Heimskringla - 09.01.1935, Síða 1

Heimskringla - 09.01.1935, Síða 1
XLIX. ÁRGANGUR YFIRRÉTTUR BANDARÍKJ- ANNA DÆMIR EINA GREIN LAGA ROOSEVELTS ÓGILDA Washington, 8. ja.n. — Að einni rödd undanskilinni, dæmdi yfirréttur Bandaríkjanna s. 1. mánudag, að sú lagagrein í viðreignarstarfi Roosevelts, sem fjallar um afskifti eða íhlutun 'u'm stjórn á olíu-framleiðslu, sé ósamkvæm lögum landsins. Yfirréttar dómari Oharles Evans Hughes gat þess, er hann las upp dómin, að þing Banda- ríkjanna hefði gefið forsetanum ofmikið vald, er það leyfði hon- um að banna flutning á olíu úr einu ríki, sem ofmikið hefði til eigin nota, í annað ríki, sem framleiðsluna brysti, enda þótt stjórnin hefði skipað fyrir um hvað framleiða mætti mikið í ríkinu. Þessi úrskurður yfirréttarins veldur miklu umtali í Washing- ton. Innanríkismálaritari Banda ríkjanna, Harold Ickes, fullyrti, að þrátt fyrir það að 9. grein (eða grein O) viðreisnarlaganna (NRA) væri ógild, að svo miklu leyti, sem hún áhrærði olíu- framleiðslu, værí hún gildandi í öðrum efnum. “Við munum reglur hafa um olíuframleiðsl- una og þeim mu'n verða fylgt, þrátt fyrir þó svona færi um þetta mál,” sagði Ickes. En olíukóngamir munu krefj- ast þess, að þessi níunda grein viðreisnaríaganna, sé strikuð út og viðskiftin lúti lögum hvers ríkis, en ekki landsins, að því er sölu á olíu áhrærir. Eitt er það þó, sem olíufélög- in óttast og það er, að hin frjálsa samkepni geti gengið of langt og það verði til þess að fella verð vörunnar, nema því að 'eins að þeir sjái einhvern veginn fyrir því. LINDBERGHS-FJÖLSKYLDAN FÆR HÓTUNARBRÉF Flemington, N. J. 7. jan. — Yfirvöldin í New Jersey sögðu frá því í dag, að Lindbergh væru að berast bréf, er hótuðu honum og fjölskyldu hans og Anthony M. Hauck sóknaraðila bráðum bana, 'ef Bruno Haupt- mann yrði dæmdur sekur um morð Lindberghsbarnsins 1932. En það mál er nú fyrir rétti og er sótt af kappi á báðar hliðar. Mál Hauptmanns ver E. J. Reilly, sem talinn er einn af fremstu' lögfræðnigum í Banda- ríkjunum að verja glæpamál. Er sagt að hann hafi unnið um 2000 slík mál fyrir rétti, sem líkunar þóttu litlar til að ynn- ust. En böndin berast mjög að Hauptmann. Lindbergh og dr. Condie kannast við hann sem þann er á móti lausnarfénu tók. Og lögreglan er ennfremur talin hafa í fórum sínum fekari sann- anir um sekt hans, sem hún hefir haldið leyndum. Eitt af helztu vitnunum verð- ur ungfrú Gow, skozk stúlka, er gætti Lindbergs-barnsins. Þýkir ýmislegt benda til, að bamið hafi verið drepið, áður en það var flutt frá húsinu. Vöm Hauptmanns verður sú, að hann hafi ekki verið í New Jersey, daginn sem barninu var rænt og munu ein þrjú vitni staðfesta þá sögu að sagt er. Að öðru leyti kveðst hann hafa verið bendlaður við þetta mál sakir viðskifta hans við Isidor Fisch, loðvörukaupmann þýzkau sem nú er dauður, en í mót- töku fjórsins eða morði Lind- iberghs barnsins hafi hann ekki átt neinn þátt. Við kviðdómsúrskurði um hvort Hauptmann sé sekur um WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 9. JANUAR, 1935 NÚMER 15. morð Lindbergs-bamsins eða ekki, er búist áður en þessi vika er liðin. SAMNINGAR MILLI FRAKKA OG ÍTALA Rome, 8. jan. — Fjórir samn- ingar, áhrærandi samband ítal- íu og Frakklands og frið í Mið- Evrópu, voru undirskifaðir s. 1. mánudag af forsætisráðherra Benito Mussolini og utanríkis- ráðherra FTakklands, Petrre Laval. Samngingarnir er sagt að lúti að þessu: 1. Að Frakkland og Italía vinni saman í pólitískum mál- um Evrópu. 