Heimskringla - 14.11.1934, Page 3

Heimskringla - 14.11.1934, Page 3
WINNIPEG, 14. NÓV. 1934 MEIMSKRINGLA *. SÍÐ4 Samkvæmt því, sem nú ihefir verið rakið var stjórnin bundin við að hækka útgjöld fjárlag- anna um nálægt IV2 miljón króna eða að öðrum kosti vís- vitandi of lágar upphæðir fyrir þessum útglöldum og blekkja með því bæði sig og Alþingi. Hækkun framlaga til verklegra framkvæmda og atvinnu- veganna Þá kem eg að hækkun stjórn- arinnar á framlögum til verk- legra framkvæmda og til at- vinnuveganna. Eru þessar helzt- ar: ■ 1. Aukið framlag til nýrra vega k. 43.000,00. 2. Til bygginga og endurbóta á skólum kr. 80.000,00. 3. Framlag til verkfærakaupa sjóðs kr. 65.000,00. 4. Aukið framlag til bygginga verkamannabústaða kr. 100.- 000,00. 5. Aukið framlag til Bygging- ar- og landnámssjóðs kr. 100.- 000,00. 6. Aukið framlag tU hafnar- gerða kr. 40.000,00. 7. Aukið framlag til vitabygg- inga kr. 16.000,00. 8. Aukið framlag til nýrra símalína kr. 30.000,00. 9. Aukið framlag til atvinnu- bóta kr. 200.000,00. Þar af kr. 100.000,00 til stofunar nýbýla. 10. Kostnaður við skiplagn- ingu afurðasölunnar kr. 20.000,- 00. Lækkanir Helstu lækkanir stjórnarinn- ar, sem koma hér á móti eru þessar: Lækkun á styrk til Eimskipa- félagsins kr. 100.000,00. Launalækkanir vegna dýrtíð- aruppbótar á laun yfir 4000 kr. og burtfelling uppbótarinnar á laun yfir 4600 krónur kr. 70.000. Framh. —Nýja Dagbl. VEÐURBRAUT Tvær ófreskjur eiga heima í loftinu og ráða öllu um tíðarfar. Þær nefnast “hæð” og “lægð”. Um margra ára skeið hafa veðurfræðingar um allan heim reynt að komast) að dutlungum þeirra. Þeir vita nú að “lægð’ hefir þann sið að laumast í kringum “hæð” eftir hringrás úrvísisins. Og þeir vita líka að “hæð” sendir vinda sína gegn henni öfugt við hringrás úrvísis- ins. Þeir þekkja tugi dutlunga þeirra og hvað þeir eru flóknir. En eflaust eru jafn margar kenjar þessara loftsins anda enn ókunnar. Þess vegna er það að ttieð fullri vissu verður ekki enn spáð um veðurfarið, en í 85—90 tilfellum af hundrað reynast þó spádómarnir nokkumveginn réttir. Með því að athuga hreyfingar lægða, hafa veðurfræðingar komist að þeirri niðurstöðu, að þær velji sér vissar brautir yfir Evrópu. Þessar brautir eru 5 alls. Og um eína þeirra, sem vísindamenn nefna “Vb,” virð- ist reynslan hafa sýnt fyllilega að hún sé til. Eftir henni koma iægðirnar vestan úr Atlantshafi, “lenda” í Bretagne. Síðan ligg- ur brautin yfir Frakkland til Riveria, yfir Italíu til Triest. Þar beygir hún norður, yfir Vín- arborg, Krakau, Warschau og norður til Leningrad. Og á þess- ari leið valda lægðimar öllum óveðrum. Mesta rigning í Þýzkalandi er t. d. í Sljesíufjöllum. “Vb” átti sök á hinum miklu rigningum og vatnavöxtum í Galiziu og Póllandi í sumar. Hún átti líka sök á því í október 1930 að Breslau fór að hálfu leyti í kaf. Hún átti sök á því í júlí 1927 að 4 metra há flóðalda fell niður f dal í Erzgebirge og varð 150 mönnum að bana. Sama máli var að gegna 1903 þegar meiri vöxtur hljóp í Oder en dæmi eru til. Þá var úrkoma mæld 400 millimetrar, það er að segja að á hvern fermeter jarðar komu 400 lítrar af rigningarvatni. — Meðalúrkoma í Berlin er 577 millimetrar á einu ári. Oft hefir “Vb” haft áhrif á viðburði sögunnar. Þannig var það 1813. Þá hljóp ógurlegur vöxtur í ár, svo að her Napol- eons