Heimskringla - 09.01.1935, Side 2

Heimskringla - 09.01.1935, Side 2
2. SÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. JANÚAR, 1935 “Á FERÐ OG FLUGI’ Eftir S. Björnsson Framh. Nú símaði eg frænda mínum Willard, og segist nú vera kom- in. “Já. Eg var að leita að þér til kl. 12 í gærkvöldi.” Hann segir það muni taka sig um 30 m. að koma niður á járn- brautarstöðina, og vill vita hvar eg yrði og hvemig hann geti þekt mig. Eg segist skuli vera í miðri byggingunni og hann geti þekt mig af hvíta hárinu. Nú gekk eg að framenda stöð- varinnar og settist niður við vegginn á hægri endatröppuna. Þar sat maður skamt frá, tók- umst við tali. Sagðist hann vera að bíða eftir syni sínum; hann væri bóndi og ætti land 5 mílur frá bænum alveg skuld- laust. Eg sagði hann væri vel- staddur, að eiga skuldalaust land nálægt svona stórbæjum og St. Paul og Minneapolis væru. Nú spyr hann mig hverr- ar þjóðar eg sé. Eg segist vera íslendingur. Stekkur hann þá á fætur og kemur til mín, grípur í hönd mér og segist vera mjög glaður að kynnast mér, eg sé sá fyrsti ísl., sem hann hafi séð en segist oft hafa heyrt þeirra getið. Það eru margir Isl. í þessum tveim bæjum segi eg, og eg er að bíða eftir frænda mínum, sem býr hér. Eg fór nú að fræða hann um ísland og íslendinga, um fund Leifs á Ameríku, um hátíðina 1930 og margt fleira því viðvíkjandi. Eg gleymdi alveg tímanum af á- kafanum fyrir, að fræða hann um landið og landann, svo þegar eg leit á úrið var liðin kl.tími frá því að eg símaði frænda mínum. Eg stökk nú á fætur og hljóp inn í fordyri stöðvarinnar. Þar mæti eg háum, grannvöxn- um manni með gleraugum. — “Getur það mögulega hent sig, að þú sért hr. Bjömson.” Þetta var þá frændi minn og var nú búinn að leita að mér í hálfan tíma. Nú keyrði hann mig heim til sín og kynti mig konu sinni, ungri konu af sæn- skum ættum. Þau bjuggu á þriðja lofti í fjölhýsi nálægt Mississippi ánni og höfðu gifst haustið áður. Eg fékk strax yl- hug til þessara ungu hjóna, og hann óx því betur sem eg kynt- ist þeim. Um kvöldið kom Þór- dís systir Willards frá Minníóta á leið til skóla, (Junior High), þar sem hún er kennari. Nú símaði Hjálmar Bjöms- son, sonur Gunnars Bjömsson- ar, frænda mínum og bauð okkur öllum að koma yfir á heimili föður síns. Þeir Willard og Hjálmar ólust upp saman í Minneota og voru skólabræður. Svo keyrðum við þangað og gerði frændi minn mig nú kunnugan þeim feðgum og hinni indælu konu Hjálmars, sem hann hafði eigi alls fyrír löngu sótt alla leið vestur til Ed- monton í Canada. Eg hafði oft heyrt getið um þennan Gynnar Björnsson, ritstj. Minneota Mas- cot, en aldrei séð hann fyr en nú. Mér geðjaðist strax vel að þessum manni. Hann var eink- ar skemtinn og víðlesinn. Við röbbuðum nú saman unz kl. 2 um nóttina, mestmegnis um skáldskap og þá helst um kýmnisvísur eftir'K. N. og fl. Á sunnudagsmorgunin, þegar eg opnaði augun, kom frændi minn með lítið borð að rúminu, var þar á kaffi og allra handa kaffibrauð, og pakki af vindl- ingum. Eg hafði orð á því, að þetta væri nú þjónustusemi í stórum stíl. Tvær frænkur átti eg í Minn- eapolis dætur Guðmundar Pét- urssonar föðurbróður míns, er önnur gift tsl. A. Bjamarson, en hin manni af þýzkum ættum að nafni Klubertanz. Nú tók Willard mig til þeirra beggja um daginn. Drukkum við kaffi hjá Mrs. Kluhertanz. Eiga þau hjónin tvíloftað hús, en engin böm. Hjá Mrs. Bjamarson hafði eg miðdagsverð og mætti þar Guðm. Stefánssyni bróður Bjargar. Við spiluðum Bridge um eftirmiðdaginn