Heimskringla


Heimskringla - 09.01.1935, Qupperneq 4

Heimskringla - 09.01.1935, Qupperneq 4
4. SlÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 9. JANÚAR, 1935 Híiínskringla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. 853 oa 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsímis 86 537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist tyrirfram. Allar borganir sendist : THE VIKING PRESS LTD. 011 vlðskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: Manager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winrúpeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 5S7 WINNIPEG, 9. JANÚAR, 1935 NÝMÆLI MR. BENNETTS Þegar forsætisráðherra R. B. Bennett var á Englandl fyrir tveimur til þremur árum að tala máli nýrrar stefnu í við- skiftum innan Bretaveldis, var um hann talað, sem húmbúggista af Tómasi verka- mannafulltrúa, sem verkamenn vita nú ekkert orðið um nema þeim verði litið inn í lávarðadeildina og sjái hann þar sleikj- andi út um á meðal lávarðanna) en af mörgum öðrum málsmetandi mönnum var á Bennett minst sem fremsta stjórn- málamann innan Bretaveldis. Þetta mun ekkert eins dæmi, það skiftir vanalega í tvö horn með skoðanir manna á mikil- mennum. En álit manna nú yfirleitt á 'Ottawa-samningunum er vottur þeste, hvorir hafi haft sannara að mæla. Nýmælum þeim, sem Hon. R. B. Ben- nett fer fram á viðvíkjandi stjórnarrekstri þessa lands, verður eflaust tekið svipað og viðskiftanýmælum hans fyrst innan brezka ríkisins. Hann er aðeins byrjaður á að skýra þá stefnu; hefir, þegar þetta er skrifað, einungis flutt tvö erindi í út- varpið um hana, en á mörg fleiri óflutt. Af því sem fram hefir komið í þessum ræðum, vakir allmikil breyting fyrir hon- um á stjórnskipulaginu. Eflaust krefst sumt af því breytingar við á stjórnarskrá landsins. Samt er ekki mjög mjkið úr því gert, enda snertir breytingin meira vald fylkja og sambandsstjórnar í þjóð- málaathöfnum, en nokkuð annað. Með breyttum tímum og kreppunni, hefir það komið í ljós, að vald sambandsstjórnar er takmarkað í ýmsum málum af stjórn- arskrá landsins, sem auðsætt er, að ekki ætti að vera og er til þess eins að hefta framkvæmdir hennar. Atvinnuleysismál - ið er t. d. sósial eða félagsleg löggjöf, sem fylkjunúm heyrir algerlega til frá lagalegu sjónarmiði skoðað. Samt ber sambandsstjómin kostnað atvinnuleysis ins af því að hagur fylkjanna er sá, að það er óumflýanlegt. Og þannig stendur á með ótal fleiri mál, sem nú er óhjá- kvæmilegt, að sambandsstjómin hafi með höndum. 1 atvinnuleysismálinu sleglr stjórnarformaður að minna hafi orðið á- gengt vegna þessa valdleysis sambands- stjómarinnar. Á fjármálavaldið og viðskiftarekstur landsins segir Bennett óhjákvæmilegt, að leggja hömlur. Hann telur það að veita stjórninni slíkt vald, ekkert brot á lýðræði. Einstaklingar, sem með rekstur þennan hafi farið hindrunarlaust til þessa, segir hann hafa brotið hina sönnu lýðræðishug- sjón. Nýja skipulagningu á þeim rekstri, verði að gera, ef vel eigi að fara. Auð- skaparfyrirkomulagið hafi brugðist undir núverandi stjórnskipulagi. Það sé ekki af því að auðsskaparfyrirkomulagið sé slæmt