Heimskringla


Heimskringla - 09.01.1935, Qupperneq 5

Heimskringla - 09.01.1935, Qupperneq 5
WINNIPEG, 9. JANÚAR, 1935 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA og orka hennar eða kraftur fyll- ir jörðina gróðri. Sólin er þó ekki aðeins í gróðrinum; hún er í eldsneytinu, kolunum, matnum, fötu'num, húsunum — hún er í öllu, sem maðurinn þarf til þess að lifa heilbrigðu líkamslífi hér á jörð. Um þetta lesum vér í guðsorðabókum efnafræðinnar og jarðfræðinn- ar. Nú vitum vér, að á jörðinni Ufir fjöldi bræðra vorra og systra, sem skortir sólskinið í sinni áþreifanlegu mynd. En vér skulum treysta þvi, að með nýju skipulagi mannlegra mála og betri félagsháttum lærist oss að veita hinu ytra sólskini inn í híbýli allra manna. En þrátt fyrir ágæti hins ytra sólarljóss, þá er þess ekki að vænta, að guðsríki hamingj- unnar skapist af því einu sam- an. Þegar alt kemur til alls eru uppsprettur lífsins í manns- hjartanu, eins og segir á einum stað í gamla testamentinu. — Guðsríki er innra með mönn- unum ,en ber ávexti í hinu ytra, Þess vegna á heimurinn ekkert meira fagnaðarefni, ekkert sem tekur þessu fram, að sá maður er fæddur, sem er sannarlegt ljós beimsins. Ljósþráin hefir verið rík með- al mannanna; kynslóð fram af kynslóð. Jafnvel þegar myrk- ur skammdegisins var svartast og ömurlegur heldómri frosts- ins lá á íslenzkri fold, knúði ljósþráin fólkið til að koma saman og minnast þeirrar sólar, sem það vonaðist eftir. Það má finna margt í lífi mannkynsins nú á dögum, sem líkja má við myrkur og frost. Það verður varla litið svo í dag- blað, að ekki dimmi fyrir aug- um um stund. En Ijós'þráin knýr oss til að koma saman og minnast hans, sem er sól hins innra heims. Guð gefi, að þessi jól verði oss sannarleg ljóshátíð — þar sem blótið sé “til gróðrar”, eins og hjá forfeðrum vorum fyrir mörgum öldum. í GRAFREITNUM Göngum hægt um helga reitinn; hérna sefur liðna sveitin grafin undir grænan svörð. Draga skyldum skó af fótum, skrafa þýtt í lágum nótum, því að hér er heilög jörð. Hér ekkert agg né þrætur, annan hver í friði lætur; enginn girnist annars fjöl. Atvik framið ofan jarðar engan hér að neinu varðar. Sæfð og gleymd er sæld og kvöl. Eins var stutt og auðsótt ganga, erfið hins, um vegu langa; en allir sæta sama dóm. Lífsins eðli allra leiðir að því sama marki greiðir: “Allir vegir enda í Róm.” Þá hafa blotað bárut kaldar, borna straumi sinnar aldar; varð þar flestum viðnám smátt. Sumir reyndu að sjá og skilja; sumir kusu að þegja og dylja útsýnið sitt öskugátt. Þeir hafa glaðst á þekkum degi; þó við skin, í æfivegi, sorgarskúrir skiftust á. Hvað er unnið? Hverju tapað? Hlutir mætast; svo er skapað Árangur sézt aðeins sá: Að kynslóð nýja upp þeir ólu, arfþega að húmi og sólu, vatni, mold og mannsins þrá. Og til að grípa tóma hýðið; til að heyja sama stríðið eins og þeir sem féllu frá. Þegar brestur þrek að starfi, þegar laskast æfikarfi gott er að ná til hafnar hér. Byljir þó hið efra æði, alt hér neðra í kyrð og næði. Höfnin trygg um eilífð er. B. Thorsteinsson FRÁ ÍSLANDI Fágæt bókagjöf Magnús Helgason fyrverandi Kennaraskólastjóri, hefir ánafn- að bókasafni stúdenta á Garði allar bækur sínar. Sumar bæk- urnar verða afhentar nú þegar, en hinar að gefandanum látn- um. Hér er eigi aðeins um að ræða stórgjöf handa hinum nýja stúdentagarði vorum, heldur einnig mjög dýrmæta