttugu niðurandliti, svipur þeirrar umgerðar þótti mér góður, svo mér gekk lið- ugt, að gera hvern part ásjónunnar fyrir sig, fyrst miklar augabrýr, undir því svipmikla enni, því næst nef, sem ekki bar lítið á, beint, með dálítið flæstum nösum, munn svo, alls ekki lítinn né með einstrengingssvip og svo höku, æði mikla, með skarði í; vitaskuld slepti eg svörtu skeggi og hrafnsvörtu hári, skúfuðu aftur 'af gagnaugum og liðuðu yfir enninu. Augun geymdi eg þangað til seinast, því að sá vandinn var mestur. Eg gaf þeim mikið ummál og fagurt lögulag, með löngum, dökkum augnahárum, og víðu, glóandi sjá- aldri. “Gott er þetta, en ekki sem bezt,” hugs- aði eg, er eg leit yfir það sem eg hafði gert, ‘‘meiri orku eiga þau sýna, ef vel á að vera,” og eg sverti skugga, svo bjart- ara sýndist ljóma, það sem óskuggað var, og með því móti tókst vel það sem eg ætlaðist til, á lítilli stundu. Þá blasti við mér ásjóna vinar míns, og hvað gerði það þá til, að þessar ung- frúr sneru baki að mér? Eg leit á myndina, brosti við henni, er hún var honum svo lík, og var alls hugar fegin. “Er þessi mynd af manni sem þú þekkir?” spurði Eliza, hún gekk hjá, svo að eg varð ekki við vör. Eg svaraði, að þetta væri hug- arsmíð og stakk myndinni undir hinar; vita- skuld sagði eg ósatt, myndin var af Mr Rochester og honum nauðalík. En hvað kom henni það við, eða nokkrum öðrum en sjálfri mér. Georgiana kom nú líka að skoða mynd- irnar. Henni fanst karlmanns myndin ijót, en hinar voru henni mjög að skapi. Báðar sýnd- ust hissa, að eg skyldi vera svo leikin í listinni. Eg bauð þeim að gera mynd af þeim með rit- blýi og það þektust þær, og sátu fyrir, meðan eg teiknaði. Eftir það kom Georgiana með albúmið sitt, að sýna mér, eg hét að gera mynd í það, með vatnslitum, og þá fór að liggja betur á henni. Hún stakk uppá, að koma út og vappa úti á túni, og svo leið ekki á löngu, að trúnaðar málin komu í talið; hún virti mig þess, að lýsa dýrðar og dásemdar vetri, sem hún lifði í London, fyrir tveim missirum, þeirri aðdáun sem hún hafði vakið, þeim gaumi sem henni hafði verið gefinn, og mér var jafnvel gefið í skyn að titluð persóna hefði verið í hópnum, sem sótti eftir henni. Síðdegis þann sama dag og um kveldið, var alið á þessum ávæning, mjúklát orðaskifti rifjuð upp og kendum sollin atvik og, í stuttu máli, löng saga sögð af tízkubrögðum hefðar fólks, mér til uppbyggingar. Þessu tali hélt hún áfram, dag eftir dag, alla tíð um það sama — hana sjálfa, ástarsælu hennar og ástar kvalir. Merkilegt mátti það heita, að hún vék ekki einu orði að veikindum móður sinnar, afgangi bróður síns eða þeim vanda, sem fyrir heimilinu lá. Allar hugsanir hennar virtust stefna að gampi, sem hún hafði lifað og skemtunum sem hún hlakkaði til. Eliza hafði auðsjáanlega ekki tóm til við- tals. Aldrei hefi eg séð, manneskju hafa eins mikið að gera og hún virtist hafa; samt var erfitt, að segja hvað hún gerði, eða réttara sagt finna árangur af iðju hennar. Snemma á morgnana lét hún klukku vekja sig með glamri, en hvað hún hafðist að fjuir morgun- verð, vissi eg aldrei. Uppfrá þeirri máltíð skifti hún deginum svo, að hverri stund var ætluð sín iðja; þrisvar á dag rýndi hún á kver, sem eg komst fyrir að var tíðabók ensku kirkjunnar; eg spurði hvað hún fyndi merki- legt í því riti. “Fyrirsagnir um messugerð,” svaraði hún. Þrem stundum varði hún til að sauma, með gullþræði, bekk á hárautt klæði, álíka stórt og gólfdúk, sem átti að breiða á altari kirkjunnar í Gateshead, sagði hún. Tveim