í sjálfu sér eins og hinu, að stjóm- skipulagið hafi ekki verið eins ákveðið og með þurfti til þess, að reisa rönd við á- gengni og gamvizkulausum aðferðum sem einstaklingar hafi ekki veigrað sér við að beita. Þetta telur hann að öllum ætti að vera ljóst nú orðið. Breyting á stjóm- skipulagi sé því nauðsynleg. Þetta virðast vera aðal-drættimir í þeim nýmælum, sem forsætisráðherra hefir haldið fram í útvarpsræðum sínum til þessa. Auðvitað á hann eftir að skýra hvert málsatriði fyrir gig og sýna hvemig þessi ákvæði áhræra þau. En í ræðum þeim sem forsætisráðherra á eftir að flytja mun það verða gert. Skeytin sem rigndu yfir stjómina eftir fyrstu og aðra ræðu forsætisráðherra, bera með sér, að máli hans er mjög vel tekið af áheyrendum og öllum almenn- ingi. En við hinu má þó búast, að öllum gefist ekki á þessi nýmæli að líta. Fjár- málavaldið og stóriðjuhöldar eru sagnafáir um það og mun geðjast alt annað en vel að því, að stjórnin sé að skifta sér af gerðum þeirra. Fjárglæframanninum er eins og glæpamanninum ávalt illa við af- skifti stjórna af starfi sínu. Og nú þegar hefir Roebuck, dómsmálaráðherra Ontario fylkis í ræðu er hann flutti nýlega, skammað Bennett afdráttarlaust fyrir þessar uppástungur um eftirlit á viðskifta- rekstri. Segir hann það verða til þess að leggja viðskifti öll í kaldakol. Og blaðið Free Press tekur í sama streng en virðist þó hrætt við, “hvað kleift sé að hafa yfir hátt”. Gyðingar er sagt að rang- hvolfi augunum út af þessum tillögum stjórnarformanns Canada. Hversvegna lagði Bennettstjórnin ekki fyr fram þessar tillögur? spyrja ýmsir. Svarið við þeirri spurningu er í fyrstu út- varpsærðu forsætisráðherra. Kemst hann svo að orði um það, að hagur Canada hefði verið sá ,er hann kom til valda, að sér hefði hrosið hugur við því. Landið var að sökkva í útlendar skuldir, sem hrúg- uðust upp fjöllunum hærra vegna þess að hver þjóð jós vörum sínum inn í landið, en vildi ekki sjá greiðslu fyrir þær í vör- um og engu nema gulli. Á hinn bóginn var atvinnuleysið orðið svo mikið að sjá- anlega lá ekki annað fyrir hópum manna en að svelta. Á þessu varð að ráða bæt- ur á svipstundu. Þegar skip er að farast, verður manni fyrst á að bjarga skipshöfn- inni og koma skipinu, ef kostur er á, til lands. Það gefst ekki tími þegar svo stendur á, að hugsa um hvernig eigi að smíða sterkari og sjófærari skip: Þeim sem ekki var borgið vegna atvinnuleysis, varð að aðstoða umsvifalaust. Menning vor ætti ekki nafnið siðmenning skilið, ef það hefði ekki verið gert. Þessvegna veitti sambandsstjómin fylkjunum þá fjármunalegu aðstoð, sem skyldugt og nauðsynlegt var (þó King-stjórnin kallaði það glæpsamlegt á þingi það sama ár). En með því var ekki öllum vandræðum afstýrt. Ótal viðfangsefni þessu lík ráku hvert annað öll kreppuárin þar til árið 1934, að ögn fór að rofa til. Að önnur stjóm hefði betur haldið stefnu í öfug- streymi kreppunnar, en núverandi stjórn hefir gert, og skjótar orðið við hinum mörgu og brýnu þörfum, er horfast varð í augu' við, erum vér í nokkrum efa um. En þó einhverjir kunni að hafa aðra skoð- un á því, sem ekki hafa reynt það, erum vér heldur