og drukkum kaffi og átum ísrjóma. Hr. Bjarnarson er listasmiður, og eiga þau hjónin mjög myndar- legt hús. Eiga þau tvo drengi 12 og 14 ára að aldri, og leist mér vel á báða þessa frændur mína. Nú_ sótti Willard mig og tók 'mig heim með sér. Þegar þar kom, var þar húsfyllir af fólki. Kyntist eg nú þrem frænkum mínum, systrum Willards. Var ein þeirra á heimleið með manni sínum Cedric Hogelund, sem býr í Chicago. Doris, syst- ir Mrs. Hogelund var í för með þeim þangað. María á leið til Ocean Falls, þar sem hún kenn- ir á skóla. Nú hafði eg kynst 4 frænkum mínum þama um kvöldið, þótt sú viðkynning væri helst of stutt. Nú voru aðeins tvær eftir af þessum 6 John- fits Wi nes (jfyrighfs HERMIT PORTVIN OG HERMIT SHERRY eru’ hin fínustu drúgu vín, og varin með íbiöndun af hrelnu drúgu brennivíni í 26 og 40 únzu flöskum (föright's C0NC0RD OG CATAWBA hafa verið uppáhald á Canadisk- um heimilum í meir en fimtíu ár í 26 og 40 únzu flöskum og 1 gallónu glerbrúsum B20 JCj. 8 rigÍL m L I M I T E O Canaoa-s Largest Winery FSTABLISHFO 1874 NIAGARA FALLS ONTARIO sons dætrum, sem eg sá ekki. Ragnhildur í Boston, Mass., og Elain, sem var farin á kennara- skóla í Moorehead, Minn. áður en eg kom til Bjargar og Jóns. Sá eg grein í Mascot með fyrir- sögn: “The Last of the John- sons”", sem skýrði frá því að nú væri sú síðasta af Johnsons fjölskyldunni búin að ljúka há- skóla námi á Minneota háskóla, og væri farin á kennaraskóla. Eg held það sé mjög fátítt, að heil fjölskylda gengur menta- vegln, en það hafa öll Johnsons bömin gert. J. Willard, Ragn- hildur og Joan (Mrs. Hogelund) hafa útskrifast af ríkisháskól- anum, en hinar þrjár af kenn- araskóla. Eg var svo heppin, að mæta þama um kvöldið hjónum frá Minneota að nafni Eiríks- son, voru þau að flytja dóttur sína á hjúkrunarkvenna skóla í fít. Paul, og ætluðu heim næsta dag, verkamannadaginn. Bauð Mr. Eiríksson mér keyrslu með sér til Minneota. Þáði eg það með þökkum, þareð það sparaði mér kostnað og þar að auki frelsaði mig frá, að þurfa að verða heila nótt á lestinni frá St. Paul til Marshall, Minn. Við lögðum af stað kl. 8 á mánu- dagskvöldið og komuin til Minneota kl. hálf eitt um nótt- ina. Keyrði Mr. Eiríkson mig til Bjargar og Jóns. Húsið var ólæst og gengum við inn, og kallaði hann á Jón og sagðist hafa gest fyrir hann. Kom Jón ofan af lofti, og vísaði mér þeg- ar til herbergis. Eg fór seint á fætur næsta morgun því eg var töluvert þjakaður eftir ferða- lagið og missvefn. Fór eg rak- leiðis fram í eldhús að heilsa frænku minni Börgu. Mér leist strax vel á þessa frænku mína og fann, að eg myndi una mér vel hjá henni þann litla tíma, sem eg gæti dvalið hjá henni, enda reyndist það svo, því sælli daga og betra fæði hefi eg aldrei átt. Nú fór eg að litast um úti, og fanst mér útsýnið fallegt þama, að svo miklu leyti sem það getur verið á þessum endalausu sléttum. Ræktaður skógur var að aust- an og norðan við húsið. Stór gripa hlaða, hænsahús og önn- ur útihús. Vindmilla gnæfði við himin, sem dælir vatnið í stóran vatnsgeymi fyrir hús og gripi. Eru þessar vindmyllur á hverju bændabýli í Minnesota. Sex rúma hús, hvítmálað á steinsteypugrunni og kjallari undir. Þau hjónin áttu land áður margar mílur frá bænum Minneota, seldu það, en keyptu þetta til þess að geta verið ná- lægt háskóla þegar börnin næðu skólaaldri. Sagði Jón mér, að þá hefði hann haft 40 þús. da)i í peningum. Þá var land virt á $100—125 ekran, nú mætti hrósa happi ef hægt væri að selja fyrir $25—50. Nú í ár var almennur uppskerubrestur á öllu þessu svæði, sem ísl. óyggja í Minnesota og ekki einu sinni nóg fóður fyrir naut- pening og hesta. Bændur búnir að tapa eignarétti á löndum sínum, eif eru nú leiguliðar veð- hafa. Og sagði Jón mér, að það væri arðvænlegra nú, að renta en eiga, vegna hárra skatta og afborgana af lánsfé. Auðvitað eru undantekningar, margir eiga enn lönd sín skuld- lítið eða skuldlaus. Strax fyrsta kvöldið, sem eg var hjá frænku minni, komu tvær konur að heimsækja mig og bjóða mér heim til sín. Voru þær systur og voru giftar tveim bræðrum, sem bjuggu í bænum. Kristín gift Otta Anderson, og Rúna gift Óla Anderson. Þær hafði eg ekki séð um 30 ár. Saust eftir aldamotin. Komu þau hjónin Mr. og Mrs. Albert Jónsson til Seattle frá Minneota með 6 dætur og einn pilt. Var Albert eitthvað í ætt við konu mína Kristrúnu ólafsdóttur sál. Var þessi fjölskylda nú hjá okk- ur í 5 rúma húsi, í heilan mán- uð, meðan þeim var bygt hús á næstu götu. Okkur hjónunum þótti næst um eins vænt um þessar stúlkur og okkar eigin böm. Þær voru svo fallegar og aðlaðandi. Ein þeirra giftist í Seattle og býr nú í Argyle. Öll hin fjölskyldan hvarf aftur til Minneota. Nú eru gömlu hjón- in og drengurinn dáin, en þess- ar tvær bjuggu nú þarna í bænum og sú þriðja, Petrín er gift sænskum manni að nafni Swenson, og býr í Ivanhoe, Minn. Nú var eg í stórveizlu hjá Andersons, sitt hvort kvöld- ið, og var mér tekið eins og týnda syninum forðum. Seinna keyrði Otto okkur einn sunnu- dag í bíl sínum til Ivanhoe til Petrínar. Eiga þau hjónin mjög laglegt hús þar. Hefir Mr. Swenson verið héraðsyfirskoð- unarmaður í 14 ár. Þessar þrjár systur eiga nú uppkomin, mynd- arleg böm, en em sjálfar að sjá, í blóma lífsins. Nú fór eg oft með Jóni inn í bæinn og kynti hann mig for- eldrum sínum Amgrími Jóns- syni og Jóhönnu Jónsdóttur systur Runólfs í sjónholti á ísl. Er hún nú 94 ára, óhærð og brúkar ekki gleraugu nema við lestur. Sá eg hana sauma á saumavél og gera önnur hús- verk. Eg kom oft til gömlu hjónanna, telfdi skák við Am- grím, drakk kaffi og reykti vindla, sem æfinlega yoru á boðstólum er eg kom þar. — Spurði gamla konan mig einu sinni hvort eg héldi, að hún myndi ná 100 ára aldri, og sagðist eg ekki vera í neinum vafa um það. Ekki þótti mér Minneota skemtilegur bær, og aldrei myndi eg hafa unað þar lang- vistum, en fólkið sem eg kyntist þar bætti upp alla galla á feg- urðarleysi bæjarins. Gestrisnara og göfuglyndara fólki hefi eg aldrei mætt en þarna og yfir- leitt á landsbygðinni í Minne- sota, þar, sem eg kom. Til kirkju fór eg þrisvar með frænku minni og Jóni, að hlusta á frænda minn G. Guttormsson, sem hefir þjónað þessum söfn- uði og tveim öðrum úti á lands- bygðinni í 13 ár. Eg skynjaði fljótt, að hér var góð samúð og samvinna milli prests og safn- aðar, og eru það veigamestu skilyrðin til arðberandi, kristi- legrar starfsemL En aldrei, síðan eg komst til vits og ára, hefir mér geðjast að lútersku kirkju siðunum. Mér finst ekk- ert hátíðlegt né inspírandi við það, að presturinn snúi baki að söfnuðinum meðan hann er að ávarpa drotinn eða lesa texta úr ritningunni, né heldur að hann sé klæddur í kolsvarta úlpu, sem í mínum augum táknar dauða eða púka, en ekki fagn- aðar erindið, sem þeir þykjast vera að flytja. Ekki veit eg nú hvort prestar á fsl. halda þess- um siðum, en eg veit að Vestur- ísl. prestamir halda dauða haldi í allar gamlar kirkjukreddur, og á eg hér auðvitað við íhalds- kirkju presta. Eg