Heimskringla - 07.11.1934, Síða 7

Heimskringla - 07.11.1934, Síða 7
WINNIPBG, 7. NÓV. 1934 HEIMSKRINGLA 7. SIÐA AÐ LEIKSLOKUM Eg verð að gera dálitla skýr- ingu á þessum undarlega mis- skilningi sem er milli okkar ritstj. Hkr. Annars býst eg við að flestum lesendum sé farið að leiðast það. Það er æði mikið sem okkur ritstj. ber á milli. Hann stað- hæfir að hagur bænda sé orð- inn sem næst !því eins góður eins og hann var áður en kreppan kom á, og þakkar það aðgerðum stjómarinnar. En eg álit að kreppan hafi aldrei þrengt eins að bændum eins og nú, þrátt fyrir starfsemi stjórnarinnar. Þó hefi eg sér- staklega talað um ástæður gripabænda. Þetta bar eg fram í fyrri grein minni 19. f. m. Ritstj. mótmælti þessu, og sagði að eg færi þar með rangt mál, móti betri vitund”. í síðari grein minni 17. f. m. hugði eg mig hafa fullgild rök fyrir minni skoðun. Við hana gerir rit- stjórinn nokkrar athugasemdir, en hrekur þó ekkert af ástæð- uxn mínum. Hann fer þar út í aðra sálma, til þess að leiða athygli lesendanna frá efni því sem um er deilt. — Sú er oft aðferð lögmanna, og ýmsra annara, sem hafa veikan mál- stað að verja. — Ritstj. segir að eg viti ekki eða vilji ekki viðurkenna, að tolllög Bandaríkjanna hafi lækkað verð á ungum gripum héðan; en að þau lög hafi geng- ið í gildi meðan King sat að völdum. Þetta vissi eg vel áður en hitt vissi eg ekki að þau lög hefðu verið King að kenna, eins °g ristj. virðist gefa í skyn. En ef svo væri, þá mætti ætla að Bennett hefði getað afnumið Þau. Eg hefi ekkert dæmt um °rsakir kreppunnar. — Það mun þurfa færari menn en okkur ritstj. Hkr. til að rekja Það mál til hlítar — eg hefi aðeins talað um afleiðingar hennar, og fjárþröng þá sem kún hefir valdið gripabændum. Eg hefi fært rök að því að verð á miðlungsgripum hagagengn- ulo var sem næst því helmingi hærra 1929 en á kornöldum gripum í haust. Eg hefi sýnt fram á að girpaverð hafi farið tekkandi með ári hverju, síðan kreppan kom á, og að það hafi verið lægst í sumar. Eg hefi ^rdðað við gripaverð alment, en °kkí einstök happakaup. Þetta stendur alt óhrakið. Eg skal játa að gripaverð kefir hækkað dálítið síðan eg skrifaði grein mína. Mun það ^est hafa stafað af því að ookkrir bændur hafa komið kingað austan úr fylkjum og kafa keypt talsvert af ungum Sripum úti í sveitum. Mun það kafa haft nokkur áhrif á mark- aðinn í Winnipeg. En nú síð- hstu dagana hefir verðið fallið áftur. Það er annars einkennilegt að ritstj. Hkr. getur ekki rök- ra^tt nokkurt mál, nema að skoða það gegnum pólitízk gler- a«gu. Hann talar um að eg “a,ki pólitízkum plógi”. Þá list kefir eg aldrei lært. Eg er mjög iiia að mér í pólitízkri búfræði, þar er ritstj. mér svo miklu fremri, eins og hann hefir oft sýnt, og aldrei betur en nú. Eða hvað á að kalla það að stað- hæfa að efnahagur bænda sé nú “sem næst því eins góður, eins og áður en nokkuð var tal- að um kreppu”; og að þakka það aðgerðum stjórnarinnar. Ekki lái eg ritstj það, þótt hann hefði ekki mín ráð að ferðast niður í griparéttina til að fræðast um verðlagið. Hann segist hafa sorglega reynslu af för sinni þangað eitt sinn áður, að nautin væru þar óð, en mennirnir þó verri”. Það hefði getað farið svo að ritstj. hefði orðið fyrir illum áhrifum af nautunum; og væri það illa farið, enda þótt hann hefði get- að varast mennina. Um orðið “launklípni” geta þeir átt saman dr. J. P. Pálsson og ritstjórinn. Þeir eru báðir skólagengnir menn, og því ef- laust meiri málfræðingar en eg. Er svo útrætt um þetta mál frá minni hlið; ritstj. má gjarn- an hafa síðasta orðið. Guðm. Jónsson frá Húsey. Aths. ritstj.: Vísvitandi fer G. J. hér með þau ósannindi að okkur beri á milli um verð á lélegri gripum. Af minni hálfu var það einmitt verð þeirra gripa, sem tekið var fram um í fyrstu grein minni, að enn stæði í stað. Og af því að það er eina bændavaran, sem G. J. getur