ekki hissa á því. Það eitt er víst, að þau lönd sem betur hafa staðið strauminn af sér, munu fá. Og að hve miklu leyti stjórnin á þátt í því, með því, sem hún hefir verið að hafast að, bæði að því er snertir að afla bændum hærra verðs á vöru sinni og greiða fyrir þeim, með því að semja um nirðurfærslu á skuldum þeirra, og svo á hinu, að veita atvinnulausum aðstoð, látum vér þjóðinni 'eftir að dæma um. En nú, er rénun kreppunnar er auðsæ, gefst loks ráðrúm til og tími að endur- skapa það í þjóðskipulaginu, sem farið er að hrörna. Stjórnin hefir verið að vinna efitr föngum að því, að undirbúa það. Miðstöðvarbanki, söluráð, vátrygging at- vinnulausra og ótal margt fleira stefný- alt í eina og sömu átt. Með breytingu á skipulaginu, eins og stjórnin hefir hugsað sér hana, verða þetta alt hyrningarstein- ar. En ofan á þá verður ekki einungis að byggja, heldur einnig að leggja ótal fleiri og sem skýrt verður frá áður en forsætisráðherra lýkur máli sínu ná- kvæmar en gert hefir verið enn, eftir því er honum segist sjálfum frá. Að líkindum leggur Bennet nýmæla frumvarp sitt fyrir komandi þing. Verði það þar samþykt, sem ætla má, verður það samt lagt undir úrskurð kjósenda til endanlegrar samþyktar. Er sagt, að án samþykkis almennings sé ekki aðgengi- legt, að ráðast í þær breytingar á stjórn- arskipuninni, sem farið er fram á, ef ekki á að ganga á bug við lýðræðið. Svo róttækar eru sumar þeirra sagðar. En það kastar einnig Ijósi á, hví forsætisráð- herra sá sér ekki fyr fært, að bera þær fram. En rætur þessa máls forsætisráðherra liggja svo djúpt og dreifast svo vítt út í þjóðlífið, að í stuttu máli er óhugsandi að gefa nokkra fullnægjandi akýringu á því. Það er heldur ekki tilgangurinn með þessum línum, heldur hitt, að benda á að hér sé um það stórmál að ræða, er öll þjóðin þurfi að kynnast. En hún kynnist því ekki til hh'tar með neinu nema því að lesa ræður forsætisráð- herrans. Heimskringla hefir þessvegna ráðist í að fá þær þýddar og birtir þær jafnharðan. Ætlum vér það mála sann- ast, að enginn forsætisráðherra Canada hafi nokkru sinni áður lagt eins veiga- miikð mál fyrir þjóð sína og Hon. R. B. Bennett gerir í þessum ræðum. Og hvernig sem um undirtektir þjóðarinnar fer ,skipa tillögurnar forsætisráðherran um í fremstu röð stjórnmálamanna þessa lands, ef ekki fremra en nokkrum þeim fyr eða síðar. LJÓSAHÁTÍÐIN Ræða eftir séra Jakob Jónsson Flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg á jóladag 1934 Texti: Jóh. 1, 9. Þegar dagurinn allur var örlítil stund og sólin svaf bak við fjöllin eða silfur- tjald sjávarins, glumdi hófatak íslenzkra hesta á ísuðum grundum við höfuðból hofgoðans. En inni í hofinu safnaðist fólkið saman með hátíðleik jólanna í svip sínum. Glitofin tjöldin og gullskrýdd h'kneski Óðins, Þórs og Freys eða Friggjar og Freyju glömpuðu við skinið af flö'kt- andi logum langeldanna. Gamlir, veður- barðir víkingar, hugróir, þrautseigir bændur, konur með viðkvæma sál, ungir menn og ungar meyjar með óorkt ljóð á vörum; allir horfa á höfðingja sveit- arinnar, þegar hann hefir yfir æfafornar bænir og ákall til guðanna, sem stjóma för sólar um