Heimskringla


Heimskringla - 10.10.1934, Qupperneq 5

Heimskringla - 10.10.1934, Qupperneq 5
WINNIPEG, 10. OKT. 1934 rfEIMSKR/NGLA 5. SHU sla þeirra hluta, sem menn þurfa sér til lífsviðurhalds, geti valdið skorti í heiminum. En svo er það samt. Eins og nú er ástatt er framleiðslan því að- eins arðberandi að hún verði seld. Menn framleiða til þess að selja en ekki til þess að nota sjálfir, nema að ltilu leyti. Þessu verður ekki breytt, nema því aðeins að allur þorri manna gerði sig ásáttan með að hverfa aftur að njög frumstæðum lífs- kjörum . Nú eru' engin líkindi til þess að það verði gert. Þess vegna virðist enginn annar veg- ur vera til, til að ráða bót á þessu, en sá, að koma á ein- hvers konar skipulagi á alla framleiðslu og öll viðskifti — skipulagi., sem sé gert í því augnamiði að gera öllum mönn- um, hvar sem þeir eru, mögu- legt, að hafa atvinnu, er sé nógu arðberandi til þess að þeir geti lifað samkvæmt skynsam- legum kröfum um lífsþægindi. Höfuðgallinn á öllum atvinnu » og viðskiftamálum nú er sá, að í þeim er alt miðað við ábata en ekki þarfir. Meðan svo er, er engin von um að nokkurt sam- ræmi komist á í þeim efnum. Hin óhindraða samkepni leiðir ávalt og óhjákvæmilega til of- framleiðslu, ranglátrar skifting- ar arðsins og algerðrar óvissu. Þess vegna er það að fleiri og fleiri af þeim mönnum, sem um fjármálin fjalla, er að verða ljóst að engin varanlega bót geti fengist nema meö meira og betra skiplagi. Og það er enginn vafi á því, að í framtíð- inni munu stjórnmálin snúast meira og meira um þetta. Það verður hlutverk allra stjórna, að vinna að því að koma þess- konar skipulagi á; og það vitan- lega ekki hjá einni og einni þjóð út af fyrir sig, heldur hjá öllum þjóðum. Það er sama, hvort mönnum líkar þetta vel eða illa. Nauðsynin er svo mikil, að hjá því verður ekki komist. Menn þurfa ekki að aðhyllast neina sérstaka stjórnmálastefnu til að sjá þetta, það kemur þrátt fyrir allar stjórnmálastefnur sem því eru andstæðar; því að undir niðri eru það hin hagsmunalega nauðsyn, sem að lokúm ræður, hvaða stefnur eru teknar í stjómmálunum. En enginn þarf að halda að þetta geti breyzt skyndilega. — Það mun þurfa langan tíma til þess. Mörg ráð, sem ef til vill gera gagn í bili verða eflaust reynd. En það er enginn annar vegur til út úr því ástandi, sem nú er, og sem að vísu ge-tur batnað í bUi og líklega gerir það, en sem áreiðanlega kemur aftur fyr eða síðar, svo framar- lega sem meginstefnan verður sú sama. En, mun einhver. vilja segja, hvað kemur þetta trúmálum við? Það eru trúmál sem eiga að ræðast í kirkjum, en hvorki fjármál né stjórnmál. Nei, það eru einmitt þessi mál og öll önnur, sem sne-rta almenna vel- ferð manna, sem eiga að ræðast í kirkjum. Ef meira hefði verið um þau rætt þar, væri ekki ó- mögulegt, að þau væru eitthvað nær réttri og heppilegri úr- lausn en þau eru. Sú skoðun að trúmálin komi ekkert við binu verulega mannlífi með öll- um þess vandamálum, að trúin sé ekkert annað og eigi ekki að vera neitt annað en átrnúað- ur, viðtekning einhverra hug- mynda um óþekta hluti og ein- hver viðleitni hvers manns út af fyrir sig til að lifa sæmilega óaðfinnanlegu lífi — sú skoðun er úrelt og