Heimskringla


Heimskringla - 14.11.1934, Qupperneq 1

Heimskringla - 14.11.1934, Qupperneq 1
XLIX. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 14. NÓV. 1934 NÚMER 7. Urslitafregnir af kosningunum í Bandaríkjunum Eins og minst var á í síðasta blaði, gat engin efi verið á því, að demókratar innu stórkost- legan sigur í Bandaríkja-kosn- ingunum, sem fóru fram 6. nóv. Bera og úrslitafregnirnar það með sér. f öldungadeild þingsins eru úrslitin þau, að demókratar hlutu 25 sæti í kosningunum. Talá demókrata, annara en þeirra sem um kosningu sóttu, er 43. Alls eru því um 68 þing- menn, sem demókrataflokkinum heyra til í öldungadeildinni. Republikar hlutu 6 sæti í kosningunum. Fyrir voru 18. Alls eru þeir því nú 24 í öld- lungadeildinni. Bænda- og verkamannaflokk- urinn hlaut 1 sæti; áður var enginn úr þeim flokki í Öld- ungadeildinni. Progressívar hultu og 1 sæti; áður ekkert. Um tvö þingsæti er ennþá ó- ljóst. Alls er tala þingmanna 96. f fulltrúadeild þingsins urðu úrslitin þau að demókratar hafa þar nú 309 þingsæti (5 sæti eru auð er þingmenn þess flokks skipuðu). Republikar hafa 114 þingmenn (og auð þingsæti 2). Bænda og verkamannafl. 5. — Progressívar 7; um 14 þing- sæti er óvíst er þetta er ritað. Alls er tala þingmanna 435. Af 28 ríkisstjórum er kosnir voru, lilutu demókratar 20. Sig- ur þeirra þar eins ákveðinn og á þingi. Fjöldi merkra republika, reglulegra jarla flokksins, féllu í kosningunum, svo sem Simeon D. Fess í Ohio, Senator David A. Reed í Pennsylvania, Sen. Frederick C. Walcott í Con- necticut, Senator Arthur Robin- son í Indiana og ótal fleiri. Senator Robert M. Lafollette og hans nýja progressíva eða samvinnuflokki reiddi vel af í þessum kosningum. Fimm konur voru kosnar á þing (neðri deildar) af 31 er sóttu. Floyd B. Olson vann glæsi- legan sigur í Minnesota. Sem ríkisstjóri segir hann, að auð- séð sé, að íbúar Minnesotaríkis aðhyllist þjóðeignastefnu sína. Upton Sinclair viröist í illu skapi út af ósigri sínum og taldi atkvæðaþjófnað auðsæan í kosningunum. Fjórir ísl. dómarar endurkosnir í Dakota I kosningunum í Bandaríkj- unum sem fóru fram 6. nóv., voru fjórir íslenzkir dómarar endurkosnir í Dakota. Eru þeir þessir: Helgi Jóhannsson, Pem- bina County; J. M. Snowfield, Cavalier County; Oscar Benson, Bottineau County, og Nels G. Johnson, MoHenry County. — Allir hafa menn þessir bezta orð á sér og tveir, Mr. Snowfíeld og Mr. Benson voru kosnir gagn- sóknarlaust. Þetta er í sjötta sinni að Mr. Snowfield er kosinn og Mr. Jó- hannsson í fjórða sinni. Mr.. Johnson og Mr. Benson sóttu nú í fyrsta sinn um endurkosn- ingu. Þeir eru allir kosnir til tveggja ára. Eftirtektavert má það heita, að í Cavalier County, þar sem nálega engir íslendingar eru, hafa dómarar verið íslenzkir í s. 1. 26 ár. P. G. Johnson var þar 2 ár dómari, G. Grímsson 14 ár, og Snowfield hefir nú verið þar dómari í 10 ár og verður næstu tvö árin. Barsmíði á Frakklandi á vopnahlés-hátíðinni París, 12. nóv. — Á meðan friðarins og vopnahlésins var biinst í Frakklandi í gær, brut- ust út óeirðir víðsvegar um landið. Nokkrir menn meidd- ust. Mestar voru róstumar í Lille. Þar höfðu sósíalistar og kom- niúnistar skrúðgöngu. Nation- alistar, sem á horfðu, gerðu gabb að skrúðgöngunni og lenti þar í áflogum og barsmíðum. Fyrir framan minnismerki fallinna hermanna í Narbonne, urðu einnig ryskingar mill þess- ara flokka. 