himininn, og þegar hann blótar guði feðra sinna “til gróðrar”. Síðar gjalla hljómmikil köll og kvæði, minni eru signd og sögur sagðar. Það er hlegið og fagnað í miðsvetrarmund, þegar dagurinn er styztur og nóttin lengst. Þannig voru haldin hin horfnu jól, nyrst á norðurslóð- um. — En hvers vegna? Hvers var að minnast og hverju að fagna? Svarið sýnist liggja í augum uppi fyrir öllum mönnum. Fólkið, sem er niður- bælt af fargi vetrarnæturinnar, finnur og veit að sólin hækkar á lofti, hlýindin auk- ast, birtan vex, en hið lifandi líf náttúr- unnar getur af sér sælu sumarsins. Á jólum var blótað til gróðrar. Með geisl- um hinnar hækkandi sólar sá norðurbú- inn í huga sér hávaxinn gróðu'r komandi sumars — hann sá grænku jarðarinnar í daufu skininu, sem blikaði á fjöllunum og fann ilm og angan ástfanginna blóma í bjarmanum við brún hafsins. En hann sá meira. í rás sólarinnar, hlýindum loftsins og gróðri hins komandi sumars sáu forfeður vorir afskifti guðanna. Þess vegna var jólaveislan trúarleg hátíð, þar sem hugir fólksins beindust að guðunum með gleði, eftirvæntingu og þökk. Undir hinum há- væra, ytri fögnuði, bjó hljóðlát gleði nátt- úrubarnsins, sem þiggur sólskinið sem vinargjöf frá æðri máttarvöldum en það er sjálft. En jólagleði hins forna Islendings á einnig aðrar rætur, sem þó eru skyldar þeim sem eg þegar hefi nefnt. Jólin voru minningarhátíð þess, að Ijósið var að koma í heiminn, þau hrifu upp á yfirborð- ið þá tilfinningu mannshjartans, sem nefnd er ljósþrá þ. e. a. s. þrá eftir friði, hamingju og ánægju, góðri h'ðan á líkama og sál. Líf fornmanna var fult af óróleik og öryggisleysi; hatur tveggja manna gat orðið að ægilégum eldi, sem brendi í bókstaflegum skilningi óðöl heilla ætt- bálka og eyddi eða limlesti ágætustu af- sprengi þeirra. Frá slíkum harmleikjum er furðu-mikið sagt í sögum íslendinga. Og auk þess munu mennirnir þá hafa þurft að berjast við flest hið sama böl, sem vér seinni tíma menn höfum við að stríða. Fátækt, meinsemdir og sjúk- dóma á líkama og sál. Ofriki, áþján og óréttlæti. i ^ Öld árs og firðar hefir verið þráð af þeim, sem fundu sínum viðkvæmustu til- finningum misboðið í aldarhætti þeirrar löngu liðnu tíðar. En tilfinningar og hneigðir mannanna eiga sér fjölda ytri mynda, táknmynda, sem þeir nota jafn- vel óafvitandi. Þannig er ljósið frá fornu fari ímynd hinnar æðstu þekkingar, hins insta kærleika og ódáinslífs hamingjunn- ar. Orðið “sæla” í íslenzku máli þýðir sólarljós eða sá staður, sem sólin skín á. Vansæla þýðir skuggi eða myrkur, þar sem skortur er á sólskini. Bakvið jóla- hald forfeðra vorra var fólgin þrá þeirra eftir sælu — þrá eftir Ijamingju eða ef vér notum orðalag kristninnar: þrá eftir guðsríki á jörð. Nú eru hofin jöfnuð við jörð og þeir, sem þar héldu jólaveizlur í fomöld, eru horfnir til feðra sinna. Nýir siðir og hættir hafa náð yfirhönd í lífi mannanna. En jólin eru ennþá til — og þau eru í meðvitund vorri hin helg- asta og fegursta hátíð ársins. Það er ekki lengur fómað dýmm á ölt- urum guðshúsanna, en vér komum þar saman enn til þess að syngja saman, hugsa og biðja saman. Og til þess að minnast þess, að “hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann,” er komið í heim- inn. Eins og hin fornu jól voru trúarleg hátíð, eru vor jól það einnig. Eg veit raunar vel, að þeir menn em til, sem ekki segjast annað sjá í jólahaldinu en glæsilegan miðsvetrarmark- að, þar sem alt snýst um verzl- un og varningskaup. Auðvitað má finna slíku áliti stað, ef að- eins er litið á eina hlið máls- ins. Auglýsingar, glamur og gauragangur fylgja jólunum víða, eins og hvimleiður skuggi. En þrátt fyrir það eiga þau kjarna sem er annars eðlis, inni- legri, dýpri og bjartari en alt hið ytra tilhald. Jólin eru stundum nefnd hátíð barnanna, sökum þess hve bömin njóta þeirra vel. En ef þér munið nokkuð eftir yðar eigin barn- æsku, hljótið þér að fallast á það, að jólagleði bamanna staf- ar ekki eingöngu af gjöfum og öðru hinu’ ytra, heldur tilfinn- ingu þeirra fyrir hinu hteilaga andrúmslofti jólanna, þeim blæ, sem hugsunin um jólabamið í Betlehem varpar á líf heimil- anna. En hafið þér hugsað um, hvers vegna jólin eru barnahá- tíð frekar en aðrir tyllidagar ársins? Stafar það ekki fyrst og fremst af því, að það er orð- in venja hinna fullorðnu sjálfra að lofa sínum barnslegu til- finningum og barnslegri, trú að njóta sín nú frekar en endra- nær? Hver maður geymir alla sína fortíð í undirvitund sinni. Þótt þú jafnvel álítir sjálfur, að hin einlæga og óbrotna trúar- hneigð bernsku þinnar sé búin að vera í næðingum kaldrana- legg h'fs — þá áttu enn í hug- skoti þínu öll hin liðnu jól. Og án þess þú vitir af, hafa jóla- söngvarnir, jólaljósin og jóla- kveðjurnar leitt fram í huga þinn á ný tilfinninguna fyrir því heiJaga, svo að þú enn getur átt sálufélag með börnunum í trú þeirra á þann, sem er fagnaðar- efni hverra jóla. Þannig eiga jól þin djúpt, trúarlegt innihald, sem ekki kemur neinu'm vetr- armarkaði við. Hverjum manni virðist ásköpuð trúarleg þörf, sem á jólunum fær einfaldari og óflóknari fullnægju en oftast nær endranær. Þessi frum- stæða trúarþörf þín vakir undir niðri og bíður hvers þess tæki- færis, sem þú veitir henni, til þess að brjótast fram. Jólin eru eitt slíkt tækifæri. En bak við jólahald þitt er ekki aðeins trúarþörf þín, held- ur þrá þín eftir bjartara og feg- urra lífi, meiri hamingju og friði inn í mannlega tilveru. Þessi þrá birtist meðal annars í því, að aldrei langar oss meir til þess að láta eitthvað gott af oss leiða; aldrei fellu’r oss þyngra að geta ekki bætt úr öllum örðugleikum annarra, manna. Það er eins og vér verðum ofurlítið betri emnn á jólunum en aðra daga. Og aldrei er það jafnsárt og þá að fá ekki náð til þeirra, sem mað- ur elskar. — Jólin er hátíð kær- leikans í hugum mannanna. Af því, sem eg nú hefi sagt, er það ljóst, að sálfræðileg undirstaða bæði hinna fornu og hinna kristnu’ jóla er hin sama. Annars vegar birtist oss 'þar löngunin til að nálgast guð í þök)< og tilbeiðslu, hins vegar þráin eftir sælu og farsæld í líf mannkynsins. Hvortveggja hátíðarefnið var gleði yfir því, að ljósið, sem upplýsir mennina, var að koma í heiminn. En er þá enginn munur á hugsun þessara tveggja hátíða? Og ef hann er nokkur, hvers eðlis er hann þá? Hvað hafa