óhæf fyrir þessa tíma. Hinir mestu trúarbragða leiðtogar hafa verið menn, sem mikið hafa látið til sín taka um mannlífið. Þeir hafa stundum álitið það svo ilt, að nauðsyn bæri til að flýja það, en þeir hafa aldrei verið afskiftalausir um það. Spámenn gamlatesta- mentisins vor-u ekki afskifta- lausir um það, sem var að ger- ast umhverfis þá í þjóðlífinu. Um það ge-tur hver og einn sannfærst, sem vil hafa fyrir því að lesa orð þeirra. Jesús frá Nazaret var ekki afskifta- laus um það, heldur þvert á móti var hann svo afskiftasam- ur um galla samtíðar sinnar, að menn þoldu ekki orð hans og tóku hann af lífi af því að þeir! óttuðust áhrifin, sem orð hans höfðu. En kirkjan þegir að | mestu leyti, þó ekki að öll-u' leyti. Hún misskilur sitt hlut-1 verk; hún kannast ekki við að i það sé sitt hlutverk að skilja! tákn tímanna og hjálpa öðrum J til að skilja þau. Hún hefir að- skilið það sem hún nefnir ver- aldleg mál og það sem hún nefnir andleg mál, og hún hefir tekið að sér andlegu málin. En þetta tvent verður ekki fráskil- ið hvað öðru, það er engin and- leg frelsun til án líkamlegrar frelsunar, frelsunar frá því sem þjáir mennina og gerir þá van- sæla hér í þessu lífi. Það sem i kirkjan þarf mest með er ný j trú, nýjan kristindóm getum vér nefnt það — -trú, sem skilur eftir áhrif í öllu félagslegu | skipulagi mannanna til góðs, en j ler ekki fyrir utan og ofan mannlífið. Menn tala oft um það að kirkjurnar ættu að sameinast og segja að hin sífelda sundr- ung og skifting þeirra standi kirkjunni í heild sinni fyrir þrif- | um. Satt er það að vísu, en hvaða gagn mundi sameining þeirra gera nema því aðeins að þær gameinuðu sig um eitt- hvað?^ Það skiftir engu máli, hvort þessi kirkjuflokkurinn eða hinn vill sleppa þessari kenn- ingunni eða hinni, eða víkja við skilningi sínum á þessu eða hinu; því flest af því öllu sam- an hefir ekki lengur neina þýð- ingu. En væri kirkjan yfirleitt fús til þess að sameina sig um það, að beita áhrifum sínum til úrlausnar einhverjum vanda- -málum heimsins, t. d. til þess að vernda friðinn í heiminum, þá væri mikið unnið með samein- ingu. Það væri rangt að segja, að allar kirkjur láti öll mál nema hin svokölluðu trúmál afskifta- laus. Ýmsar deildir hennar hafa hvað eftir annað gert yfirlýsing- ar um afstöðu sína í mörgum mikilsverðum mannfélagsmál- um. En mikill hluti kirkjunnar er samt enn svo bundinn á kenningaklafann, að frá honum er einskis verulegs skilnings og engrar þátttöku að vænta í ná- lægri framtíð. Eflaust á þetta eftir að breytast, því áreiðan- lega getur kirkjan ekki haldist við til lengdar, nema að hún geti hrundið af sér því ámæli, að hún sé úrelt stofnun, sem láti sig litlu eða engu skifta! flest það, sem mest nauðsyn er' á að breytist. Hver maður verður að lifa í! því mannfélagsástandi, sem ó- j -teljandi öfl, sem hann ræður! ekki yfir, hafa ofið saman ogl myndað. En hann þarf ekki að vera ánægður með það og á ekki að vera þaö, ef hann sér, I að það er verra en það mætti J vera. Þeir eru víst fáir, sem j ekki sjá það nú. En það er sitt j hvað að sjá og að gera. Vér gjörum ekki nema vér höfum viljann og trúna á að unt sé að ibæta alt heimsins böl, að það sé ! á valdi