bent á, sem ekki hafi á þessu ári hækkað f verði, er sjálfsagt, að ala á því, til þess að fegra málstað sinn í held sinni. Og eins er með samanburð hans á verði á stríðsárunum og kreppuárunum, að þar er hann að fljúga eins langt frá efninu og komist verður. Finni G. J. engan mun á verði bænda vöru á þessu ári og á árinu 1933, hlýtur það að vera af því, að hann hefir um- gengist þessar sérstöku skepnur fullmikið, sem hann talar um í grein sinni, að ill áhrif stafi frá. VOGARÓSIN Framh. — Hvað ertu að gera, bölvað nautið þitt? þrumaði Magnús gamli öskuvondur. í sömu svif- um féll heil skriða af smástein- um rétt hjá þeim, svo þeir urðu að flýta sér til hliðar. Nú setti þá alla hljóða. Pétur bærði fyrst á sér; hann ræskti sig og tók upp í sig. — Hann hlýtur að hafa sorf- ist sundur á hvassri brún, sagði Jón í Nesi lágt. Því var engu svarað. Þarna stóðu þeir. Það var komin hellirigning og allsstaðar að úr bjarginu heyrðist hávað- inn af grjóthruni og skiðuföll- um. Útlitið var ekki glæsilegt. Engum myndi detta í hug að undrast um þá, fyrr en á nóttina liði, og í Vogum var aðeins kvenfólk heima. 1 Nesi myndi enginn verða órólegur Jóns vegna. Fólkið myndi halda, að hann væri í Vogum um nóttina. Og það var óðs manns æði að klifra upp bergið án vaðs, ekki sízt nú, er það var vott og sleipt af regninu. Reyndar höfðu fleiri en einn fyrr á tímum klifrað hjálparlaust bæði niður á þenna stall og upp aftur. Meira að segja hafði faðir Magnúsar gamla leikið það í æsku, en á síðasta mannsaldri hafði enginn gert það. — Hvað eigum við að gera? spurði Jón í Nesi. Nú var hann sérlega gæfur í máli. Magnús gamli þagði. Hann horfði um stund hugsandi upp eftir berginu. — Faðir minn fór hér upp, tautaði hann fyrir munni sér. Þá hnyklaði hann alt í einu brýrnar og horfði til skiftis á ungu mennina tvo. — Annarhvor ykkar verður að klifra upp og sækja voð, sagði I hann því næst, mjög alvörugef- j , mn. Það glaðnaði yfir Jóni í Nesi. — Pétur verður að klifra upp! Eg er svo fjandi [stirður í skrokknum eftir veturinn, ann- ars skyldi eg — Magnús gamli virti þessa tvo aftur fyrir sér um stund. Svo sneri hann sér að PétrL — Vilt þú reyna, Pétur minn? Hann var næstum bh'ður í mál- rómi. — Reyna! — Hann, sem er vinnumaður þinn. Þú getur skipað honum að fara, sagði Jón óðamála. Magnús gamli lét sem hann heyrði það ekki: hann horfði bara á Pétur. Ljóshærði, grann- vaxni pilturinn horfði þrjósku- lega niður fyrir sig. — Hvað fæ eg fyrir ferðina þá arna? spurði hann dræmt eftir langa bið. Pelíssier’s Limited BREWERS MULVEY & OSBORNE WINNIPEG PELISSIER’S CLUB BEER and BANQUET ALE A Union Product Made By Union Labor PROMPT DELIVERY— 42 304 . . 41 111 Thls advertlsement is not lnserted by the Government Liquor Control Commission. The Dommlssion ls ncl responslble íor statements made as to quallty of produot advertised. — Tveggja ára kaup, greitt þegar við komum í stofuna í Vogum, svaraði gamli maðurinn án þess að hugsa sig um. Pétur hló háðslega. — Þá verð eg heldur hér! sagði hann hörkulega. Þeir finna okkur sjálfsagt, þegar líður á kvöldið. Magnús gamli horfði á eftir stórum steini, sem þaut framhjá í sama bili. — Það verður ekki hér á stallinum, Pétur, sagði hann. — Sama er mér ,mín bíður ekkert eftirsóknarvert, þegar upp kemur! sagði pilturinn. Magnús gamli hugsaði sig um eitt augnablik, gaut hornauga til Jóns í Nesi og hnyklaði brýnar. Því næst sagði hann með sinni gömlu, þrumandi raust: — Jæja, drengir ef þið viljið drepast eins og hundar hér í bjarginu, án þess svo mikið sem reyna að skreiðast upp, þá það! Eg er of gamall, en það ætla eg að segja, að þegar eg var yngri---------í stuttu máli: sá ykkar, sem sækir nú vað, hann skal fá Elínborgu og jörð- ina og það, sem eg læt eftir mig! Jón rauk upp: — Stúlkan er heitin mér! — Hefir þú vitni að því? spurði karlinn þurlega. — Vitni? Jón