1 Parísar-borg fór vopna- hlés-minningar athöfnin fram undir “Sígurboganum (Arch of Triumph), minnismerki fallinn- a hermanna, og stóðu þeir þar báðir forseti Albert Lebrun og forsætisráðherra Pierre Etienne Flandin í skjaldborg af her- H81. Uppþot voru þar engin, en upp úr bænahaldinu, heyrð- ist stöku sinnum hrópað “Lifi Doumergue”. En annar staðar varð herlið- ið víða að bæla niður róstur og sýningar göngur sem háðar voru í hefndarskyni viö Edou- ard Herriot, er við forsætisráð- herra stöðu tók af Doumergue nýlega, er í sessinum entist ekki nema tæpa viku. Tók þá Pierre-Etienne Flandin, núver- andi forsætisráðherra við. Hvernig honum reiðir af, þykir vanséð. Og fyrsta daginn sem hann var við völd, var hann mintur á það verkefni sitt, að koma hefndum fram á bröskur- unum, sem nýlega komst upp um .aðsvikið hefðu þjóðina um 30 miljónir dollara. Það var í hveitisölu braski sem það var gert og eru þau peningasvik lögð á borð við Stavisky-svik- in alræmdu. Er hermt að 350 bændur og kaupmenn hafi tap- að aleigu sinni mikið til í þeirri svikamillu. Við hafngerð í Rouen, sem stjórnin hefir með höndum, er einnig talað um fjársvik, en hvað kveður að því, er ekki kunnugt um. Það mál er þó verið að rannsaka. Nationalistar eru mjög reiðir út af því að Doumergue var hrakinn frá völdum og það kenna þeir Herriot öllum öðrum fremur. Nýji forsætisráðherran minti þjóðina að hátíðar-haldinu loknu á fregnina frá Þýzka- landi um, að loftskipasmíðin væri þar komin á þann rekspöl að Þjóðverjar gætu framleitt 900 skip á mánuði. Hefir þetta kveikt eld í brjóstum Frakka. Og á það hefir forsætisráðherra eflaust mint með það í huga, að reka með því út hinn illa innbyi’ðis óeiningaranda og sameina þjóöina. Gandhi afneitar öllum mótþróa Gandhi hefir tilkynt, að hann muni láta af forystu Sambands Þjóðemissinna í Indlandi, að loknu þingi þess í þessum mán- uði. Það, sem hefir ákveðið hann í þessu, segir Gandhi, er að Sambandið beitir mótþróa- aðferðum, sem hann er ekki samþykkur, og sem brjóta í bága við hans dýpstu sannfær- ingar. Sultar-kaup búðarþjóna í “Chain Stores” Ottawa, 13. nóv. — Rann- sókn viðskiftareksturs landsins heldur áfram eins og áður. Síð- ast liðinn mánudag var byrjað að íhuga rekstur svonefndra “Chain Stores”. Fred P. Hig- gins, yfirskoðunarmaður reikn- inga margra þessara búða, var fyrst kallaður fyrir nefndina. — Skýrði han frá, að ein af þess- um samsteypubúðum, og þær voru 500 eign eins og sama félagsins, hefði goldið verzlun- arstjóra sínum $4 á dag og varð hann að ábygjast alt sem færi forgörðum af vörubirgðum búðarinnar. Laun þjóna voru þau, að 15 karlmönnum, er margir voru f jölskyldufeður, var greitt vikukaup er nam $7.34 til jafnaðar, og 120 kvenmönnum um $6.78 á viku hverjum. Önnur slík stofnun (Chain Store), greiddi 194 búðarþjón- um við matvöru afhendingu frá $4.50 til $25 fyrir 61 klukku- tima vinnu á viku eða til jafnað- ar $10.69. Um 110 kvenmönn- um greiddi þessi sama búð fyrir 48 klst. vinnu á viku frá $7 til $15. eða til jafnaðar $10.85. Kreppuna sagði Higgins að búðir þessar liefðu staðið vel af sér. Þær hefðu greitt hærri vexti síðari árin en áður. Benti hann á tölur því til sönnunar. Árið 1929, hefði (net) sala búð- anna numið 64 miljónum doll- ara og hefði eigendum verið