mannanna sjálfra að gera það, og að það sé hlutverk hvers og eins að leggja fram sinn skerf til þess. Að hafa viljann til að leggja hönd á plóginn er það sem oss skortir mest flesta hverja, en ekki það, að vér getum ekki séð að þess þarf með. En hver sem hefir lagt hönd á plóginn horfir ekki til baka; hann horfix fram á við; hann veit að hann á að eiga nokkum skerf hversu smár sem hann kann að vera, í því mikla og dýrlega starfi, sem flýtir fyrir þróunn mannlífsins á þessari jörð til meiri farsæld- ar, fegurðar og friðar — til guðsríkisins, sem vér biðjum að komi, en sem vér erum svo tregir til að vinna fyrir. ‘GEISLATEINNINN’ Mesta æfintýri vísindanna Á rústum “gullgerðarlistar” miðaldanna var bygð efnafræði nútímans. En draumur mann- kynsins um einhverntíma að geta breytt málmum, verður þó aldrei aldauða. Menn gerðu sér fulla grein fyrir því að ,málmarnir værú óumbreytanlegir. En þó voru menn enn að vonast eftir að eitthvert innra samband fyndist þeirra í milli, er gullgerðarmenn fortíðarinnar nefndu leyndardóm leyndardómanna. Öld eftir öld leituðu gullgerð- ar-menn eftir “óskasteininum”, sem átti að geta umbreytt óæðri málmum í gull. Dag eftir dag unnu þessir menn við deigluna í “ofni leyndardómanna” til þess að finna “duft almættisins”. — Duft þetta álitú þeir vera rautt. Það átti að geta breytt málm- um. Og margt annað átti það að geta gert, t. d. lækna sjúlc- dóma, yngja fólk og lengja lífið. “Gullgerðarmenn” eða efna- fræðingar miðaldanna, fundu ekki “óskasteininn”, þó þeir ynnu baki brotnu um öll lönd og þó þeir hefðu þetta eina sameiginlega takmark, og mikl- um auðæfum úr að spila. Mikl- ar fórnir voru færðar á altari þessara “vísinda vísindanna”.— Menn eyddu æfi sinni, kröftum, efnum, slitú sér út, svo alteknir voru þeir af hinni “göfugu á- stríðu” gullgerðalistarinnar alt frá dögum hins egypska dul- spekings Hermes Treimegistos, er var upphafsmaður þessarar ‘ ‘ vísindagr einar’ ’. Margir gullgerðarmenn mið- alda álitu, að þeir hefðu staðið á þrepskildi hins mikla leyndar- dóms. Að þeir hefðu verið að því komnir að handsama hið dularfulla efni, sem gat breytt ýmsum málmúm í gull, læknað sjúka og örfað lífsþróttinn. En annaðhvort fór þekking þeirra með þeim í gröfina, ellegar þá að þeir skildu eftir sig “leið- beiningar” sem enginn botnaði ltfandi vitund í. Geislaefnið radium Það var fyrst vor kynslóð, sem fekk lyft tjaldinu frá þeim mika leyndardómi, er hið óvið- jafnanlega efni fanst. — radium — er nefna mætti “óskastein- inn’’. Kelvin lávarður, hinn enski, lét svo um mælt, er “geislaefn- ið” fanst, að hér væri fundinn mesti leyndardómurinn í ríki náttúrunnar. Eiginleikar efnis þessa voru með þeim hætti, að þeir gerbreyttu ýmsum kenn- ingum efnafræðinnar, er áður voru taldar óbifanlega á bjargi bygðar. Menn áttú erfitt með að trúa því, að hin 28 ára gamla pólska kona, Marja Sklodowska hefði fundið nýtt frumefni. Hún gift- ist síðar Curie hinum franska og heimurinn kannast við hana með hans nafni. Nú er hún ný- lega dáin. Grundvöllinn að uppgötvun hennar lagði franski vísinda- maðurinn Henry Becquerels. — Árið 1896 fann hann að efnið “uran” hafði þann eiginleika, að frá því komu ósýnlegir geislar. En út