stundum eyddi hún til að rita í dagbók sína, tveim til að grufla í kálgarði og einni til að rýna á reikninga sína. Hún virtist ekki þurfa neitt samlæti né umgengni við aðra; eg held hún hafi verið sæl á sína vísu, — henni nægði þessi iðjuvani, og henni var ekki ver við neitt en ef atvik kom fyrir, sem neyddi hana til að bregða þessum setningi. Eitt kveldið liðkaðist lítið eitt um málbein- ið á henni, og þá tjáði hún mér, hversu mikið henni hefði sviðið framferði Johns og hnignun heimilis hagsins, en nú sagðist hún hafa stilt hug sinn og gert ráð sitt. Sínum eignum hefði rún ráðstafað svo, að óhult væru, og eftir um- skiftin — það væru engin líkindi til að móður hennar batnaði, né að hún lægi lengi, sagði hún rólega — sagðist hún ætla að gera það. sem henni hefði lengi búið í skapi, leita at- hvarfs, þar sem reglu bundnar venjur yrðu sízt truflaðar af hverju sem væri, og reisa traustar skorður milli sín og léttúðar heimsins. Eg spurði hvort Georgiana fylgdist með henni. “Vitaskuld ekki”, Georgiana væri sér ólík í alla staði og hefði altaf verið. Sér dytti ekki í hug, að mæðast af umgengninni við hana, hvað sem í boði væri. Hentugast, að Georgi- ana færi sína leið. Milli þess að Georgiana helti úr skálum hjarta síns yfir mig, varði hún mestöllum tíma sínum til að liggja á legubekki, angrast af því hvað heimilið væri leiðinlegt og óska þess aftur og aftur, að frænka hennar af Gibson ættinni, byði henni til borgar. “Það væri svo miklu betra,” sagði hún, “et hún gæti verið í burtu einn mánuð eða tvo, þangað til i, t alt væri búið.” Eg innti hana ekki eftir, hvað hún ætti við, en eg þóttist skilja, að hún meinti andlát móður sinnar og dapra jirðar- för. Yfirieitt lét Eliza ekki meira til sín taka leti og kvartanir systur sinnar, heldur en hún gerði hvorki að heyra hana né sjá. En einu sinni, er hún lagði frá sér reikningana og tók ísaums klæðið, leysti hún frá skjóðunni og á- varpaði systur sína þannig:— “Georgiana, fánýtari hégómaskepnu en þú ert, hefir aldrei fyr leyft verið að þyngja jörðina. Þú áttir ekkert með að fæðast, því að þú notar ekki lífið til neins. Ekki lifir þú fjTir sjálfa þig, né í þér sjálfri, né með sjálfri þér, eins og skyni gædd vera á að gera, heldur gerir þú ekki annað en reyna að festa þinn vanmátt við krafta einhvers annars; ef ekki finst neinn viljugur eða viljug til að bæta á sig að bera eins feitan, linan, losaralegan, handónýtan byrðar auka, og þú ert, þá ferðu að væla, að þú sért illa leikin, vanhaldin og voluð. Það er hvort sem er, að þín tilvera má til að vera tóm tilbreyting og uppveðrun, ann- ars er veröldin varðhald, hvorki meira né minna en dýfliza; það verður að dást að þér, hugsa uppá þig, láta fagurgalann klingja við þig, — nótna hljóð máttu til að hafa, dansa og samkvæmi — ella linast þú og dregst upp af doða. Er ekki til í þér nein vitskíma til að gera ráð fyrir sjálfri þér, svo þú verðir óháð öllum atbeina, allri vil, nema sjálfrar þín? Taktu'til einn dag, skiftu honum í parta, ætla hverjum sína sýslan, láttu engar stundir, ekki tíu mínútur, ekki fimm einu sinni, ónotað- ar þar í milli; vinn þú hvert starf á sínum tíma, með tilsettu ráði og varastu að bregða af því. Þá mun dagurinn líða svo, að þú veizt ekki að hann sé byrjaður, og þú ekki upp á neinn kominn til að hjálpa þér til að eyða einu iðjulausu augnabliki, þarft ekki að leita fé- lagsskapar við neinn, né viðtals, samúðar, né vorkunar; í stuttu máli: getur lifað líkt sjálf- stæðri veru, líkt og manneskja á að gera. Þetta er