2. Að bæði löndin vinni að sjálfræði Austurríkis og bjóði nágrannaþjóðum þess, að haf- ast ekkert að án þess að leita ráða til sín (þ. e. ítalíu og Frakklands) fyrst um það. 3. Þessi samningur áhrærir nýlendurnar í Tunisia, Lybia og Somalilandi. Hliðrar Frakkland þar mjög til og leyfir ítölskum íbúum í Tunisia að halda á- fram að búa þar að minsta kosti til ársins 1963. Ennfrem- ur veitir það ítalíu ýms hlunn- indi í sínum hluta Somali-lands. 4. En ,fjórði samningurinn er yfirlýsing frá ítalíu og Frakk- landi um það, að það sé ólög- legt, að Þjóðverjar auki her sinn fyr en stórveldin hafa gert samning við þá um það. Sáttmáli þessi, sem á að vera til þess að efla frið og spekt í Evrópu, er því aðeins hernaðar- samtök þessara landa gegn ó- vinum sínum. NIÐURSUÐUFÉLÖGIN NÆST Ottawa, 8. jan.—Whitall Can company limited, heitir eitt af stærri niðursuðuhúsum í Can- ada. Það er í Montreal. Síð- astliðinn mánudag voru stjóm- endur þess yfirheyrðir af Ken- nedy eða Stevens-nefndinni. — Kom brátt í Ijós, að ójafnt var vinnuiaunum skift. Flmm af stjórendum félagsins höfðu eins mikið kaup og hverjir 93 þjónar þess, eða hver jafnt og 20 verkamenn. Um 220 manns vinnur hjá félaginu. Vinnulaun þessara 5 stjórnenda námu $53,- 000 á ári. Skýrsla yfir skoðunarmanns reikninga bar með sér, að félag- ið hafði á fimm árum haft f hreinan ágóða $2,063,000. Kaup vinnufólksins, sem flest er konur og yngra fólk, var 15'/2C á kl.st. Á innstæðufé sínu hafði félagið 14% í hreinan ágóða á árinu 1934. Varaforseti félagsins, E. S. Whitall, kvað 15 /i c á kl.st. for- svaranlegt kau'p í borginni Montreal. Var hann all æstur og kvað tölur yfirskoðunar- manns Ijúga, að því leyti, að ágóðinn hefði ekki allur verið af starfsreksti félagsins, heldur einnig af sölu á eignum þess annars staðar. Þær tölur hefði hann sjálfur ekki fært á rek- stursreikning, en yfirskoðunar- maður hefði ekki þýðst það. ÞORSKABITUR (ÞORBJÖRN BJARNASON) Þú gafst okkur sál þína og söngva spil og sólskin frá heimum dreymdum. í óð þínum svifum við íslands til og æðri sýn þaðan geymdum. Þú sýndir oss öræfin ósnert og frjáls í alföðurs ljómanum heiðum, er sól kysti Fjallkonu fannhvítan háls á fjallanna upplöndum breiðum. Þú kvaðst um öreigans auðugu sál, sem alþjóð í fjötrum geymir svo engin gefst tómstund að tendra sitt bál, né túlka hvað listina dreymir. Já, svona er að lifa hjá lítilli þjóð sem launar þér smámannlega. í hundana fara þín fegurstu ljóð og framvísin spámannlega. Að þekkjast sem brot úr sjálfs vors sál, er saga vor flestra — og dómur, því rétturinn æðsti er magamál — vor meistari og alþjóðar rómur. Þeim örlögum þrungin er æfi vor að öll þessi veraldar saga — og trúin á alínættið — tengir vor spor við tóman og fullan maga. Þótt kofinn þinn lægi lágt við mold, reis ljóðið þitt hátt mót sólu. Og ennþá á listin sitt friðland á fold í fjárhússkró Hjálmars úr Bólu. En kennimark eitt ber hvert Iifandi ljóð: það lifir þótt höfundur deyi á ófæddra vörum, hjá óbornri þjóð, á ógengnum