hin kristnu jól, sem hin heiðnu höfðu ekki? Athugum nú til- efni hvorra fyrir sig, fyrst hinna fomu’. Sólin var að koma. Hún er móðir sumarsins, hún gerir 1 fullan aldarfjórðung hafa Dodd’s nýrna pillur yerið hin viðurkenndu meðul við bakverk, gigt og blöðru sjúk- dómum, og hinum mörgu kvilla er stafa írá veikluðum nýrum. — pær eru til sölu í öllum lyfjabúðum á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint írá Dodds Medicine Oompany Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þang- að. himininn bjartan og jörðina auðuga af ilmandi gróðri. Hún bregður töfrasprota sínum á frækom, svo að þau vaxa; hún er lífgjafi alls, sem hrærist á yfirborði jarðarinnar. Hún skapar skilyrði tiJ bjargræðis og nægta. Fyrir hennar kraft og kyngi gróa sáðlönd og safa- græn trén. Hún er hið mikla ljós hinnar ytri náttúru. En tilefni hinna kristnu jóla er fæðing lítils bams. Eða réttara sagt: það er Jesús Krist- ur sjálfur. Hver er hann? Hann er maðurinn, sem öllum öðru’m fremur hefir opinerað guð kærleikans á jörðinni. — Hann gaf blindum sýn, höltum mátt og dánum líf. — Hann veitti sorgbitnum huggun og syndþjáðum frið, svartsýnum trú, viltum vegsýn, huglausum kjark og kraft. Hann boðaði hið einfalda líf, kreddulausa trú og kröfuharðan kærleika. Hann gekk með karlmensku og þrótti eftir krossins sáru sjálfs- fórnarleið. Hann veitti vinum sínum innsýn í ódáinsveröld upprisnarinnar. Hann hefir verið lifandi kraftur, sem knúði fram hugsjónaást og baráttu- löngun réttlætisins í ýmsum myndum. Hann hefir verið þús- undum manna um margar aldir styrkur í starfi, athvarf í erfið- leikum og fyrirmynd í fagurri hugsun. Mynd hans hefir blas- að við augum barnsins við hlýj- an loga jólaljóssins, hún hefir verið innsta þrá æskumannsins; og bjarminn frá ásjónu hans hefir skinið við hálfbrostnum augum hins aldurhnigna við dauðans dyr. — Kristur! Hann er bróðir hins breyska, von hins vonlausa, friður hins friðlausa, máttur hins máttvana. Hann er ljós guðs í myrkvaðri manns- sál. Ef eg svara spumingunni: Hver er Kristur, verð eg að taka tillit til annars og meira en þess, sem hann er í faðmi móður sinnar í friði jólanæturinnar. Eg verð að hafa hann í huga, eins og hann er í baráttu jarðlífsins og reynslu mannkynsins fram á þennan dag. Eg spurði, hvaða munur væri á hugsun hinna he>iðnu og hinna kristnu jóla. Hann er þessi: Hin fornu' jól beindu hug manna að ljósi hins ytra heims, sólinni, sem skapar vellíðan óg farsæld með því að veita hinu starfandi mannsbarni góð ytri skilyrði. Hin kristnu jól beina hug þínum að Ijósinu hið innra, Ijósi trúar og kærleika í mannssál- inni sjálfri. Þetta er megin- hugsun í kenningu Krists sjálfs, að farsæld mannkynsins bygg- ist á því, sem grær hið innra með mönnunum, hugarfarinu og hvötunum. Hið sanna Ijós er því maður, sem gerir um- hverfi sitt bjart. Ekki vil eg gera lítið úr hugs- un eða tilefni hinna heiðnu jóla. Eg vona meira að segja, að vér verðum aldrei svo lítilfjör- legir menn eða svo glámskygn- ir, vér gleymum því, hve hið ytra umhverfi er þýðingarmik- ið. Sólin skín hátt á himninum

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.