fyrsta sinn, sem eg hefi lagt þér ráð, skal líka verða það síðasta, ef þú tekur það, þá muntu hvorki þurfa mín við né annara. Ef þú hafnar því, heldur uppteknum girndar, víls og vaniðju hætti, þá skaltu taka við eftirköst- um heimsku þinnar, hversu ill og óþolandi, sem eru. Þetta segi eg þér afdráttarlaust, og annað til skaltu fá að heyra, sem þér er bezt að taka vel eftir, því að eg segi þér það ekki oftar, en ekki skal eg víkja frá því, alt um það: Þegar móðir mín er skilin við, iæt eg þig lönd og leið; frá þeim degi, þegar hennar lík- kista er borin í jarðhúsið undir Gateshead kirkju, skulum við skildar að öllu, eins og við hefðum aldrei hvor aðra þekt. Þú skalt ekki haida, að eg muni þola þér, að lialda mér niðri með nokkrum heimtum, rétt vegna þess, að svo vildi til, að við fæddumst af sömu foreldr- um. Þó að öllum manneskjum, nema okkur tveim, væri svift burtu, og við tvær værum einar eftir á jörðinni, þá myndi eg skilja þig eftir í hinni gömlu veröld og hverfa til þeirr- ar nýju, það get eg sagt þér og sagt þér satt.’’ Hér herti hún saman varirnar. “Þú máttir vel sneiða hjá þessu rausi,” svaraði Georgiana. “Allir vita, hvort sem er, að sínkari skepna en þú, er ekki til, né kald- lyndari, og eg ætti að fara nærri um þinn heiftúðuga illvilja til mín. Eg fekk skar. þefinn af því, þegar þú sveikst okkur, mig og lávarðinn Edwin Vere. Þú gazt ekki þolað, að eg kæmist upp fyrir þig, fengi tignarnafn og viðtöku hjá fólki, þar sem þú hefðir aldrei þorað að láta sjá framan í þig, og svo fórst þú á njósn og sagðir eftir, kindin þín, og eyddir minni gæfu til fulls og alls.” Georgiana tók upp vasaklút og snýtti sér í heila klukkustund, en Eliza sat, köld og kærulaus, við sína iðju. Sumir gera að vísu lítið úr göfugum góð- vilja, en hér voru tvær manneskjur, önnur óþolandi harðlynd, hin auðvirðilega bragðlaus, af því að góðviljann vantaði. Tilfinning er daufur drykkur, ef vitið vantar, víst er það, en dæmivit, ótemprað af tilkenning, er svo beizkur og seigur biti, að flestum manneskjum er ofraun að renna honum niður. Einn daginn var hvassviðri og rigning, Georgiana sofnaði út frá bók, þar sem hún lá aflöng á hvílubekk, og Eliza fór til kirkju, að vera viðstödd dýrlings messu, því að hún var hin strangasta til trúar siða, hvorki illviðri né annað orkaði á hana til að forsóma 'það sem hún áleit sínar guðræknis skyldur; hún fór til kirkju, hvernig sem veðrið var, þrisvar á hverjum sunnudegi og til allra bænahalda þess í milli. Mér datt í hug, að vitja kvenmannsins sem lá dauðvona uppi á lofti; henni var nú lítið sinnt, jafnvel af vinnufólkinu, og stúlka sú, sem var fengin til að stunda hana, skauzt burt þegar hún gat. Beta, með alla trygðina, kom stöku sinnum, en mátti ekki vera mikið burtu frá bömum sínum og heimili. Enginn var hjá þeirri sjúku, þegar eg kom inn, hún lá í móki, blýgrá í framan; eg jók eld í hlóðum, hag- ræddi rúmklæðum og horfði lengi á hana, sem gat ekki horft á mig, gekk svo út að glugga og spurði hinnar gömlu spurnar: “Hvert mun andinn leita, sem nú erfiðar til að losna við sína jarðnesku íbúð, þegar hann loksins verður laus?” En er eg velti fyrir mér þessum leyndar- dómi, kom mér Helen Burns í hug, og hennar dánarorð, trú og kenning, að allar vanhama sálir væru jafnar. Nú rifjaðist upp fyrir mér rödd hennar, yfirbragð hennar, bleikt og anda- legt, hið tærða andlit og hinn háleiti svipur, er hún lá róleg á sínum banabeði og sagði til þess í hálfum hljóðum, að sig langaði til að hverfa aftur í hinn himneska föður faðm. Þá heyrði eg sagt frá rúminu: “Hver er þetta?” Eg vissi að Mrs. Reed hafði ekki talað orð, svo dögum skifti. Var hún í afturbata? Eg gekk að rúmstokknum og sagði: “Það er eg, Reed frænka.” “Hver — eg?” var svarið. “Hver ertu?” Hún leit á mig, eins og hún væri hissa eða yrði bylt, en með fullri rænu. “Þú ert alveg ókunnug mér — hvar er Beta?” “Niðri í koti, frænka.’’ “Frænka? Hver kallar mig frænku? Þú ert ekki lík Gibsons ættinni. Samt finst mér eg kannast við þig. Ertu Jane Ejrre?” “Eg veit að eg er langt leidd,” mælti hún er eg hafði sagt henni til mín, og hvernig á stóð, “og þá verður það mikið, sem lítið er meðan heilsan helzt. Er hjúkrunar stúlkan hér? eða erum við tvær einar?” • “Jæja, eg hefi tvívegis gert þér rangt til, og nú sé eg eftir því. Annað er það, að eg efndi ekki það sem eg lofaði manninum mín- um, að ala þig upp eins og mitt barn, hitt—” Hún þagnaði og segir svo, við sjálfa sig: — “Kannske það geri ekki mikið til né frá. Mér kann að batna, og að lægja mig fyrir henni er annað en gaman.” Hún reyndi að snúa sér í rúminu en gat sig ekki hreyft, hún breyttist í framan, eins og hún fyndi mikið til, ef til vill var það und- anfari andvarpanna. “Nú, eg má til að ljúka því af. Eilífðin er framundan mér, það er bezt eg segi henni eins og er. — Farðu í fatakistuna og sæktu þangað bréf og lestu.” Bréfið hljóðaði svo: “Frú — Vertu svo væn að segja mér heimilisfang bróðurdóttur minnar, Jane Eyre, og hvernig henni líður. Eg ætla mér að senda eftir henni bráðlega. Forsjónin hefir blessað mína viðleitni til að komast yfir nægileg efni og með því að eg er ókvæntur og barnlaus, þá ætla eg að taka hana sem mitt bam væri, og leiða hana til arfs að því, sem verða kann eftir af eignum mínum, þegar eg skil við. John Eyre, Madeira. Bréfið var, eftir dag og ársetning, þriggja ára gamalt. “Af hverju hefir mér ekki verið sagt frá þessu?” spurði eg. Hin sjúka var með fullri rænu, þó skamt ætti dauðans að bíða; hún hefði ekki getað gleymt mínu framferði, heipt og ofsa, á okkar seinasta samfundi og þykt það svo mikið, að hún gat ekki fengið af sér, sa^göi hún, að hjálpa mér til ríkidæmis. Til þessa sagði hún með sinni gömlu rögg, en von bráðar mælti hún: “Færðu mér vatn að drekka! Æ flýttu þér!” Eg færði henni svalann og hjálpaði henni til að dreypa á. “Góða Mrs. Reed,’’ mælti eg, “hugsaðu ekki um þetta tíðar meir; láttu sem það hafi aldrei fyrir komið. Forláttu mér þau heiptar orð. Eg var þá barn, og síðan eru liðin átta ár eða níu.” Hún gaf engan gaum því sem eg sagði, en þegar henni hægði, tók hún svo til máls: “Eg er að segja þér, að eg gat ekki gleymt þessu, og eg kom fram hefndum. Eg skrifaði frænda þínum aftur, að þú hefðir dáið úr ' drepsótt í Lowood. Nú máttu gera sem þér sýnist, skrifa honum til og koma þessu falsi upp um mig, rétt eftir þinni vild. Þú varst til þess borin, finnst mér, að vera mér til kvalræðis, mínar síðustu lífs stundir óróast af því, að muna eftir afbroti, sem eg hefði alls ekki freistast til að drýgja, nema af því, að þú áttir í hlut.” “Eg vildi óska, að þú hættir að hugsa um þetta, frænka, og að þú vildir hugsa gott um mig og fyrirgefa------” “Þitt innræti gat eg aldrei skilið, það er vont,” sagði hún; “að taka með ró og þolin- mæði í níu ár, hverjum aga, sem þér var boðinn, og tryllast svo á því tíuUda, er mínum skilningi ofraun.” “Mitt innræti er ekki eins vont og þú heldurð eg er skapstór en ekki hefnigjörn. Oft langaði mig til að elska þig, þegar eg var barn, en þú vildir ekki, og