framtíðarvegi. Þ. Þ. Þ. stökum bönkum fór svo að ber- ast frá viðskiftamönnum heldur mikið af þessum ávísunum og grunaði að alt væri ekki með feldu, eins og heldur ekki var. Leynilögreglan sendi nálega alt sitt lið út af örkinni að leita svikaranna. Rangluðu tveir af þeim inn í búð á Portage Ave. (Breslauer and Warren, 410 Portage Ave.) aðallega til þess að vara við þessutn ávísunum. En þá stóð svo á, að annar svik- arinn var þar að kaupa sér demantshring fyrir eina af þess- um ávísunum. Var hann hand- samaður og er nú í varðhaldi. Heitir hann Mack Makator, 32 ára gamall og kom fyrir skömmu frá Saskatoon, Sask. Sá er með honum var mun hafa beðið úti, en hann forðaði sér er hann sá hvað orðið var og hefir ekki náðst. Alls er sagt að þeir hafi með þessum ávísunum náð um — $3,000 út úr bönkunum á þess- um eina morgni, og öðru eins frá gistihúsu'm og verzlunum. Lögreglan er þeirrar skoðun- ar að rnenn þessir heyri til fé- lagi, sem bæði ávísanasvik og önnur fjáraflabrögð reki og sé í öllum Vesturfylkjum Canada milli Winnipeg og Vancouver. mögulegt, að vera velkristinn maður í þeim félagsskap, sem nefndur er “Capitalism” því að það fyrirkomulag er grundvall- að á grimd, kænsku og undir- feríi. Ef þú hefir ekki þessa andlegu' gáfu til að bera, þá verður þú undir.” Ennfremur sagði þessi lærði maður: “Mörg þúsund verkastúlkur í Quebec hljóta að ganga á stræti og selja blíðu sína, til þess að forða foreldrum sínum og systkinum við hungri. Hvorra er syndin, stúlknanna eða þeirra, sem borga þeim of lágt kaup fyrir vinnuna?” ¥ ¥ ¥ iSmirnoff heitir læknir í Rúss- landi, sagður læknir Stalins, sem haft er eftir, að hann hafi heimt úr helju 12 menn, eftir að hjartað í þeim var hætt að slá. “Eg tek hjartað úr þeim veika og læt í hann. hjarta úr togleðri, tek svo holdhjartað, skoða það og geri við það sem að því er, læt það svo aftur á sinn stað í manneskjunni.” — Þetta er haft eftir lækni þessuhi í einu dagblaði borgarinnar. ¥ ¥ ¥ Á eynni Ceylon gengur yfir malaría veiki svo skæð, að 2,000 Atkvæðagreiðsla þeirra er í'úóu á síðastliðnum hálfum burtu verða 13. janúar, fór fram ' mánuði. Veikin liggur þar í í Saar í gær. Greiddi f jöldi ]andi og gýs upp og verður mjög manna atkvæði. En mörg at- mannskæð, öðru hvoru. kvæði urðu að engu nýt, vegna ýmsa reglna er brotnar voru. Föstudaginn fyrir jól var þoka Atkvæði allra þeirra er hróp- mikil á Englandi, skip rákust á, uðu: “Heil Hitler!” voru ónýt eitt sökk, en mönnum var dæmd. Og þau voru' mörg. bjargað, ferðalögum og flutn- Kona 'ein hafði á orði, “að hún ingum var hætt sumstaðar, og væri fædd Þjóðverji og ætlaði slys, einkum manna Imeiðsl, að deyja sem Þjóðverji”, tapaði urðu mjög víða. Eftir að dimt flokksblaða hans svo langt að það spyr, hvort King sé hrædd- ur um að hann tapi stöðu sinni sem flokksleiðtogi við það. * * * Blaðið Wilton’s Review segir: Dr. Dafoe, er Dionne-fimmbur- unum hjálpaði í heiminn, situr nú hvert heiðurssamsætið af öðru í New York. Dr. Dafoe hlýtur að vera kapitalisti að græða svona á erfiði annara. FRA TSLANDI sínu atkvæði fyrir það. Við at- kvæðagreiðsluna má ekki minn- ast á neitt mál, er henni kemur við. * * * Blaðið Free Press flytur þá frétt í morgun, að kosningar til sambandsþingsins muni fara fram 20. apríl. Fréttin