greiddir $823,690 í vexti. Árið 1933 nam umsetningin 62 milj- ónum dollara en hluthafa vextir námu þá $1,243,597. Á sama tíma og verð bænda- vöru fellur um helming og verð iðnaðarvöru alt að því um eins mikið, eru tekjur þessara “Chain Stores” að aukast um einn þriðja. Drengir sem í búðum þessum vinna við að flytja vöruna heim til kaupenda ,vinna 66 klst. á viku og er greitt í laun $1.50 fyrir' vikin í nokkrum þessara i búða. Hér vestra mun þetta ekki þekkjast, en alt um það er það nú svona eystra. Sir Donald Mann stofnandi C.N.R. dáinn i ------ j Toronto, 12. nóv. — S. 1. laugardag lézt í borginni Tor- onto einn af frumherjum Vest- urlandsins, Sir Donald Mann. Hann var 81 árs að aldri. Ef blöðum er flett í æfisögu þessa mans, verður þess vart, að á aðfangadagskvöld jóla, árið 1877, var hann sveittur við að höggva 16 feta langan járn- brautabinding, sem í fyrstu járnbrautarbrúna fór, sem lögð var yfir Rauðána og inn í borg- ina Winnipeg. Hann hafði tek- ist það ákvæðisverk á hendur fyrir C.P.R. félagið. En hann hafði ekki hugsað sér að vinna alla æfi fyrir CPR. Árið 1884 mynduðu þeir félag með sér, William MacKenzie og hann í Kicking Horse Pass, að leggja sjálfir jámbrautir um landið. Árið 1889 luku þeir við Long Lake brautina, milli Re- gina og Prince Albert. Þar næst lögðu þeir brautina frá Calgary til E.dmonton. Þá héldu þeir inn í námahéruð British Colum- bia og eftir það eða árið 1895 byrjuuð þeir á Gladstone-braut- inni norðvestur, er teygðist æ úr lengra og lengra vestur unz hún náði til Yellowhead Pass árið 1908. Þetta var kjarni CNR járnbrautakerfisins síðar, er landsstjórnin tók yfir 1918 og rekur sem þjóðbrautakerfi. Eftir að fólksinnflutningur dvínaði varð erfitt að reka starf þessa víðáttumikla brautakerfis með hagnaði. En heldur en að láta það fara í niðurníðslu, tók stjórnin það í sínar hendur. Faðir Sir Donalds kom til Canada frá Skotlandi árið 1843 og settist að í þorpinu Acton. er síðar varð bær. Og þar fædd- ist Sir Donald. Með því feikilega starfi sem hann hafði með höndum bæði með því að stofna C.N.R. jám- brautarkerfið og ýms önnur fyr- irtæki, svo sem sögunar millur og þess háttar, má Sir Donald telja einn af brautryðjanedum Vesturlandsins. Vinna í verksmiðjum eins mikil og 1926 Ottawa, 8. nóv. — Skýrslur, sem gefnar eru út af sam- bandsstjórninni í Ottawa, sýna, að 1. nóvember í ár voru eins margir vinnandi í verksmiðjum Canada og árið 1926. Iðnaðarstofnanimar s e m stjórnin hefir skýrslur frá em 8,864 talsins. Tala verkamanna þeirra er 933,486. En sú tala er heldur hærri en árið 1926. Lægst varð tala verkamanna í verksmiðjum 1932. Þá var hún ekki nema rúmlega tveir þriðju, eða ekki 70 af hundraði, borið saman við það sem nú er eða árið 1926. í Ontario jókst talan mest eða um 5,317 síðan í ágúst. En hún hefir einnig aukist í Sléttufylkj- unum. íágúst sýndu skýrslur þar frá 1,309 stofunum, að tala starfsmanna þeirra var 16,888, en nú er hún 120,211. Of einhliða háskóla- lærdómur, of lítil mentun Sir Michael Sadler, sem ný- lega lét af störfum sem meistari í University College í Oxford, sagði nokkrar harðorðar og eft- irtektarverðar setningar í ræðu, sem hann flutti um mentamál í London nýlega. Hann sagði, að Oxford, sem hefði gert svo mikið fyrir trú- arbrögðin, nútímavísindin og þekkinguna á sígildum bók- mentum, kærði