man þegar séra Jón Bjamason kom fyrst til Wpg. spurði hann okkur safn. ráðsmenn hvort hann ætti að klæðast hempu, og kváðum við nei við. Aldrei var hann í hempu meðan hann messaði á Framfara fél. húsinu gamla, en hvaða siði hann hefir tekið upp eftir að hann fór að pré- dika í kirkju, veit eg ekki. Nú kyntist eg fjölda fólks á þessum kirkjuferðum mínum. Mr. og Mrs. Bjarni Jones, Mrs. Sealand og föður hennar Mr. Gilbertson, Mr. og Mrs. William- son, Mr. og Mrs. R. Rúnólfsson og Mrs. Vestdal, er hún systir þeirra Snjóholts bræðra Run- ólfssona og vildi hún fræðast um bróður sinn F. R. Johnson, sem býr í Seattle. Nú þáði eg heimboð hjá öllum þessum um- getnu persónum og skemti mér vel. Er Mrs. Lalond gift inn- lendum manni, lyfsala og eig- anda lyfjabúðar í bænum. Er faðir hennar nú seztur í helgan stein hjá dóttur sinni eftir að hafa veitt forstöðu trjáviðar- verzlun fyrir félög um 40—50 ár, þar í bænum. Fylti gamli maðurinn vasa mína af vindl- um þegar eg kvaddi hann um kvöldið. Þegar eg heimsótti Mrs. Vestdal kom það á daginn, að hún mundi eftir mér og Þor- steini Stefánssyni, frænda mín- um, þegar við vorum tvær vikur á Eiðum í Eiðaþinghá árið 1872. Var Þorsteinn að kenna okkur Jónatan yngra ensku. Mundi eg ekki eftir neinu frá þeim tíma, ekki einu sinni skólabróður mínum, né hversvegna eg fékk að vera þama á Eiðum tvær vikur hjá vandalausu fólki end- urgjaldslaust. Runólfur Run- ólfsson gaf mér uppskrifað kvæði um Fljótsdalshérað er hann orti fyrir mörgum árum og lét prenta í blöðum heima og í Lögberg. Sendi eg Hkr nú þetta kvæði til birtingar, ef henni sýnist svo, til þess, að þeir sem eins og eg, hafa gleymt ömefnum og út- sýni þessarar fögru sveitar, geti kynst þeim á ný. Eg hefi æfin- lega verið sólgin í, að lesa alt sem eg hefi getað náð í um Fljótsdal og Fljótsdalshérað. Eg las nýlega ferðasögu ritstjóra Eimreiðarinnar í Hallormstaða- skóg. Mér þótti fyrir, að hann fór ekki upp í Fljótsdalinn að Valþjófsstað, svo að hann hefði getað lýst fjallinu, sem rís upp fast bak við bæinn, hann hefði getað lýst því miklu' betur en eg, Og er eg viss um, að hann hefði orðið hrifin af því ein- kennilega fjalli. Þar vöknuðu fyrst tilfinningar mínar fyrir hinni dýrðlegu náttúrufegurð landsins. Framh. V f S A N KETIL VELGJA KONURNAR o. s. frv. Herra Margeir Jónsson á Ög- mundarstöðum í Skagafirði, hefir í Blöndu V. 2. hefti bls. 181 ritað grein til “gamans” sem dæmi þess hversu vísur geta þrætt miklar “villugötur” og “völundarkróka”, svo sem vísan: Ketil velgja konumar kaffið svelgja forhertar. Ófirðhelgar alstaðar, af því félga skuldimar. í sem fæstum orðum er efni greinar hans þetta: Hann telur sig vart 10 ára verið hafa er hann lærði vísuna, og beyrði flesta eigna hana Jóni Ámasyni frá Víðumýri, og seg- ist hafa látið þess getið í grein er hann reit um alþýðuvísur í Óðni 1-2 tölubl. 12 árg. en látið í ljósi jafnframt vafa um að hún væri rétt feðruð. Svo kveðst hann fá 5. bl. Óðins sama árs undir árslokin 1916. í því blaði er þá grein eftir Bjöm Bjarnason í Grafarholti, þar sem þessi vísa kemur fyrir til umtals; kveðst hann fyrir 40 árum hafa kynst manni í ver- stöð vestan úr Hnappadal, sem Guðmundur hét Gottskálksson, og lært af honum vísuna “Ketil velgja konumar, o. s. frv.” og skyldist að höfundur hennar væri vestan úr Snæfellnessýslu. Jafnframt ségist hann hafa lært vísuna: Karlar reiða í kútum vín kjaptar freyða eins og svín; bruðla og eyða efnum sín, af því leiðir skuldapín. Átti þessi vísa að