er þó að- var orðið af nótt, voru menn látnir ganga á undan “busses” með björt ljós, til þess að forð- ast árekstra. * * • Ráð eru gerð til að gera ak- brautir neðanjarðar í London, með því að umferð er erfið, sökum mannfjölda, á hinum eins dregin af skrafi manna í I gömlu strætum. Víkur verða á HVAÐANÆFA ÁVÍSANAFALSARAR RAKA SAMAN FÉ Á EINUM DEGI f WINNIPEG Síðast liöinn laugardag voru ávísanafalsarar ekki iðjulausir í Winnipeg-borg. Þeir voru að- •eins tveir, en höfðu um morg- uninn ekið í bíl milli fjölda banka í Winnipeg, með ferða- mannaávísanir — (Travellers cheques), sem hver bankinn af öðrum greiddi þeim peninga út á. Voru ávísanirnar frá $50 til $100 og jafnvel meira. Ein- Fyrir nokkru voru' 3 Kín- verjar handteknir fyrir að hafa peningaspil og aðrar fjárbrellur með höndum að 249 King St., í Winnipeg. Tók Stubbs, fyrrum dómari, að sér að verja mál þeirra og kvaðst hafa ýmsar sakir fram að bera, á þá, er Kínverjana tóku. Kom málið fyrir rétt í gær og voru Kín- verjarnir allir sektaðir, tveir $200 hvor en einn $100. Var búist við að Stubbs mundi kalla nokkur vitni til yfirheyrslu, en úr því varð ekkert. En málið mun þó koma fyrir áfríunar- rétt. ¥ ¥ ¥ Fyrir nokkru byrjaði fylkis- stjórnin í ManiYoba að selja verðbréf. Hefir salan gengið hægt og bítandi, en samt nemur verðbréfasalan nú orðið $300,- 000. Stærstu' kaup voru gerð af vátryggingarfélagi í Austur- Canada ónefndu; námu þau $100,000. Verðbréfasalan sem fylkið gerði ráð fyrir, nam $3,878,000. 1 vexti greiðir það 4i%. höfuðborginni um það og því, að verið er að hraða prentun kosningaskránna. * ¥ * Fylkisþing Manitoba kemur saman í byrjun febrúar. Með fregninni af þessu er þess getið, að löggjöfin sem lögð verður fyrir þingið mu'ni ekki stórfeng- leg aö þessu sinni. ¥ * ¥ , Þann 4. júní í sumar var bú- peningur tahnn á Bretlandi. — Kindur reyndust vera 16'/2 mlij., stórgripir 6 miljónir og 600 þús. svín 8 milj. 318 þús., hross 885 þús. og 500. Kindum og hestum hafði fækkað allmikið frá í fyrra. ¥ * * 1 Vancou'ver skeði það nýlega, að maður að nafni Andrews gekk í hjónaband með ungri blómarós; f aðir brúðarinnar hélt veizluna á sínu heimili og fylgdi ungu hjónunum til þeirra heimilis, en er þar kom, sló Bruni í Keflavík Keflavík, 10. des. íbúðarhús Sigurðar Péturs- sonar, skipstjóra hér í Keflavík, brann til kaldra kola kl. l'/2 í nótt. Eldsins varð fyrst vart á efsta lofti hússins. Húsið var vátrygt en innanstokksmunir ekki. Hús þetta var með stærstu og föngulegu'stu húsum hér í Keflavík Björgun innanstokks- muna gekk vel og má þakka það því, að skemtun var í Ung- mennafélegshúsinu, sem er skamt frá í sömu götu, og fór fólk undir eins af skemtuninni til björgunar innanstokksmun- um. Engin vatnsleiðsla er hér og lítilfjörleg slökkvitæki. * * * Frá Siglufirði 'Siglufirði 10. des. Hallgrímskveld var haldið í gærkveldi í kirkjunni hér á iSiglufirði, að tilhlutun Hall- grímsnefndar. 