Heimskringla - 06.06.1934, Page 6
«. SIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 6. JÚNÍ, 1934
Jane Eyre
eftir /
CHARLOfTE bronte
Kristján Sigurðsson, þýddi
“Nú, nú, Jane, meira gerðist ekki.”
“Þetta er ekki nema formálinn, herra, nú
segir af því sem gerðist. Þegar eg brá sund-
ur augunum, fekk eg stírur í þau af birtu. Eg
hugsaði: kominn hábjartur dagur! En svo var
ekki, þetta var kertaljós, og mér datt í hug að
Sophie væri komin inn. Kerti brann á hólfa
kistu og hurðin var opin að veggja skáp,
þar sem brúðar fötin héngu. Þaðan heyrði
þrusk. Eg spurði: “Sophie, hvað ertu að
gera?” Enginn svaraði, en manneskja gekk út
af veggjar skápnum, tók ljósið og skoðaði
fötin. ‘Sophie! Sophie!’ kallaði eg, en ekkert
kom svarið. Eg reis upp í rúminu, svo hissa
að eg vissi varla til mín og þar næst svo
skelkuð, að mér fanst blóðið kólna í æðum
mér. Mr. Rochester, þessi manneskja var
hvorki Sophie né Leah, né Mrs. Fairfax, nei,
ekki var það heldur Grace Poole, sá undarlegi
kvenmaður, það er eg viss um.”
“Einhver þeirra hlýtur það að hafa verið,”
segir húsbóndi minn.
“Nei, þá manneskju sem stóð frammi fyrir
mér hafði eg aldrei séð fyr í Thornfield Hall.
Sá kvenmaður virtist hár og þrekvaxin, með
dökkt hár í þykkum flóka niður bak, klædd í
hvítt, sem eg veit ekki hvort kjóll var, rekkjóð
eða nálín.”
“Sástu framan í hana?”
“Ekki fyrst. En hún tók brúðarslæðu
mína, skoðaði vandlega, skaut henni yfir höfuð
sér og sneri sér að spegli. Þá horfði. svo við
að eg sá mynd hennar mjög svo greinilega í
speglinum.”
“Og hvernig var hún útlits?”
“Hryllileg, herra og ógurleg, svo að eg hefi
aldrei slíka séð. Eg vildi eg gæti gleymt þeim
dreyrugu augum, hvernig þau ranghvolfdust
og lopanum í andlitinu, sem var dökkgrár á
iitinn.
“Vofur eru vanalega fölvar, Jane.”
“Þessi var blárauð, herra, varirnar bólgnar
og dökkar, ennið hrukkótt, aúgnabrýr spertar
hátt yfir blóðrauð augu. Á eg að ;segja þé'-
hverju mér datt í hug, að þessi ófreskja væri
lík ? ”
“Já, það máttu.”
“Hinni andstyggilegu þýzku afturgöngu
sem kallast blóðsuga.”
“Á, hvað hafðist hún að?”
“Herra, hún greip slæðuna mína af sínu
horaða höfði, reif í tvent, fleygði á gólfið og
tróð hana undir fótunum.”
“Næst?”
“Kipti til glugga tjáldi og leit út, sá ef til
vill að komið var að birtu brigðum, greip
kertið og gekk til dyra. En þegar hún gekk
hjá rúminu, nam hún staðar, skaut á mig tryld-
um augum, rak kertið næstum því framan í
mig og slökti á því. Upp frá því vissi eg ekki
til mín, það leið yfir mig.”
“Hver var hjá þér, þegar þú raknaðir
við?”
“Enginn herra, nema bjartur dagur. Eg
fór á fætur og laugaðist og drakk kalt vatn,
fann að eg var eftir mig, en þó ekki sjúk og
einsetti mér, að segja engum nema þér, hvað
borið hefði fyrir mig. Segðu mér nú, herra,
hver þessi manneskja er?”
“Ofsjón, auðvitað. Eg verð að fara var-
lega með þig, dýrindið mitt, þínum líkar taúg-
ar eru ekki til hörkulegrar meðferðar.”
“Herra, vertu viss, að taugum mínum var
ekki um að kenna, heldur því sem fyrir augu
mín bar.’’
“Og hvað er um hina draumana þína, eru
þeir sannir fyrirburðir? Er höllin í rústum?
Erum við aðskilið af einhevrri fyrirstöðu, sem
ómöguiegt er að ráða við? Er eg að fara frá
þér, orðalaust og táralaust?”