var teptur. Stormar, ský- fall og flóð hjálpuðu til þess að ráða niðurlögum hans. Einhverjum mestu vatnavöxt- um olli “Vb” árið 1342. Allar ár í vesturhluta og suðurhluta Þýzkalands, í Hollandi og Aust- urríki flóðu yfir bakka sína. — Borgarveggir Kölnar fóru t. d. í kaf svo að það mátti róa á báti yfir þá. 16. nóvember 1909 fór lægð yfir Galizíu og olli svo mikilli fannkomu að snjóþung- inn braut niður tré og síma. í febrúar 1879 snjóaði svo mikið á þremur dögum í Karnten að jafngilt var 220 millimetra úr- komu. 'í desember 1886 urðu allar jámbrautalestir fastar í snjó á 90,000 ferkílómetra svæði í Miðevrópu. Þúsundir ferða- manna urðu þá að halda jólin í smáþorpum eða í járnbrautar- vögnunum sjálfum. í maí 1905 ibrotnuðu mörg tré í Unter den Linden undan snjóþunga. Alt þetta var “Vb” að kenna, eða lægðunum, sem fara eftir þeirri braut. í maí 1910 var 28 stiga hiti í Austur-Prússlandi en suður við Bodenvatn var hríð. Hinn 13. maí 1897 var hvergi í Evrópu jafn heitt og í Arkangel — norður hjá Ishafi! Fritz Zielesch. —Lesb. Mbl. VORU ÞÝZKU STJÓRNAR- MORÐIN LÖGLEG? Georg Strasser, áður háttsett- ur í flokki nazista, var einn þeirra mörgu, sem tekinn var af lífi 30. júní s. 1. Hann var slysatrygður fyrir 100 þús. mörk. Eftir aftöku hans, sneri ekkja Strasser sér til tryggingarfé- lagsins og leitaði eftir að fá féð greitt. Hún var beðin að sýna dán- arvottorð. Það hafði hún ekki, og fór því til leynilögreglunnar. Henni var vísað til hlutaðeig- andi læknis. En hann hafði ekk- ert dánarvottorð gefið út og gat það ekki. Lík Strassers hafði verið brent, án þess að neitt slíkt vottorð hefði verið út gefið, en það stríðir gegn lögum. Að lokum var ekkjunni fengið vottorð um það, að maður henn ar hefði verið skotinn. Með það fór hún til slysatryggingar- innar. Félagið varði sig nú með því, að Strasser hefði verið tekinn af lífi samkvæmt boði stjóraar- innar og þau boð væru eftir síð- ari yfirlýsingum hennar, lög- mæt. Og fjárgreiðslunni var neitað. Frú Strasser hefir nú höfðað mál á hendur félaginu og því ber að færa sönnur á, að á- kvörðun stjómarinnar um af- tökuna hafi verið lögleg, en eins og menn muna, voru naz- istamir drepnir án þess lað nokkur dómstóll rannsakaði mál þeirra. Líftryggingarfélagið ætlaði að hleypa málinu til Ríkisrétt- arins og úrskurðar hefir verið beðið með eftirvæntingu, vegna þess, að hinir öldnu dómarar hafa orð fyrir að taka ekkert tillit til pólitískra sjónarmiða, en dæma einungis eftir beinum bókstaf laganna. Fleiri slíkar kröfur á hendur þýzkum líftryggingarfélögum hafa komið fram frá ættingjum hinna mjrrtu manna og með samskonar forsendum, sem krafa frú Strasser. Er þar sannað, að aftökumar hafi far- ið fram án dóms og laga. —Nýja Dagbl. VOPNASALA Eitthvert mesta hneykslismál, sem uppvíst hefir orðið á löng- um tíma og allur heimurinn fylgir með athygli og skelfingu, eru leynibrugg vopnasalanna.