28 manna bland- aður kór söng, og Sigurður Gunnlaugsson söng einsöng. — Erindi um Hallgrím Pétursson fluttu Friðrik Hjartar skóla- stjóri og Sigurður Björgúlfsson kennari. Aðsókn var góð, þrátt fyrir stórrigningu og hálku. í dag hefir verið hér á Siglu- firði norðaustan stórrigníng og allmikið brim. Brim hefir gengið yfir sjóvarnargarðinn, og varð af því allmikið flóð norðantil á eyrinni. Flæddi í kringum nokk- ur hús, en ekki varð þó neitt tjón af. * * * Vélbátur ferst Tveir menn drukna 9. des Síðastliðinn föstudag um kl. báðar hendur, eða lendingar, fyrir bifreiðar, og geymslu skál- ar. En öll þau undirgöng verða svo mikil að íbúar borgarinnar geta leitað þar hælis, undan sprengjum eða öðrum ófriðar 14 lögðu af stað úr Stykkis- háska. Að grafa göngin er nóg 1 hólmi þeir Lárus Jónsson, bóndi vinna handa 250,000 manns í 1 ár en kostnaðurinn áætlaður 2000 miljónir dala. ¥ ¥ ¥ Samkvæmt erfðaskrá þess sáluga Sharles Miller á sú kona í Ontario að eignast hálfa mil- jón dala, sem fæðir flest börn á árunum 1926-1936. Mörg hefir hert sig í þeirri kepni, en Mrs. Kenney heitir sú, sem telur sér sigurinn vísan. Hún á heima í Toronto og eignaðist nýlega sitt ellefta barn, síðan 1926. ¥ ¥ ¥ Nýtt áhald er fundið, sem magnar mannsröddina svo mik- ið, að hún er miljón sinnum sterkari, þegar hún kemur úr hljóðaukanum, heldu'r en þegar, hún kemur í hann. Seint verð- hann tengdasoninn og fór burt ur Df mikill hávaði í heiminum. með brúðurina. Andrews gekk i _______________ fyrir dómarann og bar sig upp SMÆLKI undan þessari meðferð, bað líka, _____ um sárabætur fyrir að brúður-1 j ritinu Saturday Evening in var gripin úr faðmi hans. Post, er eftirfarandi skýring á Dómarinn dæmdi honum 500 orgjnu “Liberal”: Liberal er dali í skaðabætur. sá, er eyðir óspart peningum, er conservatívar hafa lagt fram Til að slökkva eld hafa þýzk- J til eins eða annars fyrirtækis ir gert vél, sem dælir kolsýru-1 0g þakkar sér, ef fyrirtækið dufti á bálið en ekki vatni og j hepnast, en kennir conserva- kæfir það eldinn miklu fyr, að tívum um, ef það misheynast. því er sagt er. j ¥ ¥ ¥ * * * j ýms blöð liberala hafa verið Einn prófessor, að nafni King að ýta undir King með að kalla Gordon, lýsti þessu á C.C.F. J til flokksfundar yfir land alt þingi í Ontario: “Eg trúi því j fyrir kosningar. En King dauf- statt og stöðugt, að það sé ó- heyrist við því. Gengur eitt á Staðarfelli, og Skúli Sigurðs- son úr Stykkissólmi, á litlum vélbát hlöðnum matvöru, og ætluðu sem leið liggur norður og austu'r yfir mynni Hvamms- fjarðar til Staðarfells á Fells- strönd, en það er talin tveggja til þriggja stunda sigling. Bát- urinn kom ekki fram, en búist var við að hann hefði lent ein- hversstaðar á leiðinni. í gær var hafin leit og í dag var leit- aö á þrem vélbátum. Leitar- menn fundu innan við Hvamms- fjarðarröst vélarhús bátsins og krókstjaka og fleira smálegt, er menn töldu vera úr bátnum. — leitað var gaumgæfilega í öllum eyjum, þar sem líkur þóttu til að mennimir kynnu að vera, en árangurslaust, og er alment ætlað að bátu'rinn hafi sokkið og mennirnir farist. Sagt er að skurðlækningar muni breytast gersamlega við það, að svokallaður radíó hníf- ur kemur til brúkunnar. Hann svíður fyrir æðar, um leið og hann sker þær og tekur þannig fyrir að þær blæði og gerir taugunum þau skil að skurður- inn verður þjáningarh'till. Sár- in gróa vel án lýta, að sögn. ¥ ¥ ¥ Lok á dósir með niðursoðnum mat svokölluðum, er nú byrjað að hafa úr gleri, svo að kaup- endur geti séð innihaldið, áður þeir kaupa.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.