nú langar mig til að sættast við þig, kystu mig, frænka mín.” Eg færði kinnina að vörum hennar, en hún vildi ekki koma við hana, sagði að eg bægði sér með því að halla mér yfir rúmið, og bað aftur um vatn. Eftir það hagræddi eg henni, þá voru hendur hennar orðnar kaldar og augun sljó. Eg sagði: “Þú mátt gera hvort þú vilt, hata mig eða elska, en eg fyrirgef þér fullkomlega, bið þú guð að fyrirgefa þér og friður sé með þér.” Vesalings þjáða kona! Það var um sein- an fyrir hana, að reyna að breyta hugarfari sínu. Hún hafði hatáð mig í lifandi lífi og með þeim hug varð hún að deyja. Nú kom hjúkrunar kona og Beta með henni, eg stóð við í hálfan klukkutíma, í þeirri von, að eitthvað breyttist til batnaðar, en ekki varð af því. Það smá dró af henni, þar til hún vissi ekki til sín og um miðnættið skildi hún við. Dætur hennar voru ekki við- staddar og eg ekki heldur. Þær komu og sögðu mér frá því morguninn eftir, að hennar helstríði væri lokið. Við Eliza fórum að skoða líkið, en Georgiana grét hástöfum og sagðist ekki þora inn. Líkið var lagt til, hinn öflugi líkami kaldur og kyr og farinn að stirðna, hið hvassa auga hulið af köldum augnalokum, en á yfirbragðinu sá enn merki hinnar ósveigjan- legu sálar. Það lík var mér undarleg og hátíð- leg sjón að sjá: ekkert milt lagði þaðan, eða mjúkt, vorkennandi eða vongott, ekkert nema dapran kvíða fyrir hennar afdrifum — ekki mínum skaða — og þungan óttahug við slíkan viðskilnað. Eliza horfði um stund á foreldri sitt, þegj- andi, og brá sér hvergi. Svo segir hún: “Hún hefði getað lifað til hárrar elli, hún var það hraustbygð; mæða stytti henni aldur.” Jafnframt sýndust koma kippir í varirnar á henni; litlu síðar gengum við burt, hvorug okkar feldi tár. XXII. Kapituli. Mr. Rochester gaf mér burtuveru leyfi um viku tíma, en í mánuð var eg á Gateshead. Eg ætlaði strax að fara, eftir jarðarförina, en hætti við af þrábeiðni Georgiönu; móðurbróðir hennar, Mr. Gibson, kom til að standa fyrir út- förinni og ráðstafa heimilinu og bauð henni með sér til Lundúna. Hún sagði að sig hrylti svo mikið við, að vera ein með systur sinni, af henni fengi hún hvorki samlæti í raunum sínum, huggun við kvíða líé aðstoð til að búa sig til burtfarar, svo að eg bar hennar veik- lunduðu vílmál og sérgóðu sífranir, eins vel og eg gat, og dugði henni sem bezt eg mátti, til að sauma og koma dóti hennar fyrir. Víst var hún iðjulaus meðan eg vann, og eg hugs- aði sem svo með sjálfri mér: “öðru vísi skyldi þessu hagað .frænka, ef við ættum að búa saman að staðaldri. Eg myndi ekki una því, að vera altaf sú, er vorkunina legði til. Þinn skerf af erviðinu skyldi eg fá þér og reka þig til að Ijúka því, ella láta það óunnið. Sömu- leiðis myndi eg herða að þér, að geyma í þínu eigin brjósti þann sífrandi seming, sem lætur í þér alla tíð, og er mestmegnis uppgerð. Ef okkar samvera væri ekki svona stutt og ef ekki stæði svona á, þá skyldirðu finna, að eg væri alt annað en mjúk og þolinmóð.” Loksins fylgdi eg Georgíönu úr hlaði; þá kom að Elizu, að biðja mig viku dvalar. Hún þyrfti að hafa sig alla við sínar ráðagerðir og mætti ekki tefja sig frá þeim, sagði hún, enda væri hún að leggja upp til einhverra ókendra staða; hún dvaldi alla daga í sínum herbergj- um, og læsti að sér, fylti ferðaskrín, brendi skjöl, tæmdi dragkistur og lét engan koma til sín. Mig bað hún hafa eftirlit með heimilinu, taka á móti þeim sem komu og svara kúrteisis bréfum út af fráfallinu. I

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.