vera sem svar frá konu gegn kaffivís- unni. Þegar hér var komið málum, segist Margeir hafa komist í tal við réttorðan og minnugan mann, Pálma bónda Jónsson frá Ytri Löngumýri, er kvaðst vita um höfund vísunnar: “Ketil velgja konurnar, o. s. frv.”, seg- ist þá Margeir bregða við og rita frásögn Pálma í Lausavísna bálki Nýrra kvöldvaka, XI ár. bls. 143-144 en hún var sú, að þegar Pálmi var um tvítugs ald- ur á Sólheimum á Ásum, þá hafi Hans Natansson búið í Hvammi í Langadal, en um það leyti hafi kaffi eyðsla farið mjög í vöxt og Hans þá gert vísuna “Kaffi velgja, o. s. frv.”, að ætlun Pálma. Vísan hafi flogið út um sveitina, og kona nokkur svarað henni með þessari: Hans í Hvammi hefur vamma tungu einatt þrammar armgleiður út í skamma torfærur. Með þeessari skýrlu Pálma segist Margeir þótst hafa höndl- að þann rétta höfund og ekki viljað stinga skýrslunni undir stól. En svo kemur 11 hefti Óðins •eftir áramótin 1917. Þar er þá “Athugasemd” frá manni í Ameríku, E. S. Guðmundssyni. Kveðst hann vita uppruna kaffi- vísunnar, hún sé ort fyrir 50 ár- um af tveimur konum vestur á iSandi undir Jökli; konurnar hétu Úrsaley Gísladóttir ættuð úr Miðdölum í Dalasýslu og Sigurdrif Guðbrandsdóttir ættuð úr Laxárdal í sömu sýslu. Sig- urdrif muni hafa um tvítugt flutst vestur á land og var þá Úrsaley þar fyrir, báðar hafi þær verið hagmæltar og kaffi- hneigðar og kynst fljótt. Maður Úrsaleyjar hafi svo komið að þeim, er þær eitt sinn sátu yfir katlinum á hlóðun.um, og hafi haldið yfir konu sinni “langa ræðu og snjalla” um kaffieyðsl- una, er steypti þeim í skulda- súpu. Þá hafi Úrsaley mælt er hann var farinn: Ketil velgja konurnar kaffið svelgja forhertar. Þá bætti Sigurdif við tafarlaust: Ófirð helgar alstaðar, af því félga skuldimar. Ekki hafi þær þorað að segja hver gerði vísuna, en gátu þó komið henni á gang, var hún svo eignuð ýmsum, og líklega borist landshomanna milli. — Hann segir Sigurdrífu verið hafa mestu myndarkonu og sagt sér þessi tildrög vísunnar. Hafi andast þá fyrir ári þ. e. 1915 í Tacoma í Wash. ríki, þá næstum 74 ára gömul. Með því Margeir þykir þessi frasaga all nákvæm og hann ekki getað fengið frekari upp- lýsingar, álítur hann við nánari athugun, þarna séu hin sönnu tildrög vísunnar fengin, og það sé rétt sem E. S. Guðmundsson taki fram að Norðlendingar fóru til sjóróðra vestur undir Jökul og vísan því auðveldlega getað borist norður með vermönnum, og leynd kvennanna um höf- undana hafi svo freistað óprútt inna gárunga að eigna sér hana. Þetta er þá aðal atriðið í grein Margeirs en auðvitað mjög stytt. Vísa þessi var ein af mörgum lausavísum sem komu út í “Al- þýðuvísnasafni Lögbergs á ár- unum 1911, 1912 og 1913 og jafnvel seinna, og var þar gerð talsverð tilraun til að útvega henni faðerni; en af því eg af grein Margeirs verð þess ekki var að honum séu þær tilraunir kunnar, ætla eg að rifja þær upp honum til gamans. D. Valdimarsson, Wild Oak, skrifar í Lögberg ,22. ág. 1912. iSagt er að Guðmundur Ketils- son (bróðir Natans) hafi kveðið vísuna: Ketil velgja konurnar, °. Svo kvað einhver kona þessa vísu: Vínið svelgja vitgrannir, vanans helgi fjötraðir, dygðum velgja dáðlausir, drjúgum félga skaðsemdir. Einhver Halldór Halldórsson segir í Lögb. 12. sept. 1912: Heyrt hefi eg að bóndi kæmi að er kerling hans sat að kaffi- drykkju með nágranna konum sínum, og mælti þá fram vísu þessa:‘ Ketil velgja konurnar, o. s. frv. Þá svaraði hún:

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.