gjöf, því að það vita allir, sem séra Magnús hafa eitthvað kynst, að hann safnaði ekki að sér neinu bókarusli, heldur aðeins úrvalsbókum. Og bókasafn hans er stórt. Það mun vera á annað þúsund binda. Þar á meðal eru margar fágætar bæk- ur, eins og t. d. Ferðabók Egg- erts Ólafssonar, Árbækur Esp- hólíns, Fornbréfasafnið alt og fjöldi bóka, sem varða sögu ís- lands og menningu. Af erlendum bókum má nefna öll rit Holbergs, Schillers, Rune bergs og Tegnérs. í stúdentagarðinum eru sér- stök bókasafnsherbergi og skápar hafa verið smíðaðir í þau. Verður unnið að því næstu daga að koma þar fyrir þeim hluta bókasafns Magnús- Myndalaus myndabók EFTIR H. C. ANDERSON Sig. Júl. Jóhannesson, 'þýddi Önnur Mynd “Það var í gær”, sagði máninn, “að eg gægðist inn á lítinn búgarð. Húsin voru bygð umhverfis dálítinn apðan blett. Eg sá hvar hæna lá á ellefu ungum. Ungt og yndislegt stúlkubarn hljóp umhverfis hænuna og réði sér ekki af kæti. Hænan klakaði og breiddi verndandi vængina út yfir alla ungana sína. Svo kom faðir litlu stúlkunnar og ávítaði hana harölega fyrir það að gera hænunni ó- næði. Eg læddist í burt án þess að veita þessu frekari eftirtekt. En í kvöld, fyrir örfáum augnablikum, leit eg aftur inn á sama búgarðinn. Alt var hljótt og kyrlátt. En alt í einu kom litla stúlkan aftur. Hún laumaðist hægt og varlega þangað sem hænan lá á ungunum. Hænan flaug upp dauð- hrædd og litlu ungarnir flögruðu í allar áttir. Litla stúlkan hljóp á eftir þeim, eg sá þetta svo glögt, því eg gægðist í gegnum gat á veggnum. Eg varð fjúkandi reiður með sjálfum mér við þetta vonda barn, sem stygði og hræddi vesalings ungana og móður þeirra. Mér þótti því vænt um þegar eg sá föður stúlkunnar koma og skamma hana enn þá meira en í gær. Hann tók í handlegginn á henni og hrysti hana og kleip. Hún sveigði höfuðið aftur á bak eins og hún ætlaði að forða sér frá því að vera barin, og eg sá að stóru bláu augun fyltust af tárum. “Hvaða erindi áttir þú hingað?” spurði faðir litlu stúlkunnar. Hún var hágrátandi og eg heyrði varla hvað hún sagði þegar hún svaraði: “Eg ætlaði að kyssa hænuna,” sagði hún: “og biðja hana að fyrirgefa mér að eg ónáðaði hana í gær. En eg þorði ekki að segja þér frá því.” Og faðirinn kysti þennan yndislega sak- leysgja á ennið. Eg kysti hana á augun og munninn.” Þriðja mynd “í þröngu götunni héma, skamt frá, sá eg konu. Gatan er svo þröng að eg get aðeins skáskotið geisunum niður á húsveggina eitt einasta augnablik. En þetta eina augnablik nægir til þess að eg þekki og skil þar lífið og viðburðina. — Já, eg sá konu. Fyrir sextán árum var hún barn. Þá lék hún sér úti á landsbygðinni í aldingarði prestsins — föður síns. Rósarunnárnir höfðu staðið þar fjöldamörg ár, og voru nú í fullum blóma. Þeir uxu óhindraðir út á götuslóöina og teygði langar greinar upp í eplatrén. Aðeins hér og þar sást rós, því runnamir voru órækt- arlegir; og þessar fáu rósir voru illa tilhafðar — ekki eins fallegar og rósin — drotning blómanna .getur veríð þegar hún hefir sem mest við. Samt höfðu þær hina fögru liti og hinn ijúfa ilm. Mér þótti litla prestdóttirin miklu fallegri en rósirnar. Hún sat á lága stólnum sínum í skjóli runnanna sem teygðu sig í allar áttir, hélt á brúðu og kysti hana á kinnarnar, sem báðar höfðu’ beyglast inn á við. Tíu árum síðar sá eg hana aftur. Þá horfði eg á hana í dýrðlega skreyttum dans- sal. Hún var að giftast ríka kaupmanninum og var ímynd fegurðarinnar sjálfrar. Það gladdi mig að sjá hversu hamingju söm hún var. Eg leitaði hennar og horfði á hana oft og mörgum sinnum í kvöldkyrðinni. Enginn forðast mitt altsjáandi auga! Eg sé glögt og mér missýnist ekki. Rósin mín gætti ekki fullkomlega sinnar sönnu fegurðar frem- ur en villirósirnar í garði föður hennar. Mannlífið er oft djúpur sorgarleikur. 