af þvf tók frú Curie að rannsaka hvort önnur efni hefðu þessar geislaverkanir, þ. e. sendu sífelt frá sér geisla, án þess að þau yrðú fyrir nokkrum utanaðkomandi áhrifum. Hún rannsakaðai af miklu kaþpi og skarpskygni fjölda efna og efnasambanda með til- liti til þess, en komst ekki að annari niðurstöðu en þeirri, að ein tvö efni Uran og Tosium hefðu þessar geislaverkanir. En svo einn góðan veðurdag fekk hún sendan máJm frá Joa- chimsdal í Bæheimi. í málmi þeim var Uran, með geislaverk- anir. En frú Curie fann nú sér til mikillar undrunar, að í málmi iþessum frá Joachimsdal voru meiri geislaverkanir, en ef væri þar Uran-efnið eitt. Og af því dró hún þá ályktun, að í málmi þessum hlyti að vera eitthvert efni, sem enn væri ófúndið og óþekt með öllu. Þolinmæðisverk En löng var leið og erfið til þess að finna efni þetta. Beið hennar nú hið mesta þolinmæð- isverk. Maður\ hennar Pierre Curie prófessor var henni stoð og stytta. Og 1898 var hún komin það langt, að hún hafði eitt decigram af efni þessu í 'höndunum. Til þess að ná þessum einum tíunda úr grammi, þurfti að mylja niður eitt tonn af málm- inum frá Joachimsdal. En árangurinn varð líka sá, að fundið var hið dásamlegasta efni, sem fundist hefir í heim- inum, fullkomið töfraefni, sem gerir mannkyninu óendanlega mikið gagn. Lykill að mörgum ráðgátum Er menn höfðu loks hand- samaö þetta undraefni gátu rnenn leyst margar ráðgátur, sem áður voru óskiljanlegar. Og með því, að nota sér af eiginleikum efnis þessa, er sá gamli draumur mannkynsins að rætast, að hafa meðal gegn öll- um sjúkdómum. Því radium er geislaefni um fram alt. Dag og nótt, ár eftir ár, öld eftir öld sendir það frá sér hina öflugu geisla. Það lýsir frá sér í myrkri og sendir frá sér hita. Frá því geislar, ljós og hiti, án þess að vega upp orkutapið af útgeisluninni. — Þetta gerði alla náttúrufræð- inga heimsins agndofa. Ekkert því líkt hafði þekst. Útgeislunin frá radium sýndi sig að vera miljón sinnum sterk- ari en frá Uran. Geislar þess gátu farið gegnum þykkar járn- plötur. Hvað er nú hægt af þessu að læra? Uppspretta lífsins? Fyrir löngu gerðu menn sér í hugarlund, að langt niður í jörðinni brynni eilífur eldur. — Þessvegna létu menn sem svo, að þar væri víti brennandi með sjóðandi brennisteinssvækju og helvískum hita. Seinna komu vísindin með þá skýringu, að iður jarðar væru fylt gastegundum, með 2000 gráðu hita. Og nú geta menn gert sér grein fyrir því, að hit- inn, sem menn fyrirhitta, er þeir grafa í jörð niður, stafi frá geislum frá radium í iðrún jarð- ar. En hvaðan fær sólin orku sína. Um það vitum við ekki. En sé 1 gramm af radium í hverju tonni sólhnattar, þá er orka þess radium næg til þess að veita sólinni þá orku sem hún hefir. Og þegar menn nú giska á, hvternig menn fá heilsubót við ýmsar heilsulindir, þá er skýr- ingin sú eðlilegust, að í lindum þessum sé radium. Gufa kemúr þar úr jörðu, sem leikið hefir um jarðlög hið neðra, en inni- halda radium. Þannig fá lind- irnar heilsubætandi áhrif sín. Þegar frú Curie stóð árið 1898 með hið litla hylki, er hafði að geyma hið nýja efni, þá hafði draumur gullgerðarmanna að nokkru leyti ræst. Þá dreymdi um rautt duft er átti að verða mannkyninú til hinnar mestu blessunar. Hún fann hið hvíta duft, sem er fegursta perlan í kórónu vís- indanna. V. B. (þýtt) —Lesb. Mbl. TVEIR ISLENZKIR STOKU- MENN IKAUPMANNAHÖFN I danska blaðinu “Berlingske Tidende” 26. f. m. er eftirfar- andi grein: “Þegar “ísland” kom til Kaupmannahafnar í gær, af- henti skipstjórinn lögreglunni tvo pilta, vegna þess, að þeir höfðu komið frá íslandi, sem faldir farþegar. Þeir voru alveg peningslausir, en við burtförina höfðu þeir falið sig í lestinni og haft brauð með sér í nesti til ferðarinnar. Þegar skipið var komið út á rúmsjó, var þeim fyrst veitt efitirtekt. Hinum yngri, sem er aðeins 16 ára gamall, var kom- ið fyrir á heimilslausra hæli, en eldri pilturinn, hinn 19 ára gamli, Magnús Gíslason, var tekinn til yfirheyrslu í gær- kveldi. Hann skýrði svo frá, að þá félaga hefði langað til að sjá Kaupmannahöfn, og þeir höfðu búist við ,að hægt væri að fá nógu atvinnu í svo stórri borg. Fyrst úm sinn fær Gíslason að skoða sig um í fangelsinu, en s/ðan verða þeir félagar sendir/ aftur til Islands”. Nýja Dagblaðið sneri sér til lögreglustofunnar í gær, og fékk þar staðfestingu á því, að þessi frásögn danska blaðsins væri rétt. Pilturinn, sem ekki er nafn- greindur í greininni heitir Gunnar Jóelsson, til heimilis á Framnesvegi 10. Kom hann hingað aftur með “íslandi”, en Magnús er ekki kominn enn. Báðir eru þessir piltar vel kunnugir lögreglunni hér. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. Birgðlr: Henry Ave. Ea«t Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA BUSINESS EDUCATION “Endurminningar” Friðriks Guðmundssonar eru til sölu hjá höfundintum við Mo- zart, í bókaverzlun ó. S. Thor- geirssonar og á skrifstofu Hkr. Fróðleg og skemtileg bók og afar ódýr. ..Kostar aðeins $1.25. t » , -t „ou w \ mee< °efroeuo, slrearo^ne ^ Qcmin- arvá econom^ courseí °( 'r“’T cvep)<K.ng ,oo. «"h e , wKe.Ker y°° ví.íK <° 'e 5CCreter'»l ^cT You^*1*^ r , ,Ke D°nun>°n 5UV mail, f°r 1 , gcrytVuna p' - (cxt Kooks. uy Kere jor classei , r nj.tion in tK°se ~'ho P L„ble cleo- rooms. ^ 5tudenö f°r 0UVj i denred- D°n« arrenged '1 t ortKeD°m- put off coetsyou inion PrOTPej1 .jj meW notKing,«n e y:á MAIL THIS COUPON 10-DAY! To tKe Secretary : Dominion Business College Winnipeg, ManitoKe WitKout obligation, please send me full perticulars of your courses on“Streamlin«M business training. Lesið Heimskringlu Kaupið Heimskringlu Borgið Heimskringlu l!i 6’/>eDominion BUSINES|5 COLLEGE 'OM 'IHf. MÁÍ) • WINMIPEG- Skjót, trygg og þægileg ferð með Canadian Pacific Steamships Þegar þér farið að hugsa um að heimsækja kunningja yðar & tslandi um jólln, ættuð þér að sjá oss og gera strax ráðstafanir um það. Siglingar eru á fárra daga fresti. Þriðja pláss farrými frá Montreal til Reykjavík: Aðra leiðina ......-...$111.50 og yfir Fram og til baka ......$197.00 og yfir Frekari upplýsingar fást með því að finna agent vorn f plássinu eða skrifa: R. W. Greene G. R. Svvaiwell J. B. McKay 106 C.P.R. Bldg. C.P.R. Bldg. King and Yonge Sts. Edmonton, Alta. Saskatoon, Sask. Toronto, Ont. W. C. CASEY, Steamship General Passenger Agent 322 Main St. — Winnipeg, Man. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.