“Ekki ennþá?”
“Stendur það til? Nú er sá dagur upp
runninn, þegar við eigum að sameinast órjúf-
andi böndum og þegar við erum orðin að
einni manneskju, þá skulu þessi hugsýki köst
aldrei hvarfla að þér framar, því skal eg lofa
þér.”
“Eg vildi að ekki væri meira í efni heidur
en hugsýki, og því fremur óska eg þess, sem
jafnvel þú getúr ekki sagt mér til, hvernig
stendur á þessari furðu.
“Og úr því eg get ekki skýrt það fyrir þér,
Jane, þá hlýtur þetta að hafa verið draumur.”
“Svo hugsaði eg í morgun, þegar eg fór á
fætur, en þegar eg litaðist um, til að safna
kjarki og hugar hægð af að sjá velþekta muni
í björtu dagsljósi, þá sá eg það sem mér
hnykti við — brúðar slæðuna í tveim hlutum
á gólfinu.” ’
Eg fann að Mr. Rochester tók viðbragð;
hann tók utan um mig og hélt mér í fanginu
svo fast, að eg gat varla dregið andann. “Guði
sé lof,” segir hann, “að þér varð ekki mein
að, og að ekki varð neitt að þér, heldur brúð-
arslæðunni. Ó, að hugsa til þess, sem hefði
getað komið fyrir!” Eftir lítillar stundar þögn
tók hann til máls aftur og mælti glaðiega:
“Nú skal eg segja þér, Janet, hvernig í öllu
þessu liggur. Þetta var sambland af draumi
og vöku. Eg efast ekki um, að kvenmaður
hafi komið inn til þín, og sá kvenmaður var,
hlýtur að hafa verið Grace Poole. Þú segir
sjálf, að hún sé undarleg, og eg tel víst að þú
hafir ástæðu til þess, af því sem þú þekkir til
hennar Hvað gerði hún til mín? Hvað til
Masons? Þú sást til hennar, milli svefns og
vöku, en sýndist hún ólík sjálfri sér, af því að
þér var svo órótt og varla með fullri rænu.
Þar af kom að þér sýndust augun rauð, hárið
I ) í ófléttuðum flóka og fyrirferðin meiri en ella,
missýningar alt saman, af því að þér varð svo
bylt; en að rífa slæðuna var henni líkt, og það
hefir vitanlega gerst. Eg sé þú vilt spyrja, af
hverju eg hafi aðra eins manneskju í mínum
húsum. Það skal eg segja þér, þegar við höf-
um verið ár og dag í hjónabandi, en ekki
núna. Ertu ánægð með þetta, Jane? Líkar
þér þessi útskýring á leyndardómnum?”
Eg hugsaði mig um, og fanst ekki hægt
að skýra þetta á annan veg, ánægð var eg
ekki, en reyndi að láta sem eg léti mér það
lynda, til þess að gera honum til geðs; léttara
var mér vissulega, eftir en áður. Nú var
orðið áliðið, svo eg bjóst til að fara frá honum.
“Sefur ekki Sophie hjá Adelu í barna-
stofu?” spurði hann, þegar eg kveikti á kerti
mínu.
“Jú, herra.”
“Og það er nóg rúm fyrir ykkur báðar, á
hennar sæng. Þú verður að sofa hjá Adelu í
nótt, Jane. Eg vildi síður að þú svæfir ein,
eins órótt og þér er í skapi, sem náttúrlegt er.
Lofaðu mér því, að fara og sofa í barnastof-
unni.”
“Eg er því fegin, herra.”
“Og lokaðu dyrunum að innan. Vektu
Sophie, segðu henni að kalla þig tímanlega í
fyrra málið, því að þú verður að vera alveg til
fyrir klukkan átta.
“Og feldu niður allar daprar hugsanir;
burt með kveljandi kvíða. Heyrirðu ekki að
stormurinn hefir breyzt í mjúkar hvíslingar?
og rigningin er hætt að skella á gluggunum;
sjáðu (hann rendi glugga tjaldi til) hvað in-
dælt er orðið úti!”
Svo var. Hálft loftið var hreint og tært.
Vindur hafði snúist til vesturs og rak skýin
til austurs í löngum, hvítum fylkingum, er
máninn sltein glatt.
Mr. Rochester leit í augu mér og spurði
“Jæja, hvernig líður Jane minni nú?”
‘ Nóttin er heið ,herra, svo er eg.”