1 kvöld varð eg sjónarvottur að síðasta þættin- um í þessum leik. Við mjóu götuna lá hún fyrir dauðans dyrum. Hún gat tæplega hrært sig í rúminu. Sá eini sem hún átti að geta notið verndar frá, kom inn, reif ofan af henni ábreiðuna og sagði hrottalega með kuldasvip: “Snáfaðu á fætur! Ósköp er að sjá þig! Kinnamar á þér eru skerpnar eins og skrápur! Farðu og lag- aðu þig til svo þú lítir ekki út eins og skrímsli. Útvegaðu peninga; annars kasta eg þér út á götuna. Snáfaðu tafarlaust á fætur!” “Eg er svo veik — alveg aðfram komin,” svaraði hún: “Lofaðu mér að hvíla í friði.” En hann þreif í hana og dró hana fram úr rúminu. Svo málaði hann á henni kinnarnar; fléttaði rósir í hárið á henni, setti hana út við gluggann, lét hjá henni logandi ljós og fór síðan út þegjandi. Eg starði á hana; hún sat hreifingarlaus og hendurnar féllu máttvana niður í kjöltu hennar. Vindurinn feykti glugganum tll, og ein rúðan brotnaði með miklum hávaða en hún sat grafkyr; rauða gluggatjaldið sveiflaðist utan um hana eins og logi — hún var dáin. Frá opnum glugganum fanst mér eins og flutt væri þögul ræða með þeirri kenningu, sem þessi saga geymir — fyrir innan hann hvíldi hún andvana rósin mín úr blómgarði prestsins.” ar Helgasonar, sem nú verður afhent. * * * Dr. Páll E. Ólason var endu'rkosinn forseti Þjóð- vinafélagsins með 38 atkv. á aðalfundi þess á Alþingi í dag. —3. des. HITT OG ÞETTA Lloyd George Frá London er símað, að Lloyd George hafi sagt í viðiali við blaðamenn, að hann ætli sér að hefja baráttu fyrir kosninga stefnuskrá sinni snemma á ár- inu 1935. Meðal höfuðatriða hennar yrði allsherjar viðreisn í fjárhags- og atvinnumálum, og vill Lloyd George að Bretar skipuleggi iðnaðar-, landbúnað- ar- og skipaútgerðarmál sín á svipuðum grundvelli og Roose- velt hefir fengið framgengnt í Bandaíkjunum. Eitthvert veigamesta atriði stefnuskrár- innar er, að Englandsbanki verði gerður háður algeru eftir- liti ríkisins. * * * Ætluðu að verða 100 ára Árið 1929 fluttist þýskur vís- indamaður, dr. Karl Ritter, til Galapagos og settist að á Char- les Darwins ey. Með honum var kunn kona frá Berlín, frú Hilde Löwin. Þau vildu komast burt frá menningunni og ætl- uðu að lifa þama sem frum- byggjar jarðar. Bjuggust þau við því að geta orðið 100 ára. En nú kemur fregn um það, að amerískt herskip hafi sent menn í land á þessa eyju, og hafi þeir fundið þar tvö lík, af manni og konu. Af bréfi, sem fanst í jakkavasa mannsins þykir mega ráða að þetta sé lík þeirra Ritters og frú Löwin og hafi þau dáið úr hungri. * * * Einn lærði maðurinn, Dr. Ad- rian að nafni, þykist hafa tekið myndir af hugsunum, eða heila starfi, með því móti, að hann náði rafmagnskviki frá heila, á til þess gerð tæki, en það kvik gat hann síðar, með orkumögn- unar áhaldi, breytt í hljóð. Þetta er kallað, á prenti, að ljósmynda þanka. * * * beitar, ennfremur vaxa í grynnra jarðvegi en aðrar teg- undir af þessari fóðurjurí. Fé skortir þá