sig þó kollótta um mentun. Hann sagði, að mentamálakerfi veraldarinnar væru alls staðar að springa og bresta, eins og göturnar í Mes- sina, þegar þar væri jarðskjálfti. Ennfremur sagði hann, að of mikill og einhliða háskólalær- dómur væri orsök þess, hve stúdentar flyktust nú hvarvetna undir merki alls konar öfga- stefna. England hefði ef til vill sloppið betur en flest önnur lönd vegna þess, hve íþróttalíf skólanna teygði menn til heilsu- samlegra frátafa frá hinu eigin- lega háskólanámi. Verkfalli bænda í Alta. lýkur með uppþoti Mundare, Alta., 8. nóv. — Tíu menn voru handteknir og fluttir í fangelsi í Fort Saskatchewan í Alberta í dag af lögreglunni. Á því stóð þannig, að bændur í ofanskráðu héraði þóttust þess fullvissir, að félögin, sem korn þeirra keyptu, væru að svíkja þá á flokkun kornsins til þess að greiða minna fyrir vöruna en ella. Hófu bændur verkfall út af þessu og hættu að flytja korn til markaðar. En eins og gengur með flest samtök, voru ekki allir bændur á því, að hætta að selja hveiti,. Tóku verkfallsbændur sig þá til og bönnuðu þeim umferð um veg- inn, hvolfdu vögnum þeirra um með korninu, sem flæddi út um alt. Þessir hart leiknu bændur kölluðu þá á lögregluna sér til aðstoðar og varð hörð rimma milli verkfallsmanna og hennar. Verkfallsmenn höfðu barefli í höndum og beittu þeim óspart meðan kostur var. Voru þeir loks yfirunnir og handteknir og bíða nú dóms og laga-úrskurð- ar fyrir óspektirnar. En rann- sókn var hafin á framkomu kornkaupmanna og er árangur- inn af því sá, að betri flokkun liefir fengist á kornvörunni. — Hvort þeir verði sektaðir fyrir það fjárbrall sitt, er ókunnugt enn. HERSKYLDA KVENNA . í PÓLLANDI Nýlega gaf forseti Póllands út þau lagafyrirmæli að hver ein- asti þegn landsins, hvort heldur að er karl eða kona, skuli háður herþjónustu fá 17 til 60 ára aldurs. Með því að herskylda þannig konur, hefir Pólland gengið skrefi lengra en ítalía, er fyrir skömmu þrengdi svo her- skyldukvöðina, að hún nær til 8 ára drengja. Þetta er dágott sýnishorn af hernaðaranda Ev- rópuþjóðanna. Annað lagaboð var og nýlega gefið út í Varsjá, er þess krefst, að hver einasti borgari afhendi stjórninni eignir sínar, smáar sem stórar, ef þjóðin á í stríði og stjórnin þarf á þeim að halda. Chicago sýningunni lýkur með brauki Sýningunni í Chicago af fram förum síðustu 100 ára og sem margir úr Winnipeg sóttu lauk s. 1. miðvikudag. Hafði hún þá staðið yfir í tvö sumur. Um þrjátíu og átta miljónir manna sóttu hana og voru úr nálega öllum löndum heims. Var síð- asta kvöldið nokkurs konar “strákakvöld”, og eftir að sýn- ingunni var sagt lokið kl. 12 á miðnætti, tóku gestirnir, sem voru um 300,000 stjómina í sínar hendur. Um morguninn var alt brotið og barmlað í sýn- ingargarðinum og miklu af munum kastað út í Michigan- vatn. Bílstjórar í París og London læra Esperanto í London á Englandi er nú mikil hreyfing meðal bílstjóra í þá átt að læra erlend tungumál, þ. á. m. esperanto, en bílstjórar í París em mikið farnir að nota þaö mál. Brúin yfir Litlabelti verður tilbúin 15. maí í vor Danski fjármálaráðh. lagði nýlega fyrir fjárhagsnefnd þingsins skýrslu um smíði Litlabeltisbrúarinnar og ýmsar ráðstafanir í því sambandi. — Sagt er, að allir flokkar hafi fallist á tillögur verkfræðing- anna, sem verkinu stjóma, um ráðstafanir til þess að