Heimskringla


Heimskringla - 10.10.1934, Qupperneq 3

Heimskringla - 10.10.1934, Qupperneq 3
WINNIPEG, 10. OKT. 1934 HEIMSKRINGLA 3. SlBA Vestmannaeyingar hafa haft í smíðum dýpkun- arskip fyrir höfn sína. Tilboða var leitað um smíðið og gengið að tilboði “F'rederikshavn Skabs værft og Flydedok”. Kostar skipið 120,000 kr. Unnið getur það á 8 metra dýpi. Hefir ríkis- sjóður fallist á að greiða i verðs, eða 40,000 krónur. ¥ ¥ * Oddur Thorarensen fyrverandi lyfsali, andaðist í Kaupmannahöfn s. 1. laugar- dagskvöld (11. sept.) úr hjarta- slagi. Oddúr lyfsali Thorarensen var fæddur 23. júlí 1862. For- eldrar hans voru Stefán sýslu- maður Thorarensen, Oddsson, lyfsala á Akureyri, Stefánsson- ar amtmanns á Möðruvöllum og Olivia Juby, af dansk-þýzkum ættum. Tólf ára að aldri fór Oddur heitinn utan, og var til skiftis með móðursystrum sín- Það hreinsar burtu fljótt og léttilega \ óhreinindi án burstaþvottar og núnings. ÖLL ÓÞÆGILEG hreinsun verð- ur auðveld ef notað er Gillett’s Pure Flake Lye. Það bókstaf- lega skolar burtu öllum óhrein- indum. Etur sig í gegnum gróm- ið. Notið eina teskeið uppleysta í potti af köidu vatni.* Óhrein- indin hverfa! Það þarf engum núningi að beita. Hafið Gillett’s Lye ávalt við hendina fyrir alla skúrun. Notið það í setskálar, til hreinsunar á teptum skólppípum. Það drep- ur gerla og eyðir ódaun — en skaðar hvorki glerhúðir eða pípur. Matsalinn yðar selúr Gillett’s Lye. Biðjið hann um bauk — nú þegar. * Leysið lútinn aldrei upp í heitu vatni. Efnaverkun lútsins hitar sjálf vatnið. GILLETrS ÉTUR ÓHREININDI um í Hamborg og Kaúpmanna- höfn og nam því þarlend mál sem innfæddur. Stúdentsprófi lauk hann í Kaupmannahöfn og sömuleiðis prófi í lyfjafræði, er hann hafði numið í höfn og Þýzkalandi. Síðan hvarf hann heima aftur og leigði fyrst lyfja- búðina hér af Hansen lyfsala, en keypti síðan. 31. ágúst 1889 giftist hann Ölmu, dóttur H. Schiöth bakarameistara og póstafgreiðslumanns. Áttu þau 4 börn, eina dóttur, Olivíu, er hér er á Akureyri, Stefán, lyf- sala í Reykjavík, Hinrik, lækni á Siglúfirði og Odd, lyfsala hér í bæ. Lyfjabúðina rak Oddur heit- inn til ársins 1919, að hann seldi hana í hendur Oddi syni sínum, á 100 ára afmæli lyfja- búðarinnar. Eftir að Oddur heitinn hætti lyfsalastörfum, bauð hann sig fram til bæjarstjórnar, var kos- inn og var forseti hennar um skeið, unz eyrnasjúkdómur olli því, að hann hugði af því starfi. Hinn framliðni var sæmdur riddarakrossum Dannebrogs- og St. Ólafsorðu, og stórriddara- krossi Fálkaorðunnar. * * * Jakob Möller vikið frá Akureyri 6. sept. Að því er útvarpsfregn hermdi í gærkveldi hefir Ey- steinn Jónsson, fjármálaráð- herra, sent til Jakobs Möllers, bankaeftiritsmanns bréf, dag- sett 4. sept., og þar með tilkynt Möller að honum sé vikið úr stöðunni, m. a. sökúm megnrar vanrækslu á starfinu. * * * ‘Skipulagsnefndin’ Misskilnings mun kenna í fregnum “Dags” og flestra ann- ara blaða um valdsvið eftirlits- niefndar þeirrar, er atvinnu- málaráðherra skipaði nýlega. T. d. mun nefndin ekki hafa með erindisbréfinú fengið vald til þess að heimta skýrslur af ein- staklingum eða félögum. Kveð- ur “Nýja Dagblaðið” svo að orði, 31. f. m., “að í erindisbréfi ráðherrans er það skýrt fram tekið, að nefndin eigi því að- eins að gera tillögur um opin- beran rekstur, að “fyrirsjáanlegt yrði, að einkarekstur ekki nægir til að fullnægja kröfum þjóðarinnar eða kann að öðru leyti að vera varhugaverður fyr- ir almenningsheill”. Og neðan- máls bætir blaðið við þessari skýringu: “Það er líka mis- skilningur hjá Alþýðublaðinú í fyrradag að nefndin