— Mannanna, sem gera það að lífsstarfi sínu að æsa þjóðir til styrjalda. Menn, sem leigja sér urmul af legátum til þess að fara um löndin og sá fræi liaturs og tortryggni samtímis og alið er á valdaaukningu og frjágræðgi. Þetta eru menn- iinir, sem espa og siga þjóð< gegn þjóð, þar til öllu lýstur saman í eldi ófriðarins. Þá er takmarkinu náð — að nokkru. Þá koma þessir sömu menn og fyritæki með hergögn sín og drápstæki og gera “viðskifta- samninga.” ófriðarþjóðunum eru seld vopn og skotfæri, til þess að þær geti haldið uppi “vamar- stríði”, því engin þjóð viður- kennir að hún hafi byrjað árás- arstríð. Allir eru að verja sig, hver fyrir öðrum. Stórþjóðirnar, sem þátt tóku í síðustu styrjöld, viðurkenna enn ekki, að neinn þeirra hafi gert þar annað en verja landa- mæri sín og sjálfstæði sitt. En þótt vopnasalarnir geti æst þjóðir til stríða, og fengið þannig markað fyrir framleiðslu sína og offjár í gróða, þá er annar þátturinn í hlutverki þeirra eftir. Það er, að stríðin standi sem lengst, að sem mest sé eyðilagt af hergögnum. Þá helzt þörfin fyrir meiri fram- leiðslu, víðtækari og varanlegri sölu — og stórfeldari gróða. Og ef ekki gengur með sundr- ungariðjunni einni saman, næst það sem á vantar með mútum. Hin tvö voldugu vopnafirmu, Electric Boat Company og Vick- ers Armstrong, annað í Vestur- heimi, hitt í Evrópu, hafa skift milli sín heiminum og samið um að hvor aðili fen^i 40% af hreinum gróða hins. Vitanlega eru þetta leynisamningar, sem nú fyrst hafa orðið lýðum Ijósir, eftir að stjórn Roosevelts hafði sett á laggir rannsóknamefnd um vopnaframleiðslu í Ameríku. Æðstu forstjórar þessara félaga, háttsettir embættis- og stjóm- málamenn og sjálfur fyrverandi konungur Spánar, Alfons, hafa haft “hagsmuna að gæta” í viðskiftum vopnasalanna. Al- fons virðist hafa verið einhvers- konar hluthafi í gróða þeim, sem fékkst við sölu nokkurra kafbáta frá félaginu til spönsku stjómarinnar. Vopnamiðlarinn víðræmdi Grikkinn Zaharoff, hefir skýrt Electrical Boat frá því bréflega. að Alfons Spánarkonungur hafi (þetta var 1926) lagt öll áhrif sín fram, til þess að tryggja fé- lögunum vopnasölu til Argen- tínu, Meiningin er auðsæ: Kon- ungur átti von á ríflegum á- góðahlut af sölugróðanum. Undir yfirheyrslum hefir sannast, að ameríska félagið skrifaði til viðskiftavina sinna austanhafs bréf með þessu orðalagi: “Eins og yður er kunnugt, fara öll viðskifti (líklega átt við vopnasölu) við Suður-Ame- ríku fram gegnum mútur”. Slíkur er kjarninn í verzlun- arsiðfræði vopnasalanna. —Nýja Dagbl. Á síðasta misseri hjálpaði skjólshúsfélag Gyðinga í París 4050 af sínum frændum til að komast til Gyðingalands, flestir voru flóttamenn frá Þýzkalandi. Þegar einhver deyr á Rúss- landi, þá er ekki hlaupið til þarverandi A. S., að kaupa kistu, heldur er líkkista tekin á leigu og nárinn fluttur í henni til næstu líkbmnastöðva. Sum- ar af þeim líkkistum eru sagð- ar í meira lagi snjáðar. Stjórnin á Frakklandi safnar málmum og geymir unz til þarf að taka, þyí að þar í landi er lítið um aðra málma en alumin- um. Dr. Absolom Rosenberger er nýlátinn, einn helzti leiðtogi og kennari Kvekara, fæddur í Ind- íana, fyrir 84 árum, hann veitti fostöðu skólum þeirra, fyrst Penn College, Oskaloose Iowa, svo Whittier College. JARÐSKJÁLFTASJÓÐUR Áður auglýst..........$946.02 Islenzkir Goodtemplarar í Winnipeg..............37.17 Safnað af Sveini Thorvaldsyni Riverton, Man. Bjami Jakobsson .........2.00 Ólafur Árnason ...v......1.00 Mr. G. M. K. Björnsson..1.00 Mr. S. Thorvaldson ......1.00 Mr. Gísli Einarson ...... 