flýta því, og er gert ráð fyrir því, að hægt verði að byrja að nota brúna 15. maí næsta ár. Mótor er nýsmíðaður í Hart- ford, Conn., sem er 875 pund á þynd, með 800 hestöflum. Lesa má í blöðum, að enginn finnist jafnsterkar, eftir stærð, í víðri veröld. HEIMBOÐ Til Japan var boðið í haust fimtán mikilsháttar blaðamönn- um, ásamt konum þeirra; það fólk safnaðist til San Francisco frá ýmsum stöðum í Uncle Sam’s víðlenda ríki og lagði til hafs á japönsku stórskipi 4. september. Á skipinu voru hjón af ætt keisarans í Japan og höfðu gestina í boði sínu, öðru hvoru, í þá fimtán daga, sem sjóferðin stóð; í Honolulu beið þeirra fulltrúi hins japan- ska blaðamanna félags, er til heimboðsins hafði stofnað, með því undarlega nafni Mock Joya, útsendur frá Tokio til að vera þeirra leiðtogi. Þegar kom í námunda við Yokohama, mætti þeim far með japönskum frétta- riturum, hinir röskustu í frétta- leit; þeir spurðu gestina spjör- unum úr, hripuðu fréttirnar, bundu seðlana á dúfur, er þeir höfðu með sér, en þær flugu beint yfir sjóinn 20 mílna leið, inn um gluggann hjá ritstjór- unum; blöðin, með myndum gestanna og viðtali, voru kom- in út, áður en þeir stigu á land. Til Tokio, sem telur 5 miljón sálir, voru þeir fluttir f skrautlegum vögnum og fengin gisting í Imperial Hotel; þar tóku fulltrúar blaðamanna á móti þeim og sýndu þeim leið- toga, er þeim skyldu fylgja og vera til aðstoðar í alla staði í þær fimm vikur, sem hófið stóð. “Þá var nú tekist í hendur, þá var nú skifst á nafn- seðlum, og þvílíkt bugt og hneigingar”, segir Mr. Millard í Los Angeles Times. Eftir þetta hófust veizlurnar, hjá barónum, greifum, prinsum, landstjómar mönnum hinum æðstu, með ræðuhöldum, minn- um og bansai-hrópum, þangað til jafnvel hin hörðu höfuðbein fornra fréttavíkinga tóku að linast. “Þess á milli fórum við ferðir í reiðum, fánum vöfð- um, til sýnistaða. Við drukkum te svo mikið, að nægja myndi til að fleyta ferjubát. Við vor- um flutt til leikhúsa, í sukiyaka samkvæmi, geisha gleðimót, til hörga og heilagra staða, boðið til funda og enn fleiri sam- kvæma, til skrafs og ráðagerða við landstjórnar menn og kaup- skapar, boðið í litla skatt og stóra skatt sjá ýmsu stórmenni, sýnd keisara höllin, virki og víg- girðingar, sett á eimlest og flutt til hinna miklu hörga í Nikko og Ise og seinna til Toba. “Aldrei gleymi eg Ibænum Toba, þar sem perlur eru sóttar í ostrur, en ostrurnar í sjó og hvítklæddar meyjar stinga sér niður til botns eftir skildingum og bregst aldrei sú bogalist. í þeim sal, þar„sem perlurnar eru valdar eftir gæð- um, var aðkomu konum gefin sín perlan hverri og í mikilli ostru veizlu eftir á, fundu þeir af gestunum, sem hepnir voru, enn meir af þessum dýrindum. “Gamagori er gott að minnast. í þeirri borg voru viðtökurnar með því móti, að ungar stúlkur og piltar stóðu meðfram leið- inni, veifuðu japönskum fánum og amerískum og hrópuðu ‘ban- zai’ hástöfum; þetta líkaði gest- unum afarvel. Sömu viðtökur, ásamt stórveizlum, fengu þeir í Shimonoseki, þaðan sáu þeir á Japans haf, sigldu yfir það til meginlands Asíu og lentu í Kor- eu, skoðuðu konunga hallir fornar , Soeul og margt annað, sátu veizlur með ræðuhöldum, heilsuðu með handabandi þeirri konungbornu persónu, sem er nefnd nafninu Yi, og víst er Frh. á 5. bls.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.