“Þig skal ekki dreyma um skilnað og
sorg í nótt, heidur um ástasælu og unað sam-
vista.”
Sú spá rættist lítt. Mig dreymdi að vísu
ekki hryllilega, en vel dreymdi mig ekki heldur,
því að eg sofnaði ekki dúr. Með Adelu litlu í
faðminum horfði eg á svefnró æskunnar —
svo ljúfa, djúpa, saklausa — og beið komandi
dags. Alt mitt h'f var kvikt og klökt í líkama
mínum og við sólar upprás reis eg h'ka úr
rekkju. Adela hafði hendur um háls mér, eg
kysti hana, þegar eg losaði mig, grét yfir
henni með undarlegri viðkvæmni og skundaði
frá henni af því eg óttaðist að eg mundi vekja
hana með grátinum. Hún virtist mér vera
tákn minnar undanförnu æfi, en sá sem eg
bjó mig nú til að mæta, ógurlegt og þó dýrð-
legt tákn minnar ókomnu æfi.
XXVI. Kapítuli.
Sohpie kom um sjö að klæða mig og var
að því svo lengi, að Mr. Rochester fór að leið-
ast og gerði boð upp, til að vita af hveú
eg kæmi ekki. Þá var verið að ljúka við að
festa á mig brúðarslæðuna (þá skrautlausu
ferhyrnu, sem eg hafði búið til, eftir alt sam-
an), svo eg stóð upp til að fara. Stúlka^
kallaði til mín á frönsku, kvað mig ekki hafa
litið við sjálfri mér í spegli, og bað mig skoða
mig áður eg færi. Eg sá þá hvítklædda.
slæðu hulda persónu, svo ólíka sjálfri mér, ar
mér fanst þetta vera ókunnug manneskja. Þá
var kallað, “Jane!’’ svo eg flýtti mér ofan og
hitti Mr. Rochester við stigann.
“Hví ertu dvalin?” segir hann, “höfuð
mitt er í eðli af óþoli, og þú dvelst svona
lengi.”
Hann tók, mig með &ér í einn salinn,
skoðaði mig í krók og kring, kallaði mig
“bjarta eins og lilju, og ekki aðeins upphefð
lífs síns, heldur líka yndi augna sinna”, sagð-
ist ætla mér tíu mínútur til að borða morgun-
verð en ekki meir, hringdi svo til þjóns, sem
nýlega var bætt við, til innivika.
“Far þú til kirkju, gáðu hvort Mr. Wood
(presturinn) og meðhjálparinn eru komnir,
komdu svo aftur og segðu mér til.”
Kirkjan stóð úti fyrir gestahliði, eins og
lesarinn veit, þjónninn kom fljótt aftur og kvað
prestinn vera í skrúðhúsi, að fara í hempuna.
Þjóninum var svo boðið um, að vagn með
týgjuðum hestum ætti að vera til, þegar við
kæmum úr kirkju, og farangur okkar allur á
vagninn fluttur og ökusveinn í sínu sæti.
“Jane, ertú til?”
“Já, herra.”
Eg stóð upp. Brúðsveinar voru engir né
brúðarmeyjar ,engir ættingjar né boðsmenn,
að raða til brúðargöngu — enginn nema Mr.
Rochester og eg. Mrs. Fairfax stóð í forsaln-
um, þegar við gengum hjá. Eg vildi fegin hafa
tal af henni, en brúðguminn hélt fast í hönd
mér og stikaði svo stórum að eg gat varla
fylgt honum, og svipurinn á honum sagði tii,
að hann mundi ekki þola augnabliks bið. Mig
furðar, hvort nokkur brúðgumi hafi nokkru
sinni litið út eins og hann svo einbeittur ou
harðfylginn að hafa sitt fram, eða hvort svo
frán augu hafa logað undan svötrum augna
brúnum á nokkrum brúðguma.
\
Ekki vissi eg, hvort veðrið var vont eða
gott, eg leit hvorki tl himins né jarðar, hjarta
mitt var með augum mínum og hvortveggja
virtist hafa horfið inní Mr. Rochester. Mig
lysti að sjá það ósýnilega þing, sem hann virt-
ist festa sjónir sínar á, grimmlegar og harð-
legar. Eg girntist að kanna afl þeirra hugs-
ana, sem hann virtist takast á við með svo
miklum sviftingum.
Hann nam staðar við sáluhlið og sá þá r
eg var orðin móð. “Er eg harður við elskuna
mína?” sagði hann. “Stattu við svoiitia stund,
styddu þig við mig, Jane.”