hafi “mjög j víðtækt valdssvið”. Nefndin hefir ekkert vald, heldur ein- göngu tillögurétt”. Annars þykir oss eigi auðséð að nefndin eigi auðvelt með að dæma um hvenær t.d. einka- rekstur kunni að vera varhuga verður fyrir almenningsheill, nema að hún geti krafist nauð- synlegra upplýsinga um rekst- úrinn, er henni þurfa þykir. Héðinn Valdimarsson er for- maður nefndarinnar, eins og áður var sagt, en ritara hefir hún kosið sér Steingrím Stein- þórsson, skólastjóra. * * * íslendingar í Kappskák Norðurlanda Nýlega fór fram í Kaup- mannahöfn kappskák Norður- landa í þremur flokkum. Fimm íslendingar keptu á þessu móti. Svo fóru leikar, að í “lands- flokknum” náði Eggert Gilfer i 2/z vinning af 8 mögulegum. í “meistaraflokknum” náði Jón Guðmundsson í 3 /i vinning af 10 skákúm tefldum. En hann fékk 2. verðlaun fyrir snjalltefli (40 kr.), en fyrir það hlaut 1. verölaun Niemzowitsch,—Rússi búsettur f Danmörku — líklega 4. bezti taflmaður í heimi. í þesum sama flokki náðu þeir Árni Snævarr og Guðm. Guð- mundsson 5 /% vinningi hvor. í “1. flokki” hlaut Baldur Möller 5 vinninga af 10. Nýjar embættaveitingar Skattstjóri í Reyjavík hefir verið skipaður Halldór Sigfús- son, endurskoðandi, frá Krauna- stöðum. Ragnar Kvaran hefir verið skipaður skrifstofustjóri hinnar nýstofnuðu skipulagsnefndar. ¥ ¥ ¥ Landbúnaðarráðherrann hefir falið Páli Zophoníassyni ráðunaut að safna og semja skýrslur um ástandið í óþurka- héruðunum, til þess að byggja á ráðstafanir til bjargar bú- stofni bænda, þar sem þess ger- ist þörf. Víst er, að brýna nauð- syn ber til slíkra ráðstafana eft- ir mesta óþurkasumarið, er komið hefir í minnum þeirra manna, sem nú eru uppi. Á svo erfiðum tímum er gott að hafa ríkisstjórn, sem er vel vakandi yfir afkomu atvinnuveganna. -—Dagur. ¥ ¥ ¥ Nýbýli—Sambýli Það er mikið talað og ritað um viðreisn landbúnaðarins, ekki einasta af bændum sjálf- um, heldur einnig af ýmsum öðrum, svo sem embættismönn- um, kaupstaðabúum og öðrum þeim, sem með eftirdæmi sínu hafa sýnt bændum búhyggindi sín. Flestir þessir menn virðast vera sammála í því, að halda einskonar opinberan umræðu- og blaðaskóla fyrir þá bændur, sem ennþá halda trygð við jarð- ir sínar í sveituhum. Þeir vilja kenna ný búvísindi til viðreisn- ar landbúnaðinum. Það mætti því ætla, að landbúnaðurinn kæmist fljótlega út úr því öng- þveiti, sem hann nú virðist vera komin í. Telja má því líklegt, að þeim bændum fækki, sem telja sig svo efnalega aðfram- komna, að þeir neyðist til að biðja um eftirgjafir skulda. Eitt aðalviðreisnarráð telja þessir búfróðu menn vera það, að bændur flytji burt af jörðum sínum og byggi upp í samein- ingu svokölluð sveitaþorp, því þá muni fleiri fljótlega geta búið í góðum og hlýjum húsutn á sameiginlegum funda- og skemtistað, haft sameiginlegt leikhús, sameiginlegan síma og loftskeytatæki, sameiginleg jarðabótaverkfæri, öll af ný- ustu gerð. Sumir bæta við: Sameiginlegt miötuneyti ,en um það eru nú samt skiftar skoð- anir, því nokkrir eru hræddir um, að slíkt geti valdið ágrein- ingi, en um það ber öllum þess- um fræðimönnum saman, að ágreiningur megi ekki eiga sér stað í svo ^iáinni sambúð, enda sé tæplega hætt við því, þegar alt sé sameiginlegt, undantekn- ingarlaust, alt sameiginlegt. Ekki mun fullráðið enn, hvar byrjað verður á umbóta- og sambyggingum þessum, enda á þing eftir að segja sitt búvís- indalega álit á málinu. Sumir tala um að heppilegast sé að setja þær niður nokkuð langt frá kauptúnúnum, aftur eru aðrir, sem álíta að þau muni þrífast bezt nærri sjávarsíðu eða kauptúnum. Þeir eru hræddir um, að