var hundslegur við. — Já, eg sagði vitni. — Hvað ætlar þá að verða úr þessu? Pétur svaraði með því að leysa af sér eggjakörfuna og binda fastar á sig ullarskóna. Sem snöggvast sýndist Jón ætla að þjóta upp, en svo leit hann út undan sér upp eftir berginu, og fór ósjálfrátt hrollur um hann. Strax á eftir þreif Pétur í handlegg hans og hvæsti fram an í hann: — Eg ætla aðeins að vara þig við, Jón, að komi eg aftur og finni þig einan á stallinum, þá — já, þá skalt þú aldrei oftar þurfa á vað að halda í þínu lífi! Hann herti takið, svo Jón stundi. Því næst lagði hann til uppgöngu. Fyrsta spottann var hann fljót- ur; það var tiltölulega greið- fært. Bjargið var blautt, svo að það var ennþá sleipara en venjulega. Einmitt nú misti hann fótfestuna, svo hann varð að hanga í standberginu á hönd unum einum saman, þar til hann gat á nýjan leik tyllt tán- um í rifur og á snasir. Smá- steinar losnuðu undan fingrum hans, áður en hann náði taki. Hann heyrði dunur grjóthruns- ins umhverfis sig, og fugla- gargið frá þúsundum nefja klauf loftið í hvert sinn er flokkur flaug hjá eða lyfti sér til flugs frá berginu. Fyrir neð- an hann gekk bjargið þvert- hnýptniður í hyldýpið, og fyrir ofan hann ,hátt, hátt uppi, var bjargbrúnin, sem hann stefndi að með öllu sínu líkams- og viljaþreki. Hann hugsaði ekki, ákvarðaði ekki, hinn ungi, sterki líkami hans skalf allur af æsingu. Hver taug var þan- in til hins ítrasta. Stórir og smáir steinar þutu í loftinu, oft rétt hjá honum, en hann tók ekki eftir þeim; hann fann ekki, að fingurnir voru sárir og blóð- ugir. Hann skeytti því engu, þótt hann rifi alt í «inu annan öklann til blóðs á hvassri stein- snös. — Aðeins einu sinni hvíslaði hann nafnið: “Vogarós- in”. Upp á við mjakaðist hann, upp á við, hægt og seint, en stöðugt upp á við. Bráðum voru aðeins fimtán faðmar eft- ir — tólf — tíu — átta — fjór- ir. . . . Þá var honum farið að sortna fyrir augum af þreytu, og blóð hans brann eins og af sótthita. — En inst í huga hans steig upp syngjandi fögnuðurinn: “Vogarósin” þín! “Vogarósin” þín!--------- Aðeins hálfur þriðji faðmur var eftir, en brattasti og versti kaflinn á allri leiðinni. Og alt í einu losnaði hnefastór steinn úr brúninni, féll niður og lenti í höfði Péturs. Alt sortnaði umhverfis hann og honum fanst hann steypast niður í gínandi undirdjúp. Hann vissi ekki sjálfur ,hvort hann hafði mist tökin eða ekki. En gegnum dvínandi meðvitundina þrengdi sér hin harða, óbeygjanlega skipun, sem ætlaði að sprengja heila hans: Upp! Upp! Hann varð að komast upp. Eins og svefngöngumaður læsti hann blóðugum fingrun- um í rifur og sprungur. Hann þreifaði lengi fyrir sér í hvert skifti, misti tvisvar takið, svo að hann hékk í lausu lofti á annari hendi og öðrum fæti. Og regnið streymdi niður. En samt miðaði honum upp á við. Á nokkrum mínútum hafði hann komið báðum höndum upp á brúnina. Lausagrjót skriðn- aði undan olnbogum hans og hrapaði niður. Það var varla nokkur máttur eftir í honum, og honum fanst hann altaf vera að renna og hrapa. Líkaminn ætlaði að síga út af brúninni. Þá fór skyndilega um hann kippur; með því að neyta hinstu krafta, tókst honum að koma hnjánum upp og velta sér upp á fastan jarðveg. Þar lagðist hann á grúfu og brast í grát af gleði og þreytu.------- Skömmu síðar kom hann skjögrandi inn í stofuna í Vog- um, fleygði sér niður á stól og veifaði handleggjunum í ákafa. Kvenfólkinu lá við að ærast. — Kaðal — kaðal — vað! æpti hann, þegar hann loks mátti mæla. Konurnar stóðu sem steini lostnar, fölar og skelfdar og bjuggust við hinu versta. Elínborg varð fljótust að ná sér. Hún flýtti sér út og hljóp að einu úthýsinu, þar sem auka-vaðurinn var geymd- ur. Þegar hún var að rogast út með hann, kom Pétur þjótandi og rétti henni hjálparhönd. Loks komu þau að bjargbrún- inni. Pétur varp öndinni létt- ara og tárin komu