til að fullreyna þetta * * * Vefnaðar vöru félag á Eng- landi segist hafa fundið ráð til að gera klæði eða dúka svo úr garði, að íveruföt, gerð úr þeim dúkum, leggist ekki í brot eða hrukkur. * * * í Atlants hafi er meira af súrefni, heldur en í Kyrrahafinu Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BlrgSir: Urary Ave. East Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Htory ag Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA en vísindamenn hafa ekki fund- ið enn, hvað veldur HÆTTIÐ EKKI Á AÐ BÖKUN MISHEPNIST Það er engin ágizkan með Magic. Hann tryggir ávalt hinn' bezta árangur! Þessvegna mæla helztu’ matreiðslufræðingar Can- ada með notkun hans fram yfir aðrar tegundir. Biðjið matsal- an yðar um bauk! • LAIJS VIÐ ÁLtrN—I>essi setning á hverjum bauk er yt5ur trygging fyrir því atS Magic Baking Powder er laus vit5 álún et5a önnur skat51eg efni. GLOBELITE Bíla Battery 2 Volt Radio “A” Battery Ljósa Ahalda Battery Biðjið um og krefjist Til sölu hjá og hefir með- mæli frá helztu verzl- unarmönnum. Verzlunarmenn—skrifið eftir verðlista í Denver, Colorado, geymir stjóm Bandaríkjanna 3,00 mil- jóna virði af guJli, innan sterkra veggja, en til varúðar eru þar á verði vélar sem spúa eitúrgasi, rafmagns straumum og mjög flókinn útbúnaður til að taka Ijósmyndir af hverju sem fram fer innan veggja. * h. h. Fyrmeir voru þeir ríku jarð- aðir f eikarkistum, en nú eru líkkistur búnar til ýmist úr papp ir eða málmi, en vitanlega mál- aðar ýmislega. * * * Að slökkva eld með kolsýru, en ekki vatni, hefir þann kost, að varningur skemmist ekki af kolsýru loftinu. * * * Machado heitir sá, sem fyrir nokkru var hæstráðandi á sjó og landi á Cuba, en hlaut þaðan að flýja, til Canada fyrst, en síðan til Evrópu. Nú spyrst til hans á Svisslandi, býr þar sem heitir Interlaken með sínu heimafólki, og er að rétta við úr sjúkdómi, sem sögð er eitr- un, kend við Ptomaine. Þá eitrun bar hann með sér frá Cúba, að sagt er. * * » í Ontario fengu 80 lögfræð- ingar titilstafina K.C. aftan við nafn sitt, nú um áramótin. Einn kvenmaður var meðal þessara lögfræðinga, Miss Helen Kin- near í Port Colborne. * * * Háskólamenn í Vanoouver hafa gert tilraunir þangað til þeir náðu nýrri tegund úr Grimm og Don Alfalfa, sem al- þektar eru. Hina nýju sáðteg- und segja þeir þola vel kulda, vaxa þéttara og því betri til GLOBELITE BATTERIES LIMITED Verksmiðja og aðal skrifstofa: 147 Pacific Avenue Winnipeg, Canada Stærsta verksmiðja í Vestur Canada er býr til Bíla, Badió, og ljósa áhalda batterínr KLÁRT 0G TÆRT Gæðin segja til og kaupin aukast NÝ TEGUND Labatt’s Extra Stock Ale Labbatt’s hafa á boðstólum hið sama gamla vinsæla Extra Stock Ale—en skírt og glært. Svipað eins og allar ekta öltegundir sem brugg- aðar eru eftir fornum enskum móð, verður vart jið móðu—sem er alveg skaðlaus—í ölinu, þangað til það hefir :sezt vel. Hin nýja bruggunar aðferð hefir ráðið bót á þessu, án þess þó að deyfa kraft eða bragð þessarar gömlu ölgerðar. Extra Sock Ale er ekki gerilsneytt, fylt kolsýru eða svikið á nokkum hátt. Það er ábyrgst að geymast svo árum skiftir. Pantið sýnishorn af því strax og reynið það. Fæst í klúbbum, áfengisbúðum fylkisins, eða til heimilisnota beint frá ölgerðinni. Símið tfl vöruhússins. 92 244 \ JOHN LABATT LTD. 191 MARKET AVE. E. WNINIPEG

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.