ríkissjóður verði of naumur á matgjöfum á með- an að verið er að rækta jörð- ina, svo ráðlegra sé að geta náð sér í einn róður og fá sér í soðið eða atvinnu í kaupstað svona rétt til vara. Altaf kynni þó að vera hægt að ná sér í atvinnúbótavinnu. Þegar þess er gætt, hve skemtilegt það er að búa í nýj- um og glæsilegum húsum, ná- lægt kaupstöðum, geta fyrir- hafnarlaust tekið þáfct í sam- kvæmislífi stórbæjanna, þá er ekki að furða, þótt mönnum finnist leiðinlegra til dalanna, þar sem ekki er annað til skemt unar en “fífilbrekka, gróin grund, grösug hlíð, með berja- lautum”, eða þá hrikaleg fjöll, með tindum og gnýpum, sem líkjast voðalegum nátttröllum. Ó, sá munur! Háreistir salir, með glymjandi “músik” í kaup- stöðunum. Til eru þeir menn, sem þykj- ast ekki vita, hvar bændur geti tekið byggingarkostnaðinn. Þeir vita ekki, að fyrir öllu hafa hinir búhyggnu menn séð; kostnaðinn allan á ríkissjóður að greiða, þegar hann hefir pen- inga fyrirliggjandi, sem senni- lega enginn þarf að efa. Komist þessi ráðagerð til framkvæmda, telja þessir bú- hyggnu menn örugt ráð fundið, til þess að halda fólkinu í sveit- unum, og að þá verði hægt að reka búskapinn með ágóða og ánægjú. Eins og nú horfir við, er ekki sjáanlegt annað, en að minsta kosti dalajarðir allar fari í eyði, enda margar þegar komnar það. Aðalástæðan til þess, að bændur flytja burt af jörðunum, er að þeirra sjálfra sögn sú, að sam- göngur séu svo erfiðar. Þeir segjast vera hræddir um, að dráttur verði á bílvegalagningu til verulegra nota fyrir þá, fyrr en um seinan. Það er og mjög eðlilegt, að menn vilji dragast þangað, sem samgöngur eru góðar, því góðar samgöngur eru með réttu taldar vera lífæð búnaðar og þá úm leið bænd- anna. Það kemur líka ljóslega fram, því einmitt þaðan, sem samgöngur eru erfiðar, flytur fólkið mest. Það væri fullkom- in þörf á að koma sem fyrst vegakerfi landsins í viðuúandi horf, því líkur eru til, að sam- býlahugsjónin dragist eitthvað að komast í framkvæmd. Þessir nýbýlahugsjónamenn segja: Látum allar sveita- og dalajarðir fara í eyði, flytjið ykkur í grend við kauptúnin í nýbýlasambúð; sleppið allri hinni gömlu og úreltu sveita- menningu, en takið ykkúr til fyrirmyndar nýtízku kaupstaða- menningu. Látið alt ræktað land dalajarðanna fara. Þið verðið ekki lengi að rækta aft- ur nýbýlin í sameiningu. Von- andi verður mál þetta athugað á næsta þingi; má þá vænta heppilegra úrslita, þar sem svo margir búfróðir menn eru sam- ankomnir og þar sem mestur hluti þeirra er búsettur í Rvík. Reynandi væri að senda eitt- hvað af atvinnulausu fólki úr kaupstöðúm landsins upp til sveita og dala og lofa því að hirða eitthvað af hinu mikla grasi á eyðijörðunum. Mín ynnileg ósk er sú, að öll býli fram til fjalla og niður til stranda mættu blómgast og verða að stórbýlum með góðri húsaskipun og mörgu dugandi fólki; alt láglendi yrði að rækt- uðu landi, en fjallshlíðar klædd- ust fagurblaktandi skógarlaufi, þar sem hin yngri kynslóð gæti baðað sig í yndislegum skógar- lundum og notið fegurðar nátt- úrunnar í ríkum mæli. Þetta verður, ef þjóðin vill vinna að því með einbeittum vilja og at- orku. Blessun guðs hvíli yfir ís- lenku þjóðinni. Stefán Bergsson —Dagur. INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU ' I CANADA: Árnes................................................F. Finnbogason Amaranth............................J. B. Halldórsson Antler...................................Magnús Tait Árborg................................G. O. Einarsson Baldur...........