50 Mrs. Gísli Einarson .......50 $6.00 Safnað af ónefndum Riverton, Man. H. A. Árnason............1.00 Mr. og Mrs. E. Ámason....1.00 H. Austman.............. .25 Marino Briem...............25 Th. Bergman ...............25 Mr. og Mrs. O. Coghill ..1.00 Björn S. Dalman ...........50 Mr. og Mrs. Th. Einarson..50 R. E. Eyjólfson ........1.00 Mr. og Mrs. Fred Eyjólfson 1.00 S. Friðgeirson............25 Árni Friðsteinsson ........25 G. Gíslason ...............25 Stefán Guðmundsson ......1.00 Gutt. J. Guttormsson ....1.00 S. T. Hördal ..............25 Mr. og Mrs. M. E. Johnson.50 Sigtr. Jónasson .........1.00 Ármann Jónasson .........1.00 Marino Jóhannson...........25 Clarence Mayo .............25 Ónefndur ..................25 Ónefnd.....................50 S. Pálsson ............ 1.00 J. Thorsteinsson.........1.00 Lárus Thorarinson ......). .50 K. Thorarinsson...........25 Mr. og Mrs. E. Thorbergsson .75 Helga Thorbergsson ........25 Ólafur Vigfússon ........1.00 R. F. Vídalín .............50 $18.75 Safnað af J. J. Middal Seattle, Wash. Mrs. L. B. Johnson .......50 S. J. Stefánsson..........50 Mrs. A. A. Hallson .......25 Miss J. Jónasson .......1.00 Jón Magnússon ....!......1.00 J. J. Middal og fjölskylda....2.00 $5.25 Safnað af J. H. Goodmundsori Elfros, Sask. J. H. Goodmundson .......1.00 Mrs. J. Stefánsson.........50 John Holm .................25 Mrs. Guðrún Bjömsson ......50 Hjálmar Helgason ..........25 Jónatan Jónatansson .......25 Sigurlaug Guðvaldsdóttir..50 $3.25 Kristín Guðlaugsdóttir .....50 Jón Sigurðsson Powell River, B. C.....2.00 SafViað afTh. Anderson Bellingham, Wash. Mrs. P. Gíslason..........2.00 Mr. og Mrs. J. W. Johnson 1.00 Mrs. M. Goodman ..........1.00 Mrs. Kristín De Louly ......25 Mr. og Mrs. St. Johnson ....50 Mr. og Mrs. Th. Kristjánsson ...........1.00 Mr. og Mrs. G. Holm.......1.00 Mr. og Mrs. Karl Westman .50 Mrs. Kristín Swanson .......50 Mrs. H. T. Hjaltalín .......50 Mr. B. Peturson.............25 Mrs. John Goodman ..........50 Mrs. Th. Johnson ........1.00 Mr. og Mrs. F. K. Sigfússon 1.00 Mr. og Mrs. Th. Anderson ..2.00 $13.00 Safnað af J. J. Myres Mountain, N. D. Freeman Einarsson .......1.00 A. F. Bjömson .............50 Mrs. A. F. Björnson .......50 Kristján Halldórsson ....1.00 Mrs. Tómas Halldórsson ....50 Hannes Björnsson ..........50 Mrs. Hannes Björnsson .....50 J. J. Myres .............1.00 Bridge dúka Það er eiginlega ofur auðvelt Fylgið aðeins forskriftinni og notið fyrirmyndimar . . . og $5.50 S. B. Kristjánsson Furby St., Winnipeg ........1.00 Samtals ............$1,038.44 I Klúbburinn “Helgi Magri” mælist til þess að allir þeir er veitt hafa móttöku söfnunar- lista, geri svo vel og sendi klúbbnum það sem safnast hefir í jarðskjálftasjóðinn við fyrsta hentugleika því sennilega verð- ur það sem inn hefir komið sent til íslands um næstu mánaðar- mót. Gjafir sendist til féhirðis jarð- skjálftasjóðsins Soffanias Thorkelsson, 1331 Spruce St., Winnipeg, Man. Nefndin. CLARK*S "Anchor" STRANDED COTTON CLARK’S “Anchor” PEARL COTON 01 CLARK'S "Anchor" STRANDSHEEN. Þessi netti og endingargóði bróder- ingar þráður fæst í allskonar yndis- legum litum. trtsaumurinn tekur á sig töfragerfi við handsnertingu yðar. Biðjið um þessa betri þráðartegund í yðar uppáhalds verzlunarbúð. Notið Milward’s Nálar frægar síðan 1730 CLMKWAnchor* EMBROIDERYTHREADS er búið til í Canada hjá framleiðendum Coats’ og Clark’s Spool Cotton The Canadian Spool Cotton Co. Dept. HI-35A, P.O. Box 519, MONTREAL, Canada. Gerið svo vel og sendið mér forskrift fyrir að sauma bróðeringar Bridge dúkana. Eg legg innan I lOc. Nafn ........................... Aritun ................... INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Árnes.......... Amaranth....... Antler......... Árborg......... Baldur......... Beckville...... Belmont........ Bredenbury..... Brown.......... Calgary........ Churchbridge... Cypress River.. Dafoe.......... Elfros......... Eriksdale...... Foam Lake...... Gimli.......... Geysir......... Glenboro....... Hayland........ Hecla.......... Hnausa......... Hove........... Húsavík........ Innisfail...... Kandahar....... Keewatin....... Kristnes........ Langruth....... Leslie......... Lundar......... Markerville...... Mozart......... Oak Point...... Oakview........ Otto........... Piney............ Poplar Park...... Red Deer....... Reykjavík...... Riverton....... Selkirk........ Steep Rock..... Stony Hill..... Swan River..... Tantallon...... Thornhill...... Víðir.......... Vancouver...... Winnipegosis... Winnipeg Beach Wynyard........ ...F. Finnbogason .....J. B. Halldórsson ........Magnús Tait .....U. O. Einarsson ...Sigtr. Sigvaldason .....Björn Þórðarson ........G. J. Oleson .....H. O. Loptsson ....Thorst. J. Gíslason ..Grímur S. Grímsson ....Magnús Hinriksson ......Páll Anderson .....S. S. Anderson ■J. H. Goodmundsson .....ólafur Hallsson ........John Janusson .........K. Kjernested .....Tím. Böðvarsson .........G. J. Oleson ...Sig. B. Helgason ..Jóhann K. Johnson .....Gestur S. Vídal .....Andrés Skagfeld .....John Kernested ..Hannes J. Húnfjörð .....S. S. Anderson .....Sigm. Björnsson .....Rósm. Ámason ........B. Eyjólfsson ...Th. Guðmundsson ........Sig. Jónsson ..Hannes J. Húnfjörð ........Jens Elíasson .....Andrés Skagfeld ...Sigurður Sigfússon ........Björn Hördal ........S. S. Anderson .....Sig. Sigurðsson ...Hannes J. Húnfjörð ........Árai Pálsson ...Bjöm Hjörleifsson .....G. M. Jóhansson ........Fred Snædal ........Björn Hördal .....Halldór Egilsson .....Guðm. ólafsson ...Thorst. J. Gíslason .....Aug. Einarsson ...Mrs. Anna Harvey John Kernested ..S. S. Anderson f BANDARÍKJUNUM: Akra....................................Jón K. Einarsson Bantry...................................E. J. Breiðfjörð Belingham, Wash........................John W. Johnson Blaine, Wash................................K. Goodman Cavalier...............................Jón K. Einarsson Chicago: Geo. F. Long, 2428 Hamlin Ave., Logan Square Sta. Edinburg........................„............Jacob Hall Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton................................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel..................................J. K. Mnarsson Ivanhoe.............................Miss C. V. Dalmann Milton...................................F. G. Vatnsdal Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain...............................Th. Thorfinnsson Point Roberts...........................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W, Svold...................................Jón K. Einarsson. Upham....................................E. J. Rreiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg Manitoba /

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.