Enn sé eg fyrir mér hið gráa, gamla guös
hús, kráku á flugi nærri stöplinum, er bar við
roðað morgunloft, grasi gróin ieiði og tvo
ókunnuga menn að lesa á mosavaxna leg-
steina. Þeir hurfu fyrir horn kirkjunnar,
þegar okkur bar að, og eg þóliist vita, að
þeir ætluðu inn um skrúðhús dyr til að vera
viðstaddir athö'nina. Mr. Rochester sá þá
ekki, hann horfði sem áhugasamlegasr fram-
an í mig; eg mun hafa verið hvít í framan, eg
ú nn að ennið var þvab, varir og kinnar kald-
a.. Eg náði mér fljótt og við héklum áfram
upp stéttina að kirkjudyrum.
Við gengum í hið lága musteri; prestur
stóð fyrir altari og meðhjálpari skamt frá.
Þar var hljótt, aðeins tveir skuggar voru á
hreyfingu í einu horninu. Ókunnugu menn-
irnir voru komnir inn á undan okkur og
sneru sér að marmara mynd af engli sem
varðaði gröf Dumer Rochester, sem féll í orustu
á Marston Moor og Elisabetar, konu hans, (
þeir rýndu á mynd þessa gegnum járngrindur
og sneru baki við okkur.
Við námum staðar hjá grátunum. Eg
heyrði fótatak fyrir aftan okkur, leit við og
sá annan hinna ókunnugu, velbúinn og líkan
heldri mönnum, koma upp kirkjugólfið. —
Hjónavígslu athöfnin byrjaði. Skýringin á
því, til hvers hjúskapur væri stofnaður, var
lesin upp, þar næst steig presturinn feti fram-
ar, sneri sér lítið eitt að Mr. Rochester og
segir: — “Eg aðspyr ykkur bæði og kref ykkur
andsvara, svo sem þið munduð svara vilja á
hinum skelfilega degi dómsins, þegar launung-
ar allra hjartna skulu opinberar verða, að ef
annaðhvort ykkar veit nokkurn meinbug því
til fyrirstöðu, að þið megi löglega í heilagan
hjúskap samantengd verða, þá segið til þess
nú. Því að vel skuluð þið vita, að þeir sem
tvínaðir eru með öðrum hætti en Guðs orð
mælir fyrir, eru ekki af guði tvínaðir, heldur
er hjúskapur þeirra lögmálinu gagnstæðileg-
ur.”
Hér þagnaði presturinn, svo sem venja
er til. Sú þögn er sjaldan rofin, líklega ekki
einu sinni á hverri öld. Klerkurinn tók ekki
augun af bókinni, heldur rétti út hendina til
brúðgumans og opnað varirnar ti.l að spyrja:
“Vilt þú þennan kvenmann, er hér stendur þér
til eiginkonu taka?” — þá var sagt skýrt og
snjalt fyrir aftan mig:
“Þessi hjónavígsla má ekki fram fara. Eg
lýsi meinbugum.”
Presturinn leit upp og horfði þegjandi á
þann sem talaði, meðhjáparinn slíkt hið sama,
Mr. Rochester tók lítið viðbragð, svo sem jörð-
in hefði skolfið undir fótum hans. Hann leit
ekki við og segir við prestinn, gildum rómi, í
hálfum hljóðum: “Haltu áfram.”
Nú varð þögn, þar til presturinn segir:
“Eg get ekki haldið áfram nema sinna
því sem nú var lýst og kanna hvort satt er
eða logið.”
“Athöfninni er slitið til fulls og alls,” var
sagt með hinni sömu rödd og fyr. “Eg er
reiðubúinn að færa fram órækar sannanir
fyrir órjúfandi meinbugum.”
Mr. Rochester lét sem hann heyrði ekki
hvað sagt var. Hann hreyfði sig ekki, nema
tók um hendina á mér, stóð svo kyr, þrár og
( þéttur fyrir. Það handtak var heitt og fast,
í það skiftið. Augu hans glömpuðu, aðgætin
! og öndótt.
I
Presturinn, Mr. Wood, virtist varla vita,
hvað gera skyldi, spurði svo: “Hverskonar
i meinbugir eru þetta? Má vera, að komist verði
, hjá þeim — að þeir falli burtu við ítarlegri
i útskýring.”