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville.............................Björn Þórðarson Belmont....................................G. J. Oleson Bredenbury............................. H. O. Loptsson Brown...............................Thorst. J. Gíslason Calgary............................Grímur S. Grímsson Churchbridge...................................Magnús Hinriksson Cypress River......................................Páll Anderson Dafoe..................................S. S. Anderson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale......................................ólafur Hallsson Foam Lake........................................John Janusson Gimli.................................... K. Kjernested Geysir.........................;... ..Tím. Böðvarsson Glenboro................................ G. J. Oleson Hayland..............................Sig. B. Helgason Hecla.................................Jóhann K. Johnson Hnausa................................Gestur S. Vídal Hove...........................................Andrés Skagfeld Húsavík............................................John Kernested Innisfail..........................Hannes J. Húnfjörð Kandahar...............................S. S. Anderson Keewatin.............................. Sigm. Björnsson Kristnes............................... Rósm. Ámason Langruth...........................................p. Eyjólfsson Beslie............................... Th. Guðmundsson Lundar...................................Sig. Jónsson Markerville........................ Hannes J. Húnfjörð Mozart...................................Jens Elíasson Oak Point......................................Andrés Skagfeld Oakview......................................Sigurður Sigfússon Otto............................................Björn Hördal Piney................................. S. S. Anderson Poplar Park...........................Sig. Sigurðsson Red Deer.............................Hannes J. Húnfjörð Reykjavík........................................Árni Pálsson Riverton.........................................Bjöm Hjörleifsson Selkirk...............................G. M. Jóhansson Steep Rock.....................:..........Fred Snædal Stony Hill......................................Björn Hördal Swan River....................................Halldór Egilsson Tantallon.......................................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir............................................Aug. Einarsson Vancouver.......................... Mrs. Anna Harvey Winnipegosis................:.................... Winnipeg Beach...................................John Kernested Wynyard................................S. S. Anderson í BANDARÍKJUNUM: Akra.................................Jón K. Einarsson Bantry.................................E. J. Breiðfjörð Belingham, Wash.........................John W. Johnson Blaine, Wash...............................K. Goodman Cavalier...............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg...................................Jacob Hall Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel.................................J. K. Einarsson Ivanhoe.................!..........Miss C. V. Dalmann Milton.................................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain...........................................Th. Thorfinnsson Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold................................Jón K. Einarsson Upham................................E. J. ílreiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.