fram í aug- un á “Vogarósinni”. Mennirnir tveir stóðu ennþá niðri á stall- inum. . — Bara að eg geti nú kastað svo í lagi sé, tautaði Pétur. — Hann fann varla til handanna á sér. — Hversvegna —? Nú fyrst tók hún eftir, hvernig hann leit út og hrópaði upp yfir sig. Augu þessarar háu íturvöxnu meyjar með sviphreina andlitið fyltust af tárum, sem runnu niður rjóð- ar kinnamar. En á næsta augnabliki mundi hún aftur eftir vaðnum, þreif hann með báðum höndum, mið- aði vandlega og kastaði honum svo af öllu afli. Bæði lutu á- fram, full eftirvæntingar, og héldu niðri í sér andanum, með- an þau fylgdu honum með aug- unum. Hann lenti nokkrum BYh. á 8. bls. NAFNSPJÖLD Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að finni á skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimili: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 158 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024 Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Horni Kennedy og Graham Stundar eingöngu augna-eyrna- nef- og kverka-sjúkdóma Er að hltta frá kl. 2.30—5.30 e. h. Talsími: 26 688 Heimili: 638 McMillan Ave. 42 691 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ISLENZKIR LÖGFRÆÐINGAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsími: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miðvikuöai í hverjum mánuðl. Rovatzos Floral Shop 206 Notre Dame Ave. Phone 94 954 Fresh Cut Flowers Daily Plants in Season We specialize in Wedding' & Concert Bouquets & Funeral Designs Icelandic spoken M. HJALTASON, M.D ALMENNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl f viðlögum Sími: 36 155 682 Garfield St. Dr. S. J. Johannesson 218 Sherburn Street Talsími 30 877 A. S. BARDAL selur líkkistur og annasit um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Viðtalstími kl. 3—5 e. h. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 RAGNAR H. RAGNAR Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BUILDING Pianisti oo kennari Offxce Hours: 12 - 1 4 P.M. - 6 P.M. AND BY APPOINTMENT Kenslustofa: 683 Beverley St. Phone 89 502 THE WATCH SHOP Thorlakson Baldwin MARGARET DALMAN Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. TEACHER OF PIANO 854 BANNING ST. Phone: 26 420 VIKING BILLIARDS óg Hárskurðar stofa 696 SARGENT AVE. i Knattstofa, tóbak, vindlar og vindlingar. Staðurinn, þar sem Islendingar skemta sér. Dr. A. V. JOHNSON ISLENZKVR TANNLÆKNIR 212 Curry Bldg., Winnlpeg Gegnt pósthúsinu Slmi: 96 210 Heimilis: 33 328 UNCLAIMED CLOTHES All new—Not Worn Men’s Suits & Overcoats 479 PORTAGE AVE. I. H. TURNER, Prop. Telephone: 34 585 "WEST OF THE MALL—BEST OF THEM ALL" Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 762 VICTOR ST. SIMI: 24 500 Annast allskonar ílutninga fram og aftur um bæinn. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Insurance and Financial Agents Sími: 94 221 600 PARIS BLDG.—Winnipeg J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrceðingur Skrifstofa: 801 GREAT WEST PERMANENT BUILDING Sími: 92 755 Svanhvít Jóhannesson, LL.B. Islenzkur “lögmaður” Viðtalssltfa: 609 McArthur Bldg. Portage Ave. Cí skrifstofum McMurray & Greschuk) Simi 95 030 Heimili: 218 Sherburn St. Síml 30 877 Dr. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. MAKE YOUR PLEASANT LUNCH HOUR DATES AT The JHarlborousí) ^otel ! A Service to Suit Everyone ; LADIES MEZZANINE FLOOR ! 11.30 to 2.30 Special Luncheon ■ 35c BUSINESS MEN CLUB LUNCHEON—11.45 to 2.30 Talsimi: 28 889 Dr. J. G. SNIDAL TANVLÆKNIR <■ 614 Somerset Block Portage Avenue WINNIPEG 50c and 75c also a la carte ; COFFEE ROOM (Men & Women) J ! SPECIAL LUNCH, 12-3 40c ■ ; SPECIAL DINNER, 6 to 8....50C ] Dr. A. B. Ingimundson TANNLÆKNIR 602 MEDICAL ARTS BLDG. LESIÐ, KAUPIÐ OG BORGIÐ HEIMSKRINGLU Sfml: 23 396 Heimilia: 46 054

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.