I
Tæplega,’’ var svarið. “Eg sagði að þau
, væru órjúfandi og sagði svo af ásettu ráði.”
i
Maðurinn gekk að grátunum og segir
skírt og stillilega, en ekki háum rómi:
“Meinbugurinn er sá, að Mr. Rochester á
konu á lífi.”
Taugar mínar titruðu við þessi lágt mæltu
orð, svo að aldrei hafði mér orðið eins hverft
við þrumur og eldingar; þau orkuðu á blóð
mitt með ramari ofsa, en eg hafði nokkum
tíma fundið til af frosti eða funa, en mátt-
stola varð eg ekki og lá alls ekki við yfirliði. Eg
leit til Mr. Rochester og lét hann líta við mér.
Hann var náhvítur í framan og harðleitur sem
steinn, augun svo hörð að líkast var því sem
gneistar sindruðú af þeim. Hann var í þeim
ham ,að bjóða öllu byrginn. Ekki mælti hann
orð, brosti ekki né virtist líta á mig sem væri
eg lifandi manneskja, heldur lagði handlegg-
inn um mittið á mér og hélt mér fastlega að
sér.
“Hver ertu?” mælt hann til hins ókunn-
uga manns.
“Briggs heiti eg, lögmaður frá-----stræti
í Lundúnum.”
“Og þú ætlar að þvinga upp á mig konu?”
“Eg vil minna þig á, að þú átt konu, sem
lögin viðurkenna, þó þú ekki geri það.”
“Ger svo vel, að segja til hennar.”
“Ekki skal standa á því.” Þar með tók
hann upp skjal og las með embættislegri
raust, fram í nefið, eftirfylgjandi:
“Eg lýsi því og get sannað, að 20. október
(fyrir fimtán árum) giftist Edward Fairfax
Rochester, eigandi að Thornfield Hall í ------
héraði og Femdean Manor í ---------- umdæmi,
Englandi, systur minni Berthu Antonettu
Mason, dóttur hjónanna Jónasar Mason, kaup-
manns og Antoinettu konu þess sama Jónasar
Creólu að kyni, f-----kirkju í Spanish Town,
Jamaica. Sú hjónavígsla er skrásett í þjón-
ustubók þeirrar kirkju, hvers afrit er nú í
mínum vörzlum. Undirritað Richard Mason.”
“Þessi sami kvenmaður var á lífi fyrir
þrem mánuðum,” bætti lögmaðurinn við.”
“Hvað veiztu til þess?”
“Hér er vitni, sem jafnvel þú munt varla
geta hrakið.”
“Færðu fram vitnið — eða farðu til hel-
vítis.”
“Eg ætla að leiða vitnið fjrrst. Mr. Mason,
gerðu svo vel og komdu nær.’’
Eg fann að Mr. Rochester tók viðbragð,
svo sem af reiði eða örvænting. Nábleikt
andlit gægðist fram hjá lögmanninum. Mr.
Rochester leit hvast við honum, en í hans
dökku augum sá nú á gulan eða dreyrugan
glampa, hann varð eldrauður í framan og
reiddi til höggs sinn sterka handlegg, svo að
Mason hrökk við og sagði í lágum hljóðum:
“Guð minn góður!” Þá kólnaði Mr. Rochester
af fyrirlitningu, reiðin rann af honum og
hann gerði ekki nema spyrja: “Hvað hefir þi'
að segja?” ,
Mason kom ekki orðum upp.
“Fjandinn er í spilinu, ef þú getur ekki
svarað greinilega.”
Hér skarst presturinn í talið og segir:
“Herra — herra, gleymdu ekki, að þú ert
staddur á helgum stað,” vék svo að Mason
þessari spurningu: “Er þér kunnugt, herra,
hvort kona þessa herramanns er á lífi?”
“Haltu kjarkinum!” mælti lögmaðurinn,
“segðu hvað þú segja vilt.” Þá segir Mason:
“Hún dvelur nú í Thornfield Hall; þar
sá eg hana seinast í vor. Eg er bróðir hennar.”
“í Thornfield Hall! Ekki getur það satt
verið, eg er búinn að dvelja æði lengi í þessu
prestakalli og hefi aldrei orðið var við Mrs.
Rochester.”
Mr. Rochester glotti kuldalega og mælti
fyrir munni sér: “Nei, eg gætti þess, svei mér.
vandlega, að enginn skyldi þekkja hana með
því nafni.” Eftir nokkra umhugsun sagði
hann svo: